Rafa líka verðlaunaður!

Það er til enskt máltæki sem hljóðar svo: ‘When it rains, it pours.’ Á íslensku væri ‘sjaldan er ein báran stök’ sennilega skyldast þessu máltæki.

Bæði eiga vel við í dag. Eins og það sé ekki nóg að hafa sigrað Chelsea á laugardag og svo séð fyrirliðann sinn, Steven Gerrard, valinn leikmann ársins í Englandi í gær hefur Rafael Benítez nú bæst í hópinn sjálfur: Hann var í morgun valinn spænski þjálfari ársins í verðlaunaathöfn í Madríd!

Þetta er náttúrulega frábær viðurkenning fyrir þjálfara sem er að þjálfa utan heimalandsins, en Rafa tók þessu eins og *sönnum herramanni sæmir*:

>”I am very proud to accept this award, but it’s recognition for everyone at Liverpool including the players, backroom staff and the supporters, who have been magnificent since I came to the club. I’m very happy at Liverpool and enjoying life in England.”

Þetta heitir auðmýkt. Þetta heitir kurteisi. Þetta heitir virðing, fyrir öðrum. Gott að það er allavega einn þjálfari frá Íberíu sem skilur þessi hugtök. 😉

Já, og Rafa notaði tækifærið og ítrekaði hversu stoltur hann væri af Steven Gerrard. Af því að Gerrard má alveg njóta sviðsljóssins líka, hér keppir þjálfarinn ekki við leikmenn sína um athygli. 🙂

Hvaða verðlaun ætli okkar menn vinni á morgun? 🙂

4 Comments

  1. Uuu… fín verðlaun… en hann var beinlínis ekki að keppa við marga snillinga þarna.

    Framkvæmdarstjóri Villareal er frá Chile,
    Aragones hefur í raun ekki gert neitt…
    Juan Lopez Caro hefur heldur ekki gert neinar rósir með Real Madrid.

    Þannig að ég myndi segja að þetta væri win by default 🙂

  2. The Special one segir að Rafa hafi verið heppinn að vinna þessi verðlaun, hann hafi fengið þau vegna þess að dómararnir voru hliðhollir og aðrir framkvæmdastjórar hafi gert mistök. Hann neitaði jafnframt að óska honum til hamingju. Ring a bell ? :laugh:

Mun Benitez hringja í Giuly?

Mogginn