Leikskýrslur ensku blaðanna

Eftir að hafa lesið leikskýrslur úr [Independent](http://sport.independent.co.uk/football/sunderland/article307360.ece), [The Guardian](http://football.guardian.co.uk/Match_Report/0,1527,1553810,00.html) og fleiri blöðum, þá hef ég komist að eftirfarandi hlutum:

1. Heimurinn er að farast
2. Liverpool er sennilega með lélegasta lið á Englandi
3. Djibril Cisse og Fernando Morientes munu ekki skora eitt einasta mark á þessu tímabili fyrir Liverpool.
4. Ólíkt því sem var þegar Michael Owen gat ekki neitt hjá Liverpool (skv. blöðunum), þá er hann allt í einu orðinn besti framherji í heimi og hann mun leysa öll vandamál Liverpool.
5. Liverpool vörnin er léleg.
6. Luis Garcia er aumingi og leikari.
7. Liverpool er búið að tapa möguleikanum á að vinna enska meistaratitilinn.
8. Liverpool voru heppnir að vinna um helgina.
9. Liverpool munu aldrei vinna neitt
10. Chelsea, sem vann Wigan á enn meira ósannfærandi hátt var hins vegar bara óheppið. Það að Liverpool vinni botnlið 1-0 er hins vegar merki um að liðið sé ómögulegt.

Því miður var Harry Kewell ekki í liðinu, svo ekki var hægt að endurprenta gamlar lummur um hann.

12 Comments

 1. Nákvæmlega….. þetta alveg týpískt! Hyypia segir sjálfur að þetta hafi ekki verið besti leikur LFC en hins vegar eru 3 stig alltaf það sem mestu skiptir og að eftir nokkra leiki man enginn eftir þessu nema 3 stig og sigur! Það er sem máli skiptir… að vinna þessa leiki þegar liðið er að spila ósannfærandi, hefur stundum verið nefnt meistaraheppni!

 2. Það er ástæða fyrir því að ég kveiki ekki á útvarpinu á mánudögum. Gerði þá skyssu áðan að kveikja á XFM og það fyrsta sem ég heyrði var Valtýr Björn að segja eftirfarandi orð: “Já, og Steven Gerrard er eitthvað lítið meiddur … ekkert alvarlegt, en hann missir af leiknum gegn Sofia á morgun. Og … ég verð að segja, að ég sé Liverpool ekki fyrir mér geta skorað mörk án hans.”

  Ég slökkti bara og ákvað að gera eitthvað annað en lesa fréttir & hlusta á íþróttaþætti í dag.

  Við unnum 1-0 í leik sem hefði, miðað við gang leiksins, átt að enda svona 3-0 (Cissé skoraði löglegt mark og hann & Moro klúðruðu dauðafærum, svo skaut SG í stöng) en þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn.

  Chelsea hins vegar lágu í vörn í 90 mínútur á heimavelli og skoruðu ólöglegt rangstöðumark óvart, þar sem Drogba ætlaði ekki að láta boltann skoppa í hnéð á sér og þaðan framhjá Lehmann. Og er minnst á það að Chelsea hafa núna spilað illa, legið í vörn og verið ósannfærandi í þremur leikjum í röð? Neibb, bara talað um hvað þeir eru góðir.

  Arsenal í Samfélagsskildinum, Wigan fyrir viku og svo aftur Arsenal í gær. Það eru 270 mínútur af heppni og fjögur mörk.

  Liverpool? 180 mínútur af sókn og 1 mark – allt rétt nema hvað boltinn vill ekki innfyrir línuna þessa dagana. Og þar áður skoruðum við rúmlega 20 mörk á undirbúningstímabilinu – Cissé er þegar kominn með 4 mörk á þessu tímabili og Morientes 2 – og skyndilega getum við ekki skorað án Gerrard?

  Þoli ekki mánudagspressuna.

 3. Persónulega kippi ég mér ekkert upp við svona tal, þetta gerir okkur bara sterkari og samheldnari, bæði stuðningsmenn sem og vonandi leikmannahópinn.

  Nú er bara að girða sig í brók og gera það sem við gerum best, það er að vinna leiki :biggrin:

 4. Viljiði sjá þetta rugl??????

  Frank Lampard er í liði vikunnar á BBC!!! Fyrir hvað? Ég horfði á þennan leik í gær og hann gat EKKI NEITT! Makelele hefði getað verið í liði vikunnar, og kannski Del Horno, en enginn annar úr Chelsea-liðinu.

  Xabi Alonso, Momo Sissoko og Edgar Davids – þrír miðjumenn sem fóru mikinn á laugardag – komast hins vegar ekki í liðið.

  Er ekki verið að grínast í mér? Ég hefði valið Davids fram yfir Lampard í þetta lið, hvað þá Alonso (á það skilið fyrir markið) eða Sissoko (tower of destruction).

  En nei … Frank Lampard er heilagur, það er alveg ljóst! :rolleyes:

 5. Come on guys!! Látið ekki blöðin fokka svona í ykkur. Þið eruð eldri en það að láta blöðin eða Valtýr Björn pirra ykkur með einhverjum commentum.

 6. Kristján, sástu líka að Cenderos er í liði vikunar hjá BBC. Segir nú allt um þetta val þeirra.

 7. hvað segiði spekúlantar um sissoko!! hvaðan er hann? mér þykir hann skemmtilegur viðauki við liðið og svolítil viera-típa þó það mætti kannski koma aðeins meira útúr honum sóknarlega. gæti trúað að hann eigi eftir að reynast með betri kaupum enda bara 20 ára ekki rétt. allavega, loks lfc sigur þegar þeir eiga frekar dapran dag.

 8. Hef lært það í gegnum tíðina að láta ekki pressuna fara í taugarnar á mér. Bæði hér heima og t.d. í Englandi. Ég myndi hiklaust gefa liðinu tækifæri á að stilla sig saman og byrja að skora mörk, áður en ég fer að koma með dómsdagsspár! Ég vona líka bara að svona skrif espi leikmenn Liverpool enn frekar … “to show them wrong”.

  Er allt fullkomið hjá okkur fyrir utan markaskorun? Er það pottþétt? Hverju sem því líður og hvernig félagsskiptafréttir verða næstu daga, þá hef ég enn og hef alltaf haft trú á því að Liverpool berjist um titla á hverju einasta ári. Árið í ár er engin undantekning!

 9. lampard gat ekki blautann á móti arsenal og því algjörlega óskiljanlegt að hann skuli valinn í lið vikunnar. en ég verð að segja að liverpool voru allt annað en góðir á móti sunderland, liðið virkaði þungt og áhugalaust. auðvitað eru stigin 3 góð og gild en ég hefði viljað sjá mun betri spilamennsku og meiri sigurvilja.

  ég verð einnig að gagnrýna rafa fyrir val hans á liðinu, mér finnst vera houllier keimur á þessari uppstillingu hans. setja framherja út á kant og miðjumann fram. af hverju fá menn ekki bara að spila sína stöðu, cisse er framherji og á að vera frammi ekki út á kanti. við getum ekki ætlast til að hann skori 20 mörk á þessu tímabili ef hann á að vera á kantinum.
  einnig verð ég að minnast á frammistöðu garcia í þessum leik, hann gerði akkurat ekkert rétt. hangir á boltanum og getur ekki með nokkru móti gert hlutina einfalt. hann er búinn að vera ömurlegur á þessu tímabili og þarf nauðsynlega að girða sig í brók.

 10. Þessi leikskýrsla hjá Independent er bara einn besti brandari sem ég hef séð lengi. Algjör snilld þegar höfundurinn segir: “But it was one of those days for Sunderland.” Hahaha, þessi maður hefur væntanlega gleymt að taka lyfin sín áður en hann fór að skrifa þessa steypu.

 11. liverpool er vonlaust, sorrý en þetta er satt og þið vitið það allir. :laugh:

Daniel Agger? (uppfært)

Hvaða leikmenn koma fyrir 1. sept?