Daniel Agger? (uppfært)

Hmmm. Svo virðist sem við gætum verið að fá miðvörð úr óvæntri átt, rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans. Mirror Sport greina frá því nú á mánudegi að Rafa hafi boðið 4.5m punda í hinn danska, tvítuga miðvörð Daniel Agger hjá Bröndby.

Fréttin segir einnig að Agger, sem var víst í vörn Dana þegar þeir rústuðu Englendingum fyrir fjórum dögum, sé metinn á um 6m punda hjá Bröndby og að Everton og Wigan hafi einnig sýnt honum áhuga – en nú sé talið líklegt að Liverpool verði það lið sem hreppir hann þar sem Rafa hefur boðið 4.5m punda. Rafa gæti þurft að borga meira en það en þar sem hann er einnig að reyna að kaupa hægri vængmann og framherja sé hann að reyna að prútta verðið niður.

Hljómar svo sem vel, fyrir utan eitt: ég hef aldrei séð kappann spila. Ég hoppaði inn á Google og fann þessa mynd af honum þar, en annars veit ég ekki neitt! Þannig að nú spyr ég bloggarann okkar sem býr úti í Danmörku: Aggi, veist þú eitthvað meira um þennan kappa? Endilega, leyfðu okkur að heyra þitt álit ef ske kynni að þú hafir séð hann spila!

Þetta verða spennandi 10 dagar fram að 1. sept, það held ég að sé óhætt að segja… 🙂


Uppfært (Aggi): Agger þykir efnilegasti varnarmaður Dana og spilaði óaðfinnanlega í leiknum á móti Englandi um daginn. Eftir þann leik kom fram að Agger gæti orðið dýrasti leikmaður Dana á næstunni.

Ég fór athugaði öll dönsku blöðin (á netinu) og ekkert þeirra ræðir um þetta þ.e. að Agger gæti verið á leið fá Brøndby. Sá í fréttum á TV2 að þeir minnast á að Liverpool hafi áhuga á Agger og vísa í The Sun.

Daniel Agger er 21 árs gamall varnarmaður eða fæddur 1984. Hann er búinn að spila með aðalliðinu í eitt ár og varð fastamaður í vörninni strax í fyrra. Hann er 1.89 cm á hæð og 80 kg. Hann spilar í miðju varnarinnar og þar sem hann er örvfættur þá hefur hann einnig verið notaður sem vinstri bakvörður.

Hann þykir tæknilega góður leikmaður en einnig harður í horn að taka og fastur fyrir. Skorar einnig reglulega bæði með skalla og vinstri fætinum. Ég hef sjálfur séð hann spila bæði “live” og í sjónvarpinu og hann er hörku varnarmaður. Það sem kom mér mest á óvart var hvað hann er ungur en spilar samt afslappað og með sjálfsöryggi.

Ég hugsa að þetta myndu verða mjög góð kaup. Deildin var að hefjast hérna í DK og Agger hefur spilað vel í vörninni hjá Brøndby. Hvort verðmiðinn myndi verða 4,5 mill. punda er líklega of lágt en hver veit.

Brøndby er búnir [neita þessum sögusögnum og segja þær skáldaðar uppúr engu](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=300990&CPID=8&CLID=&lid=2&title=Danes+deny+Agger+talk&channel=football_home).

6 Comments

  1. Takk fyrir.

    Þið eruð snillingar. Ég var að enda við að lesa frétt gegnum News Now um Daniel Agger og ætlaði að fara leita mér upplýsinga á Google en stoppaði fyrst hér og viti menn, búið að setja saman pakka um kappann.

    Ég hef aldrei séð né heyrt um hann en að öllu jöfnu þá eru danskir fótboltamenn traustir (ok. ég veit að það eru undantekningar). Aldurinn er flottur og ef hann hefur verið að spila með Bröndby og landsliðinu þá ætti hann að vera sæmilega sjóaður og að borga 4,5 mill. punda fyrir 21 árs gamlan varnarmann finnst mér ekki of mikð ef hann stendur undir væntingum.

    Og takk aftur fyrir flotta síðu og þið fáu sem eru stundum að hnýta utan í umsjónarmenn síðurnar, skammist ykkrar. Þið þurfið ekki að lesa hana.


  2. jájá drengir ég veit að ég er unglegur og þakka samlíkinguna… er ekki viss um að Laudrup yrði þá sáttur ef hann myndi sjá svona mynd af Agger í Se&Hør!
    Annars eru núna blöðin hérna öll uppfull af þessum sögum að Liverpool hafi áhuga á Agger. Brøndbys direktør Per Bjerregaard segir að þetta séu allt saman úr lausu lofti gripið og Agger sé ekki á leið frá félaginu.

  3. Ég hef aldrei áður sett inn ummæli á þessa síðu og ætla því að byrja á því að hrósa ykkur fyrir frábæra síðu sem að er að mínu mati sú allra besta sem fjallar um liverpool. Takk kærlega fyrir.

    Að Agger þá fylgist ég mikið með Danska boltanum og þykist vita töluvert um hann. Daniel Agger er eitt mesta efni sem að hefur komið upp í danska boltanum og hefur þann frábæra hæfileika sem grjótharður varnarmaður að hann er tæknilega góður og yfirvegun hans og skilningur á leiknum gera hann að frábærum leikmanni. Það þarf ekki að leita lengra en til leiksins á Parken um daginn þegar að hann var konungur í ríki sínu í hjartavarnar Danska liðsins. Þetta er klárlega leikmaður sem LFC ætti að klófesta en það þarf þó að vera á hreinu að hann sé að koma sem miðvörður og leyfa honum að þroskast sem slíkur en ekki sem bakvörður.

Rafa ánægður með Reina og Cisse vekur áhuga.

Leikskýrslur ensku blaðanna