Liverpool 1 – Watford 0

heidar_watford.jpgMilan Baros er uppáhalds leikmaðurinn minn.

Án hans hefðum við ekki náð að vinna Watford í kvöld, það er ég viss um. Þeir voru erfiðir, mjög erfiðir og sérstaklega virtust okkar menn eiga í vandræðum með það hvað Watford-menn spiluðu þennan leik stíft líkamlega séð. Þeir notuðu hvert einasta tækifæri sem þeir gátu til að láta okkar menn finna fyrir sér líkamlega og það sýndi sig að okkar menn virtust hrædddir við meiðsli (hver láir þeim?) eða eitthvað álíka gegn svona líkamlega föstu liði.

Við unnum í kvöld, 1-0 en við skulum hafa það alveg á hreinu að við hefðum hæglega getað tapað í kvöld, sem og unnið stærra. Þetta var bara mjög jafn leikur, ekkert hægt að lýsa því neitt öðruvísi. Sem þýðir að útileikurinn á Vicarage Road eftir tvær vikur verður styrjöld og ekkert annað. Sá leikur verður svakalegur!

Byrjunarliðið okkar í kvöld var sem hér segir:

Dudek

Finnan – Carragher – Traoré – Riise

Núnez – Hamann – Gerrard – García

Mellor – Pongolle

BEKKUR: Harrison, Warnock, Biscan, Potter, Baros.

Ókei þannig að eftir einhverjar 55 mínútur var þetta hnífjafnt og þótt við hefðum byrjað betur eftir hlé þá var eftir hnífjafnan fyrri hálfleik – þar sem Watford-menn fengu fleiri færi ef eitthvað var – ljóst að þessi leikur gæti fallið til beggja hliða.

En þá kom Milan Baros inná fyrir Neil Mellor.

Tveim mínútum síðar átti Baros sína fyrstu snertingu: eftir frábært þverhlaup fékk hann góðan bolta frá Pongolle upp í vinstra hornið þar sem hann sprengdi varnarmenn Watford af sér og gaf hnitmiðaða sendingu inná teig. Paul Jones og Neil Cox réðu ekki við sendinguna og náðu bara að hálf-hreinsa henni út í teig, þar sem Stevie Gerrard kom aðvífandi og þrumaði boltanum í Cox og inn í markið.

Málið við Milan Baros er bara það að hann gerir svona hluti. Hann sprengir upp varnir með hlaupum sínum, hann er sífellt að ónáða varnarmennina með grimmd sinni og hann hefur hæfileikana til að fylgja þessari grimmd eftir. Mellor hefur unnið gott starf fyrir okkur það sem af er vetri, en hann er ekki Milan Baros. Og Pongolle ekki í raun heldur.

Eftir þetta datt leikurinn niður í nokkuð jafnvægi og við virtumst í raun aldrei líklegir til að bæta við öðru marki, því miður. Síðustu 5 mínúturnar voru síðan svoldið spennandi, þar sem Watford pressuðu stíft og Heiðar Helguson fékk boltann innfyrir og hefði sennilega skorað ef Djimi Traoré hefði ekki bjargað málunum með frábæra tæklingu, eftir að Carragher hafði klikkað illilega í baráttunni.

Dudek var mjög öruggur allan leikinn, Traoré og Carra virtust yfirvegaðir saman allan leikinn (fyrir utan þessar lokamínútur) og þeir Riise og Finnan áttu ágætis dag varnarlega. Voru þó alveg steingeldir fram á við, báðir tveir, og verða að gera miklu betur um helgina.

Á miðjunni var þetta frekar skrýtið. Antonio Núnez var yfirburðamaður í fyrri hálfleik, en þá var Gerrard gjörsamlega heillum horfinn. Í seinni hálfleik tók Gerrard svo völdin og var okkar næstbesti maður, á meðan Núnez hvarf algjörlega. Hamann og García komust því miður aldrei í takt við þennan leik.

Warnock og Biscan komu inná á síðasta kortérinu og léku ágætlega, en höfðu ekki mikinn tíma til að gera neitt af viti. Mellor og Pongolle börðust ágætlega frammi en náðu ekkert að skapa sér af viti, fengu hvor um sig eins og eitt gott færi en mig grunar að Baros og Cissé hefðu getað gert betur.

MAÐUR LEIKSINS:Hver er þá eftir? Jú, hann spilaði bara 35 mínútur af þessum leik en að mínu mati var Milan Baros bara okkar besti maður í kvöld. Innkona hans gerbreytti leiknum, gaf okkur sigurmarkið nærri því strax og eftir það var Baros sennilega hættulegri á síðasta hálftímanum en allir aðrir leikmenn Liverpool samanlagt í 90 mínútur. Mikið óskaplega er ég feginn að fá hann inn aftur og ef við getum nú dr*llast til að kaupa heimsklassaframherja þarna við hliðina á honum í þessari viku þá er þetta allt á uppleið hjá okkur.

En samt. Slappur leikur hjá okkar mönnum en samt 1-0 sigur á Anfield. Fengum ekki á okkur mark á útivelli, sem þýðir að ef við skorum á Vicarage Road gæti það orðið ómetanlegt í þessu einvígi. Þannig að maður er bjartsýnn á þetta, þótt seinni leikurinn verði pottþétt erfiður.

Næst: Man U á laugardaginn og þá er ekkert annað að koma til greina en sigur. Ekkert annað. EKKERT! Og til að vinna United-lið sem hefur ekki tapað í 12 leikjum í röð verðum við að spila aaaaaðððeeeeiiiinnnnssssss betur en við gerðum í kvöld.

Bara aðeins. :confused:

10 Comments

 1. Ég sá loksins leik sýndan beint hérna í DK með Liverpool… hef ekki séð marga nema þá í Champions League (þess vegna er þessi síða snilld) Anyways… mér fannst við ekki sýna það í þessum leik að við séum í í topp 5 í úrvalsdeildinni og Watford í þeirri fyrstu… Þeir pressuðu okkur stíft og gerðu okkur lífið leitt, sérstaklega í þeim fyrri þar sem Brilli hefði átt að skora mark með skalla. Heiðar var ávallt að pirra Carra og Traore og ef Watford hefði betri miðju hefðum við tapað.

  Gerrard var öflugur í seinni og skoraði gott mark eftir góða vinnu Baros… og það munið miklu þegar hann kom inná… úff Mellor mun aldrei verða byrjunarliðsmaður hjá okkur, ALDREI. Einnig er ég orðinn mjög þreyttur á Hamann… í alvöru hættum þessu rugli og notum Biscan eða kaupum almennilegan miðjumann með Gerrard… Hamann er ömurlegur.
  Garcia var ekki með en ég hef trú á honum… er greinilega góður fótboltamaður. Nunez hhmm veit ekki ennþá en gef honum út þetta season til að sanna sig. Pongolle verður sterkur og er í dag með þeim efnilegri í deildinni.

  Ef við ætlum okkur 3 stig á laugardaginn gegn Man Utd. þá verðum við að spila betur en í kvöld… og jibbí ég get séð hann beint kl: 13 (að staðartíma)

  snakkes

 2. Eftir að hafa horft á þennan leik held ég að eftirfarandi sé ljóst:
  1. Neil Mellor er ekki í þeim gæðaflokki sem Liverpool krefst.
  2. Milan Baros er akkúrat í þeim gæðaflokki sem Liverpool krefst.
  3.Antonio Nunez er annaðhvort ekki með sjálfstraustið í lagi eða bara ekki nógu góður.
  4.Benitez þarf að kaupa 2 strikera í hæsta gæðaflokki því Mellor getur hreinlega ekki spilað meira fyrir þennan klúbb. Ég held að strákurinn hafi náð hápunkti ferilsins með sleggjunni sinni á móti Arsenal og nú þarf hann að finna sér einhvern annan klúbb þar sem hann getur náð að skína soldið því ég fæ ekki séð að hann geri meira á Anfield.
  Það var þvílíkt frábært að sjá hvernig gæðin skinu í gegn um allt sem Baros var að gera hvort sem það tókst eða ekki. Liverpool þarf fleiri menn af þessu kalíberi (Morientes og Anelka t.d.).

 3. Hvað eru þið að meina, Mellorinn er varla byrjaður og staðið sig vel og þið viljið selja hann! Milan Baros er frábær striker en Mellor er búinn að skora meira hlutfallslega.

  Eru menn sem sagt tilbúnir að kaupa allt sem lofar góðu en selja uppalda leikmenn sem eru efnilegir!?!

 4. Svavar sagði:

  >…en Mellor er búinn að skora meira hlutfallslega

  Nei. Ókei? Nei. Baros er með næstbestu mörk-per-mínútur-spilaðar tölfræðina í deildinni á eftir Henry, þannig að … nei!

 5. Milan Baros er einn af 5 bestu strikerum heims í dag að mínu viti. Magnaður leikmaður. Með hann og Gerrard innanborðs eru okkar menn stórhættulegir hvaða liði sem er.

  Vona að við nælum bæði í Anelka og Morientes og blásum til stórsóknar 🙂

 6. Kristján.

  Mér er alveg sléttsama um einhverjar mínútur til eða frá.

  Pointið mitt með þessu kommenti er einfalt! Þoli ekki þennan þankagang að vilja selja uppalda og efnilega stráka af því þeir eiga 2-3 slappa leiki!

  Síðan eru menn alltaf tilbúnir að kaupa einhverja “snillinga” hinum meginn við lækinn á morðfé sem gera ekkert annað en að lækka í verði.

  Ég fagna samt komu Morientes! Held að það verði hörkukaup.

 7. Svavar: ég held að pointið sé að það þýðir lítið að reyna að sanna eða verja einhvern málstað ef rökfærslan er augljóslega ekki rétt. (Sérstaklega þar sem Baros er bæði með mun hærra mörk/mínútur og mörk/leik en Mellor). Hvort Mellor á rétt á því að fá meiri tíma til að sanna sig er allt annað mál sem ég ætla ekki að segja orð um, nema það að ég er glaður að það er loksins eitthvað að gerast í þessum sóknarmannakaupum.

  En svakalega voru Liverpool slappir, nú eða þá Watford bara góðir, menn spila aldrei betur en andstæðingurinn leyfir og allt það.

 8. Ég skil vel viðhorfið hjá Svavari varðandi uppalda leikmenn. En við megum ekki láta þannig tilfinningasemi gera það að verkum að við séum ekki með besta mögulega liðið.

  Mér hefur lítið þótt benda til þess að Neil Mellor verði góður framherji fyrir Liverpool og Rafa virðist líka hafa takmarkaða trú á því. Ég spái því að hann verði ágætis framherji í 1. deildinni.

  Mér þykir það nokkuð augljóst að Pongolle er á allt öðru stigi en Mellor. Nú þegar Baros er heill og Morientes á leiðinni (og svo Cisse seinna), þá er augljóst að Mellor er aftur orðinn striker númer 5.

  Ég held að hann sé einfaldlega ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Auðvitað er frábært að hafa sem flesta uppalda leikmenn, en það er bara svo ótrúlega sjaldgæft að uppaldir leikmenn geti blómstrað hjá jafn sterku liði og Liverpool. Sjáið bara hvað það er langt síðan að Man U kom með einhvern almennilegan uppaldan leikmann hjá sínu liði.

  Mellor er orðinn 22 ára, hann stóð sig ekki í fyrstu deildinni þegar hann var lánaður. Ég vil hafa hann áfram hjá Liverpool en ég veit ósköp vel að hann verður ekki tekinn fram fyrir Baros, Morientes, Cisse og Pongolle.

 9. Það er kannski full gróft að fara að tala um að selja Mellor en hann hefur fengið fullt af sjénsum og eftir annan eins leik og í gær þá held ég að hann sé búinn með kvótann sinn í bili. Hann virkaði áhugalaus og var frekar lítil ógnum fram á við en samt á hann að vera sterkur og á að geta ýtt frá sér.
  Hann er ef til vill nógu góður til að vera á bekknum en ekki til að byrja, sáu menn ekki til dæmis breytinguna á leik okkar manna þegar að Baros kom inn?

 10. Jú blessaður vertu, það sjást alltaf miklar breytingar á leik liðsins þegar Baros kemur inná.

Liðið komið

Rafa staðfestir komu Morientes!!!