Kop.is semur við Úrval Útsýn!

Kop.is og Úrval Útsýn tilkynna endurnýjað samstarf um hópferðir til Liverpool tímabilin 2017/18 og 2018/19!

Síðan 2013 höfum við hjá Kop.is boðið upp á hópferðir til Liverpool-borgar með frábærum árangri. Undirtektirnar hafa verið ótrúlega góðar og ferðirnar hafa heppnast gríðarlega vel. Í vor undirtók stjórn Kop.is samningaferli sem hefur nú klárast með því að samstarf Kop.is og Úrval Útsýnar hefur verið formlega endurnýjað til næstu tveggja ára.

Luka Kostic frá Úrval Útsýn og Sigursteinn Brynjólfsson frá Kop.is innsigla samstarfið.

Þetta þýðir að við getum staðfest að Kop.is og Úrval Útsýn munu bjóða upp á nokkrar frábærar ferðir til fyrirheitna landsins að sjá liðið okkar allra næstu tvö tímabil, hið minnsta. Að venju munu ferðirnar innihalda:

 • Fararstjórn Kop.is
 • Flug og gistingu á góðu hóteli í frábærri borg
 • Miða á Anfield til að hvetja Liverpool til sigurs

Við hjá Kop.is og Úrval Útsýn hlökkum til að kynna fyrir ykkur fyrstu ferðirnar á næstu vikum. Leikjaplanið fyrir tímabilið 2017/18 verður birt í næstu viku og í kjölfarið stefnum við á að setja saman pakka fyrir tvær ferðir fyrir áramót, eina snemma í haust og aðra nær jólum, og munum við svo kynna þær á næstu vikum þar á eftir. Þannig að ef ykkur hefur dreymt um að koma með okkur til fyrirheitna landsins, eða ef þið hafið farið með okkur áður og viljið koma aftur, bíðið þá aðeins með sparibaukinn þar til við kynnum ferðir okkar í sumar.

Hægt er að sjá ferðasögur frá fyrri ferðum hér:

Everton í maí 2013
Crystal Palace í október 2013
Swansea í febrúar 2014
West Brom í október 2014
QPR í maí 2015
Man Utd í janúar 2016
Sunderland í nóvember 2016
Swansea í janúar 2017

Sjáumst í Liverpool í vetur með Kop.is og Úrval Útsýn!

9 Comments

 1. Senda einhvern frá kop.is til að semja fyrir hönd Liverpool FC? T

  il hamingju með þetta!

 2. Spurning hvort þið byrjið ekki að sjá um að landa samningum við leikmenn fyrir Liberpool. Þetta eru alvöru vinnubrögð!

 3. Hvað eru kop.is ferðir með í W-D-L og markatölu?

  Annars bara til hamingju. Vel gert.

 4. Við erum með 5 sigra, 1 jafntefli og 2 töp. Markatala 15-10. Hins vegar komu bæði töpin í janúarferðum síðustu tvö tímabil þannig að það er spurning um að forðast þann mánuð í þetta sinn …

 5. Snilld, snilldar ferðir hjá ykkur. Mun mæta í allavega eina ferð ?

Enn ein skitan!

Opinn þráður – slúður