Ferðasaga – Hópferð Kop.is

Áður en ég gekk til liðs við kop.is hélt ég úti eigin bloggsíðu sem að mestu gekk út á Dagbók Babú. Þær bækur voru jafnan skrifaðar í upphafi vikunnar og sögðu frá djammi helgarinnar í máli og myndum frá mínum sjónarhóli. Jafn mikið til að skemmta mér og öðrum sem og bara til að rifja herlegheitin upp og geta skoðað aftur seinna enda var þetta fyrir facebook, twitter og flesta keppnis snjallsíma.

Helginni get ég ekki lýst nema frá mínum sjónarhóli og því ætla ég að skrifa ferðasögu í anda gömlu síðunnar minnar, eiginlega dagbók. Þetta lýsir ferðinni auðvitað enganvegin nægjanlega vel eða segir nærri því alla söguna en gefur vonandi smá hugmynd af því hversu vel við skemmtum okkur í þessari fyrstu hópferð kop.is til Liverpool borgar.

Föstudagur 4.október

Vekjaraklukkan var ekkert að grínast kl: 3:50, ég lamdi hana þrisvar með tíu mínútna millibili en þrautseigja klukkunnar hafði betur að lokum og ég fór á fætur og það aðeins tuttugu mínútum á eftir áætlun. Framundan var hópferð með Magga og tæplega þrjátíu öðrum stuðningsmönnum Liverpool sem við þekktum svo gott sem ekki neitt.

Magga hafði ég ekki hitt síðan í maí er ég kippti honum upp í Hafnarfirði en þá vorum við einmitt líka í Liverpool borg. ALLTAF gaman að hitta Magga. Hinsvegar voru nokkrir mánuðir af rafrænum samskiptum að baki við að fínpússa og skipuleggja þessa ferð og því almennur hressleiki og spenningur yfir því að þetta væri loksins að bresta á.

Morgunmatur í Leifsstöð
Morgunmatur í Leifsstöð

Panorama barinn í Leifsstöð var fyrirfram ákveðin rendez vous staður (nema hvað) og þar voru flestir mættir í morgunmat, þessa líka ljómandi góðu humlasúpu. Þetta var líka í síðasta skipti sem Sverrir náðist nokkuð eðlilegur á mynd. Eftir að hann kláraði þetta glas sem er þarna á heimleið fór hann að spyrja hvort ég hafi nokkuð verið í Istanbul og strax í kjölfarið hvort ég væri nokkuð fáviti (fyrir að hafa ekki verið þar). Þegar leið á daginn fóru flest orð að verða erfið fyrir Sverrir þar til hann gat bara sagt þessar tvær setningar, ertu fáviti og varstu í Istanbul?

Svarið við þessu er Já og NEI….og þegiðu.

Við gátum ekki farið í fyrstu ferð kop.is án þess að bögga Kristján Atla aðeins. Hann hefði með réttu átt að fara þessa ferð en komst ekki… greyið.

Við þökkum Henson fyrir hjálpina við þetta sem og þessum gaur sem gat okkur hugmyndina.
Við þökkum Henson fyrir hjálpina við þetta sem og þessum gaur sem gaf okkur hugmyndina.

Ferðin var á vegum Úrval Útsýn sem var gott að geta treyst á og þeir voru klárir með rútur í Manchester um leið og við lentum. Þar viljum við alls ekki vera nema helst til að gefa fólki tækifæri á að losa sig við úrgang.

Hópnum komum við stórslysalaust til Liverpool borgar og þar gjörsamlega í miðbænum lentum við inni á Posh Pads hótelinu ca. klukkutíma fyrir tékk in. Jarðhæðin á kofanum er The Hub barinn og þar höfðum við hópinn þar til hægt var að tékka sig inn. Tæknilega séð var því eiginlega bjór í morgunmat, hádegismat og kaffi og þ.a.l. nokkuð vel af sér vikið að hafa náð að tékka alla inn.

Steini fékk sér bjór í forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Er Steini (t.h.) að fá sér bjór í forrétt, aðalrétt og eftirrétt?

Posh Pads hótelið er þannig að í staðin fyrir venjuleg herbergi með 1-3 rúmum, baði og hárþurrku eru þetta stórar íbúðir með tveimur herbergjum, tveimur baðherbergjum, stofu og eldhúsi. Smekkur manna er auðvitað misjafn en í svona fótboltaferð getur þetta virkilega orðið til þess að hrista hóp saman sem kannski þekkist ekki fyrirfram. Staðsetning hótelsins er líka þannig að líklega tók enginn leigubíl nema bara til að koma sér á Anfield.

Það má alveg sulla í sig einum í Bítla íbúðinni.
Það má alveg sulla í sig einum í Bítla íbúðinni.

Restina af deginum nýttum við Maggi til að skoða næsta áfangastað hópsins, bar sem við ætluðum að taka létt pub quiz um kvöldmatarleytið. Þar nýttum við tækifærið og létum fórna eins og einu húsdýri enda óétnir með öllu. Ég veit ekki hvort Maggi var bara svona svangur en hann vildi helst að dýrið myndi bara labba sjálft til hans á diskinn. Ekki nema hann hafi verið að tala um að hann vildi alveg sérstaklega sjaldgæfa belju.

Very rare var það a.m.k. og hann var ekki að tala um Kobe Beef, ég spurði.

Hópinn höfðum við boðað til okkar kl: 19:30 á The Hub þaðan sem við ætluðum að labba stuttan spöl yfir á Pub Quiz barinn. Sú tímasetning er eitthvað sem við lærum af enda 19:30 um miðja nótt fyrir þá sem mæta hressir út á flugvöll klukkan 6:00. Einn ónefndur fékk þau fyrirmæli að líklega væri ekki í lagi að vera í íþróttabol á barnum sem við værum að fara á og því væri líklega best að skipta um bol áður en við héldum í hann. “Viltu að ég fari úr Liverpool bolnum?” spurði hann á móti og reif sig umsvifalaust úr bolnum. Það síðasta sem ég sá var þegar hann labbaði ber að ofan aftur í sætið sitt á þessum mjög svo þéttsetna bar. Þvílíka snilldin.

Flestir skiluðu sér þó alla leið með okkur og við týndum bara einum á leiðinni. Barinn sem við vorum búnir að panta var ekki alveg með þessu quiet room sem við óskuðum eftir og því máttum við Maggi skipta liði og öskra spurningarnar yfir hópinn. Maggi er með töluvert háværari rödd en ég og fékk því drukknara borðið meðan ég gat gert þetta í rólegheitum.

Sungið skálað og klappað fyrir Pétri Jóns
Sungið skálað og klappað fyrir Pétri Jóns

Stemmingin var ljómandi góð og spenningur fyrir morgundeginum. Á mynd má sjá megnið af hópnum sem er þarna ný búinn að syngja afmælissönginn fyrir Pétur Jóns sem skellti sér með okkur út ásamt syni sínum í tilefni þess að hann varð fimmtugur nýlega.

Sigurvegarar Pub Quiz-ins voru þeir félagar Sverrir Orri og Ómar Smári ásamt Guðmundi Karli og unnu þetta ágætlega sannfærandi. Reyndar var um svindl að ræða þar sem lyfjapróf sýndi fram á að meirihluti liðsins keppti alsgáður. Quiz-ið var þó bara hugsað til að hrista hópinn enn meira saman sem tókst ágætlega og við skeggræddum fótbolta lengi áfram að því loknu.

025 bjórMenn fóru svo að týnast hver í sína átt að þessu loknu. Við Maggi vorum ekkert búnir að leyna því hvert við ætluðum og vorum hressari en allir starfsmenn FM957 til saman á Bierkeller það sem eftir lifði kvöldsins. Þar mættu fleiri úr hópnum og dönsuðu með okkur upp á bekkjum. Á Bierkeller er vinsælt að drekka úr líterskrúsum og ég lýg því ekki að ég er með strengi eftir glasalyftingar helgarinnar. Ég vill fá þetta skráð sem íþrótt. Helvíti skemmtilega íþrótt en íþrótt fyrir því.

Eftir tæplega 23 tíma vöku henti ég mér í háttinn eftir að hafa grenjað það út hjá Magga og Garðari (herbergisfélögum mínum) að setja til 8:45 á vekjaraklukkuna. Djöfulsins lúxus.

Laugardagur 5.október. 

Við vorum smá stressaðir yfir morgninum, kvöldið áður höfðum við náð að segja flestum að miðar yrðu klárir klukkan 10 daginn eftir en það var mjög misjafnt hversu móttækilegir menn voru fyrir svo flóknum upplýsingum.

Full english og viðgerðarbjór.

Þær áhyggjur voru óþarfar enda voru þeir sem skemmtu sér hvað lengst og mest mættir fyrstir morguninn eftir enda alvöru menn. Sá sem henti sér á kassann kvöldið áður var spurður út það af starfsfólki barsins hvort það væri annað stripp í kvöld og svarið sem hótelstjórinn fékk um hæl var “Probably”.

Full English og viðgerðarbjór afgreiddu alla möguleika á þynnku. Auðvitað voru ekkert allir að fá sér þarna úti og menn tóku síðustu klukkutímana fyrir leik með mjög misjöfnum hætti. Sumir röltu um Anfield svæðið. aðrir röltu á næsta bar og keyrðu sig í gang áður en farið var á Park, en við mæltum eindregið með því við alla að mæta snemma á Anfield svæðið og missa alls ekki af stemmingunni þar.

Lúlli, Steini, Andrés og Einar nýttu daginn í að fara yfir varnarleikinn í föstum atriðum fyrir leik. Eitthvað sem Liverpool þarf virkilega að laga.
Lúlli, Steini, Andrés og Einar nýttu daginn í að fara yfir varnarleikinn í föstum leikatriðum. Eitthvað sem Liverpool þarf virkilega að laga. Niðurstaðan er að það er Einar sem hefur verið vandamálið.

Fyrir ferðina vorum við búnir að útvega miða á upphitun hjá einhverjum af gömlu legendum Liverpool og þangað röltu ellefu úr hópnum og hlustuðu á algjörlega stórskemmtilegan David Fairclough sem sagði frá sér og ferli sínum í boltanum. Hann talaði um Shankly og Paisley og tók nokkrar góðar sögur úr boltanum áður en hann svaraði spurningum, algjör toppmaður.

Ég talaði við hann fyrir show-ið þar sem hann sagðist aldrei hafa komið til Íslands, en gerði það þó næstum því einu sinni. Skora á Liverpool klúbbinn að skoða möguleika á að bæta úr því hjá honum.

Áður en David Fairclough fór á svið var þessi mynd þó tekin og er þá líklega best að minnast aðeins á einn af mönnum ferðarinnar, sjálfan Heisenberg.

Hér má sjá cast-ið í nýja spin off þættinum út frá Braking Bad.
Hér má sjá cast-ið í nýja spin off þættinum út frá Breaking Bad.

Þessir kappar voru mjög hressir í ferðinni og voru þegar byrjaðir í gríninu áður en aðrir fóru að átta sig á því. Nafnið sem þeir settu fyrir borðapöntun á veitingastað föstudagsins var að sjálfsögðu Walter White. Seinna um kvöldið lentu þessir yngri í klóm dyravarða Bierkeller sem á móti þorðu ekki að snerta Heisenberg. Hann kom inn og ég þurfti að setjast þegar ég fattaði tenginguna við Heisenberg, hann þurfti ekki einu sinni hattinn til að komast örugglega í stuð. Eftir það var hann aldrei kallaður annað í ferðinni.

Best er þó að Heisenberg, eða Óli eins og hann var kallaður áður hefur ekki séð svo mikið sem sýnishorn úr Breaking Bad og vissi ekkert afhverju það var alltaf verið að óska eftir mynd af sér með honum.

En já áfram með laugardaginn, morgunmatur með Fairclough. Kappinn sá talaði við mig eins og áður segir fyrir show-ið og eftir smá samningsviðræður samþykkti ég að leyfa honum að fá eina bolamynd af sér með Magga.

005 Fairclough

Þessi dagskrárliður var skemmtilegri en við bjuggumst við og frábær upphitun milli 11 og 12 áður en við hoppuðum í tvo leigubíla og beint á Anfield.

Maður leiksins úr okkar hópi á Park og á svæðinu í kring var auðvitað aftur snillingurinn hann Sverrir sem var ekki lengi að finna eitthvað afgerandi til að minna á síðustu ferð sína á Liverpool leik…. bölvaður fávitinn.

"Varstu í Istanbul?" - "Ertu fáviti?"
“Varstu í Istanbul?” / “Ertu fáviti?”

Stemmingin var að byrja á Park þegar við mættum og hjálpi mér hvað hún magnaðist hratt. Það var einfaldlega frábær stemming og menn sungu gjörsamlega úr sér röddina stanslaust í tvo og hálfan tíma.

006 Park

Þessi mynd er ekki góð eða ber mikið yfir sér en þarna má sjá forsöngvarann á Park, þessi í bláa bolnum. Þennan þarf held ég að fljúga yfir til Íslands og henda honum í hvítu tjöldin á Þjóðhátíð, þetta er gangandi söngbók á Liverpool lög. Það skemmdi svo ekki daginn fyrir neinum að sjá Everton tapa á skjánum þarna fyrir ofan fyrir leik.

Ég er sjaldan betri en akkurat þarna.
Ég er sjaldan betri en akkurat þarna.
Sverrir vinur okkar var með alveg undarlega áráttu fyrir loftinu á Park. Þarna er hann líklega að taka mynd af því og eins á hann nokkur video af því.
Sverrir var með alveg undarlega áráttu fyrir loftinu á Park. Þarna er hann líklega að taka mynd af því og eins á hann nokkur video af því.

Það var sérstaklega gaman að sjá upplifun þeirra sem ekki hafa áður komið á Park enda stemmingin meiri en menn kannski bjuggust við. Eins verður að viðurkennast að það var öllu meiri hressleiki núna og stóð lengur en sl. vor er við Kop félagarnir fórum saman á Everton leik í hádeginu á sunnudegi. Samt var sá leikur einmitt gegn Everton.

Ekki láta ykkur dreyma um að þarna inni sé loftræstikerfi
Ekki láta ykkur dreyma um að þarna inni sé loftræstikerfi

Hálftíma fyrir kick off sendum við þá sem við sáum inn á völlinn til að tryggja að ekki yrði vesen með miða og allir næðu nú You´ll Never Walk Alone og í kjölfarið skelltum við Maggi okkur í Annie Road End.

Like á Anfield Road
Like á Anfield Road

Stuðningsmenn gestanna eru einmitt í þeirri stúku og því sáum við og heyrðum ansi vel í stuðningsmönnum Palace í þessum leik. Þar eru á ferðinni einhverjir ferskustu stuðningsmenn Englands og þeir fóru kostum.

008 Palace

Fyrir leik létu þrír 17 ára fávitar henda sér út eftir að hafa sprengt mjög háværar reykbombur Palace megin. Alveg tilgangslaust og einhverjir þurftu að leita sér smá aðhlynningar í kjölfarið. Þetta dundi ansi duglega í stúkunni enda vorum við undir sama þaki og þeir.

Suarez heilsaði upp á okkur fyrir leik með krakkana sína.

Eins og þeir sem þekkja það að sitja í Annie Road vita þá heyrðum við ekki eins vel í stuðningsmönnum Liverpool enda Kop hinumegin á vellinum en heilt yfir voru menn ekkert að sleppa fram af sér beislinu á pöllunum Liverpool megin. Þó hrökk þetta í gang við og við og ekki stóð á svörum Palace megin. Alltaf þegar þeir heyrðu í Kop sussuðu þeir allt niður sín megin og sungu svo “We forgot, we forgot, we forgot you were here, we forgot you were here”.

Margir úr okkar hópi fengu líka lag frá suðningsmönnum Palace í tilefni dagsins er þeir sungu “Is this your first trip to Anfield” sem Kop stúkan svaraði á 0,1 sek “Is this your last trip to Anfield”.

Svona söngur á milli stuðningsmanna og húmor sýnir hversu mikilvægt það er að hópar eins og okkar taki þátt alla leið, læri lögin og reyni að vera með á leikdegi svo að túristinn drepi ekki endanlega stemminguna á vellinum á Englandi.

Luis Suarez var vel fagnað fyrir leik enda ekki spilað á Anfield síðan hann gæddi sér á Bradislav Ivanovic. Hann hefur engu gleymt og tók mesta stressið af manni strax í upphafi með stórskemmtilegu þrautsegju marki, það er svo alls ekki leiðinlegt að sjá þennan brjálæðing spila fótbolta.

Daniel Sturridge gerði lítið úr vörn Palace í öðru markinu og Raheem Sterling fékk réttilega dæmt víti áður en fyrri hálfleikur var allur. Steven Gerrard skoraði af öryggi og maður spyr sig hversu oft á maður eftir að sjá hann skora aftur með berum augum? Allt var þetta beint fyrir framan Annie Road og raunar skil ég ekki ennþá hvernig Victor Moses bætti sér ekki við þennan lista.

Óþarfa mark Palace  skapaði ekki mikið stress. Palace menn gátu þó sungið að þeir hefðu unnið seinni hálfleik en Liverpool vann allan leikinn og er það sem skiptir máli. Svona ferð er ekkert ónýt þó leikurinn fari ekki vel en mikið óskaplega er nú alltaf skemmtilegra að vinna.

Eftir leik var það bara beint aftur á Park þar sem United var bætt inn á lagaprógrammið enda voru þeir akkurat þá að tapa gegn Sunderland.

Umfjöllun um ferðina á leikinn er svo ekki hægt að enda nema á einum manni sem var ennþá í banastuði á leiðinni heim af vellinum.

Sverrir - Duracell

Líklega er meiri þörf á sturtum á The Park heldur en á Anfield, maður er engu minna sveittur en leikmenn eftir leik. Það var því klárlega næsta stopp eftir leik að taka pit stop upp í íbúð. Skelltum okkur í local verslun á leiðinni heim og nutum góðs af því þar að ekki þarf að fara í sérstaka verslun sem helst er bara opin á virkum dögum til að kaupa sér eins og einn Carling.

Þegar allir voru klárir úr okkar herbergi var ákveðið að hefja leik á nálægu veitingahúsi. Óskar Ingi bættist við en það er strákur sem hefur verið trommuleikari í nokkrum hljómsveitum og var í sinni fyrstu ferð til Liverpool. Það er ekki alveg það auðveldasta að fá borð fyrir sex um átta leytið á laugardegi í Liverpool en við náðum þó að troða okkur inn á einhvern Japanskan stað. Ég tók úllen dúllen doff og meira benti bara á matseðilinn hvað ég ætlaði að fá mér og lenti á núðludiski. Ljómandi fínar núðlur en gerðu svipað mikið fyrir mig og vantsglas gerir ef maður ætlar að auka kraftinn í Gullfossi.

Því næst skelltum við okkur á Matthew Street og þar inn á The Cavern Pub þar sem live music var í gangi. Þaðan héldum við yfir götuna á sjálfan Cavern Club sem er nákvæmlega eins og staðurinn var sem Bítlarnir slóu fyrst í gegn. Þar var rífandi stemming og FÁRÁNLEGUR hiti.

Þarna niðri er alltaf bítla cover band og við heyrðum að þeir leyfðu tónlistarmönnum sem eitthvað kynnu fyrir sér að spila með. Med det samme fórum við Maggi í að pressa á Óskar sem leyst ekkert á þetta enda búinn að fá sér 12 tímana á undan. Hann sagðist þó mögulega geta klórað sér út úr Twist & Shout og var um leið hent á trommurnar.

013 Óskar á Carven + band

Hugsunin hjá okkur var bara að sama hvort sem hann gæti eitthvað eða ekki þá gæti hann alltaf sagt að hann hafi spilað á The Cavern Club. Það sem við sögðum honum ekki var að ef hann gæti ekkert væri það bara fyndnara.

012 Óskar á Carven

Það var þó heldur betur ekki þannig því kvikindið kann heldur betur á trommur og var ráðinn í bandið um leik. Hann tók tvö lög til víðbótar og reif stemminguna upp í salnum áður en hann lagði kjuðana frá sér og við héldum út.

Ef eitthvað er þá toppaði þetta leikinn fyrir Óskari sem afrekaði það sama daginn að fara á Anfield í fyrsta skipti að sjá Liverpool spila og að spila á The Cavern Club. Geri aðrir betur. Enda var okkar maður sáttur er við löbbuðum á Bierkeller sem var orðið löngu tímabært stopp.

Liverpool var búið að vinna leikinn, allir komust inn á völlinn og allir miðar skiluðu sér til baka. Þar með voru mestu áhyggjurnar farnar af okkur Magga og eftir showið á Cavern var Óskar heldur betur búinn að berja okkur í stuð. Hann var reyndar í svo miklum gír að við þurftum að fela Ludwig Simsen því annars hefði Óskar líklega spilað á hann líkt og Ludwig-inn sem hann spilað á á Cavern.

Á Bierkeller komum við á eftir mörgum samferðamönnum okkar, staðurinn var stappaður og í banastuði. Aðal söguhetja þessarar dagbókar (Sverrir) var þar mætt í sínu fínasta pússi og var ekki lengi að taka snilldar grín á Magga. Þessi staður er þannig að þú ert drekkandi úr líterskrús dansandi upp á bekkjum og það er ekki tilviljun að þarna eru út um allt skilti sem banna fólki að dansa upp á borðum. Þetta er ekki alveg staðurinn sem maður vill sjá af sér myndir daginn eftir nema vel ritskoðaðar.

Þarna gengur þó um starfsmaður með myndavél og tekur myndir sem hægt er að fá á lyklakippu sem græjað er á staðnum. Sverrir lét hana taka mynd af Magga og er núna með hann í lyklakippunni sinni.

014 lyklakippa

Eins og allt annað var þetta had to be there moment en afar gott grín á 17. bjór (eða svo) klukkan guð má vita hvað.

Sverrir toppaði þetta þó fljótlega þegar hann rakst óvart utan í einhvern eða einhvern andskotann sem varð þess valdandi að dyraverðir staðarins hentu honum útaf í tíu mínútur. Þetta virkar líklega svipað og tvær mínútur í handbolta. Meðan þeir voru að ýta honum út af staðnum var okkar maður með báðar hendur á lofti og veifaði allann tímann. Óborganlegt moment en smá ósanngjarnt því Sverrir gerði ekkert af sér.

Úti stóð hann svo í svona tíu mínútur og mátti ekki koma inn þar til Heisenberg kom á staðinn. Hvort hann kom út úr húsbíl sáum við ekki en þegar hann frétti að Sverrir hefði fengið útaf í tíu mínútur á Bierkeller var hann ekki lengi að kippa honum aftur inn framhjá dyravörðum Bierkelller sem þorðu ekki að hósta framan í Heisenberg alla helgina. Það var því mikil gleði þegar við endurheimtum Sverrir og fengum Heisenberg með líka.

Þegar barnum lokaði langaði ekki nokknum manni heim að sofa enda flestir varla búnir að djamma í meira en 14-15 tíma. Sverrir leiddi hópinn inn í dimmt mannlaust húsasund og á endanum á því var annað dimmt mannlaust húsasund áður en við komum að götu sem var full af skemmtistöðum sem ennþá voru opnir.

015 ÖskubuskuHeisenberg lenti reyndar í bölvuðum ágangi aðdáenda sinna á leiðinni. Þessi fagra spænska snót bað hann t.a.m. um að taka þennan skó og finna Öskubusku sem greinilega var búin að týna honum. Sem og hann gerði auðvitað samviksusamlega.

Inni á einum staðnum hittum við fyrir einn af leikmönnum Liverpool. Hann vildi ólmur fá mynd af sér með þeim Daða og Andra sem gátu svo sem fallist á það fyrst hann endilega vildi

Sterling (Custom)

“Good game son” – var það sem Andra datt helst í hug til að kveðja Raheem Sterling, ég veit ekki ennþá hvaða leik Andri var að tala um hvað það varðar.

Þetta var það síðasta sem gerðist markvert á algjörlega legendary laugardegi. Hafa ber þó í huga að þetta er bara frá mínum sjónarhóli. Hver og einn var að skemmta sér á sinn hátt og eins og gefur að skilja er svona ferð alltaf svolítið óvissuferð…ennþá eftir að maður kemur heim.

Sunnudagur 6.október

Það var ógeðslegt, það var erfitt og það var alls ekki hollt en þetta bara þurfti að gerast. Daginn byrjaði ég á því að labba yfir á McDonalds og fá mér að éta.

Auðvitað var sjó manna hópurinn sem tók ferðina með okkur þá þegar mættur á næsta bar og voru í flenni gír er ég labbaði framhjá. McDonalds gerði sitt gagn og upp úr hádegi drifum við okkur nokkrir saman á Anfield og skoðuðum völlinn.

Helst kom það mönnum á óvart hvað þetta virkaði allt lítið og hve aðstaðan á Anfield er ekki flott. Þar er sko haldið í gamlar hefðir og haldið hlutunum orginal. Sömu gömlu trébekkir í klefanum og voru á sjötta áratugnum og þ.h.

016 liðið

Liðsuppstillingin frá deginum áður hékk ennþá uppi á vegg.

017

Auðvitað þarf að passa sig að snerta skiltið fræga á leiðinni út á völl. Guðmundur Karl var með það allt á hreinu.

Alan Kennedy - Guðmundur KarlOkkar hópur var síðan heldur betur heppinn þegar Alan Kennedy stoppaði við og fór aðeins yfir hlutina með okkur. Hann var bara að labba þarna framhjá og ekkert partur af prógramminu.

Eftir skoðunarferð um Anfield var haldið aftur niður í bæ þar sem flestir hittust á Bierkeller enn á ný. Núna til að horfa á W.B.A. – Arsenal. En þessi staður er einnig úrvals fótboltabar.

Á Bierkeller kallast þetta nú bara barnabjór sem Tryggvi er að skola niður yfir leiknum.
Á Bierkeller kallast þetta nú bara barnabjór sem Tryggvi er að skola niður yfir leiknum.

Leikir sunnudagsins voru ekkert til að skemma stemminguna en menn voru eðlilega mis ferskir eftir átök helgarinnar.

Ein mest lýsandi og besta setning ferðarinnar kom einmitt akkurat þarna þegar Steini kom inn en hann kom aðeins af eftir félögum sínum:

Þarna er hann Steini, hann er að koma hingað inn í fyrsta skipti…svo hann viti til

Einar Óli átti næsta round og tók auðvitað alvöru bjór handa Steina
Einar Óli átti næsta round og tók auðvitað alvöru bjór

Eftir leikinn var búið að plana hóp dinner á veitingastað beint á móti hótelinu. Þangað mættu nánast allir og úr var fínasta stemming.

020 Bistro
Hluti hópsins þarna að fá drykki. Næstu höfum við vonandi rænu á því að taka a.m.k. eins og eina hópmynd.

Hversu snjallt það var hjá þessum franska veitingastað að bjóða upp á heila rauðvín með tvírétta máltíð veit ég ekki en það gerði umræður við borðið fjörugar og í kjölfarið við borðin hjá öðrum gestum Bistro France líka.

Eftir matinn fórum við Maggi ásamt Heisenberg og Andra á Slaugtherhouse. Það er vanalega fínasti pub, ekta breskur með live tónlist en við vorum fjandanum óheppnari. Það er karíokí á sunnudögum og slíkt er bara mannvonska. Stoppuðum þó aðeins og gefum bretanum þó blessunarlega það að þeir gátu sungið betur en þegar gestir Ölver misþyrma hverju laginu á fætur öðru.

Þaðan fórum við aftur á Cavern barina og lentum í hörku stuði.

021 Bítlarnir

Bítlarnir komu sjálfir og spiluðu þetta kvöld. Heisenberg hafði ekki séð þessa staði áður og fannst mikið til koma en hélt áfram að lenda í sama basli og Bítlarnir með aðdáendur sína

022 Heisenberg

 

Við enduðum þetta svo auðvitað á því að taka lagið fyrir vini okkar í Liverpool borg og tæmdum með því alla skemmtistaði borgarinnar

026 tókum lagið á Carven

Þar með var þessu lokið

Mánudagur 7. október. 

Rúta sótti mannskapinn klukkan 10:00 daginn eftir og skutlaði okkur til Manchester. Ég lýg því ekki að það magnaðist upp þessi líka þvílíka skítafýla þegar við fórum að nálgast þá borg. Flugið tafðist blessurnarlega ekki neitt og við því ekki lengi í Manchester.

Það var því ekki laust við smá spennufall hjá okkur Magga er við komum út úr Leifsstöð þó enganvegin sé hægt að segja að stressið hafi verið að sliga okkur úti. Þetta var frábær hópur og gekk stórslysalaust fyrir sig.

Það voru margir að fara í sína fyrstu ferð á Anfield og ég verð illa svikin ef þeir hafa ekki smitast af þessari ólæknandi bakteríu sem þessar heimsóknir eru. Aðrir ferðalangar hafa farið oft áður og fannst vonandi gaman að skemmta sér með öðrum íslendingum í svipuðum hugleiðingum. Það er ekki sjálfgefið að hópur sem er eins blandaður og þessi fúnkeri saman í þrjá daga og erum við því afar þakklátir fyriir þennan hóp sem við fengum með út.

Maður ferðarinnar er augljóslega Sverrir Jón sem fór á kostum. Hann minnti mig svo oft á Istanbul og að ég væri fáviti að ég lofaði honum að taka hann fyrir í ferðasögu, sem og ég gerði. Heisenberg grínið kryddaði þetta einnig verulega og ég held að fáir geti toppað laugardaginn hans Óskars Inga sem spilaði á Cavern.

Kannski lýsir það ferðinni ágætlega hjá mér að hótelið er svo gott sem í Liverpool One sem er verslunarkjarni Liverpool borgar. Það eina sem ég keypti mér alla helgina var einn bolur fyrir utan Anfield á leikdegi

024 Carra

Þetta gefur vonandi smá nasaþef af þessari ferð. Takk kærlega fyrir ferðina allir sem komið með okkur út.

26 Comments

  1. Snilldar lesning Babú , og takk kærlega fyrir mig!!! Þetta var ógleymanleg og frábær ferð í alla staði. Getið bókað mig strax í næstu ferð 🙂

  2. Takk fyrir okkur strákar. Frábær ferð í alla staði. Besta ferð okkar til Liverpool til þessa.
    Kv, Steini og Drífa

  3. Þetta var epískt lesning og ábyggilega enn epískari ferð! Eintóm öfund hér á bæ og ekki spurning að maður skellir sér næst með þegar þið takið ykkur aftur til og skipuleggið svona ferð! Virðist hafa heppnast einsog allra best væri á kosið! Til hamingju!

  4. Frábær pistill frá Babú. Ég sagði við hann í ferðinni að hann væri mjög hæfileikaríkur í ferðabókmenntum. Hann leit auðvitað feimnislega niður. Hættu því Babú. Hættu núna. Þú ert með fín augu og hnitmiðaðan texta.

    Maggi er síðan bara toppmaður og félagsmálaforkólfur af þeirri tegund sem fá samfélög til að virka. Ef ég byggi á Íslandi myndi ég kjósa hann sem ráðherra í “BreytumÞessuOgLátumÞaðVirkaNúnaRáðuneytinu”. Kosningalögin eru víst því ekki svona.

    Að öðru leyti kynntist ég mörgum öðrum Liverpool aðdáendum á misjöfnum stað í lífinu. Mér líkaði vel við þá alla.

    Ferðaskrifstofa kop.is mun ekki fá að loka…[hryllingsmyndatónlist].

  5. Steini (Nr. 3), hann Maggi er í Litháen um helgina og ég efa ekki að annað símtal, t.d. frá Halldóri pabba Drífu í 9. EJ væri vinsælt núna hjá skólastjóranum haha 🙂

  6. ég er með kaup sorg, þ.e. ég er sogmæddur yfir því að hafa ekki keypt miða í þessa ferð. Maður verður að fara að drífa sig aftur til mekka(Andfield) að tilbiðja Guð (Forwler)

  7. Geggjuð ferð sem að lengi verður í minni höfð. Babú og Maggi snillingar sem og restin af hópnum. Röddin er að koma aftur og frægðin breytir mér ekkert 🙂
    Takk kærleg fyrir okkur
    Walter White (eða Óli eins og ég er víst farinn að heita aftur)

  8. Thetta hefur augljoslega verid god ferd og vel skipuløgd, glæsilegt framtak. Eitt er eg annars nokkud viss um ad vanti i thessa ferdasøgu tho svo eg hafi ekki verid a stadnum. Thad sem vantar er talning a thvi hversu oft Sverrir hrópadi Dudurududurududuuuuu. Ef eg thekki manninn rett ad tha hefur thad gerst ekki sjaldnar en 12.000 sinnum. 🙂

  9. 10/10

    Mikið hefði ég viljað skella mér. Svo ég noti nú okkar frægustu setningu, næsta ár verður árið mitt!

  10. Djöfull að hafa misst af þessu. Snilldar ferðasaga hjá þér Babú. Þessi Sverrir verður klárlega að koma með í næstu ferð og Heisenberg eiginlega líka. 🙂

  11. Frábær ferðasaga Mr. Babú og gaman að sjá að Sverrir hefur séð um sína hvað það varðar að halda uppi góðum stemmara. Ég get alveg vottað það að honum tókst það með ágætum í Istanbul á sínum tíma, en þú varst ekki þar eða hvað, eða ertu bara fáviti? 🙂

    Annars held ég að nokkrum spurningum hafi verið svarað með þessari ferð, það er greinilega markaður fyrir svona “buddies” ferðum, hálfgerðum “nörda” ferðum. Þetta var test og ég held að það sé greinilega áhugi fyrir því að koma með fleiri svona, allavega virðast 1-2 hér að ofan vera áhugasama fyrir slíku. Nú er bara fyrir okkur að setjast við teikniborðið og teikna upp næstu ferð.

    Vel gert félagar og greinilega frábær hópur sem þið voruð með þarna úti. Vonandi sá fyrsti af mjög mörgum.

  12. Algjör snilldarferð! Maggi og Babu eiga mikið hrós skilið. Breaking Bad crewið þakkar kærlega vel fyrir sig. Ógleymanlegt að vera á Park fyrir leik og drekka (bókstaflega) í sig stemninguna. Og þvílíka gæsahúðin að taka you´ll never walk alone með 40 þús manns, priceless. Svo skemmdi ekki fyrir að rekast á Carragher í hálfleik eða ramba á Raheem á djamminu á laug.kvöldið. Eitursvalur með entourage sínu.

  13. Djöfulsins snillingar.
    Ég mun alltaf taka round á veskinu við hverja ferð héðan af.
    YNWA

  14. alls staðar þar sem að Lúlli, Einar og Sverrir Jón eru þar er stuð, miklir stuðboltar þessir strákar, mikil öfund að hafa ekki skellt sér með
    kv frá Bjarna Bónda 🙂

  15. Þvílík dagbókarfærsla meistari!

    Liverpoolborg klikkar einfaldlega aldrei, ég á nokkra hápunkta. Fyrsta ferðin sem var á útileik, fyrsti Anfield leikurinn með honum Klemma vini mínum, vikan árið 2001 þegar við Klemmi vorum í away end þegar McAllister setti sigurmark í andlitið á þeim bláu og síðan að fara með Thelmu dóttur minni á sinn fyrsta leik í desember 2011 detta fyrstar upp í hugann.

    Þessi ferð fer með þeim í toppbankann. Fagmenn í alla staði með okkur, við Babú auðvitað að gera þetta í fyrsta skipti og eilítið stressaðir í gegnum þetta allt en gleðin, án vesenis og vandræða, skein í gegnum þetta allt.

    Svo sammála öllu mati Babú hér að ofan, en fyrir mig sem trommara sem íþróttaferillinn eyðilagði, var án vafa hápunkturinn að sjá Óskar spila á Cavern. Gæsahúð allt fyrsta lagið fyrir allan peninginn, ég bara hneigi mig!

    Vonandi tekst okkur að slá saman aftur í svona ferð með aðstoð fagfólksins á Úrval Útsýn, þeim Sigga, Luka og Sellu…og þá verður hópurinn vonandi jafn skemmtilegur og helst enginn sem var í Istanbúl…eða var fáviti!

    Yfir og út elskurnar…og aftur takk fyrir mig!

  16. Sverrir klikkar ekki, var með kappanum í Istanbul, algjör snilli.
    Flott ferðasaga og þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur.
    Smá öfund þegar maður les þetta.

  17. Skemmtileg lesning, var greinilega þrusugaman hjá ykkur! Ánægður með “Good game son!” 🙂

  18. Sælir félagar, ég var að fara í mína fyrstu ferð á Anfield og það er ekki séns að ég hefði getað hitt á betri ferð. Maggi og Babú eru bara snillingar og eiga hrós skilið fyrir að halda utan um þetta eins og þeir gerðu. Og þessi hópur, VÁ! þvílikir snillingar sem voru þarna, ótrúlega flottur hópur. Ég er einn af þeim sem sem sáu Óskar troða upp á Cavern Club, það verður ekki toppað 🙂
    Þið meigið bóka mig í næstu ferð, takk kærlega fyrir mig.

    gassi out…

  19. Takk fyrir samveruna félagar og frábæra ferð sem við Þórir getum ekki beðið eftir að endurtaka. Og næst fæ ég mér fullorðinsbjór á Bierkeller…

  20. Geggjuð ferðasaga, eg er nu buin að vera nokkrum sinnum á anfield og upplifa þetta allt saman en fekk samt gæsahuð við að lesa þetta.

    Hausinn a mer skrapp með i ferðina a meðan eg las þetta….

  21. Sterling hefur ekki verid ad haga ser vel utan vallar og tvisvar a einu ari lent i handalogmalum og kaerum. Finnst thad mikid ahyggjuefni ad thid drengir hafid rekist a hann a djamminu. Er hann kominn med logaldur til ad komast inn a bar? Kaemi mer ekki a ovart ad han yrdi aldrei meira en efnilegur. Hofudid virdist ekki vera rett skrufad a hann.

  22. plús það að sterling virtist vel drukkinn a myndinni sem strakarnir tóku..

    ja sterling greyjið virðist ekki alveg vera með þetta strakgreyjið,,,

    eg hef ahyggjur af honum lika en vonandi hef eg rangt fyrir mer og eitthvað rætist ur drengnum

  23. Ég held að Sterling hafi reyndar verið bláedrú þegar við hittum hann og ég les nú ekkert of mikið í það að hann sjáist á skemmtistað í Liverpool á laugardagskvöldi með vinum sínum.

  24. Veit eitthver hverig maður getur fengið miða á Newcastle vs Liverpool 19.okt er nefnilega að fara til Bretlands og langar að skella mér á þennan leik. Það er búið að ganga mjög erfiðlega hjá mér að nálgast miða :/

    [img]http://spring.me/r/luis-suarez-goal-vs-newcastle-in-all-it-s-gi-lory-off-the-shoulder-off-the-chest-rounds-the-goalkeeper-and-in-craig-burley-no-other-player-in-the-premier-league-can-do-that/389581003821179798[/img]

One Ping

  1. Pingback:

Mánudagsumræðan

Opinn þráður – Pub Quiz í Liverpool