Wigan á morgun!

Okkar menn hristu af sér slenið eftir þrjú jafntefli í röð með góðum útisigri á Reading í Deildarbikarnum á þriðjudaginn var. Í kjölfarið eru menn spenntir fyrir næsta leik liðsins, en á morgun heimsækja okkar menn **Wigan Athletic** og freista þess að komast aftur á beinu brautina í toppbaráttu ensku Úrvalsdeildarinnar.

Þetta er þriðja leiktíð Wigan í Úrvalsdeildinni og byrjunin hjá þeim hefur verið svona sæmileg, en varla meira en það. Fyrir tveimur árum voru þeir spútniklið deildarinnar og enduðu í efri hlutanum en í fyrra gekk þeim illa að fylgja því eftir og rétt sluppu við fall með útisigri í lokaumferðinni. Liverpool hefur mætt Wigan fjórum sinnum á þessum tveimur árum og alltaf unnið; í fyrra unnum við 2-0 heima og 4-0 úti en árið þar áður unnum við 3-0 heima og 1-0 úti. Sem sagt; fjórir leikir, fjórir sigrar og markatalan er 10-0.

Wigan-menn eiga eftir að skora gegn okkur í Úrvalsdeildinni og ætla sér örugglega að gera það á morgun, auk þess sem þeir telja sig eflaust eiga harma að hefna eftir að hafa tapað síðasta heimaleik gegn okkur 4-0. Eins og menn muna var það leikurinn þar sem Craig Bellamy lék hvað best í treyju Liverpool og það er skrýtið að hugsa til þess að það sé innan við ár síðan maður horfði á þann leik og vonaði að Bellamy ætti eftir að spjara sig í rauðu treyjunni. Í dag er öldin önnur og við vonumst frekar eftir að sjá Fernando Torres spjara sig. Það getur margt breyst á ári!

Hjá Wigan-liðinu er það helst til tíðinda að telja að enski landsliðsframherjinn Emile Heskey er meiddur og skilur eftir sig talsvert skarð í liði þeirra. Í hans stað kemur væntanlega hinn þaulreyndi Marcus Bent, sem hefur áður verið hjá liðum eins og Blackburn, Everton og Charlton, en hann skoraði um síðustu helgi og er til alls líklegur. Annars hefur Wigan-liðið verið nokkuð stöðugt í síðustu leikjum og ætti það eflaust að gleðja marga að sjá fyrrum Newcastle-manninn Titus Bramble í vörn heimamanna á morgun. 😉

Hjá okkar mönnum er allt við sama heygarðshornið. Rafa hefur úr nær fullum hópi að velja – aðeins Agger, Alonso og að sjálfsögðu Kewell eru frá – þannig að það verður spennandi að sjá hvernig hann stillir upp á morgun. Ég hef íhugað þetta aðeins og ég held að hann muni stilla upp eftirfarandi liði:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Riise

Torres – Kuyt

Mín rök fyrir þessu liði eru eftirfarandi; ég held að Rafa vilji rugla sem minnst í vörninni, Hyypiä fékk frí á þriðjudaginn en annars stillir hann upp óbreyttri vörn frá því í síðustu leikjum. Á miðjunni koma bæði Mascherano og Gerrard inn eftir hvíld í vikunni á meðan flott mark Benayoun og góð stoðsending Riise gegn Reading þýða að þeir fá séns á köntunum. Frammi kemur Kuyt inn eftir hvíld, þar sem við vitum hve mikils Rafa metur vinnusemi hans og spilamennsku, og svo held ég að Torres verði þar með honum þrátt fyrir að hafa spilað heilan, erfiðan leik á þriðjudag.

Ég byggi mat mitt ekki bara á því að Torres hafi skorað þrennu heldur líka því hvernig Rafa stillti upp gegn þessu liði í fyrra. Þá setti hann Craig Bellamy inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í dálítinn tíma og hraði þess velska nýttist stórvel gegn lekri og óstyrkri vörn Wigan-manna. Á morgun mætum við þessu sama Wigan-liði, að viðbættum hinum óstyrka Titus Bramble, þannig að ég sé lítið því til fyrirstöðu að Rafa leggi upp með sömu skyndisóknirnar og til þess þarf hann sinn fljótasta mann. Um síðustu helgi sagðist hann hafa valið Voronin framyfir Torres því Torres vantaði pláss til að hlaupa í gegn liði sem lá aftarlega, en á morgun ætti því að vera akkúrat öfugt farið og því mun Torres byrja.

**Mín spá:** Þessi leikur leggst vel í mig. Wigan-menn hafa reyndar tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum að mér skilst, og leika án Emile Heskey, þannig að það þarf ekkert sérstaklega bjartsýnan einstakling til að spá sigri á morgun. Við töpum allavega ekki og höldum vonandi aftur hreinu, en það er mikilvægt á þessum tímapunkti að liðið tapi ekki fleiri stigum í deildinni í september. Við verðum að vinna á morgun og ég held að við gerum það; **2-0 öruggur sigur** verður staðreynd og Torres skorar allavega eitt.

Áfram Liverpool!

43 Comments

  1. Nú var Babel hvíldur í síðasta leik og einnig spilaði hann ekki allan leikinn síðastliðinn laugardag. Þess vegna myndi ég spá því að hann kæmi inná hægri vænginn en Benayoun væri á bekknum. Annars er ég sammála þessari spá!

    Annars er ekki eitthvað um að leikirnir verði ekki sýndir beint á sýn útaf síðustu umferðinni í Landsbankadeildinni?

  2. KAR – þú hefur einhvað ruglast held ég. Það má ekki sýna þann enska á laugardaginn meðan íslenski boltinn er í gangi.

    Liverpool leikurinn verður sýndur klukkan fjögur á sýn 2 þegar íslenska boltanum er lokið. Þorsteinn Gunnarsson var að tala um þetta í Mín Skoðun í gær t.d.

    og er Pennant ekki meiddur líka?

  3. Hvort sem verður, þá verður morgundagurinn spennandi. Ég spái 3-0 og Kuyt skorar tvö, Torres eitt og Gerrard eitt, sem verður dæmt af…

    Áfram Liverpool!

  4. Er eiginlega alveg sammála þér í liðsvali, þ.e. ef að við spilum 442. Ef ég man rétt þá spilaði Benitez 343 á móti Wigan í fyrra og þá myndi ég spá svona uppstillingu.
    Reina
    Carragher Hyypia Arbeloa
    Benayoun Gerrard Mascherano Riise
    Babel Torres
    Kuyt
    Annars er málið einfalt, ef Liverpoolliðið verður í gír fáum við þrjú stig, óháð uppstillingu og liðsvali. Eigum einfaldlega að vera alltof sterkir fyrir vængbrotið lið Wigan.

  5. Babu, sástu ekki dagskrána sem ég vísaði í? Ég sagðist ekki vera viss, en ef þeir mega ekki sýna leikinn fyrr en kl. 16 finnst mér frekar lélegt af þeim að auglýsa hann í beinni kl. 13:35 á vefsíðunni.

  6. Titus Bramble, ég held að það ætti að vera ávísun á a.m.k. eitt Liverpool mark! Og hvað Heskey varðar þá held ég að Marcus Bent sé meiri markaskorari heldur en hann, það eru mörg ár síðan Heskey hætti að skora mörk, þó svo að hann hafi átt 2 skallabolta á Owen í landsleikjunum um daginn. Good riddance…

  7. Ánægður af vita af Titus Brambolt í vörn Wigan. Hann er einn lélegasti miðvörður í sögu ensku deildarinnar!

    Þetta er auðvitað skyldusigur. Ég á von á svipuðu efni og gegn Reading, 3-0 sigur.

  8. Strákar. Það er 29. sept á morgun ekki 22. sept eins og dagskráin sem þið eruð að vísa í.
    //syn.visir.is/?pageid=2141&date=22.9.2007
    date=22.9.2007 ætti að staðfesta það + við erum að spila við wigan á morgun ekki birmingham.

    Bara rétt að benda á þetta, svona áður en menn fara í hart útaf þessu

  9. Mission Impossible:
    Reina
    Finnan Hyypia Carragher Arbeloa
    Pennant Gerrard Mascherano Riise
    Torres Kuyt

    held að Pennant byrji enda er hann í banni í næsta leik… held að aðalspurningin er hvort Riise eða Babel verði vinstra megin (eða jafnvel Benayoun)

    Skjársport sýndi leiki á hliðarrásum í fyrra (með enskum þulum) á sama tíma og ísl. boltinn var þó þeir væru ekki með leik á aðalrásinni sinni (íslensku)…. þar sem Höddi Magg virðist detta hérna inn stundum þá væri vel þegið ef hann gæti tekið úr allan vafa með það hvort e-r leikir sem fara fram kl.14:00 verða sýndir beint eða ekki

  10. Það er ekki sýnt frá leikjunum kl. 14, en Liverpool leikurinn er á hliðarrás kl. 16:15.

    Það er nefnilega verið að nota eina hliðarrásina undir Víkingur-FH.

  11. Hehe já ég sá bara 22.sept og mig langar svo sannarlega ekki að sjá þann leik aftur, 29.sept er sýnt Spurs – Arsenal á sýn 2 og mig langar svo sannarlega ekki að sjá þann leik 😉

    Annars er málið bara að fara á pub-inn eða fara að fordæmi R.Hasler (nr.14)

    Annars þá sakna ég Heskey mikið………….sko í liði Wigan, mjög afslappandi að hafa hann frammi. Að mínu mati er hann svona Titus Bramble sóknarmannanna

  12. Svona til viðbótar við umræðu síðustu daga þá er þetta svar mjög mikið það sem maður var að leita eftir

    Do you get bored of all the talk about rotation?

    At Valencia it was the same. I was there three years and I remember in my first season we were 13 games unbeaten and they were saying maybe he will be sacked. Even after 13 games without losing.
    I was rotating the players and then in one particular game against Espanyol they said if he loses he will get the sack.
    We were losing 2-0 at half-time and I took off (Pablo) Aimar, who was the star of the team and then we won 3-2 and people said I was lucky! You need to take these decisions and when you analyse your squad you know that during the season you will make some mistakes.
    But you must look at the big picture and maybe with one mistake you have prepared the team for 10 other games.
    Torres was talking about having fresh legs but if you use him against Birmingham and then against Reading maybe he will not be ready for playing against Wigan and Marseille.
    In this case I am sure 100 per cent certain that I made the right decision.

    Key word: look at the big picture

  13. Samkvæmt upplýsingum frá Íþróttadeild Sýnar þá verða kl. 2 leikirnir sýndir kl. 4:15 á Sýn2 og hliðarrásunum. Mér sýnist Wigan – Liverpool vera á Sýn Extra 2. Nú er bara að vona að El Nino fái að vera með.

  14. Sælir félagar
    Leiðinlegt að sjá leikinn ekki beinni en maður passar bara að “vita ekki neitt” og lætur sem þetta sé bein þegar þar að kemur.
    Fyrir mína parta vildi ég sjá Benayoun og Babel á köntunum. Babal er feikna fljótur og fyrna skotfastur og er ekkert verri en Riise sem skotmaður og hefur tækni langt fram yfir hann. Riise getur svo komið inná í seinni ef vill. Benayoun er mjög útsjónarsamur bæði í að spila uppi félaga sína og eins að koma sér í skotstöðu innan og utan teigs. Vona að Torres byrji inná og mér finnst betra að menn eins og Torres byrji inná og sé svo skipt útaf en að hann komi inná í seinni hálfleik. Það finnst mér reyndar líka eiga við um Gerrard ef það á á annað borð að láta þá spila hálfan leik eða svo.
    Þessi leikur vinnst en verður erfiður. Mín spá 0-1 eða 1-2
    YNWA

  15. Svo er hann náttulega alltaf “í beinni” á textavarpinu 🙂

    En jæja, er ekki ráð að fara vinna í því að ná upp eðlilegri þynnku fyrir morgundaginn.

  16. Þetta munu vera leikmannahóparnir fyrir morgundaginn.

    Liverpool: Reina, Finnan, Hyypiä, Carragher, Arbeloa, Aurélio, Riise, Pennant, Gerrard, Sissoko, Mascherano, Benayoun, Babel, Crouch, Kuyt, Voronin, Torres og Itandje.

    Wigan: Kirkland, Melchiot, Granqvist, Bramble, Kilbane, Brown, Scharner, Skoko, Koumas, Sibierski, Bent, Aghahowa, Boyce, Cotterill, Hall, Olembe, Taylor, Balencia, Pollitt.

  17. babel, crouch, kuyt, voronin, torres.. tel ólíklegt að hann hafi alla sóknarmennina í hópnum

  18. babel, crouch, kuyt, voronin, torres.. tel ólíklegt að hann hafi alla sóknarmennina í hópnum

    Mummi er að tala um 18 manna hópinn. Það detta 2 útúr þeim hópi.

  19. hvernig er það er sýn með sama verð ef boltinn er ekki í beinni ? það er alltaf verið að plata okkkur ,liv vinnur vona ég . ég er viss um það að enski boltinn væri 30% ódýrari ef þeir hjá 365 notuðu ekki íslenska þul,i koma svo LIVERPOOL OG RAFA

  20. Spái 0-3 sigri okkar manna í Liverpool, Torres með 2 og Gerrard 1.
    Vill sjá þetta svona:
    Reina
    Finnan – Carra – Hyypia – Riise
    Benayoun – Gerrard – Mascherano – Babel
    Torres – Voronin
    Bekkurinn; Itandje, Arbeloa, Sissoko, Pennant, Kuyt!

  21. Hann hlýtur að hafa Riise í bakverði gegn Wigan, og Babel á kanti. A.m.k. vona ég það.

  22. góðan dag kæru fótbolta aðdáendur, ég er afar fúll út af boðum og bönnum sem eru í gangi hér á landi og kanski annarsstaðar í heiminum, í fyrsta lagi ef við lesum fyrstu lögin sem voru samin (biblían) þá er sagt í boðorðunum 10 þú skalt ekki ágirnast konu nágranna þíns , þettað á bara við um karlmenn ,sem sagt konan má ágirnast???? í öðru lagi hér í gamla daga mátti ekki spila á spil (ólsen ólsen)á jólunum en samt mátti gefa þau í jólagjöf (saman ber allir fá þá etthvað fallegt í það minsta kerti og spil)það hefði frekar átt að banna kertin vegna íkveikjuhættu, í þriðja lagi sem ég skil alveg fullkomlega EKKI keyra fullur, jú vegna þess að þú sérð 2 akbrautir og hvora átt þú að taka? í fjórða lagi þú mátt ekki reykja á skemmtistöðum sem sagt búið að eyðileggja stemmingu með maka þínum (fara út að borða byrja í koniakstofuni og fá sér smók semsagt KÓSÝ)og ég skil alveg að þú átt að keyra hægra meginn(nema í englandi og kanski í ástralíu) annars yrði mikið um ákeirslur EN ÉG SKIL EKKI AFHVERJU VIÐ MEGUM EKKI SJÁ LIVERPOOL Í BEINNI út af síðustu umferðini í íslenska fótboltanum ????????

  23. Þetta er leikur sem á að færa okkur 3 stig sama hvernig Rafa stillir liðinu upp (fremur sem leikmenn nálgast leikinn með professional attittude). Mér er skít sama hvernig hann fer á meðan við vinnum þennan leik sannfærandi eins og við eigum að gera. Ég vil spá 0-4 EF Torres spilar og gerir hann aftur 3 mörk, en ef hann spilar ekki með fer þessi leikur 1-3 (Kuyt, Gerrard, Sissoko).

  24. Einsi kaldi…reykingarbannið var bara leiðrétting á hlut sem aldrei átti að leyfa í fyrsta stað. Hin bönnin eru í lagi því þau snerta ekki heilsu annara nema kannski geðheilsu 🙂

    PS: NIÐUR MEÐ KR Í DAG!!!

  25. eikifr, reykingar voru aldrei leyfðar þær komu bara eins og margt annað,annars voru þettað bara dæmi um það að aðrir vilja hafa vit fyrir okkur, sum lög eru réttlát önnur eru yfirgangur, sem dæmi með spilin á jólunum ,já já niður með k r ÁFRAM LIVERPOOL OG RAFA

  26. . Hin bönnin eru í lagi eikifr er í lagi að banna að spila á jólum er í lagi að konan megi girnast nágranna hvar er samviskan þín, en annars förum ekki að rífast kæri vinur,eftir allt erum við MENN

  27. Sælir ritarar þið vitið allt e að fara á næsta leik
    Liverpool Tott

    ……………………..
    Mig vantar svör fór eitt sinn á Anfild vá ekki viss 1980 til 1982
    Þetta var liðið

    Phil Neal
    Jimmy Case
    David Johnson
    Graeme Souness
    Terry Mc Dermott
    David Fairclough
    Steve Heighway
    Ray Kenneoy
    Alan Kennedy
    Alan Hansen
    Kenny Dalglish
    Rey Clemence
    Phil Thompson
    Avi Cohen
    Bob Paisley
    Sammy Lee
    Colin Irwin

    Liverpool vs Manchester City fór uuuuuuuu 2-1 eitthvað svoleiðis
    Í sömu fer fór ég á Chelsea vs Iph
    Þá var Chelsea ný búnir að endurnýja Brúnna

    Er að finna út hvaða ár þetta er
    Með fyrirfram þökk

  28. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik eftir slöpp 3 jafntefli í röð í deidlinni…

    Wigan skorar fyrst úr vítaspyrnu (já kemur á óvart) og síðan henda Gerrard og Torres í gang og setja sitt hvor 2 mörkin. S.s. 1-4 sigur.

  29. Liverpool – Cardiff í Carling Cup… hversu mikil snilld er að fá GUÐ aftur á Anfield ?? 🙂

  30. Það er auðvita snilllllld en hann mun aldrei sjá til sólar heheheh.

    Avanti Liverpool

  31. ef liv verður með góða forystu þá má guð skora er það ekki

  32. “einsi (svell) kaldi” svo sem ekkert mikið mál ef við erum með forstok, en sjáiðu til, því fleiri mörk sem við fáum á okkur versnar staðan, það getur munað um eitt mark minn kæri og það langar mig ekki til að hafa frá honum jú sí hehehe.

    Að öllu gamni sleptu þá vona ég að við getum haldið möskvunum óhreifðum í dag, og mig langar líka til að sjá bros á mönnum og jafnframt hörku, við eigum alveg að geta tekið á þessu liði með “Liverpool style” og unnið stórt, ég ætla að vera mjög bjartsýnn og spá okkur stórum sigri í dag, ég hef það á tilfinningunni að SEX mörk eigi eftir að líta dagsins ljós og það verðu… liðsheildin sem skorar, þannig vil ég að liði spili, ekki bara einn eða tveir heldur að við vinnum saman að sigrinum.

    … og koma svo allir saman nú héðan frá Noregi :c)

    A V A N T I L I V E R P O O L

Hinn fullkomni Alex

Fowler aftur á Anfield