beach
« Wigan - Liverpool | Aðalsíða | Staðan í deildinni »

11. febrúar, 2006
Wigan 0 - Liverpool 1

_41321350_hyypiaglpa416.jpgJæja, það var loksins að okkar mönnum tókst að vinna leik. Liverpool vann Wigan 1-0 á fáránlega hræðilegum JJB leikvanginum.

Þetta var baráttuleikur og alls ekki skemmtilegur fótbolti, sem var boðið uppá. Í gær var spilaður rugby leikur á vellinum og grasið var gjörsamlega ónýtt í leiknum og kraftaverk að mönnum hafi tekist að spila fótbolta og gott að enginn meiddist.

Liverpool hafði ekki unnið leik í deildinni síðan við unnum Tottenham 14. janúar, eða í næstum því í mánuð, þannig að það var kærkomið að vinna í dag.

Robbie Fowler byrjaði í fyrsta sinn eftir að hann kom aftur, en annars stillti Rafael þessu svona upp:

Dudek

Finnan - Carragher - Hyypia - Riise

Gerrard - Alonso - Hamannn - Kewell

Fowler - Morientes

Liverpool var klárlega betra liðið í leiknum og var miklu meira með boltann, en gekk erfiðlega að skapa sér almennileg færi. Það var svo sem ekkert nýtt. Munurinn á þessum leik og þeim síðustu var þó að miðverðirnir okkar tveir ákváðu að sýna sóknarmönnunum hvernig á að gera hlutina.

Eftir um hálftíma leik var Liverpool í sókn. Wigan menn hreinsa og boltinn fer á Carragher, sem gefur háa sendingu inní teig þar sem að Sami Hyypia, var mættur og skoraði með skoti undir markvörð Wigan. Flott mark hjá Finnanum.

Það merkilega við Hyypia er að hann virðist aldrei eiga tvo slæma leiki í röð. Um leið og menn fara að efast um hann eftir lélegan leik og menn halda því fram að hann sé orðinn of gamall og hægur og allt það, þá á hann það til að skýna í næsta leik. Þannig var það í dag.

Í seinni hálfleik kom svo Kromkamp inn fyrir Fowler (og fór á kantinn) og Cisse kom inn fyrir Morientes. Wigan áttu nokkur hættuleg færi, en Jerzy Dudek var virkilega öflugur í markinu. Hann var búinn að girða sig og virkaði mun ákveðnari og öruggari en í Charlton leiknum. Varði m.a. meistaralega frá Sami Hyypia, sem var næstum því búinn að skora sjálfsmark.

Framherjarnir okkar unnu ágætlega, en náðu lítið að skapa. Morientes fékk dauða, dauða færi en Mike Pollitt varði frábærlega.

Maður leiksins: Það var svo sem enginn, sem skar sig úr. Liðið var mestallt í mikilli meðalmennsku. Sami Hyypia fær þó mitt atkvæði fyrir að sýna sóknarmönnum okkar hvernig á að skora og fyrir að vera svo öflugur í vörninni.

Það sem af er dags hafa úrslitin verið okkur hagstæð. Arsenal náði jafntefli (skoruðu eftir venjulegan leiktíma) gegn Bolton og Chelsea tapaði (ekki það að við séium enn að keppa við þá, en það er samt ánægjulegt að minnka aðeins bilið). Núna er bara að vona að Tottenham og manchester united tapi, en þau eiga bæði fremur auðvelda útileiki. manchester united gegn Portsmouth í dag og Tottenham gegn Sunderland á morgun.

Næsti leikur er svo gegn Arsenal á þriðjudaginn á Anfield. Ef okkur tekst að vinna þann leik, þá verðum við 9 stigum á undan Arsenal í baráttunni um 2-3. sætið.

Það mikilvægasta er að liðið er komið á sigurbraut aftur. Það er ánægjulegt.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:40 | 507 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (10)

Einar ég er ekki sammála þér með það að við höfum verið betri í leiknum(öllum). Vissulega vorum miklu betri í fyrri hálfleik, en í þeim síðari þá voru Wigan mun betri og við hreinlega heppnir að fá ekki á okkur mark(sérstaklega í byrjun hálfleiksins).

Ég held að við getum þakkað guði fyrir að hálft liðið hafi vantað hjá Wigan, framherjaskortur þeirra var slíkur að þeir spiluðu með varnarmann í sókninni. Efast stórlega um að við hefðum unnið fullskipað lið Wigan í dag.

Þó það sé leiðinlegt að hrauna yfir leikmenn eftir sigurleik þá bara verð ég að kommenta á Morientes. Hversu lélegur getur hann eiginlega orðið. Ok hann vinnur vel fyrir liðið,vinnur vel aftur og er að trufla varnar/miðjumenn andstæðinganna. En það gerði Heskey líka, meira að segja með betri árangri, það góðum að maður sá hann fyrir sér í miðverðinum. Heskey var látin fara afþví að hann var ekki nógu ágengur upp við mark andstæðinganna. Hvernig stendur þá á því að við erum að spila á Moro þegar gaurinn spilar verr en Heskey upp á sitt versta. Erum við virkilega í svo rosalegri framherja kreppu að hann þurfi að spila.

Ég hef sagt það í rúmt ár að enski boltinn hentar ekki Moro, hann er of mjúkur leikmaður fyrir hann. Moro getur ekki staðið af sér einn einasta varnarmann í deildinni, þeir bara stíga hann út trekk í trekk. Hyypia hefur verið mikið gagnrýndur fyrir það hversu hægur hann er, en hvað þá með hraðan á Moro, gaurinn kemst ekki úr sporinu,enginn sprengikraftur, né snerpa (það er eins og einhver sé að toga í hann þegar hann hleypur, man einhver eftir þeirri æfingu). Fowler 10 kílóum of þungur er með meiri snerpu og hraða heldur en hann. Og hvað er svo málið með að klára færin. Moro er búinn að fá tvö dauða dauða færi í síðustu tveimur leikjum og bæði skiptin klúðrað þeim. Er eitthvað óeiginlegt að gera kröfu um það að sóknarmaður klári svona færi fyrst Hyypia getur það. Því miður þá er það fyrir löngu útséð að Moro mun aldrei brillera í enska boltanum, ég segji því miður vegna þess að ég hafði miklar væntingar til hans þegar hann kom eins og fleiri Liverpool aðdáendur. Gott dæmi um það er könnun sem var gerð stuttu eftir að Morientes skrifa undir hjá LFC, samkvæmt henni töldu menn hann vera bestu kaup í sögu Liverpool. Hvað gerðist?????????????

Vonandi er þessari lægð lokið og við taki margra leikja sigurganga.

Kveðja Krizzi

krizzi sendi inn - 11.02.06 22:23 - (
Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.








:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?




Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Aggi

Einar Örn

Hjalti

Kristján Atli

Sigursteinn

Síðustu leikir

·L'pool 3 - Bolton 0
·Tottenham 0 - Liverpool 1
·Blackburn 1 - Liverpool 0
·L'pool 2 - Watford 0
·Charlton 0-3 Liverpool

Leit:

Síðustu Ummæli

Krizzi: Bjarki Breiðfjörð ????????????????? ég s ...[Skoða]
Krizzi: Bjarki Breiðfjörð ????????????????? ég s ...[Skoða]
Bjarki Breiðfjörð: Ég held að við getum þakkað guði fyrir a ...[Skoða]
Eiki Fr: Hélt ég mundi aldrei þurfa að segja þett ...[Skoða]
trausti: ég verð að hampa fowler. tel hann líkleg ...[Skoða]
krizzi: Einar ég er ekki sammála þér með það að ...[Skoða]
Marri: Já þetta var ágætt. Spurning um að smell ...[Skoða]
Magnús: Er Morientes með fuglaflensuna? Hann er ...[Skoða]
Aron: Morientes gat ekki blautan í dag frekar ...[Skoða]
trausti: ekki fannst mér þetta fínn leikur, reynd ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Sagan endalausa....
· Arsenal á morgun
· Mascherano til Liverpool eða ekki?
· Enn af leikmannakaupum
· Blackburn búnir að fá tilboð í Neill!
· Xabi ekki að fara neitt

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

YNWA spjallborð

RAWK spjallborð

Soccernet

The Guardian

Daily Telegraph

Independent

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku


The Liverpool Way Blog

RAWK blog

Kop Blog

Flokkar

Almennt · Auglýsingar · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Leikvangur · Liðsuppstilling · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Myndbönd · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·




Við notum
Movable Type 3.33

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License