beach
« Byrjunarliðið komið! | Aðalsíða | Luton í bikarnum »

03. desember, 2005
Liverpool 3 - Wigan 0

Crouch-skorar-wigan.jpg

YESSSSSSSSSSS!!!!

Frábær 3-0 sigur gegn liðinu í 5. sæti deildarinnar og Peter Crouch skorar tvö mörk. Og enn einu sinni höldum við hreinu.

Ég bara hreinlega get ekki annað en verið ofboðslega jákvæður akkúrat núna.

Þetta var með bestu leikjum Liverpool í deildinni og Liverpool liðið sýndi algjöra yfirburði á vellinum og sigurinn var síst of stór, hefði auðveldlega getað verið 4 eða 5-0. Markvörður þeirra Wigan manna var langbesti maðurinn þeirra og markvarslan hans á aukaspyrnu Gerrard í seinni hálfleik var hreint mögnuð.

Rafa byrjaði leikinn svona:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher - Warnock

Garcia - Gerrard - Alonso - Kewell

Crouch - Morientes

Semsagt, að mínu mati okkar besta miðja með Stevie og Xabi inná miðjunni og Luis Garcia og Kewell á köntunum. Og Liverpool liðið lék frábærlega!!! Xabi og Stevie stjórnuðu öllu inná miðjunni og Luis Garcia og Kewell voru mjög ógnandi á köntunum og þá sérstaklega Kewell, sem var nokkrum sinnum óheppnin að skora ekki mark.

Fyrir framan þá voru svo Peter Crouch og Morientes, sem ollu Wigan allskonar vandamálum.

Rafa tók Harry Kewell út eftir um klukkutíma, enda hann að byrja leik í fyrsta skipti og setti Riise á kantinn. Didi kom svo inn fyrir Xabi Alonso og svo kom Cisse inn fyrir Peter Crouch og fékk Crouchy þá hyllinguna, sem honum hefur sennilega dreymt um að undanförnu.

Peter Crouch hefur oft á tíðum verið gríðarlega óheppinn fyrir framan markið og það var svo að loksins þegar hann skoraði, þá var heppnin heldur betur með honum. Crouch fékk boltann rétt hjá miðjunni og keyrði með hann í átt að marki. Hann skaut svo og boltinn fór í Wigan manninn Baines, lyftist uppí loftið og yfir Pollitt, markmann - sem var annars besti maður Wigan í leiknum. Gott mark og Peter Crouch loksins búinn að skora fyrir Liverpool.

20 mínútum síðar gaf svo Steve Finnan glæsilega sendingu innfyrir á Peter Crouch, sem lét boltann skoppa nokkrum sinnum áður en hann lyfti boltanum glæsilega yfir markvörðinn og í vinstra hornið. Virkilega gott mark.

Liverpool liðið var miklu, miklu betra en Wigan. Maður gat auðveldlega gleymt því að þetta voru liðin í 4. og 5. sæti í deildinni því Wigan átti aldrei sjens í þessum leik og Liverpool algjörlega yfirspilaði liðið á köflum. Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum. Wigan sótti svo í um 5 mínútur áður en Liverpool náði aftur undirtökunum. 20 mínútum fyrir leikslok fékk Liverpool svo hornspyrnu, sem Gerrard tók. Morientes átti skalla að marki, þar sem Luis Garcia stóð og tók boltann á kassann og inn.

Liverpool átti svo ótal tækifæri í viðbót. Kewell, Morientes og Gerrard gátu allir skorað, en Pollitt markvörður Wigan varði oft hreint ótrúlega. En sigurinn var aldrei í hættu og Pepe Reina átti alla bolta, sem komu á mark Liverpool. Frábær frammistaða.


Maður leiksins: Sko, það lék ekki einn Liverpool maður illa í dag. Harry og Luis Garcia voru sprækir á köntunum, Xabi og Stevie gjörsamlega áttu miðjuna og vörnin og Pepe voru örugg. Svo barðist Morientes vel og var klaufi að ná ekki að skora. Í raun ætti Steven Gerrard að vera maður leiksins, því hann var algjörlega frábær.

Hins verð ég auðvitað að velja PETER CROUCH. Hvað annað get ég gert? Ég hef ekki fagnað Liverpool marki eins mikið síðan í Istanbúl. Crouchy átti svo innilega skilið smá heppni og hana fékk hann loksins í þessum leik. Seinna markið hans var svo virkilega gott og enginn heppnis-stimpill á því. Núna verða fjölmiðlar að finna sér annað umræðuefni, því að Peter Crouch er kominn á blað. Frábært!


Staðan í deildinni klukkan 14:45 laugardaginn 2. desember er svona:

  1. Chelsea 37
  2. Liverpool 28
  3. manchester united 27
  4. Arsenal 26

Ég spyr bara: veit einhver hvað það er langt síðan við vorum í öðru sæti í deildinni???

Koma svo, Bolton og Portsmouth - haldið okkur í öðru sætinu!!!


Getur maður verið annað en ánægður??? Getum við í alvöru kvartað yfir einhverju í dag? Crouch skoraði, Kewell lék vel, við unnum 3-0 og erum komnir uppí annað sætið í deildinni. Við höfum núna unnið 6 leiki í röð í ensku deildinni og Pepe hefur haldið hreinu í átta leikjum í röð. Það er auðvitað alltaf gaman að vera Liverpool aðdáandi, en það er sérstaklega gaman í dag.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:40 | 707 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (21)

einar - ég skil hvað þú meinar, og auðvitað segir hefðbundið sjónarhorn okkur það að aðrir eigi að sjá um að skapa fyrir framherjana, ekki öfugt. Hversu oft hefur maður ekki sagt að framherji sé ekki að fá neina þjónustu?

Hins vegar, þá virðast lið Rafa spila öðruvísi bolta, bæði Valencia og nú Liverpool. Ef þú hefðir séð leikinn í dag hefðirðu til dæmis tekið eftir því að Morientes lagði upp tvö frábær skotfæri fyrir Gerrard, og Kewell var í tvígang í fyrri hálfleik nálægt því að skora eftir að Crouch og Morientes höfðu lagt upp fyrir hann. Þá skoraði Luis García eftir skalla frá Morientes, og Morientes klúðraði svo sjálfur dauða-dauðafæri eftir góðan undirbúning frá Djibril Cissé.

Auðvitað voru framherjarnir sjálfir að fá helling af færum líka eftir þjónustu frá öðrum, en þeir voru ekki að skapa minna fyrir mennina í kringum sig.

Þetta er bara svo stór breyting frá því sem maður var vanur að sjá undir stjórn Gérard Houllier - þar sem starf miðjumannanna var að kóvera fyrir framan vörnina og svo að reyna að koma Owen og Heskey í góðar stöður með boltann. Í dag sjáum við liðið sækja miklu meira sem heild - sá t.d. einhver hvort Kewell spilaði hægri eða vinstri kantinn meira í dag? Eða García? Nei, því þeir voru út um allan völl og Gerrard líka, og svo Morientes og Crouch. Hreyfingin, yfirferðin og vinnslan í mönnum var frábær, við vorum að sækja á nánast öllum mönnum í 90 mínútur og Wigan-menn áttu bara aldrei séns í svo fjölbreyttan sóknarleik.

Svo gæti hæglega farið að í lok leiktíðar verði þeir Steven Gerrard og Luis García markahæstu menn liðsins - Crouch, Morientes og Cissé munu skora sín 10-20 mörkin hver á endanum, en þeir eru bara þrír menn í stórri liðsheild. Gerrard og Cissé eru þegar komnir í tveggja stafa tölu í markaskorun og ég skal hundur heita ef ekki bætast við a.m.k. tveir framherjar og tveir miðjumenn áður en yfir lýkur.

Aðalatriðið er það að liðið er að skora. Hvort skiptir meira máli, að Crouch skori tvö eða leggji upp tvö, þegar liðið er þegar upp er staðið að skora tvö mörk? Sú tíð þegar einu markaskorararnir voru framherjar er bara liðin - spyrjið bara Frank Lampard og framherjana í Chelsea - og í dag er það markaskorun liðsheildarinnar sem skiptir öllu máli.

Ég vill allavega miklu frekar eiga lið í öðru sæti í deildinni með engan mann inni á listum yfir markahæstu menn, en að eiga markakóng Úrvalsdeildarinnar og vera í fjórða sæti. :-)

Kristján Atli sendi inn - 03.12.05 19:00 - (Ummæli #13)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Kristján Atli: Sko, ef við erum að tala um þennan svoka ...[Skoða]
Aggi: Okkur vantar kantmenn og síðan varnarman ...[Skoða]
Einar Örn: Það er allt í lagi að eyða 20 milljónum ...[Skoða]
Svenni: Nú vona ég bara að keyptur v ...[Skoða]
Hössi: Svakalega er ég ánægður með liðið. Ég sá ...[Skoða]
Elías Már: Valtýr var að tala um það að Liverpool g ...[Skoða]
sildi: Held reyndar að Pepe sé lúmskt hjátrúarf ...[Skoða]
Árni: eða eiga næst markahæsta mann deildarinn ...[Skoða]
Kristján Atli: einar - ég skil hvað þú meinar, og auðvi ...[Skoða]
einar: ekki til að vera neikvæður, því allt ann ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License