Gullkastið – Frá höfuðborg Englands til höfuðborgar Spánar.

Real Madríd bíður í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hressandi yfirspilun á Emirates var einmitt upphitunin sem við þurftum fyrir það. Reyndar líka þessi upphitun frá því í gær. Baráttan um Meistaradeildarsæti er síður en svo búin en Liverpool nær að spila svona áfram.

Stjórnandi: Maggi
Viðmælendur: SSteinn og Einar Matthías

MP3: Þáttur 329

3 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Takk fyrir góðan þátt.

  Sófaspekingar allra landa sameinuðust og mótmæltu því rugli að hafa Fabihno og Hendo í miðvarðarstöðum. Eina glóran var að hafa Phillips og Williams þarna með þá tvo fyrir framan. Allt jafnvægi liðsins riðlaðist við það að hafa þá í vörn (fyrir utan hvað það fór illa með lappirnar á þeim).

  Sóknarlínan hefur verið afleit það sem af er ári, allt þangað til Joðið mætti til leiks. Mane og Firmino eru búnir að vera skuggarnir af sjálfum sér.

  Liverpool fer á fullt í þessum leik. Miklu meiri sigurlíkur í höfuðborgum en á Anfield.

  2
 2. Takk fyrir góðan þátt að vanda. Manni finnst mikil batamerki vera á liðinu. Hef góða tilfinningu fyrir kvöldinu.

 3. Williams er bara ekki orðinn nógu góður til að vera að spila í miðverðinum og því held ég að það var ekki í boði að hafa Williams og Fabinho saman þarna. Maður sá Williams eiga solid leiki en svo algjöran hörmung líka.

  Fyrir utan að ég held að það hafi hjálpað leikmanni eins og Phillips gríðarlega mikið að hafa byrjað í miðverði með Fabinho með sér í nokkrum leikjum og fá að aðlagast hraðanum og hvernig liðið spilar með þann snilling sér við hlið.

  Það er rosalega þægilegt núna að segja já við hefðum átt að setja Fabinho bara á miðsvæðið og hafa Williams og Phillips í miðverðinum. Hvernig hefði það virkað EF okkur hefði verið slátrað í leik eða þessir tveir hefðu fengið mikla gagnrýni. Það hefði ekki verið gott fyrir sjálfstraustið á þeim bænum og kannski væri Phillips ekki að spila eins vel ef hann hefði þurft að berjast á móti gagnrýni líka.

  Það gleymist líka að nefna það að það má rekja mörg slæm úrslit til þess að við vorum geldir fram á við. Jota meiddur, Firmino/Mane ískaldir fyrir framan markið og meiri segja Salah var að klúðra slatta af færum.

  Í sambandi við Real leikinn þá er maður bara spenntur því að maður veit að strákarnir munu selja sig dýrt í þessum leik og það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur. Þetta er 50/50 einvígi og þótt að við myndum spila vel þá gætum við alveg dottið úr leik en það er eitthvað sem segir mér að við munu ná ágætum úrslitum í kvöld og klára þetta svo á Anfield.

  YNWA

  1

One Ping

 1. Pingback:

Helvítis Real Madríd

Byrjunarliðið klárt: Keita og Jota byrja!