Byrjunarliðið klárt: Keita og Jota byrja!

Það er ekki ofsögum sagt að stærsti leikur tímabilsins (hingað til) er að bresta á og ljóst hvaða byrjunarlið fær það verkefni að ganga fram á æfingarvelli Real Madrid. Varnarlínan er eins og flestir bjuggust við en man ekki eftir að hafa séð marga spá Keita í byrjunarliðinu ásamt Fabinho og Wijnaldum. Jota er svo verðlaunaður fyrir frábæra innkomu um helgina með því að byrja. Það verður að teljast ágætt að eiga bæði Bobby og Thiago inni til að breyta leiknum. Einnig fæst það væntanlega staðfest í kvöld hvort Ben Davies sé til, en hann er allavega á bekknum.

Lið Real er eftirfarandi:

 

 

Fyrir þá sem eru að farast úr spenningi og vilja stytta sér stund fram að leik mæli ég auðvitað með Gullkasti gærkvöldsins.

 

Hvernig líst ykkur á?

80 Comments

  1. úfff.. já úff,, ég vorkenni þessu real madrid liði, verður flenging.

    4
  2. Fínt lið, klopp klárlega að hvíla miðjumenn (rótera) þótt það ætti ekki að koma niður á frammistöðunni, allavega vonast maður til þess að keita verði ekki týndur í leiknum.
    Þori ekkert að spá, þessir miðverðir okkar eru að mæta annarri vídd tel ég.

    1
  3. Hvað er eiginlega langt síðan Keïta var síðast í byrjunarliði?

  4. Hvað er málið með að hafa Gini fyrirliða ? Leikmann sem er að yfirgefa klúbbinn í sumar ? En flott lið,vonandi kemur Keita flottur inn og meiðist ekki ! Koma svo rauðir !

    2
  5. Það er nokkuð ljóst hvað planið er hjá Klopp.

    Hann er að láta leikmenn í liðið sem búa yfir gríðarlegri hlaupagetu og hraða.
    Thiago/Milner eru ekki þeir fljótustu í dag þótt að þeir séu með gott þol og með því að henda Keita/Gini á miðsvæðið kemur vinnsla og meiri hraði.

    Með Jota fyrir Firmino er verið að keyra upp hraðan en þá meir.

    Klopp ætlar að láta miðverði Real hafa verulega fyrir hlutunum í kvöld.

    YNWA – ánægður með þetta lið

    5
    • Góð pæling, vonum að það verði meira að gera hjá miðvörðum Real í kvöld!

      ps Nat Philips með skallamark í öðrum hvorum leiknum! :0)

      3
    • Keita hefur bara ekkert verið að spila, alltaf meiddur og mun meiðast i þessum leik

      1
      • Ha skrítið, bara buið að taka Keirta út af af. Algjört rugl hjá Klopp á láta hann byrja. Gæinn hefur ekkert spilað í 2 ár

  6. Rosalega eru menn rólegir sóknarlega, það má alveg keyra upp hraðann og sækja meira á þá.

    2
  7. Hvernig væri að þriðjungur leikmanna Liverpool mætti til leiks. Jota, Keita Gini og TAA eru hreinlega ekki mættir til leiks. Djöfull að horfa uppá þetta

    9
  8. Nú verða okkar menn að fara að vakna, vandræða lélegir þessar fyrstu 30 mín.

    3
  9. Þetta verður erfitt kvöld sýnist mér finnst Keita kallinn ekki vera í takt við leikinn frekar en aðrir poolarar. Herr Klopp verður að bregðast við og það fljótt ef ekki á illa að fara

    3
  10. Jæja, enginn mættur í vinnunna bara hjá LFC. Hvernig væri að þessum göngubolta.

    3
  11. Svo eru mennhissa á að hann var ekki valinn í landsliðið. Reyndar með ólíkindum að ekki hafi verið dæmt brot þegar brotið var á Mane.

    2
  12. Þessi leikur fer 5-0 Fyrir Real Madrid því Liverpool er bara ekki mætt á völlinn og bara skelfilega hægir og slappir.

    3
  13. Keita hefur alls ekki verið manna verstur. Alexalander og Robertson eiga þann titil saman Ég vil sjá Wijnaldum út af, Mané þarf að bakka of mikið.

    1
  14. Já Tiago inn fyrir handónýtan Keita, ég get amk glaðst yfir því.

    4
  15. Held að Klopp sê á kominn fram yfir endastöð með þetta lið! Þetta er hörmung!

    6
  16. Skil ekkert í Klopp að Velja Keita strax í byrjunarliðið sem og Jota. Þó svo að Jota hafi staðið sig vel þegar hann kom inná, en hann er líka að koma úr löngu meiðsla fríi.

    Æi ég veit ekki, finnst þetta eitthvað svo máttlaust, kannski pínu týpist að spila vel einn leik og skíta svo á sig í næsta.

    3
  17. Þetta er nú ljóta hörmungar frammistaðan.
    Við hvað í andsk… erum menn svona hræddir?

    3
  18. Þessi viðureign er töpuð og sé ég rm fara í undanúrslit, afsakið það. Ég vil þó alls ekki sjá okkur tapa seinni leiknum.

    1
    • Vinnum seinnihálfleikinn þá erum við i góðum málum..út með kassann strákar…

      8
  19. Ein hrikalegasta dómaraskita sem ég hef á ævinni er í hinum leiknum, vá.

    3
  20. Sælir félagar

    Þetta er einhver skelfilegasti hálfleikur sem ég hefi horft uppá hjá Liverpool og hefir maður þó séð ýmislegt. TAA átti góðan leik á móti Arsenal og virðist halda að sá leikur dugi honum og hann þurfi ekkert að gera framar. Tók sig þó til og lagði upp mark fyrir Madrid. Engin furða að hann skuli ekki vera í landsliði Englands.

    Nabi Keita ekki vaknaður eftir páskalúrinn og var dreginn sofandi útaf vellinum. Jota hefur tapað boltanum oftar en stjörnurnar eru á norðuhimninum. Gini er á gönguferð í garðinum og veit ekki að leikurinn er byrjaður. Aðrir eru þó vakandi þó ekki sé mikið fram yfir það. Vonandi rífur Klopp á þá nýtt rassgat því þeir eiga ekki sklilið að skíta með því gamla.

    Þasð er nú þannig

    YNWA

    3
  21. Þetta er skrýtin spilamennska. Er of heitt á Spáni eða fengu drengirnir Sobril með síðdegis-tebollanum? Fátt hægt að segja um Keïta og Trent, en kafteinninn Gini er með slöppustu mönnum á vellinum. Ekki gott fordæmi.

    1
  22. Ef menn vakna í hléinu og finna hæfileikann til að senda einfalda bolta á milli sín er þetta svo langt því frá búið. Skora eitt mark og fá ekki á sig fleiri þá erum við vel inni í þessari viðureign.

    2
  23. Úff… þetta lítur ekki vel út…

    Á maður bara að slaufa seinni hálfleik líka…..

    1
  24. Ofboðslega hæg uppbygging = engin alvöru færi. Þeir bíða eftir hvítliðum og svo þegar sá ellefti er kominn bak við boltann þá geta þeir fariðað lullast fram. EKKERT tempó.

    Hvað vakti fyrir klopp að tefla hinum gíneska Joe Allen fram í byrjunarliði??? Er þetta leikurinn til að spila ísköldum leikmanni í gang?

    Jæja ég veit ekki hvaða tromp við eigum uppi í erminni. Jota hefur ekki sést enda er þjónustan engin.

    Svo er Trent að senda skýr skilaboð til enska landsliðsþjálfarans….

    2
  25. Nú er bara að vakna. Ég vill 11 stríðsmenn í seinni hálfleik ! Vinna þetta drasl 2-0 í seinni hálfleik. Fara úr fyrsta gír í 4 til 5 gír. KOMA SVO RAUÐIR ! ! ! ! !

    3
    • Vona það Souness…ef við komumst í gegnum þetta einvígi skal ég endurskoða mitt álit 😉

      1
  26. Thiago safnar gulum spjöldum eins og þjóðbúningadúkkum. Gæti reynst dýrkeypt.

    5
  27. Ég geri mér grein fyrir að Klopp hefur gert margt gott fyrir okkar lið. Hins vegar finnst mér hann kominn á endastöð, því miður.

    4
  28. Fuck bara helvítis fucking fuck þoli ekki þetta helv Loooserpool lið lengur.

    4
  29. Herr Klopp vinsamlega settu ferska fætur inn nokkrir komnir að niðurlotum.

    2
  30. hvenær skyldi Mane vakna aftur til lífsins? Virkar ljósárum frá þessum sjálfsörugga leikmanni sem skoraði m.a. gegn neuer á sínum tíma.

    4
  31. Ráðaleysið er algert. Við erum að detta út í átta liða, ekki að taka þátt á næsta ári og að skíta á okkur í deildinni. Kannski ekki allt Klopp að kenna en þurfum nýtt blóð. Takk fyrir allt Klopp en við þurfum meira.

    2
    • Klopp er það besta við þetta lið. Í hvaða sólkerfi ert þú Kristján ?

      11
      • Ég get ekki tekið undir það Höddi. Hann hefur gert margt gott en bæði ég, aðrir stuðningsmenn og eigendur vilja meira. Hann er góður en við stefnum hærra.

        4
  32. Eru ekki leyfðar 5 skiptingar í Meistaradeildinni??! Hvað er Klopp að hugsa??

    3
  33. Hvaða taugaveiklun er í liðinu? Þeir þora ekki að spila.
    Eins og ég sagði áðan og tekinn niður fyrir, við erum ekki að fara í undanúrslit þó ég heimti sigur á anfield! Þegiði svo!

    1
  34. Thiago verð minnst fyrir Gula spjaldið i þessum leik, ekki mikið meira að fretta þar a bæ

    3
  35. Kristján……. ef þú segir að Klopp sé kominn á endastöð sem að mínu mati er tómt bull, hvern ætlar þú að fá í staðinn??

    6
    • Það eru margir fiskar í sjónum. Klopp hefur gert margt gott en virðist staðnaður. Viljum við ekki ná lengra??? Ég er þar og finnst allt í lagi að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.

      2
      • T.d. Ancelotti, Zidane eða Terzic. Það þarf hins vegar að setjast yfir það en greinilegt að Klopp líður ekki vel og kann ekki að vera á toppnum.

        2
  36. what??? tekur kabak út af og …. jota…????

    er þetta vondur draumur?

    vantar bara origi!

    2
  37. á mane tvíburabróður sem fékk að læra á hljóðfæri í stað fótbolta? þetta virkar ekki eins og sami leikmaðurinn og niðurlægði neuer í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum.

    4
  38. Það er klárlega brekka en þetta er ekki búið, við höfum séð verri stöðu snúið til betri vegar.
    YNWA!

    3
  39. Það er ekki einu sinni áhugi á að keyra á þetta á lokamínútunum. Eintómt dútl og aumingjaskapur. Ég held að Klopp sé gjörsamlega game over. Ekki gleyma því að þetta lið tapaði fyrir meiðsladæmið í vörninni 7-2 á móti Aston Villa af öllum liðum.

    1

Gullkastið – Frá höfuðborg Englands til höfuðborgar Spánar.

Real Madrid 3 – Liverpool 1 (Skýrsla uppfærð)