Gluggaspurningar & svör

Þann 8. ágúst kl.17:00 að staðartíma þá verður söluglugganum í ensku úrvalsdeildinni lokað og í dag eru eingöngu 3 vikur þangað til að bjallan gellur. Enn sem komið er LFC í blússandi hagnað í sumar eftir að hafa formlega selt Danny Ings (20 mill) og Rafael Camacho (5 mill + 2 í klásúlum) en eingöngu lagt út tæpar 2 mill fyrir hinn 17 ára Sepp van den Berg. Að auki lauk samningum Sturridge og Moreno sem báðir halda á ný mið. Nokkrir lánssamningar hafa verið kláraðir fyrir Sheyi Ojo (Rangers), Marko Grujic (Hertha Berlin) og Kamil Grabara (Huddersfield Town) en fátt annað markvert gerst.

Það hefur því lítið verið um kaup og sölur en að sama skapi hefur ríkt ró og friður um okkar lykilmenn sem allir verða áfram á Anfield og langflestir á langtímasamningum (undanteknir eru Milner & Matip til 2020 og Wijnaldum, Lovren og Mignolet til 2021). Það skal ekki vanmetið og með þá öflugu liðsheild sem fyrir er þá hafa margir velt fyrir hvort nokkuð verði aðhafst að ráði en aðrir vilja nýta sögulegt tækifæri til að styrkja liðið til enn frekari dáða.

Þessi rólegheit hjá Evrópumeisturunum og 97 stiga leikmannahópnum leiðir óneitanlega til þess að stuðningsmenn spyrja sig ýmissa spurninga um framvindu næstu þriggja vikna. Við þeim má veita (mis)gáfuleg svör eða jafnvel spyrja stuðningsmennina sjálfa skoðunar. Vindum okkur í spurningaflóðið:

Verður Nathaniel Clyne seldur?

Enski landsliðsmaðurinn Clyne hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðustu ár og framgangur efnilegasta hægri bakvarðar í heimi, Trent Alexander-Arnold, ásamt fjölhæfni Gomez hefur gert hann næsta óþarfan hjá LFC. Í æfingaleikjunum í sumar hefur hann þó virkaði í fínu formi með glæsimarki gegn Tranmere Rovers í nærskeytin. Hann á eingöngu 1 ár eftir af sínum samningi og hefur verið sterklega orðaður við Crystal Palace sem seldu Wan Bissaka á fúlgu fjár til Old Trafford. Hægri bakvarðastaðan þar er því laus og Michael Edwards ætti að geta kreist út vænt seðlabúnt fyrir hann ef af sölu yrði. Hvort Clyne dreymir um að komast í enska landsliðshópinn fyrir EM 2020 skal ósagt látið en það væri vissulega lúxus fyrir Liverpool að eiga hann sem back-up fyrir báðar bakvarðastöðurnar næsta vetur.

Líkur á sölu = 70%

Á að selja Nathaniel Clyne?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Kaupum við vinstri bakvörð?

Moreno er farinn til Villareal og örfættir bakverðir í góðum gæðaflokki sem eru tilbúnir í bekkjarsetu eru vandfundnir. Vissulega geta margir réttfættir á okkar bókum leyst stöðuna en einbeitum okkur að vinstri fætinum að sinni. LFC voru mikið orðaðir á vordögum við enska U20 landsliðsmanninn Lloyd Kelly sem er mikið efni en 13 mill kaup Bournemouth á honum tók hann af innkaupalistanum okkar.

Ryan Sessegnon hefur í mörg ár verið linkaður við LFC og býður upp á fjölbreytni upp allan vinstri vænginn ásamt PL-reynslu. Hann á eingöngu 1 ár eftir af sínum samningi og Fulham fallnir um deild sem þrýstir á sölu, en margir eru líklegir um hituna í kaupum á honum. Svo er hinn valkosturinn að gefa ungliðunum Adam Lewis eða Yasser Larouci sénsinn en báðir hafa verið sprækir sóknarlega í æfingaleikjum en vafasamir varnarlega.

Líkur á kaupum á örfættum vinstri bakverði = 30%

Á að kaupa örfættan vinstri bakvörð?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Fara Dejan Lovren og Mignolet í glugganum?

Báðir leikmenn eiga 2 ár eftir af sínum samningi og eru orðnir ansi fastir á varamannabekknum eða sjúkrabeddanum. Yfir þrítugt og með háa launapakka en með mikla reynslu og óumdeilanleg gæði sem gætu reynst gríðarlega verðmæt ef að eitthvað óheppilega óvænt kemur upp á. AC Milan hafa sterklega verið orðaðir við Lovren fyrir 25 mill og orðrómurinn hitnaði í dag með slúðri um að umboðsmaðurinn hans hefði fundað aftur með AC Milan.

Mignolet hefur einnig verið orðaður við Crystal Palace og Bournemouth en á endanum gæti þetta snúist um vilja leikmannanna og svo tímasetningu á sölu í samhengi við að Liverpool kaupi aðra inn í staðinn. Þó að Klopp segi þessa dagana að hvorugur fari þá er hann þekktur fyrir að virða ákvörðun leikmanna í þessari stöðu. Við gerum klárlega ráð fyrir að Edwards myndi vera grjótharður á topp verði fyrir báða ef til þess kæmi og skotmark væri í sigtinu til að fylla í skarðið. En hverjir kæmu þá inn í staðinn og í því samhengi væru allar hugmyndir velkomnar.

Líkur á sölu á báðum = 55%

Á að selja Lovren og Mignolet?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Kaupum við framherja?

Vangaveltur með hágæða framherja hafa verið miklar í sumar eftir að Sturridge fór og Origi skrifaði undir nýjan samning. Hinn ofur-efnilegi Rhian Brewster hefur látið ljós sitt skína í æfingaleikjum með þremur mörkum og almennt flottum frammistöðum. Bobby Duncan setti einnig eitt mark en hann er ólíklegur til að koma mikið til greina í vetur nema í fyrstu umferðum bikarsins. Þá hafa Ryan Kent og Harry Wilson sýnt góða takta sem vængframherjar en þó hafa báðir einnig verið orðaðir til láns eða jafnvel sölu.

Þeir framherjar sem helst hafa verið nefndir í innkaupum eru Nicolas Pépé hjá Lille sem raðaði inn mörkum í Ligue 1 og fyrr á árinu var Timo Werner mikið nefndur en hann á bara 1 ár eftir af sínum samningi. Lítil skjálftavirkni hefur verið varðandi stórkaup á sóknarmanni síðustu daga en hver veit hvað Klopp og Edwards eru að hugsa og getur Liverpool leyft sér að treysta á Origi og unglingana fyrir sóknarbreidd yfir heilan vetur.

Líkur á kaupum á hágæða framherja = 40%

Eigum við að kaupa hágæða framherja?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Krossaspurningaprófinu er lokið í bili en endilega spáið og spökúlerið í þessum spurningum og fleirum á kommentakerfinu.

YNWA

14 Comments

 1. Sæll Maggi og takk fyrir þessar pælingar.

  Ég hef nú trú á að Migno og Lovren verðu áfram
  þar sem ég held að þeir séu mikilvægir í klefanum
  ekki síður en sem sterkir varamenn. Reyndar er það mín skoðun að Lovren geri alveg tilkall til að vera starter hjá okkur þar sem Gomes er alltaf í meiðslum.
  En ef það fæst 25 m fyrir Lovren sem er 30 ára þá held ég að menn hugsi sig vel um.

  Fremstu þrír þurfa svo samkeppni og hvíld.
  Ég myndi vilja mann sem gerði alvöru tilkall til að vera starter.
  Origi verður að ég held alltaf vara fyrir þá þar sem honum vantar upp á gæðin. Þeir ungu eru svo nærri því að geta komið inn en ég held að þetta tímabil verði eingöngu bikarleikir og minni lið á heimavelli sem þeir fái að spreyta sig og þá sennilega bara Brewster.

  Mig langar líka til að sjá nýja bakverði sem eru sókndjarfir til að halda þeim sem við höfum vel við efnið. Selja Clyne þar sem honum vantar gæði í sendingum.

  Miðjan er vel mönnuð með endurkomu leikmanna og svo eru þeir sem komu síðast búnir að aðlagast betur og verða öflugri.

  Sem sagt tvo bakverði og einn hágæða leikmann í fremstu stöðu.
  Við meigum ekkert slaka á þegar við erum á þessu rönni . Hamra járnið meðan það er heitt.

  YNWA Ingó

  3
  • Sæll Ingó

   Ég held Klopp sé mjög ánægður með að hafa Lovren og Mignolet en ef þeir vilja fara og rétt verð fæst þá held ég að þeir verði seldir. Lovren var mikið meiddur í fyrra og klárar launaháan samning 2021. Ég vil endilega hafa hafsent í hans gæðum í hópnum og fyrir ári síðan var hann fastamaður við hlið VVD og spilaði í úrslitaleik HM. En þetta gæti verið hárréttur tími fyrir hann og klúbbinn til að kveðja. Sama með Mignolet en það ætti að vera auðveldara að fá fínan varamarkmann og mér líst ágætlega á suma að þeim sem hafa verið nefndir.

   Er alveg sammála þér með að fá framherja sem hefur há gæði þannig að hann gæti talist vera starter. Fyrir mér væri Timo Werner tilvalinn kostur sem hægt væri að fá á afsláttarverði þar sem hann á 1 ár eftir af samningi. Þá væri hægt að rótera hinum fremstu þremur meira og hvíla eftir þörfum. Það er varasamt að allir þrír spiluðu mikið á stórmótum annað árið í röð og því væri skynsamlegt að hafa öfluga menn á bekknum. Brewster fær alveg sína sénsa ef hann er nógu góður.

   Væri líka til í fleiri bakverði og tel að gott væri að fá einhverja fjölhæfa bráðefnilega inn í þær stöður. Ég er spenntur fyrir Sessegnon vinstra megin og held að undir leiðsögn Klopp gæti hann orðið frábær leikmaður. Eflaust stærri markaður til að finna hægri bakverði en margir í okkar hóp geta spilað þar (TAA, Gomez, Fabinho, Milner, Hoever) þannig að ég er minna stressaður yfir kaupum þar þó að Clyne yrði seldur.

   Ég vil einmitt líka nota meðvindinn sem velgengni síðasta tímabils ber með sér og styrkja hópinn en það þarf auðvitað að vera réttir leikmenn að mati Klopp og greiningarhópsins.

   YNWA

   1
   • Við erum með svipaðar hugmyndir og ég er líka mjög spenntur fyrir Sessegnon.
    En er hræddur um að hann velji spörs vegna ótta við að fá lítin spila tíma hjá okkur.
    YNWA

 2. Ég held að Lovren sé ekki á förum. Við þurfum fjóra miðverði og það þyrfti lítið til að hann væri kominn aftur í byrjunarliðið. Hefur oft spilað vel eftir að Van Dijk kom.

  Varðandi vinnstri bakvörð þá er gagnslaust að kaupa bakvörð nema hann geti veitt Andy Robertson verðuga samkeppni. Það er fáranlegt að tala um að fá einhvern fyrir Moreno vegna þess að Klopp vildi frekar Milner í vinnstri bakvörðinn heldur en Moreno. Bakvörðurinn þyrfti þá að vera betri heldur en MIlner. Danny Rose er að leita sér að félagi en ég strax að hann skorar ekki í öll box sem FSG er að leita að þegar þeir fjárfesta í leikmönnum. Hann er t.d 29 ára og gæti verið það dýr að Liverpool hefur ekki áhuga vegna þess að hann á 2 ár eftir af samningi sínum.

 3. Vill alls ekki losna við Lovren mér er sama um Migno á þessum tímapunkti þó það sé fint að hafa hann sem varaskeifu en Lovren er góður leikmaður eina slæma er hversu mikið hann er meiddur.

  1
 4. call me crazy en það er einn leikmaður sem ég myndi vilja fá í liverpool á kostnað adam lallana þar sem ég held að hann sé bara orðinn bensínlaus kallgreyið en það er james maddison hjá leicester… það er rosalegur leikmaður sem smellpassar inn í liverpool módelið…. 23 ára með svakalega mikinn sprengikraft, frábær box to box, fljótur að hlaupa og mjög sóknarsinnaður… það líður örugglega ekki langur tími þar til hann fer í stærra lið en leicester og vonandi hafa liverpool tölunördarnir sett hann inn í módelið sitt, hvað varðar lovren þá er hann örugglega búinn með sinn tíma hjá liverpool þar sem það eru bara komnir mun áræðanlegri menn í miðvörðinn og eins með migno,,, hann vill fá eitthvað sem er ekki í boði hjá liverpool og það er alveg góðar líkur á að hann fari…… svo með cover fyrir robbo… ég held að james milner fá það hlutverk í vetur… en þetta eru mín 5 cent

  2
 5. Það er örugglega búið að skima vöntunina. Van Den Berg er mögulega partur af program. Stór, öflugur og fljótur miðvörður, sem var ekki keyptur fyrir enga getu, heldur þvert á móti. Síðan eigum við bunch af ungum og efnilegum leikmönnum sem glaðir fylla skörð. Það er kristaltært, LFC vill vera í fremstu röð, og viðhalda stöðu sinni sem besta lið Evrópu. En að kaupa bara til að kaupa er ekki inni í myndini, ef til staðar eru jafn góðir ef ekki betri strákar en það sem í boði er. Þetta er hugmyndafræði Klopps í sinni tærustu mynd, hann búinn að innprenta í þá sína hugmyndafræði, sem þeir hafa meðtekið, vonandi örugglega. Verum öll bara róleg þó ekki sé um einhver stór leikmannakaup hafi ekki orðið, eða verði, því sé einhver vöntun verði henni uppfyllt.

  YNWA

 6. Að hafa gæðavara markvörð eins og Mignolet er algjör lúxus og fáir í hans gæðaflokki sem eru tilbúnir að vera markvörður númer 2.
  Lovren er einfaldlega góður miðvörður sem gott er að hafa í hóp og er mjög vinsæll í hópnum.
  Okkur vantar vinstri bakvörð til að leysa af Andy ef hann meiðist eða þarf kvíld. Þá held ég að þetta sé ágæt fyrst að Klopp ætlar að treysta á unga menn í meira mæli í vetur.

  3
 7. Kaupa coutinho á svona 70m punda, losa okkur við lallana, coutinho er x factorinn sem okkur vantar á móti liðum sem liggja í nauðvörn. Við þurfum ekkert annað, hann getur legið í holunni eða verið backup fyrir framlinuna gefur okkur vissa breidd. Hinsvegar væri hann ekki beint velkomin en ég hugsa að hann gæti unnið sig til baka með að skora úr aukaspyrnu eða taka eitt flott fyrir utan teig. Hann er mögulega Eini leikmaður sem er í boði sem myndi hjálpa okkur. Ég vill kútinn heim!

  2
 8. Fá Kútinn aftur, bakvörð og sóknarmann. Þá verð ég sàttur. Wilson, Brewster og Woodward sjá svo um bikarkeppninar fyrir LFC. 🙂

  • Já, væri geggjað að fá Ed Woodward í bikarkeppnirnar. Ég er viss um að Manchester United menn mundu borga okkur háar fjárhæðir fyrir að taka hann =-) (létt grín). Reikna með að þú sért að meina Ben Woodburn 🙂

   3
 9. Clyne vantar allt sem þarf til að ná árangri sem sést á því að Klopp setti næstum því mömmu sína inn á frekar en hann. Slúðrið segir að hann sé of upptekinn af djammi oþh til þess að meika það.

  Við erum búin að breyta stíl liðsins of mikið frá því að Coutinho fór. Það væri ekki eðlilegur þáttur í þróun liðsins að fá hann aftur.

  Minningarnar um Migs eru ekki þannig að maður vilji halda í hann. Að því gefnu að hann sé svona mikill fagmaður og duglegu í klefanum þá má hann kannski vera nema launin hans séu þeim mun hærri.

  Við verðum væntanlega með Gomez, Lallana og Chambo á næsta ári sem fyllir nú ansi mörg skörð. Ef kjúklingarnir sannfæra ekki Klopp þá fyllir hann sennilega í skörðin. En okkur vantar ekkert stórkostlegt.

 10. Takk fyrir þetta sem og fróðlegar og skemmtilegar umræður í kjölfarið. Klopp og hans menn virðast vera nokkuð afslappaðir þegar kemur að kaupum og skil ég það vel……
  ….ef allir eru heilir er hópurinn firnasterkur
  ….nauðsynleg backup eru í flestum stöðum
  ….bakverðirnir okkar eru frábærir en það er svosem ekkert í kot vísað þó að Clyne, Comez eða Milner þurfi að taka einn og einn leik í þeim stöðum
  … ef á að bruðla með fé þá verður að eyða því í betri leikmenn en þá sem banka á aðalliðið, Ox, Shagiri, Origi, Keita, Milner, Lovren, Comez.
  … ég er á því ef á að versla þá verði það að vera heimsklassmaður, helst sóknartengill eða álíka með hæfileika Hazard eða Couthino.
  … Matip td endurnýjaðist er leið á tímabilið, Comez er nú kominn til baka og ef hann er jafngóður og fyrir meiðslin þá er hann ekkert slor. Síðan er Lovren alls ekki lélegur leikmaður.
  … það sáu allir sem vildu hve frábær Ox var í leikjunum fyrir meiðslin. Ef hann verður á sama kaliberi nú þá er kominn viðbót á miðjuna með svipuð gæði og Gini. Það er sko ekki ónýtt.
  … okkar fremstu þrír eru allir í heimsklassa. Auðvitað meiðast þeir eitthvað eins og aðrir og þurfa líka hvíld. Origi, Shagiri og etv Wilson fara létt með að leysa af einn og einn leik.
  … niðurstaða, ekki versla neitt nema einhver stórkostlegur leikmaður liggi á lausu

  3
 11. Held að það sé hægt að lesa í fyrstu tvo leikina á tímabilinu að LFC kaupi ekki vinstri bakvörð, tveir kjúllar hafa fengið sénsinn á að sýna Klopp að það sé til back up í þessa stöðu (Laruchi sérstaklega frammávið) en aðalástæðan er reyndar ekki þar heldur á miðjunni þar sem að Lallana hefur verið að spila í stöðu sem að Klopp grínaðist með í viðtali að væri ´Jorginho stöðuna´, grín eða ekki grín þá var Lallana að spila nokkurskonar holding midfielder dreifara og það segir mér að Milner verði coverið fyrir Robbo og Lallana fylli inní stöðu Millie. Migno virðist ætla að taka eitt ár í viðbót sem er frábært, Clyne er til sölu held ég en ef ekkert tilboð berst þá verður hann áfram, eitthvað segir mér að hann fari, held að Gomez leysi Trent af hólmi ef þarf og þannig fá Matip og Lovren playing time sem þeir eiga skilið, sérstaklega Matip, var mjög solid á síðustu leiktíð. Þarna var í raun fyllt uppí með því að kaupa inn 6 hafsentinn í hópinn, Van der Berg, sem dettur inná bekkinn í þessari stöðu ef einhver af VVD, Matip eða Lovren eru meiddir. Þar sem að allir okkar bestu framherjar hafa verið uppteknir í Copa America og Afríkukeppninni þá hafa margir ungir framherjar fengið sénsinn allir litið vel út, sérstaklega Brewster (framtíðarmaður) en einnig Wilson og Kent, þar hinsvegar verður Liverpool að kaupa inn proven gæði sem hægt er að setja inn í framherjatríóið án þess að veikja það mikið, cautinho hefur verið nefndur en persónulega lýst mér best á Nicolas Pepe, þá hefur verið sagt að LFC vilji ekki eyða mikið meira en 20-25 milljónum punda í varaskeifu, þá hefur Hakim Ziyech verið nefndur en hann er með riftunarverð uppá 25 milljónir í sýnum samning og sýndi góða takta á síðasta tímabili, var t.d. Mjög flottur á móti Tottenham fyrir utan færanýtingu en það er eitthvað sem Klopp og félagar geta hjálpað honum með rétt eins og Salah (en er hann mikið betri en Wilson t.d. ???). Aldrei verið eins erfitt að lesa í Klopp hvað hann vill gera, hefur bæði sagt að það séu gæði í hópnum eins og hann er og svo las ég einhversstaðar að hann átti að hafa sagt Liverpool need to spend big to keep up with City, City hefur þegar styrkt sig þar sem þurfti í tveimur nokkuð stórum kaupum og sagt er að séu að berjast við Man U um Maguire (sem er ástæðan fyrir því að hann kostar 80 milljón pund en ekki 60 🙂 en ef Liverpool ætlar að hrinda City ofan af stallinum þá þarf 2 gæða leikmenn í hverja stöðu eins og City hefur gert með mætti veskisins. En ég er nokkuð viss að þessi gluggi komi annað hvort út á sléttu eða jafnvel í gróða (búið að selja Ings fyrir 20 milljónir og kaupa VDB fyrir 3, Edwards getur selt Clyne á 15, Wilson eða Kent á 20 og svo framvegis).

  4

Coutinho?

Gullkastið – Húkkaraballið byrjað í boltanum