Istanbul eða Madríd?

Að sjá Jordan Henderson lyfta bikarnum á loft á laugardaginn er ein besta tilfinning sem maður hefur upplifað sem stuðningsmaður Liverpool og raunar er bara eitt sem kemst þar nærri, Istanbul. Það fer eftir persónulegri upplifun hvers og eins hvort sigurinn nú eða í Istanbul var stærri, betri, sætari eða mikilvægari en mig langar að reyna koma því í orð afhverju Madríd fer ansi nærri Istanbul hjá mér.

Fyrirliðar Liverpool hafa núna lyft þeim stóra á loft í Róm, París, London, Róm, Istanbul og nú Madríd. Hvert og eitt skipti var sérstakt, það er alltaf jafn stórt að vinna þessa keppni en það er misjafnt hvernig maður upplifir þetta. Fyrstu fjórir komu t.a.m. fyrir mína tíð sem stuðningsmaður Liverpool en t.d. þeir sem upplifðu Róm 1977 þvertaka flestir fyrir að nokkuð toppi það þegar sá fyrsti fór á loft.

SSteinn orðaði þetta vel í síðasta Gullkast þætti þegar hann talaði um sigurinn í Madríd sem stærsta einstaka sigurinn í sögu félagsins. Istanbul er klárlega í toppsætunum á þeim lista einnig en það er margt öðruvísi núna en var þegar Liverpool vann bikarinn sér til eignar árið 2005.

Biðin eftir risatitli – Týndu árin

Þegar skoðað er sigursælustu lið í sögu þessarar keppni er aldrei tekið fram að Liverpool var á hátindi félagsins sett í sex ára bann frá Evrópukeppnum og var í önnur tíu ár að jafna sig á því. Liðið vann 1977, 78, 81, 84 og keppti til úrslita 1985 í leik sem átti auðvitað aldrei að vera spilaður. Það er kannski til marks um stemminguna á þeim leik að Juventus fékk víti fyrir brot sem var fyrir utan teig.

People talk about the penalty that settled the game. Whether Gary Gillespie’s foul on [Zbigniew] Boniek was inside or outside the penalty box. But we could not win that match. Juventus fans had died and we were conscious that everyone would blame the club.

In the aftermath, Uefa seemed to take their lead from Margaret Thatcher. She considered Heysel to be solely the fault of Liverpool. This made it easier for Uefa to ban English clubs for five years, without even investigating why Heysel happened. Everyone at the club felt the aftermath. It affected Joe Fagan [Liverpool’s manager] in many ways. Bruce Grobbelaar considered retiring from football and nearly 20 years on many players will still not discuss it.

Liverpool had more experience of big European matches than any other team. Ahead of the game, the club’s secretary, Peter Robinson, had expressed concerns about policing, security, and the stadium. You wonder why Uefa and the Belgian authorities did not listen to him. Why, for example, pick a stadium that was in a state of disrepair?

Heysel er svartasti blettur í sögu félagsins og ólæti stuðningsmanna enskra liða (sem og ítalskra) var þekkt vandamál. Það var engu að síður rosaleg einföldun og fáránlega harkaleg refsing að banna enskum liðum að taka þátt í Evrópukeppnum í fimm ár (og Liverpool sex). Heysel slysið varð vegna þess að stúka hrundi á allt of gömlum velli sem búið var að vara við og var fullkomlega ekki í standi fyrir þennan viðburð. Gæslan og aðskilnaður stuðningsmanna var jafnframt glæpsamlega lélegur, bókstaflega enda voru þeir sem stóðu að framkvæmd leiksins dæmdir fyrir. Sorgleg saga sem við höfum farið yfir áður.

Liverpool hefði klárlega verið með fleiri en fjóra titla árið 2005 hefði Heysel slysið ekki átt sér stað og það var því rétt rúmlega kærkomið fyrir stuðningsmenn Liverpool þegar félagið komst loksins aftur í úrslit Meistaradeildarinnar tuttugu löngum árum seinna. Það var eins og ljósin hefðu aftur verið kveikt aftur á Anfield og áttu stuðningsmenn félagsins ekki síður stóran þátt í að koma liðinu alla leið.

Leikurinn í Istanbul er kapítuli útaf fyrir sig en það að vinna þessa keppni var svo rosalega stórt og svo hrikalega sætt í ljósi þess sem gerðist á þeim tuttugu árum sem liðu milli úrslitaleikja. Þar inní vantar auðvitað Hillsborough þar sem aftur var reynt að skella skuldinni allri á stuðningsmenn félagsins.

Istanbul gaf félaginu gríðarlegt sjálfstraust og var líklega mikilvægara markaðslega en sigurinn í Madríd er núna. Það voru 15 ár frá síðasta risatitli árið 2005 og félagið virtist stefna í ranga átt með eigendur sem viðurkenndu að þeir hefðu ekki bolmagn í nútíma fótbolta.

Bölvun eftir Istanbúl?

Eftir sigurinn Tyrklandi er engu líkara en bölvun hafi verið sett á félagið og höfum við stuðningsmenn félagsins heldur betur fengið rússíbanareið og upplifað svo mörg sár vonbrigði. Liðið fór aftur í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2007 með mun sterkara lið en tveimur árum áður en tapaði. Rafa Benitez byggði upp eitt besta lið Liverpool næstu ár á eftir og gerði atlögu að bæði titlinum og Evrópu árið 2009 en hitti á líklega besta United lið Ferguson það árið. Chelsea var svo í fimmta skipti á fimm tímabilunum andstæðingurinn í Meistaradeildinni og það fór illa. Rosaleg vonbrigði og glatað tækifæri enda allt í steik hjá félaginu utanvallar.

Hicks og Gillett voru verri eigendur en þeir sem höfðu ekki bolmagn til að reka félagið og afrekuðu að keyra það í svo rosalegt þrot að mig rámar í að Roy Hodgson hafi á tímabili verið titlaður stjóri Liverpool, þessir mánuðir með hjálp sálfræðinga og vímuefna eru samt komnir í móðu hjá mér. Fyrir utan Heysel og Hillsborough hafði útlitið aldrei verið eins dökkt og í byrjun október 2010.

Endurkoma Dalglish var hápunktur lengi vel og skilaði hann deildarbikar titli árið 2012 en liðið tapaði í stóru bikarkeppninni nokkrum mánuðum seinna. Undir Brendan Rodgers gerði Liverpool óvænt atlögu að titlinum árið 2014 en réði ekki við lið Man City með bókstaflega ótakmörkuð fjárráð. Þar fannst manni fara séns sem ekki kæmi endilega aftur í bráð. Ofan í þetta fléttast sala á öllum bestu leikmönnum liðsins utan þeirra uppöldu til þeirra liða sem maður vildi sjá Liverpool vera keppa við sem jafnokar innan sem utan vallar. Fimmfaldir Evrópumeistarar Liverpool eiga ekki að vera með minnimáttarkend gagnvart liðum eins og Barcelona, Real Madríd, Man Utd, Bayern, Chelsea og Man City. Hvað þá að ráða ekki einu sinni við Dortmund, Arsenal og Tottenham á leikmannamarkaðnum.

Jurgen Klopp hefur auðvitað öllu breytt í samvinnu við eigendur félagsins og mennina bak við tjöldin sem gera nánast engin mistök á leikmannamarkaðnum. Samt hafa vonbrigðin haldið áfram og jafnvel orðið sárari enda Liverpool núna komið með lið sem sannarlega á skilið að vinna stóra titla.

Deildarbikarinn tapaðist í vító 2016 og Evrópudeildin nokkrum mánuðum seinna. Þar með var Liverpool búið að lenda í öðru sæti í öllum keppnum á níu árum ofan í allt annað

Síðasta tímabil var samt verst af þeim öllum. Það hefur ekkert lið átt eins flott run í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liðið sló markametið í keppninni og gjörsamlega rústaði nánast hverju einasta einvígi og skoraði a.m.k. fimm mörk samanlagt í þeim öllum. Man City sem náði 100 stigum í deildinni á Englandi var afgreitt 5-1 samanlagt sem dæmi. Þeir höfðu aldrei lent í Liverpool og Anfield í Meistaradeildarham og gleyma þeirri upplifun líklega aldrei. Liðið fór hinsvegar dauðþreytt og vængbrotið í úrslitaleikinn og lenti í miklu mótlæti. Tap sem er ennþá viðbjóðslega erfitt að kyngja og auðvitað óttaðist maður að biðin eftir næsta úrslitaleik gæti orðið löng.

Vonbrigðin sem fylgdu því að tapa í Kiev voru samt ekki jafn mikil og það var að tapa titlinum í deildinni til Man City eftir að hafa náð 97 stiga tímabili. Man City er rétt eins og þeir hafa verið frá 2008 svindlið, leikfang Olíuríkis sem maður ber litla sem enga virðingu fyrir. Til að toppa þetta tapaði Liverpool 3-0 í Barcelona og lauk þar með leik í Meistaradeildinni einnig eftir að hafa komist alla leið í undanúrslit. Það var alveg orðið spurning um að hætta þessu bara alveg.

Það að vinna ekkert sem skiptir máli frá 2005 er eitt en það tekur virkilega á að lenda í öðru sæti í bókstaflega öllum keppnum í millitíðinni. Þ.á.m. tvisvar í Meistaradeildinni og þrisvar í deildinni.

Eftir Barcelona leikinn var talað um að Liverpool yrði besta liðið til að vinna ekkert og fleira í þeim dúr. Stuðningsmenn bókstaflega allra annarra liða gátu hreinlega ekki skemmt sér betur. Frá 2014 er búið að syngja á fáránlegustu völlum um hvernig Liverpool vann ekki deildina það árið. Allt þetta tímabil höfum við heyrt sungið um tapið í Kiev, jafnvel frá stuðningsmönnum liða sem hafa aldrei komist í Meistaradeildina og þaðan af úrslitaleik þeirrar keppni, stuðningsmenn Man City falla t.d. undir seinni hópinn.

Djöfull sem það hefur lítið heyrst frá þessum hópum í þessari viku og guð minn góður hvað þeir fá þessa söngva til baka næsta vetur. Leggið vel á minnið, We are the Champions, Champions of Europe.

Sigurinn í Madríd er með þetta í huga er líklega meira verðskulaður en hann var í Istanbul þó að vissulega sé ekkert spurt um slíkt í fótbolta. Andlega held ég að félagið hafi jafnvel meira þurft á þessu að halda núna og stuðningsmennirnir alveg klárlega.

Gjörbreytt samfélag

Persónulega er stuðningur minn við Liverpool á allt öðruvísi forsendum núna en hann var árið 2005. Ekki það að ég sé meiri stuðningsmaður félagsins núna en ég var þá en aðgengi að liðinu sem og öðrum stuðningsmönnum félagsins er miklu meira núna.

Þegar Liverpool vann titilinn árið 2005 var Facebook ekki búið að sigra heiminn, Twitter var ekki til og ég vissi ekki af tilvist Kop.is sem þá var tiltölulega nýkomin í loftið. Bloggsíður voru málið ásamt auðvitað fréttamiðlunum og hinu dámsamlega MSN. Gummi Bergs vinur minn var t.a.m. með LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR í MSN profile frá maí 2005 þar til forritinu var lokað nokkrum árum seinna. Líklega þekki ég tífalt fleiri stuðningsmenn Liverpool núna en ég gerði árið 2005 sem gerir það auðvitað enn skemmtilegra að fylgjast með liðinu (oftast).

Ég bættist í pennahópinn á Kop.is árið 2008 og skrifaði mína fyrstu eiginlegu Evrópuupphitun fyrir tæplega tíu árum. Öfugt við það sem mig minnti var sá leikur í Meistaradeildinni en andstæðingurinn var svo óþekkt lið að mér fannst ekki hægt að hafa það hefðbundna færslu. Það varð síðasti Meistaradeildarleikur Liverpool í fimm ár og við tóku nokkur ár af liðum sem maður hafði bókstaflega aldrei heyrt um í bland við þekktari andstæðinga. Þetta hefur þróast og stækkað og líklega hef ég á þessum tíu árum fjallað ítarlega um flesta andstæðinga Liverpool í Evrópu. Bara með það að leiðarljósi getið þið rétt ímyndað ykkur hversu sætti það er að sjá Liverpool loksins vinna Meistaradeildina.

Ofan á skrifin höfum við verið með reglulega hlaðvarpsþætti frá árinu 2011 sem hafa þróast í vikulega þætti undanfarin ár. Það er litlu minni vinna á bak við marga af þeim þáttum en stórar færslur.

Árið 2005 hafði ég aldrei farið á Evrópuleik hjá Liverpool öfugt við núna þegar maður hefur upplifað þessa leiki heima og heiman.

Með þetta og fleira til upplifi ég þennan titil kannski sterkar en ég gerði 2005. Þessi er fyrir mér mun langþráðari en hann var í Istanbul þó tilfinningin sé svipað góð og glottið alla næstu viku á eftir alveg það sama.

Liverpool er aftur orðið alvöru ógn

Annað sem er gjörbreytt frá árinu 2005 er að andstæðingar Liverpool hræðast liðið á ný. Liverpool kom ekkert sem boðflenna í þennan úrslitaleik í Kiev í fyrra og þessi 97 stig sem liðið náði í vetur var engin tilviljun. Það var ekki bara hér á landi sem stuðningsmenn allra annarra liða, meira að segja Man United vildu frekar að Man City ynni deildina en Liverpool. Liverpool er miklu miklu stærra og fyrirferðarmeira félag. Óttinn við viðbrögð okkar raunverulegur. Man City er eins og áður segir meira svona svindllið sem allt of fáir gefa gaum og finnst betra að vinni en við. Ég hugsaði þetta svipað árið 2012 en hef reyndar kynnt mér betur City liðið síðan þá og eigendur þess.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi titill sé einhver endastöð hjá Liverpool. Flestir lykilleikmenn liðsins hafa aðeins verið í 1-2 ár hjá félaginu og eru ennþá að vaxa undir stjórn Klopp sem hefur klárlega stimplað sig inn núna sem annar af tveimur bestu stjórum heimi.

Það er ekki fararsnið á neinum af bestu leikmönnum liðsins og ef það gerist fær Liverpool að öllum líkindum hámarksverð fyrir viðkomandi og bætir sig í leiðinni. Síðast þegar Liverpool seldi sinn besta mann var því svarað með Van Dijk, Alisson og Fabinho. Coutinho hefur að sama skapi enganvegn náð sömu hæðum rétt eins og flestir fyrrum lærisveinar Klopp upplifa þegar þeir yfirgefa hann og halda að grasið sé grænna annarsstaðar.

Auðvitað er þetta engin ávísun á fleiri stóra titla en liðið hefur aldrei í sögu Úrvalsdeildarinnar verið í betri stöðu innan sem utan vallar.

Frá því Úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool verið talað niður og reynt að telja okkur trú um að Liverpool sé ekki eins stórt félag og við stuðningsmenn vildum meina. Alltaf jafn skrítið samt hversu miklu fleiri fylgja liðinu hvert sem það fer í Evrópu eða jafnvel víðar en flestum öðrum liðum.

Liðið 2005 vs liðið 2019

Rafa Benitez byrjaði eiginlega á öfugum enda sem stjóri Liverpool, hann var varla byrjaður að móta sitt lið þegar þeir unnu Meistaradeildina 2005. Hópurinn innihélt leikmenn sem þekktu það að vinna Evrópukeppni félagsliða (2001) sem og bikarkeppnirnar á Englandi. Stuðningsmenn félagsins þekktu einnig sögu félagsins í Evrópu sem skipti í alvöru máli þegar þeir fengu blóðbragðið. Rétt eins og við höfum séð undanfarin ár. Það var ekki lítið gert grín af stuðningsmönnum Liverpool fyrir að tala upp Evrópukvöldin á Anfield fyrir Man City leikinn í fyrra. Færri grínistar eftir þann leik.

Liðið sem spilaði í Istanbul var skipað leikmönnum sem fæstir áttu langa framtíð hjá félaginu. Dudek var skipt út þá um sumarið og hafði ekki einu sinni átt fast sæti í liðinu. Hyypia var 32 ára og spilaði mun færri leiki á ári eftir 2005. Traore fór árið eftir en Carra, Riise og Finnan héldu áfram sem lykilmenn næstu árin. Hamann byrjaði ekki einu sinni inná heldur kom í hálfleik.

Varnarlínan gæti ekki verið mikið frábrugðnari núna. Alisson er á fyrsta tímabili og sá besti í heimi. Trent er 20 ára og Robertson 25 ára. Báðir miklu betri en bakverðirnir 2005. Van Dijk er betri en bæði Hyypia og Carragher voru. Matip hinsvegar ekki (ennþá) í sama klassa en baráttan um stöður er mjög góð. Fabinho er svo framtíðin og jafnvel betri en Mascherano sem kom í staðin fyrir Hamann.

Gerrard og Alonso voru tveir á miðjunni 2005 og drottna báðir yfir Henderson og Wijnaldum sem ættu engu að síður að fá töluvert meiri virðingu héðan af en þeir hafa fengið. Þetta var best mannaða staða Liverpool á tíma Benitez og jafnframt sú eina sem ég myndi flokka sem sterkari en hún er núna.

Sóknarlínan sem tók þátt 2005 innihélt Rise og Kewell á köntunum og Smicer sem kom snemma inná. Baros var frammi með Garcia fyrir aftan sig. Cisse kom inná eftir að hafa verið fótbrotinn mest allt tímabilið. HVERNIG Í FJANDANUM UNNUM VIÐ ÞETTA AC MILAN LIÐ?

Bókstaflega enginn af þessum leikmönnum var í framtíðarplönum Benitez á meðan sóknarlína Liverpool núna er ein sú besta í heimi og varamaðurinn (Origi) óvænt besti leikmaðurinn í sögu knattspyrnunnar.

Sameiginlegt lið þeirra leikmanna sem tóku þátt í Úrslitaleikjunum 2005 og 2019 væri að mínu mati svona

Allir sem byrjuðu leikinn í Madríd sé ég vel fyrir mér að verði ennþá leikmenn Liverpool eftir 3-4 ár þó kannski ekki allir í eins stóru hlutverki. Eðlilega ekki enda mun liðið vonandi halda áfram að þróast. Það voru aðeins þrír eftir í byrjunarliði Liverpool sem tapaði gegn Chelsea í Meistaradeildinni 2009 af liðinu sem vann í Istanbul, Gerrard, Alonso og Carragher.

Niðurstaða

Mér gæti ekki verið meira sama hvort Istanbul eða Madríd var stærri sigur enda mismunandi fyrir hvern og einn. Þetta eru tveir augljósir hápunktar fyrir mig sem stuðningsmann Liverpool og alveg geggjað að það sé innan við vika síðan maður upplifði annan þeirra.

Leikurinn sjálfur í Istanbul er eitthvað sem verður erfitt að toppa og leiðin þangað eiginlega líka. Það er bara eitt lið sem mögulega gæti það, Liverpool.

4-0 sigurinn á Barcelona er Istanbul þessa tímabils og í raun engu minna afrek. Liverpool vann ekki titilinn í þeim leik en eftirá að hyggja finnst manni þetta hafa verið hálfpartinn úrslitaleikurinn. Þvílíkur bónus að gera þetta líka við Barcelona lið sem innihélt bæði Suarez og Coutinho. Besta kvöld í sögu Anfield vs besta kvöld í sögu félagsins?

Liverpool er með þessum sigri í Madríd svo sannarlega komið aftur. Liðið er klárlega besta félagslið í heimi ásamt Man City á þessu tímabili. Enska deildin er sú sterkasta í heimi og samt er Liverpool að vinna Meistaradeildina með fleiri stig í deildinni heima en fyrri meistarar hafa gert.

Liverpool þarf ekki að lúffa fyrir neinum lengur, hvorki innan né utanvallar og það er hrikalega jákvætt að endurheimta þá tilfinningu og slagorðið sem fylgir:

FUCK YOU, WE´RE LIVERPOOL. 

 

23 Comments

 1. Frábær grein Einar

  Það er erfitt að bera þetta saman um hvort hafi verið stærra, betra eða sætari mikilvægari en það má nú gera það til gaman 🙂

  Stærra: 2005 – við vorum litla liðið, þetta er flottasta comback í úrslitaleik í söguni, heimurinn fjallaði um leikinn vikum saman á eftir. Liverpool var loksins komnir á kortið aftur.

  Betra: 2005/2019 þetta er bæði betra eins og maðurinn sagði

  Sætari : 2005, það er ótrúlega sæt að vinna AC Milan(skoðið þetta ótrúlega lið) eftir að hafa verið 3-0 undir og hvað þá með okkar lið sem var ekki það merkilegt á pappír(allaveg ekki miða við AC Milan liðið)

  Mikilvægara: 2019 – Ég held að en ein silfurpenningur hafi lagst meira á sálina hjá leikmönum og þjálfara og pressan myndi aukast enþá meir sem myndi hafa neikvæð áhrif á liðið.
  Með sigri finnst manni þetta byrjun á einhverju stærra og eftir tapið árið á undan þá var þetta virkilega sæt(bara ekki eins sæt og 2005). 2005 fannst maður sigurinn stórkostlegur og ótrúlegur en maður var ekki alveg á því að það lið væri tilbúið að fara að raða niður bikurum en maður er með smá tilfingu fyrir því með þetta 2019 lið.

  Þessi Barcelona sigur 4-0 er samt á sama level og AC Milan comback. Með sigri gegn Tottenham varð Barcelona leikurinn enþá stærri og ég held að með tímanum þá mun gleymast að það vantaði Salah og Firmino sem gerir þetta enþá merkilegra.

  Bæði 2005 og 2019 liði eiga einfaldlega góðan stað í hjarta Liverpool aðdáanda sem hefur haldið með þeim í áratugi og viti menn það er meiri segja pláss fyrir fleiri bikara í mínu hjarta ef þeim langar að bæta í safnið 😉

  p.s Sameiginlegt lið er alveg spot on hjá Einari. Þótt að ég veit að einhverjir(ath ekki ég) myndu taka Hyypia fram yfir Carragher og jafnvel einhverjir með soft spot fyrir Hamann sem kom inná fyrir Fabinho.
  Ég er samt á því að engin Tottenham 2019 kall kæmist í 2005 AC Milan liðið og það segir okkur dálítið um styrkleika 2005 liðsins AC Milan(nema kannski 100% heill H.Kane)

  11
 2. Eðlilega hafa allir titlar sinn sjarma, en sumir hafa meiri þíðingu, þessi titill hefur t.d. svo mikið að segja um framhaldið. Það hefði ekki verið neitt grín að tapa öðrum úrslitaleik í röð, móralskt. En ok það gerðist ekki, þannig að nú er að vinna vel úr þessum sigri, hamra járnið meðan það er heitt. Nú þegar hefur einn byrjað að hamra, Virgil van Dike á 4 ár eftir af samningi sínum, vill núna endurnýjaðann samning, sennilega í tíma og penge. Menn hljóta að spyrja sig, hvar í andsk. setti ég veskið mitt? eða þannig. Það er nefnilega einn angi af svona sigri, að leikmenn vilja meira, flestir ef ekki allir leikmenn Liverpool gengju í hvaða lið sem er, eða er það svo? Við höfum dæmi um hið gagnstæða, sá er nýbúinn að yfirgefa Anfileld með töluna 4-0 á bakinu, kominn á sölulista úr paradís. Framhaldið verður snúið, en ef einhver getur höndlað slíkt þá er það Klopp

  YNWA

  3
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þennan pistil Einar Matthías. Frábær lesning og hvað varðar hvor titillinn var betri þá er vonlaust að dæma um það. Á hverjum tíma er sá titill sem vinnst sá mikilvægasti en samt held ég að þessi sigur í meistaradeildinni sé einhver þýðingarmesti titill sem Liverpool hefur unnið. Hann mun verða afar áhrifamikill þáttur í trausti á stjóranum og þar með áhuga leikmanna á að ganga til liðs við Liverpool. Einnig skiptir það máli fyrir leikmenn að öðlast óbilandi trú á sjálfa sig og stjórann til framtíðar litið og komandi titilbaráttu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 4. Frabær pistill Einar Matthias. Bæði 2005 og 2019 liðin eiga stað i hjortum stuðningsmanna Liverpool

  1
 5. Sæl og blessuð.

  Af tvennu kærkomnu þá er þessi titill líklega merkilegri og kærkomnari. Það er einkum vegna þessa:

  1. Klopp gat ekki farið titlalaus inn í næsta tímabil. Bikarinn þurfti að koma, annars hefðu myrkra- og hatursöflin sigrað. Það var ekki alveg sami sprengurinn síðast og ekki það undirbúningsstarf sem við njótum nú góðs af.
  2. Sjá #1
  3. Sjá #2

  Annað var það nú ekki í blíðunni. Hlakka til að fara með soninn á leik í haust. Hvenær skyldu þeir birta leikjaplanið?

  4
 6. Geggjud grein.

  Fyrir mig verdur Istanbul alltaf stærra, tad var gersamlega storkostlegt kvold og besta kvold ævi minnar, ad hafa ta alla sina tid TD grunnskolann og part af framhaldskola verid med endalaust af Man Utd monnum I kringum Mann daglega ad nudda manni uppur teirra arangri og taka svo tann titil a tann hatt SEM vid gerdum var ógleymanlegt.

  En tessi titill nuna lika storkostlegur og Vel a minnst eg hef enn ekki heyrt I neinum Man Utd vini minum og I raun fækkar teim skiptum alltaf meira og meira og ekki ER eg ad heyra i teim af fyrra bragdi og tarf ekkert ad nudda teim uppur muninum a lidunum I dag eins og teir gerdu vid mig daglega I 15 ar sirka.

  Nuna ER bara ad styrkja lidid med 3 klassa leikmonnum og halda afram ad rada inn titlum, eg sagdi allann timann ad tegar as fyrsti kæmi tà kæmu fleiri og um tad hef eg aldrei verid vissari en nuna.

  Allavega alveg a hreinu ad tad ad vinna titla getur Vel vanist og gæti eg tessvegna unnid einn a hverjum degi an Tess ad Fara ad leidast tad. Madur ER ennta eitt risastort bros og verdur lengi afram tad ER a hreinu.

  2
 7. Ludvik nr 6

  Leikjaplanid held eg ad Komi a bilinu 1-15 Juli ef eg man rett og ER lika ad bida, ef einhver ER med tetta a hreinu endilega ad setja tad inn. 🙂

  1
 8. Ég slysaðist til að hlusta á Dr. football í dag og þar lét doktorinn þessi orð falla um tiltilbaráttu Liverpool og City sem að margra mati var sú mest spennandi í manna minnum og réðist í lokaumferðinni:

  “eftir að Liverpool liðið fór á taugum á Old Trafford og Goodison Park og þorði ekki að sækja sigur, þá var þetta aldrei spennandi. Hvenær var þetta mót spennandi síðustu 3 mánuðina Hvenær var það, hvenær var mótið spennandi?”

  2
  • Dr. Fottball er einhver mesti eftiráspekingur ljósvakans. Hann setur ekki ljós sitt undir mæliker og spáir mest um fortíðina en þær spár eru sjaldnast réttar réttar.

   7
   • sammála því, á eftir fylgdi önnur spá um að ekkert lið kæmi til með að ógna Man City næsta tímabil.

    Síðast hlustaði ég á þáttinn sl. sumar, þar sem doktorinn (markmannssérfræðingur með meiru) óð elginn um reynsluleysi Alisson og sagði Liverpool hafa borgað fáránlega upphæð fyrir mann sem væri í raun óskrifað blað vegna þess að hann ætti bara eitt tímabil að baki sem aðalmarkmaður Róma.

    Var þá reyndar búinn að vera aðalmarkmaður Brasilíska landsliðsins frá 2015.

    3
  • Maður sem kallar sig Dr foodball ! Já veit ekki ? Hef greinilega ekki mist af neinu að hafa aldrei heyrt frá eða um þennan no brainer mann og myndi strax halda að hann væri ManU það eru til margir no brainer gaurar sem hanga á því liði víst.

 9. Þetta er ósköp einfalt.

  Sigurinn ár var massíft statement á því hvert klúbburinn er kominn. Mæta í úrslitin sem líklegra liðið, með plan sem dugði til að sigra. Þurfti aldrei að breyta til eða skipta um taktík. Það að missa einn af betri mönnum liðsins breytti litlu sem engu, rótering á vellinum og inná skipting, spilið eða uppstilling breyttist ekki neitt. Þetta segir okkur hvar klúbburinn stendur í dag og hversu langt hann er kominn.

  2005 var villt, brjálað. Út úr einhverju svartast hyldýpi sem klúbburinn gat verið kominn í.

  Ég sá fyrir mér 5-0 tap og að ég myndi aldrei horfa aftur á evrópuleik með Liverppol . Ekki það að ég trúði því ekki að við myndum komast þangað aftur, nei ég mundi örugglega skammast mín fyrir að klúðra tækifærinu svona svakalega.

  Þá tókst liðinu að draga þessu framistöðu upp úr vasanaum. Það var statemennt á allt öðru leveli. Mun stærra á allan hátt að mínu mati. Þetta var statement um það sem Liverppol getur gert, hafði lítið sem ekkert með leikmennina að gera eða þjálfarann. Þetta var trúin í klúbbnum og stuðningsmönnum. Það var ekkert plan í gangi í seinni hálfleik, Gerard spilaði 3 stöður í leiknum, okkar besti leikmaður og hann var notaður til þess að fylla upp í stöður af því við áttum ekki leikmenn til spila í þeim.

  Milan liðið í þeim leik var eitt heilsteyptasta liði sem ég hef nokkurn tímann séð. Mætti eiginlega líkja þeim við Liverpool í dag. Þeir, eins og við í Madrid, komu í leikinn með ákveðið plan, verandi sigurstranglegara liðið, spiluðu sinn leik og allt gekk upp. Þangað til…

  Það sem við erum búin að sjá núna í ár er í raun hvort tveggja. Við unnum þennan úrslitaleik nokkuð verðskuldað án þess þurfa að hafa svo mikið fyrir því. En til að komast þangað þurfti kraftaverk á Istanbul kvarða.

  Klúbbur sem getur farið í alla leiki sem sigurstranglegra liðið, með leikplan og leikmenn sem eiga að duga til að vinna hvern sem er er klúbbur til að hræðast. Bættu svo við að þetta er klúbbur sem hefur einhverja sturlaða trú, sem fær hann til að finnast staðan 3-0 undir í hálfleik gegn bestu liðum í heimi vera smá óþægileg en ekkert til að hafa áhyggjur af og ekkert sem ekki er hægt að yfirstíga. Ekkert sem hefur ekki gerst áður og það oftar en einu sinni.

  Ég held að öll lið í Evrópu séu hrædd við Liverpool í dag, ekki bara liðið og leikmennina, heldu líka nafnið eitt og sér og hvað klúbburinn sem heild getur gert.

  Það er glorious vegferð framundan og það eru forréttindi að upplifa það gerast,

  Næsta season má byrja eftir helgi takk.

  Áfram Liverpool.

  10
 10. Frábær grein um stórkostlegt fótboltalið sem við öll elskum svo heitt. Gleymum samt ekki að styðja líka þegar á móti blæs. Það að LFC eigi stuðningsmenn talda í hundruðum milljónum segir bara allt um hversu risastórt þetta félag er því titlarnir hafa látið á sér standa.

  Ný bylgja er hafin og hún verður stór!

  7
 11. Takk fyrir þetta. Erfitt að bera nokkuð saman við Istanbul 2005. Sá leikur er löngu kominn í allar sögubækur sem einn sá svakalegasti í sögunni hvort sem er á svona háu leveli eða ekki. Leikurinn núna fer ekki í neinar sögubækur en ég legg bikarana að jöfnu. Þetta er jú stærsti bikarinn ekki satt. Nú er bara að fylgja þessu eftir…
  …reka af sér sliðruorðið um lélegt tímabil á eftir góðu sem hefur fylgt okkar liði alltof lengi amk á seinni árum
  …selja þá leikmenn sem vilja ekki vera og eru ekki í næstu plönum Klopp
  …kaupa amk tvo góða leikmenn, einn þegar kominn ekki satt
  …ef Ox helst heill næsta vetur er strax búið að styrkja miðjuna um einn
  …svolítið smeykur um að hafa ekki einn góðan varnarmann í viðbót, Comez er mikið meiddur
  …með stærri og öflugri hóp er algjör óþarfi að kasta bikarkeppnunum fyrir borð eins og nýliðinn vetur
  …er rosalega sáttur við CL sigur en hefði frekar viljað sigur í PL eða FA bikarinn
  …það er gaman að vera Liverpool aðdáandi nú um stundir, reyndar eins og alltaf

  2
  • FA Cup fram yfir Meistaradeildina? FA er flottur bikar en hann er ekki nálagt mikilvægi meistaradeildar bikarnum eða þeirri vinnu sem þarf að ná í slíkan. Held ég að þeir í heiminum sem myndu frekar velja FA Cup séu teljandi á annarri hendi en gaman að finna slíkan aðila 🙂

   Ég er reyndar einn af þeim sem langar mikið í að liðið vinni FA Cup en ekki fram yfir meistaradeild. Vægi FA Cup hefur líka minnkað mikið frá því að maður fór að fylgjast með boltanum og sést það kannski helst á því að stóru liðinn eru að hvíla menn í þeirri keppni.

   2
   • Takk fyrir þessar umræður Sigurður. Ekki ætla ég að draga úr mikilvægi CL en FA hefur alltaf verið spes bikar þó ekki sé fyrir annað en að vera elsta bikarkeppni í heimi og ekki síður hitta að á velmegunarárum Liverpool á níunda áratug síðustu aldar gekk frekar illa að landa þeim titli (2 skipti) amk miðað við hve liðið var gríðarlega sterkt. Ég tala að sjálfsögðu bara fyrir mig en þessi endalausa dýrkun á CL fer pínu í mínar fínustu enda í raun engin Meistarakeppni því lið fá að keppa þar sem eru ekki landsmeistarar í sínu landi. Að vísu hefur Liverpool grætt á þeirri tilhögun á seinni árum sem er gott. Fyrir mína parta hefði ég samt frekar viljað hafa gömlu meistarakeppnina og útsláttarfyrirkomulag frá byrjun, punktur.

    2

Tveir Evrópumeistarar farnir

Varabúningurinn 2019/20