Debrecen á morgun!

Það er ekkert flókið við stöðu okkar manna fyrir annað kvöld. Eins og staðan er núna erum við mjög líklega á leið í frí frá Meistaradeildinni; Lyon þarf að ná í úrslit á Ítalíu og helst sigra Fiorentina til að við eigum að eiga einhvern möguleika á að fá að halda áfram í þessari keppni og það er ekki happa fyrir Breta að þurfa að treysta á Frakka!

En til að leikurinn á Ítalíu skipti yfirhöfuð einhverju málið þá verða okkar menn að sigra ungverska liðið Debrecen sem leikur Meistaradeildarleiki sína í Búdapest. Völlurinn í Debrecen tekur bara 9.640 manns og er ekki löglegur skv. UEFA stöðlum.

Debreceni VSC eins og þeir heita víst spila því heimaleiki sína í Meistaradeildinni á Puskás Ferenc vellinum í Búdapest. Það er frjálsíþróttavöllur með heimskulega hlaupabraut í kringum hann og eins er ekki neitt þak á stúkunni ef ég er að lesa mig rétt til. Sá völlur tekur 42.000 manns, en er í 220km fjarlægð frá Debrecen. Nýr 15.000 manna völlur í úthverfi Debrecen verður ekki tekinn í notkun fyrr en 2010.

Að vanda er megnið af okkar hóp ýmist í meiðslum, nýkomið úr meiðslum eða á leið í meiðsli, en þetta er hópurinn sem mætti á John Lennon flugvöll og flaug til Ungverjalands:

Pepe Reina, Diego Cavalieri, Glen Johnson, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Emiliano Insua, Sotirios Kyrgiakos, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Andrea Dossena, Alberto Aquilani, Steven Gerrard, Yossi Benayoun, Javier Mascherano, Lucas Leiva, Jay Spearing, Dirk Kuyt, David Ngog.

Enginn Ryan Babel eftir þessa tveggja fóta tæklingu sem hann varð fyrir og lítið hefur verið spáð í en Daniel Agger er í hópnum og það á víst að taka stöðuna á honum eins seint og auðið er. Fernando Torres og Albert Riera eru svo ennþá meiddir og fóru ekki með til Búdapest. Eins er ég að spá, vissuði að Andrea Dossena er ennþá hjá Liverpool?

Líklegt byrjunarlið:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Ngog

Reyndar get ég líka alveg séð fyrir mér að Emiliano Insúa og Fabio Aurelio verði báðir á vinstri vængnum og eins yrði ég ekkert hissa á að sjá Alberto Aquilani alveg frá byrjun í þessum leik.

En þar sem við vitum nú nánast allt sem vita þarf um Liverpool fyrir þennan leik og andstæðingarnir eru lið sem við vitum svo gott sem ekki neitt um og heyrum sjaldan af er held ég ekki úr vegi að einblína aðeins meira á þá í þessari upphitun.


Debrecen er næststærsta borgin í Ungverjalandi á eftir Búdapest. Það sem meira er þá er Debrecen höfuðborgin í Hajdú-Bihar sýslu, en án þess að ég hafi mikið fyrir mér í því þá tel ég nokkuð víst að SSteinn sé verulega ættaður úr sýslu sem heitir Hajdú-Bihar. Þess má svo til gamans geta að Transilvanía, þar sem Kristján Atli er fæddur og uppalinn er þarna rétt hjá. Borgin er eins og áður segir 220km frá Búdapest sem mér finnst nú slatti miðað við að leikurinn á að fara þar fram.

Þetta er nokkuð sögufræg borg með rúmlega 200 þús. íbúa sem hægt er að lesa meira um hérna. Borgin var sprengd í döðlur í WW2 og var um 70% hennar lagt í rúst þá. Eftir það tók kommúnistastjórn við landinu og svipað ástand og er yfirvofandi hér á landi nú, en ég læt ykkur um að fræðast frekar um borgina sjálfa og sögu hennar.

Debrecen liðið er sem stendur eitt af albestu liðum Ungverjalands og hefur verið það síðan um aldamótin. Þeir komust upp í Úrvaldsdeild árið 1993 og unnu bikarkeppnina sex og átta árum seinna. Ári seinna eða 2002 féll Debrecen reyndar um deild en náði að kaupa réttinn á að halda áfram í Úrvalsdeild af liðinu sem með réttu hafði unnið sig upp um deild. Ekkert óeðlilegt við það.

Síðan Rafa Benitez tók við Liverpool hefur ríkt algjört blómaskeið hjá Debrecen, það má vera að þar sé um tilviljun að ræða en þeir hafa orðið meistarar tímabilin 2004/2005, 2005/2006, 2006/2007 og 2008/2009.

 /></center</p> <h6>Ungverskir meistarar enn eitt árið</h6> <p>Saga Ungverjanna í Evrópu er eins og gefur að skilja hvorki löng eða mikil. Þeir voru að gera góða hluti í Intertoto Cup árið 1988 þar sem þeir komust í undanúrslit.</p> <p>Fyrsta reynsla þeirra af forkeppni Meistaradeildarinnar var árið 2006 er þeir rétt mörðu hið fornfræga lið Hajduk Split 8-0 samanlagt. Í næstu umferð voru þeir ljónheppnir með andstæðinga, eitthvað enskt lið með rauðvínsleginn Skota sem þjálfara. En því miður gleymdu þeir að gera ráð fyrir áhrifum þessa geðilla Skota á dómarastéttina og því fór að lokum svo að enska liðið rétt marði 0-6 samanlagaðan ósanngjarnan sigur, auðvitað á hreinum dómaraskandal.</p> <p>Síðan þá hafa Debrecen reynt að komast í riðlakeppnina án árangurs þar til nú er þeir ruddu úr vegi sænska liðinu Kalmar FF, Levadia Tallin frá Eistlandi og búlgarska stórliðinu Levski Sofia. Með því voru þeir komnir í Meistaradeildina og lentu í riðili með okkur, Lyon og Fiorentina.</p> <p><center><img class=

Meistarar enn eitt árið

Úr fyrri leiknum á Anfield sem við unnum 1-0 með marki frá Kuyt.

Það er ekki hægt að segja að mikið sé um fræga kappa í ungverska liðinu; í markinu er Svartfellingurinn Poleksi? en hann lék í markinu þegar þjóð hans lék sinn fyrsta landsleik, gegn Ungverjum 2006. Vinstri kanturinn Leandro kom 17 ára til Ungverjalands frá Brasilíu og eftir að hafa verið þar í fimm ár var hann gjaldgengur í landsliðið og spilaði þar sinn fyrsta leik árið 2004. Eins hafa þeir miðvörð frá Hondúras, Luis Ramos en hann á það sameiginlegt með samlöndum sínum að vera mjög lítið þekktur. Reyndar er þekktasti leikmaðurinn þeirra líklega László Bodnár en sá varð fyrir því óláni að keyra á hjólreiðamann sem lést við höggið, fyrir það fékk Bodnár eins árs fangelsis dóm og verður að teljst afar svekkjandi fyrir hann að bæði lenda í þessu og hvað þá að lenda í því núna þegar þeir eru í Meistaradeildinni. Fyrirliðinn heitir Zoltán Kiss og verður líklega alltaf helst minnst fyrir það.  Að lokum má síðan geta þess að í þeirra herbúðum er Nígeríumaður sem heitir Dudu en ég er ekki frá því að það hafi verið til fuglategund með sama nafni!

Til að setja þetta í samhengi þá er frægasti fyrrum leikmaður Ungverjanna varnarmaðurinn Péter Halmosi sem er hjá Hull City núna!

Mikilvægar upplýsingar:

Þeirra Never Walk Alone, lagið Piros Fehér útlegst á frummálinu sem:

Mi indulunk, ha kell
Mi nem felejtjük el, hogy
Bennünk a vér piros-fehér
Mi küzdünk haver
Ha kell bárkivel
Mert a gy?zelem mindennél többet ér

En í epískri þýðngu yfir á ensku útlegst þetta sem:

We start if we have to,
We don’t forget that
Our blood is red ‘n’ white
We fight, dude,
With anybody,
Cause victory worth more than anything

En eftir að hafa séð þessa þýðingu er ég þess fullviss að orðið dude vanti sárlega í You´ll Never Walk Alone.

Hérna má síðan sjá flottasta mark í sögu Debrecen.


MÍN SPÁ:Það er fyrir lifandis löngu komið að því að eitthvað falli með okkur og því ekki annað hægt að segja en KOMA SVO LYON! Ef okkar menn vinna svo ekki sinn leik eiga þeir ekkert erindi í Meistaradeildinni í ár hvort sem er.

45 Comments

  1. Ég er handviss um að Aquilani byrji leikinn – Rafa þorir ekki að henda honum beint í leikinn gegn Everton, sé hann byrja þennan leik með Masch á miðjunni.

    Eins og þú segir þá hljótum við að eiga einhverja heppni inni – Lyon kemst snemma yfir og nær í 1-1 jafntefli. Við sigrum 0-2 og það stefnir í ógurlegan úrslitaleik gegn Fiorentina.

    Áfram Liverpool, YNWA!

  2. Rafa hlýtur að gera sér grein fyrir því að við þurfum að sækja og skora mörk á morgun. Okkar helsti galli í vetur hefur ekki verið að skora mörk heldur að fá á okkur mörk og missa leiki frá okkur. Lágmark verðum við að skora 2-3 mörk á morgun þannig að Johnson og Aurelio verða báðir í bakvörðunum. Ef við skorum 3 mörk á morgun tel ég það ólíklegt að við töpum leiknum eða gerum jafntefli. Hinsvegar ef við skorum bara 1 mark þá er ég ansi hræddur um stöðu mála miðað við hvernig vörnin hefur verið. Vinna Debrecen sannfærandi 3-0 á morgun, það er mín spá.
    Forza Liverpool

  3. Mögulega besta upphitun í sögu kop.is; fræðandi og ákaflega skemmtilegt.

  4. Sælir félagar

    Á blaði eru markverðirnir, vörnin og miðjan okkar ákaflega sterk. Það sem okkur vantar klárlega er killer kantmann/striker. Að mínu mati þá eru einu virkilega góðu leikmennirnir í núverandi hóp, þeir sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi, Benayoun og Torres.

    Við höfum fína leikmenn í þessa stöður sbr. Riera, Babel, Kuyt, N´gog og svo aðra miður góða leikmenn (nefni engin nöfn).

    Við tókum stórt stökk í fyrra með því að kaupa tvo tilvonandi matchwinners frekar en nokkra squad players. Við getum nú allir verið sammála um að Glen Johnson stórbætir liðið sóknarlega en það er enn of snemmt að meta stöðu Aquilani í þessum hóp. Hann lofar allavega góðu.

    Í heildina litið þá erum við með mjög sterkan hóp vantar fleiri virkilega sterka leikmenn sóknarlega.

    Varðandi form Liverpool síðustu víkur:

    Ég er viss um að hægt sé að stoppa í lekann í vörninni með auknu sjálfstrausti. Svo kemur ferskt blóð inn í miðjuna með Aquilani og þá trúi ég ekki öðru en að vélin hrökkvi í gang. Við verðum að sýna Rafa þolinmæði. Það er algjör della að halda að nýr stjóri bjargi öllu. Það myndi rústa öllu unglingastarfinu á þann hátt að allt Spánverja staffið myndi fara, órói yrði meðal leikmanna og það myndi kosta okkur morðfjár í þokkabót.

    Mér finnst Benitez vera á réttri leið með þetta lið og það er kominn tími til að við styðjum liðið okkur út í rauðann dauðann (ég veit, rauði liturinn á vel við). Það er hægt að skoða stöðu Benitez eftir tímabilið en staðreyndin er sú að öll lið fara í gegnum erfiða tíma. Það sem skiptir mestu máli er hvernig við komum út úr þessum erfiðu tímum.

    Mótlætið á að draga fram það besta í okkur en stundum virðist það hafa nákvæmlega öfug áhrif á suma.

    Áfram Liverpool

  5. við töpum 2=0 af því að liverpool er ekkert nema meðal drasl lið sem á ekkert skilið í þessari meistaradeild hef engan ahuga að horfa á þennan ömurlega leik og koma síðan á þessa síðu og lesa væl og hvað benitez er buinn a þvi. Við erum ekki að komast upp úr þessum riðli punktur og pasta liverpool er bara ekki neitt fótbolta lið í dag

  6. Elías það væri kannski ráð að telja upp á 100 (jafnvel meira) og skrifa síðan pirringinn sinn á netið, eins held ég að ég tali fyrir hönd ansi marga að á meðan þú hefur engan áhuga á að horfa á Liverpool leik þá hef ég engan áhuga á að lesa um þetta áhugaleysi þitt og hvað þá þræl “gáfulegar staðreyndir” um að Liverpool sé ekkert fótboltalið í dag !

    Það eru ekki alltaf jólin

  7. Er einmitt nemi hérna i Debrecen og þrátt fyrir að ungverska sé eitt mest óaðlaðandi tungumál á jarðkringlunni þá er eg ánægður með að sjá lagið þýtt. En semsagt ungverjar hafa tapað i allt og öllum stríðum sem þeir hafa tekið þátt i en samt eru þeir voða stolt þjóð.
    Erum nokkrir íslendingar að fara á leikinn og munum hvetja mennina áfram!
    Vill samt að kanarnir drullist frá félaginu, þeir eru að traðka á glæstri sögu Liverpool. Vill ekki sja að menn verði seldir fra félaginu annars má samt alveg fara að skipta 1-2 mönnum út

  8. Alveg frábær upphitun Babú, ein af þeim betri sem við höfum birt í langan tíma. Markið í lok pistilsins var síðan alveg mínútunnar virði, þarna eru greinilega atvinnumenn á ferð. Hvaða varnarmaður hefur ekki tekið þá ákvörðun að hreinsa boltann frá með bylmingsskoti utan úr teig, hárfínt framhjá sammaranum? 🙂

    Mín spá: við vinnum 1-2 á morgun en Fiorentina taka Lyon og málið er dautt þetta árið.

    Vona að ég sé samt að vanmeta Lyon-liðið …

  9. Eg bið til æðri valda að frakkarnir vinni á ítalíu. því ég er nokkuð viss um að liverpool vinna þennan leik frekar örruggt. Eigum við ekki að segja að lyon vinni leikin á 93 mínutu með hönd guðs. Það er víst oðrið aðal trickið í dag.
    En ég spái liverpool 5-0 sigri þar sem steven nokkur gerrard gerir þrennu.

  10. Elías minn, maður kemur ekki inná þessa síðu og talar svona. Það eru ekki alvöru stuðningsmenn sem tala svona. Ég veit að tímarnir hafa verið tvísýnir en maður verður að halda í trúnna og styðja við bakið á liðinu. Það er ástæða fyrir því af hverju stuðningsmenn LFC eru taldir þeir bestu í heiminum og það er nákvæmlega á svona tímum sem við eigum að snúa bökum saman og styðja liðið á sem mestan og bestan hátt. Ég held nú að pressan sé nægilega mikil á leikmenn og að þeir geri sér fulla grein fyrir því hvað gerist ef þeir vinna ekki á morgun og jafnvel í kjölfarið detta út úr Meistaradeildinni. Ég er pirraður líka en ég ætla að horfa þennan leik fullur tilhlökkunar og vongóður um FRÁBÆR ÚRSLIT. Ef að illa fer þá held ég áfram að horfa og styðja liðið og það er þess vegna sem ég kalla mig stuðningsmann LFC fullur sjálfstrausts.

  11. nei nei við töpum á morgun og allt gott með það því liðið getur ekki unnið neitt í ár. Ísmaður hvernig væri nú að hætta að kenna könunum um allt mögulegt og ómögulegt við liðið svei mér þá þetta er alveg hlægilegt hvað langt er hægt að seilast í vælinu ég segi nú ekki annað. Kjarkmeiri þjálfara er það sem okkur vantar

  12. Ég er ekki sammála Elíasi, og reyndar finnst mér hans komment frekar óyfirvegað en hinsvegar stingur mig meira að sjá kommment eins og það sem maðurinn að austan skrifar hér að ofan. Hvernig getur þú sagst vera meiri stuðningsmaður heldur en Elías? Ég meina, ef hann er bara “gervi” stuðningsmaður þá væri honum nákvæmlega sama og væri ekki að kommenta svona hér inni, eða hvað? Ég held bara að mælirinn hjá Elíasi sé hreinlega orðinn yfirfullur eins og hjá mörgum öðrum STUÐNINGSMÖNNUM. Að vera stuðningsmaður Liverpool fer ekki í manngreinaálit, og það eru ekki bara Rafa-sinnar og eða bjartsýnismenn sem hafa einkarétt á því að vera stuðningsmenn Liverpool. Hinsvegar mætti Elías Hrafn aðeins anda með nefinu áður en hann skrifar svona komment og halda sér við málefnalega umræðu.

  13. Mjög fróðleg og sérlega skemmtileg upphitun. Fiorentina og Lyon hafa bæði skorað 4 mörk á útivelli gegn þessu liði, þannig að það ætti ekki að vera óeðlilegt að ætlast til þess að við myndum allavega ná inn 2 til 3 stykkjum. Spurning hvort að 2 varnarsinnaðir miðjumenn séu besta leiðin til þess, eða hvort við fáum að sjá Aquilani koma inn?

    Annars finnst mér ólíklegt að Lyon sé að fara að vinna á Ítalíu, gætu krækt í stig.

  14. Æðisleg upphitun, fróðleg og uppörvandi. 0-3 fyrir Liverpool, Lyon og Fiorentina gera jafntefli og við þurfum að fara erfiðu leiðina. Johnson með 1 og Gerrard 2.
    Y.N.W.A

  15. Það er enginn að tala um að ég sé meiri stuðningsmaður heldur en t.d. Elías Hrafn ég er bara að tala um að það þýðir ekkert að leggjast í eitthvað væl og segjast ætla að hætta horfa á Liverpool því þeir séu svo lélegir og þar fram eftir götunum. Menn verða bara að sætta sig við að svona er bara staðan á liðinu í dag og að mótlæti er það sem skapar alvöru stuðningsmenn er ég að segja. Hvað heldurðu að myndi gerast ef að allir myndu hugsa svona eins og Elías í þessu tilfelli, enginn myndi mæta á leiki, enginn myndi horfa á leiki í sjónvarpinu og enginn myndi styðja liðið. Ég var bara að benda á þolinmæði og að slaka á í að kalla liðið okkar “drasl lið”. Það kannski gengur upp og þér finnst það ásættanlegt en þar verð ég bara að draga mörkin. Menn verða þá bara að hafa þá skoðun en það er, hefur aldrei verið og mun aldrei vera mín skoðun því ég fylgi liðinu í gegnum súrt og sætt. Ekki fara í sandkassaleik “Kalli Ingólfs” og í guðanna bænum ekki lesa úr mínum ummælum að ég sé eitthvað að kalla mig betri en aðra. Ég vil bara að við snúum bökum saman því þessu tímabili lýkur fljótlega.
    Góðar stundir.

  16. Það var ekki ætlun mín að fara í sandkassa, engan vegin og þykir mér miður ef svo er. En eins og ég skrifaði fremst í mínu kommenti þá er EKKI sammála Elíasi. Ég styð mitt lið eins og hef gert nær þrjátíu ár og kem til með að styðja það hverjar svosem hremmingarnar verða. Það er bara þannig að orð þín, og ég vitna í þín ummæli “það eru ekki alvöru stuðningsmenn sem tala svona” stungu mig einfaldlega. Ef þú hefðir sleppt þeim orðum hefði ég verið fullkomlega sammála þér og er það yfirleitt þegar þú kommentar hér. Ég veit að þetta er bölvaður orðhengilsháttur í mér en stundum verða menn að passa að tala ekki niður til annara þegar menn skrifa. ég þekki einn ágætan stuðningsmann Liverpool sem að sagði einmitt um daginn að það væriu fínt að liðið væri dottið úr öllum keppnum og ætti ekki séns á titli þá gæti hann bara farið að einbeita sér að öðrum málum. Fínt fyrir hann en mér dettur ekki í hug að segja að hann sé ekki alvöru stuðningsmaður því ég veit að hann kemur til með að fylgjast með samt sem áður. Þetta var bara hans leið að reyna að sætta sig við ástandið eins og það er. Ef hann ákveður að hætta að horfa á Liverpool spila nú þegar liðið virðist fast í þessari lægð, þá hann um það. Mér finnst það bara ekki hafa neitt með það að gera hvort hann sé alvöru eða gervi stuðningsmaður! það átti að vera pointið. Ég biðst afsökunar á því ef þér hefur fundist ég vilja draga þig niður í einhvern sandkassa það var ekki málið. Lifðu heill.
    Annars frábær upphitun, góð lesning um Ungverska liðið 🙂

  17. Aquilani mun loksins byrja á morgun, ég hef það eftir öruggum heimildum þannig að við vinnum þetta nokkuð létt 0-3, Ngog setur tvö og þriðja markið kemur úr óvæntri átt og svo gera Fiorentina og Lyon jafntefli þannig að við fáum svakalegan leik heima gegn Fiorentina í lokaumferðinni.

  18. Þetta er alls ekki búið.. Mun skutlast spenntur inní sjónvarpsherbergi á morgun. Verst að þurfa að treysta einhverjum Lyon liðum.

  19. Man einhver hér eftir því í hvaða stöðu við voru haustið 2004 í Meistaradeildinni? Man einhver hér hver staðan var í hálfleik í Istanbul vorið 2005? Liverpool hefur lent í svona hremmingum áður en það sem gerir muninn á stuðningsmönnum Liverpool og stuðningsmönnum annarra liða á Englandi er að við stöndum á bak við okkar lið þegar illa gengur. Vona að það breytist ekki. Við förum og vinnum leikinn á morgunn og á sunnudaginn það er bara þannig.

  20. Ekki misskilja mig félagar ég elska liverpool af öllu hjarta og hef gert það síðan pabbi gaf mér fowler bol þegar ég var pjakkur.Mér finnst það bara svo grátlegt að horfa upp á hvað liðið okkar er mikið grín auðvita vona ég að við komust afram í meistaradeildinni og sólinn skín á okkur aftur ég er bara hundfúll þessa daga að horfa á fótbolta.En ég er líka harður lyon maður og hef verið það lengi hef meiri segja farið þangað og ég held að þeir geri okkur greiða.Og við munum sjá aftur olympiakos leik og við getum brosað smá

    og líka p.s Owen var uppáhaldsleikamðurinn minn þegar ég var lítill með fowler um leið og hann fór til scum þa fann ég að þetta var guð að bögga okkur

  21. Allt í góðu Kalli minn, engin sár hérna megin og alls engin leiðindi. Höldum bara í trúnna félagar því það styttist í betri tíð. Ég spái sigri á morgun, hann verður ekki áferðarfallegur en sigur engu að síður. Ég treysti mér hinsvegar ekki til að spá um Fiorentina – Lyon, sá leikur er algjör mistería fyrir mér. Vona að sjálfsögðu eftir Lyon sigri.
    Forza Liverpool.

  22. Af einhverjum ástæðum er ég sammála Jóni Birni #17. Held að Lyon taki Fiorentina en við missum öruggan leik niður í jafntefli eftir einhver ótrúlega óheppni og klaufagang í uppbótartíma.

    Og Rafa meiðist í leiknum og verður frá í nokkrar vikur.

  23. Á morgun ræðst það…

    Ef altt hefði verið eins og það ætti að verða, væri ég í Búdapest núna. Það varð hins vegar ekki. Ég sit á littla Íslandi, við hálendismörkin og bið til fótboltaguðsins.

    Á morgun ræðst það.

    Það er hálfleikur. staðan er 0-3. og Didi Haman er að koma inná.

    Á morgun ræðst það.

    Riise fær boltan og reynir að send’ann fyrir. Gattuso kemst fyrir boltann. Riise fær hann aftur og reynir aftur, boltinn nær inní teig og……… Geeeeeeeeeeerard!!!!!!!!!!!!!!

    Á morgun ræðst það.

    Ég hef ekkert, ekkert í höndunum. nema vonina. Ég vona.

    Á morgun ræðst það.

    Trú, trú trú og von. Það er það eina sem ég hef. og ég trúi og vona.

    Á morgun ræðst það…..

  24. Þetta liverpool lið kemst áfram í úrslitaleik gegn Wolfsburg í CL (Lofa ykkur því, ég er skyggn)

  25. Snilldarupphitun. Og já, þetta mark í lokin var stórkostlegt.

    Ég hef trú á því að við fáum loksins sigur hjá okkar mönnum í kvöld. Og ég hef líka trú á að Lyon fái stig í kvöld – sóknin hjá Fiorentina er lömuð með Mutu og þarna helvítið sem skoraði tvisvar gegn okkur báða meiddir (að því er ég heyrði í Football Weekly) og svo töpuðu þeir um helgina.

    Ég bara trúi ekki öðru en að Lyon fari til Ítalíu til að ná í stig og klára þennan riðil.

    Annars ef að Liverpool og Barcelona detta út í kvöld þá er ég hættur að horfa á þessa andskotans Meistaradeild.

  26. Þetta er einmitt málið með daginn í dag, það sem gerir þennan leik öðruvísi en hina leikina okkar undanfarið í þessu ömurlega gengi liðsins. Í dag erum við í Meistaradeildinni, með bakið upp við vegg, öll sund virðast lokuð. Og ef þið skoðið sum ummælin hér að ofan eru frægir leikir við Olympiakos og AC Milan mönnum mjög ofarlega í huga.

    Þess vegna er kvöldið í kvöld öðruvísi. Þetta virðist ómögulegt, maður treystir sínu eigin liði ekki einu sinni til að vinna þetta Debrecen-lið, hvað þá að Lyon vinni á Ítalíu, en hver veit? Og ef það gerist erum við búin að setja upp enn einn klassíska Evrópuleikinn á Anfield, gegn Fiorentina í desember. Leik sem ég myndi myrða fyrir að fá að vera staddur á.

    Þess vegna er kvöldið í kvöld öðruvísi. Nú skiptir tölfræðin engu máli, lógíkin fer út um gluggann. Þetta er Meistaradeildin, og þetta er rauði herinn hans Rafa. Og ef það er EITTHVAÐ sem við höfum getað treyst á undir stjórn Rafa þessi fimm ár, þá er það það að þetta lið er aldrei búið að vera fyrr en lokaflautan gellur í Evrópu.

    Ég vona. Ég hlakka til. Þess vegna er kvöldið í kvöld öðruvísi.

  27. það er samt allveg bannað að “treista” á það að þegar við erum komnir upp við vegg og þurfum 3ja markið, að það gerist. auðvita vonar maður það alltaf og vill að það gerist en við meigum alldrey gera þau mistök að halda það gerist bara. það var einhver vitur maður sem sagði einhverntíman að ef maður ætlar að treista á hepnni þá er eins gott að hafa nóg af henni.

    Fínt pepp hérna í þessum þræði, ekki mikið sem hefur lift manni upp á síðustu mánuðum í boltanum, en nú er kominn tími á að snúa málum við berjast aðeins. fanst í city leiknum nokkrir leikmenn vera vakna aðeins aftur, t.d gerrard og það er nú maður sem getur kveikt í öðrum með látum á vellinum. væri gaman að sjá nokkur mörk leka inn í kvöld og mæta svo með sjálfstraust í everton leikinn.

    annars 😛 gangi ykkur og strákunum okkar vel í kvöld !

  28. Ég man nú ekki betur en að fyrir nokkrum vikum þá voru menn að kvarta yfir því hvað riðlakeppnin væri leiðinleg og óspennandi. Þá mótmælti ég því einmitt og benti á þau ár sem við áttum í vandræðum með að komast upp úr riðlinum og gerðum það í síðasta leik riðilsins, t.d. gegn Olympiakos. Þetta er bjútíið við Meistaradeildina. Og ef við fengjum viðsnúning eins og Sigurjón lýsir…þá verður þetta einhver skemmtilegasti meistaradeildarriðill sem við höfum séð í áraraðir.

  29. Ég er viss um að við vinnum Debrecen í kvöld og ef Lyon gerir okkur greiða, þá vinnum við Fiorentina í úrslitaleiknum í desember.

    Já og ég hélt að þetta væri bara eitthvað týpískt skáldað viðtal í S*un eða þá fáránlega þýtt allavega frá hollenskum miðlum, en þar sem þetta er komið á Echo má Ryan Babel fara til fjandans.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/11/24/outspoken-ryan-babel-opens-up-liverpool-fc-exit-after-interview-100252-25238789/

    Senda hann aftur til Ajax takk, og ef það er ekki til peningur til að kaupa einhvern annan, þá gæti fyrirliðinn þeirra, Luis Alberto Suárez, verið góður kostur til að skipta upp í. Veit ekki verðmiðann á honum, en hann er að minnsta kosti kantmaður/framherji og hefur skorað einhver 10 mörk í 7 leikjum “hingað til” í deildinni samkvæmt Wikipedia.

  30. Hjalti, ég afskrifaði þetta nú bara eins og skot sem hreinan uppspuna frá The S*n eða í besta falli ansi vel ýkt. Spurning hvað Echo hefur fyrir sér í þessu því ég efa stórlega að þeir fari að vitna í þann klósettpappír.
    Þessi frétt með Babel hljómar samt í besta falli ekki trúlega, ef þetta er allt satt og rétt er janúarglugginn tilvalinn fyrir hann.

  31. Echo myndi aldrei vitna í The Sun og jafnvel þótt þeir gerðu það væri það enn verra, ef Babel hefði virkilega gefið þetta viðtal við The Sun. Af hverju eruð þið annars vissir um að The Sun komi einhvers staðar að máli? Það kemur hvergi annað fram í viðtalinu hjá Echo en að hann hafi væntanlega verið að tala við þá.

  32. Af því ég sá þetta fyrst í slúðurpakkanum á BBC:

    Liverpool midfielder Ryan Babel says he will leave the club in January if he is not given more opportunities in the first team by manager Rafael Benitez. “I have tried to talk to the manager but it isn’t of any use,” admitted Babel.”
    Full story: The Sun

  33. Og nei Kristján, það er ekki séns. Þá er alltaf tekið fram að viðtölin séu “Exclusive” þegar svona stór mál eru í gangi eða þá að þetta er orðað einhvernveginn svona: “ég er fífl,” Babel told the Echo.

  34. Borgin var sprengd í döðlur í WW2 og var um 70% hennar lagt í rúst þá. Eftir það tók kommúnistastjórn við landinu og svipað ástand og er yfirvofandi hér á landi

    Þetta er alveg einstaklega ósmekklegt ef þetta er djók og ennþá ósmekklegra ef þetta er meint af alvöru.

  35. Sælir félagar

    Ég ætla að horfa á leikinn.

    Er ég þá haldinn sjálfspínslar hvöt.

    Ef til vill en ég get ekki annað en horft á leiki liðsins mís ef þess er nokkur kostur. Það er bara þannig.

    Og ég hefi trú. Sú trú er að við vinnum þennan leik stórt. Ég spái 1 – 4 og mér er alveg sama hvort sparibollinn frá Ítalíu verður með eða ekki.

    Og mér er alveg sama hvaða liði verður stillt upp. Þessi leikur einfaldlega vinnst og ekkert helvítis kjaftæði.

    Er ég orðinn brjálaður? Það getur svo sem verið en ég missi aldrei trúna – ja nema í svona korter eftir tapleik, í mesta lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  36. Kjartan (#39) – Babú er ekkert ef ekki óforbetranlegur húmoristi. Hann meinti þetta örugglega engan veginn illa. Ég las þetta sem svo að efnahagurinn væri svipað slæmur í Ungverjalandi eftir WW2 og okkar efnahagur er í dag, ekki sem svo að það væri kommúnistastjórn á Íslandi í dag.

  37. Mér er sama um samlíkingar við kommúnista. Að líkja ástandinu á Íslandi við borg sem hefur verið sprengd aftur á steinöld í seinni heimstyrjöld og svo sett undir einræði í áratugi á eftir finnst mér bara ekki hót fyndið.

    1
  38. Kjartan cry me a river !

    Borgin var sprengd í döðlu og 70% hennar lagður í rúst. Var ekkert að gera grín af því. Þetta gerðist.

    Eftir stríð tók við komúnistastjórn eins og í flestum nágrannalönum þeirra og bágborið ástand sem ég grínaðist með að svipaði til þess sem væri yfirvofandi hér nú! Þetta er ekki einu sinni það versta sem ég hef látið út úr mér í dag.

    Eflaust höfum við ekki sama húmor, það verður bara svo að vera.

    1
  39. 43

    Af hverju geturðu ekki bara viðurkennt að þetta var ótrúlega ósmekklegur samanburður? Þar að auki er orðalagið “sprengja í döðlur” út í hött.
    Ég er kannski bara gamaldags að finnast það fáránlegt að hafa morð og kúgun á þúsundum manns í flimtingum. Mér þætti samt gaman að sjá hvað yrði gert við komment hér á síðunni þar sem væri talað um 96 aðdáendur Liverpool á Hillsborough sem “kramda í kjötfars” eða eitthvað álíka. Eða einhver myndi lýsa örtröð í Kringlunni fyrir jólin sem “alveg eins og Hillsborough”.

    1

Liverpool – Man City 2-2

Viðtal: Ryan Babel hatar allt og alla