Heysel & Hillsborough

Hillsborough
Þegar kom að því að finna sökudólga fyrir hörmungum eins og áttu sér stað á Hillsborough þann 15.apríl 1989 lá líklega enginn hópur betur við höggi heldur en stuðningsmenn Liverpool.  Til að skilja af hverju þarf að leita nokkur ár aftur í tímann.

Undanfari Hillsborough – Heysel 1985
Ástæða þess að stuðningsmenn Liverpool láu svona vel við höggi er auðvitað Heysel slysið sem átti sér stað á úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 1985 þar sem 39 áhorfendur, flestir stuðningsmenn Juventus létust.

Fótboltaleikir á níunda áratugnum voru mjög frábrugðnir því sem þekkist í dag og ólæti stuðningsmanna mjög algeng. Einhver lið áttu jafnvel stuðningshópa sem voru þekktir fyrir vesen á fótboltaleikjum og oft voru verstu ólátabelgirnir menn sem höfðu ekkert endilega áhuga á fótbolta.

Ástandið var sérstaklega slæmt á Englandi þar  atvinnuleysið var mikið og hverjum hópvinnustaðum á fætur öðrum var lokað undir styrkri stjórn hinnar yfirnáttúrulega hrokafullu Járnfrúr, einhverrar hötuðustu persónu úr breksum stjórnmálum. Fótboltinn var íþrótt almúgans, „the working class“ eins og það heitir á frummálinu og þar fengu menn útrás. Engin furða að Margret Thatcher hafi haft óbeit á fótbolta og fótboltabullum alla tíð og átti sinn þátt í eftirmálum Heysel og Hillsborough.

Ólæti byrjuðu reyndar mikið fyrr heldur á níunda áratugnum því áhorfendur á þeim sjöunda og áttunda voru ekki ósvipaður leikmönnum þess tíma. Leeds var t.d. dæmt í fjögurra ára bann frá þáttöku í evrópukeppni er stuðningsmenn þeirra réðust inn á völlinn í leik gegn Bayern Munhen tíu árum fyrir Heysel. Áratugin þarna á milli voru stöðugt ólæti á knattspyrnuleikjum á Englandi og víðar.

Liverpool var ekkert undanskilið þessu frekar en aðrar borgir en þó var einna minnst um ólæti á leikjum í Liverpool borg (m.v. handtökur). Kannski að hluta til vegna velgengni liðanna.  Undanfari Heysel hvað ólæti stuðningsmanna varðar má þó að einhverju leiti rekja til atburða frá árinu áður er Liverpool komst einnig í úrslit evrópukeppninnar þá aðeins til að mæta heimamönnum í Roma. Eitt af mörgum dæmum um frábæra skipulagningu UEFA í vali á staðsetningu þessa viðburðar.

Róm 1984
Stuðningsmenn Roma nýttu heldur betur tækifærið þennan dag og tóku all hressilega á móti stuðningsmönnum Liverpool sem voru auðvitað í mjög miklum minnihluta. Það voru mikil ólæti fyrir fyrir leik, á meðan leik stóð var stanslaust kastað smáhlutum (flöskur, myntpeningar o.fl.) í Liverpool hluta vallarins og frá öllum hliðum. Eftir leik sem Liverpool vann heimamönnum til mikillar “gleði” var svo sannarlega setið fyrir gestunum er þeir yfirgáfu leikvanginn. Stór gengi vopnuð hnífum og bareflum réðust á stuðningsmenn Liverpool, jafnvel rólegheita fjölskyldufólk á leiðinni heim á hótel. Fjölmargir hlutu stungusár og einhverjir þurftu að leita skjóls í Breska sendiráðinu í Róm. Lögreglan lét þetta að miklu leiti afskiptalaust og raunar eru sögur til af hjálp þennan dag úr óvæntri átt eða frá stuðningsmönnum Lazio sem eru þekktir enn þann dag í dag fyrir ólæti. Þeim fannst ekkert leiðinlegt að sjá Roma tapa á heimavelli og voru alveg til í að hjóla í þá.  Það fór sannarlega ekki vel í vinstri sinnaða stuðningsmenn Liverpool að vera í svo vondri stöðu að þurfa þiggja hjálp frá fasistum Lazio og þeirra ultras aðdáendum.

Löng saga stutt, stuðningsmönnum Liverpool var alls ekki vel við Ítali og það var alltaf ljóst að þeir myndu ekki hörfa eins mikið og á hlutlausum velli og þeir gerðu í Róm.

Ólæti stuðningsmanna á Heysel
Eftir Róm ´84 er því óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool voru sannarlega „up for it“ þegar kom að þessum leik enda mótherjarnir aftur ítalir. Nákvæmlega sama átti við um stuðningsmenn Juventus sem voru mun fleiri í Brussel þennan dag og engu skárri en samlandar þeirra frá Róm árið áður.  Það var því vel vitað að ólæti á þessum leik væru óumflýjanleg rétt eins og á öllum öðrum leikjum.  Því skal þó auðvitað haldið til haga að um minnihluta allra aðdáenda er alltaf að ræða. Fáir skemma oft fyrir fjöldanum og það átti við þennan dag svo sannarlega.

Ekkert af þessu afsakar þá stuðningsmenn Liverpool sem tóku þátt í þeim atburðum sem leiddu til dauða 39 saklausra áhorfenda sem flestir voru á bandi Juventus. Þetta er klárlega svartasti bletturinn í sögu Liverpool Football Club og reyndar UEFA líka. Orðspori félagsins var í rústað þennan dag og stuðningsmönnum liðsins (réttilega) kennt um. Flestir hafa tekið þætti stuðningsmanna Liverpool með skömm (sérstaklega eftir Hillsborough slysið) og þeir sem létu verst voru ákærðir og helmingurinn af þeim (14 manns) dæmdir í þriggja ára fangelsi, flestir af þeim „þekktar“ fótboltabullur.

Liverpool og Juventus mættust 20 árum eftir Heysel slysið og þar gerðu stuðningsmenn Liverpool sitt besta til að biðja Ítalina afsökunar, ekki finna afsakanir eða benda á aðra heldur biðjast afsökunar, þetta var fyrsta tækifærið til þess með svona beinum hætti. Brian Reade sem var á báðum leikjum sem og á Hillsborough skrifaði góða grein um þetta daginn eftir.  

Refsing Liverpool og enskra liða
Eins og áður  segir svartur blettur í sögu Liverpool og enska boltans sem fékk líka að finna fyrir því í kjölfarið og engin meira heldur en bæði liðin í Liverpoolborg. Árið 1985 hafði Liverpool komist fjórum sinnum í úrslit evrópukeppninnar á átta árum og þetta sama ár varð Everton enskur meistari. Liðin skiptust á að vinna titilinn og bikarinn á þessum árum og voru bæði með bestu lið í sögu félaganna. En í kjölfar Heysel máttu þau ekki keppa í evrópukeppnum og misstu þar af leiðandi af tekjum, reynslu og leikmönnum sem því fylgdu og misstu bæði flugið nokkrum árum seinna. Ensk félagslið fengu ótímasett bann frá Evrópukeppnum og sami dómur kvað á um að Liverpool hlyti þrjú auka ár í bann. M.ö.o. rothögg fyrir ensku liðin sem höfðu unnið keppnina sjö sinnum á átta árum. (Liverpool 1977, 1978, 1981 og 1984, Nottingham Forest  1979 og 1980, og Aston Villa 1982)

Aðrar ástæður Heysel slysins:
Málið er þó ekki alveg eins einfalt og látið var í veðri vaka strax í kjölfar slyssins og mjög margir halda ennþá í til dagsins í dag. Stuðningsmenn Liverpool réðust ekki að ítölunum upp úr þurru og alls ekki með þann ásetning að myrða neinn enda dánarorsök ekki vegna barsmíða. Það sem stuðningsmenn Liverpool gerðu var í raun ekki ósvipað því sem oft mátti sjá á leikjum á þessum tíma en í þetta skiptið urðu afleiðingarnar eins hræðilegar og þær gátu orðið. Þannig að þó stuðningsmenn Liverpool hafi tekið á sig sinn þátt í þessum harmleik með ævarandi skömm er alls ekki þar með sagt að þeir hafi nokkurntíma tekið undir ódýra yfirlýsingu Gunter Schneider eftirlitsmanns UEFA á leiknum sem hljóðaði svona:

“Only the English fans were responsible. Of that there is no doubt.”

Með þessu var alveg fríað þátt UEFA, lögreglunnar og eigenda Heysel sem kannski kemur ekki á óvart eftir það sem hefur verið opinberað undanfarið. Eins var ekki minnst á þátt stuðningsmanna Juventus sem einnig voru með ólæti sín megin. Liverpool fékk á sig alla sökina og forsætisráðherrann var fljótur að grípa gæsina þegar færið gafst og gerði illt verra.

Þetta hafði Chris Rowland, höfundur bókarinnar From Where I Was Standing sem fjallar um Heysel slysið frá hans sjónarhól að segja um þann part:

In the days and weeks that followed, Heysel continued to dominate the news. From the newspapers to TV chat shows to the House of Commons, it was just about the only topic of debate. A few days later, British Prime Minister Margaret Thatcher pressured the FA to ban all English clubs from Europe indefinitely. Our own Football Association had pre-empted them by withdrawing our clubs from the following season’s European tournaments pending UEFA’s announcements. Two days later she was granted her wish as UEFA banned all English sides for what they stated was “an indeterminate period of time”. Liverpool received an additional ban of “indeterminate plus three years”, or more precisely, three further years in which Liverpool qualified for European competition. If they didn’t, the ban would roll on until they did. Given Thatcher’s previously stated dislike of the city of Liverpool –– probably because of its left-wing politics and strong opposition to her government and philosophy –– and her very apparent dislike of football and football supporters generally, we hardly expected any help from her. It was the excuse she and her cronies had been looking for to put the boot into football just the way they had with the miners.

Ensk lið vöru öll dæmd í bann en það náði á einhvern ótrúlegan hátt ekki yfir Enska landsliðið en á leikjum þeirra var ástandið á þessum árum verra en hjá öllum félagsliðunum samanlagt.  Stuðningsmenn Juventus sem börðust við lögregluna og voru með mikil ólæti fengu líka sína refsingu en mjög væga m.v. þá sem Liverpool fékk (eðlilega) en á skrítnum forsendum. Aftur Chris Rowland úr bók hans:

The inconsistency of UEFA’s decisions extended to the remarkable leniency shown to Juventus for the considerable part played by their supporters in the disturbances at Heysel. Their ”punishment” was to begin the defence of the trophy they won in Brussels by playing their home European Cup games the following season behind closed doors. Hardly hard line. The point was made that Juventus’ fans had no particular ‘previous’ before Heysel; true, but neither did Liverpool’s.

Andinn og ólætin á leikjum var þannig að aðeins var tímaspursmál var hvenær stórslys yrði og enginn náði að lýsa þessu betur heldur en Arsenal aðdáandinn og rithöfundurinn Nick Hornby:

‘The kids’ stuff that proved murderous in Brussels belonged firmly and clearly on a continuum of apparently harmless but obviously threatening acts –– violent chants, wanker signs, the whole, petty hardact works –– in which a very large minority of fans had been indulging for nearly 20 years. In short Heysel was an organic part of a culture that many of us, myself included, had contributed towards.’

Ástand Heysel:
Heysel sem var þjóðarleikvangur Belga var langt frá því að vera í ástandi til að hýsa viðburð af þessari stærðargráðu, áætlað var að rífa leikvanginn og höfðu nauðsynlegar endurbætur á vellinum því setið á hakanum í nokkur ár. Arsenal hafði spilað á vellinum nokkrum árum áður og stuðningsmenn þeirra sögðu völlinn vera ömurlegan.  Fyrir leik Liverpool og Juventus sendi Peter Robinson stjórnarformaður Liverpool beiðni til UEFA um að færa leikinn á hentugri völl þar sem hann hafði miklar áhyggjur af öryggi áhorfenda á vellinum.

Fyrir okkur sem erum vön öryggi leikvanga nútímans er hálf hlægilegt/grátlegt að hugsa út í ástand Heysel því völlurinn var það illa að hruni kominn að hægt var að tína upp grjóthnullunga sem auðvitað voru notaðir til að kasta yfir í stuðningsmannahóp andstæðinganna og eru sögur af því að ástand vallarins hafi verið svo lélegt að hægt var að sparka gat á veggi stúkunnar og komast þannig inn um gatið.  Stuðningsmenn Liverpool eru enn þann dag í dag að fara fram á afsökunarbeiðni frá UEFA vegna þeirra aðkomu að Heysel slysinu eins og Brian Reade kom inn á í Mirror 2010

Gæsla og skipulag:
Völlurinn var þó ekki það eina sem var langt frá því að vera í lagi þennan dag, nánast allt sem gat klikkað er kom að skipulagi leiksins klikkaði . Stuðningsmönnum liðanna var úthlutað miðum á sitthvorum enda vallarins þannig að þeir væru sem lengst frá hvor öðrum. En í stað þess að aðskilja áhorfendur með stóru auðu svæði og mjög öflugri gæslu eins og þekktist allsstaðar annarsstaðar var úthlutað miðum í svokallað hlutlaust svæði fyrir Belgíska áhorfendur.

Þetta voru mjög alvarleg mistök og mótmæltu forráðamenn bæði Liverpool og Juventus þessu fyrirkomulagi opinberlega fyrir leik. Þetta gaf ferðaskrifstofum og svartamarkaðs bröskurum tækifæri til að selja miðana í þetta hólf og þannig hugsanlega blanda stuðningshópunum saman. Fjöldi brottflutra Ítala bjó í Brussel á þessum tíma og keyptu þeir ásamt ferðaskrifstofum nánast alla miðana í hlutlausasvæðið sem þannig fóru nánast allir í hendur Juventus aðdáenda.  Ekki autt svæði eða hlutlausir aðdáendur sem var aldrei að fara gerast. Þetta vissu Belgísk knattspyrnuyfirvöld sem græddu á því að selja þessa miða og það þurfti ekki kjarneðlisfræðing til að finna út að þarna yrði mjög líklega vesen en samt var gæslan á milli aðdáenda til skammar sem og girðingin á milli.

Þannig að í stað þess að hafa öfluga gæslu og langt bil milli stuðningsmanna liðana var lítil og aum bráðabirgðagirðing og örfáir gæslumenn á milli hópana, fimm löggur og tveir hundar réttara sagt. Ultras hópar Juventus aðdáenda sem höfðu verið með mikil ólæti voru þó hinumegin á vellinum og fjarri verstu bullunum í hópi Liverpool.

Með nóg af grjóti og drasli til að henda fóru flugskeytin að berast milli hópana sem voru rétt hjá hvorum öðrum sem endaði  með því að hluti stuðningsmanna Liverpool sem í þetta skiptið voru ekki til í aðrar eins árásir og árið áður fengu nóg og réðust næsta auðveldlega, allt of auðveldlega, yfir á svæði Ítalana (hólf Z á skýringarmynd af Heysel).  Ítalarnir hörfuðu í snarhasti að steinvegg sem skapaði mikinn og alvarlegan troðning með þeim hörmulegu afleiðingum að veggurinn á veikburða leikvangnum gaf sig.

Andrúmsloftið á vellinum var rafmagnað fyrir og þegar óljósar fréttir af þessu tóku að berast varð allt endanlega vitlaust meðal stuðningsmanna Juventus. Þeir höfðu raunar verið með ólæti áður en reyndu að brjótast inn á völlinn og ráðast á Englandingana hinumegin þegar veggurinn hrundi.

Lögreglan náði að hindra þá för ítalana en þeir voru eins og koma á daginn seinna glæpsamlega illa í stakk búnir að takast á við þann vanda er skapaðist milli stuðningsmanna í hólfum Z og X og því fór sem fór. Þyrlur og sjúkralið ásamt stuðningsmönnum (frá báðum liðum) hlúðu að hinum særðu sem voru um 600 og þeim 39 sem létust. Vegna þessa og óláta Ítalana seinkaði leiknum um tvo tíma en hvorugu liðinu var sagt frá alvarleika málsins og ákveðið var af ótta við frekari óeirðir að leikurinn skyldi spilaður þrátt fyrir allt. Hreinlega ótrúlegt.

Eftirmálar Heysel:
Eftirmálar Hillsborough eru öllum vel kunnir og miðað við offar fjölmiðla þar getið þið rétt ímyndað ykkur umfjöllunina eftir Heysel slysið. Chris Rowland orðaði þetta best:

You couldn’t pick up a newspaper or switch on the TV without seeing a circled “wanted” face. The Belgian government creaked under the weight of questioning and accusations of gross incompetence, and, fatally holed below the waterline, eventually sank. Meanwhile its British counterpart, Thatcher’s hang ‘em flog ‘em brigade, maintained a continuous stream of anti-football, anti-Liverpool invective, threatening draconian crowd control measures, the introduction of identity cards and probably the reintroduction of National Service and the death penalty, the compulsory sterilisation of Liverpool mothers or the ritual slaughter of their first-born. Scapegoats were in huge demand, and the slavering tabloid press led the hunt voraciously, revelling in its self-appointed role as the Voice of Reason whilst displaying absolutely none, and the licence Heysel appeared to give it to rant unchecked in an orgy of self-righteous bigotry. Balance and reason, it seemed, had no part in this public “debate”.

Nú ættum við að vera farin að sjá nokkuð góða mynd af hverju stuðningsmenn Liverpool lágu mjög vel við höggi árið 1989 er kom að því að finna sökudólga.

Niðurstöður skýrslu um Heyselslysið
Belgíski hæstaréttardómarinn Marina Coppieters birti niðurstöður rannsókna um Heysel slysið 18 mánuðum eftir að það átti sér stað, eða í nóvember 1986. Þær niðurstöður voru alls ekki eins einhliða og dómstóll „götunnar“ í Bretlandi hafði verið. Enskir áhorfendur deildu ábyrgðinni sannarlega með lögreglu og knattspyrnuyfirvöldum. Nokkrir yfirmenn í lögreglunni voru sakfelldir, þar á meðal yfirmaður lögreglunnar á leikdegi sem var sakaður um manndráp af gáleysi og dæmdur Yfirmaður Belgíska knattspyrnusambandsins sem bar ábyrgð á vellinum fékk 6 mánaða dóm, 72 ára maður.

Chris Rowland:

How many anti-Liverpool ranters over Heysel are aware of that? Then again, many of them weren’t even born at the time, but just accepted their own club’s fans’ warped view of it.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru nokkur léttir fyrir þá stuðningsmenn Liverpool (langstærsti meirihlutinn) sem höfðu lítið haft með þennan harmleik að gera.

We had known all along that without significant other factors, there would have been no deaths, no major news story, just a minor routine pre-match skirmish followed by a game of football. That somebody somewhere had finally acknowledged it brought huge relief.

It has become the accepted version of events that the Heysel stadium disaster was solely the result of hooliganism and rioting by Liverpool fans. Yet none of the 39 victims lost their lives as a result of being beaten, kicked, stoned or stabbed. And none who fought and sought to intimidate and subjugate did so with murder in mind or with even the faintest notion of what was about to follow. Perhaps only an architect or engineer could have foreseen those. Even describing the skirmishes at Heysel as ‘rioting’ would be misleading. Judged by the standards of the time, or indeed any time, what Heysel actually witnessed was nothing more than a token bout of territorial terrace ritual involving some fist-flailing and air-punching during which few blows were actually landed and from which few injuries resulted. On any other day it would have led to nothing more than the odd bloody nose or black eye, a bit of tut-tutting from onlookers and commentators, with the whole episode of minor scale pre-match disturbance completely forgotten and unreported as soon as the game got underway. Some missiles were thrown –– in both directions –– and several charges across the terracing occurred.

Threatening and unpleasant behaviour, but wholly unexceptional at that time, and only possible because it was made possible. Nowadays it wouldn’t be.

But then a wall collapsed and changed everything. Ultimately, what converted an unremarkable skirmish into a fatal tragedy, what transported Heysel from the mundane to the extraordinary, was not the scale or degree of savagery but decaying cement, a structural defect, the final executioner not hooligans but the crumbling, decomposing perimeter wall of Block Z. The wall, no more than four feet high and twenty feet long, was more than 50 years old, its cement cladding crumbling away from the rotting brickwork. Its obscene result was 39 fatalities.

Belgískur arkitekt sem var sendur af dómaranum (Marina Coppieters) til að meta völlinn eftir slysið setti eftirfarandi í skýrsluna

“… areas reserved for standing room [including the ill-fated Block Z] remain as they were at the time of their construction in 1930. They are in an advanced state of decay. Only the hand-rest remains on most of the handrails, most are unstable and several on the point of collapse. The handrails were quickly and easily destroyed by the pressure of the crowds, which had no proper means of escape. Concrete terracing was eroded and, crucially, neither the barrier between Blocks Y and Z nor the wall in Block Z were strong enough to resist crowd pressure.”

Breskur ráðgjafi sem sendur var frá London í sömu erindagjörðum komst að þeirri niðurstöður að leikurinn hefði aldrei fengið að fara fram á Bretlandi undir Breskum reglum og eins og áður sagði hafði Peter Robinson stjórnarformaður Liverpool nánast hótað að draga Liverpool úr keppninni er hann kvartaði yfir vellinum og niðurröðun áhorfenda fyrir leik.

Meira að segja Hans Bangerter framkvæmdastjóri UEFA á þessum tíma gagnrýndi Belgísku lögregluna harðlega sem og hluta stuðningsmanna Liverpool en passaði sig á að láta UEFA ekki bera neina ábyrgð. Eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool eru ennþá ósáttir við. Svona orðaði hann þetta:

“The disaster would not have happened if our specific instructions on security had not been so badly disregarded by the Brussels police and especially the gendarmerie. The English vandals would not have been able to perform such terrible deeds and create such misery if they had not been helped by the frightful incompetence of the Belgian security forces.”

En UEFA hunsaði allar ábendingar og óskir bæði Liverpool og Juventus fyrir leik og neitaði að flytja leikinn þrátt fyrir að ástand vallarins væri vel þekkt fyrir leik.

Hér má svo sjá frétt úr News on Sunday frá 12.júlí 1987 skrifuð af stuðningmanni Liverpool sem hafði farið á völlinn stuttu áður en slysisð varð:

“I went to the Heysel Stadium in the autumn of 1984 –– about six months before the disaster –– for a World Cup qualifying match. I remember only too well the reaction of myself and my friends upon entering the stadium; it was an absolute disgrace. Rickety safety barriers, crumbling walls, ancient terracing, non-existent facilities: a recipe for disaster if ever I saw one. Of one thing I am certain; if basic safety checks had been made and proper segregation been enforced, that wall would not have collapsed and those people would still be alive now. That stadium would have been unfit for a women’s institute convention, never mind a European Cup Final. And as far as the received wisdom that all the trouble was caused by Liverpool fans –– I remember vividly the Italian thugs with their fascist flags and their ‘Reds are Animals’ banner, the guy with the gun, the stick-throwing mobs … and above all, I remember the total impotence and incompetence of the Belgian authorities who stood by while a full scale riot took place, completely and utterly unprepared. A number of Englishmen, not all from Liverpool, behaved like evil scum. They should be extradited and dealt with in the severest possible manner by the Belgian authorities. But it is my contention that the blame should be shared by the Italian thugs, and by the Belgians themselves. We should never forget what happened in Brussels. But it’s time we threw off the guilt, which is not all ours by any means.”

Það var ekki bara inni á vellinum sem skipulag leiksins klikkaði, eins og alltaf þegar úrslitaleikur Evrópukeppninnar var háður lagði lögreglan til að barir og vínveitingasala yrði bönnuð. Allajafna var ekki dropi af áfengi leyfður í skipulögðum ferðum á Úrslitaleiki og hafði t.d. verið þannig árið áður í mjög langri ferð Englendinganna til Róm. Belgar hunsuðu þetta alveg og það var erfiðara að finna lokaðan bar heldur en opinn á leikdegi og stuðningsmenn beggja liða tóku því fagnandi.  Flestir auðvitað bara drukku sinn bjór í rólegheitum en eins og Chris Rowland orðaði það, inn á milli leyndust fótboltabullur sem litu á opinn bar á leikdegi sem hálfgerða móðgun við sig. Ofan á það var mjög auðvelt að komast inn á leikinn miðalaus og lítið sem ekkert var leitað á áhorfendum. Sannarlega veisla fyrir fótboltabullur sem höfðu svo stuðningsmenn gestana í seilingarfjarlægð. Ekkert af þessu hafði verið mögulegt í hvorugu heimalandinu í mörg ár og var því auðvitað enn einn faktorinn í að skapa þennan harmleik.

Sjálfur var ég 4 ára þegar Heysel slysið átti sér stað og var líklega vant við látinn við að setja saman Lego kubba. Rétt eins og með Hillsborough hef ég alltaf vitað af Heysel slysinu og er það sannarlega eins og skuggi yfir sögu Liverpool. Það hefur ekkert vantað þá sem eru tilbúnir að hæða Liverpool og saka eingöngu um þennan harmleik og maður hefur heyrt þá hlið marg oft í gegnum tíðina en það var ekki fyrr en ég las bókina 44 Years With The Same Bird eftir Brian Reade fyrir nokkrum árum að ég las í fyrsta skipti almennilega um Heysel slysið. Þar er sannarlega ekki dregið úr þætti fótboltabulla sem undir merkjum Liverpool komu þessum svarta bletti á sögu klúbbsins en þar var einnig farið yfir þau atriði sem ég hef komið inná hérna.

Eftir að öll gögn í Hillsborough málinu voru gerð opinber vaknaði áhugi minn á að skoða Heysel slysið almennilega og þá í samhengi við það sem á eftir fylgdi. Ótúlega oft þegar talað er um Hillsboroug færist umræðan yfir til Heysel og partur af ástæðu þess að ég fór að rannsaka þetta nánar núna og skrifa þennan pistil er viðtal sem ég heyrði á X-inu um daginn . Þar fékk Hjörtur Hjartarson okkar mann Hödda Magg til að fara yfir atburðina í kringum Hillsborough. Flottur þáttur og góð skýring en það stakk mig hversu snöggt spjallið fór út í umræðu um Heysel þar sem „sökin var öll stuðningsmanna Liverpool“ eins og það var (eins og venjulega) orðað.  Það vill ég meina að sé ekki alveg rétt, virkaði smá á mig eins og þar sem Liverpool menn fengu endanlega uppreisn æru út af Hillsborogh mættu þeir ekki gleyma Heysel. Það hefur enginn gert held ég en stuðningsmenn sem og félagið hafa sannarlega axlað ábyrð í því máli frá fyrsta degi og rétt rúmlega það. Öfugt við það sem allir sem komu að Hillsborogh voru tilbúnir að gera sem og reyndar Heysel. Eini munurinn var bara að í Belgíu var dæmt þá sem voru sekir ekki falsað alla vitnisburði og skýrslur og komið sökinni eingöngu á áhorfendur.

Rétt eins og með Hillsborugh er nokkuð ljóst að Heysel hefði vel getað komið fyrir hvaða enska lið sem er, með því að skoða málið betur kemur í ljós að allar aðstæður voru til staðar og ekki var hægt að standa mikið verr að málum í það skiptið. Enskir voru engir englar á þessum tíma en að syngja um það 27 árum seinna að stuðningsmenn liðsins séu „Morðingjar“ er í besta falli ansi ósanngjarnt.

Læt Chris Rowland eiga síðasta orðið í umfjöllun um Heysel.

Weighed down by collective guilt, Liverpool’s mass of genuine supporters felt utterly let down by the behaviour of the few at Heysel, whose lack of self-control brought appalling consequences for the Italian victims, but also besmirched their own club’s proud name across Europe and brought shame, disrepute and universal vilification to each one of us that we have still not shaken off. For many years it deprived club and supporters of the most exciting, uplifting experience available –– involvement in European football. As individuals we felt as though we had paid the price many times over. Every Liverpool supporter I know and have ever met was sickened that innocent people, fellow football fans there for the same reason as us, died at a football match, and that a small minority of our own fans had a large part to play in it. I don’t know any Liverpool supporter who seeks to deflect responsibility for the actions of some of our supporters that night. But I still believe that the accusation that Liverpool’s supporters killed 39 people that night is narrow and over-simplistic. As I said at the start, I didn’t think the story had been properly told. Heysel is unfinished business.

The deaths at the Heysel were wholly and easily preventable. They were the obscene consequences of gross negligence, stupefying incompetence, criminal lack of forethought and a whole succession of people –– from the decision to use the apology for a stadium to the ticket selling arrangements to the policing –– failing to do their jobs properly.

Hillsborough
Rétt eins og með Heysel slysið þá voru nokkrir að sömu aðalleikurunum í Hillsborough. Sviðið (völlurinn) var óhentugur og á það var bent fyrir leik. Stuðningsmenn Liverpool voru settir einir í hlutverk sökudólga, lögreglan var gjörsamlega og glæpsamlega vanhæf, sjúkraliðar sem og lögregla voru allt of seinir að bregðast við og Járnfrúin var ennþá við stjórnvölin með brennandi hatur sitt á fótbolta og þá sérstaklega Liverpool.

Þetta gat eingöngu farið á einn veg og fáir hittu naglann eins hressilega á höfuðið og fótboltatímatirið When Saturday Comes gerði í júní 1989.

Enska knattspyrnusambandið sem hélt bikarkeppnina valdi Hillsborogh sem leikvang fyrir þennan örlagaríka úrslitaleik rétt eins og gert hafði verið árið áður þrátt fyrir að þeir hafi átt í útisöðum við Sheffield Wednesday um ástand vallarins. Þeir höfðu ekki endurnýjað leyfi vallarins í nokkur ár en leyfðu engu að síður leikjum að fara fram á vellinum.

Leppings Lane var fræg stúka á Englandi sem áður hefði verið kvartað yfir vegna þrengsla, m.a. árinu áður af Liverpool aðdáanda sem sendi enska knattspyrnusambandinu bréf um málið eftir nákvæmlega sama leik frá árinu áður við nákvæmlega sömu aðstæður. Liverpool – Nottingham Forrest í undanúrslitum FA Cup með Liverpool í minni hluta vallarins með 4000 færri miða þar sem það hentaði betur að taka á móti stuðningsmönnum liðana vegna landfræðilegrar aðkomu að vellinum. Stuðningsmenn Liverpool höfðu 24 inn/útganga meðan Nottingham hafði 60 og því mun meira pláss. Það þrátt fyrir að stuðningur við Liverpool á deildarleikjum væri alltaf töluvert mikið meiri og þeim fylgdu mun fleiri stuðningsmenn.  Sem varð svo sannarlega raunin 15.apríl 1989.

Slysið sjálft
Það var gott veður þennan dag og mjög margir stuðningsmenn Liverpool lögðu leið sína til Sheffield, ekki allir með miða eins og mjög algengt var á þessum tíma. Umferðartafir voru á leiðinni frá Liverpool sem urðu til þess að hluta stuðningsmanna Liverpool seinkaði töluvert. Gæslan við völlinn var fullkomlega ólíðandi og mun verri heldur en árið áður. Svæðið fyrir utan inngönguhliðin var ekki stór og árið áður hafði gæslan stoppað alla sem ekki voru með miða löngu áður en þeir komust að hliðinum. Það var ekki gert þarna og þar sem margir komu aðeins seinna en vanalega myndaðist öngþveiti við hliðin. Leppings Lane var ekkert annað en búr og væri óhugsandi sem stúka í dag. Sú stúka var löngu orðin yfirfull og mátti ekki við meiru.  Ekkert óeðlilegt þó á þessum tíma.

Stuttu fyrir leik tekur yfirmaður lögreglunnar á þessum leik, David Duckenfield þá ákvörðun að opna bara stóra hliðið hjá miðasölunni til að losa um troðninginn þar í stað þess að seinka leiknum. Þannig var hann um leið að hleypa mjög stórum hópi stuðningsmanna Liverpool inn á völlinn í gegnum risastórt hlið með þeim afleiðingum að um 2000 manns storma í flýti inn á völlinn á sama tíma án þess að fá leiðbeiningar eða svo mikið sem að miðinn þeirra væri athugaður. Flestir fóru því þá leið sem lá í augum uppi að fara beint inn í Leppings Lane stúkuna sem þegar var orðin yfirfull. Það var enginn gæsla til að benda þeim á hólf sem væri pláss í eða að Leppings Lane væri yfirfull. Þetta virkaði þannig að áhorfendur áttu að finna þetta út sjálfur, þegar þú komst ekki inn þá var leitað annað þar sem hægt var að finna pláss. Stjórnstöð lögreglunnar á leiknum var beint fyrir ofan Leppings Lane þannig að troðningurinn átti ekkertað fara framhjá þeim.

Troðningurinn myndaðist hægt og örugglega og neyðarópin voru skýr og greinileg úr stúkunni til nærstaddra gæslumanna sem horfðu með fyrirlitningu á áhorfendur. Þegar menn fóru að klifra yfir girðingar til að sleppa úr lífshættulegum troðningnum voru fyrstu viðbrögð lögreglu að meina innkomu inn á völlinn og reka þá til baka. Jafnvel þegar áhorfendur á 2. Hæð stúkunnar fóru að toga félaga sína upp í meira pláss var því tekið með tortryggni.

Þeir sem voru viðstaddir lýsa þessu lang best sjálfir í heimildarmynd sem gerð var árið 2009. Fróðlegt að horfa á þessa mynd og baráttu þeirra fyrir réttlæti nú þegar sönnunargögnin hafa verið opinberuð. Maður áttar sig betur á hversu mikill sigur það var.

Stuðningsmönnum Liverpool tókst þó að komast yfir og koma réttum skilaboðum um ástandið til skila og hófu björgunaraðgerðir á félögum sínum. Slík var fyrirlitningin gagnvart fótbolta áhorfendum á þessum tíma að í stað þess að allir færu í það að bjarga mannslífum fengu lögreglumenn þau fyrirmæli að standa vörð milli aðdáenda liðana. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var talið of hættulegt að hleypa sjúkrabílum inn á völlinn og af 42 fyrir utan komst aðeins einn inn á leikvanginn.

Stuðningsmenn Liverpool reyndu af veikum mættu að bjarga félögum sínum, bjuggu til sjúkrabörur úr auglýsingaskiltum og báru þannig yfir á öruggari svæði og þeir sem kunnu reyndu CPR.

Allan þennan tíma voru öryggismyndavélar út um allann völl og klárlega allar með augun á áhorfendum.  Niðurstaða alls þessa ótrúlega klúðurs er öllum kunn 96 lágu í valnum.

Þrátt fyrir hetjulegar, þetta er endanlega staðfest í dag, hetjulegar, tilraunir stuðningsmanna Liverpool tókst ekki að bjarga öllum, 96 manns létust án þess að komast undir læknishendur þrátt fyrir að um risa knattspyrnuleik væri um að ræða í stórborg, hugsið ykkur það komst einn sjúkrabíll inn á sjálfan völlinn og þeir reyndu samt að hylma yfir það.

Fyrstu viðbrögð margra stuðningsmanna Liverpool í geðshræringu fyrir utan völlinn var að hugsa og segja, „Þið kennið okkur ekki um þetta“. Heysel slysið auðvitað ennþá ofarlega í huga. Þetta var á engan hátt stuðningsmönnum Liverpool að kenna, það vissu allir viðstaddir og núna var ekki nokkur vilji til að taka á sig neinn hluta ábyrgðarinnar.

Margir hafa líklega alveg eins búist við einhverju af því sem gerðist í kjölfarið, skuldinni yrði skellt á fótboltabullur og ólæti stuðningsmanna. En enginn gat séð fyrir þá ævintýralegu og hrikalegu yfirhylmingu margra háttsettra aðila og virtra stofnana sem við tók. Hvað þá að það tæki 20 ár að fá þó ekki nema að sjá öll sönnunargögn í málinu og þrjú  ár til viðbótar að fá niðurstöðu úr þeim gögnum.

Strax frá upphafi var eitthvað bogið við störf lögreglunnar sem greinilega samræmdu aðgerðir eftir slysið og öll rannsóknarvinna miðaði grunsamlega mikið að því að leita sökudólga meðal áhorfenda. Allir sem tekið var skýrslu af voru aðallega spurðir út í hvort þeir hefði drukkið mikið fyrir leik eða mætt á völlinn án þess að eiga miða. Tekið var blóðsýni úr öllum 95 (einn lést 4 árum seinna eftir að hafa aldrei náð meðvitund) sem létust þennan dag til að leita hvort áfengi væri að finna í blóðinu. Helmingur fórnarlambana var vel undir tvítugu, það yngsta 10 ára!!!

Engar fundu þeir sannanirnar til að réttlæta þá sögu sem lekið var út um að slysið væri aðallega drukknum stuðningsmönnum Liverpool að kenna sem hefðu reynt að komast miðalausir inn á völlinn. Brotið hlið upp og troðið þá sem fyrir voru inni á vellinum undir (i.e. killed your own).

Það fór á endanum þannig að það var niðurstaða rannsóknarnefndar kom meðan Íhaldsflokkurinn er við völd í Bretlandi. En flestir íbúar Liverpool borgar hafa sannarlega haft ástæðu til tortryggni í garð þess flokks í gegnum tíðina og flestir telja þátt Járnfrúarinnar í yfirhalningu lögreglunnar eftir Hillsborogh risastóran.

Brian Reade kom að sjálfsögðu mikið inn á Hillsborogh slysið í bók sinni rétt eins og Heysel. Fáir utan nánustu aðstandenda hafa líklega beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir að öll gögn í Hillsborogh slysinu yrðu gerð opinber og hann. Reade var blaðamaður Liverpool Echo á þessum tíma en það er eina blaðið sem heimamenn (Scousers) taka mark á og eina blaðið sem var frá fyrstu mínútu 100% á bak við stuðningsmenn Liverpool. Fjölskyldur aðstandenda Hillsborogh leituðu fljótlega til hans og hefur hann hjálpað þeim gríðarlega mikið í gegnum tíðina í baráttunni við kerfið. Veit ekki alla sögu Brian Reade og er ekki alltaf sammála honum en sem ansi beittur penni er hann verðugur andstæðingur kerfisins í Bretlandi og þá sérstaklega íhaldsflokknum. Hann skrifaði grein í Mirror árið 2010 um ástæður þess að opinbera þyrfti skýrslurnar í Hillsborough málinu áður en kellingar álkan dræpist. Fyrirsögnin var svona og það væri frólegt að sjá viðbrögðin ef einhver skrifaði svona fyrirsögn um t.d. Jóhönnu Sigurðar dóttur hér á landi:

Why Tory Hillsborough documents must be released before Thatcher dies.

Þetta varð ekki einu sinni umræðuefni í Bretlandi og í Liverpool (og víðar) tóku allir undir þetta. Hroki hennar skein í gegn frá degi eitt og flestir eru sannfærðir um að hún hafi átt mjög stóran þátt í þeim yfirhalningar skrípaleik sem lögreglan bauð uppá í kjölfar slysins. Eins hefur það oft verið talið að mjög háttsett öfl úr pólitíkinni hafi komið í veg fyrir að gögnin í Hillsborough málinu hafi fengið að líta dagsljósið sem þau loksins fengu að gera nú 23 árum seinna.

Greinin í Mirror kom inn á samskipti Reade við Trevor Hicks sem fór mikinn á blaðamannafundi eftir að niðurstöður sýrslunnar komu í ljóst. Hicks var pabbi tveggja unglingsstelpna sem létust

A few years ago I asked Trevor Hicks if he thought he’d ever establish the truth about why he lost his two beautiful teenage daughters that day.

He told me he already had. He was in no doubt that they died through police incompetence, inadequate safety procedures, a non-existant emergency service response and a culture that had allowed society to view all football fans as dangerous scum and stick them in metal cages.

He sought another truth. Why the Establishment had wriggled out of all blame, smeared the fans as killers, lied about their actions and refused to take any responsibility for the deaths, thus denying the deceased justice and the bereaved closure.

And he said if he could be granted one wish before he died it would be to find out what was said between Margaret Thatcher and police chiefs when she visited the Leppings Lane terrace the day after the disaster.

Because someone in high places had told him that Thatcher decided it was imperative that the police were exonerated. That the consequences for a force she treated almost as her private army, would be immense if (as Lord Justice Taylor’s report later demanded) they took the rap for 96 deaths in their care.

And so the cover-up began with her press adviser Bernard Ingham briefing the media that the disaster had been caused by a “tanked-up mob”.

Three days later the Thatcher-supporting Sun’s infamous front-page about fans urinating on the dead and stealing from their pockets appeared after collusion between the Police Federation and a Tory MP. The story went round the world that drunken fans killed their own. And the truth was buried.

Líklega verður Thatcher ekki bendluð beint við eftirmála Hillsborough þó skoðun Liverpool búa á henni og hennar þætti komi ekki til með að breytast. Þeim varð að ósk sinni að skjölin voru gerð opinber meðan hún ennþá tórir og sökin liggur fullkomlega hjá þeim er komu að framkvæmd leiksins og yfirhalningin, sem er ein sú versta í sögunni liggur hjá mörgum aðilum sem almenningur er alinn upp við að treysta 100% Það traust fór fyrir lítið í stjórnartíð Thatcher því Hillsborough var ekkert eina dæmið um yfirhalningu yfirvalda á þessum tíma, hvað þá að sannleikanum sé snúið á hvolf.

Noel  Gallagher 2012

Orðalagi 114 af 164 vitnisburðum var breytt og hagrætt þannig að öll gagnrýni á störf lögreglunnar var þurrkuð út. Video frá öryggisvélum var klippt til eins og hentaði best og spólan frá Leppings Lane “týndist”. Skýrslur sjúkraflutningamanna sem biðu fyrir utan völlinn var breytt og sjúkraflutiingamaðurinn sem var sá eini sem komst inn á völlinn hefur fyrir löngu talað máli aðstandendanna.  Þetta er ótrúlegt og það er ótrúlegt með öllu að það hafi verið svona auðvelt að snúa sannleikanum og hvað þá í allann þennan tíma.

Barátta fjölskyldanna er rétt rúmlega aðdáanarverð, þvílík þrautsegja. Lord Juctice Taylor sem var fenginn til að rannsaka Hillsborogh slysið í maí 1989 opinberaði niðurstöður sínar í ágúst sama ár þar sem ábyrgðin var alfarið sögð vera lögreglunnar en ekki aðdáenda Liverpool. Aðstandendur fórnarlabana fögnuðu þessu vissulega en fundu strax fjölmarga galla við skýrsluna, þ.á.m. að hann hafi valið úr sönnunargöngum og sleppt sumum stofnunum, eins og sjúkraflutningsmönnum, enska knattspyrnusambandinu o.fl. allt of auðveldlega. Taylor fékk mikið af gögnum sem hann vann úr í samstarfi við lögregluna sem þar með hjálpaði honum við að velja úr sönnunargöngum. Hann hafði auðvitað ekki öll sönnunargöng eins og við höfum fengið að sjá núna og niðurstöður hans leiddu ekki mikið af sér þegar koma að leit aðstandenda að réttlæti. Hér er listað upp þeirra skoðun á skýrslu Taylor

Önnur skýrsla kom út í janúar 1990 sem jafnan er kölluð Taylar skýrslan en hún er í raun bara önnur skýrsla frá honum en snýr aðallega að breytingum á leikvöngum. Skýrslan lagði til að sett yrðu sæti á alla velli ásamt því að girðingar og hlið yrðu bönnuð á leikvöngum. Að auki voru aðrar tillögur er sneru að framkvæmd leiksins. Allt tillögur sem hafa stökkbreytt öryggi áhorfenda og í raun gjörbreytt fótboltanum.

Barátta aðstandenda fyrir réttlæti hófst fyrir alvöru í kjölfar þessarar skýrslu sem flestur héldu að ætti að vera uppreisn æru fyrir stuðningsmenn Liverpool. Það varð þó aldeilis ekki enda ekki einn einasti maður dæmdur eða dregin til ábyrgðar. Með því að hliðra til sannleikanum tókst lögreglu/sjúkraliðum/yfirvöldum í 20 ár að koma í veg fyrir að öll sönnunargögn í málinu yrðu gerð opinber.  Baráttan snerist aðallega um að fá aðgang að öllum upplýsingum um slysið, s.s. dánarorsakir og staðfestir andlátstímar hvers og eins auk upplýsinga um kolröng og ámælisverð vinnubrögð lögreglunnar. Það var því mikið áfall og nýjar fréttir fyrir þau er skýrslan sagði til um að hægt hefði verið að bjarga allt að 41 mannslífi þennan dag eftir áður uppgefinn dánartíma hefðu þeir komist fyrr undir læknishendur.

Barátta sem tekur 23 ár getur ekki annað en tekið á og erfitt getur verið að halda almenningi upplýstum. Afleiðingar þess að klára ekki málið strax frá upphafi og segja ekki sannleikann eru miklu stærri en þau 96 mannslíf sem fóru þennan dag. Líf margra var lagt í rúst í kjölfarið, einhverjir hafa fyrirfarið sér, orðið alkahólistar og þar fram eftir götunum. Fjölskyldur fórnarlambana hafa sundrast í 2-3 mismunandi hópa með mismunandi skoðanir á því hvernig best væri að ná fram réttlæti en þó auðvitað alltaf með sama markmiðið.

Margir (ég þ.m.t) muna ekkert eftir Hillsborogh slysinu eða voru ekki einu sinni fæddir þegar það gerðist. Rétt eins og eftir Heysel þá fengu stuðningsmenn Liverpool (á vissan hátt réttilega) á sig nánast alla gagnrýnina. Svipað átti sér stað eftir Hillsborogh en strax eftir útgáfu tölublaðs The Sun frá 19.apríl 1989 höfðu þeir sem vissu sannleikann óumdeildan sameiginlegan óvin og hafa haft allar götur síðan. Dagblaðið alræmda á svo sannarlega skilið allt það skítkast sem það fær á sig og í gegnum árin hefur manni fundist hatur Liverpool búa (Everton og Liverpool) beinast að The Sun á meðan lögreglan og aðrir sem sannarlega komu að þessu máli fengu minni athygli. Forsvarsmenn Sun hafa reyndar verið sérlega ósvífnir og viðhorfið gagnvart þeim hefur ekkert breyst en ég er ekki viss um að þeir sem þekkja málið aðeins lítillega hafi áttað sig á því hversu risavaxið þetta væri og miklu meira heldur en bara einhver blaðaskrif í The Sun. Þeirra heimildir voru meira að segja komnar frá lögreglunni. The Sun var ekki eini sinni eina blaðið sem fékk þessar upplýsingar og ekki heldur það eina sem birti fréttir um þessar upplýsingar. En þeir voru þeir einu sem slógu þessu upp sem heilögum sannleika og bökkuðu aldrei með það fyrr en nú 23 árum seinna er þeir gátu ekki með nokkru móti annað.  Allt of seint.

Þessvegna er enn þann dag í dag (sérstaklega eftir niðurstöður skýrslunnar) hægt að sjá svona miða í verslunum á Englandi, ekki bara í Liverpool.

Niðurstöður úr Hillsborogh hljóta að fá marga til að rifja aðeins upp niðurstöður Heysel aftur í öðru og meira gagnrýnu og ekki eins einhliða ljósi.

Það er allavega ljóst að þessar niðurstöður sem aldrei hefðu litið dagsins ljós ef ekki væri fyrir 23 ára hatramma baráttu aðstandanda þeirra sem létust í Hillsborogh sem alla tíð hafa verið vel studd af bæði Liverpool og Everton mönnum. Þau hafa verið í mótvindi nánast allan þennan tíma. Þvílíkt kjaftshögg sem þetta hlítur að vera fyrir þá sem hafa ekki haft hreina samvisku í þessu máli. Það hljóta að vera ansi margir.

Að sama skapi er það töluverður sigur að sjá hvern aðilan á fætur öðrum sem fjölskyldurnar hafa sagt vera hina raunverulegu sökudóla biðjast afsökunar. Sheffield Wednesday eigendur vallarins hafa gert það opinberlega, núverandi stjórnendur lögreglunnar hafa gert það og fordæmt yfirhalninguna, núverandi forsætisráðherra Breta sem og formaður stjórnarandstöðunar hafa gert það kröftuglega. Meira að segja enska knattspyrnusambandið og The Sun hafa beðist afsökunar og það þarf heilmikið til í báðum tilvikum. Nautheimska fíflið og einhver mesti sori jarðarinnar Kelvin MacKenzie hefur meira að segja sent frá sér afsökunarbeiðnislíki þar sem hann þó kennir öðrum um en sjálfum sér. Hann á ekki sök á Hillsborough harmleiknum sem slíkum, hann á hinsvegar risastóra sök á Hillsborough harmleiknum sem fylgdi á eftir og honum verður sannarlega aldrei fyrirgefið. Þessir  aðilar eru þó allir 23 árum of seinir og baráttan fyrir réttlæti hættir ekki núna.

Enginn var sakfelldur eftir Hillsborough, enginn dregin til saka og það eina sem gerðist var að sá sem var yfirmaðu lögreglunnar þennan dag fékk að fara á eftirlaun af „heilsufarsástæðum“. Hann var sá sem fyrirskipaði að hliðið skildi opnað er leiddi til dauða 96 áhorfenda og laug svo um það að því hefði verið sparkað upp. Hann fékk fullar launagreiðslur. Það er reyndar ekki það furðulegasta því á meðan aðstandendur fengu rétt svo bætur til að ná yfir útförina fengu starfsmenn lögreglunnar þennan dag samtals 1,2mp í bætur vegna streitu í kjölfar slysins og þess sem þeir urðu vitni að þennan dag.

Eitthvað er hægt að finna jákvætt við eftirmála Hillsborogh slysins, ekkert, ekki einu sinni Bill Shankly hefur þjappað stuðningsmönnum Liverpool eins mikið saman og þetta slys. Raunar má hið sama segja um stuðningsmenn Everton sem gjörsamlega þola ekki Liverpool og lái þeim það hver sem vill. Ekki nóg með að Liverpool hafi oftar verið ofan á í einvígi liðana á níunda áratugnum þá varð Heysel slysið (sem Liverpool fékk eitt að bera ábyrgð á) til þess að Everton gat ekki spilað í Evrópukeppninni á hátindi félagsins, er það var eitt það besta í Evrópu.

Þrátt fyrir hatur þeirra í garð Liverpool hefur ekkert lið staðið þéttar með Liverpool í eftirmálum Hillsborough heldur en Everton (Celtic þar rétt á eftir). Auðvitað er þetta jafn nálægt þeim og stuðningsmönnum Liverpool og fórnarlömb og aðstandendur jafn tengd þeim bláu og þeim rauðu. En þá ber samt að virða fyrir þetta.

Joey Barton er líklega langbesta dæmið um hvað Hillsborogh slysið er miklu stærra en fótbolti. Fyrir utan það að vera uppalinn Everton maður þá var Joey Barton án vafa óvinsælasti leikmaður Ensku úrvalsdeildarinnar (áður en Suarez tók við því af honum). Það er baulað á hann á öllum völlum… nema á Anfield Road af öllum völlum, þar var klappað fyrir honum úr Kop stúkunni. Enginn leikmaður hefur stutt baráttu Hillsborough meira opinberlega undanfarin ár heldur en Barton og fyrir það er horft framhjá öðru a.m.k. á Anfield.

Annað mjög gott dæmi um samstöðu óháð ríg var í upphafi þessa tímabils er allt of stór hluti aðdáenda United hóf að syngja allt of kunnuglega níðsöngva tengdum Hillsborough á Goodison Park, svar Everton manna var hátt og skýrt og mun hljóma áfram a.m.k. um sinn, JUSTICE FOR THE 96.

Reyndar hefur loksins orðið mikil vakning varðandi níðsöngva á fótboltaleiknum í kjölfar þess að sannleikurinn er endanlega kominn í ljós í Hillsborough. Fjölmörg lið spiluðu You´ll Never Walk Alone fyrir leiki síðustu umferðar til að heiðra minningu þeirra 96 sem létust og stuðningsmenn annara liða sýndu baráttunni fyrir réttlæti stuðning á margan hátt. Hluti stuðningsmanna United í Stretford End gat þó ekki setið á sér í sínum leik og hóf að syngja níðsönga um Liverpool eins og þeir hafa gert á öllum leikjum í mörg ár. Núna var þó loksins komið að því að þeir fengu þetta í hausinn og voru fordæmdir af klúbbnum sem og öðrum stuðningsmönnum United. Núna var þetta hreinlega of rangt til að það yrði þolað. Einn United maður sem hringdi inn á BBC eftir leik orðaði þetta frábærlega. Sama á svo sannarlega vonandi við um okkar menn, fáránlegir söngar um Munich slysið eiga ekki að heyrast aftur á Anfield.

Að lokum langar mig að setja eitt flottasta svar aðdáenda annara liða (sem til er á youtube) við fréttum af Hillsborough og það úr ákaflega óvæntri átt, frá Ítalíu. Stuðningsmenn Liverpool stóðu alls ekki einir í þetta skiptið en þetta myndband er frá frá mínútu „þögn“ úr leik AC Milan og Real Madríd, sigursælustu liðum Evrópu sem mættust í Milan í undanúrslitum Evrópukeppninnar 1989. Þetta var fyrsti leikur beggja liða eftir slysið og hlé var gert á 6.mínútu leiksins

http://youtu.be/-q64TpA-uKY

Vonandi skýrir þetta eitthvað báða þessa atburði fyrir Íslenskum stuðningsmönnum sem hafa kannski ekki farið djúpt ofan í saumana á þessum harmleikjum. Þetta er aðvitað bara úrdráttur úr miklu stærri og viðameiri sögu sem ekki er hægt að koma fyrir í “lítilli” færslu. Það eru til heilu bækurnar um báða þessa atburði. Það var engan vegin ætlunin að reyna fegra hlut stuðningsmanna Liverpool í Heysel þó ég sé á sama tíma til í að rökræða við þá sem segja málið einfalt og skrifist eingöngu á stuðningsmennina. Um Hillsborough vitum við öll miklu meira og fáum líklega að vita mikið meira á næstu vikum og mánuðum, blessunarlega er því máli ekki ennþá lokið en núna loksins sér vonandi fyrir endann á því. Sem stuðningsmaður Liverpool þekki ég ekkert annað en baráttuna fyrir réttlæti á Hillsborough og þó þetta sé ansi langt frá manni hafði það furðu mikil áhrif að sjá fjölskyldurnar loksins ná að stíga gríðarstórt skref í átt að réttlæti. Þau hafa ekki verið að biðja um meira en það.

Margir sem hafa verið í fararbroddi þeirrar baráttu hafa unnið þvílíkan sigur fyrir alla stuðningsmenn Liverpool (og fótbolta) að þau ættu ekki að þurfa greiða fyrir sitt áfengi í Liverpool borg aftur. Sigur sem þó er í skugga svo mikils harmleiks að enginn hefur áhuga á að fagna eitthvað sérstaklega.

Justice for the 96
& RIP 39
Babu

 

64 Comments

  1. Færsla heldur í stærri kantinum núna (8000+ orð) enda efnið stór og mikilvægur partur af Liverpool F.C. Eins og síðasta vika sannaði heldur betur hefur ekki alltaf verið fjallað rétt um þessa harmleiki og eftirleik þeirra (utan þeirra sem búa í Liverpool og voru á staðnum). Þessi þráður er algjörlega eingöngu um Heysel og Hillsborough. Það er opinn þráður hér að neðan eingöngu til þess að halda þessari færslu “hreinni”.

  2. Frábært, góð yfirferð. Fullt nýtt um Heysel sem maður vissi ekki áður.
    takk fyrir þetta!

  3. Frábær grein, ein sú besta sem ég hef lesið á annars stórkostlegri síðu. Annars held ég að þú eigir við yfirhylmingu þar sem þú ritar yfirhalning. T.d. þegar þú ræðir um hlut Járnfrúarinnar í Hillsborough

    (Innskot Babu – takk, lagaði þetta)

  4. Er ekki fá því að þetta sé einn besti pistill sem skrifaður hefur verið á þessa frábæru síðu. Takk kærlega fyrir þetta Babu.
    Hefði ég hatt væri ég búin að taka hann ofan bæði í minningu fórnalambanna og fyrir pistlinum.

    JTF 96
    YNWA

  5. Flott hjá þér að skrifa 8000 orða grein og skoða málin bara frá einni hlið.

    Á varla orð til að lýsa þessum pistli.

    Framkoma Liverpool eftir Heysel-slysið var klúbbnum til skammar. Allt gert til að firra sig ábyrgð og margir stuðningsmenn kenndu Chelsea-mönnum m.a. um.

    20 ár liðu þangað til þeir biðu Juve svo afsökunar og við sáum vel hvaða skoðun Juve-menn höfðu á þeirri afsökunarbeiðni. Minni líka á hvað Del Piero sagði fyrir ekki mörgum dögum.

    Vel gert líka að dissa Roma og stuðningsmenn þeirra. Skoðaðu báðar hliðar málsins maður.

    Veit að þetta er ekki hlutlaus síða, en samt.

  6. Patti:

    Á varla orð til að lýsa þessum pistli. Framkoma Liverpool eftir Heysel-slysið var klúbbnum til skammar. Allt gert til að firra sig ábyrgð og margir stuðningsmenn kenndu Chelsea-mönnum m.a. um.

    Kjaftæði. Stuðningsmenn hafa alltaf tekið sínum parti af ábyrgðinni, það var vissulega bent á að það voru ekki bara stuðningsmenn Liverpool sem fylgdu liðinu, það var ekkert óalgengt á þessum tíma og átti við þarna. En þeir sem voru dæmdir voru frá Liverpool svæðinu. Það kom síðan á daginn er skýrsla um málið kom út að þessi harmleikur skrifaðist ekki bara á hluta stuðningsmanna Liverpool.

    20 ár liðu þangað til þeir biðu Juve svo afsökunar og við sáum vel hvaða skoðun Juve-menn höfðu á þeirri afsökunarbeiðni. Minni líka á hvað Del Piero sagði fyrir ekki mörgum dögum.

    Það voru strax samskipti milli liðana eftir leik og jafnvel talað um vináttuleik milli liðana. Ian Rush fór meira að segja á milli árið eftir. Svo þegar liðin mættust 20 árum seinna var heldur betur beðist afsökunar? Hvað nákvæmlega átti ég að fordæma hérna?

    Vel gert líka að dissa Roma og stuðningsmenn þeirra. Skoðaðu báðar hliðar málsins maður.

    Veistu eitthvað um hvernig stuðningsmenn Roma höguðu sér daginn sem þeir fengu Liverpool í heimsókn? Pottþétt slagsmál beggja vegna en umfjöllunin um þann dag er ekki falleg fyrir Roma og það má alveg gagnrýna það að halda þennan leik á heimavelli annars liðsins. UEFA hefur btw ekkert lært. Það sem ég skrifa um Roma leikinn er frá nokkrum bókum og greinum manna sem fóru á leikinn og voru á svæðinu.

    Veit að þetta er ekki hlutlaus síða, en samt.

    Reyndu að færa betri og sönn rök fyrir þínu máli, þetta er skrifað eftir bestu vitneskju.

  7. Frábær skrif hjá Babu, takk kærlega fyrir þessa grein, það er eins og eitthvað leysist úr læðingi eftir að sannleikurinn kom í ljós, þá á ég við alla sem hafa stutt þennann klúbb, mér líður allavega þannig, mikill léttir fyrir hönd allra sem hafa staðið í þessari baráttu fyrir sannleikanum.

    Justice for the 96

  8. þetta er það sem ég las um þessa söngva á United síðu,

    Contrary to reports you might have read, there weren’t any audible chants about Hillsborough yesterday. Following a chant of “racist bastard”, about Luis Suarez, the “always the victim, it’s never your fault” was sung. This is a song that originated following Liverpool FC’s refusal to accept Suarez’s guilt after he had racially abused Evra. The words “always” and “never” suggest the chant is about more than just Suarez though. Following the Heysel disaster, where 39 people died, Liverpool’s chairman, John Smith, claimed it wasn’t Liverpool fans who caused the deaths, but Chelsea fans who were in the crowd at the Liverpool vs Juventus European Cup final. This song has been sung every week, home and away, since it was first sung. Yesterday, the first time it was sung was five minutes in to the game, directly following the “racist bastard” chant, as it usually is. Was it bad taste and thoughtless to sing it yesterday? Probably, particularly given how eager the media is to create something out of nothing so they have a story for next weekend, but after being sung loudly every week for almost a year, it’s strange now for the media to decide it’s about Hillsborough. It’s incredibly irresponsible for some sections of the press to claim this chant is about Hillsborough, particularly with our trip to Anfield next weekend, and unbelievable they can get away with it. To suggest that 1000s of United fans have been mocking the tragedy every weekend for months in singing this song is bang out of line.

  9. Jón United maður

    Já þetta er magnað, að hugsa sér að þetta eru rökin frá sama söfnuði og reiðist ef talað er um eitthvað annað en að öll sök Heysel hafi legið hjá stuðningsmönnum Liverpool.

    Þetta lag (eða lög í sama anda) urðu til löngu áður en Suarez fór að spila á Englandi og það var ENGIN tilviljun að þetta lag var sungið sömu viku og Hillsborough skýrslan var gerð opinber. Þetta var enginn klassi og sem betur fer eru langflestir United menn að fordæma þetta og mjög ósáttur við þennan hluta stuðningsmanna. Eina liðið sem var ekki að sýna fórnarlömbum Hillsborough virðingu þessa helgi heldur syngja níðsöngva um félagið þess í stað.

    En ok, segjum að þetta sé satt og rétt, sneri ekki að Hillsborugh…andskotan er United að syngja níðsöngva um Liverpool á leik gegn Wigan? Þetta bara heldur ekki vatni.

  10. “This song has been sung every week, home and away, since it was first sung. Yesterday, the first time it was sung was five minutes in to the game”
    etta er úr brotinu af greininni sem ég setti inn.
    Ég get nú ekki svarað því af hverju þetta er sungið í hverri viku en þetta er sungið á öllum leikjum og þó að skýrslan um Hillsborough hafi loksins komið út er ekki hægt að segja að þetta tvennt tengist eitthvað.

  11. Frábær grein.

    Þetta er minnihluti united manna sem hagar sér svona og frekar vændræðanlegt að reyna að afsaka þá.

  12. Frábær grein og mjög upplýsandi, alltaf gaman að því þegar stuðningsmenn annara liða reyna að réttlæta níðsöngva sinna manna, ég bara vona svo innilega að við eigum aldrei eftir að heyra níðsöngva frá stuðningsmönnum Liverpool um harmleiki annara liða. Ég á heldur ekki von á því að UEFA eða enska knattspyrnusambandið eigi eftir að taka á sig sinn þátt í þessum slysum.

  13. Mögnuð grein og frábært og ítarlegt yfirlit.

    Eitt sinn hitti ég gallharðan Evertonmann á fimmtugsaldri. Nógu gamall til að hafa verið fullorðinn (ungur maður) þegar Heysel og Hillsborough gerðust. Hann var grjótharður í stuðningi sínum við okkar fólk í þeim málum, enda frá Liverpool. Það sem kom mér hins vegar á óvart í málflutningi hans var óbeit hans eða hatur á Járnfrúnni. Hann fræddi mig bæði um Hillsborough og hvernig hún hefði, eins og þú bendir réttilega á Babu, beitt lögreglunni þannig að öll gagnrýni á hana var þögguð, lögreglan gerði engin mistök, hvorki þarna né í öðrum málum, t.d. verkföllum námaverkamanna frá því nokkrum árum áður, eða í réttarhöldunum yfir “the Guildford five” sem myndin In the name of the father var gerð eftir.

    Á þessum tíma var mjög harðneskjulegt andrúmsloft í Bretlandi, ekki síst vegna átakanna við IRA og Margaret Thatcher hellti stöðugt olíu á eldinn. Þessi maður sagði hreinlega að hún hefði verið fjöldamorðingi á sínum tíma og líkti henni við Stalín, sem mér fannst kannski heldur ýkt. Og þó. Hún lagði heilar ættir í rúst með því að eyðileggja námaiðnaðinn í norðurhluta Englands og í Skotlandi og eins og þú kemur inn á Babú, afleiðingar atvinnuleysis og áfalla sem þessara eru sjálfsvíg, þunglyndi, drykkja og eiturlyfjaneysla. Thatcher er ábyrg fyrir þessu og sennilega er hún eitt það versta sem hefur komið fyrir breska alþýðu, sennilega síðan Henry áttundi var og hét.

    Til að svara Patta þá myndi ég halda að nóg hefði verið skrifað um sök stuðningsmanna Liverpool. Það sem gerðist í síðustu viku var uppreisn æru, og alveg eðlilegt að skrifað sé um það hérna. Þá tek ég undir það að þessi þráhyggja stuðningsmanna United á Liverpool og öllu því liði tengdu er stórundarleg og til skammar fyrir þann hóp. Eitt sinn villtist ég á Old Trafford og sá leik United og Fulham. Fleiri níðsöngvar um Liverpool voru sungnir en stuðningssöngvar við Manchester United. Það eitt og sér er stórfurðulegt.

    Takk fyrir greinina Babu, mjög vel gert.

  14. Glæsileg yfirferð hjá Babú og mikilvægt að átta sig á tengingunni.

    Árið 1984 vann Liverpool leik í Rómaborg. Á þeim tíma var ekki net og á Íslandi reyndi maður að hlusta á BBC þegar veður gafst og svo bárust fótboltablöð vikulega, sem hétu Shoot! og Match. Foreldrar mínir létu það eftir mér að gerast áskrifandi og í dag er ég alveg ferlega svekktur að hafa ekki geymt nokkur blöð.

    Vikuna eftir að LFC vann Evrópubikarinn voru lýsingar á ástandinu í Róm. Það voru HRIKALEGAR lýsingar á ofbeldi sem fólk varð fyrir, skipulagðar árásir heimamanna á alls ekki bara bullur. Ekki var síður rætt um það að lögreglan og herinn hafi beitt ofbeldi á áhangendur LFC. Ekki bara bullur, heldur líka börn og fjölskyldufólk. Auðvitað hefur einhver hópur LFC-aðdáenda verið til vandræða en þetta var í fyrsta skipti sem rætt var um að allir aðdáendur fengu að kenna á því.

    Heysel var kjaftshögg og klúbburinn tók það á sig. Erfitt að finna fréttir á netinu en það var algerlega ljóst frá byrjun að LFC gerði enga tilraun til að breiða yfir nokkurn skapaðan hlut þar. Það þó að LFC hafi gert alvarlegar athugasemdir við val á leikvanginu fyrirfram og hótað að mæta ekki til leiks. Hef farið og skoðað aðstæður í kringum Heysel og það er alveg ljóst að á því opna svæði sem völlurinn stendur hefur verið ansi erfitt að stoppa hópa sem vildu slást og í kjölfar átakanna í Róm voru ansi miklar líkur á því. Völlurinn sjálfur var lélegur og stúkan skemmd, en um það er ekki rætt í dag. LFC mótmælti ekki dómi sínum og áfrýjaði heldur engu þegar lengra bann okkar en annarra var staðfest þegar enskum liðum var hleypt aftur inn.

    Svo að það að segja að LFC hafi bent á Chelsea til að fría sig ábyrgð er grófur ósannleikur Patti en það var hins vegar bent á nokkur atriði hjá UEFA þegar dómurinn var upp kveðinn um atvik í kringum knattspyrnuleiki enskra og þar átti LFC ekki mörg tilvik, en önnur lið þó nokkur og miklu, miklu fleiri en LFC.

    Langmest var að sjálfsögðu í kringum enska landsliðið, þar sem það fór var yfirleitt allt sett á annan endann! Hooliganism (bullismi) var enskur veruleiki á þessum tíma og frú Thatcher einfaldlega þoldi ekki þann stimpil sem landið fékk á sig. Eins og með námaverkamennina (og á N.Írlandi) voru skilaboð hennar einföld. Beitið valdi ef með þarf til að halda skikk á þessu “liði”.

    Og það á þátt í hörmungunum á Hillsborough sem eru ógleymanlegir þeim sem eftir þeim muna. Ég hef oft haft áhuga á því að reyna að komast að Bjarna Fel. sem var á leiknum og heyra hans hlið á því máli, miðað við það sem maður les virðist ástandið í kringum leikinn hafa verið mikið fíaskó, fíaskó sem svo drap 96 einstaklinga, slasaði rúmlega 400 alvarlega og skildi eftir sig andlegan skaða hjá þúsundum.

    Loksins núna er farið að horfa fast á þá einstaklinga sem algerlega brugðust þennan dag og á næstu vikum / mánuðum má telja líklegt að einhver dómsmál muni rísa þar sem aðstandendur geta loksins gert tilkall til þess að fá réttar upplýsingar um andlát ættingja sinna og leitað bóta, ekki til að verða rík, heldur að undirstrika réttlætið sem þarf fram að ganga.

    United aðdáendur eru ekki með lága greindarvísitölu Jón, bara alls ekki. Mér er skítsama hvers vegna þessi texti var saminn og um hvern. “það er ekkert ykkur að kenna, þið eruð alltaf fórnarlömbin, það er ekkert ykkur að kenna”

    Taktu sérstaklega notkunina á fleirtölunni í þessu efni en það er auðvitað ljóst að með því að syngja þetta um helgina var svartur blettur límdur á klúbbinn þinn og sem betur fer brást klúbburinn rétt við og fordæmdi þessa hegðun og fær fyrir það stóran plús hjá mér! Svo í guðs, guðs bænum ekki þú fara að bakka með það að þarna voru á ferð “mindless thugs” sem enginn á að verja!

    Því það var fullkomin tilviljun að það voru Liverpool aðdáendur sem lentu í slysinu og hefði í raun getað verið hvaða klúbbur sem er sem hefði fengið Leppings Lane hólfinu úthlutað á Hillsborough og nú þegar sá sannleikur er uppi er það í þágu allra sem fara á slíka leiki að halda því á lofti en ekki einhverju sem beint er að þeim sem fyrir slysinu urðu.

    En aftur, frábær pistill Babú, þó þú hafir verið í Lego og líka að leika þér eitthvað 15.apríl 1989 þá hefurðu náð að fanga þessa atburði hér hrikalega vel. Þetta voru tveir atburðir sem ég mun aldrei gleyma, af ólíkum ástæðum, og það skiptir máli að þeir gleymist ekki!

    Y.N.W.A.

  15. Mjög góður pistill og áhugaverð lesning. Ég man mjög vel eftir báðum þessum leikjum og þá sérstaklega Hillsborough. Ég var þá 13 ára og ég man að ég var eitthvað upptekinn þannig ég missti af byrjunin á leiknum og kveikti á sjónvarpinu í von um að hafa ekki misst af nein en þá blasti bara óhugnaðurinn við manni.

    Ég hins vegar get engan veginn skilið afhverju United aðdáendur (eða hvaða aðdáendur sem það ger) eru að syngja nýðsöngva um lið sem þeir eru ekki að spila gegn get bara ekki séð neinn tilgang í því. Ég man líka eftir þegar ég fór einu sinni á Old Trafford og var að fara á leik United – Tottenham (eftir að hafa séð Everton vinn Liverpool á Goodison) og þá voru menn þarna í bolum sem á stóð “I h8 scourses”

    En þarna er náttúrlega rígur sem maður gerir sér ekki grein fyrir og Liverpool aðdáendur hafa nú sungið nýðsöngva um United sem menn ættu að skammast sín fyrir. Ef ég væri United aðdáandi á Íslandi myndi ég alla vega ekki vera að reyna að réttlæta slíka hegðun sérstaklega ekki þegar klúbburinn sjálfur hefur fordæmt hana.

  16. Babu 8 :

    Sir John Smith talaði nú m.a. um þetta, færð varla meiri stuðningsmann Liverpool en það. Sé að Maggi var líka e-ð að vitna í mig, bendi honum þá á Smith líka. Ef þú hefðir verið inn í umræðunni um Liverpool á 9. áratugnum þá hefðirðu tekið eftir þessu, Liverpool-stuðningsmenn þreyttust seint á því að kenna Chelsa-mönnum um. Það var vægast sagt ógeðfellt.

    Hvers konar samskipti voru það? Það var aldrei nein iðrun né auðmýkt í gangi af hálfu Liverpool fyrr en 20 árum síðar. Ítalir (og þá á ég ekki bara við um stuðningsmenn Juve, sem er btw mest hataða lið Ítalíu) munu bara ekki gleyma framkomu Liverpool í þessu máli. Klúbburinn varð sér til skammar og er og verður litaður af þessu um aldur og ævi á Ítalíu.

    Veit allt um það, hef rætt þetta við marga Rómverja og spurt þá út í þessi mál. Þú hins vegar tókst bara ensku hliðina en kaust að líta framhjá þeirri ítölsku.

    Hvað viltu að ég geri? Ég er allur af vilja gerður. Lofa samt engum 8000 orða skýrslum.

  17. Patti ég held að við verðum þá bara að trúa sitthvorum aðilunum. Finnst eins og þú sért að rembast við að sverta þátt stuðningsmanna/Liverpool eins og hægt er eins og var einmitt gert í kjölfar þessara atburða.

    Útiloka alls ekkert að Sir John Smith hafi talað um stuðningsmenn annara liða enda var það líklega raunin á þessum leik (ekki endilega í sjálfum ólátunum inni á vellinum samt). En útiloka heldur alls ekki að United menn hafi hangið á þessu eins og rjúpa við staur og snúið vel út úr þeim og raunar er það nú svo að ég finn ekki þessi ummæli Smith með fljótlegri google leit, nema á Manchester United spjallborðum. Af hverju ætli það sé?

    Sé hins vegar ummæli höfð eftir honum um að þessi völlur hafi ekki verið nothæfur fyrir fótboltaleik, hvað þá úrslitaleik og það er líklega eitt af þessum atriðum sem þú ert að reyna týna til að Liverpool hafi gert „allt“ til að firra sig ábyrgð. Verst að þetta reyndist hárrétt hjá honum blessuðum. Félagið fordæmdi líka þá sem hlut áttu að máli

    Liverpool condemned the violence, but the late Sir John Smith, chairman of the club at the time, said: „The ground was not good enough for an ordinary match, let alone a final.

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/4400953.stm

    Hvað Roma leikinn varðar hef ég heyrt/lesið Englendingana lýsa því nokkuð nákvæmlega hvernig Ultras hópar Roma létu sem og lögreglan sem einmitt var líka eðllega á bandi heimamanna. Þessir Rómversku vinir þínir (sem ég trúi nú mátulega að séu til) fóru ekkert inn á það?

    En við verðum ekki sammála hér og líklega óþarfi að eyða fleiri orðum í það.

  18. Patti.

    Veit ekki í hvað þú ert að vísa, var alveg klárlega jafn mikið inn í umræðunni á 9.áratugnum og þú, veit ekki alveg hvað þú ert að reyna að vísa í með Sir John Smith en blessaður vísaðu í einhverjar heimildir eða greinar um það að Liverpool hafi verið að benda á Chelsea. Satt að segja þá held ég nú bara að Chelsea (sem vissulega hefur lengi haft orð á sér fyrir að eiga stóran bulluhóp, sem m.a. sást vel í mynd um þá sem toppaði þegar gengi reyndi að koma af stað slag í snjókomu í Tromsö) hafi bara á þessum tíma ekki leikið í neinni Evrópukeppni og bara utan efstu deildar.

    Juventus og Liverpool tóku upp viðræður strax um haustið vegna kaupum á Ian Rush og hann hefur sjálfur rætt um þær viðræður bara í mín eyru og talað um það að andrúmsloftið á milli klúbbanna hafi verið afskaplega gott og vel á móti honum tekið. Á þessum tíma var fótboltinn líka á allt öðrum stað en nú, leikmenn ekki með stjörnustatus og stór hluti áhorfenda ungir atvinnulausir menn, þar er nú allt annað landslag!

    Hins vegar held ég nú bara að þessi afsökunarbeiðni hafi verið sett í gang í kringum fyrsta leikinn milli liðanna sem skipti máli. Að sjálfsögðu skil ég aðdáendur Juve sem misstu ættingja í Heyselslysinu að eiga erfitt með að fyrirgefa LFC og aðdáendum. Auðvitað!

    Hins vegar ert þú að einfalda málin ef þú heldur því fram að Heyselslysið eitt og sér hafi orðið til að banna ensk lið í Evrópukeppni. Ef þetta hefði verið einstakur atburður hefði LFC að sjálfsögðu verið eitt liða bannað. En það var ekki Patti og verstu útkomuna í þessu máli fengu án vafa Everton sem voru með frábært lið og höfðu by the way ekki lent í neinum málum sem tilkynnt voru til UEFA. En það var m.a. vegna þess að Thatcher bannaði öllum enskum liðum aðgang að keppnunum að UEFA greip til þessa banns.

    En þú virðist eiga afskaplega mikið sökótt við LFC-bullur og þá bara verður svo að vera. En ég treysti því að þú sláir ekki fram neinu um Sir John Smith nema að geta bakkað það upp með öðru en einhverju sem þú einn manst eða dæmir mál út frá samtölum við Rómverska vini þína.

    Og ef þú vilt neita því sem Babu er að tala hér um og vísar í opinberar heimildir og vilt áfram vera staðráðinn í því að LFC sé ljóti kallinn, þá það! Ekki ástæða til að eyða mörgum metrum í það!

  19. FRÀBÆR GREIN BABU. Virkilega ahugaverð lesning.

    En eg ætla að spurja herna inni nuna i 3-4 sinn þa Kristjan Atla og Einar Orn er ekkert hægt að gera þetta þannig fyrir þa sem eru i farsima að maður þurfi ekki að yta a next eins og i þessari færslu 13 sinnum til að geta komist inni kommentin. Það virkar ekki að yta a show comments a bls 1 þvi þa færist maður bara a siðu 2. Þetta er rosalega timafrekt þegar greinin er 5-7 eda 13 bls a lengd. Maður les greinina alla einu sinni en langar svo kannski 10-20 eda 100 sinnum að fara inní commentakerfið og sja nyjustu komment og þa er það mjog timafrekt ef maður þarf að fletta i gegnum þessar 13 bls i hvert einasta skipti.

  20. Frábær grein hjá þér Babú. Einn af betri pistlum ársins held ég bara.

  21. Frábær lesning Babu, þú ættir kassa af bjór skilinn fyrir þín frábæru skrif í gegnum árin.

  22. Mikill metnaður sem fer í þennan vef, þessi skrif eru en ein sönnun á því. Takk fyrir mig.

    Verðum við síðan ekki bara að taka því sem hrósi þegar stuðningsfólk annara liða leggur leið sýna hingað inn og tekur þátt í umræðunni (vonandi málefnanlega).

    YNWA

    Geiri

  23. Patti, svo gerir þú uppá bak með þessari vísun (#6) í einhver ummæli Del Piero sem eru ekki til. Heldur er um að ræða orð FYRRverandi umboðsmanns hans sem er að lýsa einhverju sem hann heldur að hafi verið ástæðan án þess að hafa neitt á bakvið sig.

  24. Fallegt að heyra að fyrir leik stoke og City og readin -tottenham var YNWA sungið minningar um Hillsborough. Veit ekki til þess að það hafi verið gert fyrir leik Manu.

  25. Patti, svo gerir þú uppá bak með þessari vísun (#6) í einhver ummæli
    Del Piero sem eru ekki til. Heldur er um að ræða orð FYRRverandi
    umboðsmanns hans sem er að lýsa einhverju sem hann heldur að hafi
    verið ástæðan án þess að hafa neitt á bakvið sig.

    Hvaða hvaða, hann hefur þetta af fotbolta.net og goal.com 😉

  26. Sælir

    Mjög fræðandi og að mörgu leiti góður pistill Babu, og einnig mjög gott að sannleikur í kringum Hillsborough slysið skulli vera komin í ljós. Sá heimildarmyndina fyrir einhverjum árum síðan og var staðfastur á því að slysið hafi ekki verið sök stuðningsmanna Liverpool, til hamingju með þennan áfanga sigur. Skiljanlega ferð þú í gegnum forsögu þess sem leiðir til þeirra aðferða sem notaðar voru við rannsókn(yfirhylmingu) Hillsborough slysins, fæ samt á tilfinninguna þegar ég les pistillinn og að þú sért að réttlæta eitt rangt með öðru röngu, þar að segja að bera saman Heysel harmleikinn réttilega einn svartasta blett í sögu Liverpool og Hillsborough slysið.

    Finnst þessir tveir atburðir hafa lítið samhengi fyrir utan það að vera svartir blettir í fótbolta sögunni og réttilega eins og þú segir gefið þeim yfirvöldum sem komu að Hillsborough harmleiknum byr undir báða vængi til að mála Liverpool aðdáendur sem sökudólga í þessu hræðilega slysi. Sökin í Heysel liggur í mörgum þáttum eins og þú segir og koma hefði mátt i vegi fyrir það sem skeði en þá má að sama skapi segja að ef ákveðin hópur Liverpool aðdáenda hefðu ekki mæti með því hugarfari, eins og þú orðar það:

    Löng saga stutt, stuðningsmönnum Liverpool var alls ekki vel við Ítali og það var alltaf ljóst að þeir myndu ekki hörfa eins mikið og á hlutlausum velli og þeir gerðu í Róm.”

    Eftir Róm ´84 er því óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool voru sannarlega „up for it“ þegar kom að þessum leik enda mótherjarnir aftur ítalir.”

    Mér finnst umfjöllun þín um Hillsborough mjög góð en undanfari þess finnst mér vera svolítið eins og fyllibyttan sem verðu einhverjum að bana í umferðinni og notar “ef ástæður hefðu verið betri þá hefði þetta aldrei skeð en að sjálfsögðu ber ég alla sök”. Það er ekki hægt að afsaka ofbeldi með ofbeldi og ekki hægt að afsaka eitt rangt með öðru röngu. En annars príðis pistill um víðkvæmt málefni og flott síða hjá ykkur poolurum, vonandi tekst ykkur að stríða united um komandi helgi.

    p.s. Babu wikipedia heimildir eru ekki alltaf þær mest áreiðanlegustu no pun intended.

  27. Mögnuð virðing Everton fyrir minninguna um 96 fyrir leikinn gegn Newcastle!

  28. Ég er fæddur árið 1975 og ég man fyrst eftir mér sem stuðningsmanni LFC vorið 1984. Man ekki lengra aftur, en hef alltaf verið Púllari.

    Hillsborough-leikurinn var á RÚV (á þeim tíma þegar venjulegt, heiðarlegt fólk fékk að hafa enska boltann í friði fyrir markaðsöflunum) og ég kveikti nokkrum mínútum of seint. Bjarni Fel var að lýsa og það er mjög minnisstætt hversu mikið honum brá þegar hörmungarnar hófust.

    Þetta er náttúrulega meira en pistil, þið væruð vel sæmdir að þessu sem masters- eða doktorsritgerð, herrar mínir.

    Hvað Everton áhrærir, minnir mig að standi í LFC bók Eggert Þórs (þar sem þrennan 2001) er lokakaflinn að stuðningsmenn Everton hafi sungið YNWA með LFC fólki á bikarnum 1989. Sem er ódauðlegur leikur. Man að nokkrum árum seinna gátu þeir fallið með tapi í lokleiknum og lentu 2-0 undir. Hélt af einhverjum ástæðum með þeim og þeir bláklæddu sluppu með 3-2 sigri. Þeir eiga gott skilið í kvöld.

  29. skemmtilegur pistill, þó finnst mér hlutinn um Heysel mjög litaður og mikið gert til að verja lfc stuðningsmenn.

    en heilt yfir skemmtileg lesning

    takk fyrir

  30. Jú það var flott að sjá þessa athöfn á Goodison Park, einnig var flott að sjá Sammy Lee og Ferguson á vellinum og að sjálfsögðu Margaret Aspinall. En djöfull var magnað að sjá að Moyes hafi farið úr eldgamla og skítuga æfingagallanum og klætt sig í jakkaföt, þegar það gerist þá er nokkuð ljóst að honum var alvara 🙂

  31. 23 Babu :

    Þannig að þegar Smith talaði um National Front þá var hann ekki að vísa óbeint í Chelsea-menn? Lærðu að lesa á milli línanna.

    Þú skoðaðir málið ekki frá ítölsku hliðinni, það er það sem ég er að gagnrýna.

    Þekki nóg af Rómverjum og Ítölum þakka þér fyrir. Varðandi Roma-Liverpool þá skoðarðu aftur bara hina ensku hlið. Það kalla ég ekki góða heimildavinnu.

    Og nei, ég er sammála þér, við verðum seint sammála um þetta mál en ég áskil mér allan rétt til að svara svona einhliða pistli um Heysel þegar ég sé hann.

    24 Maggi :

    Þá vorum við ekki í kringum sama fólkið, þetta heyrði ég ítrekað, bæði hér heima og í Bretlandi. Þetta var altalað og nánast orðið að goðsögn hjá Liverpool-mönnum.

    Veit svo ekki hvað þú átt við þegar talar um bann enskra liða, hvar talaði ég um það?

    Ég kann bara illa við einhliða umræðu og er að reyna benda á að það er önnur hlið á þessu máli sem ekkert var farið í.

    29 Mummi :

    Og heldur þú að fyrrverandi umboðsmaður hans viti ekki ágætlega hug Del Piero? Hefur Del Piero eitthvað neitað þessum ummælum hans?

  32. Virkilega flott hjá Everton mönnum í kvöld, það eina sem vantaði uppá væri að Youll Never Walk Alone hefði fengið að hljóma undir.

    óska enn eftir svari frá Kristjáni Atla eða Einari Erni við því sem ég er að segja í kommenti mínu númer 25

  33. Nr. 33 Stebbi
    Takk fyriir póstinn, finnst þú þó töluvert vera að gera lítið úr þessu og langar að svara nokkrum atriðum, byrjum á því neðsta.

    p.s. Babu wikipedia heimildir eru ekki alltaf þær mest áreiðanlegustu no pun intended.

    Heldur þú virkilega að þessi pistill sé skrifaður upp frá wikipedia?

    Skiljanlega ferð þú í gegnum forsögu þess sem leiðir til þeirra aðferða sem notaðar voru við rannsókn(yfirhylmingu) Hillsborough slysins, fæ samt á tilfinninguna þegar ég les pistillinn og að þú sért að réttlæta eitt rangt með öðru röngu, þar að segja að bera saman Heysel harmleikinn réttilega einn svartasta blett í sögu Liverpool og Hillsborough slysið.

    Þetta segir þú í upphafi eins og þetta eigi ekki við en listar svo upp ástæður þess að ég tala um Heysel sem undanfara þess sem gerðist eftir Hillsborough. Þessir atburðir eiga fjölmargt sameiginlegt. Ég er ekkert að reyna að réttlæta neitt með þessu bara að benda á staðreyndir sem hafa ekki fengið að fljóta með í árana rás. Það réttlætir ekki gjörðir þeirra sem hlut áttu að máli úr stuðningsmannasveit Liverpool en eins og seinna kom fram var sökin alls ekki öll þeirra.
    Gleymist oft að þetta var slys og það hrundi veggur sem hefði líklega ekki gerst á almennilegum velli, þ.e.a.s. þetta voru ekki kaldrifjaðir morðingjar sem voru þeir fyrstu í knattsprusögunni til að ráðast að stuðningsmönnum andstæðinganna. Það átti sér stað á hverjum leik á þessum tíma og var mjög vel vitað fyrir leik..
    Þar fyrir utan var gæslan á leiknum til skammar og menn dregnir til ábyrgðar fyrir það í kjölfarið. M.ö.o. völlurinn og gæslan óviðunandi rétt eins og á Hillsborough. Eins innihélt þetta slys stuðningsmenn Liverpool og þeim var í báðum tilvikum kennt alfarið einum um. Það átti að hluta við rök að styðjast á Heysel eins og rækilega er komið inná en gerði yfirvöldum á Englandi líka allt of auðvelt fyrir í kjölfar Hillsborough, eitthvað sem flestir af þeim sem hlut áttu þar á máli fá vonandi að súpa seiðið af núna.

    Mér finnst umfjöllun þín um Hillsborough mjög góð en undanfari þess finnst mér vera svolítið eins og fyllibyttan sem verður einhverjum að bana í umferðinni og notar„ ef ástæður hefðu verið betri þá hefði þetta aldrei skeð en að sjálfsögðu ber ég alla sök“. Það er ekki hægt að afsaka ofbeldi með ofbeldi og ekki hægt að afsaka eitt rangt með öðru röngu.

    Þarna verum við bara að vera ósammála og mér finnst þetta frekar óviðeigandi samlíking. Þú horfir mjög þröngsýnt á þetta eins og hentaði vel á þessum tíma. Það hefur enginn verið að réttlæta gjörðir þeirra stuðningsmanna sem hlut áttu að máli og Roma leikurinn er nánast alltaf nefndur þegar fjallað er um leikinn árið eftir, ekki til að réttlæta neitt heldur skýra út andrúmsloftið á þessum tíma.
    Það er síðan ekkert hægt að fjalla um Heysel án þess að fara yfir aðstæður þó það henti þeim illa sem vilja bara skoða þetta mál frá einni hlið. Þær voru stórhættulegar, buðu hreinlega upp á svona harmleik eins og bent var á fyrir leik og menn voru dregnir til ábyrgðar í kjölfarið.

  34. Þvílíkur klassi hjá Everton mönnum!

    Ein tilfiningalegasta stund sem sést hefur á knattspyrnuvelli.

    Mér fannst fallegra að leyfa “The long and winding road” að hljóma undir. Enda mikill Bítlamaður.

    (Innskot Babu – er kannski að misskilja póstinn en Everton spilaði ‘He Ain’t Heavy, He’s My Brother’ með The Hollies – mjög flott og viðeigandi)

  35. Nóg komið held ég af andsvörum, bara ekki til neins.

    Pistillinn stendur 1000% á þeirri línu sem ég er á og tel mig hafa lesið það mikið og fylgst það vel með málunum tveimur að ég sé með þá mynd sem er rétt. Læt það duga…

  36. Frábær pistill. Sá allra besti sem hefur verið skrifaður hér á síðunni frá upphafi.

    Ég skil ekki þá sem gagnrýna “einhliða umfjöllun” um Heysel. En ég býst við því að sumum finnist skrif sem ekki setja sökina 100% á stuðningsmenn Liverpool vera einhvers konar hvítþvott. En það þýðir ekkert að rökræða við suma, sérstaklega þá sem eiga Rómverska vini og kvarta yfir einhliða umræðu án þess að leggja nokkurn skapaðan hlut í umræðuna að öðru leyti.

    YNWA 96

  37. Ég held að kæri vinur Patti, eins og hin Hjallíska Margrét Pála myndi segja, ætti að lesa betur flottan og fræðandi pistil Babu. Augljóslega mikil vinna og metnaður lögð í skrifin. Skoðaðu t.d. þennan texta Patti:

    “Ekkert af þessu afsakar þá stuðningsmenn Liverpool sem tóku þátt í þeim atburðum sem leiddu til dauða 39 saklausra áhorfenda sem flestir voru á bandi Juventus. Þetta er klárlega svartasti bletturinn í sögu Liverpool Football Club og reyndar UEFA líka. Orðspori félagsins var í rústað þennan dag og stuðningsmönnum liðsins (réttilega) kennt um. ”

    Það er ekkert verið að fegra eitt né neitt, fyrst og fremst verið að benda á staðreyndir. Þar fyrir utan er eigendum þessarar síður fullkomlega frjálst að skrifa sínar eigin hugleiðingar hér eins og við hinir getum opnað okkar eigin blogg síður til frjálsrar tjáningar.

  38. Viðar Skjóldal – fyrirgefðu, ég sá fyrri spurninguna ekki. Ég hef skoðað þetta áður og mér sýnist því miður að það sé ekki hægt að stjórna fjölda ummæla á sömu síðu í Mobile-þemanu. Ég nota það þema ekki sjálfur en fyrir ykkur sem notið það og verðið fyrir óþægindum vegna þessa biðst ég bara afsökunar. Við reynum okkar besta en erum ekki fullkomnir. 🙂

    Annars verð ég að viðurkenna að mér leiðist umræðan hérna. Auðvitað má Patti segja sína skoðun en Babú skrifaði langa og frábæra útskýringu á aðstæðum fótboltaáhugamannsins á 9. áratugnum í Englandi og þótt þér hafi mislíkað 1-2 setningar í þessum átta þúsumd orða pistli er óþarfi að láta alla umræðuna snúast um það. Patti, þú komst þínu á framfæri, Babú og Maggi svöruðu, verið sammála um að vera ósammála.

  39. Frábært hjá Everton. Held meira að segja SSteinn geti tekið ofan fyrir þeim í dag. ????

  40. @41 Viðar Skjóldal og @49 Kristján Atli

    Varðandi vesen með langar færslur og ummmæli. Ég er einmitt með veseni með þetta líka, en hef leyst þetta með því að bæta síðustu blaðsíðunni í bookmark og fara svo inn á það næst, þá þarf ekki að fletta í gegn um allar síðurnar.

    Vá hvað þessi pistill er fræðandi, finnst nú að við LFC menn eigum alveg inni fyrir því að skrifa um þessi mál eins og við sjáum þau (röstutt af ýmsum rannsóknarskýrslum) en ekki eins og pressan í englandi (utan merseyside) hefur skrumskælt málin, finnst heldur ekki að Babú sé að segja að Heysel sé ekki LFC aðdáendum að kenna, hinsvegar er hann að segja, LFC aðdáendur voru aðeins einn hlekkur í keðjunni sem orsakaði Heysel harmleikinn. Allavega las ég pistilinn þannig.

    Vaá hvað álit mitt á nágrönnum okkar Everton jókst í kvöld þetta var einstaklega flott hjá þeim.

    JFT 96

    YNWA

  41. Babu. Ætli hann hafi ekki fengið Sir nafnbótina eftir þetta viðtal.

    Annars þakkar maður fyrir að menn nenni að skrifa svona langan pistil og setja hann þannig fram að maður er til í að lesa hann allan. Auðvitað verða hlutlausir aðilar eða gangaðilar að taka það með í reikninginn að hann er skrifaður af Liverpool fylgjanda en ég (þótt ég sé Liverpool fylgjandi líka) get ekki séð neitt sérstakt í honum sem afsakar neitt gjörðir samfylgjenda okkar úti þannig að ég skil ekki alveg þetta fjaðrafok hér. En vonandi er því lokið þar sem sjónarmið beggja hafa komið fram. Það þarf ekki að rota fólk með mótrökum.

  42. 52 Þetta er víst skólabókardæmi um það sem enskir kalla to lie through one’s teeth.

    Flottur pistill hjá þér Babu, þú ert stöðugt að hækka slána þegar kemur að pistlaskrifum um fótboltatengt efni.

    Alger klassi frá Everton í gær, það verður tekið vel á móti þeim á Anfield í næsta leik liðana þar.

    Vil svo benda mönnum á að nota sk regluna þegar þeir skrifa um rómverskar bullur og sleppa stóra R-inu. Rómverjar er að sjálfsögðu með stóru R-i hinsvegar.

  43. Tek hatt minn ofan fyrir þér Babu. Mjög fróðleg og ítarleg samantekt sem kenndi mér helling um Heysel og Hillsborough. Finnst líka gott að sjá í verki svo sterkar tilfinningar til liðsins okkar, það þarf mikla ást til að skrifa svona pistil og birta hann með það eitt í huga að uppfræða okkur hina um sögu liðsins okkar. Takk fyrir það.

  44. Já Styrmir #50 bara eitt stórt big respect til handa þeim bláu, hefði meira að segja unað þeim vel sigur í gær eftir þessa frábæru gæsahúð sem þeir gáfu manni.

  45. Svo er ekki hægt annað en að hrósa honum Babú félaga mínum fyrir hreint stórkostlega grein. Alltof margir stuðningsmenn Liverpool vissu of lítið um báða þessa hörmungar atburði og sem betur fer hefur þessi nýja Hillsborough skýrsla breytt miklu um þann hræðilega atburð.

    En Heysel atburðinn hafa menn heldur ekki kynnt sér mikið og því magnað að einhver taki að sér að viða þessi gögn saman. Það sorglega í þessu öllu saman er að það séu virkilega menn eins og hann Patti hér að ofan sem sjá þörfina á því að koma hérna inn í kjölfarið og reyna að sverta þetta allt meira. Það er búið að reka það lóðrétt ofan í hann hér að ofan að Babú var ekkert að fegra eitt eða neitt, né að koma þætti ákveðins hóps stuðningsmanna Liverpool undan ábyrgð, þvert á móti, þá ítrekar hann það í greininni.

    Ég á marga góða vini úti í Liverpool borg sem hafa marga fjöruna sopið og voru á báðum þessum leikjum og mikið skelfing held ég að sé erfitt að bera þessa byrði að hafa verið á staðnum í báðum tilvikum. Og eins í Róm árið 1984. Sem betur fer hefur kúltúrinn í kringum fótboltaleiki breyst mikið á síðustu 30 árum, því oft var þetta nú ekki fagurt. Það sem gerðist á Heysel er óafsakanlegt og eins og áður segir, svartur blettur á sögu Liverpool. Þar var hópur manna sem hagaði sér eins og versti skríll og ásamt skelfilegum aðstæðum á svæðinu, þá gerðist þessi hryllilegi atburður.

    Það þarf ekki að fara nánar ofan í þetta dæmi allt saman, Babú gerir það mjög vel hér að ofan og er hreint ekkert að fara yfir málið frá einhverri einni hlið, hann segir frá staðreyndum í kringum þessa atburði. Það að menn eins og Patti skuli koma hingað með þetta aumkunarverða innslag ætti að mínu mati að skila sér í sparki af þessari síðu, allavega hefði ég verið fljótur að slíku ef ég væri hérna einráður. Þessi mál eru bara einfaldlega of nærri manni til að maður hafi einhvern vott af þoli fyrir svona innantómu blaðri sem er ekki með vísun í nokkurn hlut.

    Bravó Babú

  46. Það er ekki annað hægt enn að hrósa Babu fyrir þessa grein. Jafnframt fynnst mér þeir sem eru með Babu á þessari síðu vera standa sig virkilega vel. KOP.IS er einn af fyrstu síðum sem ég fer á hverjum degi og það þarf ekki að segja ástæðuna. Pistlar sem ættu heima í sunnudagsmogganum reglulega. greinar sem gætu verið í íþróttablaðinu sem fylgir mogganum á hverjum degi. Þetta er eitthvað sem sárlega vantar í blaðamenningunna í dag á íslandi. Enn þökk sé Babu og félögum á þessari síðu þá fær maður þetta reglulega beint í æð á KOP.IS

    Bara takk fyrir mig félagar þið eigið meira enn hrós skilið 🙂

    We never walk alone 🙂

  47. Takk fyrir svarið kristjan atli, ef þetta er ekki hægt þa er það bara ekkert vandamal, vildi bara koma þessu upp ef þetta væri kannski eitthvað sem litið mal væri að kippa i liðin. Eina sem vantar er að borðarnir 2 leave comments og show comments kæmu a upphafssiðu og a þeirri siðustu.

    Kannski verdður hægt að laga þetta einhverndaginn og þa mun eg fagna mikið enda nota eg samsunginn minn i 95% tilfella frekar en tolvuna a heimilinu þar sem eg er orðinn svo vanur simanum að mer finnst hann orðinn þægilegri en tolvan.

    Annnars var þetta bara sett inn i goðfuslegri meiningu en ekki til þess að setja úta ykkar frabæra starf sem eg kann virkilega vel að meta.

  48. Menn verða aðeins að átta sig á ólíkum heimi fótboltans nú og þess sem var á níunda áratugnum!

    Það hefur verið alvöru verkefni að fara á völlinn á þessum tíma. Í raun alveg magnað að heyra lýsingar af því þegar maður nær í skottið á mönnum sem fóru á völlinn þarna þá virkilega þurftu menn að vara sig. Það að standa í Kop var líka alvöru verkefni skilst manni. Ég fór út 1992 í fyrsta skipti og fór þá á Manchesterderbyið. Sá löggur á hestum beita kylfum til að leysa smá vandamál fyrir utan völlinn og maður leitaði sko ekki til löggunnar þar, félagi minn bjó úti í Liverpool veturinn sem Kenny hætti og hefur lýst fyrir mér mörgum atvikum þar sem löggan gekk fram með ofbeldi. Maður einfaldlega spurði þá ekki neins…

    Svo veit ég ekki hvaða þráhyggju Patti er með. Þessi Heysel dagur var hryllilegur. Skil ekki enn í dag hvernig nokkrum datt í hug að spila þennan leik. Fer aldrei ofan af því að Liverpool reyndi ekki að vinna þennan leik, þetta var ömurlegasti fótboltaleikur sögunnar í alla staði, enda aldrei ræddur aftur eða sýndur. Það átti að loka leiknumstrax og slysið varð og síðan sennnilega vísa LFC úr keppninni og spila annan leik við Panathinaikos sem við slógum út í undanúrslitum. En það var ekki gert. Ekki síst var verst að Joe Fagan sem hafði átt áratuga farsælan feril hjá LFC hafði tilkynnt að þetta yrði síðasti leikurinn sem hann myndi stýra liðinu og svona fór. Fagan náði sér aldrei, kvaddi fótboltann bugaður maður.

    Liverpool hafði án vafa verið það lið sem átti einn besta aðdáendahópinn og hafði töluvert færri mál á sinni könnu hjá UEFA en önnur lið. Það er einfaldlega staðreynd, sama hvað Patti mjálmar. Þess vegna varð þessi atburður enn meira sjokk. Ég hitti úti á Anfield á HJC-skrifstofunni þýskan mann sem hafði verið stuðningsmaður Mönchengladbach í Róm 1977 en eftir leik djammaði hann svo mikið með Scouserunum að hann varð LFC maður út í eitt. Var í Róm og lenti á „hlutlausu“ svæði en þorði aldrei að sýna sinn stuðning í verki. Hafði orðið vitni að rosalegu ofbeldi gagnvart fjölskyldufólki í miðborg Rómar þar sem einfaldlega þeim var hent út af veitingastað í miðri máltíð af últrum, kallinn laminn hressilega og hrækt á konuna. Og hann fór á Heysel og flúði inn á völlinn vegna átakanna fyrir utan. Hann sagði að töluverður hópur Ítalanna hafi aldrei komið inn á völlinn, heldur verið fyrir utan og vel vopnaðir margir. Sumir merktir Roma!

    Sumarið eftir Heysel var samfelldur ömurleiki og klúbburinn á hnjánum. Ráðning Dalglish kom verulega á óvart og sumir gengu svo langt að segja að LFC hafi ekki lagt í að fá mann utan við klúbbinn til að taka við. Leikmannakaupin þetta sumar voru ekki merkileg og liðið í sárum. Sat undir því að hafa strikað út þátttöku enskra í keppninni og sérstaklega Evertonmenn fúlir með það. Að sjálfsögðu. Ég man aldrei eftir því að hafa lesið eða heyrt um það að LFC hafi bent í aðrar áttir vegna Heysel. Þráhyggja um Chelsea er eitthvað í lokuðum huga Patta. Ég neita að trúa því að ég hefði ekki orðið var við þetta atriði eins og ég lagði mig fram um að komast í allt mögulegt um þetta á sínum tíma. Auðvitað var ekki netið eða bresku dagblöðin hér, en ég las öll Shoot! Og Matchblöð frá árinu 1982 – 1990 og lá á BBC sumarið 1985.

    Og Hillsboroughtíminn var ömurlegur. Ég þurfti að svara strax kl. 18 þennan dag vinum mínum sem drulluðu yfir bullurnar sem héldu með LFC. Er búinn að heyra í þeim nokkrum frá síðustu viku og minna þá á það sem ég sagði þá og komið er í ljós. Ég hef ekki hitt Bjarna Fel. sjálfan en skilst að kallinn sá hafi rætt það að vinnubrögð lögreglu og sjúkraliðs á vellinum hafi komið honum á óvart.

    Umræðan um að LFC myndi hætta störfum var alvöru. Þannig fór maður að sofa á kvöldin og vaknaði á morgnana. Ég held að ég hafi fengið „live“ fyrstu frétt á BBC um að LFC myndi aftur fara að spila fótbolta, þegar tilkynnt var um „vináttuleikinn“ við Celtic. Ég held án gríns að á þessum tíma hafi þetta verið mesta gleði í mínu lífi, því maður fann svo greinilega hvað öllum í kringum klúbbinn fannst erfitt að fara af stað. Liverpool var áfram fótboltalið, það var alls ekki öruggt á þessum tíma!

    Svo að það að einhverjir komi inn á þennan þráð og reyni að sveifla penna í átt að því að auka sök við þennan pistil minn veldur mér svo miklum pirringi að það hálfa væri nóg. Kop.is er síða fyrir okkur og þeir eiga að hafa vit á því að hafa bara hljóð í ljósi þess sem gengur á úti núna!

    En mikið ofboðslega var gott að sjá Everton vinna smá prik í gær. Svei mér þá ég hélt bara með þeim í gær, þeir fóru svo langt fram úr mínum væntingum og bara dásamlegt að sjá Aspinall og Hicks í stúkunni brosa út fyrir eyru. Það að sjá þessa konu með líf í andliti og augum bara fær mann til að klökkna.

    En það er alveg á hreinu að þeir sem ekki halda með Liverpool hafa ekki sömu upplifun af þessum tveimur atriðum í sögu klúbbsins…alveg á hreinu!

  49. Mér finnst klárt mál að ef utanaðkomandi aðilar ætla að tjá sig á þessum þræði, að þeir hafi amk blákaldar staðreyndir klárar ef þeir ætla að halda svona hlutum fram, sem þeir geta link-að í svart á hvítu

  50. Spurning um að senda bara kassa af Thule á Alex Thomson á Channel 4 news. Alveg frábært hjá honum 🙂

    (Innskot Babu – ég var að sjálfsögðu að meina hann 🙂 Hinn á aldrei og hefur aldrei átt skilið Thule)

Opinn þráður

Champions League Dreams eftir Rafa Benítez