Áramótauppgjör 2015

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar, svo innilega vonandi gleðilegt nýtt ár. Þökkum lesendum síðunnar kærlega fyrir árið, án ykkar væri þessi síða eðli málsins samkvæmt ekki starfandi. Eins þökkum við þeim ykkar sem nenna að hlusta á okkur í podcast þáttum, þættirnir urðu 21 á þessu ári og eru nú orðnir 106 í heildina. Þessa starfsemi síðunnar stefnum við á að hafa enn öflugri árið 2016. Að lokum þökkum við þeim sem ferðuðust með okkur til Liverpool borgar á árinu kærlega fyrir árið, það fóru ekki allir gestir Anfield Road þetta árið á sigurleik, okkur tókst það þó.

Takk fyrir okkur
Kristján Atli, Einar Matthías, Einar Örn, SSteinn, Maggi, Eyþór og Óli Haukur.


Ár hvert höfum við gert árið upp í áramótauppgjöri Kop.is. Þessu náðum við ekki alveg núna enda leikjaálagið búið að vera ansi þétt undanfarið. Þess í stað set ég (EMK) mitt innlegg hér inn og félagar mínir hér á síðunni sem og þeir lesendur sem vilja bæta sínu við í ummælum.

Besti leikur ársins 2015:
a) Man City – Liverpool 1-4. Rosaleg kreppa hvað góða leiki varðar í ár en það að rústa Man City stendur klárlega uppúr. Jurgen Klopp tíminn hófst formlega þennan dag.
b) Chelsea – Liverpool 1-3. Það er alltaf gaman að vinna á Stamford Bridge, hvað þá ríkjandi meistara undir stjórn Jose Mourinho. Frábær sigur en það skyggði aðeins á árangurinn að það var löngu búið að kippa niður um Mourinho og allir hjá Chelsea komnir með algjört ógeð á honum, aftur.
c) Southamton – Liverpool 1-6. Hvaðan í fjandanum kom þetta? Því miður var þetta bara deildarbikarleikur en frábært að Liverpool er aftur farið að rúsa leikjum af og til, vonandi eitthvað sem við sjáum oftar er lengra liður á stjóratíð Klopp.

Öfugt við síðasta ár þar sem erfitt var að velja úr góðum leikjum erum við nánast að tala um einu alvöru góðu leiki Liverpool þetta árið hérna.

Lélegasti leikur ársins 2015:
a) Stoke – Liverpool 6-1. Úff. Liverpool tapar ekkert 6-1 gegn Stoke, það er bara ekki í boði. Hroðaleg kveðjugjöf til Gerrard á ömurlegu kveðjutímabili. Þetta var ekki bara versti leikur ársins heldur aldarinnar hjá Liverpool.
b) Liverpool – Aston Villa 1-2. Liverpool var að eyða gríðarlega miklu púðri í það að komast í undanúrslit í báðum bikarkeppnum aðeins til þess að detta úr leik gegn Aston Villa loksins þegar liðið komst á Wembley, þetta kom í veg fyrir að hægt væri að kveðja Gerrard með bikarlyftingu. Hroðaleg frammistaða okkar manna þann daginn en lýsandi fyrir tímabilið.
c) Man Utd – Liverpool 3-1. Rosalega svekkjandi tap eftir ágæta byrjun á tímabilinu gegn ekki betra United liði en þetta. Rodgers var í veikri stöðu fyrir en átti ekki glætu eftir þetta tap.

Leiðinlega erfitt að velja úr vondu leikjunum hérna, töp gegn United og Arsenal gera sterklega tilkall frá síðasta tímabili og eins Newcastle og Watford frá síðustu vikum.

Bestu leikmannakaupin 2015:
a) Benteke – Bara úr einum leikmannaglugga að velja en Benteke hefur skorið úr um flesta leiki fyrir Liverpool á nýju tímabili. Hann á meira en nóg inni en hann er farinn að skora sigurmörk fyrir okkur og það er meira en hægt er að segja um flesta aðra leikmenn Liverpool á þessu ári.
b) Clyne – Spilar alla leiki enn sem komið er og það er varla rætt hans frammistöðu eftir leik. Það er oft gæðastimpill á bakvörð því nóg höfðum við að segja um Johnson eftir flesta leiki.
c) James Milner – hef hann með þó ég vona að Firmino verði til framtíðar toppmaður á þessum lista. Milner hefur að mestu gert það sem krafist var af honum.

Tveir af nýjum leikmönnum slitu krossband í hné í sömu vikunni og allir hinir hafa lent í einhverjum meiðslum nú þegar nema Clyne og Bogdan.

Besti leikmaður Liverpool árið 2015:
a) Alberto Moreno – Án gríns með því að nota útilokunaraðferðina endaði ég á Moreno! Liverpool byrjaði árið mjög vel þar sem hann var lykilmaður og hann hefur verið meðal okkar bestu manna á þessu tímabili. Verulega ósannfærandi val á besta manni, Í uppgjöri síðasta árs var ég að tala um Suarez!
b) Coutinho – Alls ekkert sérstakt ár hjá honum en hann öfugt við flesta aðra hefur spilað nánast alla leiki Liverpool og úr hræðilegu úrvali sóknarþenkjandi leikmanna hefur hann heilt yfir verið langbestur okkar manna.
c) Simon Mignolet – Án gríns árið 2015 var svona lélegt hjá Liverpool. Hann endar samt árið sem sá leikmaður sem oftast hefur haldið markinu hreinu í deildinni og er einn af afar fáum leikmönnum Liverpool sem lítið hefur verið meiddur.

Það var enginn taktur í leik Liverpool þetta árið, sá sóknarmaður sem spilaði flesta leiki í röð var Sterling með 6 leiki og Benteke er í öðru sæti með 5 leiki í röð. Liverpool náði fimm sinnum að stilla upp sama byrjunarliði í deildinni árið 2015. Stöðugleikinn var enginn og frammistöður leikmanna sýna það.

Mestu vonbrigðin 2015:
a) Síðasta tímabil í heild. Enn einu sinni brotnar liðið árið eftir alvöru titilbaráttu í stað þess að fylgja slíku ári eftir eins og svo mörg lið gera. Verst var að ná ekki einu sinni Meistaradeildarsæti.
b) Meiðsli lykilmanna. Daniel Sturridge er leikmaður sem sker úr um Meistaradeildarsæti eða ekki, hann nær varla leik á árinu og við horfum á meðan á sóknarmenn bæta met yfir mörk skorðu marga leiki í röð. Vardy hefur t.a.m. skorað helmingi oftar í röð en nokkur sóknarmaður Liverpool hefur náð að spila samfellt í byrjunarliði Liverpool. Hvar væri svo Tottenham án Harry Kane? Sturridge er bókstaflega okkar Harry Kane. Sturridge er samt bara einn af nánast öllum leikmönnum Liverpool sem hafa meiðst á árinu. Meiðsli Henderson koma sér svipað illa t.a.m. og það getur ekki verið eðlilegt að tveir ungir leikmenn slíti krossband í hné nokkrum mánuðum eftir að þeir mæta á Anfield.
c) Lokaár Steven Gerrard. Það var ekki hægt að kveðja hann með mikið verri hætti, leikir gegn Stoke, Villa og Palace undir lok síðasta árs standa það klárlega uppúr.
d) HELVÍTIS podcast þátturinn sem ég afrekaði að klúðra upptöku, tímamótaþáttur í miðjum stjóraskiptum og hitaþáttur. Ennþá pirraður)

Hvað stendur upp úr árið 2015:
Jurgen Klopp, þetta bara gerðist í alvörunni. FSG átti hreinlega stórleik í þessum stjóraskiptum, það var gríðarleg pressa á þeim í sumar að skipta um stjóra en líklega grætur það enginn núna að þeir hafi beðið nokkra mánuði.

Stutt spá fyrir 2016:
Þetta ár verður miklu betra en árið 2015, andskotinn hafi það. Jurgen Klopp hressir mann meira við en tvöfaldur Vodka/Red Bull á djamminu. Ráðning hans breytir í raun öllu hvað væntingar og trú á liðinu varðar. Liverpool sendi risa statement með því að landa honum og fyrir er ágætur hópur á mjög góðum aldri sem ætti að vera tilbúinn til að taka næsta skref undir stjórn Klopp.

Þetta tímabil verður væntanlega áfram erfitt og litað af óstöðugleika og endalausum meiðslum. Liverpool fer ekki í úrslit deildarbikarsins, ekki heldur FA Cup og dettur úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fjórða sætið er alveg möguleiki, sérstaklega ef lykilmenn haldast heilir en eftir árið 2015 get ég ekki logið því að ég hafi trú á að þetta takist á þessu tímabili. 5-7 sæti verður niðurstaðan í ár, því miður.
Takist að landa Meistaradeildarsæti verð ég himinlifandi, hef minni áhyggjur af aukakeppnunum.

Lokaorð um árið 2015:
Þessa árs verður vonandi minnst sem upphafsársins af glæsilegum ferli Jurgen Klopp hjá Liverpool. Starfsemi Kop.is var hinsvegar í blóma á þessu ári, líklega aldrei öflugri og hefjum nýtt ár með risaferð til Liverpool borgar.


Áramótauppgjör fyrri ára:
2014
2013
2012
2011
2010

9 Comments

  1. Endilega hjólið í þetta líka

    Besti leikur ársins 2015:
    a)
    b)
    c)

    Lélegasti leikur ársins 2015:
    a)
    b)
    c)

    Bestu leikmannakaupin 2015:
    a)
    b)
    c)

    Besti leikmaður Liverpool árið 2015:
    a)
    b)
    c)

    Mestu vonbrigðin 2015:
    a)
    b)
    c)

    Hvað stendur upp úr árið 2015:

    Stutt spá fyrir 2016:

    Lokaorð um árið 2015:

  2. Simon Mignolet! Hátindur athugið, flest hrein lök a árinu, þrátt fyrir óstabila vörn, bitið i það…

  3. Besti leikur ársins 2015:
    a) Rústið gegn Southampton. Ógeðslega gaman að horfa á þann leik. Sýndi hvað fótboltinn hjá Klopp getur verið skemmtilegur þegar hann gengur upp.

    Lélegasti leikur ársins 2015:
    a) Síðustu leikir Rodgers. Liðið var gersamlega hugmyndasnautt og stemningin á leikjum ömurleg. Ég fíla Rodgers en því miður var bara eitthvað að. Frábær skipti að fá Klopp inn.

    Bestu leikmannakaupin 2015:
    a) Benteke. Hann er með gott record hjá okkur þótt hann týnist stundum. Hefur tryggt okkur þó nokkur stig. Origi líka spennandi, þótt hann sé í raun keyptur árið 2014.

    Besti leikmaður Liverpool árið 2015:
    a) Ekki úr mörgum að velja. Henderson finnst mér næstum alltaf bæta leik liðsins. Mignolet hefur bjargað liðinu lúmskt oft.

    Mestu vonbrigðin 2015:
    a) Árangurinn á þessu tímabili. Deildin er í svo miklu rugli. Ef liðið væri búið að komast á run tvisvar sinnum á tímabilinu væri það í toppbaráttunni núna.

    Hvað stendur upp úr árið 2015:
    Klopp. Stemningin hefur breyst mikið eftir að hann kom. Þótt það gangi brösulega til að byrja með eru greinileg batamerki á liðinu. Væri frábært að ná 4. sæti og sjá hvernig liðið verður á næsta tímabili.

    Stutt spá fyrir 2016:
    Sigur í deildabikar. Barátta um 4. sætið. Einn frábær leikmaður keyptur næsta sumar og toppbarátta á næsta tímabili.

  4. Besti leikur ársins 2015:
    a) Sigur a Mourinho

    Lélegasti leikur ársins 2015:
    a) Aston Villa tapið i undanurslitum var ekki ros i hnappagatinu hja Rodgers.

    Bestu leikmannakaupin 2015:
    a) Firmino hefur verið vonbrigði en eg er griðarlega anægður með flinka menn yfirhöfuð og þessi Brassi kann alveg fotbolta.

    Besti leikmaður Liverpool árið 2015:
    a) Coutinho er helsta astæðan fyrir þvi að horfa a Liverpool i augnablikinu.

    Mestu vonbrigðin 2015:
    a) Sturridge er vonandi ekki orðinn askrifandi að þessu sæti.

    Hvað stendur upp úr árið 2015:
    Raðning Klopp er það besta siðan Suarez var upp a sitt besta.

    Stutt spá fyrir 2016:
    Verðum i 4-5. sæti ut timabilið vonandi frekar það fjorða.

    Lokaorð um árið 2015:
    Endalok Rodgers sem kom sa og sigraði aður en hann tapaði var frekar glatað en nuna er Klopp mættur og gaman að vera stuðningsmaður Liverpool.

  5. glæsileg síða hjá ykkur strákar og ennþá frábæra podcast,vil hafa það vikulega samt,fáiði bara sponsora til að styðja ykkur í þessu,podcöstin eru alveg málið,!

  6. Besti leikur:
    A) City 4-1
    B) Chelsea 3-1
    B) Tottenham 2-1 (seinasta tímabil)

    Versti leikur:
    A) Stoke….
    B) Aston villa…
    C) Watford. Sá leikur er vonandi vendipunktur samt.

    Bestu kaup:
    Erfitt að segja til um það ennþá en ef maður skoðar bara stöðuna núna:
    a) Clyne hefur verið svo stöðugur varnarlega og það er eitthvað sem við

    þurftum verulega á að halda. Mætti skila meiru sóknarlega.

    b) Milner hefur verið góður fyrir okkur. Skilar fullt af vinnu og hefur að

    mig minnir skapað flest færi í okkar liði (eða var þannig amk þangað til hann

    meiddist)

    c) Benteke. Það er hægt að gagnýna ýmislegt við hans leik en staðreyndin er

    sú að það var alltaf að fara að vera erfitt fyrir þessa týpu af leikmanni að

    koma inn í liverpool sem er uppfullt af gaurum sem vilja spila í lappirnar á

    mönnum og liði sem vill vera með hápressu þar sem allir þurfa að hlaupua. En

    klopp er að vinna með hann virðist vera og hann sýndi t.d. í seinasta leik

    talsvert meiri vinnu varnarlega og hann er líka farinn að reyna við hlaupin

    þó hann verði líklega aldrei meistari í því. Það er stígandi hjá honum öfugt

    við marga aðra.

    c+) Clyne er þarna stutt á eftir, virkar mjög flottur.

    Mestu vonbrigði 2015:

    Þau eru svosem mýmörg. En þessu alverstu eru:

    A) Stoke leikurinn. Þetta eru ein verstu úrslit sem maður hefur séð hjá

    Liverpool og í leik þar sem verið er að kveðja þann leikmann sem hefur skilað

    mestu til liðsins á þessari öld amk.

    B) Sturridge. Þvílík skelfingarsaga. Mesta talent sem við höfum í okkar hóp

    og jafnbesti framherji deildarinnar með Aguero ef hann (og þeir báðir

    reyndar) er heill. Það er verið að fara hægt með hann núna, sturridge sjálfur

    virðist ekki lengur ráða því hvenær hann er tilbúinn og það er vel. Ef hann

    kemst í lag fyrir febrúar og getur spilað fram á vor að þá er enginn vafi

    fyrir mér að við verðum í top 4.

    C) Hægur dauðdagi Rodgers við stjórn liverpool. Þetta er stjóri sem mér

    fannst mjög skemmtilegur og hafði trú á að gæti gert eitthvað með liðið. Ég

    studdi það í sumar að hann fengi meiri tíma með liðið því satt best að segja

    held ég að enginn stjóri í heiminum hefði náð miklum árangri með liverpool á

    seinasta tímabili þar sem hann missir 50+ mörk með brotthvarfi suarez og

    endalausum meiðslum sturridge. Það er einfaldlega missir sem þú getur ekki

    dekkað alveg sama þótt þú fáir 50-70 millur fyrir.

    Það sem stendur síðan upp úr er klárlega ráðning Klopp og jákvæðnin og

    krafturinn sem fylgir því. Ég vona svo sannarlega að hann standi undir

    væntingum (sem eru svakalegar) og það sjást merki um það að hann amk sætti

    sig ekki við áhugaleysi/vinnuleysi og það er strax mjög jákvætt.

    Spáin fyrir 2016. Við verðum í meistaradeild á næsta tímabili. Ég held að

    sturridge nái loksins að koma til baka í meira en viku og það verði nóg til

    að ýta okkur í meistaradeildina. Held það verði lítið um kaup í sumar og einu

    leikmenn sem fara verði Allen og kannski Toure. Grunar að við séum að horfa á Mignolet áfram í markinu og klopp reyni bara að vinna í þessum fáu hlutum sem virklega þarf að bæta (lesist: háir boltar). Sakho og Lovren eigna sér byrjurnarliðssætin og skrtel kemst (vonandi) ekki í lið fyrir utan bikar og evrópu leiki. Ætla ekki að spá um næsta tímabil þar sem það er nú sér þráður um það.

  7. úff. Paste’aði beint úr notepad. Það fór ekki vel. Endilega hendið fyrri póst og ég hendi inn nýju á eftir sem kemur ekki svona illa út.

  8. Endilega hjólið í þetta líka

    Besti leikur ársins 2015:
    a) 4-1 útisigur gegn Man City
    b) 3-1 útisigur gegn Chelsea
    c) 6-1 útisigur gegn Southampton í deildarbikar

    Lélegasti leikur ársins 2015:
    a) 0-3 gegn West Ham á Heimavelli
    b) 1-2 gegn Man utd á heimavelli
    c) 1-6 gegn Stoek á útivelli

    Bestu leikmannakaupin 2015:
    a) N.Clyne við erum búnir að býða lengi eftir sterkum hægri bakverði og hann er kominn.
    b)D. Ings þessi strákur er sérstakur og synd að hann skildi meiðast(fullkominn fyrir Klopp)
    c) C.Benteke – þetta er algjört skrímsli þegar hann er að spila vel

    Besti leikmaður Liverpool árið 2015:
    a) Henderson – alltaf þegar hann er með þá finnst mér liðið einfaldlega betra
    b) P.Coutinho – er eins og jójó en þegar hann er góður þá er hann heimsklassa
    c) N.Clyne – einfaldlega flottur leikmaður sem skilar sínu

    Mestu vonbrigðin 2015:
    a) Super Mario – maður vildi að hann myndi blómstra
    b) D.Lovern – hann er búinn að vera flottur núna en maður var með miklar væntingar og hann var skelfilegur frá jan til maí.
    c) J.Ibe – maður hélt að hann væri að fara að springa út og við myndum ekki sakna Sterling en hann á eftir að vera góður en maður vill sjá meira.

    Hvað stendur upp úr árið 2015:
    Klopp tekur við og Gerrard segjir bless

    Stutt spá fyrir 2016: Þetta jójó heldur áfram. Mikil óstöðuleiki og ég tel að við munum ekki vinna bikar á árinu en komust í úrslit deildarbikars og berjumst allt til loka um 4.sæti en náum því ekki. Tímabilið 2016-17 nær klopp meiri stöðuleika eftir að hafa keypt 2-3 úr þýskudeildinn sem hann þekkir og treystir og bjartir tímar framundan.

    Lokaorð um árið 2015
    Í gegnum súrt og sært þá eru það foréttindi að halda með þessu liði

  9. Þar sem ég er nýbúinn að lúðra í mig nautalund í tilefni kvöldsins læt ég það vera að skrifa niður mínar hugmyndir um menn og málefni ársins.

    Hinsvegar. Takk strákar fyrir að halda þessari síðu úti. Hún er alveg ein af mínum uppáhalds og það skal verða í komandi framtíð að ég farið með í Kop.is ferð á Anfield.

    Gleðilegt ár þið öll hér og njótið lífsins með ykkar fólki.

Sunderland 0-1 Liverpool

Þá er að heimsækja Hamrana