Gleðilegt nýtt ár

Kop.is óskar lesendum sínum sem og landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Á miðnætti lýkur einu allra erfiðasta ári sem stuðningsmenn Liverpool hafa upplifað síðan 1989 þar sem framtíð félagsins var á tímabili í óvissu. Frammistaðan á knattspyrnuvellinum allt árið 2010 var þar ofan á heilt yfir mjög döpur fyrir okkar ástkæra félag.

Við pennarnir á kop.is gerðum árið ekkert upp sérstaklega okkar á milli en erum þó líklega allir sammála um að hápunkturinn hafi verið dagurinn þegar salan á félaginu frá Gillett og Hicks til NESV var loksins frágengin hafi klárlega staðið uppúr. Það ferli alltsaman var líklega skemmtilegasti “leikurinn” sem við fylgdumst með og líklega fyrsti “leikurinn” sem kop.is var með í beinni textalýsingu.

Það fór vel að lokum og vonandi verða það afrek á knattspyrnuvelllinum sem standa uppúr að ári og við verðum frekar að dásama Fernando Torres, Steven Gerrard og co frekar en Martin Broughton, Lord Grabiner og co.

En núna eru hinir ýmsu miðlar að gera upp árið og bendum við sérstaklega á uppgjör starfsmanna Liverpoolfc.tv og tengdra aðila sem finna má hér.

Að auki ótengt Liverpool er vert að benda knattsppyrnuáhugamönnum á þetta frábæra uppgjör The Guardian á 100 bestu bloggsíðum þessa árs, þó við að sjálfsögðu fyrirgefum þeim ekki að gleyma kop.is í þessari upptalningu.

Á meðan menn ertu hvattir til að nýta kommentakerfið til að óska öðrum stuðningsmönnum gleðilegs nýs árs er ekki úr vegi að láta fylgja með sitt eigið uppgjör í anda þess sem gert var á Liverpoolfc.tv og um að gera að reyna að hafa smá húmor að leiðarljósi ef hægt er að koma því við. Spurningarnar eru:

Leikmaður ársins:

Frammistaða ársins:

Augnabilk ársins:

Versta við árið:

Gleðilegt nýtt ár.

36 Comments

  1. Leikmaður ársins er Lucas Leiva.
    Frammistaða ársins er þegar að Gerrard kom inn á í seinni hálfleik í evrópudeildinni og kláraði leikinn fyrir okkur.
    Augnablik ársins eru kaup NESV.
    Og það versta við árið er ráðning Roy Hodgson.

  2. Leikmaður ársins: Pepe Reina

    Frammistaða ársins: 2-0 sigurinn á Chelsea.. ekki margt annað sem kemur til greina

    Augnabilk ársins: þegar salan á liðinu var staðfest

    Versta við árið: Gillett&Hicks, ráðningin á Destroy Hodgson, Pulsan og Konchesky

  3. Leikmaður ársins: Lucas Leiva
    Frammistaða ársins: Lucas Leiva á móti Chelsea (Þetta tímabil auðvitað)
    Augnablik ársins: NEVS Kaupa Liverpool (Staðfest)
    Versta við árið: Lélegir leikir, lélegar frammistöður og fl. hjá leikmönnum Liverpool og vonsvikni yfir að Hogdson hefur ekki náð því sem ég hafði ýmindað mér með liðið.

    Gleðilegt nýtt ár 🙂
    YNWA

  4. Leikmaður ársins: Pepe Reina

    Frammistaða ársins: Allir blaðamannafundir eftir sigurleiki, en þá er liðið loksins að spila eins og liðið hans Roy.

    Augnabilk ársins: Allir blaðamannafundir eftir tapleiki, en þá er liðið að spila eins og liðið hans Rafa.

    Versta við árið: Liðið spilar minna og minna eins og liðið hans Rafa og meira og meira eins og liðið hans Roy.

  5. Leikmaður ársins: Pepe Reina

    Frammistaða ársins: Martin Broughton

    Augnaklik ársins : Salan staðfest

    Versta við árið: Roy Hodgson og engin meistaradeild

    Vona að ég geti valið fleiri leikmenn í þessi svör á næsta ári…

    YNWA 2011

  6. Leikmaður ársins: Enginn
    Frammistaða ársins: Chelsea leikurinn
    Augnablik ársins: Salan á klúbbnum
    Versta við árið: Ráðning Roy Hodgson

    Gleðlegt nýtt ár kopparar 🙂

  7. Gleðilegt ár og takk fyrir árið sem er að líða, nú vonum við að nýtt ár beri gæfu og fleiri heilladísir fyrir Liverpool og leikmenn þess, Anfield og stjórnarmenn og starfsmenn klúbbsins.

  8. Svo ég svari þessu nú sjálfur…

    Leikmaður ársins: Pepe Reina án nokkurs vafa, guð hjálpi okkur ef við værum t.d. með markvarðasafn Arsenal.

    Frammistaða ársins: Lord Grabiner klárlega. Maður ársins. Gerrard gegn Benfica (að mig minnir) líka og sigur einum færri á Everton.

    Augnabilk ársins: Þegar salan var frágengin auðvitað. Segir meira en margt um það havð þetta ár var erfitt.

    Versta við árið: Sumarið frá a-ö. Glæpsamleg þjálfaraskipti, fáránlegar leikmannasölur (lánssamningar) og ömurleg kaup á leikmönnum sem engin hafa verið til að bæta liðið og raunar þvert á móti. Þetta plús auðvitað síversnandi frammistaða liðsins.

  9. Leikmaður ársins: Pepe Reina (hefur haldið okkur á floti)
    Frammistaða ársins: Martin Broughton (fyrirgefið að vera Chelski maður)
    Augnaklik ársins : Salan staðfest (NESV munu sanna sig. Er alveg viss)
    Versta við árið: Roy Hodgson, punktur.

  10. Spurning hvort Hodgson sé með löggilt þjálfaraskírteini? Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi ekki sótt nein námskeið síðan árið 1976 þegar hann lauk þjálfaraprófi.

  11. Leikmaður ársins: Pepe Reina / Lucas Leiva

    Frammistaða ársins: 2-0 sigurinn á Chelsea og frammistaða Martin Broughton

    Augnabilk ársins: Sala á félaginu

    Versta við árið: Að lykilmenn í liðinu hafa ekki staðið undir verði og nafni og stjórinn að drulla á sig eins og stendur.
    En verður árið 2011 árið hans RH og lykilmenn fari að sýna að þeir verðskuldi að spila fyrir LFC annað en þeir hafa verið að gera árið 2010? Mikið vona ég það.

  12. Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir að þola með mér það sem nú er að ljúka. Mikið djöfulli er ég feginn að 2010 er að hverfa, Liverpool-tengt allavega, og kemur vonandi aldrei aftur. Eins gott og það var að losna við Hicks & Gillett er ég farinn að sakna þess allsvakalega að geta haldið með skemmtilegu fótboltaliði.

    Okkur datt ekki í hug að reyna að taka saman einhver atkvæði yfir bestu atriði ársins þannig að það er við hæfi að leyfa ykkur lesendunum að tjá ykkur um það í ummælunum.

    Gleðilegt ár aftur. Upphitun fyrir Bolton-leikinn kemur svo hinum megin við áramótin, leyfum þessari færslu að lifa það sem eftir er af árinu. 🙂

  13. Leikmaður ársins: Reina er klárlega leikmaður ársins og Kelly bjartasta vonin.
    Frammistaða ársins: Sigur á Chelsea.
    Augnabilk ársins: brotrekstur Benitez
    Versta við árið: Ráðnig R H. við eigum einfaldlega betra skilið.
    Gleðilegt ár.

  14. Það sem Páló nr 2 sagði.

    Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir þjónustuna sem pennar Kop.is hafa veitt, sem og margir sem kommenta.

  15. Gleðilegt nýtt ár! Og vonandi að árið 2011 verði nú betra fyrir okkur Liverpool menn!

    Leikmaður ársins: Reina, öruglega eini sem hefur verið mest allann tímann í jafnvægi.

    Frammistaða ársins: Að láta söluna fara í gegn, alveg klárlega!

    Augnabilk ársins: Liverpool 2 Chelsea 0, þegar ég valdi mér heldur betur réttann leik til að fara á Anfield!

    Versta við árið: Hodgson, Konsesky, Poulsen, engin meistaradeild, svo margir leikir sem létu mann helst vilja hlaupa út og hoppa fyrir bíl.

  16. Sammála Páló númer tvö í einu og öllu.

    2011 getur ekki orðið verra, eða getur það?

  17. Gleðilegt ár Liverpool menn og konur. Takk síðuhaldarar fyrir að skapa skemmtilegan vetvang fyrir þras og gleði 🙂 Skjáumst á nýju ári sem verður vonandi mun betra fyrir félagið okkar.

  18. Leikmaður ársins: Pepe Reina

    Frammistaða ársins: Martin Broughton

    Augnaklik ársins : Salan staðfest

    Versta við árið: Hún er augljós

  19. Sælir allir kop.. menn. mig langar að þakka fyrir frábæra síðu sem maður bíður eftir að geta litið á eftir erfiðan vinnudag. En það er annað sem mig langar að þakka fyrir. Ég kynntist mörgum liverpool mönnum uppúr árinu 2000 og fékk þann heiður að vera kosinn varamaður í stjórn Liverpoolklúbbsins fyrir síðasta starfsár. þar kynntist ótrúlegri vinnusemi og ástúð fólksins sem þar starfar fyrir klúbbinn hér heima, ég efast um að menn og konur geri sér grein fyrir því mikla starf sem fer fram annann hvern mánudag uppá Stórhöfða, þar hittist 9 manna hópur sem fer yfit öll mál sem varða starfsemi okkar hér heima. Eitt stendur þó uppúr er þagar við lentum í vandræðum með miðamál á leiki eftir áramót og í stuttu máli litu málin ekkert of vel út en þar sem ég var nýr í þessu gerði ég mér kannski ekki nægilega vel grein fyrir ástandinu. Sú ákvörðun var tekin að formaður okkar SSTEINN fór utan (tók frí úr vinnu) bankaði á hurð Hr. liverpool og ræddi málin fyrir hönd þeirra 2350 +/- sem greiða í klúbbinn.ps.sem er met. fengum miða á að mig minnir 5 heimaleiki og var uppselt á þá 15 mín Bo Halldórs hvað. en það sem kom mér þægilega á óvart var að skilaboðinn frá Bítlaborginni voru að flestir liverpool klúbbar í hinum stóra heimi ættu að taka starfsemi okkar á litla Íslandi til fyrirmyndar. Með hlýrri kveðju til ykkar allra sem dá lfc. megi næsta ár verða okkar. En á árinu sem er að líða vil ég þakka þeim sem ég hitti annan hvern mánudag þeim. Árna, Braga.Héðni, Hallgrími,Mumma, S Wooge,Aðalheiði og Ssteini fyrir óeigingjörn störf á árinu sem er að líða
    kveðja Haukur.

  20. Leikmaður ársins:

    Frammistaða ársins: Stuðningsmenn Liverpool út um allan heim. Og Lord Grabiner.

    Augnabilk ársins: Seinna markið hjá Torres gegn Chelsea núna í haust

    Versta við árið: Er þessi spurning eitthvað djók??? 🙂

    Þakka öllum hér inni fyrir skoðanskiptin á liðnu ári. Þessi síða er oft á tíðum eina sáluhjálp sem aumur, reiður og sár púllari á kost á.

    Megi Liverpool-árið 2010 sökkva í dýpstu pytti helvítis.

    Góðar stundir

  21. Gledilegt nytt ar felagar… thad verdur betra, eg er sannfaerdur um thad…

  22. leikmaður ársins: Lucas
    Frammistaða ársins: Stuðningsmenn Liverpool fyrir að nenna að eyða peningum í miða á leiki þrátt fyrir það að Hodgson sé að gera þetta lið að því allra allra leiðinlegasta á Englandi. (og já, allar deildir eru innifaldar)
    Augnabilk ársins: Salan á Liverpool
    Versta við árið: Reka Rafa

  23. Leikmaður ársins: Pepe Reina og Lucas

    Frammistaða ársins: Varnartilþrif Alexanders Patterson i leik gegn Pólverjum á evrópumeistaramótinu í handbolta í Janúar. Tengt Liverpool er það EKKERT….

    Augnaklik ársins : Salan staðfest

    Versta við árið Ráðning Hodgson, vildi adrei þá ráðningu og var með hnút í maganum þegar sá orðrómur fór af stað, vissi strax eins og margir aðrir að þarna var að eiga sér stað gríðarlegt metnaðarleysi….

    VONBRIGÐI ÁRSINS …. NESV hvað eru þeir að spá??? lýst ekkert á þessa menn lengur og ég hef svo litla trú á þessum mönnum fyrir að svíkja eina loforðið sem þeir gáfu sem var að hlusta á aðdáendur félagsins að ég hef einnig í kjölfarið enga trú á að Janúarglugginn verði gæfuríkur en vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér þar.

  24. Gleðilegt Ár og já ég er sammála því að það sé skandall að þessi síða sé ekki á top10 listanum og hvað þá top100 🙂

    Leikmaður ársins: Reina

    Frammistaða ársins: Fyrrihálfleikur í 2-0 sigri gegn Chelsea

    Augnabilk ársins: Þetta er nátturulega gríðarlega sjálfgefið 🙂 Kaup NESV.

    Versta við árið: Ráðning RH og sumarleikmannaglugginn, kemur rétt á undan spurningalistanum
    frá liverpool pubquizinu sem þið hélduð ;);)

  25. gleðilegt nýtt ár og vonandi farsælt komandi ár til alla stuðingsmenn Liverpools sérstaklega þessa síðuhaldara hér fyrir halda góð umræður um Liverpool.

  26. ‘Afram Liverpool
    Framistaða ársins KOP.IS
    Leikmenn ársins á KOP.IS
    Takk fyrir mig,elska þessa síðu.
    Gleðilegt nýtt ár

  27. Árið 2011 verður ár uppbyggingar frammúrskarandi liðs til framtíðar , með einhvern annan mann en Hodgson á brúnni . Sé okkur fyrir mér í 2 sæti eftir akkúrat ár. Held að Deschamps ( ekki rétt skrifað , þori að fullyrða :))) eða K.Keny taki við stjórnartaumum , og við eigum eftir að fara að byrja spila blússandi sóknarkeyrslupressubolta .
    Vill einnig þakka síðustjórnendum fyrir frábært framtak með þessarar síðu , fáranlegt hvað ég get gleymt mér á henni .. Takk !

  28. Leikmaður ársins: Dirk Kuyt – Alltaf hægt að reiða sig á þennan mann, næstur í röðinni er síðan án efa Pepe Reina.

    Frammistaða Ársins: Dirk Kuyt þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigrinum á Everton á Anfield í febrúar þegar Liverpool var manni færri.

    Augnablik Ársins: Þegar Dirk Kuyt lagði upp markið hans Torres eftir 5 mínútur á Old Trafford og Liverpool stuðningsmenn um gjörvallan heiminn héldu að við værum að fara að rúlla yfir ManU á Trafford eins og við gerðum árið á undan… svo varð því miður ekki :/

    Vonbrigði Ársins: Að reka Rafael Benitez.

  29. gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna !

    frábært framtak á þessari síðu og halda áfram á sama vegi …..þótt liverpool liðið er ekki að standa sig þessa stundina þá stendur þessi síða alltaf fyrir sínu.

  30. Takk, þið kop-bloggarar fyrir frábæra vinnu… Þið trúið því ekki hvað hún skiptir miklu máli fyrir okkur hina púllarana í blíðu (og sérstaklega stríðu þessa dagana…) Ef ég væri ÓRG væruð þið komnir með stórRisaDINOSAURkross strax í dag. Takk og takk.

Hodgson verður að fara. Strax!

Bolton á morgun