Áramótauppgjör Kop.is

Árið 2011 hefur verið viðburðaríkt, dramatískt og eftirminnilegt fyrir Liverpool FC og stuðningsmenn Liverpool. Um áramótin er við hæfi að við lítum aðeins um öxl og rifjum upp það sem stóð upp úr á árinu og spyrjum okkur líka hvaða vonir við höfum fyrir árið 2012.

Við þökkum ykkur öllum fyrir að hafa lesið síðuna, hlustað á þættina og tekið þátt í umræðunum. Það eru ekki við sem gerum þessa síðu merkilega, það eruð þið!

Hér er áramótauppgjör okkar á Kop.is:


BABÚ

Besti leikur ársins 2011: Enginn leikur á þessu ári fer í sögubækur félagsins til lengri tíma eða verður lengi í minningunni en ég segi 3-1 sigurinn á United. Þeir slysuðu inn marki í lokin í leik sem hefði frekar átt að fara 4 eða 5-0. Frábær spilamennska og alltaf gaman að vinna United.

Lélegasti leikur ársins 2011: Blessunarlega fékk Roy Hodgson ekki marga leiki á þessu ári en skýrsluna eftir Blackburn-leikinn í janúar hóf ég svona: „Á meðan ég kveð Roy Hodgson, versta stjóra í sögu Liverpool FC vil ég benda mönnum á að maður nær bestu viðspyrnunni þegar maður spyrnir sér frá botninum. Ég neita að hugsa það til enda ef þetta er ekki botninn.“ Það var ekki búið að reka hann formlega þarna en þetta dugði til og síðan við spiluðum þennan leik hefur andinn í kringum félagið verið að léttast dag frá degi.

Bestu leikmannakaupin 2011: Erfitt að segja þannig séð þar sem mörg af þessum leikmannakaupum gætu sannað gildi sitt á næstu árum og hef ég sérstaklega trú á Henderson þar. En m.v. þetta ár er ekki hægt að velja annan en Luis Suarez. Ótrúlegur leikmaður og andstæðingar félagsins eru virkilega farnir að hugsa út fyrir boxið til að reyna að stoppa hann.

Mestu vonbrigðin 2011: Það þurfti að segja mér það tvisvar eftir allar breytingarnar á félaginu að Fernando Torres vildi núna ólmur yfirgefa skútuna. Mikil vonbrigði enda vissi ég það ekki þá að hann ætti eftir að eiga umörlegt ár og Suarez myndi fylla hans skó eins og skot.

Stutt spá fyrir 2012: Bætum okkur eftir áramót og skorum meira án þess þó að ná í Meistaradeildina. Komumst í þann hóp á næsta tímabili með meiri stöðugleika.

Áramótaheitið 2012: Koma með betri spá fyrir næsta ár á sama tíma að ári.


EINAR ÖRN

Besti leikur ársins 2011: Sigurinn á Man Utd á Anfield í vor. Ég horfði á hann á hótelherbergi í þjóðgarði í Rajasthan á Indlandi og átti svo sem ekki von á miklu. En þetta var klárlega leikurinn þar sem maður áttaði sig á því að Luis Suarez myndi fá mann til að gleyma Fernando Torres fljótt.

Lélegasti leikur ársins 2011: Hodgson-leikirnir í upphafi árs. Ætli Blackburn leikurinn sé ekki einhver sá allra lélegasti, sem ég hef séð hjá Liverpool. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið illa á þessu tímabili, þá er með ólíkindum hversu mikið þetta lið hefur batnað.

Bestu leikmannakaupin 2011: Luis Suarez, nema hver?

Mestu vonbrigðin: Andy Carroll, því miður. Ég hef trú á honum ennþá, en það er alveg ljóst að hann mun ekki verða lengi hjá Liverpool ef hann bætir sig ekki.

Stutt spá fyrir 2012: Við komumst í Meistaradeildina.

Áramótaheitið 2012: Ég á von á strák í maí og ég heiti því að ala hann upp sem Liverpool-stuðningsmann!


KRISTJÁN ATLI

Besti leikur ársins 2011: Ég ætla að brjóta regluna og tilnefna þrjá: útileikina gegn Chelsea á Stamford Bridge. Ég er ekki viss um að það muni gerast aftur á minni ævi að Liverpool vinni þrjá útileiki gegn Chelsea á sama árinu. Að það skuli hafa gerst í kjölfarið á því að Fernando Torres skipti yfir til þeirra því hann vildi spila fyrir „alvöru stórlið“ gerði þetta bara enn sætara!

Lélegasti leikur ársins 2011: Blackburn úti eða Wolves heima í upphafi janúar. Vorum við virkilega farin að gera ráð fyrir tapi á heimavelli gegn Wolves? Hrollur! Mikið er ég feginn að við losnuðum við Hodgson strax í upphafi árs.

Bestu leikmannakaupin: Luis Suarez, engin spurning. Við þurftum á bjargvætti að halda eftir að Torres fór en jafnvel bjartsýnustu menn grunaði varla að staðgengill þess spænska myndi reynast enn betri ef eitthvað er. Stórkostlegur leikmaður og ef hann getur hrist af sér þessar nornaveiðar sem eru í gangi á Englandi þessa dagana er ómögulegt að spá fyrir um hversu langt hann getur náð með Liverpool.

Mestu vonbrigðin 2011: Andy Carroll, því miður. 35m punda fyrir leikmann sem skoraði 4 deildarmörk allt árið eru ekkert annað en vonbrigði. Hann er ungur og hefur tíma til að bæta úr en maður er bara svekktur með hann á þessum tímapunkti.

Stutt spá fyrir 2012: Við ætlum að vinna Manchester United á Old Trafford í ár. Þrisvar!

Áramótaheitið 2012: Ég stefni á að komast til botns í þessari duldu þráhyggju Steina gagnvart Tim Cahill. Þetta er farið að hræða okkur hina.


MAGGI

Besti leikur ársins 2011: Liverpool 3 – Man United 1. Welcome to England Mr Luis Suarez og Kuyt með ÞRENNU gegn Scum. Ekki neitt toppar það.

Lélegasti leikur ársins 2011: Blackburn 3 Liverpool 1. Reyndar jákvætt að þar lauk versta tímabili í minni minningu sem Liverpool-aðdáanda, tímans þegar Roy Hodgson reyndi að gera LFC að varnarsinnuðu skyndisóknaliði.

Bestu leikmannakaupin 2011: Luis Suarez. En langt síðan að maður getur talið upp ár þar sem svo mörg góð kaup hafa átt sér stað á sama árinu. Adam, Bellamy, Enrique og Henderson strax að look-a flott, fleiri á leiðinni.

Mestu vonbrigðin 2011: Hin ógeðslega framkoma Fernando Torres dagana eftir að hann sveik lið sem kom honum almennilega á alheimskortið.

Stutt spá fyrir 2012: Öflug skref í rétta ár, lendum í CL – sæti og vinnum FA cup.

Áramótaheitið 2012: Minna mig stöðugt á: “I’d rather have the swine flu than supporting ManU”!


SSTEINN

Besti leikur ársins 2011: Þvílíkur unaður að sjá Dirk setja þessa stórbrotnu þrennu þar sem lið ManYoo var sundurspilað á stórum köflum í leiknum. Suarez notaði þennan leik til að stimpla sig formlega inn í enska boltann þar sem hann snýtti vörninni þeirra einn síns liðs og lét leikmenn andstæðinganna líta út fyrir að vera meistaraflokkslið Hrafnkels Freyðsgoða.

Lélegasti leikur ársins 2011: Vil bara hreinlega ekki viðhafa fleiri orð um leikinn gegn Blackburn í byrjun árs. Roy Hodgson í hnotskurn.

Bestu leikmannakaupin 2011: Það kemst bara enginn nálægt Luis Suarez þegar kemur að kaupum ársins. Efast hreinlega um að við eigum eftir að sjá jafn góð kaup á næstu árum því ég tel að hann eigi ennþá eftir að sýna miklu, miklu meira, enda stórbrotinn leikmaður.

Mestu vonbrigðin 2011: Að hafa ekki náð að beina einhverjum af þessum sláar- og stangarskotum inn á haustmánuðum og vera þar með í miklu betri stöðu í deildinni.

Stutt spá fyrir 2012: ‘Work in progress’ heldur áfram og við siglum hægt og bítandi í áttina að sætum sem við eigum heima í með góðri pass-and-move spilamennsku.

Áramótaheitið 2012: Fagna titli eða titlum vel og innilega .


Hér er að lokum ljósmynd ársins 2011:

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna!

63 Comments

  1. Skemmtileg upprifjun.

    Gleðilegt ár Kop.is og takk fyrir ómetanlega þjónustu við okkur Liverpool aðdáendur á árinu : )

    YNWA! 

  2. Þakka góða pistla, leikskýrslur og annað fróðlegt og skemmtilegt á árinu!

    Er samt ósammála með að Suarez hafi fyllt í skó Torres, vissulega besti maður vallarins oft á tíðum, en markaleysið hefur því miður sett strik í reikninginn fyrir mér. Um leið og blessaður maðurinn fer að skora þá skal ég fara í lið með ykkur sem segið hann hafa fyllt það skarð sem Torres skyldi eftir sig.

    Besti leikurinn er klárlega 3-1 sigurinn á United
    Versti leikurinn: Allir sem Hodgson kom nálægt
    Mestu vonbrigði: Verð eiginlega að segja brotthvarf Torres, það hefur ekkert toppað þann ömurlega dag, burtséð frá lélegri frammistöðu hans með Chelsea. Meiðslu Lucasar er einnig á listanum yfir mikil vonbrigði.
    Stutt spá fyrir 2012: Endum í 4 sætinu í deildinni í ár og verður í topp 3 um næst jól.
     

  3. Takk fyrir samlesturinn á árinu sem er að líða og meigum við öll eiga gott komandi ár saman hér! 

    … geysilega hamingjusamur með mynd ársins, síðasti dagur ársins hefði ekki geta byrjað betur!

  4. Besti leikurinn: LIVERPOOL 3:1 manutd. Ég var þá í KOP daginn eftir 30-afmælið og það féllu gleðitár hja mér.
    Lélegasti leikurinn: Blackburn – LFC í byrjun árs
    Vonbrigðin: öll töp og T0rr€$
    bestu kaupin: Enrique og Suarez
    2012: náum CL-sæti og í toppbaráttu í lok ársins
    Áramótaheit: Gleðjast yfir sigrum

  5. Takk fyrir drengir og gleðilegt ár. 
    Megi kop.is vaxa og dafna eins feit blökkukona.  

  6. Skemmtileg lesning eins og svo oft áður og gaman að sjá mismunandi skoðanir ykkar sem eruð fastapennar hér. Verð þó að taka undir að ég sé ósammála því að Suarez nokkur hafi fyllt upp í skó Torres-ar. Er miklu frekar á því að Mr. Suarez hafi sparkað skóm Torres-ar þangað sem þeir eiga að vera, til fjandans, og hann var snöggur að því.

    Ef maður sjálfur reynir að svara þessum spurningum í uppgjörinu þá er ég sammála með að leikur ársins sé 3 – 1 á móti ManYoo og að lélegasti (af nokkrum) sé leikurinn á móti Blackburn…úff. Svart og hvítt þessir tveir leikir, algjörlega.

    Bestu leikmannakaupin eru auðvitað Suarez enda kemst enginn með tærnar þar sem sá maður hefur haft hælana síðustu 30 mín eða svo. Skemmtilegt er þó við leikmannakaup á árinu er auðvitað miklu betri heildarkaup leikmanna en í mörg mörg undanfarin ár. 

    Mestu vonbrigðin hjá mér er hver sá dagur sem Roy hafði stjór á liðinu.

    Spá fyrir 2012 er að þetta verður barátta fram á síðustu mínútu síðasta leiks hvort við náum 4 sætinu eða ekki. Held því miður að það muni ekki hafast og þá getum við spáð í þessum fáránlegu jafnteflum á heimavelli sem virkilega glötuð stig. Við förum á Wembley.

    Áramótaheitið mitt verður að koma sér út á leik í vor og raid-a búðina á Anfield.

    Að lokum þakka ég öllum sem leggja leið sína hér inn fyrir skrif þeirra og óska öllum sæluvímu með liðinu okkar á komandi ári. Vonandi verður árið okkur svo gleðilegt að það jafnist á við ástarsögu fyrir unglingsstelpur.

    Er algerlega á að þetta sé mynd ársins sem er hérna efst af Agger að heilsa Torres.

  7. Bestu kaupin: Losna við Poulsen

    Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir mig 

  8. Haha flott mynd þarna
    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það sem er að líða.

  9. http://www.visir.is/gerrard–carroll-tharf-ad-fa-betri-thjonustu/article/2011111239893

    það er hárrétt sem Gerrard segir eftir laikinn í gær og kemur fram í þessari grein það vantar bara þjónustu fyrir Carroll og hann að laga staðsetningarnar sínar og þá kemur þetta held ég, finnst hann vera að koma of mikið út á völlinn til að ná í boltann oft. Vonandi fer Suarez bara í langt bann því ég er ekki að skilja þessa ofur dýrkun á honum, það getur vel verið að hann sé mikið að hlaupa um og rugla í varnarmönnum en hann er ekki að skila því sem hann á að gera sem aðal striker…. skora mörk!!!  

    Smá pæling, er Suarez ekki “flopp” ársins?? er hann að skora mikið meira en Torres?  eina sem ég hef séð til Suarez er hann skjóta langt framhjá og yfir markið og annað slagið í slá eða stöng. 

    Takk fyrir árið og gleðilegt nýtt og gangi okkur sem allra best á því nýja 😉 

  10. Kaup ársins og aldarinnar bara eru alltaf Craig Bellamy fyrir mér. Þvílíkur meistari sem þetta er og við fengum hann frítt. Sá ætlar að reynast okkur vel. Ég held svei mér þá að ég verði bara í Bellamy búningnum mínum í allan dag og jafnvel alla næstu viku.

  11. Gleðilegt komandi ár og takk fyrir frábæra síðu.
     
    Endirinn á árinu yrði að sjálfsögðu enn betri ef Man Utd  myndu nú tapa fyrir Blackburn eins og allt stefnir í þessa stundina… 2-3

  12. Gleðilegt nýtt Liverpoolár og takk fyrir það gamla.
     Og gamli rauðnefur tapaði á afmælisdeginum sínum.

  13. Breaking News: Patrice Evra has accused all Blacburn supporters of racism. He claimed that during todays match they chanted Black Burn at him. He is very upset according to his agent. 

  14. There’s only one Steve Kean!
    Bíð eftir símtölum frá United-vinum mínum. Nokkrir sem hringdu í mig 26.desember, hljóta að hringja aftur í dag…….

  15. Þvílíkur gæðamunur á fyrirgjöfum eftir að Gerrard kom inná. Loksins einhver sem drífur á hausinn á Carroll.
    En við getum litið á Mario Gomez hjá Bayern. Hann gat ekkert hjá þeim í tvö ár og núna skorar hann grimmt. Carroll greyið réð heldur ekki verðmiðanum á sjálfum sér.
     
    Ég hef fulla trú á honum og þetta fer að koma, hann er ennþá ungur og gríðarlega mikið efni.
     

  16. Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir það liðna ! og megi árið 2012 verða Liverpool ár !

  17. Gleðilegt ár allir  Poolarar nær og fjær.

    Kristján og SSteinn, ég var að skoða gamlar færslur og sá þá mér til mikillar skelfingar að ekki er lengur hægt að skoða umræður þar. 

  18. Agger fór frá því að vera einn uppáhaldsleikmaðurinn minn í guð þegar að hann tók sig til og olnbogaði torres beint í ginið, elska mynd ársins 2011!

  19. chelsea að tapa og tottenham að gera jafntefli !! united töpuðu bara ef fokking Persie hjá Arsenal gæti róað sig aðeins í Mörkum þá væri þetta fullkomin dagur en Annars mjög fínt serstaklega þar sem við eigum erfiðan leik næst
     

  20. Gleðilegt ár félagar.. vil benda á að úrslit leikja þessa stundina eru okkur í liverpool mjög hagstæð þessa stundina.. Chelsea að tapa, tottenham að gera jafntefli og reyndar eru arsenal eða vinna en við getum nú ekki fengið allt. Auk þess alltaf gaman þegar man utd missa stig þó við séum kannski ekki í baráttu við þá eins og stendur. Win Win
    Megi 2012 veita okkur meistaradeild ! og helst eina dollu 😉

  21. Ótrúlega falleg umferð í enska þessa síðustu daga ársins! Við erum jafnir Chelsea í 5-6 sætinu og 2 stigum á eftir Arsenal í 4 sætinul 🙂 Chelsea, Man utd og Tottenham töpuðu öll stigum 🙂 Gleðilegt nýtt ár kæru Poolarar og megið árið 2012 verða dásamlegt 🙂

  22. Verð nú bara að segja að þetta ár ætlar að enda alveg rosalega vel.
    við skorum 3
    man u tapar sem er alltaf gott
    Chelsea tapar
    tottenham gerir jafntefli
    Við erum aðeins 2 stigum frá 4 sæti og 5 stigum frá 3 sæti.
     
    Og til að toppa þetta þá er Captain Fantastic kominn til baka.
    Ef þetta er ekki ástæða til að hrynja í það í kvöld og gleyma sér í bjartsýninni fyrir næsta ár þá veit ég ekki hvað
    Gleðilegt ár og þakka ég fyrir góða lesningu hér inn á kop.is

  23. Gleðilegt nýtt ár kæru Liverpool menn upp til sjávar og sveita.

    Ritstjórar Kop.is . Takk fyrir , takk fyrir árið.

    Áfram Liverpool 

  24. Frábær endir á þessari umferð ekki spurning, gleðilegt ár Pooolarar.
     

  25. Þessi ljósmynd af “The Right Honorable Mr. Agger” og Torres er listrænn sigur. Klisjan “segir meira en mörg orð” hreinlega öskrar á mann.

    Takk fyrir árið annars, piltar. Þetta er frábær síða hjá ykkur og ég þykist vita að sonur Einars Arnar verður skírður Craig Johnston.

  26. Flottur endir á árinu.
    Handritið að áramótaskaupinu hefur verið birt.
    (Written statement frá FA vegna Suarez, 115 síður)

    Nú hefur maður eitthvað að lesa í nóttinni.
    Gleðilegt ár allir púlarar og kop.is, takk fyrir.

    YNWA

  27. Leikur ársins er liverpool manut suarez var frabær i þvi leik og kuyt með þrennu.
    Lélagsti leikurinn allir roy hodson leikirnir.
    Bestu kaupin suarez eniuque bellamy.
    Mestu vonbriðin missa torres og raul meirleiss.
    Stutt spá fyrir 2012 lenda i 4sæti og vinna man city á 3januar 
    Áramótaheitið 2012 vinna tila og synga 

  28. Gleðilegt árið Liverpool aðdáendur nær og fjær..  Smá off topic, FA, sendi Liverpool skýrslu yfir dóminn yfir Suarez nú í gær.  Það verður fróðlegt að vita hvað er í þessari skýrslu, en skv henni segir þetta.

    The report says that Suarez broke Rule E3 by bringing the game into disrepute.
    It added that any further offence “will give rise to consideration of a permanent suspension”.  

  29. Úff… Ég er hræddur að ég verði að éta orð mín um Evra

    DTguardian daniel taylor 
     

    FA’s full written findings confirm that Suarez admits calling Evra a “negro” (though claims it was friendly) #LFC #MUFC
     

  30. Nú er árið senn á enda runnið og manni er efst í huga þakklæti til ykkar sem haldið þessum vef úti og ykkur pennum sem skrifð skýrslunar hér inn, ykkar framlag til okkar stuðningsmanna Liverpool FC verður seint þakkað, þið eigið skilið bestu þakki fyrir ykkar frábæra framlag. Það er orðin daglegur þáttur í tilverunni að koma á kop.is og fræðast um það sem þið og aðrir hafið fram að færa og jafnvel leggja lítilræði til málanna.

    Það hefur oft gengið á ýmsu hjá Liverpool FC og er þetta ár þar engin undantekning, það væri að æra óstöðugna að tína allt til sem á daga okkar frábæra klúbbs hefur hefur drifið. Þetta ár verður vonandi lærdómsríkt og til þess fallið að nýtt ár verði enn betra, í það minsta er ég viss um að það verður það hér á Kop.is. Það er mín trú að nýtt ár verði okkur heilladrjúgt og við eigum eftir að fara enn frekar upp á við og gleðistundinar hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool á eftir að fjölga jafnt og þétt. 

    Kæru Liverpool félagar nær og fjær, ég óska ykkur gleðilegs nýss árs og þakka það sem er að líða, megi þið eiga gott ár með fjölskyldum ykkar og Liverpool ykkur við hlið…

    Einar Örn, ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins best með komu nýs Liverpoll stuðning mann á nýju ári, megi árið og lífið leika við ykkur.

    Áfram LIVERPOOL… YNWA… 

  31. Ekki laust við að maður hálf-skammist sín fyrir að Liverpool hafi svona sterklega bakkað upp Suarez, m.a. eftir svona komment:
     
    Það hlýtur bara að vera að þeir hafi ekki vitað hvernig þessar “samræður” voru nákvæmlega:
     
    Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé eðlilegt að segja í S-Ameríku ?
     
    It reads: “Our findings of fact which are directly relevant to the Charge are as follows: (1) In response to Mr Evra’s question “Concha de tu hermana, porque me diste in golpe” (“F*****g hell, why did you kick me”), Mr Suarez said “Porque tu eres negro” (“Because you are black”).

    “(2) In response to Mr Evra’s comment “Habla otra vez asi, te voy a dar una porrada” (“say it to me again, I’m going to punch you”), Mr Suarez said “No hablo con los negros” (“I don’t speak to blacks”).

    “(3) In response to Mr Evra’s comment “Ahora te voy a dar realmente una porrada” (“okay, now I think I’m going to punch you”), Mr Suarez said “Dale, negro, negro, negro” (“okay, blackie, blackie, blackie).”

  32. Úr þessari skýrslu sem verður eflaust rædd næstu daga…Mr Suarez denied the Charge. His case, in short, was as follows. He agreed with Mr Evra 
    that they spoke to each other in Spanish in the goalmouth. When Mr Evra asked why he 
    had kicked him, Mr Suarez replied that it was a normal foul and shrugged his shoulders. 
    Mr Evra then said that he was going to kick Mr Suarez, to which Mr Suarez told him to 
    shut up. As Mr Kuyt was approaching, Mr Suarez touched Mr Evra’s left arm in a 
    pinching style movement. According to Mr Suarez, at no point in the goalmouth did he 
    use the word “negro”. When the referee blew his whistle to stop play, Mr Evra spoke to Mr 
    Suarez and said (in English) “Don’t touch me, South American”. Mr Suarez replied “Por 
    que, negro?”. He says that he used the word “negro” in a way with which he was familiar 
    from his upbringing in Uruguay. In this sense, Mr Suarez claimed, it is used as a noun and 
    as a friendly form of address to people seen as black or brown-skinned (or even just blackhaired). Thus, it meant “Why, black?” Mr Suarez maintained that when he said “Por que, 
    negro?” to Mr Evra, it was intended in a conciliatory and friendly way. Mr Suarez said this 6 
    was the only time that he used the word “negro” in his exchanges with Mr Evra during 
    the match. 

  33. Gleðilegt ár og takk fyrir frábæra síðu. Nú er bara að halda áfram að spila pass and move bolta og þá fer þetta að smella.

    YNWA 

  34. það er munur á því að segja nigger og negro. Ég mundi ekki setja neitt út á það að vera kallaður blanco.

  35. Á ekki dæma líka EVra fyrir brjóta E3 regluna með því hóta  kýla Suarez:

     Rule E3, with the sub-heading “General Behaviour”, provides as follows: 
    “(1) A Participant shall at all times act in the best interests of the game and shall not 
    act in any manner which is improper or brings the game into disrepute or use 
    any one, or a combination of, violent conduct, serious foul play, threatening, 
    abusive, indecent or insulting words or behaviour.

    It reads: “Our findings of fact which are directly relevant to the Charge are as follows: (1) In response to Mr Evra’s question “Concha de tu hermana, porque me diste in golpe” (“F*****g hell, why did you kick me”), Mr Suarez said “Porque tu eres negro” (“Because you are black”).
    “(2) In response to Mr Evra’s comment “Habla otra vez asi, te voy a dar una porrada” (“say it to me again, I’m going to punch you”), Mr Suarez said “No hablo con los negros” (“I don’t speak to blacks”).
    “(3) In response to Mr Evra’s comment “Ahora te voy a dar realmente una porrada” (“okay, now I think I’m going to punch you”), Mr Suarez said “Dale, negro, negro, negro” (“okay, blackie, blackie, blackie).” 

    Hægt skoða hér betur:
    http://www.thefa.com/TheFA/Disciplinary/NewsAndFeatures/2011/~/media/Files/PDF/TheFA/Disciplinary/Written%20reasons/FA%20v%20Suarez%20Written%20Reasons%20of%20Regulatory%20Commission.ashx  

  36. Ef Evra var upset eftir leik….. þá er mér spurn… hvernig var hann í búningsklefanum fyrir leik ?? Þar sem hann var að rífast við Dómarann fyrir leik??  Æstur þá líka ?  Örugglega ekki fengið það nýlega greyið
     

  37. Las yfir fyrstu 70 bls. og það er nokkuð augljóst að Suarez var að ögra Evra með að hnippa í hann enda ekki skrýtið þar sem Evra henti sér niður og vældi vel og lengi. Það er nú vel þekkt að maður espir upp mótherjann ef maður finnur að þeir eru tæpir. Út frá þessu eru hugsanir Suarez lesnar. Hans framburður talinn ótrúverðugur út frá þessu og þannig komast þeir að því að “negro” hafi verið meint illa.
    Evra byrjaði á að blóta á spænsku og væla yfir “brotinu” í Suarez og biðja hann um útskýringar. Hann viðurkennir svo að hafa hóta að berja Suarez tvisvar. Ekkert er lesið í hugsanir Evra út frá þessu. Hans frásögn er talin trúverðugur þó hann hafi hegðað sér á ögrandi hátt!

    Þetta er bara alltof þunnt. 

  38. Út af hverju einbeitir Evra sér ekki af því að leika knattspyrnu? Hann fullyrðir sjálfur að vera í einhverju kaffihúsaspjalli í miðjum knattspyrnuleik og vera að spyrja spurninga eins og einhver fréttamaður. Viðurkennir að hrauna yfir knattspyrnufélaga sinn. Aumingja karlinn. Hann hefur áður verið uppvís af tómri dellu. Hlægileg rök og vonandi verður hart tekið á þessu og sótt um miklar skaðabætur, bæði fyri Suarez og Liverpool.  

  39. Gleðilegt ár félagar !!!

    Megi 2012 vera okkur gjöfullt á knattspyrnuvellinum sem og á okkar eigin heimavell í lífinu. Þú sem heldur með Liverpool átt allt það besta skilið. Sækjum fram. Njótum hvers dags að sjá Liverpool spila. 🙂

    YNWA. 

  40. Bestu kaup ársins voru klárlega að kaupa upp samning ”Woy’s” !

  41. draumur fyrir árið: allir leikir enda eins og þeir gerðu síðustu 2 dagana 2011. Að Liverpool vinni og að manutd tapi

  42.  According to Mr Suarez, at no point in the goalmouth did he 
    use the word “negro”. When the referee blew his whistle to stop play, Mr Evra spoke to Mr 
    Suarez and said (in English) “Don’t touch me, South American”. Mr Suarez replied “Por 
    que, negro?”. He says that he used the word “negro” in a way with which he was familiar ………….

    hann Evra á þá að fara í 8 leikja bann  fyrir að vera með racisma vegna suður ameríkubúum. 

    þetta FA drasl er búið að skíta uppá bak , og líka þú verður að vera með vitni eða hafa séð eða heyrt eitthvað til að banna einhvern eða bara leggja þá í bann. 

  43. Gleðilegt ár Kop´arar. 
    Ánægjulegt að sjá EOE OG kop.is á kreditlista skaupsins, en missti ég af fyrir hvað?

    Hvernig má það vera að Suarez fari í bann í ár fyrir eitthvað sem hann gerði í fyrra? 

  44. FA og Evra mega klárlega hoppa þangað sem sólin ekki skín. Þetta getur ekki með nokkru móti haldið í gegnum áfrýun!!

  45. Komast engin kaup nálægt því að vera jafn góð og Suarez kaupin? Hefuru séð lpool leik á þessu tímabili Ssteinn? Við keyptum besta vinstri bakvörð deildarinnar á 6m punda?

  46. eigum við ekki að sætta okkur við bannið , við vitum ekket hvað skeður ef við áfrýjum. þetta er allt byggt á því sem EVRA segir, og þeir eru níb´´unir að segja að EVRA se ekki áreiðanlegt vitni. +eg held að við séum ekki verri án hans, við erum búnir að fá  GERARD til baka og hann er á við tvo ZUARESA

  47. evra ætti kannski að taka Michael Jakson á þetta, láta lita sig hvítan og hætta þessu væli

  48. Við getum ekkrt gert því miður í þesu fokking Evra máli og tökum því bara eins og karlmenn hver sem úrskurðurinn verður. En leikirnir fóru bara vel fyrir áramót og sérstaklega hjá mu. Gleðilegt ár kæru púllarar nær og fjær.

  49. “Mr Suarez’s evidence was unreliable in relation to matters of critical importance. It was, in part, inconsistent with the contemporaneous evidence, especially the video footage”

    Í guðanna bænum, maður er farinn að halda að flestir Liverpool aðdáendur séu allir rasistar, FA eru búnir að dæma í málinu Suarez sekur. sættið ykkur við það.

  50. Gleðilegt ár kæru síðuhaldarar og aðrir góðir menn!

    Ég verð að játa að ég get ekki hugsað mér að lesa þennan 115 síðna úrskurð frá FA og læt nægja að mata mig á innihaldinu.

    Það sem virðist vera aðalatriðið í úrskurðinum er að Suarez er metinn ótrúverðugri en Evra. Sá ótrúverðugleiki mun vera byggður á að því að okkar maður varð tví- og jafnvel margsaga um þau atvik sem á hann voru borin á meðan að Evra hélt sig við sína sögu.

    Suarez virðist því hafa klúðrað málinu sjálfur. Þessu verður ekki breytt úr þessu og ekkert annað að gera en að vona að Suarez læri sína lexíu og kannski kominn tími til.

  51. Nr #51 og #53. Er ekki bara verið að þakka fyrir að einu 2 mennirnir a landinu sem horfa á kredit lista skaupsins eru virkir lesendur kop.is?? : ) Gleðiegt nýtt ár félagar og megi 2012 færa okkur gæfu og dollur!

  52. Sæll Einar og gleðilegt ár ég var einmitt að spurja að þessu í kommentum í nýjustu færslunni.

Liverpool 3 – Newcastle 1

Opinn þráður – Suarez og glugginn!