Podcast #74 / Áramótauppgjör Kop.is – 2014

Hér er þáttur númer sjötíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins ásamt uppgjöri okkar pennana á árinu 2014!

KOP.is podcast – 74. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, Maggi, Eyþór og SSteinn.

Í þessum þætti fórum við yfir desemberleikina í öllum keppnum, horfðum yfir árið 2014 og spurðum hvort Liverpool sé loksins búið að rétta úr kútnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa uppgjör okkar á þessu ári (með því að smella á lesa meira neðst í þessari færslu).

Þessi þáttur er í boði veitingastaðarins Nam.
Nam opnaði nýlega glæsilegan veitingastað að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi.
Þú getur nálgast allar nánari upplýsingar á namreykjavik.is
Til að panta mat geturðu hringt í 519 6300.

Áramótauppgjör 2014


Maggi:
Besti leikur ársins 2014:
a) Liverpool – Arsenal = 5-1 Einfaldlega fullkominn leikur í 20 mínútur og frábær í 70 þar á eftir.
b) Liverpool – Everton = 4-0 Everton virkilega héldu að þeir væru að fara að slá okkur út af laginu, komu með stóryrt orð og fengu gulrótina heldur betur!
c) Liverpool – Man. City = 3-2 Ótrúleg spenna og tilfinningasveiflur, frábærar 90 mínútur af fótbolta…besti leikur leiktíðarinnar 2013-2014 sennilega fyrir „neutralinn“.

Shit það var bara erfitt að velja hér, oft verið MIKLU einfaldara!

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) Basel – Liverpool= 1-0 Þarna fannst mér morgunljóst að okkar menn réðu ekki við það verkefni að spila í Meistaradeild. Andlaust á allan hátt og hver annar leikmannanna lélegri.
b) West Ham – Liverpool = 3-1 Svei mér þá hvað það er vont að vera búinn að tapa fyrir Sam Allardyce eftir kortérið. Vondur leikur.
c) Liverpool – Aston Villa = 0-1 Hefði líka geta verið Hull eða Sunderland heima, sem voru jafn lélegir…en þessum töpuðum við.

Bestu leikmannakaupin 2014:
a) Adam Lallana. Vont að missa hann í meiðsli í sumar, var í ákveðnum vafa með formið á honum en er FRÁBÆR fótboltamaður sem mun gleðja okkur á ókomnum árum.
b) Rickie Lambert. Lallana stendur langefst í mínum huga en Rickie hefur að mínu mati alveg uppfyllt þær væntingar sem ég gerði til hans og nýtist klúbbnum vel sem aukahjólið í senterstöðunni.
c) Emre Can. Virkar á mig sem framtíðarleikmaður, virtist lengi í litlu leikformi en með því bættu þá sér maður hvað hann getur.

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
Í mínum huga verður það Luis Suarez þó vissulega hann klári ekki árið, ég vel útfrá árinu öllu en ef að má breyta þá myndi ég setja Luis númer eitt…en það er „skidsófrenískt“ að velja á heilu ári núna eftir frábæran fyrri hluta og erfiðan seinni hluta.

a) Raheem Sterling. Frábær með SAS-genginu í fyrra og bjartasta ljósið á erfiðum haustmánuðum.
b) Jordan Henderson. Orðinn lykilmaður hjá félaginu, enda rock-solid gaur og nú varafyrirliði. Ef hann bætir sig varðandi markaskorun verður hann næst því sem er hægt að verða „næsti Gerrard“.
c) Daniel Sturridge. Hefði orðið á eftir Suarez ef árinu hefði lokið í júlí, en þar sem hann hefur ekki sést í þrjá mánuði set ég hann númer þrjú…en vona að hann verði langefstur í desember 2015.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) Dejan Lovren. Er einfaldlega frábær varnarmaður, hefur margsannað það á sínum ferli en hefur átt mjög erfitt, virkar stressaður í rauðu treyjunni en mun vonandi sýna sitt betra andlit fljótlega.
b) Mario Balottelli. Bar til hans væntingar og held í veika von enn. Því miður virðist lítill neisti eftir í skónum hans og þá er augljóst að kollurinn hjálpar honum ekki úr þeim vanda. Ótrúlegir hæfileikar hans virðast hverfandi, sem er SVO mikil synd.
c) Varnarleikur liðsins. Oft talað um varnarþjálfara og horft þá á hafsent og markmannsþjálfara. En það er ekki svo einfalt þegar hver af öðrum gerir aulamistök í varnarleik og um allan völl. Það þarf að laga því sókn vinnur leiki en vörn vinnur mót.

Hvað stendur upp úr árið 2014
a) Ótrúlegt run frá janúar fram í maí og möguleiki á titli fram á síðasta leik. Eitthvað sem maður hefur ekki upplifað síðan 1991 og var dásamlegt að rifja upp.
b) Sóknarleikur liðsins allt vorið, fyrst í haust og nú að undanförnu. Liverpool virðist ætla að setja stefnuna á háhraða fótbolta með hápressu. Ég elska þá hugmyndafræði!!!
c) Reynsluleysi klúbbs og stjóra í Evrópu. Hræðileg frammistaða í Meistaradeildinni hljóta að vera vonbrigði sem menn ætla sér að læra af ef þeir fá á því möguleika í bráð.

Stutt spá fyrir 2015:
Geri mér virkilega vonir um það að liðið styrkist á nýju ári og verði í hörkukeppni um 4.sætið í deildinni og komist í allavega einn bikarúrslitaleik af þremur mögulegum…það væri mjög ásættanlegt að mínu mati. Næsta sumar þarf að upgrade-a verulega í framherjastöðum, varnarmiðjumanni og markmanni, ef eitt tækist í janúar væri það frábært.

Aukinn stöðugleiki í leikmannahóp mun skila af sér minni sveiflum á næstu leiktíð og við verðum sannarlega í þessum „topp-sex“ klassa sem við eigum að vera í.

Lokaorð um árið 2014:
Rússibani engum líkur, maður man svo ótrúlega vel þessa toppleiki, en líka skellinn á Selhurst Park eftir tapið fyrir lúðanum Mourinho og síðan þetta ferlega meiðsla- og vandræðahaust sem toppaði sig með slakri þátttöku í Meistaradeild.


Eyþór:
Besti leikur ársins 2014:
a) Arsenal (H) 5-1, 08/02/2014 – eflaust bestu 25 mínútur sem ég hef séð frá Liverpool liði. Við slátruðum þessu Arsenal liði og hefði 8-0 líklega gefið réttari mynd af leiknum en 5-1. Pressan, hraðinn – yndislegur leikur.
b) Man City (H) 3-2, 13/04/2014 – Stór stór leikur. Fer á listann vegna mikilvægi og úrslita. Hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir leik eins og þessum. Maður hélt að þetta væri að koma, sem varð ekki raunin því miður.
c) Man Utd (ú) 0-3, 16/03/2014 – Vinna United. Vinna United tvöfalt. Dóminera United. Allt gott.

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) Aston Villa (H) 0-1, 13/09/2014 – Áttum ekki færi í 93 mínútur. Andleysið var algjört.
b) West Ham (ú) 3-1, 20/09/2014 – West Ham gerði við okkur það sem við gerðum við lið á síðustu leiktíð, kláruðu leikinn á fyrstu 10 mínútunum. Ég þoli bara ekki stóra Sam.
c) Crystal Palace (ú) 3-1, 23/11/2014 – Yfirspilaðir af liði Neil Warnock. Gerist ekki mikið verra.

Bestu leikmannakaupin 2014:
a) Adam Lallana – Líklega sá eini sem ekki hefur valdið miklum vonbrigðum hingað til.
b) Moreno – Hefur verið heitur og kaldur til skiptis. Er hrikalega fljótur og virkar flottur sóknarlega, slökknar aftur á móti á honum á stundum í varnarleiknum. Skrifast líklega á aldur frekar en eitthvað annað. Er engu að síður gríðarlegt efni.
c) Origi – Hin kaupin hafa bara verið svo slök hingað til að ég get með engu móti sett þau á lista yfir bestu kaupin. Hef aftur á móti mikla trú á Origi. Fengum hann á góðum prís, margir á eftir honum og ágætt að lána hann út til að hann fái frekari reynslu undir beltið.

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
a) Luis Suarez – þarf ekki að rökstyðja, jafnvel þó hann sé farinn.
b) Daniel Sturridge – Spilaði bara hálft árið, en var það góður á þessu hálfa ári.
c) Sterling – var frábær síðari hluta tímabilsins 2013/2014. Verið sá eini með lífsmarki það sem af er slakri leiktíð 2014/2015. Fór úr því að vera orðaður við lán til Swansea um áramótin 2013/14 yfir í að vera lykilmaður sem dró vagninn um vorið 2014 og vinna svo efnilegasti leikmaður heims núna í vetur. Ótrúlegar framfarir. Semjið við hann…. núna.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) Missa af titlinum vorið 2014. Spila ÞETTA vel, vera ÞETTA nálægt. Alveg skelfilegt. Það sem gerir þetta svo enn verra er þetta rennerí á honum Gerrard, vorkenni kallinum alveg skelfilega.
b) Leikmannaglugginn 2014. Allt sem gat farið úrskeiðis í leikmannakaupum fór úrskeiðis. Keyptum kol kol kol ranga sóknarmenn og seldum þriðja besta mann í heimi. Enn eitt sumarið þar sem að efni og magn er valið í stað gæða.
c) Daniel Sturridge – sagði þegar Suarez var seldur, og menn sögðu að nú fengu Sturridge loksins að verða aðalmaðurinn, að hann gæti aldrei orðið meira en maður númer tvö sökum meiðsla. Getan er til staðar, það vantar ekki, en hefur verið mikið meiddur allan sinn feril og virðist ekkert vera að fara hætta.

Hvað stendur upp úr árið 2014
a) Titilbarátta. Fara úr því að vera outsider í keppninni um fjórðasætis bikarinn í að vera besta og skemmtielgasta lið deildarinnar. Fara á 11 leikja sigur run fyrri hluta árs 2014. Taka 33 stig af 33 mögulegum. Ógleymanlegt.
b) Spilamennska liðsins. Skora yfir 100 mörk, 6-3 sigrar, 5-1 sigrar, Vinna Spurs samtals 8-0, United tvöfalt. Frábær skemmtun!

Stutt spá fyrir 2015:
Það er rosalega erfitt að spá fyrir um árið 2015 eftir þetta rússíbanaár sem 2014 var. Fara úr því að vera besta liðið í deildinni í að vera Hodgson lélegt er bara of mikið. Ég vona að við höldum áfram að bæta okkur, tel að við verðum í baráttu um fjórða sætið þar til í maí, en rétt missum af topp fjórum. Rodgers heldur stjórastöðunni um sumarið, en það verða einhverjar breytingar innan klúbbsins.

Lokaorð um árið 2014:
Typical Liverpool ár, ekkert annað lið gæti farið úr því að vera meistarakandítatar og skemmtilegasta lið deildarinnar yfir í að vera hundleiðinlegt miðlungslið. Enn eitt skiptið sem við erum skrefi frá fyrirheitna landinu, en tökum tvö ef ekki þrjú skref til baka.

Eitt besta árið mitt sem Liverpool stuðningsmaður, en eitt af þeim erfiðustu einnig. Rússíbani, það er Liverpool FC í hnotskurn.


Kristján Atli:
Besti leikur ársins 2014:
a) 3-2 gegn Man City. Fleiri áratugir síðan Liverpool spilaði síðast „úrslitaleik“ um deildina og þetta var ótrúlegur dagur.
b) 3-0 gegn Man Utd. Að fara á Old Trafford og drottna svona er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
c) 5-1 gegn Arsenal. Fullkomnustu 20 mínútur af fótbolta sem ég hef séð Liverpool spila. Ég hef horft á þessar 20 mínútur svona 15 sinnum til að halda geðheilsu síðustu mánuði, til að minna mig á hvað þetta lið okkar getur.

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) 3-1 gegn Crystal Palace. Þetta var eini sigur hins vonlausa Neil Warnock sem var rekinn skömmu seinna, sem gerir frammistöðu okkar manna enn verri.
b) 1-0 á Anfield gegn Aston Villa. Þeir skoruðu slysamark snemma og þar með var það búið. Ömurleg frammistaða.
c) 3-1 gegn West Ham. Við höfum sem sagt látið Neil Warnock, Roy Keane og Sam fokking Allardyce fífla okkur í haust.

Bestu leikmannakaupin 2014:
a) Adam Lallana. Það hefur enginn af nýju leikmönnunum tætt upp sviðið strax og margir eiga eftir að vaxa með tímanum en Lallana er sá sem virðist vera að skila mestu strax.
b) Emre Can. Hann getur spilað alls staðar og mig grunar að við höfum verið að stela næsta stóra þýska nafninu frekar ódýrt.
c) Lazar Markovic. Dýrari en Can en svipað mikið efni sem virðist eiga ótrúlega mikið inni.

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
a) Daniel Sturridge. Þrátt fyrir að hafa bara spilað fyrri helminginn. Mikið sakna ég hans.
b) Luis Suarez. Þrátt fyrir að hafa bara spilað fyrri helminginn. Mikið sakna ég hans.
c) Steven Gerrard. Fyrirliðinn steig upp og virtist yngjast um nokkur ár í titilbaráttunni í vor.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) 27. apríl 2014. Órakaður Mourinho að fagna á hliðarlínu Anfield. Steven Gerrard að semja nýtt lag fyrir aðdáendur Liverpool. Fernando Torres að drepa titildraum Liverpool í uppbótartímanum. Oj bara.
b) Dýfan mikla haustið 2014. Þvílík vonbrigði að sóa öllu mómentum sem hafði áunnist um vorið á mettíma.
c) Meistaradeildarframmistaðan. Ef/þegar liðið kemst þarna inn aftur verður að gera betur.

Hvað stendur upp úr árið 2014
a) WE GO AGAIN – Hef ekki getað verið jafn stoltur af fótboltaliði í langan tíma.
b) Suarez og Sturridge. Ég er ekki viss um að ég muni lifa aftur að sjá svona öflugt framherjaPAR saman.
c) David Moyes og Manchester United. Það entist ekki lengi en mikið blóðmjólkaði ég gengi United á síðustu leiktíð. Það var ljúft að snúa borðunum loksins, LOKSINS við.

Stutt spá fyrir 2015:
Fyrir liggur að rétta úr kútnum eftir þessa fáránlegu dýfu í haust. Það er eins og með allt, það tekur örskamma stund að valda skaða og langan tíma að bæta fyrir hann. Þetta verður ferli sem mun eflaust taka fram á vor og ég er hræddur um að dýfan hafi kostað okkur stóru bitana (Meistaradeildina, topp-4 sæti næsta vor) en enn er hellingur að berjast fyrir. Vonandi er það versta afstaðið og liðið getur gefið okkur ástæðu til að brosa fyrir vorið. Ef það gerist er ég bjartsýnn á að þetta tímabil verði liðinu lærdómsríkt og geri það sterkara og meira til í slaginn frá og með næsta tímabili.

Lokaorð um árið 2014:
Þetta var hið mikla “cock tease” fyrir mig. Ég held með Liverpool og FH og eyddi því mestum hluta ársins í að láta mig dreyma um titla sem voru svo hirtir af mínum mönnum á grimman og ómannúðlegan hátt í blálokin. Ég er með tvö píluspjöld á veggnum mínum, annað með mynd af Mourinho og hitt með mynd af Stjörnumönnum að fagna í Krikanum. Það er langt þangað til að ég mun upplifa svona rússíbanaár, og það hryggir mig, en það er líka langt þangað til ég mun upplifa svona vonbrigði á knattspyrnuvellinum, og það gleður mig. Takk fyrir minningarnar 2014, nú skaltu vinsamlegast hoppa upp í rassgatið á þér.


SSteinn:
Besti leikur ársins 2014:
a) 4-0 Liverpool – Everton: Það að skíta svona hressilega yfir nágranna okkar er eitthvað sem fá orð geta líst og voru þeir með yfirlýsingar fyrir leik
b) 0-3 Man.Utd – Liverpool: Það er dásamlegt að fara á þennan stað og salta heimamenn í tunnu
c) 5-1 Liverpool – Arsenal: Gjörsamlega Sláturfélag Suðurlands bragur á þessu. Hefði einhvers staðar verið bara hreinlega kallað fjöldamorð

Annars var svo fáránlega erfitt að velja leikina núna, reyndar kannski ekki þessi 3 efstu, en maður er samt að sleppa fjölmörgum leikjum eins og 4-0 sigri á Spurs of fleirum, leikir sem alla jafna kæmust í topp 3.

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) 3-1 West Ham – Liverpool: Hreinn og klár horbjóður
b) 0-1 Liverpool – Aston Villa: Skelfilegt
c) 3-1 Crystal Palace – Liverpool: Hörmung

Bestu leikmannakaupin 2014:
a) Adam Lallana: Dýr, en mikil gæði og eru þau að koma betur og betur í ljós
b) Emre Can: Verulega fjölhæfur gæðaleikmaður sem var óheppinn með meiðsli en er að koma sterkur tilbaka. Framtíðarmaður
c) Lazar Markovic: Ég hef svo miklar trú á þessum strák og er byrjaður að sjá eitthvað af gæðum hans brjótast í gegn

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
a) Luis Suárez: Bara ekki hægt að velja neinn annan. Spilaði bara fyrri helming ársins fyrir okkur, en það má reyndar segja um nánast alla okkar leikmenn.
b) Daniel Sturridge: Má segja það sama um hann og um Luis.
c) Jordan Henderson: Var frábær á síðasta tímabili, eiginlega sá sem við minnst gátum verið án (sem sýndi sig vel þegar hann fór í bann) og hefur verið með bestu mönnum núna.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) Að missa af Englandsmeistaratitlinum í blálok síðasta tímabils
b) Að missa Luis Suárez þó það hafi svo sem verið fyrirséð, gríðarleg vonbriðgi engu að síður.
c) Simon Mignolet: Bara trúði því ekki að menn gætu brotlent svona hressilega. Var alveg þokkalegur en hrundi gjörsamlega.

Hvað stendur upp úr árið 2014
a) Stórkostlegt Liverpool lið á seinni hluta síðasta tímabils, eitt af þeim betri í sögunni.
b) Sóknarleikur liðsins á síðasta tímabili og þá sérstaklega SOS tvennan. Verður lengi í minnum höfð.
c) Hrun Man.Utd á síðustu leiktíð. Voða, voða gott.

Stutt spá fyrir 2015:
Erum búin að læra gríðarlega mikið af þessu og síðasta timabili og menn verða að nýta sér það. Hef trú á að nú séu nýjir menn að aðlagast betur og stígi upp. Við verðum í baráttunni um 4 sætið allt til enda og náum því í lokin. Spái hægari en öruggari uppgangi eftir þessa dýfu í haust. Mikill efniviður og vel hægt að byggja ofan á það sem fyrir er.

Lokaorð um árið 2014: Bara rússíbani eins og vanalega hjá LFC. Fórum í hæstu hæðir og svo í ansi djúpa og mikla dýfu. Liðið tekur er í miklum sveiflum, en því miður eru sveiflurnar hjá stuðningsmönnum liðsins ennþá ýktari og verri. Vantar meira jafnaðargeð í okkur og að halda í ró okkar, hvort sem mikil velgengni er í gangi, eða djúp dýfa.


Babu:
Besti leikur ársins 2014:
a) Liverpool – Arsenal 5-1. Hef sjaldan skemmt mér eins við að horfa á fótboltaleik. Arsenal var á toppnum fyrir þennan leik en var fullkomlega pakkað saman og voru ljónheppnir að sleppa bara með 5-1 tap.
b) Man Utd – Liverpool. 0-3 Langt í frá okkar besti leikur á árinu sem gerði úrslitin bara ennþá skemmtilegri. Vörn United var svo fullkomlega ráðalaus í þessum leik að Liverpool var hlunnfarið með að fá bara þrjú víti.
c) Liverpool – Man City 3-2. Þetta var sigur í alvöru pressuleik, risaleik. Synd að þetta hafi ekki verið vendipunkturinn en þetta var mjög góður sigur fyrir því.

Ótrúlega margir góðir leikir sem ekki fara á blað hérna en verst er að þeir voru allir spilaðir á síðasta tímabili. Höldum því til haga að hér er 4-0 gjöreyðing á Everton ekki talin með frekar en annar stórsigur á Tottenham eða 3-5 útisigur gegn fokkings Stoke.

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) Liverpool – Aston Villa 0-1. Hörmulega andlaust og lélegt lið Liverpool ógnaði ekkert liði sem hvorki skoraði mark eða náði í stig næstu leiki á eftir.
b) West Ham – Liverpool 3-1. Okkar menn virkuðu eins og börn að leika gegn fullorðnum. Lucas sem framliggjandi miðjumaður segir allt sem þarf.
c) Crystal Palace – Liverpool – 3-1. Ófyrirgefanlega lélegt tap gegn skítlélegu Palace liði. Ótrúlega dapurt að fá á sig 3 mörk gegn Palace tvo leiki í röð en einmitt ekta Liverpool. Okkar mönnum til varnar þá var stefnan að vinna 12-0 í leiknum undir lok síðasta tímabils.

Allir vondu leikirnir voru á þessu tímabili og því miður væri vel hægt að bæta töluvert mörgum við til viðbótar.

Bestu leikmannakaupin 2014:
Hér ætla ég að taka smá séns og velja leikmenn sem hafa ekki ennþá réttlætt verðmiðann, reyndar hefur enginn af þeim sem kom í sumar gert það.
a) Lazar Markovic – Ég keyri Markovic vagninn og var nánast einn á honum lengi framan af tímabili. Hann er núna farinn að sýna brot af því sem hann getur og ég trúi ennþá að þarna sé leikmaður sem er hvað líklegastur af þeim sem við eigum til að komast í allra hæsta klassa sem knattspyrnumaður.
b) Can – Þetta er leikmaður sem hefur alla burði til að verða lykilmaður hjá okkur næstu árin þó líklega verði hann 1-3 ár að þróast. Skriðdreki.
c) Moreno – Öskufljótur, ungur vinstri bakvörður sem hægt er að nota í sóknarleiknum líka. Ég veit ekki hversu lengi við höfum verið að óska eftir einum svona. Hann er ekki tilbúinn, það er öllum ljóst en það er langt síðan framtíðin hefur litið svona vel út í þessari rosalegu vandræðastöðu.

Að því sögðu hefur Liverpool líklega aldrei átt eins efnilegt lið, eftir síðasta tímabil var bara þörf á meiri gæðum frekar en enn meiri efnivið. Enginn af þeim sem keypir voru með einhverja reynslu í farteskinu hafa verið nálægt því að standast væntingar eða réttlæta verðmiðann. Lallana gerir það spili hann áfram eins og han gerði í síðasta leik.

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
a) Luis Suarez – Hann var ekki bara besti leikmaður Liverpool 2014, Luis Suarez á síðasta tímabili er besti leikmaður sem ég hef séð spila fyrir Liverpool á einu tímabili.
b) Jordan Henderson – Vanmetinn leikmaður hjá flestum öðrum en meirihluta stuðningsmanna Liverpool. Hann er ennþá frekar ungur og á bara eftir að bæta sig enn frekar.
c) Daniel Sturridge – Hann er rosalegur þegar hann er heill og hefur ekki fengið neina samkeppni frá núverandi leikmannahópi meðan hann er meiddur. Vonandi verður hann besti leikmaður Liverpool árið 2015. Hann verður það sleppi hann betur við meiðsli.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) Að vinna ekki titilinn, úr því sem komið var getum við ekki flokkað það öðruvísi en mesta svekkelsi tímabilsins. Ég fór meira að segja út á lokaleikinn og allt, fína ferð reyndar.
b) Félagsskiptaglugginn 2014. Salan á Suarez var nákvæmlega það sem maður óttaðist og einmitt það sem mátti allra síst gerast eftir síðasta tímabil. Maður missir smá áhugan á boltanum að það sé nánast ávísun á að ef lið eins og Liverpool, Dortmund eða A. Madríd geri alvöru atlögu að deild eða Meistaradeild þá sé nánast sjálfgefið að þessi lið missi sína bestu menn í kjölfarið til ríkari liða í beinni samkeppni. Sama hvesu vel var hægt að skilja þetta allt saman þá er salan á Suarez ekkert nema gríðarleg vonbrigði. Það að kaupa Balotelli, Lambert og fá Borini til baka í staðin er nálægt því að vera brottrekstrarsök og það sér ekki ennþá fyrir endan á því hvort sú verið raunin með Rodgers. Þetta var mikið klúður og ofan á þetta er hægt að bæta við vonbrigðum með að landa ekki Sanchez og algjört máttleysi eftir það sem endaði í panic Balotelli kaupum. Að fara úr Suarez og Sturridge í Balotelli og Lambert eins þetta hefur spilast í vetur er eins og að skipta úr Ferrari yfir á traktor rétt fyrir kappakstur, árangurinn er eftir því.
c) Þetta tímabil. Sömu megin atriði og ég kem inná í síðasta punkti en þetta tímabil hefur verið til skammar hreinlega. Varnarleikurinn er ótrúlega lélegur þrátt fyrir spennandi leikmannakaup og sóknarleikurinn eins og áður segir í besta falli vandræðalegur. Það að falla úr leik á kostnað Basel í Meistaradeildinni eru ein mestu vonbrigði sem ég man eftir sem stuðningsmaður Liverpool síðan við féllum síðast úr leik í sömu keppni á kostnað Basel.

Hvað stendur upp úr árið 2014:
a) Titilbarátta án þess að spila varnarleik. Það dempar aðeins vonbrigðin við að missa af titlinum að við áttum aldrei von á því að vinna hann. En ég fullyrði að Liverpool liðið í upphafi þessa árs er eitt allra skemmtilegasta lið í sögu Ensku Úrvalsdeildarinnar. Hvort sem það er frá sjónarhóli stuðningsmanna eða hlutlausra. Liðið þurfti nánast alltaf 2-4 mörk til að vinna og skoraði þá bara 2-6 mörk í leik.
b) Tvær ferðir út. Fyrri ferðin var í maí sem endaði sem einskonar slútt hjá stórum hópi snillinga á þessu rosalega tímabili. Seinni ferðin var svo hópferð kop.is núna í október. Mjög skemmtilegur hópur og það sem maður hefur þakkað fyrir að við hittun á sigurleik á þessum kafla, maður minn hversu löng rútuferðin til baka hefði verið eftir töpuð stig, úff.

Stutt spá fyrir 2015:
Tvö skref til baka frá 2014. Vonandi erum við að verða búin að taka mesta spennufallið út eftir síðasta tímabil. Liverpool hefur líklega aldrei átt eins efnilegt lið en þá er ég meira að hugsa 2-3 ár fram í tímann heldur en árið 2015. Ég óttast að þetta verði Europa League ár. Við náum í 8-liða úrslit núna (eða lengra) og endum svo þar frá upphafi á næsta tímabili.

Það er í höndum FSG núna í janúar og sumar að ákveða hvernig þetta ár fer. Liverpool liðið varð veikara eftir félagsskiptaglugga ársins 2014 og sú hefur of oft verið raunin undir stjórn FSG. Fyrsta verk verður samt að vera að tryggja framtíð Sterling og Henderson án klásúla um að við missum þá á innan við 12 mánuðum.

Takist að tryggja framtíð okkar bestu manna þá erum við með lið og stjóra sem eru fullfær um að taka fjögur skref fram á við á mjög skömmum tíma. Lykilatriði er að ná einhverjum stöðugleika og það verður aðalverkefni Rodgers á næsta ári.

Lokaorð um árið 2014:
Djöfull var þetta gaman í byrjun árs. Líklega upplifum við aldrei aftur svona hugmyndafræði hjá stjóra Liverpool og hvað þá að hún gangi nánast fullkomlega upp. Okkar menn gengu frá nánast öllum þeim liðum sem við óttuðumst að yrðu í baráttu um Meistaradeildarsæti við okkur. United, Arsenal, Everton og Tottenham, allt tekið með 3-4 marka mun í leikjum þar sem þessi lið sluppu vel með þó ekki verra tap.

Hrunið núna í haust er síðan eins dæmigert Liverpool eins og það verður. Það er eins og þeir hafi lagt sig fram við að kýla okkur aftur niður á jörðina og það helvíti fast. Gríðarleg vonbrigði að fylgja ekki betur eftir meðbyr síðasta tímabils. Þetta er að fara alveg jafn illa og tímabilin 2002/03 og 2009/10.


Óli Haukur:
Besti leikur ársins 2014:
a) Klárlega 5-1 sigurinn á Arsenal. Ég held það þurfi ekki nánari útskýringu á af hverju það er!
b) 3-2 sigurleikurinn á Man City á lykilleik í titilbaráttunni í fyrra rétt undir lok leiktíðar, því miður klúðruðum við í öðrum leikjum en frammistaða Liverpool og hugarfar í leiknum var frábært.
c) 5-0 leikurinn gegn Tottenham í fyrra. Var í raun leikurinn að ég held sem lagði línurnar fyrir það hvað Liverpool ætlaði að gera á síðustu leiktíð. Var frábær í alla staði.

Lélegasti leikur ársins 2014:
a) Tap gegn Basel. Ömurlegt.
b) Tapleikurinn gegn Aston Villa í upphafi leiktíðar var ömurlegur.
c) 3-3 jafnteflið við Palace undir lok síðustu leiktíðar. Liðið var frábært framan af en að fá á sig þrjú mörk í blálokin og missa leik niður í jafntefli var skelfing!

Bestu leikmannakaupin 2014:
a) Adam Lallana. Byrjaði hægt og fór lítið fyrir honum en undanfarið hefur hann spilað sig inn í liðið og staðið sig frábærlega.Frábær leikmaður sem ég var gífurlega spenntur fyrir að fá til liðsins og flott að sjá hann finna fætur sína hjá liðinu.
b) Dejan Lovren … nei djók, Moreno. Verið svona on og off á leiktíðinni en hann er 19 ára gamall og gífurlegt efni. Kominn með tvö góð mörk úr vinstri bakvarðar/vængbakvarðarstöðunni.
c) Ætla að gefa þriðja sætið til hinna ungu og efnilegu leikmannana sem við versluðum í sumar. Origi, Can, Manquillo og Markovic líta afar vel út.

Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
a) Ööö.. Suarez!
b) Raheem Sterling. Óx ásmegin á árinu 2014 og hefur verið frábær. Sér nú nokkurn veginn um að draga vagninn.
c) Daniel Sturridge, Coutinho og Jordan Henderson geta deilt þessu sín á milli. Sturridge hefði fengið þetta einn hefði hann spilað meira á þessari leiktíð.

Mestu vonbrigðin 2014:
a) Að vera hársbreidd frá titlinum og eiginlega henda honum frá sér sjálfir eftir töpuð dýrmæt stig gegn Chelsea og Palace undir lokin.
b) Að missa Suarez og hafa ekki náð að leysa hann almennilega af hólmi. Ungir strákar, Balotelli og Lambert – þetta hefur ekki gengið nógu vel hingað til að minnsta kosti.
c) Krónísk meiðsli Sturridge. Við þurftum á honum að halda eftir brottför Suarez en því miður hefur hann nær ekkert komið við sögu hjá okkur í vetur. Synd og skömm.

Hvað stendur upp úr árið 2014:
a) Fallegur fótbolti.
b) MÖRK! … eða svona megnið af árinu.
c) Að vera hársbreidd frá titlinum og sjá Liverpool aftur í Meistaradeildinni þó það ævintýri fór nú ekki eins og maður vonaði.

Stutt spá fyrir 2015:
Eins og er þá er liðið fimm stigum frá 4.sæti deildarinnar þrátt fyrir að vera með buxurnar á hælunum mest allt árið. Við enduðum árið 2014 á góðum frammistöðum og frábærum sigri í síðasta leik ársins sem vonandi gefur okkur smá vítamínsprautu inn í nýja árið þar sem liðið fer vonandi að ná meiri stöðugleika í sinn leik.

Ungir leikmenn liðsins hafa nú fengið rækilegan kinnhest og smá kjöt á beinin eftir erfiða byrjun liðsins á leiktíðinni. Flestir hafa þó verið að vinna sig betur inn í þetta með hverjum leiknum.

Stutt spá: Sterling heldur áfram að spila vel á toppnum, jafnvel eftir komu Sturridge aftur í liðið. Markovic nær meiri stöðugleika í sinn leik og verður effektívari þegar líður á, Emre Can kemur oftar til með að vera í liðinu sem miðvörður eða miðjumaður og kæmi mér ekki á óvart ef Rodgers heldur sig við útfærsluna sem hann notast við núna lengur þar sem hún virðist henta okkar hóp mjög vel í dag.

Við komum til með að enda í 4. eða 5. sætinu í deildinni og vonandi náum við einum bikar eða svo með – helst Evrópudeildartitlinn takk 🙂

Lokaorð um árið 2014:
Þetta var nú meiri rússíbanareiðin. Við fórum úr því að vera eitt besta og skemmtilegasta lið Englands (Evrópu jafnvel) og yfir í ströggl. Ég reyndar tel ákveðið reynsluleysi í leikmannahópi, stjórnendum og þjálfara liðsins spila sinn þátt í því en þetta hefur verið nokkuð magnað ár.


Áramótauppgjör fyrri ára:
2013
2012
2011
2010

10 Comments

 1. Heyri strax að maður þarf ekki lengur sprengitöflu eftir að Maggi kveður sér hljóðs! Commenta kannski á eftir, ef ég þarf ekki að fara út áður en ég klára að hlusta. 🙂

 2. Er að bæta við uppgjöri okkar pennanna á árinu 2014, sambærilegt því sem við höfum gert undanfarin ár. Endilega gerið ykkar eigin hér fyrir neðan með því að nota þessa uppsetningu

  Besti leikur ársins 2014:
  a)
  b)
  c)

  Lélegasti leikur ársins 2014:
  a) .
  b)
  c)

  Bestu leikmannakaupin 2014:
  a)
  b)
  c)

  Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
  a)
  b)
  c)

  Mestu vonbrigðin 2014:
  a)
  b)
  c)

  Hvað stendur upp úr árið 2014
  a)
  b)
  c)

  Stutt spá fyrir 2015:

  Lokaorð um árið 2014:

 3. Alltaf gaman að hlusta á þættina.

  Sammála Magga. Brendan á heiður skilið að breyta í þriggja /fimm manna vörn Þá fyrst fór Liverpool að domenera í leikjum og marktækifærum á okkar lið hefur snarfækkað. Núna er Liverpool farið að spila eins og stórlið.

  Ekki gleyma því að þegar Sturridge kemur til baka aukast möguleikarnir á leikkerfum til muna og við getum t.d farið í einhverskonar tígulmiðju eða fara aftur á hápressuna og með því að vera með möguleika á tveimur til þremur topp leikaðferðum – þá er hægt að nota breiddina í hópnum betur.

  Ég hef hörkutrú á Liverpool um þessar mundir.

 4. Besti leikur ársins 2014:
  a) 5:1 gegn Arsenal
  b) 3:0 sigur á Old Trafford
  c) 4:0 gegn Everton

  Lélegasti leikur ársins 2014:
  a) 0:1 tap á Anfield gegn Aston Villa
  b) 3:1 tap gegn Palace
  c) 3:3 gegn Palace

  Bestu leikmannakaupin 2014:
  a) Lallana, ekki úr mörgu að velja
  b) Can
  c) Markovic

  Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
  a) Suarez
  b) Sturridge
  c) Henderson

  Mestu vonbrigðin 2014:
  a) Að sjá Liverpool missa af titlinum
  b) Verkfall Icelandair, gerði það að verkum að ég missti af lokaleiknum
  c) Hrun seinni part ársins

  Hvað stendur upp úr árið 2014
  a) Kaplakriki 4. október
  b) Glæsilegt gengi LFC fyrri part árs, fyrir Chelsea-leikinn
  c) margir flottir sigrar í stórum leikjum á seinni hluta síðasta tímabils, 4:0 gegn Spurs, 3:0 á Old Trafford, 3:2 City, 5:1 gegn Arsenal

  Stutt spá fyrir 2015:
  5. sætið, hef því miður ekki næga trú á því að LFC nái meistaradeildarsætinu

  Lokaorð um árið 2014:
  Sammála lokaorðum Kristjáns Atla og Magga í podcastinu 11. ágúst um að þeir elski Þórsliðið 🙂 Takk fyrir peppið fyrir það sem eftir var af Pepsi-deildinni 😉

 5. Besti leikur ársins 2014:
  a) Arsenal teknir í bakaríið
  b) United teknir í bakaríið
  c) Swansea í vikunni…..enduðum árið vel, upphafið að einhverju góðu aftur?

  Lélegasti leikur ársins 2014:
  a) Tap gegn Chelsea í vor….ekki kannski sá lélegasti en mestu vonbrigði sem ég hef upplifað sem stuðningsmaður Liverpool
  b) Meistaradeildin eins og hún leggur sig
  c) Flestallir leikirnir frá september fram til desember voru ansi sorglegir…take your pick.

  Bestu leikmannakaupin 2014:
  a) Lallana – byrjaður að taka til sín. Orkumikill og leikinn leikmaður
  b) Markovic – hefur lítið spilað en er orðinn nothæfur í nýju leikkerfi og virkar mjög góður
  c) Can – hefur lítið spilað sömuleiðis en er þjóðverji og þeir klikka nánast aldrei.

  Besti leikmaður Liverpool árið 2014:
  a) Suarez – besti leikmaður Liverpool frá upphafi, snýr vonandi aftur einhvern daginn og klárar dæmið fyrir okkur.
  b) Sterling – orkumikill, fljótur og teknískur. Besti leikmaður Liverpool í dag.
  c) Henderson – Fletcher okkar Liverpoolmanna er ekki lengur vanmetinn heldur bara góður

  Mestu vonbrigðin 2014:
  a) Að missa af titlinum þarf ekki að segja meir
  b) Þetta tímabil er búið að vera skelfing
  c) Kaupin á Balotelli – skil ekki ennþá hvað mínir voru að hugsa.

  Hvað stendur upp úr árið 2014
  a) 2.sætið í vor og besta tímabil Liverpool síðan maður fékk hár á punginn.
  b) Sá nokkra leiki í Englandi í haust og það er alltaf jafn gaman.
  c) Liverpoolliðið er komið á ný á meðal þeirra bestu þótt að maður hafi misst trúnna á stjóranum og liðinu tímabundið.

  Stutt spá fyrir 2015:
  Verður erfitt að vinna upp margra mánaða skitu en er kominn með trú á liðinu á ný og ég held þeir taki titil í vor.

  Lokaorð um árið 2014:
  Frábær fótbolti hjá frábæru liði, því miður tókst ekki að vinna neitt en það kemur vonandi á nýju ári!

  Takk fyrir mig og gleðilegt ár púlarar!

 6. Aðeins um podcastið. Mikið svakalega er þetta áhugavert með Lucas. Ég vissi að hann væri mikilvægur en ekki svona mikilvægur. Árangur Liverpool með og án Lucas í byrjunaliði er s.s. þessi:

  Lucas W/D/L:
  Í byrjunaliði: 6/2/1 – tapleikurinn var á móti West Ham, hann var AM þar.
  Ekki í liði: 2/2/6

  Miðað við þetta þá á maðurinn alltaf að vera fyrsti maður á blað. Það er ekki flóknara en það.

 7. Besti leikur ársins 2014:
  a) Sigra Arsenal 5-1 á Anfield. Þvílík unun og bestu 20 min sem ég hef séð Liverpool spila. Leikurinn er á Oz-inu og ég horfi stundum á þessar fyrstu 20 mín leiksins – algjör snilld.
  b) ekki mikið sem toppar að vinna man utd á þeirra heimavelli og sjá Gerrard kyssa myndavélina. 0-3 á Old Trafford.
  c) 3-2 sigur á man city í háspennuleik. Tapa niður tveggja marka forystu en halda áfram að berjast og landa sigri! Tilfinningarnar hjá leikmönnum eftir leik, ræðan hans Gerrard – gæsahúð!

  Lélegasti leikur ársins 2014:
  a) 3-3 crystal palace í vor. Úffff….hryllingur!
  b) tapa 3-1 á móti ömurlegu Crystal Palace liði í vetur! Come on!
  c) tap á móti Aston Villa á Anfield.

  Bestu leikmannakaupin 2014:
  a) Lallana – allur að koma til og verður gaman að fylgjast með honum áfram. Hef trú á að hann verði lykilmaður hjá Liverpool næstu árin.
  b) Can – virkilega spennandi leikmaður, sem vonandi sleppur við meiðsli.
  c) Markovich og Moreno – gat ekki valið á milli. Tveir ungir, spennandi og fljótir leikmenn sem geta átt framtíðina fyrir sér. Ná vonandi að stimpla sig inn í ensku deildina.

  Besti leikmaður Liverpool 2014:
  a) Suarez! Vá, þvílíkur leikmaður.
  b) Sterling – besti leikmaður liðsins núna.
  c) Henderson – Duracell kanína liðsins. Mikilvægur leikmaður, hans var sárt saknað í lok síðasta tímabils.

  Mestu vonbrigðin 2014:
  a) Að vinna ekki titilinn. Vera svo nálægt því og að sjá Gerrard detta …. Ufff
  b) Meistaradeildin var því miður nokkrum númerum of stór fyrir okkar menn að þessu sinni. Átti von á meira og betri frammistöðu en allir leikirnir voru í raun vonbrigði!
  b) Hrunið í haust, meiðsl Sturridge og að sjá Sanchez spila með Arsenal.

  Hvað stendur upp úr 2014:
  a) Fyrsta ferðin á Anfield. Miðarnir voru keyptir í lok árs 2013 og við ákváðum tvær systur að fara saman á lokaleik tímabilsins 2013/2014. Aldrei hefði ég trúað að við yrðum svona nálægt því að vinna titilinn og ég svona nálægt því að sjá meistara Gerrard taka á móti titlinum! Mér var boðið háar fjárhæðir fyrir miðann, sérstaklega eftir city leikinn, en nei ég ætlaði ekki að missa af þessu. Að fyrsta ferðin mín á Anfield hafi verið þessi leikur, vá! Þrátt fyrir allt var þetta mesta snilld sem ég hef upplifað, þvílíkt partý fyrir og eftir leik. Ánægð með að hafa fengið að sjá Suarez spila með Liverpool.
  b) Sigranir, leikgleðin og baráttuviljinn í liðinu fyrri hluta ársins. Vá, vá, vá!!!
  c) Að geta enn horft á nokkra bestu leiki síðasta tímabils til að lyfta mér upp eftir hrun liðsins í haust.

  Stutt spá fyrir 2015:
  Þrátt fyrir ömurlegt gengi undanfarna mánuði hef ég enn trú. Ég trúi að við munum keppa um 3-4 sætið allt fram til síðasta leik í maí 2015. Þetta er enn mögulegt og við erum enn í bullandi séns, sem í raun er ótrúlegt. Vonandi náum við 2-3 góðum kaupum í janúar og ef Sturridge nær að haldast heill meirihlutann af síðara hluta tímabilsins gæi liðið náð að landa hið margumtalaða 4.sæti.

  Lokaorð um 2014:
  Þvílíkt ár, rússíbani, leikgleði og barátta. Gleði og sorg. Fyrsta ferðin á Anfield, vera á leiðinni á lokaleik, besta tímabils sem ég hef séð hjá Liverpool. Hafa verið svona nálægt því! Svona nálægt því að taka þátt í sigurgleði heimamanna með fyrsta Englandsmeistara titill Gerrards! Svo kom hrunið í haust. Ótrúlegt. Svart og hvítt þessi tvö hálfu tímabil ársins 2014. En árið endaði vel og sem stuðningsmaður Liverpool ætla ég að leyfa mér að fara bjartsýn inní 2015. Vonandi helst sú bjartsýni lengur en til kl. 17 á Nýársdag.

  Takk fyrir mig kæru pennar á kop.is. Það eru klár forréttindi fyrir okkur Poolara að hafa þessa flottu síðu.

  Gleðilegt ár allir sem lesa þetta og megi þið njóta farsældar á nýju ári 🙂

 8. Oska öllum kop-verjum gleðilegs nys ars og þakka Oskari Inga frænda fyrir að bjoða mer i kop ferðina i oktober. Su ferð stendur uppur öllu a þessu ari. Þakka Magga og Babu fyrir frabæra fararstjorn og öllum ferðafelögunum fyrir samveruna. Sjaumst vonandi i næstu ferð.
  Gleðilegt ar og afram Liverpool

 9. Þetta podcast er það flottasta sem ég hef hlustað á!
  Gaman að heyra virkilega góðar og málefnalegar rökræður!!

Liverpool – Swansea 4-1

Leicester City á nýársdag