Gullkastið – Henderson og Fabinho

Innkoma Saudi Araba í knattspyrnuheiminn tók skarpa beyju til Liverpool í síðustu viku og virðist ætla setja áform Liverpool á leikmannamarkaðnum í annan farveg en leit út fyrir í fyrstu. Fyrirliðinn og Fabinho fara jafnvel báðir í þessari viku og svo komu fréttir í dag af dónaboði í Luis Diaz líka, hvaða helvítis bara?
Augljóst hvað var á dagskrá í Gullkastinu í dag auk þess sem æfingatímabilið er komið á fulla ferð hjá Liverpool og fyrsti æfingaleikurinn á morgun. Hin liðin eru heldur ekkert að halda að sér höndum í sumar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



Verdi Travel  Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 432

13 Comments

  1. Takk félagar fyrir frábæran þátt eins og endranær 🙂 virkilega gaman að fá ykkar take á stöðu mála hjá félaginu um þessar mundir, nægur er hasarinn!

    Ég er persónulega sáttur með að það sé verið að cash-a inn 40 milljónir punda fyrir Fabinhio á þessum tímapunkti. Miðað við þennan verðmiða þá væri glapræði að taka sénsinn á því að hann hrökkvi í gírinn á næsta tímabili, aldurinn er farinn að tikka þarna og við þurfum bara að taka stökkið og endurnýja þessa stöðu hjá okkur.

    Varðandi Henderson þá er auðvitað vont að fyrirliðinn okkar, maðurinn sem hefur dregið liðið áfram í stjóratíð Klopp þar sem Liverpool hefur unnið allt sem hægt er mögulega að vinna, sé að fara frá okkur. Reyndar verð ég að viðurkenna það að ég var ekki alveg að kaupa allt ’tilfinningarúnkið’ í kringum endurnýjunina á samningnum hans á sínum tíma, þ.e. hvað samningurinn var langur. Það þarf að horfa raunsætt á að leikmenn sem eru komnir á ákveðinn aldur eru hreinlega ekki lengur að spila sömu rullu og áður, eins grátlegt og það er. Það eru bara einhverjar ofurhetjur eins og Salah, Zlatan og Sölvi Geir Ottesen 🙂 sem geta spilað áfram á hæsta stigi svona langt inn á fertugsaldurinn.

    Að því sögðu þá er ég alveg gapandi yfir þessari keppni ýmissa um á hvaða hæsta hest viðkomandi komast á í því að gagnrýna Hendo með að hann sé að fara í sandinn í leit að seðlum í Saudi Arabíu. Ég get hreinlega ekki séð að það hann sé einhver hræsnari þó að hann sé að fara að spila fyrir lið í ríki þar sem troðið er á mannréttindum minnihlutahópa og að hann hafi manna mest í ensku deildinni talað gegn þessum brotum. Er það ekki einmitt leikmaðurinn sem við viljum sjá spila í þessum umhverfi? Viljum við ekki að sá sem hefur talað mest gegn mannréttindabrotum sé þarna í gini ljónsins að láta gott af sér leiða?

    Við verðum að átta okkur á að menningabyltingar sem þessar oftar en ekki eiga sér stað innan frá og ég get vel ímyndað mér að okkar maður taki menn á tal í einrúmi og fái þá að skilja að allir skuli vera jafnir frammi fyrir grundvallarmannréttindum. Spyrjum bara að leikslokum og leyfum okkar besta manni að sigla inn í lokaár ferilsins á þessum seðlabúntum sem er verið að fara að borga undir hann þarna.

    Að því sögðu, er hægt að fara að henda í söfnun á nýjum heyrnartólum og hljóðnema handa nafna mínum? 🙂 Hann hljómar alltaf eins og hann sé staddur ofan í vélarúminu á einhverjum eldgömlum frystitogara þegar hann er í þáttunum.

    17
    • Hey við erum búnir að þessu og allt annað hljóð í okkar allra besta 🙂
      Erum auðvitað ekki að brölta með studio-ið með okkur í heimshornaflakki og það gæti komið aðeins niður á soundi í þeim tilvikum en hér á landi erum við jafnan allir að vinna með sama búnað.

      2
      • Magnús á það til að færa sig langt frá hljóðnemanum á köflum, eða það hefur amk. virkað þannig í fyrri Gullköstum.

        2
      • Sennilega hefur Henderson14 rétt fyrir sér, að Maggi færi sig frá hljóðnemanum. Við vitum jú öll hvað Maggi er feiminn og vill ekki láta á sér bera.

        2
      • Já, vonum að þetta sé allt á réttri leið, ég hreinlega veit ekki hvort ég höndli mikið meira að hlusta á nafna minn eins og hann sé staddur á útihátíð í Bangladesh.

        Það heyrðist betur í geimförunum á tunglinu árið 1969 en í honum 🙂

        1
  2. Hér er bottom lænið

    Að Fab sé tibúinn að taka þessum díl 29 ára og fara úr bestu deild í heimi yfir í gönguboltadeild segir mér að hann er alls ekki rétti leikmaðurinn fyrir okkur NÚNA.

    Hausinn er farinn og þá höfum við ekkert með hann að gera lengur.

    Hefði verið öðruvísu ef hann væri að fara í Real td.

    Ég vil frekar sjá ungan leikmann sem gerir allt til þess að verða betri og tryggja sér byrjunarliðssæti hjá liverpool og landsliði

    6
  3. Takk fyrir hlaðvarpið. Það var talað um það í þættinum að leikurinn í kvöld væri lokaður. Ég sé allan fótbolta, golf og allt mögulegt sport á bingsport.com og æfingaleikina. Sé það í gegnum spjaldtölfuna og sendi það í sjónvarpið. Ég sé Liverpool leiki í gegn um tölvuna og varpa þeim í gegnum skjávarpa á vegginn með frábærum gæðum og læt fara vel um mig í laceboy og nota dómaraspreyið sem merki til konunnar sem Vogar sér ekki í herbergið (hingað og ekki lengra nema til að færa mér kaffi).
    Ég keypti árs áskrift fyrir 599 danskar góðkrónur sem er um 12000 flotkrónur.

    7
  4. Óháð fótbolta en kannski tengt Hendó og því sem er að gerast í Saudi Arabíu, er hérna ágætis grein skrifuð af vel þekktum penna (Thomas Friedman) sem sannarlega verður seint talinn vilhallur aröbum.

    https://www.nytimes.com/2023/06/06/opinion/israel-saudi-arabia.html

    Ég hef enga persónulega innsýn í þessi lönd hafandi aldrei komið þangað — en reyni að hafa opin huga gagnvart þeim sem eru að reyna að auka mannréttindi og jafnræði. Breytingar taka tíma og lítið gagn að því að gagnrýna forsögu í miðjum breytingum. En það er þó óbreytt að lönd eða sjóðir þeirra eiga ekki að eiga íþróttadeildir, íþróttalið, eða í raun nokkrar aðrar eignir sem eru menningarlega mikilvægar í öðrum löndum en þeirra eigin. Breytir þá engu hvort þau lönd eignuðust peninga með sölu á olíu eða með öðrum hætti.

    Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að Jordan Henderson sé sakaður um hræsni ef — og aðeins ef — það reynist rétt að hann sé að taka peninga frá löndum/félögum sem berjast gegn þeim mannréttindum sem hann hefur stutt opinberlega. Hvort sem það er jafnrétti samkynhneigðra eða kvenna eða annað. En hann þarf ekki að svara fyrir það fyrr en ákvörðunin er tekin. Það er ósanngjarnt að ráðast á hann fyrir eitthvað sem enginn getur sannreynt að hafi gerst og áður en hann hefur svarað. Hver veit — kannski hyggst hann taka alla aurana og nota þá til að styðja þessa hópa, eða til að tala gegn stjórnvöldum í þessum löndum.

    2
  5. Einar Matthías. Jú, ég sé leikinn í kvöld á bingsport.com kl. 18,30 að staðartíma sem er 16,30 að Íslenskum tíma. Hlakka til.

    1
  6. Henderson mun ekki spila í kvöld, nokkuð ljóst að samningarviðræður eru langt komnar.
    Núna þarf að fara að semja við alvöru miðjubuff.

    7
  7. Hendó ekki í hóp í dag. Nú þarf FSG að sýna að þeim sé alvara og versla eins og tvo nýja miðjumenn.
    Ég bara skil ekki af hverju Arabarnir eru bara að krukka í Liverpool, ??? Ekki shitty eða fleiri lið

    3

One Ping

  1. Pingback:

Búið að samþykkja tilboð í Fabinho?

Henderson – Komið Here We Go / Æfingaleikur í Þýskalandi