Rauð jól – Gakpo kominn (staðfest!)

Þá er búið að staðfesta það sem er búið að vera ljóst síðustu tvo sólarhringa, að Cody Gakpo er genginn til liðs við Liverpool.

Hann fær treyju númer 18 (Kuyt númerið nánar tiltekið) og verður gjaldgengur um leið og glugginn opnar. Hvort hann nái að spila á mánudagskvöld gegn Brentford verður svo að koma í ljós, og svosem ekkert víst að Klopp vilji henda honum strax í djúpu laugina. Sjáum til…

Velkominn Cody!

10 Comments

  1. Frábært að klára svona kaup áður en glugginn opnar þannig að hann sé klár sem fyrst.
    Og það er líka magnað hvað þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og engin fjallaði um þetta fyrr en þetta varð nánast klárt.

    15
  2. þetta eru mjög athyglisverð kaup á leikmanni sem hefur allt til að blómstra hjá okkur. Ég var rétt í þessu að rifja upp viðtal við Van Dijk, á meðan Hm, sem ég las á Fotbolti.net og kom þá á daginn að það var þessi leikmaður sem hann var að tala um. Í þeirri grein stendur.

    “Cody Gakpo, framherji hollenska landsliðsins, er einn heitasti leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar og eru öll stærstu félögin í Evrópu á eftir honum, en Virgil van Dijk, liðsfélagi hans, segist þó ekki viss um að Manchester United sé rétta skrefið.

    Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur mikinn áhuga á að landa Gakpo í janúar en PSV mun eiga í miklum erfiðleikum með að halda honum fram að sumri.

    Man Utd er sagt í bílstjórasætinu en spænska félagið Real Madrid er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum.

    Van Dijk var spurður út í áhuga á Gakpo og efaðist Van Dijk um að Man Utd væri rétti staðurinn fyrir sóknarmanninn.

    „Eru Manchester United og Real Madrid í sama gæðaflokki í dag? Þetta er ekki virðingarleysi, það er alls ekki málið“

    „Ég held að hann sé klár í að taka næsta skref. Ég held að það gæti gerst, hvort sem það verður í vetur eða næsta sumar, tíminn mun leiða það í ljós. Hann er frábær strákur sem leggur hart að sér, er mjög hæfileikaríkur og á meira inni. Við erum svo ánægðir með að hann sé að gera vel fyrir liðið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Van Dijk.”

    Skemmtilegt að hugsa til þess að, Man Und eða Real Madrid var ekki einu sinni nógu stórt lið fyrir hann. Eingöngu okkar ástkæra Liverpool 🙂

    Velkominn.

    18
  3. Aðeins gaman af því að það er smá svona sami efasemdaspenningur og var fyrir nánast öllum hinum sóknarmönnunum þegar þeir komu. Nema kannski að það eru svosem engin að efast um verðmiðan á þessum. Besti leikmaður Hollensku deildarinnar er ekki minna spennandi en bestu sóknarmenn þeirrar Portúgölsku.

    11
  4. Sælir félagar

    Afskaplega ánægjuleg tíðindi og ef það er rétt hjá VvD að hann eigi mikið inni þá mun Klopp ná því út úr honum. Það er magnað að fá leikmann sem er í fullu fjöri og getur gengið beint inn í liðið ef því er að skipta. En maður er anzi brendur af mönnum eins og Keita, Ox, Lallana, Thiago og fleirum í endalausri meiðslakrísu Liverpool. Vonandi er Gakpo ekki kandidat á þann lista. Veit annars einhver meiðslasögu hans ef einhver er? Einar Matthías? En eins og er er það bara frábært að fá þennan dreng sem ef til vill spilar sinn fyrsta leik strax á nýju ári.

    Hvað framundan er hjá liðinu þá er anzi erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Ég hefi tilhneigingu til að vona hið bezta og tel vel mögulegt að Liverpool verði í baráttu í fjórum efstu sætunum. Ef meiðslum fer að linna, nýr og öflugur miðjumaður kemur í janúarglugganum og liðið fer að spila þann fótbolta sem það hefur getu til þá er ekkert mál fyrir okkar menn að taka eitt af fjórum efstu.

    Arsenal hefur svo gott sem sloppið við meiðsli á leiktíðinni, M.City er að ná vopnum sínum og Newcastle mun gefa eftir þegar á líður. MU hefur ekki endalaust heppnina með sér og Liverpool mun keppa við þessi lið um Meistaradeildasæti. Chelsea og Tottenham eru út úr þessari mynd að mínu viti. Einfaldlega ekki nógu góðir frekar en MU. Liðið okkar getur vel unnið RM í meistaradeildinni og er laust við álagið af Framrúðubikarkeppninni. Það er allt mögulegt í fótbolta og því ekki að vinna meistaradeildina og ná amk. 2. til 3. sæti í deildinni. Að maður tali nú ekki um 1. sætið 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
  5. Fyndir að spá í það, að á HM var fokusinn svo mikið á það að Bellingham væri á leiðinni til Liverpool studdar með myndir af Trent. Henderson og Bellingham saman á myndum. Þetta blindaði fjölmiðla svo mikið að Liverpool gat unnið á bakvið tjöldin að landa Gakpo í rólegheitum, og öllum að óvörum að þá kom fyrsta tilkining um það að Gakpo væri á leiðinni til Liverpool aðeins 3 dögum fyrir læknisskoðun.
    Vel gert Liverpool
    Og vertu velkominn Gakpo 🙂

    11
  6. Magnað að ná þessum, lét mig ekki dreyma um það því ég hélt að scum væri svo gott sem komnir með hann :-). Mér finnst það æðislegt hvað við náum að komast alltaf leynt með þessi kaup okkar, alveg þangað til það kemur BÆNG ! STAÐFEST !
    Nú er bara að láta sig dreyma um Bellingham eða þá Amrabat, eða Enzo. Það má alveg 🙂 Liverpool er enn aðdráttarafl, sem og KLOPP. Megi það vara sem lengst !

    5

One Ping

  1. Pingback:

Gullkastið – Cody Gakpo til Liverpool

Leicester á föstudagskvöld (upphitun)