Gullkastið – Breytingar hjá Liverpool

Michael Edwards er búinn að staðfesta það að hann ætli að hætta sem Sporting Director eftir tímabilið og Julien Ward tekur við af honum. Hvaða áhrif gæti þetta haft á félagið? Steven Gerrard er tekin við Aston Villa og mætir kokhraustur með þá á Anfield í næsta mánuði. Stórleikur gegn Arsenal um helgina en skytturnar hafa ekki tapað í síðustu tíu leikjum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 356

6 Comments

 1. Það eina sem ég vil segja nákvæmlega núna er að það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað það voru mikil mistök að kaupa ekki topp leikmann í staðinn fyrir Gini Wijnaldum, hverjum sem sú ákvörðun er svo sem að kenna.

  5
 2. Engin breyting nema nýtt nafn. Julian Ward. Ekki nema hann sé með prentsmiðju sem prentar pening. Að öðru leyti sama. Það þarf að fara að sýna mínus í leikmannaskiptagluggunum í staðinn fyrir þennan stöðuga plús. Við erum eldri hópur og fleiri leikmenn farnir að meiðast oftar (Firmino, Hendo). Þetta er allt jákvætt þegar allir eru heilir en þunnur hópurinn ræður ekki við 2-3 meiðsli til lengdar. Þetta vill Klopp hinsvegar.

  1
 3. Takk fyrir gott podkast að venju.

  Þunnur hópur er að bíta okkur í rassinn. Getum ekki púllað Leicester annaðhvert ár og því síður þegar margir leikmenn eru þekktir meiðslapésar. (Hendo, Matip, Keita, Thiago, OX, Gomes og listinn heldur áfram)

  Næsti leikur er mikilvægasti leikur tímabilsins.

  4
 4. Vonandi er Liverpool að koma betur frá þessari landsleikjatörn en útlit var fyrir á mánudaginn. Eins notaði Klopp tímann vonandi vel til þess að fínpússa varnarleikinn á miðjunni betur.

  Henderson er ekki talin mikið meiddur og var með á æfingu núna eftir að hann kom heim
  Sama með Mané, hann var mættur á æfingu
  Origi er ekki meiddur þó hann hafi verið tekinn haltrandi af velli hjá Belgum.
  Andy Robertson er ekki meira meiddur en það að hann er 50/50 fyrir Arsenal leikinn. Maður óttaðist 3-5 vikur þar.
  Milner var á æfingu
  Thiago og Ox ættu að vera klárir
  Keita er líklega ekki klár um helgina en mjög nálægt
  Jones er einu slæmu fréttirnar í bili, hann er mun lengur frá en búist var við.
  Eins er magnað að sjá stöðuna á Harvey Elliott eins og við ræddum í þættinum

  Þetta var auk þess “bara” tveggja leikja landsleikjapása og allir leikmenn eru búnir að spila á sunnudaginn, mánudaginn eða í síðasta lagi þriðjudaginn. Þeir skila sér aftur til Kirkby á eðlilegum tíma. Ekki fokkings tíu dögum eftir landsleik og meiddir í þokkabót. Alveg eins og Arsenal er allt annað dýr núna með flesta lykilmenn heila miðað við hvernig þeir hófu mótið þá er Liverpool einnig miklu betra lið með Fabinho, Thiago, Henderson, Keita og Ox alla leikfæra eða svona hér um bil.

  3
  • Ég vil sjá Tsimikas á móti Arsenal. Hann er með miklu betri spyrnur en Robbo (í augnablikinu). Gæti skipt gríðarmiklu máli upp á mörk.

   5
 5. Eru ekki miklar líkur á að hann byrji. Robbo verður tæpur svo væntanlega verður ekki tekinn séns með hann.

  2

One Ping

 1. Pingback:

Toppslagur hjá kvennaliðinu gegn Durham

Bikarleikur hjá kvennaliðinu gegn Blackburn