ÞETTA. ER. AÐ. BYRJA!!! (Upphitun Norwich – Liverpool)

Vélin er að komast af stað. Á morgun munu Liverpool men hefja baráttuna um titil númer 20, eftir þarft sumarfrí og gott undirbúningstímabil. Síðasta tímabil er gleymt og grafið, vonandi þurfum við aldrei aftur að horfa tímabil þar sem 18 mismunandi pör eru í hafsentinum. Van Dijk er komin með nýjan samning, Harvey Elliot er við það að springa út og Tsimikas hefur gullið tækifæri til að sanna sig. Fyrsti leikur: Kanarífuglarnir í Norwich.

Andstæðingurinn

Borgin Norwich er 150 þúsund manna staður, austarlega á Bretlandseyjum. Framan af miðöldum var hún ein af stærstu borgum Englands og þrátt fyrir að hún teljist ekki ein af stórborgum Englands hefur hún ekki þurft að berjast við sömu hnignun og margar borgir landsins á síðustu öld. Merki borgarinnar (og fótboltaliðsins) er gulur kanarí fugl. Þetta er vegna þess að spænskir textílsérfræðingar höfðu fuglana með sér til borgarinnar á sextándu öld og ræktuðu þá í borginni.

Norwich er mikil íþróttaborg og eins og víða þá trónir fótboltaliðið á toppnum í vinsældum. Liðið er eitt af þessum fornfrægu á Englandi, stofnað 1902 og með tvo deildarbikara í skápnum. Þeir voru eitt af stofnliðum Úrvalsdeildarinnar og síðan hún var stofnuð hafa þeir verið kóngar jójó-liðanna: Fimm sinnum fallið, fimm sinnum snúið aftur (sem er met).

Það var 2012 þegar Norwich byrjaði að eignast ákveðin stað í hjarta Liverpool, stað sem þeir myndu líklega gefa allt til að losna við. Í apríl spiluðu liðin og nýkeyptur Luis Suarez skoraðir bilaða þrennu. Á næsta tímabili átti Liverpool leik við Norwich í september undir stjórn Brendan Rogers og voru ekki búnir að vinna leik á þeim tímapunkti. Luis Suarez skoraði þrennu í 5-2 sigri. Prik til þeirra sem muna hvaða annar Liverpool maður skoraði í þeim leik (eitt markið var sjálfsmark). Seinni leikur liðanna fór 5-0 þetta tímabil.

Næst mættust liðinn í desember 2013, Suarez skoraði fjögur mörk sem öll gátu verið mark tímabilsins. Svo var annar ruglaður leikur 2-3 (þetta er tímabilið þar sem Liverpool vann næstum titilinn með planinu „skorum bara fleiri en þeir“).

En bilaðasti leikur liðanna var spilaður á jómfrúartímabili Klopp. Viku eftir drepleiðinlegt tap gegn United fóru Liverpool menn til Norwich og leikar enduðu 4-5! Adam Lallana skoraði flautumark þegar Norwich höfðu jafnað í uppbótartíma. Ég vitna í skýrslu Kop.is:

Ef Klopp var brjálaður mínútu áður þá endanlega glataði hann glórunni við þetta, kallaði Lallana til sín og var sá fyrsti til að fagna með Lallana og gerði það svo hraustlega að hann braut gleraugun sín þökk sé Benteke.

Fuglarnir lentu í B-deildinni og komu svo aftur fyrir 2019-20 tímabilið. Það var öllum, þeim sjálfum þar með talið, ljóst að þeir áttu ekkert erindi í deild þeirra bestu það árið. Strax í janúar voru þeir byrjaði að undirbúa jarðveginn fyrir fall og þeir gerðu svolítið sem önnur lið mættu hugsa útí. Í stað þess að panika og reka þjálfarann til að ráða eina af risaeðlunum þá héldu þeir tryggð við Daniel Farke. Þeir undirbjuggu liðið fyrir B-deildina, seldu og keyptu eftir því og tóku stutt stopp þar.

Þeir eru nú komnir aftur upp eftir sigur í Championship deildinni. Þetta er nokkuð breytt lið frá því síðast. Í sumar eru 14 leikmenn farnir og munar þar mestu um Emilanio Buendía sem skoraði fimmtán og gaf sextán stoðsendingar í fyrra. Þeir hafa keypt sjö minni spámenn í sjö stöður héðan og þaðan og treysta væntanlega á að einhver þeirra springi út í vetur. En fyrir okkur sem erum að vonast eftir einhverju rústi mun raunveruleikinn líklega verða annar. Norwich eru vissulega ekki í einhverjum Burnley bolta en þeir eru mun þéttari en þeir voru. Þess fyrir utan verður Carrow Road fullur í fyrsta sinn í eitt og hálft ár og stuðningsmennirnir að fagna því að vera aftur á meðal þeirra bestu. Okkar menn verða að hafa fyrir þessu, svo ekki sé meira sagt.

Okkar menn.

Hvenær ætli Kop.is penni hafi síðast skrifað eftirfarandi: Leikmannahópurinn en nánast heill. Síðasta tímabil var nátturulega rugl en núna eru aðeins tveir leikmenn á meiðslaskrá. Andy Robbo meiddi sig í æfingaleik og líklega frá í nokkra leiki og Curtis Jones fékk heilahristing og þarf að taka varúðarpásu.

Þannig að liðið verður væntanlega með Alisson í markinu og svo Tsimikas og Trent sitthvorum megin. Svo er spurningin um hverjir verða er á milli þeirra. Van Dijk er að stíga úr hrikalegum meiðslum og er líklega ekki tilbúin í heilan leik. En ég held að Klopp starti honum frekar og skipti út þegar líður á seinni hálfleik. Þannig að þetta verður Van Dijk og honum við hlið verður Joe Gomez, förum til baka í klassíkina.

Fabinho er annar maður á blað þegar maður byrjar að stilla upp liði Liverpool en hver verður þar fyrir framan? Thiago átti þannig séð þægilegt sumar og á að vera byrjunarliðsmaður hjá okkur. Svo er það þriðja miðjusætið: Hendo, Ox, Elliot, Milner eða Keita? Ég er ekki tilbúin að setja pening á að Keita nái loksins að verða maðurinn sem við héldum að við værum að kaupa. En ef hann fær ekki sénsin núna eftir svona undirbúningstímabil, þá verður það aldrei.  Svo er nátturulega hin heilaga þrenning frammi.

 

Spá.

Ég minni á spánna okkar fyrir tímabilið fyrir þá sem vita nákvæmlega hvernig mótið fer. En fyrir þennan leik ætla ég að spá 3-0 sigri Liverpool þar sem Van Dijk stimplar sig aftur inn með skallamarki áður en Salah hefur gullskóa tímabil sitt með tvennu.

Það sem maður er spenntur! Hvernig lýst ykkur á þennan leik og þetta tímabil?

12 Comments

  1. Sammàla byrjunarliði nema miðvarðarpari. Matip byrjar alltaf tel èg og vonandi er virgill litli klàr að starta.

    5
  2. Það verður spennandi að fylgjast með fyrstu umferðunum einsog venjulega . Ég hef lítið sem ekkert horft á æfingaleikina þannig að ég er með eina spurningu : hvað er að frétta af salah ? er hann búinn að skora eitthvað í þessum leikjum og hvernig er hann búinn að vera að spila í æfingaleikjunum ?

    2
  3. Það er erfitt að spá fyrir um byrjunarliðið en það hefur ekki alltaf verið þannig vegna meiðsla og einfaldlega við verið með 11 manna lið sem var að vinna allt.

    spái að miðverðinir verða Van Dijk og Matip. Hef ekki trú á að Klopp láti bæði Van Dijk/Gomez byrja eftir að hafa verið báðir svona lengi frá. Matip var byrjaður fyrr af æfa og þarf hann að taka þessa tvo þrjá leiki áður en hann meiðist aftur.

    Miðjan: Fabinho, Keita og Milner ég held að hann byrjar með trausta miðju og því fær Milner að byrja á kostnað t.d Thiago/Henderson sem eru nýbyrjaðir og Ox sem er mun meiri sóknarkall.

    Sókn: Mane/Salah eru alltaf að fara að byraj og tel ég að Jota verður með þeim. Firmino fór að æfa nokkrum vikum síðar en Jota og ég held að Klopp sé að fara að nota Jota oftar en Firmino í vetur.

    Þetta gæti verið algjör steypa hjá manni en þetta er tilfinningin svona fyrir fram.

    YNWA – 1-3 sigur í skemmtilegum leik.

    7
  4. Ég held að Jota muni byrja á kostnað Firmino og að miðjan verði Thiago, Fabinho, Keita.
    Og í vörn verða þeir Tsimikas, Van Dijk, Matip og Trent.
    Þetta verður erfiður leikur en við siglum þessu vonandi heim

    5
  5. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Harvey Elliott byrji. En verði vissulega sá fyrsti sem verði skipt útaf.

    6
  6. Sælir félagar

    Takk Ingimar fyrir upphitunina. Ég er sammála svona að mestu en held að Joel Matip verði með Virgil í hjarta varnarinnar frekar en Gomes og er þar sammála flestum hér. Miðjan er meira vandamál að átta sig á en Fab er alltaf fyrstur á blað þar og svo reikna ég með Keita og Thiago með brassanum. Ég er sammála Ingimar með Firmino. Eftir seinni æfingaleikinn sýndi hann að hann er í bananastuði og verður í miðju sóknarinnar. Ef það virkar ekki kemur Jota til sögunnar á sextugustu mínútu og setur eitt. Miðað við Arsenal leikinn í gærkvöld verður þetta erfitt og ég spái 2 – 0 eða 3 – 1 í hunderfiðum leik. Salah eitt, Mané eitt og Firmino eitt ef leikurinn fer 3 – 1.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  7. Ég spái því að Suarez dúkki allt í einu upp og skori þrennu, Klopp hafi fengið hann lánaðan bara fyrir þennan leik og skili honum svo aftur 🙂

    5
  8. Ef Salah skorar þà verður hann fyrsti leikmaðurinn ì sögu ùrvalsdeildarinnar til að skorar mark ì fyrsta leik 5 tìmabil ì röð.

    Meina ÞEGAR hann skorar verður hann sà fyrsti.

    6
  9. Sælir félagar

    MU leit alltof vel út í sínum fyrsta leik á móti Leeds. Sókn Leeds að vísu gersamlega bitlaus og hefði átt að skora 2 – 3 mörk ef einhver mörk væru í henni. Mér sýnist Leeds verða í miklum vandræðum ef sóknin verður svona léleg í vetur 🙂 Þessi leikur MU var að vísu einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp en samt . . . Sólskerjamóri hamingjusamur á hliðarlínunnu sem er gott því hann á eftir að totta súrt í vetur 🙂

    Annað sem ég vil benda á í þessum þræði; ef ekki er hægt að loka á svona dru . . . eins og er í kommentum 7, 8, 11 og 12 þá þarf ritstjórn að vera vakandi fyrir að eyða þeim jafn óðum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  10. Gleðilega hátíð félagar nú er bara að landa þremur stigum í dag, gott lið og bekkurinn sterkur, future looks bright

    1
  11. Hvað er málið með að Milner sé að byrja. Hvar er Heno. Fabinho og Thiago hvað er eiginlega í gangi?

    1

Spá Kop.is – síðari hluti

Liðið gegn Norwich