Gullkastið – Uppgjör á frábæru tímabili

Gæsahúðin var með gæsahúð þegar bikarinn fór á loft

Jordan Henderson er búinn að lyfta Englandsmeistaratitlinum sem fyrirliði Liverpool, meira fórum við svosem ekki fram á fyrir þetta tímabil. Það hefur aldrei verið eins gaman að gera upp tímabilið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Einar Örn um tímabilið: Hér er greinin frá EÖE sem komið var inná í upphafi þáttar, eðal efni.

MP3: Þáttur 295

Kop.is er í samstarfi við Sportveituna FM 102,5 en podcöst okkar eru nú flutt þar einnig, sem og á Spotify-reikningi veitunnar sem finna má með því að leita að SportFM á Spotify.

6 Comments

 1. Lið ársins:
  Alisson
  Trent, Dijk, Söyüncü, Andy
  Henderson, Fabinho, De Bruyne
  Mane, Vardy, Salah

  Leikmaður árins:
  1. Mane
  2. Dijk
  3. Henderson

  Bestu leikir:
  1. Leicester – Liverpool 0-4
  2. Liverpool – Man City 3-1
  3. Liverpool – C.Palace 4-0

  Stærsta augnablik
  1. Lallana mark gegn Man utd – hefði verið helvíti hart að fyrsti tapleikurinn hefði verið gegn þeim.
  2. Mane mark gegn Villa – þvílíkt comback
  3. Curtis Jones gegn Everton í FA Bikar – kjúklingar að slá út sterkasta lið Everton í FA Cup.

  Verstu augnablik:
  1. Adrian að klúðra í meistaradeild
  2. Tapið gegn Watford- maður var ekki vanur þessari tilfiningu
  3. Dijk/Alisson klúðrið gegn Arsenal – Langaði svo að ná 100 stigum

  YNWA – Stórkostlegt tímabil ætla að gefa þessu tímabili 10 í einkunn því að 30 ára bið er á enda.

  14
  • Takk fyrir þetta Sigurður. Veit ekki hvort allir myndu taka undir með þér með lið ársins en að sjálfsögðu er þetta þitt lið ársins. Einkuninn 10 þýðir í mínu umdæmi að eithvað sé fullkomið og tímabil þar sem Liverpool kemst ekki í úrslit í 3 keppnum (FA, Deildarbikar og CL) getur varla talist fullkomið. Gef sjálfur tímabilinu í deildinni 10 en heildareinkunn verður aldrei hærri en 9. Annars góðar stundir og takk fyrir öll skrifin og fróðleikinn í vetur.

   9
  • Mjög flottar….þeir spila ekki trompunum útí byrjun Nike kunna þennan bissnes…

   1

Jurgen Klopp stjóri ársins á Englandi

Staðan á liðunum eftir mót