Alltaf King Kenny Dalglish

Þrátt fyrir að það séu þrjátíu ár síðan Kenny Dalglish spilaði síðast leik með Liverpool er ennþá sungið um hann á Anfield. Það er sungið um leikmanninn Dalglish sem var þá fyrir löngu orðin King Kenny, ekki stjórann sem leiddi Liverpool í gegnum erfiðustu ár félagsins frá stofnun þó verk hans eftir að ferlinum lauk verðskuldi engu minni virðingu, síður en svo.

Það er ástæða fyrir því að hann var valinn besti leikmaður Liverpool frá upphafi og hefur verið besti sendiherra félagsins eftir að Bill Shankly féll frá. Það er hinsvegar minna talað um að hann er líka einn besti leikmaður í sögu Celtic og spilaði ekki mikið færri leiki fyrir þá heldur en Liverpool. Auk þess er hann ennþá markahæsti leikmaður Skota (ásamt með Denis Law) og sá leikjahæsti með landsliðinu.

Celtic

Ritstjóri The Celtic Star stuðningsmannasíðu Glasgow liðsins setti brottför Dalglish í ágúst 1977 í gott samhengi. Brottför Dlaglish var tilkynnt rétt áður en nýtt tímabil hófst í Skotlandi og viku áður en Elvis Prestley, konungur rokksins lést.

“Mike, he said, “you seem more upset about Kenny Dalglish than Elvis.” Well of course I was. I replied to Walter “No disrespect but the world will get another Elvis. Where are we going to get another Dalglish?”

Dalglish spilaði sinn fyrsta leik fyrir Celtic 17 ára árið 1968 en varð ekki almennilega partur af liðinu fyrr en þremur árum seinna. Hinn goðsagnakendi Jock Stein var stjóri liðsins á þessum tíma og stýrði liðinu til sigurs í deildinni níu ár í röð frá 1966 til 1974.

Þetta var ekki eitthvað lið sem Dalglish var farinn að banka á hurðina á aðeins 17 ára heldur besta lið í sögu skoska boltans. Celtic vann Evrópukeppni Meistaraliða ári áður en Dalglish spilaði sinn fyrsta leik og tapaði í framlengdum úrslitaleik gegn Feyenoord árið 1970 eða ári áður en Dalglish festi sig í sessi í aðalliðinu. Þetta lið var kallað The Lisbon Lions eftir sigur þeirra í Lissabon 1967 og samanstóð af 11 leikmönnun sem voru allir fæddir í 30km radíus frá Glasgow.

Kenny Dalglish hefði ekki breytt þeirri tölfræði enda einnig fæddur í Glasgow en hann hélt reyndar með Rangers þar til Jock Stein samdi við hann 16 ára gamlan. Hann var sendur á láni til neðrideildarliðs þar sem hann skoraði 37 mörk en neitaði að fara aftur árið eftir og vildi frekar reyna að komast í Celtic liðið. Hann varð því partur af goðsagnakendu varaliði Celtic sem gekk undir nafninu Quality Street Gang en margir úr þeim hópi tók við keflinu af The Lisbon Lions og mynduðu jafnvel enn betra lið.

Dalglish var auðvitað allt of góður fyrir varaliðið en spilaði með þeim þrjú tímabil enda aðeins pláss fyrir 11 menn í aðalliðinu og Celtic liðið var ekkert slor. Hann var því í stúkunni á Ibrox 19 ára í janúar 1971 þegar 66 stuðningsmenn Rangers létust. Ótrúlegt hreinlega í ljósi þess hvað hann gekk í gegnum síðar á ferlinum.

Dalglish var partur af aðalliðinu tímabilið 1971-72 og skoraði 29 mörk er liðið vann sjöunda titilinn í röð. Hann bætti um betur árið eftir og skoraði 39 mörk í öllum keppnum. Tímabilið 1973-74 vann Celtic tvisvar með Dalglish í broddi fylkingar og komast í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem liðið tapaði í mjög ofbeldisfullu einvígi gegn Atletico Madríd.

Yfirburðir og sigurganga Celtic heimafyrir fóru að hafa áhrif á áhuga og mætingu á leiki í skoska boltanum. Eins fór samkeppnin í Evrópu sífellt harðnandi með auknum áhuga á þeirri keppni og var orðrómur um að hinn 24 ára Kenny Dalglish gæti þurft nýja áskorun. Deildin heimafyrir var álíka spennandi og hún er núna og hefur verið það í um hálfa öld en þó mun samkeppnishæfari á tímum Dalglish í samanburði við önnur Evrópsk lið.

Líklega hefði Dalglish farið hefði Jock Stein stjóri liðsins ekki lent í mjög alvarlegu bílsslysi árið 1975, hann ásamt eiginkonu sinni var að koma úr fríi með Bob Shankly og konu hans, en Bob var auðvitað bróðir Bill Shankly. Þess í stað var Dalglish gerður að fyrirliða en Jock Stein var frá mest allt tímabilið og aðstoðarmaður hans stýrði liðinu. Þetta voru fyrstu árin sem Celtic vann ekki deildina.

Líklega var það lukka Liverpool að Dalglish fór ekki 1975 því það er ólíklegt að Liverpool hefði reynt að kaupa hann, Manchestr United var t.a.m. sterklega orðað við hann. Líklega hefur það hjálpað tveimur árum seinna að Jock Stein var mikill vinur Bob Paisley stjóra Liverpool og einn af bestu vinum Bill Shankly fyrrverandi stjóra Liverpool.

Shankly fór t.a.m. auðvitað og kíkti á vin sinn þegar hann lá á sjúkrahúsi eftir bílslysið þó Stein myndi ekkert eftir því:

Stein sneri aftur á hliðarlínuna fyrir tímabilið 1976-77 og vann Celtic tvöfalt það tímabil með Dalglish í fararbroddi, þá löngu orðin King Kenny á pöllunum á Parkhead. Hann skoraði síðasta mark tímabilsins í leik sem hann spilaði m.a. með Búbba (Jóhannes Eðvaldsson) en ekki var tilkynnt um brottför hans fyrr en 10 ágúst þá um sumarið.

Andy Lynch fyrrum liðsfélagi Dalglish hjá Celtic lýsti brottför Kóngsins svona:

“However, with Jock Stein back after his car accident we thought we could do good things in Europe in the 1977-78 season. I was at Celtic for seven seasons and effectively played for three different teams, but that 1977 side was the best.

“However, we never recovered from losing Kenny to Liverpool. He was such a phenomenal player. We struggled when he left us, but what he went on to achieve at Liverpool was incredible.”

Celtic byrjaði tímabilið á eftir hræðilega og var í fallsæti eftir fimm umferðir með eitt stig og náði sér satt að segja aldrei almennilega á strik allt tímabilið, enduðu í 5. sæti.

Liverpool hinsvegar…vá!

Liverpool 

Enska pressan talaði allt tímabilið um þennan frábæra nýja leikmann Liverpool eins og hann hefði fallið af himnum ofan, eitthvað sem fór verulega í taugarnar á stuðninsmönnum Celtic sem vissu manna best hvað Liverpool hefði verið að kaupa. Salan á Dalglish til Englands var ekki bara sala á besta leikmanni Celtic, heldur merki um að skoski boltinn væri líklega ekki að fara halda í við aðrar vaxandi deildarkeppnir Evrópu. Stuðningsmenn Celtic frá þessum tíma lýsa sölunni á Dalglish sem einum svartasta degi sem stuðningsmenn félagsins. Stephen Murray stuðningsmaður Celtic sem skrifað hefur bók um Celtic ár Dalglish lýsti brottför hans svona:

Someone once asked me what was the biggest disappointment I had experienced as a Celtic fan. I can recall losing finals to Partick Thistle and Raith Rovers but I don’t grudge their fans one moment of glory. I can remember some heavy defeats by Rangers but I have seen us inflict just as bad if not worse on them in return. In recent years Seville and Fir Park were big disappointments but I’ve been fortunate enough to appreciate in life that being a Celtic fan brings more joy than sorrow and so it has proved since then. The sudden deaths of Jock Stein, John Doyle and Bobby Murdoch were a severe shock at the time and put football matters firmly into perspective.

In a football context if you cornered me then I would have to admit that Dalglish’s departure was the biggest disappointment, leaving a scar which took a long time to heal and even to this day remains raw.  In the late 1980’s there was a cinema advert for a particular brand of Scots whisky (which I can’t recall) which began:

‘Scotland through the ages has lost all it’s national treasures – The Stone of Destiny…Bonnie Prince Charlie…North Sea oil…Kenny Dalglish…’

Bob Paisley vissi hinsvegar nákvæmlega hvað hann var að gera og sagði “Let’s get out of here before they realise what they’ve done.” við John Smith stjórnarfomann Liverpool eftir að þeir sömdu við forráðamenn Celtic um kaupin á Dalglish. Forráðamenn Celtic ætluðu upphaflega að taka £300,000 boði Liverpool en Jock Stein kom í veg fyrir það vitandi að þeir ættu £500,000 eftir söluna á Keegan. Samningsviðræðurnar enduðu á því að forráðamenn Celtic tóku framfyrir Stein þegar boðið var komið í £440,000 af ótta við að Liverpool myndi hætta við kaupin ef þeir færu hærra. Paisley og Smith voru hinsvegar himinlifandi enda algjörlega tilbúnir að setja allan Keegan peninginn í Dalglish.

Dalglish var reyndar ekki alveg ókunnugur Liverpool því Bill Shankly hafði fengið hann á reynslu aðeins 15 ára gamlan árið 1966 en Dalglish ákvað þá að reyna frekar fyrir sér heima í Glasgow. Sem unglingur var hans helsta Idol Denis Law og hans lið fyrir utan Celtic enska liðið sem Law spilaði flesta leiki fyrir, en það breyttist rétt eins og stuðningur hans við Rangers í æsku.

Kenny Dalglish var 26 ára þegar hann gekk til liðs við Liverpool árið 1977 fyrir £440,000 sem var metfé á Englandi. Liverpool kom þrátt fyrir það út í gróða fjárhagslega því að fyrr um sumarið var Kevin Keegan seldur til Hamburg á £500,000. Án Dalglish er alveg séns að stuðningsmenn Liverpool væru að hugsa um Keegan líkt og stuðningsmenn Celtic hugsa um Dalglish.

Ian Callaghan leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool var að enda ferilinn þegar Dalglish kom:

“Actually, we didn’t know a lot about Kenny before he joined Liverpool because we didn’t always hear a lot about Scottish football.

“Of course, we knew he was an important player at Celtic and with the Scotland national team, but we didn’t know just how fantastic he would turn out for us.

Það var ekkert smá hlutverk sem hann fékk á Anfield og stuðningsmenn höfðu alveg efasemdir til að byrja með, svona þangað til þeir sáu hann spila. Liverpool voru ríkjandi Evrópumeistarar og nýbúnir að selja aðalstjörnu félagsins við vægast sagt litla hrifningu stuðningsmanna. Kevin Keegan var hinsegar þegar gleymdur á Anfield þegar France Football valdi hann besta leikmann Evrópu (Ballon d´Or) árið eftir.

Kevin Keegan var svolítið Michael Owen sinnar kynslóðar, sá grænna gras annarsstaðar en á Anfield og er fyrir vikið ekki nærri því eins stór partur af sögu félagsins og ferill hans hjá félaginu kannski verðskuldar. Virkar bæði óheppinn og ekkert sérlega skarpur.

Keegan tilkynnti á miðju tímabili 1976/77 að hann ætlaði að fara frá Liverpool að tímabilinu loknu og kvaddi félagið með titli í deildinni, silfri í FA Cup og fyrsta Evrópumeistaratitli í sögu félagsins. Þar fyrir utan var söluverðmæti hans nóg til að kaupa Kenny Dalglish og eiga skiptimynt á eftir. Það er varla hægt að kveðja á mikið betri nótum en það og ekki fór hann til neinna af erkifjendum Liverpool heldur. Liðið sem hann valdi í staðin var Hamburger Sport-Verein sem hafði ekki endað ofar en í sjötta sæti í yfir tvo áratugi heimafyrir en voru ríkjandi Evrópumeistarar bikarhafa, Hann valdi peningana þar blessaður og missti af mesta gullaldarskeiði Liverpool fyrir vikið.

Reyndar mun ég líklega aldrei skilja almennilega afhverju hann fékk Ballon d´Or árið 1978 því að hann spilaði fyrir lið sem endaði í tíunda sæti Þýska boltans og skoraði 12 mörk. Líklega hafa fyrri afrek hans hjá Liverpool og mögulega söluverðið haft eitthvað að segja, hann átti miklu betra tilkall árið 1977 og fékk fleiri atkvæði í 1.sæti en Simonsen en tapaði samt. England var ekki einu sinni með á HM ´78 til að gera þetta ennþá fáránlegra því að það er fáránlegt að einhver af liðinu sem vann Evrópu aftur árið eftir hafi ekki fengið þessa nafnbót.

Það er satt að segja mjög grunsamlegt hversu oft hefur verið horft framhjá leikmönnum Liverpool þegar kemur að vali franska tímaritsins France Football á besta leikmanni Evrópu.

Hér er listi yfir handhafa Ballon d´Or öll árin sem Liverpool drottnaði yfir fótboltanum

Þið eruð að lesa þetta rétt, Kevin Keegan í 10. besta liði Þýskalands. Hann gerði a.m.k. mun betra tilkall þegar hann var valin aftur árið eftir.

Dalglish þurfti þannig bókstaflega að fylla skarð besta leikmanns Evrópu. Hann skoraði eftir sjö mínútur í fyrsta leik tímabilsins og skoraði svo aftur þremur dögum seinna í sínum fyrsta leik á Anfield. Dalglish skoraði svo sjötta mark Liverpool í 6-0 sigri á einmitt Hamburg liði Kevin Keegan í seinni leik liðanna í Super Cup milli Evrópumeistaranna gegn Evrópumeisturum bikarhafa.

Þegar fyrsta tímabil Dalglish hjá Liverpool var flautað af hafði hann spilað 62 leiki, skorað 31 mark, eitt af þeim var sigurmarkið í úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 1978 þar sem Liverpool vann keppina annað árið í röð. Það var ekki nokkur maður að spá í Kevin Keegan á Anfield. Það var kominn nýr kóngur.

Afrek Dalglish dugðu honum samt aðeins í 8. sæti yfir bestu leikmenn Evrópu skv. France Football og var hann eini fulltrúi Liverpool af 30 leikmönnum sem komust á blað sem sýnir kannski hversu vitlaust var gefið í þessu vali.

Reyndar er ótrúlegt að hugsa til þess að eftir söluna á Keegan og reyndar John Toshack keypti Liverpool Alan Hansen og Kenny Dalglish um sumarið og bættu svo Souness við í janúar árið eftir. Betur er hreinlega ekki hægt að styrkja hryggsúluna í liðinu.

Keegan og félagar í Hamburg unnu deildina 1979 sem skilaði honum Ballon d´Or aftur og árið eftir fór liðið alla leið í úrslit Evrópukeppni Meistaraliða en laut í lægra haldi gegn Nottingham Forrest. Keegan hafði þá rétt eins og þremur árum áður tilkynnt á miðju tímabili að hann ætlaði að fara þegar samningstíminn væri á enda. Hann setti klásúlu í samninginn þegar hann gekk til liðs við Hamburg að Liverpool hefði forkaupsrétt á honum.

Liverpool hafði þ.a.l. forkaupsrétt sumarið 1980 á 29 ára gömlum Kevin Keegan sem hafði unnið Ballon d´Or tvisvar og farið með Hamburg í úrslit Evrópu þá um sumarið á þeim þremur árum sem hann hafði verið í burtu. Svar Peter Robinson stjórnarformanns Liverpool var hinsvegar afgerandi nei, Liverpool er ekki að fara kaupa hann, Liverpool þarf hann ekki.

Hann endaði því hjá Southampton 29 ára þegar hann hefði með réttu átt að vera á hátindi ferilsins. Það verður bara að viðurkennast að Kevin Keegan hefur aldrei verið beittasti hnífurinn í skúffunni.

Ástæðan fyrir því að Liverpool þurfti ekkert Kevin Keegan var auðvitað sú að arftaki hans var betri leikmaður en hann. Bob Paisley var ekki mikið fyrir að kaupa útbrunna 29 ára leikmenn, þess í stað var Ian Rush keyptur sumarið 1980 og strokaði Keegan nánast alveg úr sögubókum Liverpool!

Celtic fékk ekki nýja hetju í stað Dalglish eins og Liverpool fékk í stað Keegan. Salan á King Kenny var mjög óvinsæl og þegar Bob Paisley mætti árið eftir með Liverpool liðið í testimonial leik Jock Stein var baulað hressilega á Dalglish og móttökunum lýst sem verri en Páfinn mætti búast við á Ibrox.

Dalglish var valin leikmaður tímabilsins hjá blaðamönnum á Englandi 1978/79 og svo leikmaður tímabilsins 1982/83. Liverpool vann Evrópukeppnina aftur árið 1981 en þá var Dalglish kominn með Ian Rush með sér í framlínuna og saman mynduðu þeir bestu sóknarlínu Evrópu næstu ár á eftir.

Dalglish var ennþá partur af byrjunarliðinu þegar liðið vann Evrópukeppnina 1984 gegn Roma í Róm og eins árið eftir þegar Heysel harmleikurinn átt sér stað. Úrslitin í þeim leik voru auðvitað strax aukaatriði og til marks um andrúmsloftið er sú staðreynd að Juventus vann á vítaspyrnu sem þeir fengu þrátt fyrir að brotið hefði átt sér stað langt fyrir utan teig. Það var galið að leikurinn hefði farið fram, það var reyndar líka galið hvernig var staðið að honum og að hann hefði farið fram á Heysel yfir höfuð. Það höfum við farið betur yfir áður en þessi leikur hafði gríðarleg áhrif á framtíð Kenny Dalglish.

Þjálfari Liverpool 

Ef að það var pressa að taka við hlutverki Kevin Keegan þá er það ekkert í samanburði við það að taka 34 ára gamall við stjórastöðunni hjá Liverpool eftir 26 ár af samfelldri stjórn Bill Shankly og aðstoðarmanna hans (The Boot Room). Hvað þá ef við tökum með í myndina pressuna sem var á bæði félaginu og borginni almennt frá stjórnvöldum og öðrum utanaðkomandi aðilum. Ensk lið voru bönnuð frá Evrópu í kjölfar Heysel og á sama tíma var stjórn Margaret Thatcher skipulega að vinna að hnignun Liverpool borgar, eitthvað sem rekja má aftur til óeirðanna í Toxteth 1981

Liverpool City Council sour battles with Thatcher’s government have been ingrained within the city until this day, when the former Primer Minister had planned to put Liverpool into a period of managed decline following the Toxteth riots in 1981 – with various ministers urging Thatcher not to ‘waste’ public money on the ‘stony ground’ of Merseyside.

That’s not to mention the abhorrent and controversial manner in which establishments such as the Sun and other UK tabloids had covered the Hillsborough disaster, wrongly smearing Liverpool fans as hooligans in the tragedy and directing all the blame at the victims who passed away.

To this day, Liverpool has been a largely Labour-strong city and natives view themselves as separate to the rest of England due to their political and socialist views, cementing the its status as a socialist stronghold. Additionally, the Museum of Liverpool has one half of a floor dedicated to a wing titled ‘The People’s Republic’ Gallery.

Hatur Liverpool borgar nánast eins og hún leggur til á breska íhaldsflokknum er djúpstætt og má að töluverðu leiti rekja til níunda áratugarins, tímans þegar Dalglish var leiðtogi Liverpool bæði innan og utan vallar. Enda var sú helv*** herfa ekki lengi að stökkva á vagninn og gera illt verra þegar henni fannst vera tækifæri til.

Það er því ekkert mark takandi á Evrópumeisturum áranna 1986 til 1991 enda nokkuð ljóst að þetta var ekki keppni bestu liða Evrópu. Ensk lið höfðu unnið keppnina árin 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982 og 1984. Árið 1985 var svo Liverpool auðvitað í úrslitum. Steaua, Porto og PSV voru ekki betri en ensku liðin, en þetta eru sigurvegarar keppninnar næstu þrjú árin eftir að ensku liðin voru bönnuð.

Dalglish spilaði mun minna eftir að hann tók við liðinu en stýrði Liverpool til sigurs í deildinni á sínu fyrsta tímabili og skoraði auðvitað sjálfur sigurmarkið gegn Chelsea í leiknum sem innsiglaði sigurinn. Hann naut auðvitað góðs af hinum hundtrygga Ronnie Moran sem var með honum á bekknum rétt eins og hann hafði verið með Shankly, Paisley og Fagan og er mun stærri partur af velgengni Liverpool en honum er gefið credit fyrir. Áfram var unnið eftir þeim gildum sem Bill Shankly og hans menn innleiddu.

Árið eftir var Ian Rush seldur til Juventus og komið að ákveðinni endurnýjun hjá Liverpool og tókst félaginu enn einu sinni að skipta út frábærum leikmönnum með mönnum sem náðu að fylla skarðið nánast um leið. Beardsley, Barnes og Aldridge fylltu skarð Rush og Dalglish og Liverpool endurheimti titilinn 1988 spilandi besta fótbolta í sögu félagsins fram að þeim tíma.

Liðið var svo mjög líklega að fara landa bæði deild og bikar árið 1989 þegar versti harmleikurinn á ævi Dalglish átti sér stað, Hillsborough. Hann var í þetta skipti stjóri félagsins og bar að mörgu leiti borgina á herðum sér í kjölfarið. Hann ásamt Marina eiginkonu sinni mætti í margar af þeim 96 jarðarförum sem voru í Liverpool í kjölfarið og fór mest í fjórar Hillsborough jarðarfarir sama daginn. Hann hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Hillsborough fjölskyldanna eins og þær eru kallaðar í gegnum tíðina síðan.

Harmleikurinn sjálfur var eitt en eftirmálar Hillsborough voru einnig mikill harmleikur og sér ekki ennþá fyrir endan á honum. Það átti rétt eins og eftir Heysel að skella allri skuldinni á stuðningsmenn Liverpool og í þetta skiptið var sannarlega engin stemming fyrir að taka því þegjandi. Enda ásakanir stjórnvalda, ennþá með Margaret Thatcher við stjörnvölin með ólíkindum. Hlutverk bresku pressunnar þekkja allir.

Þetta tók vægast sagt mikin toll, ekki bara á Dalglish, heldur liðið allt, félagið og borgina í heild sinni, bæði rauða og bláa hlutann. Um tíma var ekkert öruggt að leikmenn liðsins yrðu tilbúnir að spila fótbolta á ný. Eftir rúmlega tvær vikur af sorg, jarðarförum og enn frekar áföllum tengdum umfjöllun um Hillsborough var ákveðið að eina rétta til að minnast þeirra sem létust væri að boltinn færi að rúlla á ný. Dalglish fékk þá hugmynd að fyrsti leikur Liverpool eftir Hillsborough góðgerðarleikur á hans gamla heimavelli Parkhead.

Skotarnir bauluðu svo sannarlega ekki aftur á Dalglish í þetta skipti og tóku stórkostlega á móti Liverpool á troðfullum 60.000 manna Parkhead og voru treflar Celtic, Liverpool og jafnvel í bláa lit Everton áberandi á þeim leik og mátti meðal annars sjá stóran borða þar sem á stóð Merseyside Thanks Glasgow. Síðan þá hafa verið sterk tengsl milli Liverpool og Celtic og þessi leikur kláraði endanlega gremju stuðningsmanna Celtic í garð Kenny Dalglish. Þetta var miklu stærra en fótbolti.

Eftir leik söng allur völlurinn You´ll Never Walk Alone, sameiginlegt lag liðanna af áður óþekktri innlifun.

Það var við hæfi að Liverpool skyldi vinna bikarinn í kjölfarið og ekki síst að það hafi verið í all Merseyside derby sem var einnig mjög tilfinningaþrungið tilefni. En titlinum tapaði Liverpool með síðustu spyrnu tímabilsins. Liverpool hafði þá í kjölfar Hillsborough spilað átta leiki á 24 dögum og allt ferlið eðlilega tekið sinn toll. Bæði líkamlega og hvað þá andlega.

Vélin hélt áfram að malla árið eftir og Liverpool endurheimti titilinn árið 1990, Dalglish skipti sjálfum sér inná í síðasta heimaleiknum og spilaði sínar síðustu mínútur 39 ára gamall. Hann var valinn knattspyrnustjóri ársins í þriðja skipti.

Tímabilið 1990/91 virtist ætla að verða í sama anda og árin á undan. Liðið tapaði ekki leik í fyrstu 15 umferðunum og vann m.a. Man Utd 4-0. Liðið var í baráttu við Arsenal í deildinni og var þremur stigum á eftir þeim í febrúar þegar kom að endurteknum bikarleik gegn Everton eftir 0-0 jafntefli á Anfield. Everton kom fjórum sinnum til baka í leiknum sem endaði 4-4 og því þurfti þriðja leikinn til að útkljá einvígið. Tveimur dögum eftir þennan skrautlega leik tilkynnti Dalglish um brottför sína frá Liverpool og kom sú tilkynning sannarlega eins og þruma úr heiðskýru lofti, tímasetningin algjörlega galin.

Dalglish var einfaldlega búinn á því eftir vægast sagt rosalegt álag á honum árin á undan. Það er nógu mikið að vera stjóri Liverpool þegar best lætur. Ætli þetta væri ekki flokkað sem kulnun í dag?

Þessar fréttir voru verri í Liverpool en mögulegt WWIII

Such was the enormity of the announcement that in that evening’s Liverpool ECHO news of Dalglish’s resignation reduced the prospect of a third world war in the Middle East to just a short paragraph.

Árin eftir Liverpool

Það er ekki hægt að skrifa öll mistök Liverpool á tíunda áratugnum á brottför Kenny Dalglish en það er ansi ólíklegt að félagið hefði farið í gegnum eins mikinn öldudal og það fór með hann áfram í brúnni. Hann var aðeins 40 ára gamall, fáir svo ungir hafa stýrt Liverpool. Liðið var sannarlega komið á endurnýjun en hafði sannarlega náð árangri í þeirri deild áður og satt að segja hafði Liverpool ekki endað fyrir neðan annað sæti í tíu ár þegar Dalglish hætti. Eins hafði félagið ekki haft tíma til að finna arftaka líkt og áður þegar skipt var um stjóra.

Eftir á að hyggja gat brottför Dalglish heldur ekki komið á verri tíma í ljósi þess að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið eftir, hann hefði sannarlega mátt fara með Liverpool inn í þá nýju tíma frekar en hans gamli liðsfélagi Greame Souness sem öfugt við Dalglish fannst það mjög mikilvægt að breyta kúltúrnum hjá félaginu, brjóta niður Boot Room, bæði bókstaflega og eins hugtakið og taka félagið fram á við. Souness mistókst þetta enda alveg hrapalega og var aldrei jafn góður stjóri og Dalglish. Má kannski segja að Liverpool sé fyrst núna undir stjórn Jurgen Klopp almennilega að jafna sig á brottför King Kenny fyrir tæplega þrjátíu árum?

Dalglish hefur sagt frá því seinna að hann hefði verið til í að taka aftur við Liverpool um sumarið eftir nokkura mánaða hvíld og ef hægt væri að ferðast aftur í tímann væri þetta líklega eitt af því sem vert væri að leiðrétta. Félagið hefði sannarlega átt að taka stöðuna á honum aftur áður en Souness var ráðin tveimur mánuðum seinna.

Liðið var komið á endurnýjun að einhverju leiti, Alan Hansen tilkynnti brottför sína skömmu á eftir Dalglish og að einhverjum óskiljanlegum ástæðum var David Speedie sem var keyptur sumarið áður kominn í liðið eftir áramót á kostnað Peter Beardsley. Þeir fór báðir sumarið eftir. Beardsely til Everton og svo Newcastle og hefði líklega öll árin hans þar ennþá verið lykilmaður í liði Liverpool.

Liverpool var búið að ráða Souness þegar Dalglish var aftur tilbúinn í slaginn og hann tók þess í stað við 2.deildarliði Blackburn Rovers sem var í eigu auðjöfursins Jack Walker. Hann fór með Blackburn upp um deild í fyrstu tilraun en félagið hafði þá ekki spilað í efstu deild síðan 1966.

Hann fékk alveg góðan stuðning frá Jack Walker á leikmannamarkaðnum en Blackburn var ekkert eins og Roman hjá Chelsea bull neitt. Hann keypti Alan Shearer frá Southampton sumarið eftir að liðið fór upp en missti hann í meiðsli hálft tímabilið. Blackburn endaði þrátt fyrir það í 4.sæti og svo öðru sæti árið eftir.

Tímabilið 1994/95 endaði Kenny Dalglish með því að vinna deildina enn eina ferðina á Anfield. Blackburn fór inn í síðustu umferðina fyrir ofan Manchester United í deildinni en urðu að vinna til að tryggja sér titilinn. Stuðningsmenn Liverpool vildu auðvitað miklu frekar sjá Dalglish lyfta bikarnum en United en Liverpool vann engu að síður leikinn. Það kom ekki að sök þar sem Man United tapaði gegn West Ham í London.

Dalglish gerðist yfirmaður knattspyrnumála hjá Blackburn í kjölfarið en hætti eftir vonbrigðatímabil árið eftir. Þeir réðu Roy Hodgson í kjölfarið og féllu auðvitað.

Dalglish tók svo aftur við af Keegan í byrjun árs árið 1997, núna sem stjóri Newcastle en öfugt við tuttugu árum áður náði hann aldrei sama flugi þar og Keegan hafði náð. Hann stýrði þeim þó í annað sætið í deildinni og í Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili og kom Newcastle í bikarúrslit en var látin fara í upphafi tímabilsins 1999.

Eftir Newcastle tók hann við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Celtic í eitt ár en hætti svo alfarið afskiptum sínum af fótbolta í tæplega áratug.

Hann helgaði sig m.a. góðgerðarstarfsemi í nafni eiginkonu sinnar og hafa þau safnað yfir 10m í nafni krabbameins styrktarsjóðs Marina Dalglish.

Endurkoma til Liverpool

Dalglish var ekki orðin fimmtugur þegar hann hætti formlegum afskiptum af fótbolta sem er auðvitað galið. Hann fékk auðvitað fjölmörg tilboð á þessu tímabili en hafnaði þeim öllum.

Það var því orðið vel rúmlega löngu tímabært þegar Rafa Benitez fékk hann aftur til Liverpool í júlí árið 2009. Hann tók við hlutverki í akademíu félagsins og var einnig gerður að sendiherra félagsins. Eitthvað sem hann hefur reyndar verið allar götur frá 1977 hvort sem það var gert formlegt eða ekki.

Aðdragandi þess að hann kom aftur til félagsins var 20 ára afmæli Hillsborough þar sem hann talaði opinskátt um málið í heild sinni og þau áhrif sem það hafði haft á hann og eins var hann með erindi á minningarathöfninni það árið.

Eftir að Benitez var látin fara árið 2010 var Dalglish einn af þeim sem félagið ráðfærði sig við. Hann vildi starfið sjálfur en ullarhattarnir sem áttu félagið á þeim tíma réðu eilífðarlúserinn Roy Hodgson frekar.

Stuðningsmenn Liverpool áttuðu sig fljótt á að það væri galið að hafa Roy fokkings Hodgson sem stjóra Liverpool á sama tíma og King Kenny Dalglish væri starfandi hjá félaginu. Staðan var slæm innan sem utanvallar og alveg ljóst hvorum stuðningsmenn Liverpool treystu í slíkum aðstæðum. DALGLISH fór fljótlega að heyrast úr stúkunni, hátt og skýrt.

Hatur á Roy Hodgson sameinaði sundraðan hóp stuðningsmanna Liverpool og líklega hjálpaði það Dalglish töluvert að taka við af honum frekar en Rafa Benitez sex mánuðum áður. Enn á ný var Dalglish komin við stýrið þegar ástandið var sem verst og því var vel fagnað meðal stuðningsmanna félagsins.

Það áttuðu sig líklega allir á að Dalglish var ekki hugsaður sem framtíðarplan nýrra eigenda félagsins, ekki frekar en Roy Hodgson reyndar. Hodgson var bara svo lélegur að þeir gátu ekki haft hann þar til búið var að finna arftaka og móta stefnuna.

Hver veit hvað Liverpool undir stjórn Dalglish hefði gert árin sem Brendan Rodgers fékk, Liverpool vann sinn fyrsta titil í sex ár undir hans stjórn þó vissulega hafi það bara verið deildarbikarinn. En það var gott að hann hafi tekið við keflinu aftur eftir brottförina 1991 og er ennþá svona stór partur af félaginu.

Það er auðvitað svartur blettur á sögu félagsins að Dalglish hafi verið látin fara á sínum tíma en sömu eigendur hafa leyst vel úr þeirri stöðu og haldið honum hjá félaginu sem áberandi parti af klúbbnum og núna síðast nefnt eina af fjórum stúkum Anfield eftir honum. Reyndar mistök að tala um Sir Kenny Dalglish Stand, ætti allan daginn að vera King Kenny Stand, hann hefur aldrei verið lækkaður í tign meðal stuðningsmanna Liverpool.

Sir Kenny Dalglish

Konungsfjölskyldan aðlar fólk eftir ráðleggingum frá stjórnvöldum og líklega gefur engin hópur í breska samveldinu minna fyrir Sir nafnbótina en Scousers. Hugmyndin er að heiðra þá sem staðið hafa framúr á einhverju sviði í samfélaginu og þetta er í vissum kreðsum talinn vera mikill heiður en það er rosalega fróðlegt að skoða lista yfir þá sem hlotið hafa nafnbótina undanfarin 30-50 ár og hugsa svo til þess að hvorki Bill Shankly eða Bob Paisley hafi talist verðugir, leiðtogar Liverpool á sjöunda og áttunda áratugnum. Þvílík tilviljun.

Það er hálf fyndið að það hafi tekið til 2018 að heiðra Kenny Dalglish með þessum hætti. Enda erfitt fyrir stjórnvöld sem unnu í áratugi gegn þeim sem börðust fyrir réttlæti í kjölfar Hillsborough að heiðra aðalmann Liverpool frá þeim tíma fyrir að hluta til viðbrögð hans við þessum sama harmleik.

While the committee that draws up the Honours List is entirely separate from the Government, their assessments are submitted to the Queen through Prime Minister Theresa May, and Liverpool fans would feel that Dalglish is not in need of a stamp of approval from them.

Dalglish þakkaði líka þremur þjálfurum þegar hann tók við nafnbótinni í Buckingham höll, Jock Stein, Bob Paisley og Bill Shankly. Allt menn sem verður að teljast fáránlegt að hafi ekki verið aðlaðir. Það segir líka kannski eitthvað um Bill Shankly og stöðu hans hjá Liverpool og í skoskum fótbolta að Dalglish hafi minnst á hann við þetta tilefni, Shankly hætti sem stjóri Liverpool þremur árum áður en Liverpool keypti Dalglish.

“All I can say is that from my own point of view I am definitely no more deserving of an accolade like this than Jock Stein, Bill Shankly and Bob Paisley were. I am just fortunate enough to be in the right place at the right time and I would like to dedicate this honour to them because without the standards that they set at Glasgow Celtic and Liverpool, individuals like myself would not have been able to thrive as much as we did.”

Liverpool breytti nafni Centenary Stand (áður Kemlyn Road Stand) í Sir Kenny Dalglish Stand í sömu viku og hann var aðlaður af Kalla Bretaprins. Fyndið enda löngu búið að krýna King Kenny bæði í Glasgow og Liverpool á meðan hinn er ennþá að bíða eftir sinni tign sem hann fékk í vöggugjöf.

 

11 Comments

 1. Sldeilis frábær samantekt à lífi King Kenny. Takk fyrir.

  12
 2. 19.september 1979 fór ég leik Vals og HSV á Laugardalsvellinum. Í liði HSV voru meðal annarra Manfred “Manny” Kaltz og Horst Hrubesch. Ekki var ég mættur þarna til að horfa á þessa þýsku landsliðsmenn heldur leikmanninn sem var valinn Knattspyrnumaður Evrópu 1978. Sjálfum Kevin Keegan. Keegan var á hægri kantinum og rakti boltann nánast eftir hliðalínunni. Horst Hrubesch skoraði tvö í 0-3 sigri HSV.
  12.ágúst 1984 fór ég á leik KR og Liverpool á Laugardalsvellinum. Í liði Liverpool voru Bruce Grobbelaar, Phil Neal, Alan Kennedy, Alan Hansen, Gary Gillespie, Ronnie Whelan, John Wark, Kenny Dalglish, David Hodgson, Michael Robinson og Ian Rush. Í seinni hálfleik komu þeir Mark Lawrenson, Steve Nicol og Sammy Lee inná.

  13
  • Ég fór á KR-Liverpool (2-2) í dalnum líka. Það var mikil upplifun fyrir mig enda hef ég verið grjótharður púllari síðan ég var fimm ára. Var reyndar svekktur að sjá ekki mína menn leggja KR-ingana en þetta var bara æfingaleikur 🙂

   YNWA!

   3
 3. Sælir fæelagar

  King Kenny Var alltaf miin maður hjá Liverpool en ég fylgdist með honum allan þann tíma sem hann lék með liðinu. Á því má sjá að ég hefi fylgst með þessu liði nokkuð lengi. Sú röðun hefur í sjálfu sér ekkert breyst og hann er alltaf fremstur meðal jafningja í mínum huga. Takk fyrir frábæra samantekkt Einar Matthías.

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
  • Sammála enda hefur þessi eðalmaður sýnt það í verki hversu ótrúlega sterkur Liverpool-maður hann er í raun og veru, þrátt fyrir að vera frá Glasgow. Það sem við, púllarar, þurfum að passa upp á er að hafa alltaf Skota í liðinu okkar, því þá vinnum við deildina.

   Þeir sem hafa séð þáttaröðina á Netflix, The English Game, sjá að Skotarnir voru miklir frumkvöðlar í fótboltanum. Frábærir þættir og fræðandi um þetta frábæra sport.

   7
 4. ég er að mörgu leyti virkilega ánægður með þessa síðu en er ekki kominn tími á að gera eitthvað til að koma í veg fyrir spam-komment sem hafa sést fáránlega oft á þessari síðu og linkað á vafasamar síður.

  5
 5. Sammála Páló, þessir spam linkar eru óþolandi.
  Annars þá er búið að rekja 41 andlát til leiksins þegar A. Madrid sparkaði okkur út úr meistaradeildinni. Maður fær bara hroll við tilhugsunina.

  1
 6. Timo Werner með þrennu i dag….orðin hávær umræðan að hann komi til okkar….væri gaman að heyra frá kop mönnum vangaveltur um félagaskipti hjá okkar mönnum í sumar…..

  3
  • Skoðaði öll mörkinn sem Timo hefur skorað i þýsku deildinni allar útgáfur jafnt með vinstri sem hægri þó réttfætur sé og flott skallamörk eldfljótur og tekur vel við bolta bring him on…

   4

Mættir á Melwood – Tvöfalt Pre-Season

Gullkastið – Istanbul var Priceless