Liverpool er líka á siglingu utan vallar

Auðvitað helst þetta í hendur að einhverju leiti en það er sannarlega ekki bara innanvallar sem Liverpool er á blússandi siglingu því að rekstur félagsins hefur líklega aldrei verið eins heilsusamlegur og hann er núna. FSG eru að vinna ekki síður magnað starf en Jurgen Klopp og hans menn.

Deloitte birti í dag sinn árlega peningalista yfir tekjuhæstu félögin í knattspyrnuheiminum. Liverpool er þar búið að endurheimta sjöunda sæti sem er sama sæti og félagið var í byrjun síðasta áratugar. Það hefur því tekið tíu ár að rétta af tíma Hicks og Gillett og m.v. hversu hratt tekjur Liverpool hafa verið að aukast er ljóst að félagið ætti með réttu að vera enn ofar á þessum lista og verður það líklega fljótlega.

Spænsku risarnir eru að mestu bara í samkeppni við hvorn annan heimafyrir og tróna að vanda á toppnum þó það sé áhugavert að Barcelona er komið í efsta sætið núna. Man Utd er áfram tekjuhæsta félagið á Englandi en annað ár utan Meistaradeildarinnar gæti séð bæði Liverpool og City fara fram úr þeim.

Við skulum samt ekkert taka það út úr jöfununni hversu fáránlegt að Man City teljist með á þessum lista enda ljóst að tekjustreymi þeirra er ekki sambærilegt og hjá hinum ensku liðunum, ekki nema það sé svona rosaleg sala á varningi félagsins í Abu Dhabi, það búa alveg næstum því 500.þúsund innfæddir í Sameinuðu Arabísku fyrstadæmunum!

PSG er auðvitað jafn mikil vitleysa þó þeir búi líklega að mun stærri aðdáendahópi, helstu keppinautar Abu Dhabi að dæla peningum í þá.

Tottenham er í fyrsta skipti tekjuhæsta liðið í London á undan Chelsea á meðan Arsenal er í 11.sæti og West Ham í 18. sæti.

Liverpool datt út af topp tíu listanum árið 2014 eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti enn eina ferðina tímabilið 2012/13. Síðan þá hefur FSG hægt og rólega tekist að snúa rekstri félagsins við og náð að virkja miklu betur þá ótrúlegu og illa nýttu tekjuauðlind sem vörumerkið Liverpool er.

Bilið í Manchesterliðin er líka að fuðra upp, eitthvað sem hefði verið ótrúlegt bara fyrir 1-2 árum

Síðan Jurgen Klopp tók við Liverpool hafa tekjur félagsins aukist um 76%, en þær voru £302m. Jurgen Klopp á vissulega risastóran þátt í auknum tekjum á leikmannamarkaðnum einnig líkt og farið var yfir í síðustu viku.

Á sama tíma hafa tekjur Man Utd aukist um 22% og Man City um 37% Komum einmitt inná það líka um daginn að Pep Guardiola er ekki búinn að eyða nema 86% meira í leikmannakaup nettó en Jurgen Klopp síðan þeir komu til Englands. Veitir reyndar ekkert af.

Það munar núna £100m á Liverpool og Man Utd í stað £213m áður en Liverpool er nánast jafnt því sem Man City er að gefa upp sem tekjur.

Deloitte dregur ekkert úr því hversu mikilvægt er að vera með í Meistaradeildinni og hvað þá að ná árangri þar

“The impact of participation and performance in Uefa club competitions on revenue is evident in London and the North West, with the rise of Liverpool, Manchester City and Spurs driven by reaching the Champions League knockout stages.

“The relative decline of Arsenal is a direct result of not participating in the competition for a second consecutive season, a fate that may also befall Manchester United.”

Það er nokkuð ljóst að Man Utd mun ná sér á strik aftur og eru ekkert að fara af þessum lista þó þeir gætu á næstu 1-2 árum misst efsta sætið á Englandi í fyrsta skipti. Arsenal og Tottenham gætu átt erfiðara með að vera utan Meistaradeildarinnar. Chelsea er svo eins og litli bróðir Man City og PSG – bróðir frá annarri móðir ef svo má segja, enn eitt olíufélagið.

22 Comments

 1. Þetta eru góðar fréttir og þær eiga bara eftir að verða betri á næstum árum.
  Ástæðan yfir því að Liverpool mun líklega taka framúr Man utd innan 3 ára í þessu. Fyrir utan að þessar tölur eru byggðar á síðasta tímabili og er strax líklegt að Liverpool sé í þessum töluðu orðum búnir að minka þetta bil enþá meir.

  1. Liverpool liðið eru með góðan grunn og kominn mikil stöðuleiki. Það er líklegt að liðið verður í meistaradeildinni næstu árinn og berjist um flesta stóru bikara innan lands sem utan. Þetta hefur mikla tekjur fyrir liðið.

  2. Liðið er alltaf að verða stærra og stærra í alþjóðlegu samhengi og að kaupa frægan leikmann frá Asíu á eftir að hjálpa liðinu mikið á því svæði.

  3. Stækkun Anfield. Það er á plönum að stækka völlinn enþá meir og það er eitthvað sem segir manni að þau sæti verða vel fyllt og þær framkvæmdir verða fljótar að borga sig og komast í plús.

  Staðan á Enskudeildinni fjárhagslega hefur sjaldan verið eins góð en á top 20 listanum eru Man utd, Man City, Liverpool, Tottenham, Chelsea, Arsenal, West Ham og Everton og er sú deild einfaldlega að verða sterkari

  Því miður snýst nútamafótbolti mikið um penninga og er það bara partur af leiknum. Maður mann þá tíð þar sem maður hafði ekki hugmynd um hversu ríkir Liverpool og maður vissi ekki alltaf hverir væru eigendur annara liða og þetta snérist nú bara um að þekkja leikmenn en núna veit maður hverir eiga þessi lið og oft hvaða kallar eru milli liðir í leikmannakaupum félaga og hvar fjármagn liðana kemur.
  Það er stundum fagnað meira hjá stuðningsmönnum liðana þegar ríkir eigendur mæta á svæðið með olíu penning heldur en þegar lið kaupir nýjan framherja.

  Staðan er samt þannig að Liverpool eru virkilega sterkir innan vallar og ekki síðri utan vallar en þetta helst oft í hendur.

  YNWA

  11
 2. Ef eitthvað er að marka samninginn sem Liverpool gerði við NIke – þá tel ég líklegt að tekjur liðsins hækki mjög ríflega á næsta ári. Liverpool er það stórt nafn á heimsvísu og margir sem halda með liðinu að bolasala ætti að vera þónokkuð á næstu árum. En eins flestir vita þá fær Liverpool 20% af bolasölu eða svo segir sagan.

  Reyndar skildi ég aldrei afhverju ekki einhver moldríkur maður reyndi að kaupa annað hvort Man und, Liverpool eða Arsenal í stað þess að kaupa klúbba eins og Man City eða Chelsea. Það eru langmestu tekjumöguleikarnir með sögufrægum liðum vegna aðhangenda og er FSG að njóta góðs af því núna.

  5
  • Sammála. Held reyndar að LFC hafi sagt nei við nokkrum sykurpöbbum.

 3. til menn geri sér grein fyrir hvað þetta er sturlaður samningur við nike þá þarf ekki nema 3.4m manna versli nike liverpool varning fyrir 100 pund hver þá fær liverpool 100m punda úr þessum nike samning, ég efast ekki um að liverpool selji 4-5m teyja á ári ef ekki meira, ég er vissum að þeir myndu selja 1m af markmannstreyjum ef þær væru til í dag.

  4
  • Þetta er samt aðalatriði fyrir mér sem ég ætla rétt að vona að Nike lagi. New Balance hefur verið ömurlegt (ef að sökin er þeirra).

   Það er eins og Liverpool vilji ekki selja þær vörur sem eru vinsælar. Markmannstreyjan og derhúfan hans Klopp góð dæmi. Gjörsalega ótrúlegt hversu oft það er ekki til sem manni langar í á heimasíðu félagsins, sérstaklega vinsælar vörur eru nánast aldrei til.

   Eins er ekkert boðið upp á að panta og fá sent þegar varan kemur aftur, nei þetta er bara uppselt og vörustjórinn okkar er fullkomlega staurheimskur, sorry.

   Þetta er btw sama gagnrýni og hefur fylgt félaginu frá því Úrvalsdeildin var stofnuð og er bara alls ekkert í eins góðu lagi og maður myndi ætla að væri mögulegt.

   8
   • þetta vandamál er útaf new balace, þeir ráða ekki við þessa eftirspurn meðann nike fer létt með þetta.

    4
   • Einar svo við tölum ekki um hálsklutinn sem klopp er með fyrir andlitinu á öllum leikjum, var í liverpool um daginn og ekki til í neinni búð og allstaða sagt að þetta hefði ekki verið til lengi og þeir vissu ekkert hvenær þetta kæmi aftur . Ein stelpan sagði að þeir gætu selt sennilega nokkur þusund stykki af þessu á dag svo mikil væri eftirspurningæ og sagði þetta algerlega new balance að kenna og sagði að þetta ætti að lagast með nike eða það hefði starfsmenn heyrt frá yfirmönnum félagsins .

    3
   • Hvað ætli yngstu börnin í Asíu séu gömul sem eru að sauma þetta fyrir Nike (handa okkur)? Bara svona hin hliðin…

    5
   • Held að það séu margir sem hafa sögu að segja varðandi varning sem ekki hefur verið til þegar til Liverpool er komið, var á Liverpool vs Chelsea í fyrra og þá langaði mig og þeim sem voru með mér í fjólubláu treyjuna en hún var ekki til og okkur sagt að hún komi ekkert aftur og þá að sjálfsögðu ætlaði ég að láta vaða í rauðu enn viti menn nei bara gráa treyjuna ég endaði með að vera bara í minni gömlu en var að sjálfsögðu drullu fúll og það sást í andlitum 100 annara sem fóru þarna um að þeim var ekki skemmt en stemmninginn á leiknum og markið sem Salah skoraði bjargaði deginum svo um munaði.
    Nike á ekki eftir að klikka á þessu nema þá helst að treyjusala verði svo svakaleg að um einhver áratuga heimsmet í treyjusölu verði sleginn og þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem hægt er að samgleðjast með klúbnum með og peningar flæða inn sem aldrei fyrr.

    YNWA.

 4. Arghh! Nú að færa Afríkukeppnina aftur yfir á janúar. Sem þýðir að Keïta, Mané og Salah verða allir frá í fjölda leikja í janúar 2021! Þetta gæti einfaldlega þýtt minni áhuga á afrískum leikmönnum yfir höfuð í framtíðinni, því ekkert lið í toppbaráttu vill standa frammi fyrir svona höggi árlega.

  3
 5. Sælir félagar

  Þetta með treyjusöluna hlýtur að lagast verulega með Nike samningunum. Þeir eru öllu vanir í þessum bransa og munu sjá hag sinn í því að eiga nóg af öllu. Eins og bent er á gæti þetta þýtt yfir 100 millur punda fyrir vikið. Svo er þetta Afríkudæmi. Það getur farið svo að félög selji leikmenn frekar en missa þá svona lengi á miðju tímabili þegar allt er undir. Líklega yrði Nabi Keita seldur frá Liverpool og ef til vill fleiri. Þetta hefur nefnilega verið tíminn sem er okkur hvað erfiðastur árum saman þar til nú.

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
 6. Fott grein nema þú vanmetur City fullkomlega. Það er alltaf sagt að best sé að þekkja óvini sína sem best. Þú þarft að eitthvað að skoða betur þessi mál það er ekki 2011 í dag.
  Ef þú tekur Etihad samninginn út (45 mills á ári )þá eru enn eftir 185 miljónir á ári í auglýsingar tekjur.
  Það er roslega einfalt að segja alltaf City svindlar þeir ættu ekki að vera með neinar tekjur,
  þeir eiga enga aðdáendur.
  En eftir stendur að meðal aðsókn er 54.000 og Puma , Nissan , Nexen Tier og Marathonbet væru ekki að gera auglýsinga samninga ef hlutirnir væru svona eins og oft er haldið fram.
  Kínverskir og Amerísk félög hafa keypt hlut í eignarhaldi félagsins 13 og 10 % hlut og verðmæti félagsins er núna rúmur miljarður punda en var keypt á 200miljonir give or take.
  Þessar fjárfestingar hefðu ekki átt sér stað ef þetta væri bara eitthvað rusl félag.
  Og ekki má gleyma að City hefur verið sigursælasta félag í Englandi síðasta áratug það skiptir máli.

  Sú rannsókn sem nú stendur yfir er út af Etihad samningum að eigandinn hafi borgað hluta af honum sem sagt einhver 35 miljón á ári ca þetta er síðan 2013. Enn hefur ekkert sannast á þá og mun þetta bara koma í ljós UEFA eru búnir að rembast við að finna eitthvað, en ennþá hefur ekki verið hægt að sanna neitt á þá.

  Auglýsinga tekjur City eru 230 miljónir á ári hvernig útskýrir þú það bara svindl ?
  Match day er 55 hjá City en hjá Liverpool er það 85.
  City mun aldrei verða jafn stórir og Liverpool eða United það er enginn að halda því fram.
  City hefur gjörbreytt stefnu sinni í fjármálum síðan 208-2011 og hafa nú síðustu ár sýnt fram á hagnað ekki mikið síðastu 2 ár voru það ca 10 miljónir bæði árin.

  Peningum er ekki lengur dælt inn í félagið þeir hafa meira segja tekið lán með veði í TV peningum til kaup á leikmönnum og borgað það svo strax árið eftir. Þetta er allt hægt að finna á netinu ársreikninurinn er á netinu opinn öllum.

  Nú segir sumir haha voða er hann einfaldur þessi og ég skil vel að það er auðvelt að halda því fram og er ekki ætlunin að breyta þeirri skoðun ykkar en þetta er staðan og Google , kaffibolli og smá tími getur alveg sýnt fram á það.
  p.s
  Ég er alveg sammála Einari í hinni greininni um Pep vs Klopp. Klopp og Liverpool fá 10 í einkunn varðandi innkaupastefnu og allir vita að City hafa eitt miklu mun meira í leikmenn enginn er að halda öðru fram þannig að vel gert og svo langar mig fyrir hönd City samfélagsins að óska ykkur innilega til hamingju með liðið ykkar , Klopp og verðandi Englasmeistara titil þið eigið hann skilið.

  19
  • Gaman að sjá skrif stuðningsmanna annarra liða inn á síðunni. Eins að farið sé yfir málin eins og þau eru af heiðarleika og virðingu fyrir öðrum klúbbum. Alvöru Liverpool aðdáendur virða aðra klúbba mikið og það sem þeir eru að gera. Ef maður skoðar þetta raunsætt þá sér maður það alveg að ekki er auðvelt fyrir önnur lið keppa við Liverpool td í almennum vinsældum út um allan heim. Eins á sjálfsagt við um Barcelona, Real M og MU. Menn lifa nefnilega líka á fornri frægð í knattspyrnunni, hefðinni og sögunni ásamt góðum árangri dagsins í dag. Þetta er í blóðinu hjá fólki, eins og í Liverpoolbæ, að fylgja sínu liði er lífið sjálft en ekki einhver dægurfluga. Góðar stundir.

   9
  • fullkomlega eðlilegt að city sé með auglýsingasamning við ferðaráð Abu Dhabi, símfélagið, bankann, sundlaugina, flugfélagið og verktakafyrirtæki þar í landi…

   Eina ástæðan fyrir því að þetta er ekki augljós milifærsla er að það eru reglur sem er framfylgt.

 7. Taka lán og borga það árið eftir.. hvað sannar lántaka og afborgun láns? Ekkert, hvaðan komu peningarnir til að borga lánið?

  Og já auglýsingatekjur koma frá Abu Dhabi.

  Man City plays in Etihad Stadium and the team’s jerseys are likewise sponsored by Etihad. The Abu Dhabi airline is led by Mansour’s half-brother. The Abu Dhabi telecommunications company Etisalat and the Abu Dhabi tourism authority also advertise with the club. So too does the Abu Dhabi investment firm Aabar, which owns stakes in UniCredit and Virgin Galactic.

  English football has never seen investments of this size. And the true numbers in an internal analysis compiled by club leadership are explosive. They come from a document titled “Summary of Owner Investment” dated May 10, 2012, three days before Sergio Agüero’s decisive goal. By this time, the management installed by Mansour had been with the club for just three years and eight months — and they calculated that the owner from Abu Dhabi had already invested 1.1 billion pounds, around 1.3 billion euros, in the club. One section of the document is particularly consequential. It bears the heading: “Supplement to Abu Dhabi partnership deals.”

  https://www.spiegel.de/international/manchester-city-exposed-bending-the-rules-to-the-tune-of-millions-a-1236346.html

 8. Èg hvet City menn að Googla Man City og Der Spiegel!

  Mjög góð umfjöllun um svindl oliuliðsins.

  3

Gullkastið – Hvellsprungið á rútunni

Upphitun: Rauðu djöflarnir á Anfield