Byrjunarliðið gegn Salzborgurum klárt

Nú þegar aftakaveður skellur á landinu og rauðar viðvaranir komnar í gildi, er gott að hlamma sér á sófa með kaffi og popp og fylgjast með okkar rauðu hetjum etja kappi við Red Bull Salzburg. Menn sem hafa verið vel hvíldir í síðustu leikjum koma aftur inn í byrjunarliðið og má ætla að þetta sé sterkasta byrjunarlið Liverpool.

Ég er ekki viss hver af miðjumönnunum verður settur í “Fabinho-stöðuna.” Strákarnir voru á því í hlaðvarpi gærdagsins að það yrði Keita ef hann spilaði. Mér finnst líklegra að það verði Hendo en við komumst að því eftir klukkutíma eða svo.

Til að verja vígið í Austurríki tefla heimamenn fram þessu liði:

Image

Það er ekkert leyndarmál að þetta er stærsti leikur í sögu Salzburg, með sigri ná þeir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn. Ég spái samt Liverpool að sjálfsögðu 3-2 sigri! Nú er bara  að binda niður allt sem gæti fokið, loka öllum gluggum og passa að það sé heitt á könnunni og/eða kaldur í ísskápnum!

YNWA!

52 Comments

  1. Vonandi ná leikmenn betur saman heldur en kaffi og popp. 3-2 fyrir Lpooool

    7
  2. Lykillinn að góðum úrslitum er að við náum að halda hreinu. Vona að það gangi eftir og að við hér fyrir norðan höldum rafmagni út leik 🙂 Annars flott lið og ég held að Keita sé varnarsinnaður miðjumaður, eða þá að þeir skiptist á hann og Hendó. Koma svo LFC ! !

    4
  3. Úff, er drullustressaður fyrir þessu. Braut regluna mína að veðja aldrei á Liverpool leiki í einhverju bríaríi áðan og það fyrir leik sem Liverpool dugar jafntefli.. en jæja. Það er amk okkar sterkasta lið sem mætir til leiks og þeir vonandi bara rúlla yfir koffínkappana frá Salzburg

    2
  4. Gæti kostað okkur að Sala skyldi ekki nýta þetta dauða færi í byrjun.

    1
    • Eða dauðafæri nr 2 sem hann var að brenna af núna rétt í þessu. Vonandi verður þetta ekki dýrt fyrir okkur.

  5. Við erum eitthvað stresaðir yfir þessari byrjun hjá þeim. Alisson í góðu formi í markinu, nú þurfum við að fá þá þrjá fræknu frammi til þess að nýta færin sín. Napoli strax komið yfir.

    1
  6. Þetta er hörkuleikur og mikið af færum á báða bóga og mjög opinn leikur í gangi. Þetta Salzburg lið er ansi gott og maður er smá stressaður hérna. Miðað við þessa byrjun er maður ekki bjartsýnn á hreint lak/blað en vonar það besta. Koma svo rauðir!

    YNWA

  7. Rosalega er þetta skemmtilegur leikur. Og sveimérþá ef Keita er ekki bara að verða að Liverpool leikmanni.

    2
    • Mér finnst einmitt Keita frekar sheiky, frábær í sókn efast enginn um það en ekki besti varnarmaður í heimi….ennþá

      2
      • Finnst hann miklu meiri þatttakandi í spilinu og skilja betur hlaupin. Og í raun bara óheppinn að vera ekki búinn að skora.

        1
  8. Salah er ekki alveg að finna sig, hvað er hann að taka aukaspyrnuna ? TAA á þær þarna.

    2
  9. Alveg ótrúlegt hvað Salah er orðinn lélegur finisher. Eins og hann var nú stórkostlegur fyrir bara 1-2 árum.

    Inn með Origi eða Ox. Báðir mun heitari þessa dagana.

    Ekki misskilja mig samt. Ég gjörsamlega elska Salah. En hann þarf hvíld. Almennilega hvíld.

    5
    • Hann lagði nú bara upp og skoraði í síðasta leik, það er ekki lengra síðan, og fékk hvíld í leiknum á undan. Hann er vissulega ekki að klára færin vel í þessum leik en hann er að koma sér í færi og er að spila menn í gegn eins og Keita þarna undir lokin á hálfleiknum.

      2
      • Það vantar mikið upp á færanýtinguna hjá honum. Það sjá allir sem vilja.

        Svo gef ég ekkert fyrir það að menn “komi sér í færi” ef þau eru ekki nýtt.

        Að mínu mati þarf hann mun meiri hvíld heldur en bara einn leik.

        Við erum með glorhungraða Origi, Ox og Shaqiri sem bíða bara eftir tækifærinu.

        2
      • Það er samt jákvætt að hann sé í færum heldur en að vera týndur eins og Bobby kallinn Firmino sem hefur varla snert boltann inni í vítateig andstæðinganna. En auðvitað á Salah að vera búinn að nýta eitthvað af þessum færum hann hefur verið ansi klaufskur fyrir framan markið. En ég myndi miklu frekar taka Firmino útaf heldur en Salah þar sem að hann er í færunum en ekki Bobby.

        1
      • Bobby er ákveðinn týpa af leikmanni sem er ólýsanlega mikilvægur okkar leikstíl. Þannig að ég er ekki sammála þér. Ég myndi nánast aldrei taka Bobby út af, á meðan hann er heill.

        En ég virði þína skoðun og bara gaman ef menn eru með mismunandi skoðanir án þess að vera í skítkasti.

        2
  10. Hvað er Robertson búinn að eiga margar sendingar á andstæðing, hann er að koma svona hryllilega upp um sig. En frábær leikur, fullt af færum og hálffærum

    1
    • Koma upp um sig? Hann er búinn að vera stórkostlegur fyrir Liverpool og ótrúlega mikilvægur í frábærum árangri liðsins undanfarin ár. Hann virkar kannski þreyttur eins og nokkrir aðrir, og ekki ólíklegt það sé málið. Ekki myndi ég skipta hinum út fyrir nokkrun annan í þessari stöðu. Líka frabær karakter að manni sýnist.

      12
  11. Verðum að nýtta færin okkar betur. Þetta er ekki leikur sem býður upp á mikið af mistökum.

    p.s. er en að bíða eftir vondaveðrinu hérna uppi á Rjúpnahæð í kópavogi

    2
  12. Salah klára þetta, þetta er einn svakalegasti leikur sem ég hef horft á….

  13. Menn hérna búnir að kvarta mikið undan Salah en þvílíkt mark hjá kappanum! Hann þarf greinilega langa hvíld;)

    3
  14. Ok Salah, þetta var stórkostlegt. Meira svona! Ég er alltaf tilbúinn í sokkaát.

    5
  15. Ef að ég ætti hatt myndi ég taka hann að ofan fyrir þessu Salzburg liði. Sprækt og skemmtilegt lið sem er búið að gefa okkar mönnum tvo hörkuleiki og leiðinlegt fyrir þá að komast ekki áfram í 16 úrslit.

    Okkar menn að sigla þessu heim í hörkuleik en gæðin hjá Liverpool skína í gegn hérna í lokin og okkar menn vinna riðilinn sem gæti verið mikilvægt upp á framhaldið. Þessi leikur hefði auðveldlega getað farið svona 6-8 ef menn hefðu verið á skotskónum og flott ef við náum að halda búrinu hreinu í svona opnum leik.

    YNWA

    2
  16. Sæl öll

    VÁ!!!!ÞVÎLÍKUR SEINNI HÁLFLEIKUR HJÁ LIVERPOOL… SPILUÐU EINS OG SANNIR MEISTARAR. Salzburg á ekki séns.

    3
  17. Svo væri ágætt fyrir kæru takkaborðshamrara og bíða með að ausa úr skálum reiðar sinnar þar til að leiki er lokið,læra að anda með nefinu og taka Pranayamaæfiingar eða fá sér eina róandi.

    Við erum mögulega að verða vitni af besta liði sem LIverpool hefur nokkurn tímann átt. Þeir hafa þegar áunnið sér þann heiður með því að hafa skilað Evrópumeistaratitli,komist tvívegis í úrslit Meistaradeildar og náð meiri stigum í deildinni en sjálfur Ferguson náði nokkurn tímann með Man Und.

    Ég var sjálfur pirraður í hálfleik yfir spilamennskunni í hálfleik. Velti fyrir mér hvort Salzburg væri svona djöfulli gott lið eða að Liverpool er komið með eitthvað lag á að spila ekki á meiri orku en þeir þurfa til að vinna leiki.

    Ég er reyndar á því að það eru 4-5 leikmenn hjá Salsburg sem gætu hæglega spilað fyrir stór lið í Evrópu. Þetta er drullugott lið. Það er ekki bara þessi norski framherji. Asísku leikmennirnir voru líka drullugóðir og í raun enginn liðinu sem var endilega eitthvað veikur hlekkur. Gott lið í fantagóðu formi. Enda stóðu þeir í Evrópumeisturunum og féllu úr keppni með sæmd.

    2

Gullkastið – Vendipunktur?

Liverpool 2 – Salzburg 0! (Uppfært)