Besta úvalsdeildarlið Liverpool

Fyrir einu og hálfu ári var spurningin hvort liðið sem þá var á barmi þess að tryggja sér farseðilinn til Kiev væri besta lið Liverpool í samanburði við liðin sem telft hefur verið fram í úrvalsdeildinni. Þetta er ekki nokkur spurning lengur en hversu margir af fyrrverandi úrvalsdeildarleikönnum liðsins kæmust í núverandi lið?

Þetta er auðvitað matsatriði hjá hverjum og einum, svona væri mitt lið:

Markmenn: Alisson er að mínu viti langbesti markmaður Liverpool innan þessa tímaramma og fær í raun bara samkeppni frá Pepe Reina. Árin sem þessir tveir voru ekki í markinu var Liverpool í raun alltaf að leita sér að betri markmanni.

Vinstri bakvörður: Andy Robertson er á góðri leið með að verða besti vinstri bakvörður í sögu félagsins, staða sem var til vandræða meira og minna í 30 ár áður en hann kom frá Hull. Eins er hughreystandi að valið stóð á milli hans og Ben Chillwell sem er að sýna það núna að hann hefði einnig verið flottur kostur.

Hægri bakvörður: Trent er á mjög góðri leið með að stimpla sig inn sem besta hægri bakvörð í sögu Liverpool haldi hann svona áfram, hann er í raun að breyta þeirri hugmynd sem við höfum af bakvarðarstöðunni. Spurningin er bara hvort hann haldi áfram að þróast í þessari stöðu eða færi sig framar á völlinn. Sóknarlega er hann langbesti hægri bakvörður Liverpool í úrvalsdeildinni og varnarlega er hann töluvert vanmetin. Hann er gríðarlega sókndjarfur og á að vera það, þegar hann skilur eftir sig svæði varnarlega sem óhjákvæmilega kemur fyrir finnst manni stundum gleymast að okkar bestu bakverðir fram að Trent gerðu það einnig, töluvert oftar ef eitthvað er. Hvorki Johnson eða Clyne voru sem dæmi betri varnarlega en Trent er núna, mennirnir sem skiptu þessari stöðu milli sín frá 2009-2017.

Miðverðir: Van Dijk er óumdeildur, hann er talin líklegur til að vinna Ballon d´or sem miðvörður á sama tíma og Messi og Ronaldo er ennþá í fullu fjöri. Líklega erum við farin að taka honum sem svolítið sjálfsögðum hlut sem er galið eftir að hafa horft á Liverpool leita allan áratuginn að nýjum og endurbættum Sami Hyypia.

Jamie Carragher væri fastur punktur í þessu liði rétt eins og öllum Liverpool liðum á hans tíma. Klopp myndi klárlega fíla Carragher. Þetta er samt mjög close milli hans og Hyypia að mínu mati og satt að segja held ég að Daniel Agger heill heilsu myndi passa mjög vel inn í núverandi lið. Joe Gomez hefur klárlega talent til að slá Carragher við en þarf að sýna það yfir nokkura ára tímabil.

Varnartengiliðir: Fabinho var síðasta púsluspilið sem vantaði í liðið til að landa stórum titli eftir fáránlega langa og sársaukafulla bið eftir alvöru varnartengiliði. Mascherano og Hamann áttu þessa stöðu í 10 ár, Lucas var besti leikmaður Liverpool í versta liði Liverpool áður en hann meiddist og eftir það var bara ekki keypt leikmann sem skilar þessu hlutverki nálægt því nógu vel.

Fabinho er fjölhæfari og betri sóknarlega en Mascherano og Hamann og væri að ég held í þessu liði Klopp framyfir þá báða.

Miðjumenn: Gerrard væri í öllum byrjunarliðum Liverpool frá því félagið var stofnað og eins held ég að það væri alltaf pláss fyrir Xabi Alonso. Gerrard og Alonso væru ekki best nýttir í nákvæmlega sömu skítverkum hlutverkum og Henderson og Wijnaldum sinna en hafa báðir gæði sem myndu klárlega skila þeim í byrjunarliðið. Vonandi verður Naby Keita augljós partur af svona umræðu eftir 18-24 mánuði.

Vængframherjar: Sterling og Coutinho eru tveir af dýrustu leikmönnum sem Liverpool hefur selt og báðir á besta aldri, engu að síður held ég að hvorugur þeirra kæmist í liðið hjá Klopp framyfir Salah og Mané sem voru báðir markahæstu leikmenn tímabilsins í fyrra. Sterling er samt alveg í sama klassa og enginn veit hvernig við værum að meta Coutinho í dag hefði hann treyst á Klopp og Liverpool áfram. Næstu menn úr sögu Liverpool sem kæmu til greina væru líklega McManaman og John Barnes sem var hættur að spila á kanntinum þegar úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Sóknarmenn: Firmino er gríðarlega óhefðbundin sóknarmaður og erfitt að bera hann saman við nokkra af bestu sóknarmönnum Liverpool. Mögulega væri aðlagað leik liðsins að Owen, Torres eða Fowler væru þeir á mála hjá liðinu núna en eins og Klopp spilar væri Firmino á undan þeim öllum held ég. Luis Suarez er sá eini sem gæti skilað sama vinnuframlagi og er jafnvel ennþá betri sóknarlega.


Þetta er auðvitað landsleikjahlés-leikfimi en eins og liðið er að spila núna kæmust fjórir af fyrrum leikmönnum Liverpool frá 1992 í núverandi lið að mínu mati.

9 Comments

  1. Sammála að mestu leiti en tæki alltaf Hyyppia fram yfir Carra. Elska þá báða en Finninn var betri leikmaður. Mun eilíflega vera þakklátur fyrir að hafa fengið að sjá hann skora á Anfield gegn Juve hérna um árið.

    6
    • Sammála, Sami Hyypiä kæmist í liði mitt fram yfir Carra.

      Þótt það er ekki hægt að sýna það með tölfræði, þá held ég að Sami Hyypiä var betri varnarmaður en Jamie Carragher.

      Önnur tölfræði.
      1.Oftar captain 205, Carra(91).
      2.Mörk 35, Carra(5).
      3.Fjöldi leikir fyrir Liverpool 464, Carra(737)

      Þ.e. Sami Hyypiä var að gera meira en bara að spila vörn.

      1
      • Ástæðan fyrir Carra fram yfir Hyypia

        Ég hef aldrei séð leikmann eins Carra sem var eins ástríðufullur fyrir Liverpool. Hann fór þetta mikið á kraftinum en ekki síður þekkingu á leiknum en menn töluðu um að hann talaði bara um fótbolta, hann hugsaði bara um fótbolta og hann fylgst bara með fótbolta. Sóknarmenn hugsuðu sig tvisvar um hvort að þeir vildu fara í einvígi við Carra því að hann lét þá finna fyrir því og um leið og menn fara að hikka þá er hálfur sigur unnin.

        Framlag Carra var ekki mælt í mörkum sem hann skoraði(þá væri hann líklega með þeim lélegir) heldur var það mælt í drifkraft og ástríðu. Hann var leiðtoginn í varnarleik Liverpool og var sífelt öskrandi á menn og stilla þeim upp, hann hafði þau áhrif á leik liðsins að engin komst upp með að leggja sig ekki fram fyrir liðið sem var honum svo kært og þess vegna velur maður Carra fram yfir Hyypia.
        Hyypia fyrir mér er með líkari stíl og Dijk með þessa rólegu yfirvegun en stundum þurfa lið að hafa einn harðjaxl og með Dijk/Carra í miðverðinum þá held ég að það væri hinn fullkomna blanda.

        p.s Dýrka þá báða 🙂

        1
  2. Það er merkilegt að eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Ballon d’or er rétt nefndur í framhjáhlaupi, orðspor hans hefur ekki elst vel. Einnig tók ég eftir því þegar ég renndi yfir vinningshafalistan að Luis Suarez vann gullboltann árið 1960.

    • Hvor væri á undan í þitt lið á hátindi ferilsins, Owen eða Suarez? (eða Owen eða Firmino)?

      Persónulega er Fowler líka á undan hjá mér en ég held að munurinn á Suarez og Firmino vs hinir tveir er sá að samherjar þeirra væru ekki eins góðir fyrir vikið.

  3. Macherano inn fyrir Fabinho og þá erum við góðir en sá síðarnefnda verður bara betri.

  4. Ætli Alan Hansen (hætti 1991) komi nokkuð til greina þar sem lenska hefur verið að telja að engin knattspyrna hafi verið leikinn á Englandi áður en úrvalsdeildin var stofnuð. Ef lið allra tíma væri valið þá myndu Hansen, Rush og Dalglish alltaf vera í liðinu alveg sama hvað leikmenn væri miðað við.

    8

Gullkastið – Innkastið

Liverpool – Everton derby á Anfield