Gullkastið – Þetta eru allt bananahýði!

Nýr heimavöllur Kop.is – Sport og Grill Smáralind

Sigurinn á Chelsea var sá besti það sem af er þessu tímabili og fær andstæðingurinn í þeim leik ekki mikið minna svigrúm í þætti vikunnar. Tókum einnig umræðu um helstu keppinauta Chelsea í vetur og veltum fyrir okkur hvort þetta sé flokkað sem topp sex mikið lengur?
Mk Dons og Sheffield eru verkefni vikunnar og að lokum spáðum við aðeins í FIFA verðlaunaafhendinguna sem var í gærkvöldi, þar átti Liverpool gott kvöld.

Einnig kynntum við til leiks nýjan samstarfsaðila Kop.is og heimavöll okkar á þessu tímabili, Sport & Grill í Smáralind. Sport og Grill er nýtt nafn á O´Learys sem hefur verið í Smáralind undanfarin ár en áfram í eigu sömu aðila og á sömu kennitölu. Þeir fá frjálsari hendur með sitt eigið concept og ætla að bjóða upp á alvöru sportbar og eru auðvitað fleiri en bara stuðningsmenn Liverpool velkomnir. Eigendurnir eru engu að síður auðvitað púllarar og verður þetta heimavöllur Kop.is í vetur. Hvetjum auðvitað alla til að kíkja þarna inn, það er vægast sagt nóg af bílastæðum og allar helstu samgöngur ganga beinustu leið í Smáralind. Nema hvað.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur:SSteinn og Maggi Þórarins (Beardsley)

MP3: Þáttur 254

Kop.is á Facebook og Twitter – Endilega fylgið okkur þar líka.

Ein athugasemd

  1. Dýrka hlaðvörpin þegar okkur gengur vel og hinum gengur illa. Það bætir, hressir og kætir!

    4

One Ping

  1. Pingback:

Upphitun: Milton Keynes Dons í deildarbikarnum

Liðið gegn MK Dons