Southampton – Liverpool (upphitun)

Ég skal alveg játa það að eftir að hafa séð liðið spila 120 mínútur á miðvikudaginn þá hefði ég alveg þegið sunnudagsleik þessa helgina. Svo er ekki og það er komið að næsta verkefni. Í þetta skiptið er komið að fyrsta útileik tímabilsins þegar Liverpool sækir Southampton heim á St Mary’s og fara leikar fram á morgun, laugardag, kl. 14.

Leikmenn Liverpool mæta kátir til leiks eftir úrslit miðvikudagsins en vita jafnframt að í svona jafnri deild þá eru allir leikir hálfgerðir úrslitaleikir, sem er hálfkjánalegt að skrifa eftir eina umferð. Heimamenn eru að spila sinn fyrsta heimaleik þetta tímabilið og vilja eflaust bæta upp fyrir úrslit síðustu helgar.

Sagan og formið

Það má segja að liðin hafi byrjað leiktíðina eins og þau luku þeirri síðustu. Liverpool sigraði sinn tíunda deildarleik í röð með nokkuð þægilegum sigri gegn nýliðum Norwich á meðan Southampton steinlág 3-0 gegn Burnley og er nú án sigurs í síðustu sex deildarleikjum eða síðan í 3-1 sigrí á Wolves um miðjan apríl mánuð.

Liverpool og Southampton eiga auðvitað mikla og langa sögu, utan vallar sem innan. Liverpool er taplaust í síðustu sex viðureignum þessara liða og unnið síðustu fjóra. Síðasta tap kom 2017 í deildarbikarum en Liverpool hefur unnið dýrlingana tvöfalt síðustu tvö tímabil – lengi megi það halda áfram!

Southampton

Hjá heimamönnum eru svo gott sem allir heilir. Það er ekki ólíklegt að Ralph stilli þessu svipað upp og í síðasta leik en ég gæti líka alveg séð Ings koma inn í stað Che Adams eða Ings.

Er auðvitað að renna svolítið blint í sjóinn en þetta gæti mögulega litið svona út:

Angus

Bertrand – Bednarek – Stephens – Vestergaard – Valery

Redmond – Romeu – Prowse – Adams

Ings

Þetta lið er ekki svo slæmt og er alveg með leikmenn innanborðs sem geta spilað fótbolta. Ings þekkjum við auðvitað og vitum hvað getur. Redmond hefur áður reynst okkur erfiður og er hættulegur á góðum degi – á miðjunni er Romeu alltaf harður í horn að taka með Prowse sér við hlið, en strákurinn er frábær spyrnumaður. Það eru því alveg gæði í þessu liði.

Liverpool

Það er svolítið erfitt að ætla að spá fyrir um liðið okkar þessa stundina. Við erum auðvitað með Keita og Alisson á meiðslalistanum, Adrian er tæpur eftir hörkutæklingu frá stuðningsmanni (það er ekki hægt að skálda svona), Lovren var sagður veikur í vikunni (orðaður við Roma í sömu setningu, þó það eigi að hafa dottið uppfyrir) og svo erum við með Mané, Salah, Henderson, Fabinho, Virgil, Matip og Gomez sem allir spiluðu yfir 100 mínútur á miðvikudaginn. Klopp gaf mögulega einhverjar vísbendingar á blaðamannafundi sínum í dag þegar hann sagði Adrian vera betri í dag en síðustu tvo daga, ég á því von á að hann spili. Klopp sagði jafnframt að Mané og Salah væru líklega þeir leikmenn sem væru í hvað besta forminu og ætti von á að þeir yrðu klárir í slaginn.

Ég ætla því að skjóta á að Klopp geri 4-5 breytingar á liðinu frá því á miðvikudaginn. Ég sé Trent koma inn í stað Gomez í vörninni, á miðjunni sé ég alveg fyrir mér að Fabinho og Henderson (báðir með 120 mínútur) fari út í stað Lallana og Gini en Milner haldi sæti sínu enda spilaði hann eingöngu 64 mínútur gegn Chelsea (Keita er ennþá meiddur). Svolítið erfitt að meta framlínuna. Firmino kemur inn í stað Origi, enda spilaði hann eingöngu 75 mínútur á miðvikudag. Það er ákveðin áhætta að ætla að byrja með bæði Salah og Mané en ég sé hann ekki hvíla þá, amk ekki þá báða. Ég ætla að skjóta á að liðið verði þá á þessa leið:

Adrian

TAA – Matip – Virgil – Robertson

Milner – Lallana – Gini

Salah – Firmino – Mané

Shaqiri gæti reyndar alveg spilað fyrir framan Milner og Gini (í stað Lallana) eða framar og við þá hvílt annað hvort Mané eða Salah en ég ætla að halda mig við þetta lið.

Spá

Þessi leikur var ansi erfiður á síðustu leiktíð. Þetta Southampton lið tók við sér á síðustu leiktíð eftir að Ralph Hasenhuffl tók við, þó það hafi dalað eftir að sætið var svo gott sem tryggt, en þetta er engu að síður lið sem að Liverpool á að sigra, jafnvel þó það sé þreytt Liverpool lið. Heimamenn fengu á sig 65 mörk á síðustu leiktíð og ég á bara erfitt með að sjá þá skora fleiri mörk en við eins og staðan er núna.

Ég ætla að skjóta á að þetta verði aftur erfitt en við stöndum samt sem áður uppi sem 0-2 sigurvegarar með mörkum frá Firmino og Salah.

YNWA

 

48 Comments

    • Hugsið ykkur breytinguna á hans ferli. Hann hefði getað orðið legend hjá okkur en þess í stað er hann í tómu tjóni. Vonandi munum við slá hann aftur út úr CL í vetur.

      11
  1. Fínasti grís að hafa sett Barnes í fantasy liðið. Tippa að Burnley verði sterkir í ár. Síðan er Brighton spútnikk liðið með Graham Potter sem gerði ótrúlega hluti með Öster. Algjört nobody en greinilega snillingur. En hvað um það, við vinnum Hasselhoff og félaga 3-2 í bragðdaufum leik á eftir.

  2. Er skíthræddur, finnst enn og aftur við vera með lélega miðju, Fabinho og Henderson , Kante jarðaði þessa average spilara í síðasta leik, svo er Robertson enn stórt spurningarmerki fram á við , en frábær í vörninni. við erum auðvitað með 3 frammi sem geta unnið alla leiki

  3. Er Robertsson spurningamerki framavid ?
    Hahah a tetta ad vera brandari arsins eda ?

    10
  4. Nú þegar Síminn býður enska boltann á andvirði sem nemur andvirði einnar heimsendrar lummu frá lággjalda pizzukompaníi finnst mér að allir eigi að kaupa áskrift og sýna með veskinu að við kunnum að meta þennan díl.

    5
  5. Adrian,
    Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson,
    Wijnaldum, Milner, Oxlade-Chamberlain,
    Mane, Salah, Firmino.

    Þetta byrjunarlið lítur vel út. Chamberlain fer aftur á miðjuna og heilaga þrenningin er kominn í framlínuna. Bekkurinn er ekkert slor heldur, Fabinho, Gomez, Henderson, Lallana, Shaqiri, Origi.

    Ég hef engar rosalega áhyggjur af leikjaálagi þar sem þetta er byrjun tímabils og held að liðið geti spilað á góðum styrk.
    Hef meiri áhyggjur á því hvað varnarleikurinn hefur verið ótraustur en vonandi kemst hún betur og betur í gott stand með því að spila liðinu saman.

    2
  6. Ekki byrjar það neitt beint vel 25 búnar Arnór má nú aðeins fara að vanda sig.

  7. Vil fara að sjá skiptingar, Henderson, Fabinho eða jafnvel Shaquiri inn…

    1
  8. Finnst þreyta í mönnum og er skíthræddur við þetta tímabil vegna þess hve fáránlega mikið af leikjum og bæði mane og salah komu seint inn og flestir spiluðu 120 mín á miðvikudaginn en vonum að við höldum út fram til hálfleiks og komum betur stemmd i seinni

  9. Þreyta í okkar mönnum og ekkert á bekknum sem er að fara að breyta þessum leik.

  10. Mané er kominn í hóp svokallaðra svindkalla.

    4
  11. Mjög lélegur leikur en skiljanlegt, menn voru að byrja þetta tímabil og lenda strax í 120 mín úrslitaleik í istanbul og auðvitað er þreyta í mönnum.
    Núna þarf bara að klára þennan leik og safna stigum.

    1
  12. Það er ekki hægt annað en að dást af leikmönnum Liverpool. Mane er ótrúlegur. Áfran Liverpool.

    4
  13. Fótboltinn er ekki sangjörn íþrótt en okkar menn hafa ekki verið góðir í þessum leik en eru 0-1 yfir eftir fallegt mark hjá Mane.

    Annars er það að frétta að við höfum verið í miklum vandræðum. Við byrjuðum vel eins og í undanförnum leikjum og fengu 1-2 hálfæri(Ox þú verður að setja þetta á markið) en svo tóku heimamenn eiginlega stjórnina á leiknum og Andrian þurfti að taka á honum stóra sínum eftir hornspyrnu og svo hafa þeir verið að fá nokkur góð færi.
    Varnarleikurinn virkar en og aftur ótraustur, fremstu þrír eru nánast alveg bitlausir og miðjan er varla með þar sem við eru oftar en ekki að senda langar sendingar fram.

    45 mín eftir og ef við ætlum að halda í þessi þrjú stig þá þurfum við að gera miklu betur.

    3
  14. Vá maður, hvað þessi leikur og hvað okkar lið er skemmtilegt!!!

    Var við að það taka lyklaborðsnöldrarann á þetta og rita hvað við höfum verið lélegir í hálfleiknum. Ryðgaðir, bitlausir og hálf vonlausir.

    Kemur þá ekki ofur-Mane með þetta hardcore mark!!! Djöfull var þetta ljúft, afsakið mína frönsku!!!

    Bara vinna þennan leik. Sigla þessu heim.
    YNWA!

    1
  15. Sæl og blessuð.

    1. Skiljanlega eru þreytumerki á liðinu og þ.a.a. eru heimamenn í miklu stuði. Þessi Romeo eða hvað hann heitir er alveg frábær á miðjunni og er fyrst og fremst sá sem viðheldur pressunni á vörnina okkar.

    2. Adrian hefur heldur betur komið sterkur inn. Útspörkin eru vissulega ekki fyrir hjartveika en varslan þarna í horninu var með því allra besta sem maður hefur séð. Staðsetning frábær og viðbrögðin.

    3. Hjá okkur er snillingurinn Mané náttúrulega í sérflokki. Er líka sáttur við Milner sem þrífst á svona leikjum – sársauki og seigla! Vantar talsvert upp á leikform Chambo, Arnoldinn er mistækur og Robertson er ekki búinn að gefa góða fyrirgjöf ennþá. Matip ekki alltaf öruggur í ákvörðunum en yfir það heila er vörnin þokkaleg.

    4. Væntanlega fer Lallana inn á mögulega Henderson, Fabinho ef við höldum forystunni. Chambo fer á 60. mínútu og svo fær Mané kærkomna hvíld og sem og Milner.

  16. Það er eitthvað í gangi sem ég er ekki vanur. Southamton var að pressa framanlega og okkar menn áttu erfitt með að bregðast við því. Það komst aldrei upp neitt alvöru spil en eins og oft gerist með betri lið eru gæði sem skilur að. Mane skorar úr sínu fyrsta færi og Liverpool er mjög óverðskuldað undir.

    Það er verulegt áhyggjuefni ef Adrian er besti maður liðsins. Mér finnst eins og það þurfi að fara yfir einhver atriði á æfingvarsvæðinu og sem betur fer er seinni hálfleikurinn eftir. Vörnin er allt of mikið að opnast. Menn eru stöðugt að hlaupa í svæði og senda mann fyrir.

    Reyndar er Southamton mjög gott lið og eru að spila vel í þessum leik. En samkvæmt öllu eðlilegu eigum við að vera með leikmenn sem geta brugðist betur við svona pressu. Ef ekki þá getum við gleymt titilbaráttunni. Það er eins og Liverpool hafi ekki búist við því að Southamton spilaði svona framanlega.

    En seinni hálfleikur er eftir og þeir hafa tækfæri til að bæta fyrir þennan hálfleik sem var skelfilega slakur.

    1
  17. Skummarinn Steve Bruce að fá á baukinn 3-0 vonandi rekinn sem fyrst.

  18. æææææ

    ADRIAN

    ferlegt. Allt í uppnámi. Kariusardraugurinn hefur ekki verið kveðinn niður.

  19. Ef þetta er ekki ein mestu markmans aumingja mistök þá veit eg ekki hvað.
    hvað er eiginlega í gangi þarna hjá lfc.

    1
  20. Þetta var svakalega lélegt. Gaufaðist með boltann algjörlega að óþörfu. Höfuðlaus her heimamanna er allt í einu kominn í ægilegt stuð… og þarna er Ingsarinn að brenna af í dauðadauðadauðafæri.

    Verðum að landa þessu.

  21. Alison hefur nú gefið mark hjá okkur líka skulum gefa manninum séns þótt þetta hafi ekki litið vel út.

    7

Adrian tæpur á morgun

Southampton – Liverpool 1-2