Tímabilið búið áður en það byrjar hjá Clyne

Karlgreyið! Clyne sem var loksins að ná sér áægtlega á strik og ná æfingatímabilinu frá fyrsta degi sleit krossband og verður frá a.m.k. 6 mánuði (lágmark). Hvort sem hann hefði verið áfram hjá Liverpool sem back-up valkostur eða faraið annað er þetta fyrst og fremst rosalega svekkjandi fyrir hann. Eins þarf Liverpool væntanlega að bregðast við og styrkja hópinn enda leysir hann tvær stöður í vörninni. Réttara sagt þarf væntanlega að fylla skarð bæði Clyne og Moreno.

Clyne var áður en hann meiddist fyrir tveimur árum aldrei búinn að meiðast og nánast spila hverja mínútu hjá sínum liðum bróðurpart ferilsins. Hann var leikjahæsti leikmaður Liverpool fyrir 3-4 árum. Þetta er jafnframt lokaárið á samningi hans hjá Liverpool.

Annað í fréttum í dag er að Mamadou Sakho hefur kært alþjóðlega lyfjaeftirlitið. Eitthvað sem getur ekki komið á óvart enda er það ekki gleymt þegar hann var settur í bann fyrir að falla á lyfjaprófi sem hann féll svo ekkert á. Mannorðið fór illa á þessu, hann missti af úrslitaleik Europa League, missti sæti sitt í Liverpool liðinu og komst fyrir vikið ekki í hópinn hjá Frökkum. Hann hafði verið á góðu róli fram að því þó líklega hafi hann aldrei verið í framtíðarplönum Klopp. Síðan þá hefur ferillinn bara legið niður á við og er hann núna að spila undir stjórn Roy Hodgson!

Hann á hverja krónu skilið frá WADA

4 Comments

 1. Sorglegt fyrir Clyne að lenda í þessu á þessum mikilvæga tímapunkti á hans ferli.
  En núna er ekkert annað í stöðunni fyrir Liverpool en að leita af nýjum bakverði sem getur leyst af báðum meginn.
  Og með Sakho þá vonandi fær hann gommu af ca$hi frá þessu sambandi og einnig finnst mér að Liverpool ættu að fara í fjárhagslegt skaðabótamál líka enda misstum við Sakho í bann í úrslitaleiknum.

  1
 2. Mjög margir að meiðast alvarlega í þessum æfingaleikjum og núna síðast Asensio hjá Real sem verður frá í allan vetur sennilega.

  Núna spyr ég (veit um peningalegu hliðina og fans og jari jara…) af hverju í ósköpunum eru topplið eins og Liverpool að spila æfingaleiki á völlum sem eru ekki alvöru fótboltavellir og hætta á að okkar lykilmenn meiðist alvarlega? Ójafnt gras, skraufþurrt og bókstaflega stórhættulegt. Ofan á það er hundleiðinlegt að horfa á liðin spila við þessar aðstæður og það kemur litið sem ekkert út úr spilinu og þar af leiðandi kemur það í veg fyrir að hópurinn komist á flug fyrir komandi leiktíð

  4
  • Alveg magnað að taka þátt í þessu Notre Dame rugli fyrir einhverjar 40.000 hræður sem hefðu hvort eða komið þó leikið væri á velli sem væri a.m.k. löglegur fyrir fótbolta.

One Ping

 1. Pingback:

Gullkastið – Pre-Season Power Ranking

Byrjunarliðið gegn Sporting Lisbon