Byrjunarliðið gegn Sporting Lisbon

Rauði herinn í New York, New York

Síðasti æfingaleikur Rauða hersins á amerískri grundu þetta sumarið fer fram á hinum sögufræga hafnaboltavelli Yankee Stadium rétt upp úr miðnætti. Mótherjarnir eru Sporting Clube de Portugal oftast kenndir við höfuðborgina Lissabon en Liverpool hefur aldrei spilað leik gegn hinum grænþverröndóttu og því má líta svo á að um tímamótaleik sé að ræða.

Tengsl liðanna eru þó öllu meiri í leikmannamálum og 7 leikmenn hafa spilað fyrir bæði lið þegar þetta er skrifað. Von bráðar má bæta Rafael Camacho á þann lista en hann mun þó ekki spila í kvöld gegn sínum fyrri félögum og er ekki í leikmannahóp Sporting. Hins vegar verða hafsentarnir Coates og Ilori í hjarta varnarinnar ef allt er eðlilegt og verður áhugavert að endurvekja þau kynni.

Leikmenn bæði Liverpool FC og Sporting Lisbon. Heimild: LFChistory.net

Liverpool hafa þó spilað áður á Yankee Stadium og lögðu Man City að velli þar eftir 2-2 úrslit og sigur í vítaspyrnukeppni árið 2014. Í þeim leik í Alþjóðlegu Guinness Meistarakeppninni skoraði Raheem Sterling annað mark Liverpool og James Milner spilaði fyrir ljósbláa liðið. Margur Guinness hefur runnið til sjávar síðan sá leikur var spilaður.

Þetta er ekki í eina skiptið sem að leikmenn Liverpool hafa heimsótt heimsborgina New York en fyrir 55 árum síðan sendi Bill Shankly liðið í 5 vikna ferðalag um Norður-Ameríku og þar á meðal í Stóra-Eplið. Sumarið 1964 voru Liverpool að fagna fyrsta Englandsmeistaratitli sínum frá 1947 og því tilvalið að leggja land undir fót. Sér í lagi var vel til fundið að skoða heimssýninguna sem haldin var það árið í New York og margt í deiglunni. Liverpool gerðust víðförlir þetta sama sumar og ferðuðust til Reykjavíkur í ágúst sama ár til að etja kappi við Stórveldið í fyrsta Evrópuleik beggja liða eins og frægt er orðið.

Í gær bárust þær gleðifregnir að Yasser Larouci væri að öllum líkindum ekki alvarlega meiddur eftir grófa líkamsárás í miðborg Boston en hann er augljóslega ekki valkostur í leik kvöldins. Þá var rétt að detta inn sú frétt að Sepp van den Berg hefur loks fengið leikheimild og er í leikmannahóp í kvöld. Af öðrum fréttum dagsins þá gerir Einar Matthías þeim góð skil hérna. Af leikmannakaupum að frétta þá er allt rólegt á vesturvígstöðvunum og búið að fínkemba eyðimörkina í leit að góðum kaupum.

Liverpool munu frumsýna sinn splunkunýja hvíta varabúning í leiknum og eru klæðin sérlega smekkleg smíð þetta árið. En byrjunarliðin fyrir miðnæturmessuna eru klár og eftirfarandi:

Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Milner, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Origi.

Bekkurinn: Lonergan, Atherton, Lovren, Gomez, Lallana, Brewster, Kent, Lewis, Phillips, Jones, Hoever, Woodburn, Wilson, Duncan, Van den Berg.

Allt öflugir A-liðsmenn og framlínan vekur ákveðna furðu en miðað við að hina heilögu þrenningu vantar ennþá þá er þetta kannski eðlilegt. Klopp vill greinilega gefa sínum helstu lykilmönnum byrjunarliðsleik og svo kemur í ljós hvernig verður með varamennina. Lallana hefur í það minnsta jafnað sig á “dead leg” og er mættur á tréverkið ásamt fleirum.

Lið Sporting er einnig komið á hreint og það er sem hér segir

Sporting: Renan, Borja, Mathieu, Neto, Ilori, Wendel, Doumbia, Vietto, Raphinha, Bruno, Luiz.

Okkar fyrrum maður Tiago Ilori er í vörninn og hinn margumræddi Bruno Fernandez sem mikið er linkaður við helstu topplið Evrópu er í sóknarhlutverki. Áhugavert að fylgjast með þeim tveimur og vonandi kemur Coates inná í seinni hálfleik.

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.

15 Comments

 1. Það er vonandi að þessi leikur verði ekki eins og sá síðasti þar sem það átti greinilega að slátra okkar mönnum.
  Hvað er að frétta af Keita er hann á langtíma sjúkralista eða er von á kauða á næstunni

 2. Ææii Mignolet elsku karlinn minn þetta var nú óþarfi, ég sem var að enda við að segja að þú værir magnaður markvörður og einn sá besti á línunni

 3. var mignolet búinn að fá eitthvert högg á hausinn??? í upphitun kannski??

  • Þetta er ekki burðugt, lítið flæði á boltanum, menn andlausir og endalausar sendingar til baka greinileg Þreyta í okkar mönnum en Origi er greinilega með markanef
   .

 4. Vill í alvörunni eitthvað lið fá markmann sem að er frábær í að gefa mörk og gera mistök ?

 5. Ef það væri hægt að kjósa “réttur framherji á réttum stað” þá væri Origi að vinna þá kosningu!

  2
 6. Skil vel að það vantar mikið fram á við en það er áhyggju efni hversu mörg færi liðinn sem við spilum við fá. Ég er ekki að tala um þetta mark sem Mignolet gaf heldur meira færin sem Dortmund, Sevilla og Sporting eru að skapa.

  2
 7. MIgnolet sannaði í lok hálfleiksins afhverju hann fer svona í taugarnar á mörgum aðhangendum okkar. Hann gerir stundum ottaleg glapræði en þess á milli á hann heimsklassa markvörðslur.

  Annars finnst mér þessi leikur æðislegur. Það rosalega notarleg tilfinning að sjá liðið vera farið að spila gagenpressing. Loksins alvöru fótbolti.

  Ég ber mikla virðingu fyrir Lissabon. Þeir mæta okkur framarlega á vellinum og stilla ekki ellefu mönnum fyrir framan boltann.

  Rosalega mikið skemmtanagildi í þessum hálfleik.

  Ég hef ekki miklar áhyggjur af varnarleiknum fyrir næsta tímabil eftir þennan leik. Alison á eftir að koma til baka og við það eykst öryggi. Mér finnst líka augljóst að menn eins og WIjnaldum og Champerlain geta vel leyst af aðrar stöður en þeir gera venjulega. Verið vængmenn ef þess þarf.

  Ég sé miklu meira jákvætt en neikvætt fyrir þennan leik og hef mjög góða tilfinningu fyrir tímabilinu núna.

  2
 8. Ef Allisson og Van Djik meiðast og eru lengi frá þá erum við fucked!!

 9. Mignolet varði oft vel í síðari hálfleik og mér finnst hann almennt vera orðinn betri markvörður eftir að Alison kom til liðsins. Var oft með góðar vörrslur í þessum leik. En svona er þetta! Markmenn eru dæmdir fyrir mistökin sem þeir gera en ekki heildarframmistöðuna.

  Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur. Leikmenn í báðum liðum virtust vera búnir á því enda er þetta æfingarferð og því væntanlega hálf þreyttir eftir þungar æfingar og ekki ennþá alveg komnir í fullt form.

  Persónulega hef ég ekkert áhyggjur af tímabilinu eftir þennan leik. Það var fullt af mistökum gerð og ólíkt Liverpool í alvöruleik var enginn seigla í liðinu sem einkenni liðið í fyrra. Það hélt þá áfram út í hið óendanlega. Það munar heilmikið um að það vanti . Salah, Mane, Firmino, Alison og Shaqiri.

 10. Smá vonbrigði með þessa USA ferð. Úrslitin eru ekki aðalatriðið heldur að koma mönnum í gang.
  Við misstum tvo menn í meiðsli og annar verður lengi frá.
  Það náði engin af ungu gaurunum að heilla mann mikið þótt að það komu ágæt tilþrif inn á milli. Sá sem náði að heilla mest meiddist.
  Varnarleikurinn var ekki traustur og sóknarleikurinn ekki merkilegur.
  Já úrslitin eru ekki aðalatriðið en það hefði verið gaman að vinna einn leik.

  Næst á dagskrá eru síðustu tveir æfingar leikirnir og mæta Firmino, Alison og Salah á svæðið fljótlega(Keita meiddur og Mane fær lengri hvíld) og ætti þetta að fara núna allt á fullt en leikjaprógrammið er þétt til að byrja með tveimur deildarleikjum og tveimur úrslitaleiknum

  1

Tímabilið búið áður en það byrjar hjá Clyne

Liverpool 2-2 Sporting