Barcelona, miðar og nýr búningur

Það er svo gaman að vera Liverpool stuðningsmaður þessa dagana!

Þá er það staðfest.

Undanúrslit gegn Barcelona. Talandi um að vera spilltur af þessu liði okkar, þvílíkir tímar næstu vikurnar. Fyrri leikurinn verður á Nou Camp miðvikudaginn 1.maí og seinni leikurinn síðan þriðjudaginn 7.maí á vel skoppandi Anfield.

Margir hafa sent okkur miðafyrirspurnir en þar er langlíklegasti kosturinn að ná að fylgjast með norsku síðunni sem við erum að vísa í. Þeir hafa þegar gefið út verð fyrir ferð sem verður farin með leiguflugi frá Osló og upplýsingar þar um. Til að grípa þann pakka þarf auðvitað að bæta við flugi til Osló. Ef þið eruð að kaupa af þeim í fyrsta sinn þá skuluði renna yfir leiðbeiningarnar sem er að finna hér efst á síðunni.

Þeir eru að vinna í því að setja upp pakka sem inniheldur miða, ferð á völlinn og 2 nætur í Liverpool þar sem hver og einn finnur sér leið til Liverpool og vonast til að ná því inn fyrr en síðar. Fylgist með síðunni þeirra en við uppfærum þennan þráð ef þeim tekst verkefnið. Það er ekki einfalt að finna miða á þennan leik og verðið á óopinbera markaðnum verður svakalegt.

Liverpool FC ákvað svo í dag að henda inn myndum af búningi næsta vetrar. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að töluvert var farið að leka af myndum af honum eða bara til að nýta ótrúlegan meðbyr síðustu vikna til að selja hann.

Frekari myndir er að finna á opinberu síðunni.

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábær útgáfa með geggjaða vísun í liðið okkar sem vann þrefalt 1983 – 1984 og ég er nokkuð viss um að þessi fer í mitt safn allavega.

Svo mun Allison Becker ekki fá á sig mark í svörtu, það er klárt!!!

15 Comments

  1. Er einhver með info um hvernig maður gæti komist í nálægð við Camp Nou miða, í Away stúku? Er búsettur í Barcelona og það væri nú helvíti gaman að vera Liverpool megin.

    3
  2. Er sammála með búningin finnst hann flottur. Var á Anfield um helgina í fyrsta skipti og það var sko ekkert slor að fá svona stemningu og sigur. Keypti mér retró Crown Paints treyjuna þar og minnir að það sé ‘82 treyjan. Ég bý í Danmörku og var mín ferð bókuð í gegnum https://fodboldrejser.dk/ þannig að það gæti verið einhver möguleiki að prófa þá síðu. En þá þar fólk að koma sér til dk fyrst.

    3
  3. Okkar likur urdu meiri a ad vinna meistaradeildina i gaer. Vid erum betri en Tottenham og Ajax, er nokkud viss um ad vid myndum vinna urslitaleik gegnum thessum lidum. Nu er bara spurningin hvort vid tokum Messi, Suarez og Coutinho. Draumaframlina a moti draumaframlinu. Verdur episkur slagur og episkur leikur ad fara a. Segi bara goda skemmtun! YNWA

    5
  4. Totenham Ísland stuðningsmannahópurinn á overdrive á Facebook þessa stundina.
    Báðir meðlimir pósta til skiptis…

    17
  5. Ég verð að segja Liverpool voru pínu óheppnir með dagsetningar í meistaradeildinni.
    Tottenham fær 30.apríl og 8.maí en Liverpool fær 1.maí og 7.maí. Afhverju er svona miklu lengra á milli leikjana hjá Tottenham skil ég ekki alveg.
    Ástæðan fyrir því að ég tala um óheppni er að Newcastle leikurinn á útivelli er 5.maí og er hann gríðarlega mikilvægur og svo fá okkar menn einn sólahring til að jafna sig og svo er game day aftur.

    Maður hefði haldið að 1.maí og 8.maí ættu að vera saman en það eru 9 dagar á milli hjá Tottenham og Ajax en 6 dagar á milli hjá Liverpool og Barcelona.

    7
    • Þetta var eins í 8 liða úrslitunum, þá fengum við lengra á milli leikja og spiluðum á þriðjudegi og og svo aftur á miðvikudegi. Þá lentu Barca-ManU og Ajax-Juve í að fá styttra á milli leikja. Spiluðu á miðvikudegi og svo aftur á þriðjudegi í vikuni á eftir. En er sammála þér að réttara væri að liðin sem spila fyrri leikin á þriðjudegi spili líka á þriðjudegi vikuni á eftir og þá eins með liðin sem leika á miðvikudegi.

  6. Barca – Liverpool verður algjör veisla. Lykilatriði að eiga seinni leikinn á ANFIELD ROAD. Barca sýndi á móti utd að þeir hafa veikleika á miðju og í vörn sem lið sem hafa vinnusamari miðjumenn en pogba geta nýtt.

    Ég pantaði nýju treyjuna og markannstreyjuna í morgun. Mun nota þá svörtu grimmt, enda er hún hrikalega flott. Ætti bara að vera varabúningur liðsins.

    Nú er bara að vona að Tottenham og mu noti tækifærin á móti særðu City og okkar menn haldi áfram sinni sigurför.
    DON’T STOP BELIEVING!

    4
  7. Salah í TIME einn af 100 áhrifamestu einstaklingum í heimi.
    Virkilega skemmtilegir tímar og að Liverpool sé partur af því er frábært Salah talar meðal annars um mikilvægi jafnréttis fyrir konur í múslimaheiminum þessi maður er ekki bara yfirburðamaður á vellinum heldur utan hans líka þar sem hann notar frægðina til að koma þessu á framfæri sem er frábært!

    YNWA

    13
  8. Gettra

    Uni Tottenham mönnum það nú ágætlega að fagna þessu hressilega, líklega stærsta moment þeirra sem stuðningsmenn Spurs til þessa. Getur rétt ímyndað þér stemminguna hérna hefum við tekið City með sama hættim hún var nú bara nokkuð góð yfir því að Spurs hafi gert það 🙂

    8
  9. Ensku liðin eru heldur betur að gera það gott í Evrópukeppnunum þetta árið. Tvö ensk í undanúrslitum í hvorri keppni fyrir sig og því 4 samtals. Það er allgóður árangur og upprisa enskra virðist vera í alvörunni. Chelsea og Arsenal eru í sitthvorum leiknum í undanúrslitum og Tottenham og Liverpool sitthvoru meginn. Skyldi stefna í alvöru enska úrslitaleiki í vor, ja hver veit?
    En haldiði að sé fýla hjá trilljónaliðunum MC, PSG og RM þetta árið. Daunninn af þeim finnst til næstu landa, það er næsta víst. MC og PSG kunna bara ekki að spila af skynsemi og yfirvegun í þessum mikilvægu leikjum. Að ausa peningum hægri, vinstri er ekki alltaf ávísun á góðan árangur í CL. Vari það sem lengst að þau komist ekki lengra.

    3
  10. Þetta verður meiriháttar…Getur einhver mælt með góðum stað í Gdansk til að horfa á Liverpool leiki?

Porto – Liverpool 1 – 4

Er Barcelona sterkara en Liverpool?