Meiðslalistinn – opinn þráður

Í morgun bárust fregnir af því að meiðslin sem Trent Alexander-Arnold hlaut í upphituninni fyrir leikinn gegn Brighton muni halda honum frá í fjórar vikur eða þar um bil. Hann meiddist semsagt eitthvað aðeins á hné, en harkaði af sér og spilaði leikinn. Eftir á að hyggja hefði mögulega átt að taka hann til hliðar og henda Milner í bakvarðarstöðuna, en svosem alltaf gott að vera vitur eftirá. Meiðslin eru ekki þess eðlis að það þurfi uppskurð, en það er semsagt talið að hann þurfi allt að fjórar vikur til að jafna sig. Sem betur fer er álagið ekkert gríðarlegt á þessu tímabili, einn leikur á viku að jafnaði, og vonir standa til að hann muni ná leikjunum gegn Bayern, sem og leiknum gegn United sem verður um svipað leyti.

Þá er Wijnaldum líka tæpur á hné, og ekki víst að hann nái leiknum gegn Palace um helgina, en ef hann missir af þeim leik verður það líklega meira varúðarráðstöfun frekar en annað.

Þetta þýðir þá að meiðslalistinn inniheldur þessa leikmenn: Oxlade-Chamberlain, Brewster, Lovren, Gomez, Trent, Wijnaldum. Matip er nýbyrjaður að æfa aftur eftir sín meiðsli, og gæti verið klár í byrjunarliðið um helgina. Gomez ætti að detta aftur inn í lok janúar, Lovren ætti að koma til baka um svipað leyti eða eitthvað á undan Trent. Talað um að Chamberlain gæti mögulega sést á æfingasvæðinu í lok febrúar.

Hvað hægri bakvarðarstöðuna um helgina varðar, þá er langlíklegast að annaðhvort Milner eða Fabinho taki þá stöðu, Milner getur jú spilað alls staðar, og Fabinho hefur verið að spila þessa stöðu með brasilíska landsliðinu. Svo er Camacho til reiðu ef þess þarf, en hann spilaði reyndar í stöðu framherja hjá U23 í gær í 1-1 jafntefli gegn Brighton, hann skoraði markið og átti stangarskot að auki. Í þeim leik gerðist það annars markvert að Ki-Jana Hoever fékk rautt spjald í fyrri hálfleik, og þótti það strangur dómur. Hoever kemur vissulega líka til greina í hægri bakvarðarstöðuna, og þetta rauða spjald hefur ekki áhrif á leiki hans með aðalliðinu, en hann þykir síst líklegur af þessum fjórum.

Þessi meiðsli setja vissulega spurningamerki við lánsdílinn hjá Clyne, og hvort hefði ekki mátt bíða með þann díl þar til í lok gluggans a.m.k. Vitað er að það er ekki hægt að afturkalla þann lánsdíl. En svo geta aðrir þættir hafa spilað þar inn í sem eru okkur ekki kunnugir.

Annars er orðið laust.

29 Comments

  1. Væri líka hlgt að henda Moreno inn og setja Robertson í hægri bak. Sérstaklega ef Matip verður ekki klár. Ef Matip verður klár þá á ég von á því að Fabinho taki hægri bak og leysi það vel!

  2. Undraðist þessa ákvörðun að lána Clyne. Sérstaklega þegar bæði Gomez og Matip eru meiddir. Það er það mikið í húfi að á þessum tímapunkti er þetta galin ákvörðun. Svo er ekki séns að kalla hann tilbaka. Núna þarf Keita að stíga upp svo Milner eða Fabinho geti leyst hægri bakvarðastöðuna. Svo vonandi helst Gomez heill svo hann geti plantað sér við hlið Virgil.

  3. Eg var ósattur strax að lana Clyne en hvað um það

    En atti Brewster ekki að koma ur sinum löngu meiðslum i desember ? það toluðu snilingarnir um i podcasti fyrir svona halfu ari síðan . Eg er rosalega spenntur fyrir þeim dreng og var að vona að hann fengi einhverjar minutur eftir aramot þott ungur sé. Er langmest spenntur fyrir honum af öllum ungu leikmonnunum okkar.

  4. Ég held að flestir sem fylgjast vel með Liverpool hafi verið ósáttir við að láta Clyne frá okkur einfaldlega að því að þarna er mjög solid bakvörður á ferð og kæmi sér mjög vel ef við lendum í meiðslum að hafa hann til taks.
    Það sem gerðist samkvæmt Klopp var að Clyne bað um að fá að fara til að fá spilatíma, ég er viss um að Klopp hafði áhuga að halda honum en vildi ekki standa í vegi fyrir honum og vissi að það þýðir lítið að hafa einhvern sem vill vera annars staðar í kringum liðið.

    Ég verð samt að segja að ég hef minni áhyggjur af hægri bakvarðarstöðuni þökk sé Milner og Gomez heldur en miðvarðastöðuni en þótt að Fabinho stóð sig mjög vel síðast þá vorum við að mæta liði sem er ekki þekkt fyrir að skora mörk og við vorum um 80% með boltan og reyndi ekki mikið á kappan.

    Ég reikna með Milner í hægri bakverði í næsta leik og Fabinho inn á miðsvæðinu með Matip í miðverðinum.

    Þessi meiðslavandræði eru samt orðinn mjög pirrandi.

  5. Þetta er nákvæmlega það sem ég óttaðist, útaf meiðslum hjá varnarmönnum þurfum við nota miðjumenn okkar í varnarstöður, nú býst ég við að Milner og Fabinho verði í vörn hjá okkur næstu leiki og þá fækkar möguleikum á miðjunni. Lánið á Clyne var alls ekki gott að mínu mati og það væri gott að hafa hann með okkur núna. Ég vona að Klopp splæsi og finni einhvern góðan varnarmann sem getur hjálpað okkur næstu mánuði og ár.

  6. Eg myndi halda midvardarparinu fra sidasta leik sem helt hreinu baedi hvad mork og shots on target vardar og halda Virgil og Fabinho thar med Milner i haegri bakverdi.

    Alisson
    Milner – Fabinho – Virgil – Robbo
    Hendo – Keita
    Shaqiri – Firmino – Mane
    Salah

    Mer er nokkud sama um ad Clyne hafi verid latinn fara. Eg held ad Klopp hugsi svona situationir thannig ad ef leikmadurinn bidur um ad fara eda synir ahuga/metnad ad fara annad tha er vidkomandi ekki lengur i myndinni. Menn verda annadhvort ad vera 100% i thessu, ef ekki tha mega their fara thvi thad er ekki not fyrir tha.

    Klopp er aldrei ad fara blodga Hoever eda Camacho i leik a moti reynslumiklu EPL lidi Crystal Palace. Hann mun treysta a Milner i bakverdinum og missa Fabinho af midjusvaedinu med innkomu Keita.

    Vardandi Keita tha er eg pollrolegur. Eg var vidbuinn thvi ad thetta gaeti tekid allavega ar fyrir hann ad adlagast og verda comfortable i nyju landi med nytt tungumal. Eg hef sjalfur reynslu ad thvi ad starfa i nyju landi thar sem tungumalid er mer othekkt og madur einfaldlega verdur ekki oruggur i teymi fyrr en madur er kominn med tjaningu. Thad er oskop edlilegt ad Keita se ekki kominn lengra. Ad innleida menn inni leikstil Klopps er drulluerfitt, svo eg tali nu ekki um ef menn skilja ekki ensku. Thetta kemur allt med kalda vatninu, Keita verdur ordinn lykilmadur adur en vid vitum af, haefileikar hans leyfa ekkert annad.

  7. Eins gott að jólatörnin er búin. Það hefði ekki verið gott að vera með þessa stöðu í því álagi. Vonandi koma sem flestir til baka fyrir 16 liða í CL. Frábært að hafa Fabinho og Milner þegar þessi staða er. Menn sem hafa spilað í vörn og vita hvað það gengur út á. Því er öruggt að Keita, Shagiri og jafnvel Lallana sprikkla eitthvað á næstunni. Vonandi gengur þetta vel.

  8. Sammala þvi er alls ekki buin að gefast uppa Keita aðallega vegna þess að Klopp bara klikkar aldrei a kaupum, hann er með ótrúlegt Record hvað varðar að kaupa menn sem siðan standa sig. Hann hefur bara ekki svo eg muni nað að kaupa leikmann sem ekkert varð ur og Keita mun koma en þarf greinilega lengri aðlogunartima en menn bjuggust við en hann mun kom ekki spurning.

  9. Það eru fleiri en við í vandræðum, Harry Kane er frá fram í mars á sama tíma og Son er með landsliðinu næstu vikurnar, þeir gætu dottið niður töfluna á næstunni.
    Svo er víst hinn 39 ára gamli Julian Speroni sem mun verja mark Crystal Palace um helgina á Anfield þar sem að báðir hinir markverðirnir eru meiddir. En þessi Speroni hefur ekki spilað leik i meira en ár og ætti að vera þokkalega riðgaður.

  10. Það væri gríðarlega sterkt hjá Liverpool og merki um að okkur sé alvara ef við myndum ná að bæta inn leikmanni í glugganum. Hann þarf ekkert endilega að kosta á bilinu 50-100 milljónir punda. Samanber Shaqiri sem við fengum á 8m punda en var strax mun betri kostur en Sturridge, Origi og Solanke.

    Breiddin er einfaldlega ennþá of lítil og ég er skíthræddur um að það muni kosta okkur á lokasprettinum. Sérstaklega ef menn ætla að hrynja í meiðsli. Því það er ennþá alveg risastórt gljúfur á milli byrjunarliðsmanna og rulluspilara.

  11. Takk fyrir góðan pistil.

    Ég varð fyrst og fremst hissa að sjá Clyne fara á þessum tímapunkti. Hann er virkilega traustur í sinni stöðu, eins og menn nefna hér réttilega. Hvað varðar miðverðina að þá finnst mér engin spurning að nota Fabiano-Virgil þar. Fabiano er með svaklegar fótboltagáfur og svo vitum við að Virgil gerir sinn makker bara betri.

    Ég vona að við fáum smá styrkingu núna í janúar. Held að við þurfum á því að halda og þá sérstaklega þarna fyrir aftan miðjuna okkar.

    Svo það að hafa afskrifað Keita núna er bara brandari. Gefum honum smá tíma, hann er sérsniðinn að þeim óskum sem Klopp vill hafa, þannig að við eigum hann algjörlega inni. Vonandi mun hann sýna það og sanna fljótlega. Hann mun koma til.

  12. Sæl og blessuð.

    Ég er þess fullviss að einhver nýr muni skjóta upp kollinum nú í þessum glugga. Þeir eru alltaf með alla anga úti og ýmsir eru í radarnum hjá Klopp og félögum. Það væri held ég þjóðráð að fá einhvern sem gæti þétt miðjuna og ógnað fram á við. Ég væri til í einhvern sem uppfyllir þær væntingar sem Keita átti að gera. Jú, það má auðvitað vera að einhvern tímann muni hann undir væntingum, en það er bara alls ekki komið að því ennþá. Í ljósi þess að hann fékk aðeins fáeinar (illa) spilaðar mínútur á móti Brighton þá held ég að hann sé ekki í ,,circle of trust” hjá okkar manni. Dáist að þolinmæði og áhættusækni þeirra sem hafa andmælt þessum no-brainer sjónarmiðum um Keita en það er ljóst að hann á langt í land með að vera sú kjölfesta sem vonir stóðu til að hann yrði. Og nú er bara ekkert svigrúm fyrir reynslutíma. Sorrí.

    Ég hefði viljað fá jaxl á miðjuna og hann má slaga í þrítugt. Klopp hefur oft sýnt að hann getur skipt um skoðun og taktík, og slíkur leikmaður myndi einfaldlega þétta raðir okkar og minnka álagið á aðra leikmenn. Ég sé fyrir mér einhverja Fabregas/Essien/Mikel týpu sem gæti lokað á sóknir andstæðinganna og skapað meira jafnvægi í leikjum. Þá gætu Milner og Fabinho hlaupið í bakvarðarstöður eða hvaðeina… og í leiðinni væri þjóðráð að halda langþráð kveðjupartí fyrir Moreno.

  13. Við erum með nóg sterka vörn fyrir CP. Það er ágæt pása á milli leikja núna þannig að menn fara að detta inn.

    Það er vel skiljanlegt að senda Clyne sem fékk ekki að spila í burtu, sér í lagi hafi hann beðið um það. Hann er auk þess á of háum launum til þess að hanga og bíða eftir tækifæri. Hann er ekki það sem Klopp vill augljóslega. Milner getur spilað vörn og sent krossa ef þarf.

  14. Harry kane frá út til byrjun mars.
    Þetta er besti leikmaður Tottenham og ætlar ég ekki að væla meira um meiðsli Liverpool. Það er alltaf talað að maður kemur í manns stað en suma leikmenn gætu við ekki verið án.

    1. Dijk – Já við eigum slatta af miðvörðum en hann hefur tekið að sér að vera leiðtogi liðsins kemur með ró og fagmensku í varnarleikinn og gerir alla miðverði sem spila með honum betri. Gomez orðinn rosalegur, Lovren líklega átt sína bestu leiki í Liverpool búning við hliðinn á honum, Matip virkar vel nothæfur og meiri segja Fabinho finnst manni að hafi alltaf verið miðvörður eftir einn leik með Dijk
    2. Alisson – Að fara úr Mignolet í heimsklassa markvörð er stórt stökk og gætum við aldrei fyllt hans skarð. Hann kemur líkt og Dijk með ákveðan klassa í varnarleikinn okkar sem okkur hefur vantað.
    3. Salah – Þetta er einfaldlega heimsklassa leikmaður og eigum við ekki annan svona. Jújú að stilla upp Mane/Firmino/Shaqiri væri góð sóknarlína en maður finnst eins og Salah er sá sem andstæðingar okkar eru mest að reyna að stöðva og gefur það hinum extra pláss.
    4. Robertson – Moreno er eins og jójó í bakverðinu og svoleiðis óstöðuleiki vill maður ekki. Millner hefur leyst þetta af en er ekki nálagt eins fljótur og sókndjarfur og Andy. Við myndum sakna hans mikið.
    5. Mane – Hann er að mínu mati ekki eins mikilvægur og Salah en samt mjög mikilvægur. Það sem gerir okkur hættulega er þegar lið þurfa að passa hraðan á báðum vængjunum og svo er Firmino hlaupandi þarna í kringum.

    Bónus kall: Milner – Hann er eins og lím í þessu liði. Hann er vinnuþjarkur á miðjuni en ef okkur vantar vinstri eða hægri bakvörð getur hann farið í þá stöðu og líka þegar okkur vantar að loka leikjum er hann góður kostur í að fara í stöðu Mane/Salah í meira vinnsluhlutverk og varnarsinnaðri.

  15. #1 Horfu fyrir mig aftur á bikarleikinn á móti Úlfunum og segðu mér svo að hægt sé að nota Moreno ! Fyrir mér er full reynt með þann örugglega ágæta dreng, ég get ekki horft á hann spila fótbolta og ég vona svo innilega að hann eigi ekki eftir að eiga 1 mín með okkar annars frábæra liði.
    YNWA nema þá kanski Moreno ?.

  16. #12 “Dáist að þolinmæði og áhættusækni þeirra sem hafa andmælt þessum no-brainer sjónarmiðum um Keita en það er ljóst að hann á langt í land með að vera sú kjölfesta sem vonir stóðu til að hann yrði. Og nú er bara ekkert svigrúm fyrir reynslutíma. Sorrí. “…

    Ok. Slokum adeins a med no-brainer sjonarmidum. Thetta eru sjonarmid studningsmanna sem bua yfir mjog litlum upplysingum midad vid tha sem taka akvardanir (e.g. Klopp).

    Reyndu ad sja hlutina ut fra fleiri sjonarmidum en thinum eigin, tha kemstu naer betri og heildraenni skodun. Rannsakadu thetta adeins adur en sleggjurnar fa ad fljuga. Thetta er rosalega leleg umraeda.

    Er thad thitt ad setja upp timaramma a thad hversu langan tima Keita faer, og hvernig geturu verid svo viss um ad vaentingar Klopp til hans fyrstu manudina vaeru thaer somu og hins almenna studningsmanns (sbr. ad kalla thetta no-brainer sjonarmid) sem helt i einfeldni sinni ad Keita myndi stimpla sig inn sem lykilmadur i lidinu um leid an thess ad tala ensku (+ no PL experience + meidslin)? Thetta snyst um miklu meira en ad kunna fotbolta, thad er of mikid communication sem tharf til ad Keita geti tekid meiri abyrgd akkurat nuna. Hann tharf meiri spiltima til ad komast inni sma rythma og flaedi og svo hefur hann verid meiddur sem hefur klarlega haegt a ollu ferlinu hans.

    Thad ad Keita komi inna i nokkrar minutur a moti Brighton segir heldur ekkert til um hvort hann se i nadinni hja Klopp eda ekki. Thad er bara ofbodslega einfalt og lelegt ad aetla ser ad taka svona djupt i arinni ut fra akvordun sem snerist um 100 adra hluti en hversu mikid Klopp filar Keita. Thad var mjog vidkvaemur leikur sem matti illa vid breytingum a medan forystan var bara eitt mark.

    Wijnaldum hefur verid ad spila frabaerlega (!!) sem og Fabinho hefur komid oflugur inn undanfarid, og thad er ekki hlaupid ad thvi ad fa run af nokkrum 90 minutum i rod sem midjumadur i Liverpool.

  17. #15. Svo sammala! Fyrir mer er Robbo ad verda okkar mikilvaegasti leikmadur og thad yrdi hrikalegt blow ef hann yrdi eitthvad fra. Hann er sa eini i lidinu sem getur varist frabaerlega og nokkrum sekundum sidar verid haettulegur fram a vid.

  18. Brewster æfði með aðalliðinu í dag sem er jákvætt veit ekki hvað hann er kominn lagt í enduhæfinguni en allavega kominn á gras sem er frábært.[img][/img]

  19. Sæl og blessuð.

    #16 Þetta er vettvangur til að tjá skoðanir og sjónarmið. Ég er ekkert frá því að Keita muni blómstra og vona það svo sannarlega (sem kom fram í innlegginu). Ég er bara ekki viss um að Klopp treysti honum í verkið eins og stendur. 0-1 staðan á móti Brighton hrópaði á slíkan leikmann miklu fyrr, sem hefði getað þýtt enn meiri tök liðsins á leiknum. En Keita kom ekki inn á fyrr en í blálok og ég held það hafi komið fáum á óvart, því hann hefur ekki enn sýnt það sem við eigum von á af honum.

    Þess vegna kæmi mér ekki á óvart að á teikniborðinu væri eldri leikmaður, reyndur í enska boltanum sem gæti uppfyllt það skilyrði sem Keita átti að gera. Við höfum einfaldlega ekki efni á mistökum núna og svigrúmið til að bæta sig er í því ekki mikið. Hann hefði smellpassað inn í fleiri bikarleiki – en þeir verða því miður ekki fleiri.

    Þetta hefur ekkert með það að gera að sjá sjónarmið annarra eða ekki. Ég get vel unað ST og öðrum að styðja kappann en mælist til þess að fólk ræði málefnið sem slíkt fremur en þau sem halda sjónarmiðum fram. Mér finnst það alltaf leiðinlegt þegar fólk eignar mér skoðun.

  20. 0-1 stadan a moti Brighton hropadi einmitt a ad halda forystunni ur thvi sem komid var en ekki fara ad hrista of mikid upp i vidkvaemri stodu. Thetta snerist ekki um ad na meiri tokum a leiknum, Brighton atti ekki skot a markid, vid vorum 71% med boltann, 2.5 sinnum fleiri sendingar en their og med 85% pass accuracy…Tel thad vera agaetis tok a leiknum. Lidinu gekk vel ad loka a Brighton og thvi engin astaeda til ad gera breytingar fyrr.

    Thu vilt semsagt meina ad fa nyjan leikmann inn i nytt system hja Klopp se malid nuna? Eldri leikmann sem a ad spila Liverpool bolta sem utheimtir gridarlega orku, og tharf ad vera ansi skarpur til ad komast inni systemid a nokkrum vikum thratt fyrir reynslu af deildinni. Hvada leikmadur er thetta?

    Med sjonarmidum annarra atti eg ekki vid mitt eigid sjonarmid, enda skiptir thad engu hvort thu setjir thig i min spor eda ekki, heldur skiljir sjonarmid theirra sem taka akvardanirnar. Mer finnst svona fan-umraeda vera oft svo einfold og storkallaleg og menn ekki ad reyna ad setja sig i spor akvardanartokuadila og hversu flokin thessi mal eru. Alvoru skodanir kalla a mun meiri pragmatik og rannsokn a vidfangsefninu. Thad hlytur ad vera ollum augljost. Eg skil vel ad thetta er umraeduvettvangur, enda eru thetta einungis tillogur um hvernig baeta megi umraeduna.

    Svo er enginn ad eigna ther skodun. Thessar tvaer spurningar sem eg spurdi thig tel eg koma frekar rokrett i kjolfar a fyrra kommenti thinu.

    Allt i godu ad menn seu ekki sammala, thad er mjog edlilegt ad folk sjai hlutina odruvisi, eg er einungis ad fara fram a ad menn bakki mal sitt betur upp.

  21. Hendo mætti líka alveg spreyta sig í bakverðinum. Fá Fabinho, Milner og Keita/Shakiri á miðjuna á móti Palace.

  22. #21 ST viltu að ég bakki upp mína skoðun á því afhverju ég vill ekki sjá Moreno spila með liðinu okkar ? Hvað finnst þér til dæmis um að hann eigi að fá marga sénsa og væla síðan í fjölmiðlum? Ég skil skoðun Lúðvík vel það að vera með Hendó,Milner og Wijnaldum á miðjunni er svolítið eins og að vera með 3 stk Klónaða miðjumenn og er ég ekki að tala þá niður síður en svo þeir bæta bara litlu við sóknarlega sérstaklega þegar þeir eru allir inná í einum og sama leiknum. Er varðar Keita þá held ég að þar sé mikið efni á ferð og hann verði að fá sinn tíma, held að hann verði góður ef hann fær meiri spilatíma hann hefur meiðst og það hefur tafið innrituninna í liðið hjá honum við sem höfum meiðst vitum allveg hvað það er að koma til baka og síðan kemur þetta móment og allt smellur hjá manni gleymum því ekki heldur að vinna með klopp verður maðurinn betri í fótbolta. Mér er ferskt í minni að fyrir c.a 2 mánuðum eða svo voru margir hér inni að hrauna yfir Fabinho og þá sagði ég ásamt einhverjum öðrum að hann þyrfti tíma og þá myndi hann bræða okkur eða heilla okkur upp úr skónum og ég tel hann vera á fullu upp metorðastigann. Ef það á að kaupa mann eða menn þá myndi ég vilja sjá í þessari röð 1 vinstri bakvörð ( vita allir hvað mér finnst um Moreno ) 2 annan miðvörð helst betri en L og M. 3 þá má hugsanlega fá heimsklassa miðjumann ef keita verður ekki þá búinn að troða einhverjum ógeðslegum drullusokk ofan í kokið á manni. Og svona að lokum djöfull er orðið langt á milli leikja get ekki beðið eftir næsta desember.
    Þangað til næst YNWA.

  23. Alisson
    fabinho – matip – vvd – robertson
    henderson keita
    shaqiri firmino mane
    salah

    held að þetta sé besta uppsetningin fyrir helgina.

  24. #23 Kaldi. Eg sagdist vera sammala innleggi thinu, og var einmitt ad ubdirstrika thad ad Robbo ma ekki meidast, thvi hann er gridarlega mikilvægur lidinu, og i ofanalag er Moreno buinn ad vera ansi slakur.

  25. Sæl og blessuð.

    Þetta hljómar betur hjá þér ST og við getum í það minnsta verið hjartanlega sammála um að vera ósammála.

    Ég fór að rifja upp feril ,,hins velska Xavi” í þessu sambandi. Hann var óskabarn stjórans, kostaði hönd og fót, himinháar væntingar fylgdu honum, hann byrjaði allbærilega en síðan var þetta bara meira og meira vandræðalegt. Hann passaði líklega alltaf best í Stokebúninginn.

    Skuggalega margt er líkt með þessu og ferli téðs Keita, það sem af er tímabilinu. Allir viljum við honum allt hið besta en það er ekki komið fram ennþá. Ég einblíni auðvitað ekki á þessar fimm mínútur eins og ég hef sagt. Í síðustu leikjum hefur hann ekkert sýnt. Hann hvarf í Wolves leiknum og þetta kortér sem Salah og Mane voru inn á, fór hann á mis við tækifærið til að blómstra, m.a. léleg sending á Salah í blálokin.

    Erum við að horfa upp á ,,hinn afríska Joe Allen”?

    (,,gíneískur” er óþjált!)

  26. ST rétt ég hef ekki verið með fulla 5 þegar ég las þetta hjá þér, biðst velvirðingar á þessu.

  27. Derby búnir að koma til baka og jafna í 2-2 gegn Southampton þegar 10 mín eru eftir.
    Hver annar en Harry Wilson með mark beint úr aukaspyrnu og svo með frábæra stoðsendingu til að jafna. Þvílíkur leikmaður þessi ungi leikmaður okkar. Hlakka til að sjá hann í rauðu á næsta tímabili.

  28. Sælir

    Veit einhver hvar er best að fá miða á útileikinn við Fulham sem er áætlaður þann 16. mars?

One Ping

  1. Pingback:

Kvennaliðið heimsækir Yeovil

Gullkastið – Fyrsti sigur ársins