Wolves – Liverpool 0-2

0-1 Salah (18. mínútu)

0-2 Virgil (68. mínútu)

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega. Virgil fékk ágætis skotfæri úr miðjum teig eftir að hafa fengið boltann eftir hornspyrnu, sett varnarmann á rassinn þegar hann setti boltann á hægri fótinn en skot hans var blokkerað.

Heimamenn fengu ágætis færi stuttu síðar. Sending innfyrir en skot heimamanna var varið af Alisson út í teig þar sem að Fabinho hreinsaði, skotið hafði þó viðkomu í Lovren og breytti örlítið stefnu.

Á 17 mínútu fékk Keita aukaspyrnu úti vinstra megin, boltinn barst á hægri vænginn þar sem að Fabinho tók þríhyrning við Mané, hljóp inn á teig og sendi fína sendingu á Salah á markteig sem skoraði í fyrsta, góð afgreiðsla eftir frábæra sendingu frá Fabinho.

Eftir þetta gerðist heldur lítið. Við vorum nálægt því að sleppa í gegn í tvígang eftir að heimamenn misstu boltann á miðjunni en vantaði herslumuninn. Wolves sótti mikið upp vinstri kanntinn á Milner og komust í fínar stöður í nokkur skipti án þess að skapa sér einhver dauðafæri. Á 41 mínútu kom líklega þeirra besta sókn, Milner var líklega heppinn að gefa ekki víti en það er í raun ótrúlegt að heimamenn hafi ekki náð að klára þessa fínu sókn með skoti eftir að hafa sundurspilað vörn okkar. Það var talsverður titringur hjá okkur bæði fyrir þetta færi og mínúturnar sem fylgdu og manni fannst mark liggja í loftinu. Okkur gekk erfiðilega að losna undan pressunni og Keita gaf boltann frá sér á stórhættulegum stað en Alisson varði vel.

Tveimur mínútum var bætt við en við náðum inn í hálfleik með 0-1 forystu. Tæpt stóð það þó!

Síðari hálfleikur hófst eins og sá síðari endaði. Wolves pressaði ofarlega og okkur gekk misvel að spila okkur í gegnum pressuna. Traore var að valda okkur vandræðum með hraða sínum en það vantaði svolítið upp á síðustu sendinguna hjá heimamönnum.

Keita þurfti að fara útaf eftir 57 mínútur og inn kom Lallana. Sá ekki alveg hvað var að Keita, hann var með einhverjar umbúðir á síðunni, vonandi ekkert alvarlegt enda mikið af leikjum framundan.

Á þessum tímapunkti fannst mér við hafa mun betri stjórn á leiknum en í fyrri hálfleik. Það var svo á 68 mínútu sem að boltinn barst til Salah fyrir utan vítateig hægra megin. Egyptinn lagði boltann fyrir sig og sendi frábæra sendingu inn á markteig þar sem að Virgil Van Dijk bjó sér til pláss og skoraði annað Liverpool og jafnfram sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir klúbbinn, 0-2 og leikurinn ansi nálægt því að vera búinn!

Firmino fór útaf í stað Gini þegar um korter var eftir af leiknum. Verið að þétt miðjuna aðeins og gefa Firmino nokkrar mínútur í pásu.

Mané átti gott hlaup á 83 mínútu og gaf fínan bolta innfyrir á Salah en skot hans var varið í horn úr þröngu færi. Robertson gerði sjaldséð misstök nokkrum mínútum þegar hann ætlaði að taka fyrirgjöf með sér, undir pressu frá tveimur leikmönnum Wolves. Það vildi ekki betur en svo að hann fékk boltann í hælinn þaðan til Gibbs-White sem skaut í hliðarnetið.

Fimm mínútum var bætt við þar sem við að vissu leyti sýndum nokkuð vel hve mikið þetta Liverpool lið hefur þroskast síðasta rúma árið eða svo. Héldum boltanum mjög vel, spiluðum okkur vel út úr allri pressu og tókum góðar 2-3 mínútur eða svo út við hornfána og vorum í raun aldrei nálægt því að fá á okkur færi, hvað þá mark í þessum síðari hálfleik og lönduðum góðum og sanngjörnum 0-2 sigri og erum búnir að tryggja toppsætið þessi jólin hið minnsta!

Bestu menn Liverpool

Salah var algjörlega frábær, með mark og stoðsendingu, en ég get eiginlega ekki horft framhjá herra Rolls Royce sem mann leiksins. Það er klassi yfir öllu því sem hann gerir, hvort sem það sé yfirvegunin á boltann, að halda skipulagi á varnarlínu liðsins eða að stilla á innspýtingu og hlaupa líklega hraðasta leikmann deildarinnar uppi í Adama Traore! Svona leikmenn eru vanfundnir, 75 milljónir eða hvað það nú var er gjöf en ekki gjald. Ég myndi borga tvöfalt það í dag. Þvílíkur leikmaður!.

Erfiður dagur

Við biðum í eitt ár eftir Naby Keita og við erum ennþá að bíða. Þessi tilraun með hann á vinstri er ekki að gera sig. Hann virkar týndur, er alveg flottur á boltann en það gerist lítið. Vissulega er það jákvætt að vera komnir þetta langt og það meira og minna án þessara ~100 milljóna sem við eyddum í miðjumenn. Fabinho er allur að koma til á meðan Keita er að eiga erfiða tíma. Betur má ef duga skal. Vonandi er hann ekki lengi frá og við förum að sjá meira frá honum.

Umræðan

Fabinho. Brasinn er búinn að vera mjög öflugur síðustu vikur. Hann átti einn slakann leik (Arsenal) en hefur verið góður eftir það og mikill stígandi í leik hans, leik eftir leik, viku eftir viku. Var virkilega góður um síðustu helgi gegn Man Utd og átti aftur fínan leik í dag, frábært að fá hann inn, óþreyttann og í formi á þessum tíma þar sem leikirnir eru margir og stutt á milli.

Besta Liverpool lið í minni tíð. Það eru 18 leikir búnir í deildinni og við erum ósigraðir og það er kominn 21 desember! Þetta er ein besta byrjun hjá liði í úrvalsdeildinni frá upphafi – að öllu eðlilegu værum við ~8-10 stigum frá næsta liði en auðvitað ekki Liverpool. Það þarf auðvitað að vera á sama tíma og við erum að sjá eitt besta lið í sögu EPL, Man City. Liverpool er samt að að sýna, þeir eru ekki að fara neitt og ætla sér að vera í þessari baráttu allt til enda!

Klár framför:

 • Eftir 18 leiki í fyrra var Liverpool í 4.sæti með 34 stig, 38 mörk skoruð og 20 fengin á sig.
 • Þetta tímabilið er Liverpool í 1.sæti með 48 stig (14+), 39 mörk skoruð (1+) og 7 mörk fengin á sig (-13, !!).

Allt tal um að Liverpool liðið sé ekki komið í gang er kjánalegt í besta falli.

Efstir um jólin. Síðasta áratugin þá hefur það eingöngu gerst í tvígang að liðið sem var efst á jóladag hafi ekki endað á því að vinna deildina. Það var Liverpool 2008/09 og Liverpool 2013/14. Allt er þegar þrennt er?

Næstu verkefni

Það er mikið spilað yfir hátíðarnar eins og við eigum að venjast. Næstu tvö verkefni eru deildarleikir á Anfield gegn Newcastle 26. desember og Arsenal 29. desember áður en við skellum okkur í stutt ferðalag yfir til Manchester borgar á nýju ári og heimsækjum Man City 3. janúar!

Kop.is óskar þér og þínum gleðilegra jóla! Jólin eru rauð þetta árið.

YNWA

45 Comments

 1. Þetta var klarlega besti sigur okkar manna það sem af er desember og leikurinn sem maður horfði a hræddastur við fyrir nokkrum vikum.

  GEGGJAÐUR SIGUR OG A TOPPNUM UM JOLIN 🙂

 2. Sá nú ekki fyrri hálfleikinn en þvílíkir yfirburðir í seinni hálfleik. Ánægður með innkomuna hjá Lallana, fékk greinilega þá dagsskipun að vera hreifanlegur og nýta kantana vel og við það opnaðist miðavæðið heldur betur og við jörðuðum þessa miðju með flottu spili. En my god hvað VVD er frá annari plánetu. Besti leikmaðurinn á englandi það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana.

  YNWA

 3. Sæl og blessuð.

  Ég veit, ég veit, ég veit – enginn nennir þessari umræðu lengur en …

  … fyrir einu eða tveimur árum þá hefðu þessi hálffæri Úlfanna runnið í gegnum súkkulaðigreipar markmannsins og leikurinn hefði verið í uppnámi. En núna erum við með vörn og markvörð sem brenna upp sókn andstæðinganna. Það kom mér á óvart að þeir skyldu taka út þessa leikmenn sem höfðu verið mest áberandi í leiknum en augljóslega voru þeir með tóman tank. Blessaður varnarmaðurinn sem átti að gæta Salah vaknar vafalítið með andfælum við martröð á jólanótt og hrópar nafn tiltekins sóknarmanns.

  Hvað er hægt að segja um þá tvo – þann fremsta og þann aftasta??? Þvílíkir leikmenn. Salah, e.t.v. maður leiksins en skollakornið hvað VvD var að gera þarna í vörninni og með bjartsýniströllið Lovren við hlið sér. Hed að ég gefi þeim stóra atkvæði mitt. Já, það er ekki annað hægt.

  Og óvæntasta frammistaðan? Lallana. Furðusprækur karlinn eins og í síðasta leik og gerði nákvæmlega það sem Klopp muldraði í eyra honum áður en hann tölti inn á völlinn – hélt boltanum og hægði á þessu. Með smá heppni hefði hann skorað en besti úlfurinn var í markinu og bjargaði því sem bjargað varð fyrir þá gulklæddu.

 4. Þessi sigur var gífurlega þéttur í kalsarigningu desembermánaðar.
  Úlfarnir erfiðir og dauðafæri fyrir þá við þessar aðstæður.
  En okkar menn eru klárir í bátana og vinna þvílíkt vel saman. Djöfull er ég stoltur af þessu liði.
  On top of the Christmas tree.
  YNWA

 5. Virgil van Dijk. Vá, vá, vá!

  Þegar hann stakk Traore af á sprettinum og glotti svo í kampinn eftir á, herregud. Það besta er að hann vissi allan tímann að hann myndi éta hann. Ekki er síður mikilvægt að liðsfélagar hans bjuggust líka við því sem auðveldar öðrum varnarmönnum og markverði störfin umtalsvert. Þarna gáfust Úlfarnir líka í raun upp og Traore var skipt út af skömmu síðar.

  Ef Virgillinn okkar heldur þessu áfram, hefðu jafnvel 130 milljón pund verið gjöf en ekki gjald.

 6. Keita fékk á sig gróf brot sem dómari leiksins lét viðgangast. Of oft sem slíkt skeður og leikmenn ganga á lagið. Liðsheildin var nokkuð góð en Salah og Virgill eru ómetanlegir og Fabinho vex með hverjum leik.

 7. Varðandi skýrsluna.. Er ekki næsti leikur í deild við city 3. jan..??

 8. Flottur sigur við mjög erfiðar aðstæður.
  Toppsætið okkar og lítið annað að gera en að fara að huga að skötunni.

 9. Það skiptir ekki máli hvað City eru góðir við ætlum bara að vera betri!

 10. Salah er góður, Salah skorar mörkin og leggur upp sem oft ætti að flokkast sem besti leikmaðurinn í liðinu, en það er einn annar sem er betri, ætti ég að segja mikilvægari, það er Virgil Van Dijk. Guð minn góður að sjá þennan leikmann spila, hann er okkar mikilvægasti leikmaður!

 11. Takk fyrir þessa jólgjöf herr Klopp! Á toppnum um jólin. Ég þarf ekki meira.

 12. Veistu ég mun setja Klopp grímuna á toppinn á jólatrénu um jólin. Hvíli aðeins engilinn.

 13. Virgill er Chuck Norris á sterum. Þvílíkt lið, áfram leicester 🙂

 14. Virgil van dijk could shit himself in the middle of the night and still wake up with a clean sheet.

 15. Stórkostlegur sigur og við erum á toppnum, en þar eigum við heima!
  Hversu geggjað er þetta lið okkar? Við erum auðvitað með heimsins besta þjálfara, þannig virkar þetta. Klopp nær því mestu út úr öllum leikmönnum sínum og við eigum Keita inni.

  Gleðileg, rauð og falleg, Liverpool-jól!

 16. Er hægt annað en að gleðjast. Erum með alveg rosalega solid og þétt lið þessa dagana. Gleymum því ekki að efnilegustu varnarmenn Englands, TAA og Comez eru meiddir og líka Matip sem var jú að spila gríðarlega vel. Síðan eigum við Uxann sem var ekkert lítið góður undir vor á síðasta tímabili. Ef ég væri ekki tiltölulega jarðbundinn þá teldi ég að þetta væri langleiðina komið en tímabilið á Englandi er langt og erfitt, rosalega erfitt. Síðan er lið sem heitir Man C þar sem eru til endalausir peningar.
  Mest er ég ánægður með róteringuna á miðjunni en það var greinilega að há liðinu í meiðslatörninni fyrr í haust að margir leikmenn voru nánast búnir á því. Með því að geta hvílt menn leik og leik án þess að veikja liðið aukast möguleikarnir á að geta haldið uppi tempóinu sem Klopp vill hafa. Virkilega gaman að sjá VvD skora því engir hafa meira gaman af því en varnarmennirnir. Tímabilið er hálfnað og varnarmennirnir okkar hafa “bara” skorað 3 mörk, TAA, Matip og VvD eitt hver. Finnst svona einhvernveginn að varnarmennirnir eigi að geta skorað til samans svona 7-10 mörk á tímabili en svo fremi sem hin liðin skora ekki á okkur skiptir það sennilega engu máli – ég er bara að væla yfir einhverju því það er svo erfitt að finna eitthvað að.

 17. Hið minnsta fimm af bestu leikmönnum deildarinnar í okkar liði.

  Engin spurning.

  Við tökum þetta í vor.

  Gleðileg jól.

  YNWA

 18. Gaman að vera i efsta sæti um jólinn eftir öruggan sigur i gær, gaman að lesa frá stuðningsmönnum jákvæðni um liðið…þar sem glugginn er að opnast 1jan þá fer i það mynsta lítil umræða um að leikmenn séu orðaðir við okkur sem lísir stöðunni á liðinu…ef menn haldast sæmilega heilir út janúar þá held eg að Klopp bæti ekki við leikmönnum i jan nema að aðrir fari i staðinn…td Moreno út nýr inn…held við eigum eftir að sjá einhverja unga peyja ur akademíunni koma inná sviðið á nýju ári frekar en ný kaup….

 19. Þegar Liverpool var upp á sitt besta og var að vinna titla reglulega þá fór liðið oft ekki í gang fyrr en í nóvember. Mér finnst holningin vera svipðuð núna og vona að formúlan sé mætt á aftur á Anfield. Við erum með svaka lið sem eltir okkur eins og skugginn en við þurfum bara að hugsa um okkur og leyfa okkur að dreyma.

 20. Ég held að gott ráð væri að troða skötu í City menn til að lækka í þeim rostann og þá þyrftum við ekki að fá 100 stig til að verða meistarar.
  Gott að vera á toppnum á jólunum.
  Ég tek það fram að ég er þrælvanur skötu.

 21. Kanski bara óskhyggja…kæmi mér ekki á óvart að city tapi stigum i dag…

 22. City marki undir í hálfleik..getur það verið…nei fjandinn hafi það…eða hvað? Nei City hlýtur að klára þetta í seinni…eða hvað.. eru taugarnar að segja til sín 🙂

 23. Nóg eftir af leiknum hja City en þeir eru 1-3 undir….Krissi 25 leikurinn í vikunni tók sinn toll hjá City…..svo eru okkar menn heitasta liðið i evrópuboltanum i dag…

 24. …. og Chelsea undir á móti Leicester. Þetta er að spilast ótrúlega vel fyrir okkar menn.

 25. Ekki búið enn City þurfa ekki nema nokkrar mín til að refsa en þetta er mjög áhugaverð staða hvernig í ands#%## tókst CP að skora 3 ?

 26. Roy friggin Hodgson með gullna jólagjöf til púlara nær og fjær. Gleðileg jól öll sömul.

 27. Sæl og blessuð.

  Woy-karlinn er uppáhalds jólasveinninn í ár. Hver hefði leyft sér að vona að við yrðum fjórum stigum fyrir ofan Saudi þegar hátíðin gengur í garð?

 28. In Woy we trust!

  Fyrst tapleikur City á Ethiad í deildinni síðan árið 2010!

 29. manc tapar, sem þíðir við erum 4 stigum á undan næsta liði, frábært. Leikurinn á móti úfunum var hreint frábær, þvílíkt lið sem við eigum, eithvað svo solid.
  Gleðileg jól öll saman.

  YNWA

 30. Þetta er það besta sem Roy hefur gert fyrir Liverpool síðan hann hreinsaði skrifborðið sitt á Melwood.

 31. Bíddu, erum við í alvörunni að tala um að City hafi tapað á heimavelli á móti Roy C. Palace?!

  The pressure is on, baby!

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn Wolves

Á toppnum um jólin