Miðar á Meistaradeild

Síðustu daga hafa margir sent okkur félögunum fyrirspurnir um miða á leiki Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni í febrúar og mars.

Við viljum benda lesendum síðunnar á auglýsingahlekk hér til hliðar á þá félaga okkar á https://www.norwegiansportstravel.com/ en þeir hafa töluvert magn miða á alla heimaleiki Liverpool, þ.á.m. á alla leikina í Meistaradeildinni. Þeir hafa sett upp söluhlekk vegna leiksins á Anfield nú þegar.

Um er að ræða opinbera miða frá Liverpool enda þeir opinber söluaðili miða á leiki á Anfield.

Leiðbeiningar um miðakaup í gegnum þá og virkjun afsláttarkóða í tengslum við kop.is er að finna með því að smella á “Miðar á Anfield” hér í borða efst á síðunni.

Við höfum því miður engar tengingar á leikinn í Munchen.

Gullkastið – Schadenfreude, jólin eru komin

Í bæli úlfa, upphitun fyrir Wolves.