Rauðu djöflarnir kíkja í heimsókn

Á sunnudaginn kl. 16 mun bresta á með einni af alræmdustu orrustum ensku knattspyrnunnar, þegar Rauði herinn fær Rauðu djöflana í heimsókn. Og nú ber svo við að í fyrsta skipti í …. talsverðan tíma ber þetta upp á þann tímapunkt að okkar menn eru einir í efsta sæti deildarinnar þegar leikvikan hefst. Við getum auðvitað vonað að Gylfi og félagar í Everton sjái til þess að sú staða verði ennþá uppi á pallborðinu þegar leikur hefst, en “don’t hold your breath” eins og skáldið sagði.

En hvenær gerðist það síðast að Liverpool var í efsta sæti deildarinnar í byrjun leikviku?

Það myndi hafa verið í byrjun 12. leikviku tímabilið 2016-2017, en þegar sú leikvika hófst voru okkar menn með 26 stig, á meðan Chelsea var í öðru sæti deildarinnar með 25 stig. Síðasti leikur á undan var 6-1 sigur gegn Watford, og með því hirti Liverpool toppsætið af Manchester City. Þetta var 6. nóvember 2016. Eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á, þá féll Liverpool af toppnum í næstu umferð (því annars hefði þetta ekki verið síðasta skiptið þegar liðið var á toppnum!). Reyndar kom fjögurra leikja hrina eftir Watford leikinn þar sem aðeins einn leikur vannst (þar á meðal alræmt 4-3 tap fyrir Bournemouth), síðan kláraði liðið árið með stæl, endaði á því að vinna City 1-0 á heimavelli, og lauk árinu í 2. sæti. Svo tók við hræðilegt tímabil þar sem liðið vann ekki leik í rúman mánuð, eða þar til 11. febrúar þegar það tókst loksins að innbyrða sigur, og þá gegn Spurs, en var þá hrunið niður í 4. sæti deildarinnar og sá ekki til sólar í deildinni það sem eftir lifði tímabili (þetta var semsagt tímabilið þar sem Klopp lærði að það verður að rótera hópnum til að lifa þessa deild af). En Chelsea létu forystuna hins vegar aldrei af hendi eftir 12. leikviku, og stóðu uppi með pálmann í höndunum um vorið. Næsta tímabil ætti svo að vera okkur í fersku minni, þar sem City einfaldlega hirtu efsta sætið í 5. leikviku, og litu ekki til baka það sem eftir lifði tímabils. Fyrstu 4 umferðirnar var það hins vegar hitt liðið frá Manchester sem var á toppnum, og það er því síðast þá sem United menn vermdu það eftirsótta sæti.

Hvenær ætli Liverpool hafi þá síðast mætt United, og setið í toppsætinu eftir leik? Það myndi væntanlega hafa verið haustið 2013, þegar Daniel Sturridge sá til þess að við hirtum 1-0 sigur, þriðja leikinn í röð, með marki á 4. mínútu eftir skalla frá Daniel Agger.

Og hvenær skyldi það svo hafa gerst síðast að Liverpool mætir United mönnum á Anfield, sitjandi í efsta sætinu í upphafi leikviku?

Jú það ku hafa verið þann 16. september árið 1990, þegar okkar menn unnu United 4-0, með þrennu frá Peter Beardsley, auk þess sem John Barnes setti eitt til viðbótar.

Það er því löngu orðið tímabært að endurtaka leikinn.

Knattspyrnustjórar liðanna í leiknum 1990 voru þeir Kenny Dalglish og Alex Ferguson. Núna á sunnudaginn verða það þeir Jürgen Klopp og Jose Mourinho sem mætast. Hvernig skyldi svo hafa gengið í viðureignum þeirra síðustu árin?

Vissulega hefur gengi Liverpool gegn United síðustu árin ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Klopp hefur engu að síður tekist að vinna United með Liverpool, þó ekki í deildinni. Það gerðist þann 10. mars 2016 í 16. liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þegar United var undir stjórn Louis van Gaal.

Þá hefur Klopp unnið Mourinho í ensku deildinni, en það gerðist síðast þegar lið Liverpool undir stjórn Klopp heimsótti Chelsea á Brúnni á fyrstu leiktíð Klopp. Það sem meira er, að þá var þetta fyrsti sigur Klopp með Liverpool í deildinni, en liðið hafði áður sigrað Bournemouth í deildarbikarnum. Klopp og Mourinho hafa svo auðvitað mæst áður á öðrum vettvangi, þ.e. þegar þeir voru hjá Real og Dortmund hér í denn.

Nú og svo má auðvitað ekki gleyma því að það er reyndar ekki lengra síðan en í sumar að Liverpool vann United, svosem í æfingaleik á undirbúningstímabilinu, en sigur samt. Það var einmitt í þeim leik sem Shaqiri nokkur opnaði markareikning sinn hjá félaginu með þessu líka ágæta marki eftir stoðsendingu frá Woodburn.

Svo það er ekki eins og að Klopp viti ekki hvernig eigi að sigra United eða Móra. Það er bara þetta litla smáatriði með að koma því í framkvæmd núna á sunnudaginn.

Rauðu djöflarnir

United menn koma inn í þennan leik eftir góðan sigur á Fulham í deildinni, en töpuðu svo klaufalega gegn Valencia í meistaradeildinni í vikunni og misstu þar með af toppsætinu í deildinni riðlinum, svona fyrst RealJuventus tóku upp á því að tapa fyrir Young Boys. #MourinhoOut vagninn er alveg ennþá á talsverðri siglingu, en það eru kannski ekki alveg jafn margir farþegar á þeim vagni eins og oft áður í haust. Það er þó ljóst að samkomulagið innan herbúða United er brothætt, enn er talað um að Mourinho og Pogba komi ekki vel saman, og talað um að það gæti hreinlega verið betra fyrir þá að sleppa honum í byrjunarliðinu. Einnig er orðrómur um að Valencia vilji fara frá liðinu núna í janúarglugganum. Það eru nokkrir leikmenn sem voru meiddir í vikunni og fóru ekki með til Spánar: Smalling, Darmian, Dalot, Sanches, Lindelöf, Martial og Shaw, en samkvæmt Móra þá eru einhverjir þeirra farnir að æfa og gætu því sést í leiknum. Annars nenni ég ekki að eyða of mikilli orku í að spá í þetta lið þeirra. Snúum okkur að lærisveinum Klopp.

Okkar menn

Leikurinn kemur í kjölfar þess að Liverpool er búið að tryggja sig inn í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar, sem hlýtur nú að teljast talsverður léttir fyrir alla hlutaðeigandi. Engu að síður er ekki hægt að segja að áhyggjustigið hjá Liverpool aðdáendum sé neitt sérstaklega lágt, því meiðsladraugurinn er aftur farinn að láta á sér kræla. Staðan á Gomez var auðvitað öllum kunn, en Napoli leikurinn reyndist nokkuð dýr því bæði Joel Matip og Trent Alexander-Arnold meiddust í honum, Matip verður frá fram í febrúar og Trent verður frá í þessum leik hið minnsta, vafasamt að hann nái Wolves leiknum um næstu helgi. Það er því orðið ansi fáliðað í vörninni, og þá sérstaklega í hægri bakverði. Við eigum auðvitað eitt stykki Nathaniel Clyne, en hann hefur spilað heila 3 leiki síðan í maí 2015, og það hafa satt að segja verið stór spurningamerki yfir hans ferli síðasta árið eða svo. Alls konar kjaftasögur hafa verið að ganga um ástæður þess að hann er ekki í byrjunarliðinu, og er á löngum köflum ekki einusinni á bekknum. Klopp hefur svosem nokkra möguleika í stöðunni. Hann gæti haft Milner áfram í hægri bak eins og hann var í sínum 500. leik í deildinni, nú og svo hefur Fabinho leikið í bakverði með landsliði Brasilíu og er því ekki ókunnugur þessari stöðu. Þá bíður Rafa Camacho í startholunum, en hann hefur þótt standa sig vel á síðustu mánuðum, bæði með U23 sem og á æfingum með aðalliðinu. Nú og svo til að krydda stöðuna örlítið, þá fréttist af því að unglambið Ki-Jana Hoever hefði sést á æfingu með aðalliðinu í vikunni, en þessi 16 ára pjakkur hefur víst verið að standa sig vel með yngri liðunum frá því að hann kom til Liverpool í sumar frá Ajax. Fyrst var hann settur í U18 liðið, og svo á síðustu vikum hefur hann fengið tækifæri með U23. Hann er hávaxinn og sterkbyggður, og þykir minna að mörgu leyti á Virgil van Dijk á velli. Það kæmi nú ákaflega á óvart ef annar hvor þeirra sæust í liðinu á sunnudaginn, en undirritaður yrði ekkert svakalega hissa ef nafn Camacho sæist á bekknum.

Staðan á miðvörðunum er kannski örlítið betri, þar sem Lovren og van Dijk eru báðir leikfærir, en þó er það þannig að fyrst Gomez er ekki væntanlegur fyrr en í lok janúar, þá er ljóst að það verður erfitt að ætla að spila þeim tveim í hverjum einasta leik næsta einn og hálfa mánuðinn. Fabinho gæti alveg dottið inn í þessa stöðu, Wijnaldum hefur sömuleiðis sést þarna stöku sinnum, nú og svo erum við með nokkur unglömb í unglingaliðunum. Af þeim er Conor Masterson kannski líklegastur til að sjást á bekk á næstu vikum, en hann var einmitt þar í einum leiknum gegn City í vor þegar miðvarðarstaðan var hvað þynnst mönnuð. Þá þótti Nat Phillips standa sig vel á undirbúningstímabilinu í sumar, en hefur hins vegar verið meiddur á síðustu vikum, og hefur því lítið spilað með U23 núna í haust.

Það er búið að gefa út “Provisional squad” fyrir leikinn á sunnudaginn, og í þeim hóp eru Camacho, Phillips og Masterson allir nefndir, svo hver veit nema einhver þeirra sjáist á bekk á sunnudaginn.

Af öllu framansögðu skulum við skjóta á að uppstillingin verði eftirfarandi:

Alisson

Milner – Lovren – Virgil – Robertson

Wijnaldum – Henderson – Keita

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Moreno, Camacho, Fabinho, Shaqiri, Sturridge, Origi

Við sófasérfræðingarnir gerum þá sjálfsögðu kröfu að lengsta taplausa byrjun Liverpool í deildinni haldi áfram. Við vitum að liðið okkar á að vera alveg nógu gott til að vinna þetta United lið, og þurfum ekki annað en að líta á mörk fengin á sig til þess, því á meðan Alisson hefur þurft að hirða tuðruna 6 sinnum úr netinu hefur De Gea þurft að gera slíkt hið sama 26 sinnum á leiktíðinni. Við vitum líka að Móra leiðist ekkert að leggja rútunni, og finnst líklega fátt skemmtilegra en að þvælast fyrir Liverpool, hvað þá að stöðva sigurgöngu. Það er því nettur skjálfti hjá undirrituðum fyrir þessum leik, en líklega þýðir ekkert annað en að treysta Klopp, sleppa efasemdunum og trúa á liðið, eða eins og Klopp orðaði það: “we need to change from doubters into believers”.

Spáum 2-0 sigri með mörkum frá Wijnaldum og Milner úr víti.

KOMA SVO!

27 Comments

 1. Ég þurfti að kíkja inn á nokkrar United síður í tengslum við þessa upphitun. Held að ég þurfi að formatta vélina.

 2. “United menn koma inn í þennan leik eftir góðan sigur á Fulham í deildinni, en töpuðu svo klaufalega gegn Valencia í meistaradeildinni í vikunni og misstu þar með af toppsætinu í deildinni, svona fyrst Real tóku upp á því að tapa fyrir Young Boys”???

 3. Sæl öll

  Tony Pul….. fyrirgefið Jose Mourinho sækir, eins og venjulega, með löngum bolta á stóra manninn og vonar það besta. Einnig, eins og venjulega, verða allir leikmenn manutd að verjast á 35 metrunum. Með þessu hafa þeir sýnt að þeir geta skorað tvö mörk í leik. Því er þetta í mínum huga, aðeins spurning um það hvort LIVERPOOL getur skorað 3 mörk á sunnudaginn.
  Með þennan óvin heiðarlegrar knattspyrnu, sem Móri svo sannarlega er, er ég alveg ógeðslega hræddur fyrir þennan leik. Það er svo auðvelt að skynja, meira að segja í gegnum sjónvarpið, að Móri elur leikmenn á neikvæðni. Það sannast best á t.d. Pepe og núna Pogba eða bara öllum landsliðsmönnum sem Móri hefur stýrt hjá félagsliði. Ef þeir eru ekki snar vitlausir inni á vellinum (Pepe) að þá leiðist þeim svo að þeir fara, á þremur mánuðum, frá því að vera bestir á HM í það að komast ekki í hóp! En neikvæðnin sem hann elur á getur verið vopn og er það hvast fyrir þennan leik á sunnudaginn. Í öllum fjölmiðlum og allri umfjöllun er manutd “leiðinlega” liðið sem allir hata…..og þá stöðu elskar Móri að vinna î.
  Guardiola, Pochettino og Klopp eru nýju og heiðarlegu, skemmtanagildiðífyrirrúmi knattspyrnustjórar og það er bara gaman að horfa á þessi lið.
  Öll jákvæðnin í kringum mitt Liverpool og neikvæðnin í kringum manutd vekur upp minningar um úrslitaleik AC.Milan of Barca ’94. Því var stillt upp svipað og ég geri nú, neikvæð nálgun vs. knattspyrna. Capello og fjölmiðlametin neikvæð nálgun vann 4-0 og Cruyff átti engin svör!
  Þetta er enginn venjulegur leikur á sunnudaginn! Þetta er spurning um að þagga endanlega niður í þessum portúgalska hrokagikki, sem er ekki að gera neitt merkilegri hluti enn t.d. Otto Rehhagel! Mikið ógeðslega vona ég og óska, að þessi ótrúlega jákvæða knattspyrna (èg elska skáta-, engla- og heiðarlega, látið andstæðinginn og dómarann í friði nálgun Klopp) sem Liverpool stendur fyrir vinni bara 5-0!

 4. Að við séum að fara fá víti er með því bjartsýnasta sem ég hef lesið á þessari síðu 😀

  Annars fínasta upphitun og trúlega verður galdurinn við að vinna, þetta hundleiðinlega lið, að skora snemma og leyfa þeim svo að sækja. Þá göngum við frá þeim, svona svipað og hálstakið hjá Gunnari Nelson.
  Það sem ég hef mestar áhyggjur af er samt lítið fótboltatengt, og þetta er ekkert grín hjá mér. Hann fyrrverandi míkrófónn og áframhaldandi UFC-spilari Fellaini virðist vera á sérsamningi hvað varðar að gefa leikmönnum olnbogaskot og komast upp með það. Af hverju þessi fauti (ásamt ramos rottu) er ekki með fleiri gul og rauð spjöld er mér algjörlega óskiljanlegt.

  Annars hef ég trú, ég hef svo miklu meiri trú á að við vinnum í stað þess að þeir séu að fara koma með eitthvað bullandi sjálfstraust inn í þennan leik. Vissulega er pressa á okkur enda einir á toppnum en það er miklu meiri pressa á þunglynda portúgalanum og á hinu rándýra getulausa liði þeirra.

  Segjum 3-1. Hverjir skora, skiptir engu máli. Gummi Ben mætti skora fyrir mér, vil bara vinna þetta lið, helst slátra þeim!

 5. Sæl og blessuð.

  Það er alltaf einhver dómsdagssvipur af þessum rimmum okkar og Samvinnuhreyfingarinnar. Þeir munu leika saman leikinn og grannar þeirra gerðu. Ef Guardiola spilar hægt og liggur í vörn, við hverju má þá búast af Írafells-Móranum? Nei, þetta verður seigt og tefjandi á morgun, endalaust kvabb og nöldur. Þá mun olnbogabarnið Fellaini njóta sín á miðjunni, stórhættulegur leikmönnum okkar. Tröllið Lukaku verður á sínum stað og svo munu þeir senda sín langdrægu skeyti yfir á hann þar sem hann lúrir í framlínunni. Ekkert fallegt í gangi þarna, ekkert frumlegt né skapandi.

  Það hjálpar mikið að hafa trausta varnarlínu þegar svona stendur á. Skyndisóknir og langskeyti verða hættuminni og sóknin getur gefið sér lengri tíma í sínum aðgerðum. Trúi því að mörkin verði tvö, VvD skorar loksins í deildarleik og það kemur beint upp úr hornspyrnu. Svo kemur sá egypski, kóngurinn sjálfur með eitt í blálokin.

 6. Sælir félagar

  Þetta verður eitthvað en ekkert segir að við töpum þessum leik og allar líkur á að við vinnum. Því getur þessi leikur getur orðið bananahýði sem við skriplum á og dettum. Þessi leikur getur líka orðið hýðing á Móra og þessi leikur getur einnig orðið hunleiðinlegt skítajafntefli þar sem Móri leggur rútunni og tjaldar fyrir rammann. En sama hvernig það verður, spennan fyrir þennan leik verður og er ómæld.

  Eins og SSteinn segir í Kop-hlaðvarpinu þá eru þessir leikir við MU nánast aldrei skemmtun heldur taugadrepandi álag á Liverpoolhjartað, seigdrepandi taugaspenna sem lýkur ekki fyrr en flautan gellur. Það er það venjulega en við skulum vona að hitt verði ofan á að þetta verði hýðing á Móra og félaga þó mér sé meinalaust til flestra leikmanna MU. Ég meira segja kenni í brjósti um þá suma að spila undir ryðguðum Mótorkjaftinum. Vonu því að þetta verði skemmtun en ekki taugslítandi leiðindi. Því spái ég 3 – 0 og heiti á allar góðar vættir að styðja okkar menn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Þetta á að vera sigur, punktur. Það væri gaman að taka þá 4-0 en jafnvel sætara að taka Everton stílinn á þetta. Ég væri til í að sjá Shaq, Fabinho og Wijnaldum á miðjunni.

  Bara ein pæling í lokin. Ég held að flestir séu sammála því að Alisson, Van Dijk og Salah sé okkar bestu leikmenn í dag og þeir mikilvægustu (Firminho skammt undan. Ef þið þyrftuð að selja 2 af þessum 3 hver myndi standa eftir? Ég sjálfur á erfitt með að gera upp á milli en ef ég þyrfti að velja þá myndi ég segja Alisson bara út af því að það er erfiðara að finna markmann í þessum klassa fremur en varnar- eða sóknarmann.

  Endilega segið ykkar skoðun!!

 8. Nr 7

  Erfitt val. Ef við mundum selja Allison þá fengum við meira en klásúlan hjá Oblak um 80 m pund. Fengum 160-200 fyrir van dijk gætum mögulega fengið marquinos og koulibaly fyrir það. Salah 200 gætum reynt að fá mbappe fyrir svipað Klopp hitti hann og var víst ánægður með það samtal ,fór einmitt vel á þeim þegar leikmenn voru í göngunum á anfield. Eða dembele og icardi kannski. Ég mundi síst vilja missa Virgil svo Allison held það yrði auðveldast að fá leikmenn fyrir Mo ég treysti allavegann Edwards og kaupnefndinni fyrir því. Það eru allavegann færri heimsklassa varnar og markmenn.

 9. Mourinho med hálf misheppnad skot á titlaleysi Klopp. Minnir mig alltaf meira og meira á Trump, alltaf stútfullur af bulli og dramatík og allir vondir við hann. Eg vona að hann verði jafn lengi við stjórnvöllnn og Ferguson.

 10. Það er vissulega rett hja Steina að maður nytur þess alls ekki að horfa a þessa leiki og i raun og bara nyt eg þess aldrei að horfa a liverpool leiki fyrir stressi serstaklega eins og nuna þegar hver einasti leikur er bara úrslitaleikur, eg sit aldrei i mínútu yfir þessum leikjum og labba nokkra kílómetra i stofunni en það er samt þetta stress og spenna sem eg fæ eitthvað út úr eins furðulega og það hljómar hahaha.

  Las aðan að engin af Salah, Mane eða firmino hafa skorað eða lagt upp mark gegn Man Utd en það breytist a morgun held eg og held eg að þeir skori allir, Salah með þrennu og hinir með sitthvort markið i 5-1 sigri. Komin timi a að jarða þetta lið i eitt skipti fyrir öll. Eg er allavega bjartsynn og hef mikla trú fyrir morgundaginn.

 11. Verð að játa að ég átta mig ekki á vissri umræðu hér, um sölur á nefndum leikmönnum. Að ég best veit, þá er ekkert í kortunum varðandi sölur. En að þessum leik. Hef eiginlega engar áhyggjur, er allt of mikill getumunur til þess. þessi leikur fer 2-0.

  YNWA

 12. Takk fyrir upphitunina Daníel.

  Fyrir mér er þetta skyldusigur, miklu frekar en Napoli leikurinn í vikunni. Fremstu þrír eru að hitna og Mané bætir upp fyrir klúðrin á þriðjudaginn og setur 2 mörk á morgun. Hef eiginlega engar áhyggjur af því að United skori, ekki einu sinni viss um að þeir reyni það.

 13. Ég er svo glaður að við komust áfram í meistaradeildinni. Enn glaðaðri varð ég þegar ég frétti að við höfum fengið 8 millur fyrir það. Fyrir þann pening er hægt að kaupa heilan Skotlands mann. Skilst að það vanti mann í hægri vörn. Er ekki tilvalið að kaupa tvíburabróðir Robertson, hann Soberson?

 14. #2 Ray:
  Þetta átti að sjálfsögðu að vera “í riðlinum” en ekki í deildinni. Búinn að leiðrétta, takk fyrir ábendinguna.

 15. Það var ekki eina sem var vitlaust í setningunni Daníel, það var Juventus ekki Real sem tapaði fyrit Young Boys 🙂

 16. Takk fyrir þetta. Rosaleg viðureign og svosem alltaf stórleikir þegar spilað er við MU hvernig svosem staðan er á liðunum. Algjörlega sammála þér Svavar (#4) að menn þurfa að vera í algjöru bjartsýniskasti til að vonast eftir víti gegn MU. Þeir sem eru eldri en tvævetur vita að til að fá víti gegn þessu liði þarf helst að fótbrjóta einhvern á báðum fótum og að útileikmaður handleiki boltann með báðum höndum inn í markteig. Þá er kannski séns en er þó ekki viss.
  Erfitt er að spá en á venjulegum degi er munar á liðunum það mikil að 2-0 eða 3-1 eru eðlileg úrslit. En eins og við vitum eru ekki allir dagar venjulegir.

 17. Klopp hefur unnið 25 af 26 liðum sem hann hefur mætt í deildinni á Anfield. Aðeins Manutd eftir og vonandi kemur sá sigur í dag.

  Ég á mjög erfitt með að sjá hvaða miðja kemur til með að spila þennan leik í dag, Henderson og Winjaldum eru alltaf að fara að byrja þennan leik á miðjunni en hver verður með þeim ?
  1. Fabinho, þá verður klárlega ekki mikil ógn á miðjunni en á móti kemur að hann er stór og mikill og myndi henta vel á móti hálofta boltanum hans Mourinho.
  2. Shaqiri, kæmi með meiri ógn og skapar hættu með öllu sem hann gerir en hann er mjög lítill og kannski ekki sá duglegasti á miðjunni.
  3. Naby Keita, ég held að hann sé líklegasti 3 maðurinn á miðjuna í dag, hann hefur verið að koma sterkur inn upp á síðkastið og hann kemur með vinnslu, ógn og hörku miðjuna.
  Vörnin og sóknin velur sig sjálf

 18. Sama uppskrift og síðast. Rassford keyrir á hægan milner og dælir inn í box á selskópinn lukakú og fella, okkar menn ná svo að jafna í seinni 1-1.
  Sorry en það boðar sjaldan gott þegar ég er jákvæður

 19. Þetta verður erfiður leikur og frústrerandi.
  0-0 þar til á 87 mínútu þegar VVD skallar hann inn eftir enn eitt gróft brotið og auka frá hægri.

  Þessir leikir eru teknir persónulega og hafa gert í yfir 40 ár. Bræður mínir eru í hinu liðinu, eitthvað spilltist móðurmjólkin sem þeir fengu.

  Jólaboðin verða skemmtileg í ár.

  YNWA

 20. Ég held að þessi leikur ráðist dálítið af því hvernig dómarinn tekur á þessu.
  Ef hann leyfir Young og félögum að halda áfram á sömu braut og teika framlínu Liverpool þá er ekki mikið sem Salah og félagar geta gert eins og fyrri leikjum.
  Ef hins vegar hann tekur á þessu frá byrjun þá rúllum við yfir Utd.

 21. Ég sakna Daley Blind.
  Tríóið Young, Small og Blind var óborganlegt.

 22. Þessi Real/Juventus ruglingur er kominn í lag. Hverjum er ekki líka drullusama með hvaða liðum United er í riðli?

 23. Ég er stórlega efins um að þessi leikur verði skemmtilegur. Aðferðir Mourinho byggja á því að drepa allt niður sem ég kalla skemmtilegur fótbolti. Hann lokar líklega í öll svæði í nánd við sitt eigið mark og er í mörgum tilfellum með ellefu mans fyrir aftan boltann. Hans hugmyndir um það stjórna leik virðast snúast um að andstæðingurinn fái ekki færi í leiknum sérstaklega ef hann getur spilað blússandi sóknarbolta.

  1- ef hann nær jafntefli mætir hann í viðtal eftir leik og montar sig hástöfum yfir því hvað Man Und hafi verið miklu betra og stjórnað leiknum, jafnvel þó liðið væri með 25% posession í leiknum, fengið 1 marktækifæri á meðan Liverpool 14.. Sama á við um sigur. Þá kemur nákvæmlega sama rullan.

  2- Ef liðið hans tapar, þá var það vegna þess að Man und fékk dag minna í hvíld vegna leiks í Evrópudeildinni. Honum spyrji sig afhverju Steve Wonder sé að dæma á Englandi og þrátekur fyir það að nokkuð hafi verið sér að kenna, leikskipulagið sé nefnilega fullkomið eins og hann en leikmennirnir væru karakterlausir aular og stjórnin sé nísk vegna þess að hún vill ekki eyða 130 m pundum í bakvörð sem hann þarf nauðsynlega að kaupa og 250 m punda í nýjan miðvörð. Hann þurfi nefnilega ekkert að kaupa mikið. Hann sé hársbreidd frá því að getað keppt um titla. Hann þarf bara tvo bakverði, tvo miðverði, þrjá miðjumenn, tvo vængmenn og einn framherja. Þetta þyrfti ekkert að koasa mikið – verðhugmyndir hans væru nefnilega aðeins um 2 þusund m punda og væntanlega smá extrabónus fyrirleikmennina því svo virðist sem leikmenn sem spila fyrir Man Und þurfi að fá svona extra “leiðinda” bónus fyrir það að þurfa að spila þennan þunglindisvaldandi fótbolta sem hann lætur liðið sitt spilar.

 24. Brynjar 26

  Haha helviti gott hja þer útskýringar Mourinho 🙂

Toppbaráttan

Kvennaliðið fær Everton í heimsókn