Meistaradeild – PSG, Napoli og Rauða Stjarnan

Þrælerfiður riðill að þessu sinni og útileikir á stöðum sem þekktir eru fyrir vandræði utanvallar. Liverpool fer samt með kassan út í allar þessar viðureignir og öll þessi lið vildu miklu meira sleppa við Liverpool úr potti þrjú en að Liverpool væri eitthvað að spá í þeim.

Öll þessi lið koma hinsvegar frá sögufrægum borgum og ætti efni í upphitun ekki að vera vandamál.
Napoli höfum við skoðað, þeir fundu upp pizzuna! Trúarbrögð hafa orðið til af minna tilefni. Liverpool vann Napoli 5-0 fyrr í þessum mánuði í æfingaleik, býst við þeim aðeins beittari í Meistaradeildinni.
– PSG er mjög ungt félag og því engin rosaleg saga milli þeirra og Liverpool. Arsene Wenger sagði einhverntíma að ekkert lið ætti landfræðilega stærra fan base og þar væri mjög illa nýttur markaður. Það var áður en Qatar keypti félagið, þeir eins og Wenger hafa séð lið sem býr eitt að stórborginni París. Öfugt við t.d. London er ekkert annað stórlið í París. Það er samt ekkert rómantískt við þetta félag þrátt fyrir heimilsfangið, þetta er partur af PR maskínu Qatar sem dælir olíu pening í félagið líkt og Abu Dhabi gerir í Manchester.
– Rauða Stjarnan er síðan fornfrægt félag sem snýr núna aftur í Meistaradeildina með lið sem er að stórum hluta byggt upp af heimamönnum. Þeim hefur reglulega verið gert að spila heimaleiki sína fyrir luktum dyrum vegna óláta stuðningsmanna liðsins.

Verst er að fyrsti leikurinn kemur á milli leikjanna gegn Chelsea og Man City. Væri vont að eiga erfiðan útileik þá viku.

Skoðum aðeins hina riðlana:

A-riðill
Atletico Madrid
Borussia Dortmund
AS Mónakó
Club Brugge
Undir lokin var bara séns hjá Liverpool að fara í A eða C riðil og ljóst að A riðill hefi ekkert verið auðveldari.

B-riðill
Barcelona
Tottenham
PSV Eindhoven
Inter
Tottenham var með Real og Dortmund í fyrra og gekk frá þeim báðum. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir geri það sama við Barca. Eins er áhugavert að sjá Inter í fjórða styrkleikaflokki, þeir eru með töluvert sterkara lið núna en það gefur til kynna.

C-riðill
Paris Saint-Germain
Napoli
Liverpool
Crvena Zvezda

D-riðill
Lokomotiv Moskva
Porto
Schalke
Galatasaray
Klárlega sá riðill sem kemur til með að mæta afgangi þetta árið. Hefði alveg viljað fá þennan riðil en líklega er fínt að sleppa við ferðalögin til Moskvu og Istanbul.

E-riðill
Bayern München
Benfica
Ajax
AEK Aþena
Er ekki óþarfi að láta Bayern spila sína leiki?

F-riðill
Manchester City
Shakhtar Donetsk
Lyon
Hoffenheim
Það mætti halda að kerfið hjá UEFA hafi ruglast á Manchester liðum þetta árið. Er City ekki í United riðlinum? Vantar þá reyndar liðið sem enginn hefur heyrt um áður.

G-riðill
Real Madrid
Roma
CSKA Moskva
Viktoria Plzen
Fannst alveg gefið að Liverpool færi í þennan riðil og myndi endurtaka einvígi síðasta tímabils.

H-riðill
Juventus
Manchester United
Valencia
Young Boys
Ronaldo og Can fara á Old Trafford en United fær þarna líklega erfiðasta liðið úr þriðja potti sem þeir gátu fengið.

19 Comments

 1. Geggjaður riðill þetta verður veisla !! Sóknarbollta veisla framundan

 2. Þetta er bara allt í lagi riðill.

  PSG er með sterka einstaklinga en hafa stundum ekki alveg spilað vel sem lið. Þeir vilja sækja og það hentar okkur mjög vel.

  Napoli – Voru að skipta um þjálfara fyrir tímabilið en hann og besti maður liðsins á síðustu leiktíð fóru saman til Chelsea. Þeir verður velskipulagðir en eru að fara í gegnum smá breyttingar.

  Rauða Stjarnan – þetta er lið sem við eigum að klára.

  Þetta hefði bæði getað orðið betri og verri riðill fyrir okkur en ég hef trú að við komust í gegnum þetta og skiljum Napoli/R.Stjörnuna eftir úr riðlinum.

 3. Segjum þetta þannig, nú geta fagurkerear í ekta pizzum og franskri matarmenningu kæst. Það var vitað, verandi í 3ja styrkleikaflokki að erfið lið gætum við þurft að kljást við, so what. Við tökum á þeim, við erum bestir. Er viss um að þessi lið hræðast okkur meira en við þá.

  YNWA

 4. Milli-sterkur riðill sem er bara mjög fínt. Alls ekki gott að fá of auðvelda riðla, gott að fá PSG þarna til að gera menn tilbúna í erfiðari einvígi í útsláttarkeppninni – ef Liverpool kemst þangað.

  Napoli er hálfvængbrotið eftir að Sarri yfirgaf þá og tók með sér Jorginho, held að þetta hljómi erfiðari viðureign en hún er í raun og veru. Annað en Rauða Stjarnan, þar þurfa menn að koma virkilega tilbúnir í hörkuleiki, austur-Evrópan hættir ekki fyrr en öll von er úti.

  Hlakka til.

 5. Er þetta ekki bara ágætur riðill. Ég hugsa að Napoli og PSG sé ekkert svakalega ánægð að fá Liverpool með sér í riðil.

 6. Sannkallaður dauðariðill!

  Þ.e. dauðariðill fyrir PSG, Napoli og Rauðu Stjörnuna – þau þurfa að bíta í það súra að mæta Liverpool FC.

  Það er komið nóg af sömu gömlu minnimáttarkenndinni. Við mætum þarna liði sem hefur eytt fúlgum fjár í leikmenn og þráir ekkert heitar (þ.e.a.s. eigendurnir) en að vinna CL og sanna sig sem stórveldi í evrópskri knattspyrnu. Það verður gaman að sjá Neymar og Mbappe þurfa að kljást við Van Dijk, Gomez að ógleymdum Lovren sem er klárlega einn besti varnarmaður heims.

  Napoli er svo næstbesta lið Ítalíu – sem segir kannski ekki mikið en á ekki klisjan “sýnd veiði en ekki gefin” hér vel við? 🙂

  Annars finnst mér riðillinn hjá Tottenham vera sá erfiðasti. Ég er ekki beint þekktur fyrir ást mína á Tottenham en ég spái því hér með að Barca muni ekki komast upp úr riðlinum. Okei, ekki kannski líklegt en maður má leyfa sér aðeins að vona.

  Homer

 7. Flottur riðill.
  Við viljum hörkuleiki. Það er skemmtilegast.
  Hlakka til þeirra allra.
  Muniði eftir þegar við vorum bara að setja í þvottavél á þri og mið kvöldum!
  YNWA

 8. Liverpool – Chelsea í deildarbikarnum spilaði í kringum 24 sept

 9. Ætlum okku að vera meðal hinna bestu sem standard þá þarf að slátra þeim bestu tökum PSG í kenslu eins og við gerðum við City það er ekki næg olía í heiminum fyrir þá til að vinna Liverpool.

 10. Ég hef áhyggjur af Salah í sambandi við þetta egypska knattspyrnusambandsævintýri.
  Hann er búinn að skora tvö mörk í upphafi leiktíðar en samt sem áður þá vantar mikið upp á “touchið” hjá honum og þetta hlýtur að trufla hann að einhverju leyti?

  Annars er ég miklu meira á því að enska dollan er mikilvægari en evrópska dollan á þessari leiktíð.

 11. fínn riðill en hefðum klárlega ekki komist uppúr honum í fyrra 😉
  en að öllu gamni slepptu þá er þetta meistaradeildin og öll lið sýnd veiði en ekki gefin en ég hef fulla trú á okkar mönnum að klára þetta verkefni.

 12. Úfff hvað Ramos er steiktur. Að klappa svona á öxlina sem hann rústaði vísvitandi er svo heimskulegt að ekki nær nokkurri átt. Og það rétt á á eftir að hafa verið valinn besti varnarmaðurinn hjá UEFA.

  Velti fyrir mér hvort að Ramos telji að almennt sé hann talinn hafa drýgt einhverja sérstaka hetjudáð með því að slasa Salah og Karius í úrslitaleik CL? Að hann verði meiri maður af því að halda á lofti minningunni um hvernig hann plataði dómarana og fokkaði upp leiknum með einhverju rugli?

  What goes around comes around og þvílíkur hálfviti sem þessi maður er.

 13. Er hræddur með cl þetta tímabil. Það eru tvær ástæður fyrir því. ! C Ancelotti er þjálfari Napoli, Napoli voru sputnik líð á ítalíu í fyrra. PSG setur stefnuna á Cl.Krafa eigendurnar er að vinna cl,annars fær T.Tuchel sparkið. Eftir að nýju eigendur eignuðust PSG,þá hafa þjálfar þar ekki verið lengi. (C.Ancelotti 2011-13,L.Blanc 2013-16,Unai Emery 2016-18 og núna Tuchel 2018-?)
  ég vil sjá LFC gera allt til að vinna deildina!

 14. Vill einhver fá lánaða fjölskyldu seinnihluta september? Helst eftir þetta !”#$%&/* landsleikjahlé? Sýnist vera stórleikir tvisvar í viku eftir það…

 15. Svakalegt leikplan sem bíður okkur eftir landsleikjahlé!!

  Tottenham
  PSG
  Southampton
  Chelsea
  Chelsea
  Napoli
  City

  Okkur á ekki eftir að leiðast í september!

Dregið í Meistaradeildinni í dag (16:00)

Upphitun: Leicester á útivelli