Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Nú er ljóst hvernig liðin raðast í 16 liða úrslitum í Meistaradeildinni, og okkar menn munu mæta Porto. Skoðanakönnunin sem gerð var hér á síðunni fyrir skemmstu endaði þannig að Porto varð þar í þriðja sæti, semsagt ekki fyrsta val en alls ekki það síðasta. Það var Xabi okkar Alonso sem sá um að draga.

Fyrri leikirnir fara fram annaðhvort 13/14. febrúar eða 20/21. febrúar, og seinni leikirnir verða leiknir 6/7. mars eða 13/14. mars. Og já seinni leikurinn verður í Liverpool.

Ég er nokkuð viss um að Einar Matthías mun hita vel og vandlega upp fyrir þessa leiki, en þangað til þær upphitanir detta inn er hægt að ylja sér við það þegar liðin mættust síðast fyrir 10 árum síðan.

EDIT: skv. Pearce er orðið ljóst að fyrri leikurinn fari fram miðvikudaginn 14. febrúar í Portúgal, og sá seinni í Liverpool þriðjudaginn 6. mars. Þá er bara að finna miða…

16 Comments

 1. Er þetta ekki bara besta mál.
  En það er ekkert gefið í þessu en flott að sleppa við madrid roma og juve og þessi stærri nöfn í 16 líða en fáum klárlega eitt af þessum risa nöfnum næst.

 2. Flottur dráttur, ég var viss um að eftir að hafa fengið svona “góðan” riðil í meistaradeildinni að heppnin yrði ekki með okkur þarna og við fengjum Real eða bayern í 16 liða. Porto eru feykilega öflugir, en þetta er klárlega einn skársti kosturinn sem við gátum fengið.

 3. Sá þetta og held kannski að fleirrum en mér þykji þetta áhugavert

  “Tiago Estevao tells us Porto fans might be just as happy as Reds are after the draw.
  Its clear that LFC are satisfied with the draw, but so are Porto.
  Most seeded teams are overall better than Liverpool and playing style wise they actually match decently from Porto’s point of view.”

  Manager style
  Sergio Conceicao has been in charge since the summer and is faring well so far.
  Estevao makes it clear that the Reds can expect to face exactly the type of tactical challenge they have struggled with at times this season.
  Very compact and unit-like, Sergio Conceicao’s Porto thrives in sitting relatively deep and hitting the space in behind the opposition backline.
  He uses Aboubakar and Moussa Marega as extremely quick and strong direct forwards and Yacine Brahimi adding the capacity to take players on from the left side.
  We know that Liverpool has a lot of trouble defending against teams that thrive on this, so I’m not overly confident on Dejan Lovren to deal with these direct threats. Porto has also scored most of their goals from set pieces.
  Off the ball, Porto can press or sit a bit further back with equal success.
  Here I believe it’ll be more of the latter.”
  https://www.thisisanfield.com/2017/12/quick-guide-to-liverpools-champions-league-opponents-fc-porto/

 4. Ég held að það sé alveg klárt að þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Porto eru ósigraðir í deildinni í vetur. Mögulega verður Klopp búinn að styrkja vörnina eitthvað í janúarglugganum, en á móti kemur að við vitum ekkert hvort Coutinho verði enn í okkar herbúðum. Held það megi búast við hörkuviðureignum.

 5. mjög gott. við eigum ennþá möguleika á að vinna þessa keppni. ég myndi ekki útiloka að það að lfc kæmist í úrslitaleikinn. Herr klopp kann að kynda mannskapinn.

 6. Held að þetta sé finn dráttur.þetta snýst minnst um mótherjana, heldur hvernig við spilum. Ég hef trú á að við getum unnið öll lið í heiminum.

 7. Hrikalega ánægður með þetta.

  Ég vona líka að Klopp (hlusti) á besserwisserana sem eru röflandi yfir að hann sé að rótera liðinu enda deildin ekki einu sinni hálfnuð og keyri á sama liðinu áfram og í gegnum jólatörnina + meistaradeildina og aðrar keppnir, enda finnst sumum ekkert álag vera á leikmönnum.

 8. efsta sætið i premier league er farið en sæti 2-4 eru enn til skiptanna. það þarf að skrúfa fyrir jafnteflin,þau eru dýrust. skárra að tapa leik inn a milli, sjöunda hverjum leik td. 🙂 mig grunar að mori missi flugið þegar hann a ekki lengur séns a efsta sætinu.

 9. Mjög ásættanlegt að fá Porto, þeir eru þokkalegir í fótbolta en það dugar ekki á móti D.Ings og félögum.

 10. Sælir félaga

  Þetta var það sem ég kaus og er því helsáttur með það. Það er líka gott að fá útileikinn fyrst og framhaldið ætti að vera öruggt ef okkar menn tapa ekki í útileiknum.

  Það er nú þannig

  UNWA

 11. Mætti barca bæta coutinho við meistaradeildarhópinn sinn í jan eða er hann bara löglegur með liverpool út seasonið ?

 12. Barcelona mættu ekki bæta honum við.
  Leikmenn mega bara spila fyrir einn klúbb í cl hvert tímabil.
  Auk þess held ég að það sé ekki séns að hann fari til þeirra í jan. Hann vill örugglega sjálfur líka klára þetta tímabil með Liverpool.

 13. @ #14

  Nei, nei, upphitarinn glaðvakandi félagi Ásmundur. Upphitunin komin inn og vonandi veitir hún einhvern yl í frostinu.

  YNWA

 14. Ein spurning til ritstjórnar.

  Er Kristján Atli alveg búinn að draga sig í hlé, líkt og Einar Örn á þessari síðu?

Liverpool 1-1 Everton

Upphitun: WBA á Anfield