Liverpool 4 – Porto 1

Frábær endasprettur okkar manna í Liverpool tryggði feykilega flottan sigur á sterku liði Porto á Anfield í kvöld!

Liverpool byrjaði vel, hélt áfram þeim leik sínum frá laugardag að halda boltanum vel innan liðsins og síðan skella inn hraðabreytingum sem virtust ætla að ógna Porto. Voronin og Torres hreyfanlegir og Babel og Benayoun fengu mikið að sjá af boltanum.

Ekki gekk þó vel að skapa opin færi, þrátt fyrir mikla stöðuyfirburði úti á vellinum.

Á 19.mínútu hófst þó fjörið! Fín hornspyrna Gerrard endaði á kollinum á Torres vini hans sem stangaði hann af krafti niður í markið, óverjandi fyrir líflegan Porto-markmanninn. Að vísu voru dekkararnir ekki alveg í vinnunni, en Torres kláraði dæmið virkilega vel.

Nú hélt maður að allt væri komið í fínan gír. Porto virkuðu ekki sterkir og okkar menn héldu dampi aðeins áfram.

Torres hefði hugsanlega geta gert betur þegar hann datt óvænt einn í gegn og átti möguleika að nýta sér skógarskokk markmannsins þangað til að varnarmaður komst á milli og bjargaði í horn.

En á 33.mínútu jöfnuðu Porto. Slakur varnarleikur Finnan og Mascherano hægra megin leiddu til þess að Pólverji með langt nafn sem betur fer var stytt niður í Kaz náði að komast inn að endalínu þar sem hann sendi boltann inní. Arbeloa misreiknaði sendinguna (var kannski ýtt) en Lisandro náði flottum skalla þar á markið sem Reina réð ekki við. Mér fannst hann ekki alveg á tánum.

Þarna misstum við eilítið vindinn úr seglunum. Vorum kannski bara heppnir að fá ekki á okkur mark á 36.mínútu þegar að Hyypia átti skelfilega sendingu sem svo leiddi það af sér að Lisandro komst einn í gegn, en sem betur fer skaut hann framhjá úr dauðafæri.

Lítið gerðist fram að hálfleik, þó átti Gerrard fína aukaspyrnu rétt framhjá. En staðan 1-1 í hálfleik og maður reiknaði með Liverpool liðinu albrjáluðu í seinni hálfleik!

En það varð nú eiginlega ekki. Porto virtust sáttir með jafntefli og okkar menn náðu ekki upp tempóinu, Gerrard og Mascherano voru ekki að ná saman, bakverðirnir komu lítið upp og Babel og Benayoun náðu ekki að komast fram hjá bakvörðunum sínum.

Á 63.mínútu var svo gerð skipting. Kewell kom inn fyrir Voronin sem var orðinn algerlega út úr korti og látinn spila senter. Það stóð þó bara í 8 mínútur þangað til að Crouch kom inn fyrir þreyttan Benayoun og gamla Benitez brellan að rótera leikstöðum varamannanna var reynd einu sinni enn. Skiptingarnar skiluðu svo sannarlega árangri.

Það var svo á 78.mínútu að við duttum í gír. Þ.e.a.s. Kewell og Torres. Kewell vann sig flott framhjá varnarmanni út á kanti við miðlínuna, tók 30 metra hlaup og stakk boltanum inn á Torres. Hann sneri sig í gegn, var reyndar alveg heppinn með snúninginn en kláraði færið frábærlega í fjærhornið, 2-1 og 12 mínútur eftir. Kom upp úr litlu, en þarna voru á ferð miklir snillingar sem þurfa jú ekki mikið rými til að skora. Þá kviknaði í frekar hljóðlátum vellinum á ný!!!

Aftur var sungið um Rafa – Rafael – Rafa – Rafael – Rafa – Rafael – Rafael Benitez. Sem hófst af krafti en hafði aðeins dottið niður eftir að Porto virtist hafa svæft leikinni.

Liðið fann nú aftur sjálfstraustið. Á 83. mínútu fengum við aukaspyrnu þegar gæðadrengurinn Stepanovs hljóp Crouch hressilega um koll þegar sá ætlaði að skalla boltann rétt utan teigs Porto. Dómarinn, helsætur töffari, dæmdi aukaspyrnu og gaf Stepanovs gult spjald. Gerrard tók boltann, stillti honum upp og sendi inní. Þá rifu sig upp gamlir blaktaktar hjá Stepanovs, enda Serbar mikil blakþjóð! Víti dæmt en sólbrúnn kallinn þorði þó ekki að gefa Stepanovs gult eins og reglurnar segja, enda stíllinn og smassið flott!!!

Gerrard gerði engin mistök af vítalínunni, 3-1 og game over. Hélt maður, en þá vildi Crouch auðvitað vera með og setti mark nr. 4 eftir fína hornspyrnu Gerrard. Markmanninum féllust fætur þegar hann sá tröllið nálgast og eftirleikurinn auðveldur. Duttu svo ekki í gegn þessar fínu fréttir um það að Besiktas hefðu skorað gegn Marseille og allt komið í hnút!!!
Semsagt. 4-1 sigur og fyrir síðasta leik riðilsins geta öll liðin komist áfram, öll dottið út og öll endað í UEFA cup. En verkefni Liverpool er einfalt. Sigur í Frakklandi tryggir okkur áfram. Þar er alvöru verkefni á ferð, en miðað við leiki liðsins að undanförnu er ýmislegt hægt!

Fyrir þá sem vilja sjá stöðuna í riðlinum:
er hægt að kíkja hingað

Aðeins að velta upp liðinu. Lítið reyndi á Reina, en mér fannst hann ekki líta nógu vel út í markinu. Sendingarnar hans frábærar. Vörninni skipti ég í tvennt, Carragher og Finnan léku vel, Hyypia og Arbeloa fannst mér ekki líta vel út í kvöld. Mascherano náði “í lagi” einkunn hjá mér, bara vegna varnarvinnunnar, en mér finnst ennþá erfitt að hafa svo fatlaða miðjumenn sóknarlega eins og hann og Sissoko í liðinu. Gerrard lék ágætlega, en er ekki enn að sannfæra mig inni á miðsvæðinu í 4ra manna miðju. Benayoun byrjaði vel en datt niður, Babel var lengi í gang en gerði margt vel, sendingar hans og skot í skrefinu finnast mér mögnuð. Torres var eilítið eigingjarn en sýndi svo að það er vel þess virði. Voronin byrjaði vel en hvarf svo algerlega. Kewell og Crouch komu flott inná og ég spái þeim í byrjunarliðið á sunnudag gegn Bolton. Ég vona sannarlega að menn fari að klára nýjan samning við Kewell. Frábær leikmaður!

Maður leiksins í kvöld var að mínu viti Fernando Torres. Kannski erfitt að gera upp á milli liðsins sem mér fannst jafnt, en Torres vann vel, var ógnandi allan leikinn og gerði mikilvægustu mörkin. Flott hjá Spánverjanum.

Liðið var í góðum gír fyrstu 25 og síðustu 15, í jafnvægi þess á milli. Flott úrslit og maður hlakkar til að sjá liðið spila. Er orðið urrandi af sjálfstrausti og klár sigurvegari síðustu vikna hlýtur að vera þessi hér.

Það verður bjart yfir honum næstu daga, vonandi sjá fleiri ljósið!!!!!!

37 Comments

  1. í ódauðlegum orðum Homer J. Simpson WOOOOOOHOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!

  2. Jæja
    Torres mark á 3 mín
    Torres mark á 15 mín
    Gerrard mark 44 mín
    Babel mark 82 mín ( Crouch ) kom inn fyrir Babel
    4 – 0
    váaaaaaaaaaaaa ég klikkaði á Babel
    er ég góður eða hvað

  3. Liverpool – Porto 4-1
    1-0 Fernando Torres 19
    1-1 Lisandro López 33
    2-1 Fernando Torres 78
    3-1 Steven Gerrard 83 – Vítaspyrna
    4-1 Peter Crouch 88

  4. Snilldar sigur í kvöld á mjög góðu liði porto. En mér finnst þessi leikskýrsla voðalega þunn !

  5. Já finnst eitt og annað vanta inní þessa skýrslu í dag.

    Fyrir mér fannst mér liverpool vera over all að spila mjög fínan bolta. Lið eins og porto eru klárlega okkar erfiðustu andstæðingar þar sem þeir hafa mikinn hraða og mikla boltatækni og hratt spil. Mér fannst hins vegar ganga vel að stöðva sóknir þeirra (þótt á köflum í fyrri hálfleik hafi ég alveg verið að missa þolinmæðina fyrir varnarmistökum) sem sýnir sig í því að fyrir utan markið þá áttu Porto í rauninni einungis eitt gott færi þar sem þeir voru líklegir til að skora. Greinilegt var því að Benites hafði unnið sína heimavinnu vel og sýnir enn og aftur hvað hann á algjörlega heima hjá Liverpool.

    Gaman var líka að heyra nafnið hans sungið allann leikinn og þann stuðning sem sá gamli fékk frá stuðningsmönnum liverpool.

    Hvað varðar einstaka leikmenn þá fannst mér Torres, Carragher, Finnan og Kewell vera þeir sem áttu einna bestann dag í dag. Það sem mér fannst eitt sérstaklega jákvætt við spilamennsku liverpool var að þeim gekk vel að spila á milli sín hraðar og fastar sendingar í leik þar sem þeir fengu nánast engann tíma á boltanum. Skortur á þessu atriði böggaði mig sérstaklega í fyrri Portoleiknum þar sem mér fannst við lítið gera en að elta Portomennina sem voru miklu betri í þessu hraða spili sín á milli.

    Ef ég ætti að velja þá myndi ég vilja deila manni dagsins á milli Torres (tvö mörk og stöðug ógnun) og Kewell sem átti frábæra innkomu. Eftir að hann kom inná kom ógnunin af kanntinum sem skort hafði og sóknarleikurinn varð miklu beittari fyrir vikið.

    En overall þá er ég mjög sáttur með frammistöðu liverpool í dag, þeir stóðu sig vel undir mikilli pressu og spiluðu fanta góðann fótbolta.

  6. Þetta dugði en samt voru mörk 3 og 4 fannst mér frekar vegna þess að Portó menn hættu. En mörk engu að síður.
    Sammála Magga að liðið var ekki á fullum dampi, s.b.r. Sami og Mascherano sem að ollu mér nokkrum vonbrigðum. En best að vera jákvæður, Torres, Carrager, Kewell og Crouch voru allir góðir og gott að eiga svona “kvalití” á bekknum til að breyta gangi leikja, það er af sem áður var semsagt.
    Nenni ekki að fara í einhvern froskakrufning en fínt að vinna gott lið, þrátt fyrir að hafa leikið á köflum illa í leiknum.
    Málið er að klára Marselles og þá geta kanarnir og Benitez komið sér saman um innkapalistann í janúar, sem hlýtur að samanstanda af einum hafsent sem má spila í CL og klára samninga við Kewell og Mascherano.
    Skál !

  7. Þvílíkur léttir þegar Torres setti annað markið úfffff. Þetta var góður sigur .

    Ef ég renni yfir liðið:
    Reina – 7 : Mjög góður að venju, fljótur að koma bolta í leik og hittir ótrúlega á samherja þegar hann virðist bara bomba honum fram. En hann var afar óheppinn með staðsetningu í markinu og hefði átt að verja það (tek samt ekki af Porto að þetta var gott mark).
    Finnan – 7 : Mjög líflegur og tók nokkuð mikinn þátt í leiknum, traustur að venju
    Arbeloa – 6,5 : Mér fannst hann góður í dag, er traustur varnalega, fínn framávið og greinilega alveg kominn inn í klukkuspilið sem rangstöðutæknin hjá þessari vörn er. Sé hann fyrir mér í bakverðinum í mörg ár hjá okkur.
    Carrager – 7,5 : Carra var mjög traustur að vanda og gerði ekki mörg mistök. Mætti hafa aðeins meira hugmyndarflug þegar hann hefur sóknir og leita oftar að næsta manni heldur en að bomba fram. Sérstaklega þegar PC er ekki inná.
    Hyypia – 7 : Man ekki eftir mörgum mistökum hjá honum fyrir utan “sendingur leiksins” sem var ansi vafasöm. Hef alltaf verið á því að Hyypia hafi verið gagnrýndur full mikið á þessu tímabili, hann er mjög góður sem back up miðvörður.
    Mascerano – 6 : Hann var ágætur, Liverpool átti á löngum köflum of lítið í miðjunni í leiknum og hann býr alls ekki yfir neinni heimsklassa sendingargetu. Hann var líka stiginn út í markinu hjá Porto………en það segir sitt um manninn að maður tekur sérstaklega eftir mistökum í varnarvinnunni hjá honum. Held að miðjan hjá okkur virki betur með Alonso/Lucas við hliðina á JM.
    Gerrard – 6 : Hef oft séð Gerrard betri í svona leik, hann átti miðjuna ekki þó hann hafi ekki verið að gera neinn urmul af mistökum. Held samt alltaf meira og meira að hann sé betur nýttur í free role út frá hægri kannti eða fremstur miðjumanna í 4-5-1 (4-3-3), en ekki á miðri miðjunni bara með einn til að vinna þá varnarvinnu sem hleypir Gerrard óhindrað í sóknarleikinn. (hann mætti fá svona svipað role hjá okkur og Hagi hafði hjá Galatarsary;)
    Babel – 5,5 : fannst alls alls ekki koma nóg út úr Babel, tók menn sjaldan á og var með slappar fyrirgjafir. Fékk að sjá mikið af boltanum en það kom afar lítið út úr honum. Hann er líklega betri frammi heldur en á kanntinum eins og er. Hann á samt greinilega HELLING inni.
    Youssi – 6,5 : Hann var nokkuð líflegur í leiknum, það kom samt ekki mikið út úr því sem hann var að gera og hann klappaði boltanum kannski óþarflega mikið. Náði ekki að fylgja Besiktas leiknum eftir……….en það er nú ekki beint hægt að lá honum fyrir það. Þess má geta að það er UHU ultra strong á skónum hjá honum sem útskýrir afhverju boltanum er svona illa við að yfirgefa hann.
    Voronin – 7 : Vann heilmikið og skapaði hellings pláss fyrir aðra. Þetta er mjög duglegur og clever leikmaður. Hann var samt orðinn frekar bensínlaus þegar hann fór útaf.
    Torres – 8,5 : Ég dýrka Torres, maður er langt í frá búinn að afskrifa sóknina þó hann sé einn á móti fjórum og hefur það á tilfinningunni að það sé bara nokkuð sanngjarnt þannig.

    Kewell – 8 : Frábær innkoma hjá Kewell þar sem hann sannaði vel hvað hann er góður þegar hann er heill. Átti heiðurinn að öðru markinu, markinu sem skipti öllu í leiknum. Tek undir með því sem einhver sagði, nýjan samning á manninn.
    Crouch – 8 : Enn og aftur hressist Liverpool þegar hann kemur inná og sóknirnar fara að verða hættulegri.
    Kuyt – (ekki sanngjarnt að dæma hann)

    Rafa – 8,5 : Líklega fáránlega mikilvægur sigur fyrir Rafa, þó það sé bæði ótrúlegt og gjörsamlega FÁRÁNLEGT að hann sé í þeirri stöðu að þurfa að óttast um starf sitt.
    Annar lítill sigur hjá Rafa í þessum leik sem ég held að sé alls ekki nein tilviljun var að við gjörsamlega rúlluðum yfir andstæðingana á síðustu 20.mínútunum. Það er einn af ávöxtum rotation kerfisins að liðið á nóg inni í allar 90. mínúturnar, bæði í septemer og einnig í lok nóvember. Það er fyrir svona leiki sem Rafa er allt tímabilið að búa liðið undir.

    Sigur og ekkert annað í Frakklandi

  8. Sem sagt að liðin í 3og 4 sæti geta komist áfram ef þau vinna næstu leiki ekki satt?.Og þá detta liðin í 1og 2 sæti út ,spennandi ekki satt

  9. Já flottur sigur hjá okkur. það er mjög skrítið að vinna leik 4-1 en vera samt alveg að fara yfir um af spenningi 80% af leiknum.
    En afskaplega hafði ég gaman af því þegar Gerrard skoraði úr vítinu og klappaði svo fyrir markmanninum sem hafði einmitt reynt að taka hann á taugum með einhverju klappi 🙂 Tómas Ingi sagði “hann náði næstum því að taka hann á taugum” Tómas fær prik fyrir þetta.

    En hrikalega hefur Liverpool liðið mikla breidd!!!! það er endalaust hægt að færa til menn og skipta út, það hljóta margir þjálfarar að horfa á þetta lið með öfundaraugum í það minsta hvað þetta varðar. það er náttúrulega ekkert grína að velja byrjunarlið með þennan mannskap.

  10. Gleymdi einu mikilvægu

    “Leikmaður Nr. 12” var auðvitað öflugur í dag, hef alveg heyrt meira í Anfield en þeir hrukku heldur betur í gang í lokin – 8 (enda standardinn hár;)

    Og vegna innbirgðis viðureignar þá dugir ekkert annað en sigur á móti Marseille.

  11. Það er nú spurning hvort jafntefli dugi, ef Besiktas vinnur eru þeir með 9 stig og Porto, Liverpool og Marsille með 8 stig hvert, þetta ræðst af innbirgðis viðureign og Porto vann Marsille 2-1, Liverpool Porto 4-1 og Marsille Liverpool 0-1 og ef Liverpool – Marsille færi t.d. 1-1 eru jafnteflin öll 1-1, spurning hvort markatalan mundi þá ekki ráða. Allavega mjög spes staða sem getur komið upp ef þetta er raunin, annars nægir Porto jafntefli til að fara áfram og Besiktas fer áfram á sigri, það er allavega spenna í þessu 🙂

  12. Frábær sigur. Uppstillingin var alveg einsog ég vildi sjá hana. Eftir að við komumst í 1-0 bjóst ég við að Liverpool myndi rúlla yfir þetta Porto lið, en svo kom restin af fyrri hálfleiknum og byrjunin á seinni þar sem liðið var afleitt, alltaf missandi boltann og allir mjög óöruggir.

    En svo kom Rafa Benitez með tvær FULLKOMNAR skiptingar, sem að breyttu leiknum. Enn og aftur fannst mér sóknarleikurinn batna umtalsvert við innkomu Peter Crouch og svo var Kewell góður. 4-1 var kannski full stór sigur, en Liverpool átti klárlega skilið að vinna þetta. Frábært mál og núna klára okkar menn þetta í Frakklandi.

  13. Og já, við þurfum að vinna Marseille. Staðan er svona í riðlinum

    Porto 8
    Marseille 7 (fyrir ofan Liverpool útaf innbyrðis viðureignum)
    Liverpool 7
    Besiktas 6

    Með jafntefli í Frakklandi þá verður Marseille enn fyrir ofan okkur. Porto myndi þá komast áfram með sigri eða jafntefli gegn Besiktas, en ef að Besiktas ynni þá færu þeir fyrir ofan okkar menn með 9 stig gegn 8 hjá okkur.

  14. Mér fannst Babel vera hörmulegur í kvöld. Alltof líkur Djibril Cisse í töktum og það var held ég ekki ein einasta fyrirgjöf hjá honum sem fór framhjá fyrsta varnarmanni!

    En þetta var magnaður sigur engu að síður og mikið óskaplega elska ég hann Fernando Torres!!!

  15. verðum að vinna marseille, þá verður það bara gert! en frábær sigur í kvöld og rauði herinn svo sannarlega kominn í gang, maður er farinn að hlakka til hvers einasta leiks og það er frábært að horfa á liðið þegar það dettur í gírinn. reyndar voru menn frekar óöruggir á köflum og með slakar sendingar en bættu það upp með 4 frábærum mörkum:)

  16. Frrrrábært!

    Sigurinn hafðist. Þetta var stressandi og allt of kaflaskipt fyrir minn smekk. Fyrstu 25 mínúturnar voru frábærar hjá liðinu og ég hélt að við myndum rúlla yfir þá eftir að við komumst í 1-0, en eftir það datt leikur liðsins niður þangað til svona kortér var liðið af seinni hálfleik. Þá loks fann liðið taktinn aftur og fór að pressa og árangurinn skilaði sér á endanum í hús.

    Nokkrir punktar:

    Eitt: Fernando Torres er heimsklassaframherji. Hann er einn af svona fimm bestu framherjum heims í dag. Hvað er langt síðan við gátum sagt það um framherja Liverpool? 🙂

    Tvö: Staðan í riðlinum er einföld, sama hvernig maður reiknar það og sama hvernig hinn lokaleikur riðilsins fer. Okkar menn verða að vinna í Marseille til að komast upp úr riðlinum. Það hentar mér frábærlega. Ég er allaf hræddur við að ef liðinu nægi að hanga á jafntefli muni það freistast til að leggjast í vörn en fyrst við þurfum að vinna og ekkert annað kemur til greina mun Rafa stilla upp sókndjörfu liði og reyna að kaffæra Frakkana á þeirra eigin heimavelli. Sá leikur verður magnaður, úr því að þetta fór vel í kvöld.

    Þrjú: Ég hef stundum gagnrýnt vanafestu Rafa og íhaldssemi í innáskiptingum en í kvöld stóð hann sig frábærlega. Þetta var ekki alveg að virka í upphafi síðari hálfleiks og hann kom með Kewell og Crouch inná, og það breytti leik liðsins algjörlega. Frábært hjá Rafa og frábært fyrir hann að finna fyrir stuðningnum á vellinum í kvöld.

    Fjögur: Hverjir eru næstir? Bolton? Án Danny Guthrie og Kevin Nolan á miðjunni? Bring ’em on … 🙂

  17. Frábært. Frábær sigur! Ókei, smá dramatík í gangi – þ.e. koma með mörkin svona seint í lokin, en þarna er heldur betur verið að sýna að Liverpool gefst ekki upp, það er barátta og trú í liðinu. Torres var æðislegur í kvöld og hann er hiklaust maður leiksins í mínum bókum. Gott líka að þurfa að vinna Marseille … þannig á það bara að vera. Ekkert “hálfkák”. Hef líka mikla trú á því að það verði reyndin: við vinnum Marseille 2:1! Tveir bjórar og mikið öskrað í kvöld … við höldum áfram að vinna og ekki er markatalan slæm hjá okkur úr síðustu fjórum leikjum: 17:1 … 🙂

    Ég var eitthvað að reyna að skilja þetta system með riðlana. Ef (stórt ef, því við vinnum auðvitað í Frakklandi) en ef … Besiktas vinnur Porto og við gerum jafntefli við Marseille, þá er staðan þannig að Besiktas er með 9 stig en öll hin liðin með 8 stig. Innbyrðis viðureignir gætu varla gilt því þá ætti Liverpool að vera fyrir ofan Porto sem ætti að vera fyrir ofan Marseille sem ætti að vera fyrir ofan Liverpool … hver er reglan í þessu þegar þrjú lið eru svona í hnapp? Veit það einhver?

  18. Maður er bara enn að ná sér niður eftir allan hjartsláttinn og sveitta lófa í allan dag. Frábær úrslit og sæmilegur leikur. Fernando Torres er einfaldlega í öðrum klassa á við aðra framherja (og flesta leikmenn) Liverpool. Drengurinn er hrikalega góður.
    Veit að það er langsótt en það er ekki útséð að við þurfum að vinna gegn Marseille. Jafntefli gæti nægt okkur http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=5088 .
    En að sjálfsögðu ætla okkar menn að ganga frá þessum Frakkarökkum. Get ekki beðið eftir Bolton leiknum.
    Mbk.

  19. Er einhver annar búinn að taka eftir því að Gerrard er búinn að skora í öllum nema einum leik síðan liverpool vann Everton 20. október. Eini leikurinn sem hann hefur ekki skorað í síðan er markalausa jafnteflið við Blackburn. Þetta gera 7 mörk í seinustu 8 leikjum.
    En mikið rosalega er gaman að sjá Kewel vera kominn af stað aftur. Hann er æðislega góður.

  20. Mér finnst leikskýrslan í svipuðum dúr og komment hjá Gumma Ben á 90 mín… þar sem Liverpool er að bursta Porto 4-1..lið sem hefur aðeins fengið á sig 4 mörk í deildinni heima: “…ef Liverpool ætla að gera eitthvað í Frakklandi á móti Marseille verða þeir að gera miklu betur en í kvöld”

    Hvur andsk…..inn er þetta eiginlega?? “###$$%$&&$&&$/(/&$$$#”!”$”

    Hvað þarf Liverpool liðið að gera til að fá hrós????????

    Í kvöld áttum við frábæran leik. Hreint út sagt frábæran leik. Þvílíkt mikilvægur sigur og heldur við voninni um 16 liða úrslit. Einn leik í einu takk fyrir. Það var vitað mál að við þyrftum að vinna í kvöld. Ég hefði alveg getað séð okkar menn brotna undan pressunni þegar Porto jafna. En þeir gerðu það ekki. Héldu áfram. Menn voru að spila sem lið á móti firnasterku liði Porto. Liði sem nota bene kann að verjast. Svo finnst mér það bara alveg út í bláinn að setja einhvern heppnisstimpil á seinna mark Fernandos. Þar var bara tær snilld á ferðinni. Gamli góði Kewell og einn besti framherji í heimi. Þvílíkt stórkostlegar fréttir ef Kewell er að finna sitt fyrra form. Ég sé bara 100 bjarta punkta eftir þennan leik.

    Frábært frábært…. Mér er svo nákvæmlega sama núna hvernig leikurinn fer 11.des. Það var afrek að vinna Porto 4-1 í kvöld. Einn leik í einu takk.

    YNWA… til hamingju Liverpool félagar fjær og nær 🙂

  21. Það er alveg á hreinu að ef Besiktas vinnur Porto þá dugir Liverpool jafntefli. Þá verða Besiktas með 9 stig og Liverpool, Porto og Marseille jöfn á stigum og líka í innbyrðisleikjum. Þá gildir innbyrðis markatala og þar er,
    Liverpool með +2
    Marseille 0
    Porto -2
    http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=5088

    Ekki að þetta muni skipta neinu máli enda munu Porto vinna Besiktas og við vinnum Marseille með 1 marks mun. Það er bara vitað.

    Annars fínn sigur í kvöld. Við vorum að spila gegn mjög tæknilega spræku liði sem spilar fótbolta með stuttum sendingum og hröðum færslum sem hentar okkur yfirleitt ekki vel. Svipað eins og Arsenal.
    Ég var hinsvegar sallarólegur yfir leiknum og vissi að þetta kæmi á endanum. Þessi spilastíll Porto krefst gríðarmikillar orku og hás tempós allan leikinn, maður vissi að þeir gæfu sig á endanum þegar þreytan færi að segja til sín, þá koma einstaklingsmistökin.

    Þegar þú ert að spila gegn liði eins og Porto sem hefur mikla reynslu í Evrópu, vinnusamt lið og góðan taktískan þjálfara þá er viðbúið að einhverjir í þínu liði eigi slappan leik. Mascherano og Babel voru t.d. ansi mistækir og langt frá sínu besta enda spiluðu leikmenn Porto klókindalega gegn þeim.
    Liverpool í dag er hinsvegar með svo mikið að leikmönnum sem geta skorað og búið til færi að það kemur ekki að sök. Það var t.d. frábært að sjá Kewell uppúr engu klobba sinn mann og spæna upp vinstri kantinn og búa til þessa sókn sem Torres skoraði 2-1 úr. Guð hvað við höfum saknað hans mikið undanfarin ár.

    Ekki mikið meira að segja um þennan góða leik, maður bara hlakkar til leiksins á móti Bolton. 🙂

  22. Þrátt fyrir að Gerrard hafi ekki verið að spila sinn allra besta leik á móti Porto er ekki hægt að horfa framhjá því að hann á þátt í þremur mörkum af fjórum.

    Nú er það bara að vinna Marseille í Frakklandi.

  23. Frábær sigur hjá okkar mönnum, til lukku allir aðdáendur LFC.
    Annars sá ég viðtal við fyrirliðann okkar eftir leik í gær (kannski sáuð þið það líka, ég var á netinu) þar sem hann sagðist vera ánægður með að verða að vinna leikinn gegn Marseille enda væri það staða sem honum líkaði vel þ.e. að vera með bakið upp að vegg.
    Einnig var viðtal við Rafa þar sem hann byrjaði á því klökkur að þakka fyrir þann gríðar stuðning sem honum var sýndur.
    Góðir tímar framundan, engin spurning : )

  24. Flottur sigur en tæður var hann.

    Í sambandi við mark Porto þá var það einfaldlega vel að verki staðið. Ef vel er gáð þá sést Reina taka smá hopp í markinu og er eiginlega að lenda um leið og skallinn kemur og nær því ekki að hoppa strax aftur upp.
    Þessi litlu hopp hjálpa oft þegar verið er að fara að skutla sér til hliðar og gefur smá Spring(svo eins og gormur) í þetta en í þessu tilfelli fór boltinn lítið til hliðar og eiginlega upp og því leitt þetta ekki vel út fyrir kallinn en ekki svo sem hægt að kenna honum um þetta.

  25. Gerrard ekki síður maður leiksins en Torres að mínu mat. Lagði upp tvö, skoraði eitt og vann alla bolta á miðjunni

  26. Torres var MoM án nokkurs vafa. Tvö fín mörk og mikið að gerast í kringum hann í sókninni. Hefði verið gaman að sjá kallinn fá tækifæri til að fullkomna þrennuna með því að taka vítið. Ég var mjög ánægður með skiptingarnar hjá Rafa í þetta skiptið, þær heppnuðust fullkomlega. Ekki oft sem maður sér leiki umturnast í kjölfar skiptinga eins og í gærkvöldi, skyndilega var þung pressa á marki Porto sem ég skrifa að mestu leyti á innkomu Crouch og Kewell. Vil sjá þá báða í byrjunarliðinu um helgina. Þetta er það sem mér fannst jákvætt í þessum flotta sigurleik í gær.

    Þá að því sem mér fannst neikvætt. Babel og Voronin voru arfaslakir, skil hreinlega ekki af hverju Crouch var ekki frammi í stað Voronin. Bæði Babel og Voronin voru algjörir farþegar í gær og voru varla með í leiknum.

  27. Þetta er rétt hjá Arnóri – ef Besiktas vinnur Porto komumst við áfram á jafntefli annars dugir ekkert annað en sigur.

    Með sigri gætum við náð efsta sætinu ef Porto mistekst að sigra Besiktas.

  28. Torres hverjar krónu virði

    Mér fannst okkur vanta þor til að taka fleiri skot í fyrri hálf leik, við vorum samt með boltan meiri hlutan af leiknum. Svo komu Kewel og Crouch og leikurinn breytist. Ég hugsaði þetta á eftir að verða einhver leiðindar “Long ball” spil. Svo kom snildarsending frá Kewel á Torres. Afgreiðsla hjá Torres var hrein snild. Svo fengum við sjálfstraustið aftur og duttum í gírinn.
    Maður leiksins: F.TORRES

    Nú er bara standa okkur á móti Mars-ey.

    Áfram LFC

  29. þú fyrirgefur félagi enn á hvaða leik varst þú að horfa ég er mikill poolari og horfði á þennan leik og mér fannst þeir ekkert get fyrr enn þegar voru 13 mín eftir og þeir munu þurfa gera betur heldur enn í gær á móti marseille. ef þeir ætla sér áfram

  30. biðst afsökunar þetta var beint annað enn til síðasta ummælis sma mistök af minni hálfu

  31. Friðjón ég spyr bara er marseille betri en porto,er ekki nóg að spila eins?og ef Liv gat ekkert nema síðustu 13 min, þá voru porto verri en ekkert ,er það hægt?

  32. Þetta var mjög kaflaskiptur leikur og lengi vel hafði ég á tilfinningunni að þetta myndi ekki hafast. En skiptingar Rafa Benitez heppnuðust fullkomlega í þessum leik og ég held að menn ættu að einblína á það frekar en að bölsótast yfir frammistöðu Babel og Voronin, sem voru vissulega ekki upp á sitt besta.

    4-1 gefur kannski ekki rétta mynd af leiknum en mikið var gaman að sjá þennan “Besiktas-lega” kafla á lokamínútunum. Torres er náttúrulega snillingur og skorar mörkin sín í réttum leikjum eins og sá heimsklassa framherji sem hann er. Kewell… hvað á maður að segja um þennan mann. Hann er náttúrulega frábær kantmaður og ég bið og vona að hann haldist heill.

Byrjunarliðið komið!

Allir vinir?