Southampton – Liverpool 1-0 (Leik lokið)

Leik lokið – Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Liverpool átti bara alls ekki meira skilið og tapaði sanngjarnt. Hræðileg frammistaða en blessunarlega bara fyrri hálfleik lokið.

Hálfleikur – Afleitur fyrri hálfleikur hjá Liverpool. Allt spil er á meðalhraða skriðjökuls og þau örfáu skipti sem Southamton hættir sér fram fer allt í baklás í vörninni. Klopp þarf að gera meira en tala við sína menn í hálfleik, það þarf að breyta eitthvað taktíktinni því þetta upplegg er ekkert að gera. Staðan er mjög sanngjarnt 1-0 og Karius að þakka að þetta er ekki verra enda varði hann aftur mjög vel undir lok hálfleiksins eftir hræðilegan varnarleik okkar manna.

21.mín – 1-0 Southamton eftir hreint hræðilegan varnarleik. Redmond skorar eftir að Klavan hitti ekki boltann og Lovren var klobbaður í kjölfarið. Alveg úti á túni báðir tveir. Karius var nálægt því að verja en hann var rétt áður búinn að bjarga mjög vel eftir annan afleitan varnarleik.

Leikurinn er hafinn.

Fyrir leik

Ekkert óvænt við byrjunarliðið nema kannski að Lucas verður djúpur á miðjunni í dag í fjarveru Henderson. Sturridge kemur inn fyrir Mané. Coutinho er kominn á bekkinn.

Karius

Clyne – Lovren – Klavan – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Lallana – Sturridge – Firmino

Bekkur: Mignolet, Moreno, Gomez, Stewart, Coutinho, Origi, Woodburn


Það eru þrjú korter í að við fáum inn byrjunarlið kvöldins fyrir leikinn gegn Southamton og verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp fer inn í þennan leik. Það eru margir lykilmenn að skila sér til baka úr meiðslum eins og Steini kom inná í upphitun fyrir þennan leik.


69 Comments

 1. Tók lengri tíma en loks er liðið komið í gamla gírinn. 70-80% með boltann, skapa EKKERT og fá mark í bakið. Það er farið að vera eins og að horfa á málningu þorna að horfa á þetta lið það spilar svo hægan göngubolta. Hvernig geat þetta breyst á nokkrum vikum???!!!

 2. Týpískt, Karíus flotta vörslu og svo þessi sókn. Ekkert út a Karíus að setja i þessu marki, finnst vanta smá Þorskalysi i poolarana.

 3. Enn og aftur hugsar maður að Klopp hafi farið línuvillt þegar Klavan var keyptur. Ætlaði að fá hinn Ragnarinn sem kann rangstöðureglurnar pottþétt!

 4. Hvað er í gangi núna….af hverju .þessar endursýningar. Er einhhver strípalingur að hlaupa inn á völlinn?

 5. #11 Lovren spilar manninn onside, annars hefði Klavan átt að cleara boltann áður en hann komst í gegn

 6. Það er verulega leiðinlegt að segja það en þetta er bara sanngjörn staða í þessum leik…..
  það eru allir sem eru í endurskinsmerkjunum þarna á vellinum rosalega slappir!!!!
  Það er ekki hægt að sjá að southampton sé lið sem er í 3 neðsta sæti í markaskorun í deildinni

 7. hvað er í fokkins gangi hja okkar mönnum líta út fyrir að vera manni færri

 8. Við erum áberandi næstbesta liðið í þessum leik.

  Kloppinn tekur á þessu á hálfleik!

 9. Maður hefur það á tilfinningunni að ekki bara áhangandur Liverpool heldur líka leikmenn eru að bíða eftir töframanninum, órtúlega hægt allt og bitlaust

 10. Miðjan með can og wijnaldum saman er bara ekki að virka. Lallana verður að vera þarna fyrir annan þeirra.

 11. Firmino er mesta ofmat í enska boltanum. Að hann hafi alltaf verið í st.11 fram yfir Sturridge er brandari.Droppum honum á bekkinn fyrir Manutd leikinn á bekkinn eins og skot!!

 12. Hvað er að frétta af liðinu??? 135 mínútur án þess að fá eitt einasta fokking færi!!

  Allir lélegir nema Karius sem er búinn að bjarga okkur vel í tvígang. Klavan í tómu tjóni á vellinum og átti markið frá a-ö. Lovren gat ekkert gert annað en að reyna að hreinsa eftir hann og skilja því sinn mann eftir í teignum.

  Leikmennn eins og Lallana, Can, Sturridge, Wijnaldum og Firmino eru algerlega andlausir og virka af einhverjum ástæðum dauðþreyttir. Getur einhver sagt mér hvað Sturridge er að gera á kantinum þegar við erum að nálgast vítateiginn hjá þeim??

  Rosalega hlakka ég til leiksins á sunnudag.

 13. Sama skita og í síðasta leik og ekkert að ské og Sout­hampt­on betri á öllum sviðum. Skil ekki hvað menn eins og Can,Sturridge eða Lall­ana eru að gera inn á í þessum leik því að þeir hafa valla sést.

  þetta lítur vægast sagt ekki vel út og hugsa að þetta fari 2-1 fyrir Sout­hampt­on

 14. Sælir félagar

  Það verður að segjast eins og er að Liverpool hefur ekki skapað sér nema 1 færi í þessum leik og ef ekki væri fyrir Karius þá væri staðan 3 – 0. Sköpunin fram á við er engin, lítið um hlaup og sóknin frekar vandæðaleg.

  Þá má segja að ef sóknin er vandræðaleg þá er vörnin í verulegum vandræðum og ekki henni að þakka að liðið er aðeins einu marki undir. það verður að breyta einhverju í leikhléinu ef ekki á illa að fara. Ekki það að mér er svona frekar sama um þennan bikar en mér er ekki sama hvernig liðið mitt spilar. S’hampton tók leikinn algerlega yfir síðasta korterið og guðsþakkarvert að staðan er ekki verri en hún er.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Ömurleg frammistaða! Liðið þarf að rífa ræfil sinn úr svelli. Vonandi blæs Klopp baráttuanda í liðið í hálfleik.

 16. fjandinn hirði þennan leik , tap , who cares þeir koma á Anfield ég hef ahyggjur af þessu formi á móti utd eftir 4 daga hvaða djók verður það ?

 17. Hvað er í gangi votu menn á einhverju massa skralli í gær þeir eru bara ekki með.

 18. Þetta er árið sem Klopp áttar sig á því að það er ekki hægt að spila þungarokksbolta allt árið á Englandi nema vera með 2 jafn sterk lið. Southampton hafa orku til að pressa okkur enn við virkum þreyttir og með hugan við Utd leikinn.

 19. Sturridge hefur gleymt að taka sanasólið og lýsið, farinn að stynga sér full mikið eða völlurinn með þúfur.

 20. Eina góða við þennan leik er að hann þjónar sem fín æfing fyrir Phil fyrir næstu helgi. Sýnist litli maðurinn vera að liðka sig og líta vel út so far. Best auðvitað ef hann næði að galdra fram jöfnunarmark á þessari upphitunn sinni

 21. Gag #25
  Rólegur tígur, Firmino búinn að vera einn af okkar bestu mönnum á þessari leiktíð.
  Það er ekki eins og að Sturridge hafi verið að heilla mann í þessum leik, hann hefur varla verið með í leiknum.

 22. Hvað ætli að hafi staðið á miðanum….skora 2 mörk strákar…núna!

 23. Láta unglingana gegn Plymouth líta vel út og það var hrein skelfing!

 24. Strákarnir að spara sig fyrir Manu leikinn það er alveg greinilegt. Tökum svo þetta lið í síðari leiknum.

 25. Eru þið að grínst með þetta Luserpool lið hvað þeir eru lélegir.

 26. 190 mínútur + restin af Sunderland leiknum ekki skorað mark og varla hálffæri! Ömurleg frammistaða

 27. Sæl og blessuð.

  Á ógæfudegi hefði S’ton skorað fjegur kvekindi á móti engu okkar.

  Sannarlega dauft. Nauðsynlegt að setja í fluggírinn þegar við mætum þeim á Anfield…

 28. Jæja, Klopp er búinn að vera að vinna með varnarleikinn eftir áramótin, bara búnir að fá eitt mark á okkur í síðustu tveimur leikjum.

  Reyndar ekki búnir að fá eitt einasta færi í 180 mín……

 29. Engin ástæða til að panikka, fyrri hálfleik lokið. 1-0 og heill leikur á Anfield til að vinna upp þetta bil er meira en nóg. Þó leikmenn myndu bara setja í 2. gír ættum við að taka þetta lið létt.

  Hugsa að leikmenn séu komnir með hugann við sunnudaginn og kannski tókst Klopp ekki að mótivera menn nóg, það er ljóst að leikmenn ætluðu sér ekki að meiðast eða taka óþarfa sénsa í kvöld.

  Það töpuðust hvorki stig né orrustur í þessum leik.. Rúllum yfir man. utd um helgina og klárum svo þessa viðureign og allir glaðir 🙂

 30. Góðar fréttir?

  Coutinho mættur á svæðið. Hleypti upp stuðinu í leiknum. Ef félagarnir hefðu verið sprækari hefði eitthvað gerst eftir spretti hans og snerpu.
  Karius stóð sig vel. Bjargaði tveimur mörkum í það minnsta. Klaufi í úthlaupum en ekki við hann að sakast með þetta mark.
  Lucas var ágætur með sópinn á lofti.
  Enginn slasaður.

  Vondar fréttir

  Bakverðir voru skelfilegir. Held þetta sé það versta sem ég hef séð til Milners. Clyne líka á hálfu tempói.
  Miðverðir stóðu sig á köflum illa en náðu svona nokkrum þokkalegum sprettum.
  Miðjan yfir það heila mjög slöpp. Can, Lallana og svo Firmino hreint ekki ásættanlegir.
  Sturridge vaknaði í lokin en lengst af var hann verulega dapur.
  Pressubolti andstæðinga, sem endist heilan leik, hentar okkur hreint ekki vel!

  Jæja, það er bara að halda áfram og standa sig í næsta leik!

 31. Skil ekki Afhverju við gefum alltaf boltan a Milner. Hann hægir alltaf á spilinu og gefur blöðrubolta fyrirgjafir. Moreno hefði nýst okkur betur með hraðanum sínum framm á við, það var ekki eins og Milner sé búinn að verjast mikið undarfarið í þokkabót

 32. Þessi spilamennska er ekki að fara að skila neinu á Old Trafford. Það er morgunljóst.

 33. Sælir félagar

  “Þetta var stjarnfræðilega lélegt” segir Deus hér fyrir ofan. Ætli það lýsi frammistðu liðsins ekki svona nokkurn veginn. Maður hefur verið að ergja sig á Origi kallinum en eftir að hafa horft á Sturridge í þessum leik þá segir maður ekki mikið. Hann var stjarnfræðilega lélegur og ég held að hann sé tognaðri á heila en á fótum. Hann beinlínis getur ekki lagt sig fram og vinnslan er nánast mínustala hjá honum.

  Mér sýnist að undan því verði ekki vikist að kaupa alvöru framherja sem bæði skorar og leggur upp. Framherjavandræði okkar eru vandræðaleg og eins og staðan er núna erum við aðeins með tvo framherja sem báðir eru í einhverjum klassa sem hæfir ekki liði sem er í öðru sæti deildarinnar. S’hamton var betra liðið nánast allan leikinn, vildi þetta meira og vann sanngjarnt og við því er ekkert að segja í sjálfu sér.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 34. Versti leikur undir Klopp og sem betur fer endaði þetta bara 1-0. Nenni ekki að svekkja mig þvi við eigum ,,Evropukvöld” heima eftir i seinni leiknum. Gaman að sjá Kútinn loksins til baka. Ekkert annað jákvætt svo sem. Karíus sennilega okkar skársti maður. Pæliði í því!!

 35. Sjáum ljósu punktana í þessu, Karius bara leit allt í einu vel út og svo það að við spilum held ég ekki 3 svona lélega leiki í röð. Bara fulla ferð áfram.

  You never walk alone

 36. Við sjáum hversu stórt þetta tap var eftir síðarileikinn. Þetta snýst bara um að komast áfram og ég hef trú á að liðið geri það.

  Þetta var samt lélegur leikur hjá okkur með alltof marga farþega í dag.
  E.Can – hægur, lélegur á boltan, alltof margar snertingar, lélegar sendingar og tapaði boltanum trekk í trekk.
  Lucas – hægur, hægur, hægur, tapar boltanum.
  Milner – hans lélegasti leikur í vinstri bakverði. Það er ástæða fyrir því að lið eru byrjaður að loka á Clyne þegar liverpool byggir upp sóknir og beina boltanum á Milner
  Sturridge – ef þú ert að væla yfir því að vera ekki að spila þá verður þú að sýna hvað þú getur þegar þú spilar.
  Firminho – það eru að koma alltof margir leikir sem hann er byrjaður að týnast í.

  Maður leiksins : Karius – hann bjargaði tvisvar sinnum glæsilega og gerði engin misstök. Það var ein fyrirgjöf sem hann var pínu hikkandi í en hann fór út í hana og kýldi boltan í horn(sem var svo dæmt markspyrna sem er auðvita bara win win).

  Þetta er ekki gott veganesti í leik gegn Man utd en að sjá Coutinho gefur okkur von og það að Henderson ætti að vera tilbúinn og krossum fingur með Matip.
  Þetta er ekkert skelfilegt úrslit en þau voru það næstum því ef við hefðum tapað 2-0 eða 3-0 en að við þurfum að skora mark á Anfield og þá er staðan jöfn í einvíginu er ekkert sem hræðir mig mikið.

 37. Ef við erum að ganga í gegnum slæma kaflann núna þá yrði ég bara mjög sáttur ef hann væri að baki akkúrat þann 12. janúar 2017. Getum verið sáttir með að fara bara með eitt mark í mínus í seinni leikinn. Karius klárlega okkar maður leiksins aðrir voru ekki á pari við það sem þeir hafa verið að sýna okkur á leiktíðinni. Það góða við þennan leik var endurkoma Coutinho og frábært að hann náði nokkrum mínútum til að liðka sig. Næst er það man utd og þá dugar ekki svona spilamennska
  YNWA

 38. Frábært.

  Syndum þann klassa sem þarf. Með stjörnur eins og Lucas , Klavan og Can í byrjunarliðinu þá erum við á réttri braut í að festa okkur sem 5-6 besta lið PL.

  Vonandi náum við skoti að marki United. Yrði frábært.

  Væri svo til í að kaupa einhvern frá Swansea í glugganum. Þó svo breiddin sé fín.

 39. Lugas leit vel út fyrstu 20 min, flottar tæklingar og sendingar, síðan við markið einfaldlega féll hann á andlitið, Can gat ekkert allan leikinn, Sturage sást ekki, enda enging þjónusta, og Firmino reyndi og reyndi, en án árangurs að gera eitthvað að viti.

  Liðið hefur ekki spilað vel síðan Hendo meiddist, hann er örugglega sá mikilvægasti, síðan vandar Mane, en Lalana hefur lika verið að spila með álika krafit, sem einfaldlega vantaði í kvöld.

  þetta er bara enn einn leikurinn til að læra á og þetta er engin hætta, seinni leikurinn verður á Andield og Southamptom á ekki möguleika þar.

 40. Ég held að þetta hafi verið daprasta frammistaðan síðan Klopp tók við liðinu. í raun stórundarlegt að fylgjast með hvað menn voru slakir varnarlega sér í lagi. Liðið virkaði ofurþreytt og útkeyrt.

  Góðu fréttirnar eru að fá Coutinho aftur og að tapa ekki stærra en bara 1-0.

  Væntingar eru hér með settar í ruslflokk fyrir sunnudaginn :/

 41. Ég er búinn að fatta þetta miðjan fór öll i bíltúr með Firmino vour settir í steininn og mæltust undir áhrifum áfengis og voru svo rændir eftir það og þvi ekkert eftir. Shit hvað maður getur bullað þegar reiðinn yfirtekur mann.

 42. klopp out!!!
  Djók 😉
  Þetta er bara lognið á undan storminum þegar við rústum man utd á sunnudaginn 🙂
  YNWA

Podcast – Árleg bikarleikjavika

Southampton – Liverpool 1-0 (Skýrsla)