Liverpool nálægt því að selja Assaidi

Það virðist vera komin smá hreyfing á Liverpool á leikmannamarkaðnum en allir helstu miðlar Englands greina frá því að Oussama Assaidi hafi verið endurkallaður úr láni frá Stoke og sé hársbreidd frá því að vera seldur til Al-Ahli fyrir tæpar fimm milljónir punda.

Man einhver eftir Assaidi? Liverpool keypti hann upp úr þurru á fyrsta ári Rodgers fyrir slikk, hann spilaði lítið á sinni fyrstu leiktíð. Leiktíðina eftir var hann lánaður til Stoke þar sem hann rændi mikilvægum stigum af Chelsea í toppbaráttunni gegn Liverpool og Man City. Í sumar vildu Stoke kaupa hann endanlega á einhverjar sjö milljónir punda en hann vildi ekki langtímasamning hjá Stoke en fór aftur þangað að láni.

Hann er nú hársbreidd frá því að fara til Mið-Austurlandana ef salan, sem er víst bara formsatriði að klára, gengur í gegn. Það er þá fyrsta alvöru hreyfingin hjá Liverpool í janúar glugganum og spurning hvort hún ýti einhverju meira af stað.

Hugsanlega er Liverpool þarna að næla sér í peningin sem þarf til að greiða Lille aukalega til að fá Origi fyrr úr láni sínu þar á bæ. Hinn bráðefnilegi Origi hefur átt erfitt uppdráttar hjá Lille síðustu vikur, gengið illa að skora fyrir slakt Lille lið og hafa stuðningsmenn liðsins tekið upp á því að púa á hann í leikjum. Það er því vonandi að Liverpool geti bjargað honum úr þessu umhverfi og gefið honum hlutverk hjá sér. Er spenntur fyrir þessum strák og vona að við sjáum hann spila á Anfield í mánuðinum.

Orðrómar um sölu á Lucas til Inter hafa litið dagsins ljós og Liverpool orðað við James Milner, Fabien Delph og Saido Berahino svo eitthvað sé nefnt. Sjáum hvað gerist á næstu dögum.

37 Comments

 1. Ég held að þessi gluggi verði tíðindalítill. Afhverju ætti Liverpool að selja t.d núna Lucas þegar hann er augljóslega búinn að vinna sig inn í liðið sem lykilmaður ?

 2. Óli.

  Nú ertu að taka séns, veist hverjum verður kennt um ef þetta klikkar!!!

  #Jinx-ið

 3. Ef þetta klikkar þá tek ég það á mig. Ég fer þá beint í bankann, hækka heimildina á kortinu mínu og greiði Liverpool mismunin! 😉

 4. Ég trúi þessu ekki! Fyrst Gerrard, svo Assaidi, hvert stefnir þetta lið eiginlega?

 5. James Milner, Fabien Delph og Saido Berahino, vá hvað þetta verður spennandi janúar.

 6. Var nú bara búinn að gleyma Assaidi en hlýtur að vera lottóvinningur ef við fáum þennan pening fyrir leikmanninn.

  Auðvitað er verið að linka okkur við allskonar leikmenn, og líklega mest af því tengt að hinar og þessar veitur á vefnum eru að reyna að veiða transfer þyrsta aðdáendur liðsins…en hvað segið þið sem hafið góð sambönd í sjálfri Liverpool borg? Hvað segja leigubílstjórar þar á bæ?

 7. Sæl öll,
  Það er algjört rugl að fara selja Lucas á þessum tímapunkti og ég trúi því ekki fyrr en ég sé það. Liverpool þarf að fjölga og auka gæðin á miðjunni, sérstaklega með brottför Gerrard. Mig er mikið farið að langa að sjá þetta “plan” þeirra hjá Liverpool. Um þessar mundir lítur það úr fyrir að gera klúbbinn að “feeder club”. Ég er að verða verulega pirraður á BR og eigendunum.

 8. Afsakið þráðránið EN frábær úrslit á Old Fartford áðan. Einungis 5 stig í 4. sætið…….5 stig! Þetta er ótrúlegt og 17 umferðir eftir. Kemst ekki yfir það miðað við spilamennskuna á tímabilinu að við séum ekki fyrir lifandi ósköp löngu dottnir út úr þessari baráttu. Það er aldeilis meira en fræðilegur möguleiki á að við náum að landa þessu 4. sæti.

 9. Ég tel það sé engin eftirsjá í Lucasi. Auðvelt að fá leikmann með meiri gæði fyrir ekki mikinn pening. Margir hér á síðunni hafa mótmælt skoðun minni á honum en ég bið bara menn að skoða liðin sem við erum að keppa við og þá leikmenn sem þau lið hafa í þessari stöðu t.d. Man-City og Chelsa.. Mitt mat er að hann er of hægur, tapar öllum skallaboltum, á aldrei aðra sendingu nem stutta á næsta mann, aldrei skot á mark, hvað þó að skora.

 10. Við ættum nú ekki annað eftir á þessum óvissu- og umbrotatímum en að selja einn af reyndari mönnum liðsins og stabílíserandi mann sem virðist vera lykilpúsl í því að halda varnarleiknum saman (Lucas), til þess að kaupa inn enn einn manninn sem gæti tekið 6-12 mánuði að finna fjölina sína. Þá fyrst gætum við kysst þetta tímabil endanlega bless. Nú er þó a.m.k. von sem mig dauðlangar að halda í eitthvað fram eftir árinu.

  Ef meðferð Sturridge hefur gengið samkvæmt óskum fáum við hann á stormandi siglingu inn í seinasta hluta mótsins, Sterling kemur inn eftir hvíld og Lallana eigum við inni líka. Þetta ætti að umbylta sóknarleik liðsins og koma okkur í námunda við 4. sætið. Af þeim liðum sem eru fyrir ofan okkur finnst mér líklegt að Arsenal finni gírinn sinn og taki 3. sætið – Sanches er bara of góður. Það fjórða verður barátta milli Utd (sem hafa verið jafnslakir í langan tíma og munu tapa fleiri stigum), okkar og hugsanlega einhverra af spútniklíðunum.

  En ekki selja Lucas í janúar. Það væri algerlega fáránleg áhætta að taka á krítískum tímapunkti tímabilsins.

 11. Held að maður myndi nú ekkert hrista hausinn mikið ef að t.d. Lucas færi til Inter og Khedira kæmi til Liverpool…

 12. #5:
  Gætir alveg eins stillt þessu upp:
  Leikir með Gerrard ekki íCDM
  Leikir með Gerrard í CDM.

  Við erum með arftaka Lucas spilandi í vörninni, Emre Can , sem er sennilega að öllu leiti betri en lucas.

 13. Eg vil kaupa Berahino og halda Lucas þa er eg sattur með gluggann. .

 14. berahino væri fínn kostur fyrir 4-5 milljónir punda en wba vilja fá yfir 20mills sem er hreinlega algjört bull.

 15. nú er verið að orða okkur við Nathan Redmond frá norwich fyrir 10 milljónir punda. Þetta er orðið svo virkilega þreytt þegar liverpool eru að reyna að fá einhverja leikmenn þá er óþolandi hvað lið fara að okra á sínum leikmönnum. Maður er allavegna ekki að fara í kjól og dansa húlla húlla yfir þessum fréttum ef þetta er það sem koma skal

 16. Mér er nákvæmlega sama þótt Wanayama, Matic, Flamini, Sneijderlin eða hvað þeir heita allir, séu betri en Lucas Leiva. Ég gæti alveg eins sagt að Lucas Leiva sé betri en þeir allir, þetta eru bara skoðanir og rökin sem færð eru fyrir þeim eru það sem skipta máli í alvöru umræðu.

  Árangurinn með og án hans talar sínu máli. Hann skiptir Liverpool mjög miklu máli. Meðan hann gerir það á ekki að selja hann og #5 Valdimar Kárason setur fram staðreyndir sem er erfitt að hrekja: Með Lucasi eru leikirnir (ef við bætum Sunderland leiknum við) 11 og stigin 24. Án hans eru leikirnir 10 og stigin 8. Þetta er nógu stórt úrtak til að leikirnir ættu að vera svipað erfiðir í heildina. Held það sé óhætt að segja að Brendan Rodgers eigi sökina á því að hafa ekki fattað þetta frá upphafi tímabils.

  Jol #11, komdu með statistík og staðreyndir sem bakka upp þessar skoðanir þínar að hann “er of hægur, tapar öllum skallaboltum, á aldrei aðra sendingu nem stutta á næsta mann, aldrei skot á mark, hvað þó að skora.” Hlutverk hans í liðinu er fyrst og fremst að stöðva sóknir andstæðinganna og koma boltanum í einfalt spil á næsta mann. Ekki flókið? Allavega virðast fáir aðrir í hópnum núna ráða við hlutverkið.

 17. Ef að okkar menn hefðu drullast til að vinna Leicester um daginn að þá væru þeir í 6.sæti núna í staðin fyrir 8 sæti. Svona töpuð stig eru allt of dýr ef að fjórða sætið á að nást og eykur ekki beint bjartsýnina hjá manni en það er mikið eftir af deildinni þannig að það er allt hægt.

  YNWA!

 18. Biðst afsökunar á þráðráni en eftirfarandi grein ætti að opna augu þeirra sem halda að Liverpool geti enn náð fjórða sæti á þessu tímabili: http://www.theanfieldwrap.com/2015/01/liverpool-realistic-top-four-finish/
  Í stuttu máli hefur lið sem er 7 stigum frá fjórða sæti um áramót ALDREI náð fjórða sæti í sögu Premier League, og reyndar hefur Liverpool aðeins einu sinni hækkað sig um fjögur sæti eftir áramót, tímabilið 92/93 n.t.t.
  Europa League anyone?

 19. #21 Enda er þessi deild búin að breytast helling síðustu ár og miklu meiri samkeppni og fleirri stig eru að tapast núna. Það eru 5 stig í 4 sætið og við eigum eftir að spila 17 leiki m.a innbyrgðis viðureignir við öll liðin fyrir ofan okkur og sömuleiðis þau á milli sín allra.

 20. Skrifað í skýin.

  Endum númer 6…United númer 5 og Arsenal eiga þetta 4.sæti.

  En vinnum Europa League og förum bakdyramegin (Brokeback Mountain way) inn í CL 🙂

  Sættum okkur við það.

  Yrði draumur að sjá eyðslukóngana sitja eftir….og við læðast inn í CL

  Dásemd

 21. Þessi Lucasar umræða er farinn að minna margt á umræðuna um Dietmar Hamann á sínum tíma. Amk hljóma þessar lýsingar ansi kunnuglega “er of hægur, tapar öllum skallaboltum, á aldrei aðra sendingu nem stutta á næsta mann, aldrei skot á mark, hvað þó að skora.“

  Ætla ekki að fara fjalla um mikilvægi Hamann í Liverpool liðinu á sínum tíma. Hápunkturinn var eflaust innkoma hans í leikinn í Istanbul.

  Sammála Ívari, á meðan enginn annar í hópnum ræður við þetta “einfalda” hlutverk þá væri algjörlega fáranlegt að láta hann fara. Leikmaðurinn er búinn að vera þarna í 8 ár og hefur gengið með liðinu í gegnum erfiða tíma. Það væru eflaust margir í hans stöðu löngu búnir að biðja um sölu frá félaginu. Hann hefur sýnt félaginu mikla tryggð og mér finnst hann eiga meiri virðingu skilið frá mörgum stuðningsmönnum liðsins.

 22. Ég fagna assaidi sölunni þegar ég sé hann með Al-Ahli trefillinn. Kaupin á Assaidi hefðu getað reynst klúbbnum dýrmæt á mjög furðulegan hátt eða útfrá því hversu vel hann spilaði sem lánsmaður hjá stoke líkt og ólafur kemur inn á. Að öðru leiti verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið furðuleg kaup og kannski klassískt dæmi um magn umfram gæði stefni LFC þó svo að vissulega hafi hópurinn verið þunnskipaður á þeim tíma sem hann var keyptur.

  Ég hef enga trú á að lucas fari í vetur nema þá að klúbbnum takist að tryggja sér eitthvað frekar stórt nafn og hann verði notaður til að fjármagna kaupin að hluta. Slíkt held ég að væri samt varhugavert líkt og fram hefur komið í athugasemdum að liðið halar inn fleirri stig með hann innanborðs.

  Ég fagna öllum umræðum sem snúa hinsvegar að því að skoða framlínuna okkar. Persónulega væri ég til í að selja borini og lambert jafnvel þó það kæmi enginn í þeirra stað (eða svona næstum því). Lambert hef ég aldrei verið hrifinn af og með komu balo þá höfum við svosem þennan leikmann upp á plan B að gera og þó svo að hann hafi verið lélegur í vetur þá er hann hæfileikameiri en lambert að mínu mati. Borini hef ég varið í gegnum tíðina en nú er skoðun mín sú að hann er fyrst og fremst mikill íþróttamaður og hefur ágætis skilning á þeim stíl sem BR spilar en hann vantar töluvert upp á fyrstu snertingu og er afleiddur slúttari (hvort sem það er stress eða eitthvað annað).

  Ef balo fer þá finnst mér hinsvegar eins og við verðum að fá einhvern á móti. Berainho hefur mikið verið nefndur og ég verð bara að viðurkenna að ég hef ekki séð nægjanlega mikið. Ég sá glefsur úr bikarleikar hjá WBA um daginn og þar var hann afar sprækur en mótherjinn var líka frekar lakur. Hinsvegar vakti hann verðskuldaða athygli í fyrra og hefur haldið áframa að heilla í vetur þannig að vissulega er eitthvað í þennan strák varið. Hann er eldsnöggur og sterkur og af því sem ég hef séð þá virkar hann ágætis skotmaður líka, gæti verið kjörinn kostur fyrir BR en myndi alltaf falla í svipaðan flokk og ungu leikmennirnrnir sem voru keyptir í sumar þannig að aðdáendur myndu ekki fá þetta “marquee” signing sem við viljum svo mikið. Veit ekki með þennan Hiquain orðróm….en þar er klárlega leikmaður sem hefur sannað sig í gegnum tíðina og með nokkuð solid tölfræði yfir markaskorun.

 23. Þetta er ein mesta jinx-tilraun sem komið heftur hingað inn síðan ég keypti Loic Remy í sumar. Frábær peningur ef það er einhver sannleikur í þessu.

  Varðandi Lucas gengur sala á honum bara enganvegin upp og allra síst núna. Hann er sá eini sem spilar stöðu sem frekar þarf að styrkja heldur en veikja. Hann á misjafna leiki sem að einhverju leiti má rekja til uppleggs þjálfarans en Lucas er ennþá okkar besti varnartengiliður og tölfræði yfir leiki með og án hans er honum afar hliðholl. Ekki bara á þessu tímabili heldur sl. 3 ár.

  Að hafa hann í tveggja manna miðju með Gerrard gengur ekki og raunar hefur Gerrard aldrei funkerað sérstaklega í tveggja manna miðju, Þegar hann var á hátindi ferilsins var hann nánast aldrei að spila sem miðjumaður í tveggja manna miðju (heldur sem kantmaður eða í holunni). Gildir einu hvort Gerrard er fyrir aftan og Lucas fyrir framan eða öfugt. Þeim líður báðum betur þegar þeir hafa einhvern eins og Henderson með sér eða annar með álíka hlaupagetu.

  Lucas er 27 ára og á nóg eftir þó hann megi sannarlega við meiri samkeppni um sína stöðu, sérstaklega núna þegar Gerrard er að hætta. Vonandi kemur einhver og slær Lucas úr liðinu (Emre Can?) en sá þarf þá líka að vera mjög góður. Lucas er langt frá því að vera fullkominn, sérstaklega eftir að hann kom til baka úr meiðslum en hann er engu að síður verulega vanmetinn ennþá. Hef staðið sjálfan mig að því stundum í vetur þó ég standi reyndar við að sumar frammistöðurnar hafi verið slakar.

  Rodgers er loksins búinn að leggja þessa Gerrard tilraun á hilluna og Lucas er kominn aftur í byrjunarliðið í nánast hverjum leik. Það að lána hann núna væri heimskulegra en þegar við lánuðum Andy Carroll og sala á honum ætti ekki að koma til greina nema fyrir verulegt yfirverið og þá með arftaka tilbúinn strax.

 24. Þetta sagði Maggi í næstu upphitun eftir að Lucas meiddist 29.nóv. 2011

  Vissulega er stórt skarð að fylla inni á vellinum þar sem sennilega stöðugasti leikmaður liðsins Lucas Leiva byrjar í meiðslaútlegð sinni í þessum leik en þrátt fyrir fjarveru hans er leikmannahópur okkar í vetur sterkari en hann var í vor og eftir 10 leiki án taps og marga öfluga leiki hlýtur liðið að vera fullt sjálfstrausts fyrir þessa viðureign.

  En fjarvera Lucasar þýðir að það er eilítið spurningamerki hvernig Dalglish stillir upp. Mitt mat er það að með brotthvarfi Brassans muni þjálfarateymið bregðast við á þann hátt að spila nú 4-2-3-1 eða 4-3-3. Við eigum einfaldlega engan mann sem vinnur eins öfluga varnarvinnu og því er erfitt að spila 4-4-2 í fjarveru hans eða þangað til nýr maður líkur honum finnst (sem er nú ekki einfalt verk).

  Liverpool var ekki taplaust næstu 10 leiki á eftir, félagið er ennþá að leita að álíka leikmanni og við eigum ennþá engan sem vinnur eins öfluga varnarvinnu og Lucas gerði fram að þessum degi.

  Mánudagskvöldið 5.desember vonumst við eftir annarri slíkri frammistöðu hjá liðinu. Vissulega er stórt skarð að fylla inni á vellinum þar sem sennilega stöðugasti leikmaður liðsins Lucas Leiva byrjar í meiðslaútlegð sinni í þessum leik en þrátt fyrir fjarveru hans er leikmannahópur okkar í vetur sterkari en hann var í vor og eftir 10 leiki án taps og marga öfluga leiki hlýtur liðið að vera fullt sjálfstrausts fyrir þessa viðureign. En fjarvera Lucasar þýðir að það er eilítið spurningamerki hvernig Dalglish stillir upp. Mitt mat er það að með brotthvarfi Brassans muni þjálfarateymið bregðast við á þann hátt að spila nú 4-2-3-1 eða 4-3-3. Við eigum einfaldlega engan mann sem vinnur eins öfluga varnarvinnu og því er erfitt að spila 4-4-2 í fjarveru hans eða þangað til nýr maður líkur honum finnst (sem er nú ekki einfalt verk).”

  Svona var annars umræðan hér eftir að fréttirnar af hans meiðslum komu fyrst.

 25. Ég er búinn að heyra ansi oft undanfarnar vikur að ManU ætti ágætis möguleika á titlinum og það er þvílik hamingja á þeim bænum og stiginn hrannast inn. Van Gaal er snillingur osfr.

  Í ljósi þess er ath að velta því fyrir sér að Moeys, sem var rekinn í April, var með nákvæmlega jafn mörg stig úr jafnmörgum leikjum og meistari VanGaal þeas þeir náðu báðir í 37stig eftir 21.leik. Munurinn er hinsvegar sá að VanGaal er búin nað eyða óhemju af peningum í þetta lið hjá sér, og þá telst ekki með 350þ pund á viku maðurinn Falcao sem er jú bara á láni.

  Því skil ég ekki hversvegna VanGaal hefur sloppið tiltölulega vel við alla gagnrýni í vetur.

 26. @ Babu #29
  Það er ekkert á bak við tengilinn.
  Innskot Babu – Takk búinn að laga.

  En ég er á því eins og margir að það væri fáránlegt að láta Lucas fara í þessum glugga.
  Statistíkin með og án hans í liðinu segir allt sem segja þarf.

 27. Segir allt sem segja þar um Lucas:
  Liverpool’s form in the Premier League this season:
  When Lucas Leiva has played: WLWWWDDWWDW
  When Lucas Leiva hasn’t played: LWLDWDLLLL

 28. spennandi tímar framundan ..

  Sat 17th January
  PREM Aston Villa – Liverpool .. hefniSigur

  Tue 20th January
  CC Liverpool – Chelsea .. Sigur

  Sat 24th January
  FAC Liverpool – Bolton Wanderers .. Sigur á Gudda

  Tue 27th January
  CC Chelsea – Liverpool .. förum áfram

  Sat 31st January
  PREM Liverpool – West Ham United .. Sigur

  no jinx

 29. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að blanda mér inní þessa Lucas umræðu nema að ég tel fáránlegt að láta hann fara fyrr en þá í fyrsta lagi í vor. Hinu fagna ég ef einhver hreyfing er að komast á leikmannamál klúbbsins og þó sérstaklega markmannstöðuna og framherja.

  Það er nú þannig

  YNWA

 30. Það væri flott ef við náum selja Assaidi fyrir hátt i 5m punda. Origi kemur líklega í janúarglugganum. Þetta hlytur að þýða að fáum engan annan sóknarmann i janúar. Lucas á að vera áfram til sumar minnsta kosti og alls ekki selja hann nema við fáum topp miðjumann i staðinn.
  Ég verð þó að áreita að Henry lofaði Rodgers að styrkja leikmannahóp Liverpool verulega ef við næðum meistardeildarsæti(síðasta sumar) enn samkvæmt minum reiknisdæmi þá erum við búinn eyða sirka 35mpund(nettó) sem frekar litið ef þú miðar við hinn topp liðinn. Við ætlast til af FSG að þeir standi við stóru orðinn og styði betur við Rodgers. Við þurfum topp markvörð, miðvörð(væri sáttur meðað fá Coates úr láni). Svo er það spurning með varnarsinnaðann miðjumann. Er einhver góður á lausu í janúar?. Svo ef við fáum Origi í janúar þá er óliklegt að við fáum annan sóknarmann.

 31. Er ekki kominn tími á podcast drengir? Aðeins að fara yfir málin.

Sunderland 0-1 Liverpool

4.sæti – Tölfræði tíu síðustu tímabila