Opinn þráður (UPPFÆRT – Lucas frá!)

Uppfært:

Liverpool Football Club hefur í dag staðfest að Lucas Leiva hefur skaddað krossbönd í hné og þarf að gangast undir uppskurð sem verður til þess að hann hefur lokið keppni tímabilið 2011 – 2012.

HRÆÐILEGAR FRÉTTIR í alla staði og ljóst að fram í janúar verða margir möguleikar kannaðir. Fram að þeim tíma verður okkar breidd að taka á vandanum.

Upphafleg færsla Kristjáns Atla hér fyrir neðan.


Ég minni á nýjan þátt af Podcasti Kop.is (#10) í færslunni hér fyrir neðan. Endilega tékkið á því.

Þetta er opinn þráður. Þið getið rætt það sem þið viljið hér. Lucas Leiva er að öllum líkindum meiddur út tímabilið og í kvöld var dregið í undanúrslit Deildarbikarsins eftir að Crystal Palace komu öllum að óvörum og slógu Man Utd út á Old Trafford.

Okkar menn mæta Manchester City í undanúrslitum. Auðvitað. Gátum varla fengið auðveldan drátt, var það? En fyrri leikurinn er í Manchester, seinni á Anfield sem ætti að vera okkur í hag. Í hinum undanúrslitunum mætast Cardiff og Crystal Palace. Þetta verður epík.

104 Comments

  1. Ok.. ekki óska-drátturinn en við eigum seinni leikinn heima sem er gríðarlega mikilvægt.. förum í úrslitin. Segi það og stend við það.

    Já og þá mætum við City þrisvar í janúar.

  2. Klárlega það sem ég vildi sjá í þessum drætti eftir að Scums töpuðu á heimavelli fyrir neðrideildarliði, bara enn ein sönnun þess að það eru ákveðin vandamál þar, sannarlega fullt af lélegum leikmönnum með taparamentalitet sem voru að spila í því liði í kvöld, sem er hið besta mál!
     
    Við erum í góðum málum að spila heima og heiman við City, fáum heldur betur svakalegan janúarmánuð, ætli við verðum svo ekki dregin úti á móti Scum eða Blánefjum í FA – cup.  Fer ekki ofan af því sem ég sagði í podcastinu í kvöld að það er bara flott fyrir félagið okkar og liðið fá svona alvöru leiki eins og þessir gegn City eru, sáum alveg hörkubaráttu Palace í kvöld og alltaf ljóst að svoleiðis mótherjar kalla annað fram.
     
    Þetta verður fullorðins og ég er strax farinn að hlakka til.
     
    En ég treysti því að við minnum vini okkar sem bera djöfulinn á brjóstinu á úrslit kvöldsins.  Alveg morgunljóst að sama hvað þeir munu reyna að segja þá svíður þetta tap!

  3. Svo er ég svekktur, lagði undir smá upphæð að Palace myndi vinna og hefði fengið fínt út úr því ef þeir hefðu klárað þetta fyrir framlengingu…

  4. #5
     
    9 jan á Etihad Stadium og 23 jan á Anfield

    og svo í deildinni 3 jan

  5. Eigum við ekki líka City leik 3. jan? Tveir City leikir í röð?

  6. Ég er með frekar miklar áhyggjur af liðinu ef svo fari að Lucas verði frá í marga mánuði. Jonjo er kominn aftur til baka úr láni frá Blackpool vegna þess.
    Ég held nú að hann sé engan vegin að fara að “fylla” í skarð Lucas-ar.
    Hvað gerist í janúar ? Gefum okkur að Lucas verði frá lengi, þá er algjör þörf á að kaupa góðann solid miðjumann í jan. En hver það ætti það að vera ?
     
    Ég vona svooooo innilega að Lucas sé ekki stórslasaður í hnénu og komi til baka eftir nokkrar vikur.
    YNWA

  7. það er eins og drátturinn hafi verið ákveðinn fyrir leik kvöldsins man utd-cardiff en C.palace bjargaði kvöldinu

  8. Eins og vikan er búin að vera frábær þá skyggir alveg rosalega á það að Lucas skyldi meiðast. Það á eftir að koma í ljós seinna með hversu mikill missir hann sé. Þetta gerist alveg á hræðilegum tíma, þegar við erum loksins farnir að spila eins og alvöru lið. Vonandi að Gerrard komi ferskur til baka svo að missirinn á Lucasi verði ekki jafn áberandi (ekki það að þeir séu að spila sömu stöðu)

  9. #8 Líklega á Jonjo ekki að fylla skarð Lucas, ætli Adam/Spearing(/Gerrard)(/Kuyt????) taki það ekki að sér, fer eftir leikjum hvað hentar best. Jonjo verður bara næsti miðjumaður af bekknum, í framliggjandi miðjumanns eða vængmannshlutverkið. 
     
    Spurning hvort Aurelio verði ekki heill núna og geti tekið þetta hlutverk að sér bara? 

  10. get EKKI sagt að Crystal Palace hafi komu öllum að óvörum og slegið Manchester United út á Old Trafford.

  11. Fyrsta fréttin sem ég sá á fótboltasíðu var að við drógumst gegn city, og ég varð ekkert lítið brjálaður og öskuillur yfir þessari spillingu… þangað til ég sá næstu frétt 🙂
    Það er ekkert scum utd sem er að fara að mæta Cardiff, heldur C.Palace 🙂
    Tók gleði mína fljótt á ný

  12. Hræðilegt með þessi meiðsli Lucas og ég sárvorkenni manninum – leikmaður tímabilsins í fyrra, bestur það sem af er tímabils nú og svo þetta. Kemur bara sterkari inn árið 2012. Baráttu- og batnaðarkveðjur, kæri Lucas!
    En þetta herðir vonandi þetta samhenta lið okkar meira og nú er bara spurningin: erum við menn eða mýs?
    Tökum Sjittí í janúar, ekki spurning. Hækkum okkur í deildinni strax í desember, ekki spurning. Bláa nían fær eflaust mörg rauð jólakort í ár … nah, spurning? Mun Mancini halda því fram að kjaftshögg frá liðsmanni sínum teljist ekki brot? Ekki spurning.
    Áfram Liverpool!

  13. Ég skil ekki af hverju af hverju ekki fleiri leikmenn voru hvíldir gegn Chelsea. Við höfum ekki breiddina til að hætta á meiðsli hjá lykilmönnum. En svo sem hægt að vera vitur eftir á, maður hefði kannski hrósað KD fyrir stærð á hreðjum hefði Lucas ekki meiðst.

  14. How respectful are Man Utd fans? A 120 minute silence for Gary Speed!
     

  15. Ég hugsaði strax og Kelly skoraði annað markið í gær ; “Ok nokkuð öruggt þannig að taka Lucas útaf, hann þarf á hvíldinni að halda”. Svo liðu ekki nema nokkrar mínutur og hann meiðist. Það er enginn í liðinu sem gæti tekið að sér hans hlutverk nú. Sá sem er næst því er Spearing. Hef því miður litla trú á að hann geti fetað í fótspor Lucas. Í raun er maður bara að krosslengja fingur um að Lucas verði ekki lengi frá. Meiðsli Lucas var eitthvað sem liðið má ekki við þegar baráttan fyrir 4ja sætinu er jafn rosaleg og raun ber vitni. Annars var maður í skýjunum og bjartsýnn á framhaldið en mér finnst þetta bara svo rosalegt blow að maður er hálf eyðilagður bara.
     
    Koma svo Lucas, ekki frá lengur en nokkrar vikur max. Please!!!
     
    Og annað. Hvað í fjáranum er að frétta af Gerrard?

  16. þeir tala um að eftir myndatöku í Liverpool-borg á morgun viti þeir betur hversu lengi hann verður frá.En fyrst þeir kalla jonjo strax til baka úr láni þá hljóta þeir að vita að þetta verður meira en bara nokkrar vikur eins slæmt og það væri útaf fyrir sig hvað þá nokkrir mánuðir! klárlega búin að vera besti leikmaður liðsins 2010 og 2011 mikill missir fyrir desember mánuð og svo svaka janúar mánuð líka! Trúi þessu ekki hann mátti ekki meiðast.

  17. það sem ég hlakka til næsta leik er sjá Bellamy ámóti Riise það verður einvígi leiksins 🙂
     

  18. @12 DaðiS
    Spurning hvort Aurelio verði ekki heill núna …. heill…. neehhh er það… hann kannski nær að keyra á æfingu og svo er það búið.

  19. Búið að kalla á Jonjo Shelvy úr láni frá Blackpool til að leisa stöðuna hans Lucasar. Þarf maður að hafa áhyggjur? Man lítið eftir Jonjo ef ég á að segja eins og er. Kaupir Daglish ekki einn varnartengilið í Janúar?
    Hef fulla trú á að við förum alla leið í Carling Cup. Sýnum öðrum liðum að við þurfum ekki  vafasama heppni til að vinna titla. Við erum Liverpool og það er það sem greinir okkur frá öðrum klúbbum. Sama hvað á dynur við komum alltaf aftur.

  20. Gaman að sjá Man Utd slegið út, bara mjög gaman… 

    Annars var ég að hluta á þetta potcast og það var bara nokkuð málefnalegt á köflum… Mér finst þetta mjög gott framlag hjá ykkur að koma með þetta… það sem mér fanst einna helst að í þessu potcasti var hvað fór mikill tími í að tala um Chelsea… en svona er þetta bara þegar menn fara að tala um enska boltann… Góður þáttur hjá ykkur heilt yfir….

    Þá að því sem framundan er:

    Nr: 1   Lucas, líklega erum við að tala um að hann verði úr leik í það minsta 6 mánuði, það er þingra en tárum tekur að hugsa þá hugsun til enda… Þessi drengur er einfaldlega (að minum mati) besti maður liðsins og hefur vaxið meira en aðrir leikmenn i leik sínum… Það voru ekki allir sem sáu hann þar sme hann er í dag, hann er leikmaður sem berst ekki mikið á í leikjum, þ.a.s.a hann er pruður, tuðar ekki í dómaranum og lætur hlutina einfaldlega gerast… Nær í boltan til baka og byggir upp… stoppar sóknir andstæðingana og er sí vinnandi… hreint frábær leikmaður… en þetta er eitthvað sem við öll vissum um þennan dreng, það sem er aftur á móti verra er að líklega eigum við engan leikmann til að leisa hann af hólmi…  Þessi umræða kom upp í Potcastinu hjá þeima félögum og það sem mér þótti eftirtektarvert var að menn hafa trú á að Spering getir leist Lucas af… Jú Spering átti ágætan leik á móti Chelsea en það segir ekki alla söguna og það var nokkuð góður punktur (sem ég hafði ekki spá í) sem kom fram í spjallinu og það er að Spering hefur alltaf spilað með Lucas þegar hann spilar með Liverpool… þannig að ég sé þa ekki gerast að hann sé að leysa þessa stöðu…. og ekki tekur jonjo þessa stöðu og leysir hana, maður er hálf smeikur við þetta allt… og eins og kom fram í spjallinu þá þurfum við að ná i mann i janúar í þessa stöðu…. og þar kom Maggi með nokkuð góð rök fyrir því að Lassan Diara væri væntanlega besti kosturinn i því efni… Það sem við getum þó huggað okkur við að við erum með tvo snillinga sem sjá um að prjóna liið saman (the Scotis duo) Kóngin og Clark… og þeir eiga ábyggilega eftir að leggjst yfir þetta hvernig best verði að dekka þessa stöu i Desember…og svo verur veskið tekið upp í Janúar að ég held…

    Nr: 2  Drátturinn:
    Það má legi ræða þetta og einhverjir hefðu viljað fá frekar Cardiff eða CP en þetta er niðurstaðan og við verðum bara að vinna út frá henni… þetta er ekki fyrr en í Janúar og þá verðum við vonandi komnir á fullt skrið eftir frábæran Desember sem ég hef trú á að verði hjá okkur….Og þá verða City búnir með sitt besta og við tökum þá bæði að heima og heima… Eigum við ekki að hafa trú á okkar mönnum ?  

    Nú mér langar svona í lokin að minnast aðeins á þenna leik sem var í gæra Man Utd go CP… Það sem mér fanst mest merkilegast er að þarna sá maður að breyddin hjá Man Utd er ekki sú sama og hún hefur verið lengi, jú þa voru ungir og óreyndir leikmenn að spila þarna, en það er engin afsökun á móti liði í 12 sæti í B deild… CP langaði bara meira að vinna þennan leik og það sást langar leiðir… Það er eitthvað sem segir mér að Man Utd vinni ekkert í ár, þeir hafa einfaldlega ekki mannskapin í það…(það er mín skoun)… 

    Nú er komin Desember og vonandi verður þessi mánuður okkur góður… við höldum áfram á sömu braut og á móti Chelsea og Man City, okkur vantar smá heppni í lið með okkur upp við markið  og þá á þetta allt eftir að smella saman, en stóri factorin í þessu öllu er hvernig við náum að leysa stöðu Lucas af hólmi, ef þa tekst þá erum við í góðum málum… Það er mín trú að við verðum í öðru eða þriðja sæti í byrjun nýss árs…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA… 

  21. Veit einhver hver staðan á Gerrard er ? Finnst engum þetta vera svoldið dularfullt með hann. Sýking í ökla og maðurinn er frá í fleiri fleiri vikur og lítið sem ekkert að frétta af honum ??? Eina sem Kenny segir er að þeir eru ánægðir með batann !!

  22. Árangur okkar á heimavelli í vetur er það slakur að ég get ekki séð að það sé gott að eiga seinni leikinn á Anfield.  Við höfum ekki unnið heima síðan 24. sept, 2 sigrar í 7 leikjum, 5 jafntefli, þó vissulega allt leikir sem við hefðum átt að klára. 
    Hins vegar myndast alltaf sérstök stemning á Anfield í þessum útsláttarleikjum, sérstaklega í evrópukeppninni, þannig að það hjálpar alltaf.  Miðað við gengið í deildinni þá vinnum við útileikinn 1-2 og leikurinn á Anfield fer svo 2-2 og við mætum Cardiff á Wembley.  Hljómar vel.
    Ef að þetta fer illa með Lucas þá þýðir náttúrulega ekkert að vera að spá fram í tímann, gríðarlega mikilvægur leikmaður en vonandi eru þessi meiðsli hans ekki eins alvarleg og talið er í fyrstu…

  23. Páló, það er 4/5 dómarinn sem dæmir þetta mark af og þar sem hann er ekki með flautu þá er lítið sem hægt er að gera, eða það er mitt mat á þessu atviki.

    En Lucas verður sárt saknað ef hann verður lengi frá, sem ég vona svo innilega ekki! Leit samt sem áður út fyrir að liðband hafi farið hjá honum eða eitthvað þess háttar, miðað við það hvernig átak kom á löppina og svona…Spearing verður bara að reima fast á sig takkana og stíga upp!

    En dagurinn endaði æðislega, með tapi scum og dragast á móti chity! Okkur gengur mun betur á móti stærri liðum en litlum, true story ;), og þar með er þetta betri dráttur, að ég held.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  24. Langar ekki að vera mjög svartsýnn, en ef Lucas er frá í langan tíma held ég að við náum ekki að halda þessu frábæra recordi hjá vörninni. Hann hefur verið óstjórnlega góður fyrir framan vörnina og brotið niður fáránlega mikið af sóknum. Sá sem leysir hann af þarf heldur betur að spila úr sér hjartað í hverjum einasta leik. Við vonum það besta. 

    Ég er farinn að hafa áhyggjur af Gerrard. Við þurfum á honum að halda núna…..   

  25. Aðeins varðandi Lucas, nú verður hann líklega ekki meira með það sem eftir er þessa tímabils.
    Sjáið þið fyrir ykkur að Spearing og Shelvey leysi þessa stöðu?
    Eða verður keyptur maður í Janúar?
     
    Annars hef ég trú á að Lucas verði óvenjufljótur að jafna sig, enda er hann milikk nagli.

  26. Ef að rétt er að Lucas sé með slitið krossband þá velti ég fyrir hæfni sjúkraþjálfarans á bekknum, hvernig í ósköpunum stendur á því að Lucas var sendur aftur inná völlinn eftir aðhlynningu. Var ekki gert krossbandatest á hnénu á honum fyrstu  mín. eftir samstuðið?
    Ég vona meiðslin reynist ekki jafn alvarleg talið er og við séum frekar að tala um vikur en mánuði þar sem að krossbandaslit eru erfið meiðsli og dæmi eru um að leikmenn hafi ekki náð fyrri styrk eftir slík meiðsli.

    Í fljótu bragði á ég erfitt með að sjá hver getur leyst Lucas af, enda hefur í raun aldrei reynt á það þar sem að Lucas hefur spilað nánast hvern einasta leik síðan Mascherano yfirgaf liðið.  Þegar Mascherano fór hafði ég engar áhyggjur af stöðu varnarmiðjumanns þar sem ég treysti Lucas 100% að covera þá stöðu, það gerði Lucas og rúmlega það. Í dag hef ég hins vegar áhyggjur af því að það er engin til að leysa Lucas af enda hefur spilamennska hans uppá síðkastið gert það að verkum að hann er einn orðinn mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu. Spearing kemur væntanlega til með að fá tækifæri í þessa stöðu og ég gæti alveg séð Henderson detta í þessa stöðu. Adam, Gerrard eða Shelvey held ég að verði valkostir í miðjumann með hinum tveimur.

    Það er í raun ómögulegt að segja til um það hvort að liðið fari kaupa einhvern í stað Lucas ef hann verður frá í lengri tíma. Mér finnst líklegt að Dalglish treysti á þá leikmenn sem hann hefur til að leysa þessa stöðu og Lucas mun snúa tvíefldur til baka og fagna FA Cup í maí.   

  27. #27  Klárt að þetta er aukaspyrna á Defoe og spjald. 

    # 32 You big hairdryer.   You should live in a Palace made of Crystal!!! Nokkuð gott. 

    Nú þarf Gerrard að komast í gang og vera á miðjunni með Skotanum.  Óska snillingnum Lucas góðs bata. 

  28. Það má alveg halda því fram að litla liðið hafi verið með ungt lið í gær en það voru samt nokkrir “gamlir hundar” með. Og óreynt var liðið svo sannarlega ekki. Þessir voru m.a. í byrjunarliðinu:
    Berbatov, Park, Valencia, Evans, Rafael, Fabio, Smalling, Gibson, Macheda  ….   vonandi er deildarbikarinn merki um hnignun þeirra og upprisu okkar!

    YNWA

  29. Ég er ekki að sjá neinn í liðinu eins og er sem er að fara að gera eitthvað nálægt því sem Lucas hefur verið að  gera uppá síðkastið, það verður keypt í janúar ef hann er að fara að vera frá í 6 mánuði.

  30. Er bara ekki málið að Coates fari inn í miðvörð og agger í stöðuna sem lucas var í agger er frábær varnarmaður og er mjög góður í að bera boltann upp völlinn sem lucas er ekki góður í.

  31. Er Lucas ekki góður að bera boltann upp völlinn? Ertu að grínast eða?

  32. ANDSk…HAFI ÞAÐ MEIÐAST Í DEILDARBIKAR !!! Aldrei grunaði mig samt að ég myndi sakna Lucas svona mikið en þetta er þvílíkur missir eins og hvernig hann var búinn að vera að spila undanfarið 🙁

  33. OOOHHHH ég held að ég hafi bara aldrei verið eins sár og svekktur með einhver meiðsli og ég er akkúrat núna. Bara trúi þessu ekki, nú þegar allt virtist á svo hárréttri leið þá kemur bannsett tuskan í andlitið á manni og hún er ekki bara blaut heldur vel grút skítug í þokkabót.
     

  34. Þetta eru hryllilegar fréttir, alveg hreint hryllilegar. Nú verður hinn ungi Jordan Henderson að stíga upp og Stevie að fara ná sér heilum sem allra allra fyrst.
     
    Ég held að á næstu vikum og mánuðum muni það verða undirstrikað hversu stóran þátt Lucas Leiva hefur átt í endurreisn klúbbsins á síðastliðnu ári. Hann er einn af mjög fáum leikmönnum sem spilað hafa alla leikina síðan KD tók við og það velgist enginn í vafa um það að hann hefur verið maður þeirra leikja sem við höfum spilað gegn stórliðunum á þessu ári og sannað það að það er enginn betri varnarsinnaður miðjumaður spilandi á Englandi í dag og fáir í heiminum.
     
    Ég vona svo sannarlega að bati hans verði snöggur og góður, að hann mæti tvíelfdur til leiks á næsta tímabili.
     
    Við eigum eftir að sakna þín á þessu tímabili Lucas. YNWA.

  35. #32
    Meig næstum því á mig úr hlátri, djókur ársins.

    #42
    Tuskan er ekki bara blaut og skítug hún er líka frosinn.
    Hryllingur!

  36. Eftir því sem ég kemst næst eru þetta svipuð eða sömu meiðsli og Owen lenti í á HM 2006, ef svo er, þá er þetta ekkert auðvelt mál að eiga við…..ferlegt!

  37. Slæmt að missa Lucas. Ljóst að verður keyptur nýr maður í janúar, sá verður helst að koma úr ensku úrvalsdeildinni. Megum varla við því að einhver þurfi 6 mánuði til að aðlagast eða spila sig í gang.

    Ekki víst að það séu margir sem eru hreinlega á lausu. Yann M´Vila (Rennes) er maður sem var orðaður við okkur og ég væri til í að fá. Vorum líka orðaðir við Keita (Barcelona) og Lassana Diarra (Real Madrid) líka held ég. Báðir spilað 7 leiki í vetur.

    Ég veit ekki með menn úr úrvalsdeildinni, Tiote?

  38. Ég hélt að síðastliðinn sunnudagur hefði minnt okkur hvað hryllilegar fréttir úr fotboltanum eru. Þetta eru slæmar fréttir en ekki hryllilegar. Að því sögðu verður mjög áhugavert að sjá hvað Dalglish gerir, ekki síst hver pælingin er með að fá Shelvey til baka. Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að keyptur verði rándýr leikmaður í janúar.

  39. Hrikaleg blóðtaka að missa Lucas.

    Held að málið sé að kaupa einhvern leikmann sem hefur sannað sig. Væri til í Tiote eða Diarra.

    Annars held ég að það sé alltaf fátt um fína leikmenn sem hægt verði að kaupa í janúar fyrir “fair” pening.

    Spurning hvort að Captain Fantastic verði ekki bara að rifja upp gamla takta sem aftasti miðjumaður? 

  40. Mikið rosalega bjargaði #32 mér, sat hérna og hágrét í tölvunni yfir fréttunum af Lucasi og þegar ég sá þetta var ég grenjandi úr hlátri 🙂
    Vona að Lucas kallinn nái sem bestum bata

  41. Það er hræðilegt að missa Lucas út tímabilið, og það er ljóst að vörnin okkar er að fara fá á sig fleiri mörk.
    En það sem ég er hræddastur um er það að Lucas hafi verið ástæðan hvað við erum góðir gegn “Stóru” liðunum, hann er sá sem pakkaði miðjuni hjá Manchester city og Chelsea saman, Þannig við þurfum helst að fá mann á láni fyrir City leikinn í janúar………Helvítis Fokking Fokk

  42. Það er af sem áður var, Lucas hefur löngum verið ansi lágt skrifaður hjá mörgum stuðningsmanninum. Í dag eru flestir hundsvekktir fyrir hans hönd, einfaldlega vegna þess að sama hvað hefur dunið á Lucas þá hefur hann bara mætt í hvern einasta leik og unnið sína vinnu. Og hefur í kjölfarið sýnt stuðningsmönnunum að hann er miklu mikilvægari fyrir liðið heldur en flestir hafa gert sér grein fyrir. Ég spái því að mikilvægi hans komi enn betur í ljós það sem eftir lifir tímabils. Sanniði til.

    Það er samt óþarfi að rífa upp veskið og kaupa bara til þess að kaupa. Ég veit ekki betur en að Liverpool hafi keypt um það bil þrjátíu miðjumenn á síðustu mánuðum, og fjandinn hafi það ef einn þeirra geti ekki fyllt skarðið sem Lucas skilur eftir sig.

    Henderson, Gerrard, Spearing – í þessari röð, eiga að falla í stöðuna hans Lucas. Henderson er miðjumaður að upplagi, hann er ekki kantmaður fyrir fimmaura. Gerrard er auðvitað langbestur í meira sóknarhlutverki og ætti því aðeins að detta svona langt niður – þegar hann er heill – aðeins í undantekningartilfellum. Spearing er svo annar kafli út af fyrir sig. Hann er bara Spearing. Hann er aldrei að fara að vinna einhverja leiki fyrir okkur, eða algjörlega stimpla út heimsklassaleikmenn á borð við Silva (líkt og Lucas gerði) úr einum og sama leiknum.

    Shelvey er, að mínu mati, ekki maður í að detta í þetta hlutverk. Hann er meira box-to-box miðjumaður í ætt við Gerrard, eða allavega meira líkur Adam heldur en Lucas. Þannig Shelvey var líklega kallaður til baka til að vera bara næsti miðjumaður inn af bekknum. Líklega mun hann berjast um hægri kantinn við Kuyt.

    Leikmannaglugginn á sumrin eru alltaf betri til að finna leikmenn án þess að borga fyrir þá 100% yfir markaðsvirði. Þannig ég held að það megi bara taka stöðuna á miðjunni aftur næsta sumar. En megi Fowler hjálpa mér og okkur öllum ef Liverpool ætlar að heilsa aftur upp á Newcastle og kaupa Tiote! Þeir eru ekki ennþá búnir að jafna sig af hláturskastinu sem þeir fengu vegna sölunar á Carroll 😉

    Homer 

  43. Álagsmeiðsli? Er Lucas ekki búinn að spila alla leiki liðsins á tímabilinu og tveir leikir á hvað þremur dögum. Er þetta ekki bara sambland af lélegri leikjauppröðun af hálfu FA og kærulausri áhættu sem tekin er með að láta Lucas spila þennan leik. Ég átti t.d. ekki von á því að hann myndi spila þennan leik vegna leikjaálags undanfarið.

  44. Það flokkast ekki sem álagsmeiðsli þegar maður lendir í harkalegu samstuði við mótherja og meiðist útaf því

  45. Þegar þreyta er í líkamanum þá aukast líkur á meiðslum. Samstuðið sem Lucas lennti í hefði “hugsanlega” ekki leitt til þessara meiðsla, ef líkaminn hefði ekki verið þreyttur. Besta vörn liða/liðbanda eru sterkir vöðvar, þreyttir vöðvar eru ekki eins sterkir og óþreyttir vöðvar. Hundfúllt, en svona er víst boltinn 🙁 Nú er bara að snúa bökum saman og vona að sú sterka liðsheild sem við virðumst vera með, haldi sér.

  46. Vonum að þetta verði ekki einsog þegar Makalélé fór frá Real

  47. Eg held að eina ráðið sé að fá sissoko aftur getum líklega fengið hann fyrir lítið hjá PSG hehe 
     

  48. Þetta er svo ógeðslega fúlt!!! Þegar við skoruðum annað markið hugsaði maður einmitt… jæja, nú er safe að taka Lucas bara útaf og hinir geta hangið á þessu út leikinn. Djöfull sem ég vildi að það hefði verið niðurstaðan og við ættum Lucas kláran í næsta leik.

    Þetta er í alvöru það svekkjandi fyrir okkur að maður getur ekki einu sinni ímyndað sér hversu svekkjandi þetta er fyrir greyjið drenginn. Manni langar helst til að Skrifa bréf með baráttukveðju til hans og fá alla Liverpool stuðningsmenn hérna til að kvitta undir áður en það sendist. Ég hef í alvöru ekki verið svekktari með meiðsli hjá Liverpool manni síðan ég man eftir mér, oft verið svekktur með Agger og Gerrard en ekki svona!

    Lucas… megi þú eiga göldrum líkastan bata!

  49. Fysti maðurinn sem poppaði uppí minn koll var Yann M’Vila þegar að ég las fréttina með Lucas kallinn…en L.Diarra er náttúrulega hörku leikmaður líka.

    En eins og SSteinn bendir á í podcastinu þá vantar okkur 2nd DM í liðið því að Spearing kallinn er bara ekki fullmótaður leikmaður og nær aldrei með tærnar þar sem Lucas var með hælanna.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  50. Þurfum við að fjárfesta í enn einum miðjumanninum? Við höfum Gerrard, Adam, Henderson, Spearing, Shelvey og jafnvel Aurelio(bjartsýnn ég veit) til að klára þessar stöður. Auk þess gætu Maxi og Suarez dottið í holuna á móti minni liðum. Ég myndi allavega vilja sjá Dalglish fara í þriggja manna miðju fram í janúar… t.d.

    Adam – Spearing       –      Adam – Gerrard      –      Adam – Henderson     –    Gerrard – Henderson
        Henderson                         Suarez                   Shelvey                           Maxi

    Það er hægt að raða þessu upp á marga vegu. Aðal málið er held ég að auka fjölda miðjumanna um einn til að bæta upp fyrir þann skaða sem við verðum fyrir með að missa Lucas. Tveggja manna miðja með einhverjum tveimur af þessum sem eftir eru myndi sennilega aldrei halda en ég er nokkuð bjartsýnn(að eðlisfari) á hitt. Ég er þeirrar skoðunar að láta á þessa kappa reyna fram í janúar og ef vel gengur þá höldum við okkar striki. Gerrard kom mjög sterkur inn um daginn, Spearing átti góðan leik á móti Chelsea, Adam er að komast meira og meira inn í spilið sem og Henderson og Shelvey er búinn að eiga hörkusprett hjá Blackpool. Ég er spenntur að sjá hvernig spilast úr þessu!

  51. enginn þessara miðjumanna sem þú nefnir #61 kemst með tærnar þar sem Lucas hefur hælana varðandi tæklingar og hæfileika til að brjóta niður sóknir, nema Gerrard, en það reynir gífurlega á líkamann á mönnum sem spila þessa stöðu og líkami Steve hefur ekki verið uppá sitt besta seinustu 2 ár… mín skoðun er sú að fá inn eldri leikmann sem á 2-3 ár eftir en er sterkur leikmaður, eða fá mann lánaðan í jan út tímabilið. þurfum ekki stór kaup, Lucas hefur hingað til ekki verið mikið meiddur (krossum putta að það haldist þannig eftir að hann kemur úr þessum erfiðu meiðslum). Forgangurinn í alvöru kaupum á að vera markaskorari og flair leikmaður á kantinn 

  52. #54 
    Liverpool hefur ekkert að gera í meistaradeildina ef menn geta ekki sloppið við álagsmeiðsl þegar þeir leika marga leiki á stuttum tíma.  Það er mun meira álag á Chelsea heldur en Liverpool en samt eru það bara Liverpool stuðingsmenn sem eru að kvarta.  Hættið þessu kvarti og njótið þess að horfa á Liverpool sem oftast, ekki vorkenni ég þessum leikmönnum að þurfa stundum að spila tvisvar í viku. 

  53. Er ekki bara spurning að selja Gerrard næsta sumar á meðan að það fæst eitthvað fyrir hann, það verða einhverjir brjálaðir að heyra þetta en lítum á staðreyndir að hann verður ekkiert yngri.

  54. #62 – Ég er ekki að sjá að gamall leikmaður með 2-3 ár eftir eða þá yngri leikmaður á láni fáist í janúar sem hafa meiri gæði en þeir sem við höfum nú þegar til að bjóða uppá. Ég er alveg sammála þér með það að enginn þeirra sem við eigum kemst nálægt þeim hæfileikum sem Lucas býr yfir en ég er bara ekki að sjá að við fáum mann sem kemst með tærnar þar sem Lucas hefur hælana nema hann kosti okkur slatta og ég vil frekar sjá þá peninga fara í kantmann/striker. Mín persónulega skoðun.

  55. Ég trúi ekki öðru en að Comolli geti reddað einum afrískum/frönskum DM, þeir eru framleiddir á færibandi þar. Auðvitað ekkert í samanburði við Lucas, en til að fylla skarðið tímabundið.

  56. Bjöddn, teluru þessa miðju virkilega nógu sterka, varnarlega séð (enginn vafi um það að þetta er sókndjarft), til þess að vinna leiki? Spearing er náttúrulega DM en hann á ekkert í Lucas í þessari stöðu, hvað þá Adam eða Henderson, þó svo að Hendo gæti þetta alveg…

    Ég held, að til þess að takast á við þetta vandamál þá verðum við að spila með 5 mann miðju…taka Bentiez á þetta!

       Adam – Henderson
    Kuyt – Gerrard – Downing 

    með Suarez/Carroll á toppnum og Bellamy og Maxi sem skiptimenn á kannta og Spearing næsti miðjumaður inn….ekki byrjunarliðsmaður.

    En ég sé ekki framá það, ef að við ætlum að halda út þetta tímabil án þess að vera með sómasamlegan DM þá eru menn aldeilis bjartsýnir, svo ekki sé meira sagt!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  57. Vonandi að Lucas nái að koma 100% aftur. Ég sleit sjálfur krossbönd í sumar og það er algert helvíti að vinna sig til baka, hvað þá að ná aftur liðleikanum í hnéð. Óska manninum góðs bata.
    Ég vona að liðið geti endurskipulagt sig og nýtt sér styrkleika annarra leikmanna, Spearing er ágætur en hann er ekkert að fara að spila þessa stöðu eins vel.

    Ef þetta gengur illa í Desember er ég fylgjandi því að ná í reynslubolta í Janúarglugganum.

  58. Vá, eitthvað fannst manni þetta ekki líta svona illa út, kom inn á aftur. En skarðið sem er höggvið er stórt. Lítið heyrist af Gerrard, sem ætti að vera næstur þarna inn og meðan hann er ekki klár er það Henderson sem fer á miðjuna með Adam. Ég hef grun um að Dalglish haldi sig við svipað kerfi og hann hefur verið með, þótt menn séu ekki sammála um hvað það er. 4-4-2, með Maxi, Kuyt, Bellamy/Downing og Suarez sem efstu fjóra eða 4-2-3-1 með Suarez upp á topp eða 4-4-1-1 með Kuyt/Maxi og Suarez fyrir framan miðjumennina. Leikjaplanið í desember er ekki það strembið að það sé þörf á að panikka en ef það gengur illa að halda aftur af Fulham, QPR og Wigan, þá verður nýr miðjumaður pottþétt keyptur. Efast einhvernveginn um að það verði einhver pjúra DM, meira box-to-box miðjumaður sem getur leyst djúpan líka og er hugsaður til framtíðar í miðjuteymið. Hef ekki guðmund um hver það ætti að vera. 

    Ég vil sjá til í desember, hvort Henderson, Gerrard, Spearing og/eða Shelvey geta leyst þetta, ef ekki þá verður verslað til að tryggja fjórða sætið.

  59. Hræææðileg tíðindi! Búinn að vera besti og mikilvægasti leikmaðurinn okkar í vetur (og með þeim betri á síðasta tímabili). Hef trú á að vörnin okkar fái á sig nokkur auka mörk í komandi leikjum, þá er líka eins gott að frammlínan fari að skora mörk!

    Held að það verði nú skoðað einhverja varnasinnaða miðjumenn í janúar, og vonandi líka frammherja með Suarez. 

  60. @einare#33- verða af afhjúpa fávisku mína… en hvernig í ósköpunum fer krossbandatékk fram á hliðarlínunni? Eftir því sem ég veit að þá kemur fram lítil sem engin bólga, en misjafnt hvort menn geta stidiðí fótinn eða ekki, svona fyrst eftir slit. Held að þetta komi aldrei í ljós fyrr en eftir myndatöku.
     
    Annað, Ég elska Lucas og hef gert það frá því hann kom í okkar raðir… Búinn að verja hann með kjafti og klóm undanfarin ár og finnst hann vera meiriháttar, sérstaklega í að finna næsta mann sem getur tekið á móti boltanum.
    En ég gæti trúað því að meiðsl hans komi ekki til með að skaða liðið í desember… í raun þaðsem ég er að segja að við þurfum ekki leikmann eins og Lucas til að vinna þá mótherja sem við eigum í des… hins vegar þá gætum viðlent í talsverðum vandræðum í jan 

  61. Ég held að lausnin liggi alveg fyrir.

    Auðvitað semja menn bara við Dietmar Hamann. Málið leyst.

  62. #74…
     
    Það er rétt, þetta kemur ekkert í ljós fyrr en eftir myndatöku. Fyrst er bólgan ekkert rosaleg það fer meira eftir skemmdum á liðþófum hvort það komi fram mikil bólga strax.

     
     

  63. fyndið þegar menn eru að tala um álagsmeiðsl, fyrir það fyrsta þá fékk Lucas þungt högg á hnéð það sáu allir sem horfðu á leikinn. Spearing ætti að fá sjénnsinn, já hann virkar ekki sérstaklega spennandi en ekki virkaði Lucas spennandi á okkur þegar hann byrjaði en fékk samt að spila nokkrar leiktíðir áður enn hann blómstraði, gefum Spearing smá break og leyfum að spila sig í gang. Vonum það besta.

     

  64. Slæmar fréttir með Lucas en við eigum menn sem munu standa upp og vinna hans verk. KD mun finna rétta lausn á þessu vandamáli og mikið óskaplega er ég ánægður með þá breidd sem við þó höfum í dag. Væri samt gaman að fá einhverjar fréttir af Gerrard, ef hann fer að koma inn þá styrkist nú hópurinn töluvert. Er ekki viss um menn fari í einhvern verslunarleiðangur en auðvitað mun útkoman í desember ráða miklu þar um. Vil að lokum segja að mitt gamla Liverpool-hjarta hefur eflst og dafnað það sem af er þessari leiktíð og ég held að þessi hópur sem við höfum í dag eigi bara eftir að styrkja það enn meira.

  65. #74 Það er gert með því að þreyfa á hnénu og hreyfa það til á sérstakan hátt, þá kemur í ljós hvort lausleiki í liðnum, sem gæti bent til að krossband hafi slitnað. Þetta test verður að gera c.a. fyrstu 15 mín. eftir að meiðslin eiga sér stað, eftir það er yfirleitt komin of mikil bólga í hnéð og því verður að bíða í nokkra daga þar til bólgan hefur hjaðnað til þess að staðfesta krossbandaslit. Vissulega getur verið að það hafi verið gert og ekkert hafi bent til að eitthvað væri en það er hlutverk sjúkraþjálfara/lækna að stofna ekki heilsu leikmanna í hættu og hafa vit fyrir leikmönnum í hita leiksins að fara sér ekki að voða.

  66. það kallast Lachman’s próf, þá liggur hinn meiddi og hnéð á honum beygt í ca 20 gráður, sjúkraþjálfarinn heldur lærinu með annarri höndinni og heldur í sköflunginn með hinni og svo togar hann sköflunginn upp og ef ekkert togar á móti er fremra krossbandið mögulega slitið..  

  67. Þetta verður ekkert mál, við eigum nóg af mönnum. Úr því að Daglish tókst að kenna Lucas að spilla fótbolta þá kemur hann hverjum sem er í gang! 

  68. @79 og sérstaklega @80.  Hafði ekki hugmynd um þetta og þetta voru góðar ábendingar… sérstaklega með Lachman´s prófið….

    Eitt það besta við þessa síðu er að það er svo breitt svið lesenda að alltaf virðist vera hægt að fá sérfræðiþekkingu úr hverju horni. t.d markaðsfræði, viðskiptafræði eða sjúkraþjálfun  

  69. Agalegt að  missa Lucas! En núna sjáum við það er í raun enginn annar top defensive miðjumaður í liðinu og það hafa Kenny og Co vitað lengi. Kæmi því ekki á óvart að þeir bættu við alvöru nagla í janúar.  Reyndar þurfum við að hafa tvo top varnartengiliði því það verður að vera maður til að leysa af þegar svona gerist.

    Er á því að Spearing fái tækifæri í einhverjum leikjum en hann á langt í land með að vera í Lucas klassa og ef við ætlum að ná CL sæti í vor er ekki rétti tíminn núna til að reyna að ,,ala hann upp” í það að vera topp varnartengiliður.

    Kenny og co munu því líklega nota Henderson og/eða Spearing þegar við spilum á móti lakari liðum en það verður að breyta taktík þegar við spilum á móti betri liðunum.

    Annars var ég að spá…mig minnir að Carra hafi byrjað sinn feril sem varnartengiliður og spilaði m.a. sem slíkur fyrir 21 árs landsliðið. Er hann mögulega kostur? 🙂

  70. @83

    Ég held hann sé versti kostur okkar í þessa stöðu, best væri ef Aurelio væri eitthvað heill að hann myndi koma í þessa stöðu því hann hefur leikið þessa stöðu í nokkrum leikjum og með hans sparktækni væri hann góður kostur í þessa stöðu.

    Svo væri auðvitað möguleikinn að setja Agger í þessa stöðu og Carra í vörnina en það er spurning hvort það sé gott að fórna besta varnarmanninum okkar í  þessa stöðu á kostnað varnarinnar.

    Einnig hef ég lesið einhversstaðar að liverpool kalli mögulega Aquaman tilbaka…. ég hélt að eina klásan í þeim samning væri að milan gæti keypt hann en ekki það að liverpool gæti kallað hann tilbaka…. hefur einhver upplýsingar um þetta? 

  71. Þetta er ansi slæmt með Lucas en látum K King og c/o sjá um þetta, um að gera að nota mennina sem að við eigum þeir eru ekki svo slæmir, þótt að þeir séu ekki alveg eins og Lucas, þá hafa þeir kannski eitthvað annað sem hjálpar uppá.

  72. #85 Ánægður með þig Már. Persónulega hef ég aldrei kúkað hvað þá heldur lollað einhvern vegna heimskulegs komments en stefni ótrauður á það fyrst það er komið fordæmi fyrir því. 
    Ég hef aftur á móti engar áhyggjur af þessu. Lfc finnur viðunandi lausn á hverju því vandamáli sem poppar upp hjá okkur.

    Y.N.W.A. 

  73. Ég hugsa að þetta Lucas-vandamál verði ekki bara lagað með einum leikmanni, hvort sem það er Henderson, Gerrard, Shelvey eða Spearing. Kóngurinn á eftir breyta liðinu og aðlaga það að aðstæðum.

    Ég er eflaust einn af mestu aðdáendum Lucas, og hef verið lengi. En það sem við þurfum að átta okkur á er að Lucas hafði alls ekki allan pakkann. Vissulega verður vörnin viðkvæmari, og mjög líklegt að við fáum á okkur fleiri mörk. Hinsvegar vona ég það að við förum að skora fleiri á móti. Mikilvægi Lucas er ótvírætt á móti “sterkum” liðum, en á móti “veikari” andstæðingum er hann ekki alveg eins mikilvægur. Við mætum næst “sterkum” andstæðingi þann 3. jan, og ef að þetta verður orðið að einhverju meiri háttar vandamáli þá hugsa ég að Kóngurinn og Comolli eigi eftir að bregðast við.

  74. Mér finnst það alveg liggja fyrir að það vantar varnarsinnaðan miðjumann. Gerrard er aldrei að fara að leysa þessa stöðu í 5 mánuði. Við eigum einfaldlega ekki mann í þetta núna. Adam og Henderson eru bara ekki týpur í þetta og Shelvey og Spearing eru ekki nógu góðir.

    Þetta er algjör lykilstaða sem verður að leysa almennilega, strax í byrjun janúar. Það má vera að það finnist ódýr lausn, sem væri kannski fínt. Þá vonandi eldri, reyndari leikmaður sem er klár í að koma strax inn.

    Draumurinn væri að sá maður væri líka með geðveikar sendingar, en sá maður er vandfundinn. Lucas mun eiga þessa stöðu á næsta tímabili en þá gæti verið að við þurfum sterkari mann fyrir Adam við hlið hans, til dæmis ef Spearing fer.

    Sem betur fer þarf ég ekki að finna þennan mann… Vonandi gerir Comolli það!

  75. Jim Boardman By the way, the mini-clamour for the recall of Aquilani can stop now. Kenny pointed out today it can’t be done, it’s against the rules.

    Bara til að enda þessa Aqua umræðu.. 

  76. Ég botna ekkert í fréttamönnum, hvorki hér heima né erlendis.  Það er svo hrikalega oft búið að koma fram að Liverpool GETUR ekki kallað Aquilani tilbaka á miðju tímabili, stundum er bara blaðamennskan svo döpur, og hér heima er þetta fyrst og fremst þýðingarvinna og menn leggja ekki einu sinni mat á hversu marktækir miðlarnir eru.

  77. Guð minn almáttugur hvað þessi Aquilani umræða er þreytt. Get ekki beðið eftir að þessi pési verði seldur. Hann hefur lítinn áhuga sýnt á að vilja spila fyrir klúbbinn en samt sem áður standa hér menn í röðum með hann harðan yfir því að hann komi til baka!? 

    Það var alveg ljóst að hann fór á ,,season long loan” og myndi ekkert koma til baka.

    Þess fyrir utan, hverju bjargar hann þegar sóparinn Lucas er frá? Maður sem fer í álíka margar tæklingar í einum leik og Lucas á fyrsta korterinu. 

  78. Það tók rétt tæpt ár og þrjá lækna fyrir mig að fá staðfestingu á að ég væri með slitið krossband á sínum tíma.  Þannig að ég ætla ekki að setja mikið út á sjúkraþjálfarana hjá LFC þó þeir hafi ekki séð þetta einn tveir og þrír hjá Lucas.  Ég mun þ.a.l. líklega aldrei ná mér að fullu, en Lucas mun klárlega gera það undir góðri handleiðslu læknaliðs LFC..

    En þetta er mikið reiðarslag fyrir liðið og vonar maður bara að Lucas verði fljótur að ná sér.

    Gerrard tekur þetta hlutverk að sér og á eftir að gera það vel!   

     

  79. Eina ráðið er að fá Igor Biscan heim.
    hvað með að reyna að fá Mark van bommel 
    Já Flamini er að vera samninglaus í júli og er ekki að spila mikið

     

  80. er litli Diarra ekki ennþá hjá real?? spurning að fá hann lánaðan eða væla de jong út úr city í 4 mánuði. þeir hafa ekki verið að nota hann neitt! allavega ekki eyða pening í mann í þessa stöðu því Lucas er of góður !!!

  81. Þeir menn sem eru til staðar til að fylla skarð Lucasar hafa ekki hans eiginleika nema þá kannski spearing en hann er bara ekki með næga reynslu og yfirsýn. En aftur á móti hinir Gerrard, Hendersson, Jonjo sem dæmi geta allir bætt sóknarleikinn mikið og þar sem allir leikir desember eru á móti miðlungsliðum finnst mér að Kenny ætti að setja bara enn meiri sóknarþunga í liðið og sjá hvernig vörnin spreytir sig á Lucasar.

    YNWA 

  82. Úff. Helvíti fínn B-riðillin á em í sumar: Holland/Daqnmörk/Þýskaland/Portúgal
    Sem stuðningsmaður þjóðverjanna finnst mér þetta draumur í dós.
     

  83. ég var að lesa að Gerrard komi til baka í fyrstalagi í janúar.

  84. Þeir sem ekki hafa skoðað samskipti þeirra “Dalglish og Ferguson”, sjá #32, ættu að gera það. Fyrsta flokks húmor!

  85. Nr 99

    A-riðillinn miklu meira spennandi.

    Pólland, Tékkland, Grikkland, Rússland 

    Verður það eitthvað betra?

    Ég held nú síður. 

  86. Átti ekki einhverntíman að fá Seidú Keita frá Barca?

  87. Ég hélt að það væri búið að banna Grikkjum að taka þátt í stórmótum. Ef ekki þá ættu menn allavega að sjá sóma sinn í því að sjónvarpa þeim viðjóði ekki, það eru börn að horfa á þessum tíma dags.

Kop.is Podcast #10

Fernando Torres – er hann svo slæmur?