Nýr penni: Eyþór!

Kop.is kynnir með stolti til leiks nýjasta penna síðunnar: Eyþór Guðjónsson!

Þau ykkar sem lesa reglulega umræður á síðunni vita eflaust vel af Eyþóri en hann hefur farið mikinn með frábær innlegg í umræðurnar á síðunni. Það er stefna okkar á Kop.is að gera síðuna enn öflugri og virkja mikilvægasta hluta hennar – ykkur lesendurna – og því fannst okkur tilvalið að bæta einum virkasta „spjallaranum“ við hópinn.

Við bjóðum Eyþór velkominn í hópinn og ég vona að þið takið vel á móti honum. Ég hlakka til að sjá hvað í honum býr nú þegar við höfum gefið honum lausan tauminn.

Annars er þetta opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

22 Comments

 1. Til hamingju, ekki hætta að commenta samt, alltaf gaman að lesa þín innlegg.

 2. Velkominn Eyþór, eins og okkar heittelskaða Liverpool liggur leið kop.is bara upp á við 🙂

 3. Komdu fagnandi Eyþór og vertu velkominn! 🙂

  Mér finnst áhugavert það sem Glen segir um liðið núna að þetta sé sterkasta liðið sem hann hefur spilað með hjá LFC.

  Úrslit helgarinnar sem og margra annarra í haust sýna okkur það að við eigum heima þarna í topp fjögur slagnum.

  Nú er bara að halda áfram að byggja ofan á góða byrjun tímabilsins. Það verður gríðarlega krefjandi enda eru 8-9 lið að svo stöddu sem gera tilkalla í þessa baráttu.

  Það verður stríð þann 23. á goodison pork!

  Hlakka til næsta podcasts.

 4. Glæsilegt! Vel valið kop-meistarar. Eyþór er einn albesti kommentarinn hérna.

 5. Til hamingju med dagin Eythor… og væri ekki tilvaldi ad halda uppa daginn med thvi ad henda i eitt podcast….

 6. Velkominn til leiks Eyþór, hef verið yngstur í nokkur ár og því sérstaklega kærkomin viðbót 🙂
  .
  Arnar
  Eyþór kemur (væntanlega) ferskur inn í podcast næsta mánudag (ekki á dagskrá í dag).

 7. Takk fyrir, kærlega! 🙂

  .

  Þetta verður eitthvað! Tala nú ekki um að vera hinumegin við borðið þegar kemur að podcasti!

 8. Sælir félagar

  Þetta er gott mál og ég fyrir mína parta býð Eyþór velkominn til starfa.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. velkominn en strákar hvenar er næsta podcast planað ?? eftir næsta leik eða í kvöld
  h

 10. jonny
  Kom inn á þetta aðeins ofar. Næsta podcast er eftir viku. Tökum nánast alltaf upp á mánudögum.
  .
  Varðandi AW þá er þetta að ég held alveg örugglega í annað skipti sem Mummi og Arngrímur mæta í þáttinn.

 11. Velkominn Eyþór.
  .
  Afsakið piltar en ég er enn að reyna að skilja hvað fór úrskeiðis í norður London. Allskyns skít hefur verið kastað til að útskýra tapið bara til að athuga hvað festist. Ég er til dæmis ekki að kaupa þessa skýringu að okkar menn hafi ekki mætt til leiks með rétt hugarfar. Gagnrýni á Gerrard er í þessu tilliti sérstaklega ótrúverðug enda er hann alltaf með höfuðið í lagi.
  .
  Og að Arsenal sé með heimsklassa miðju í samanburði við Liverpool get ég ekki keypt heldur. Mér finnst skoðanir sveiflast eftir því hvernig vindurinn blæs. Ramsey er til dæmis í hörku stuði núna en bara í undanförnum leikjum, það þarf að halda áfram í lágmark eitt til tvö ár svo að hann komist í heimsklassa.
  Prófum að setja tilfinningarnar til hliðar, horfum á tölurnar og staðreyndir einar og sér, og berum saman leikinn gegn WBA:
  .
  1) Flanagan spilaði gegn Arsenal en Johnson gegn WBA
  2) LFC var á útivelli gegn Arsenal en heima gegn WBA
  3) Arsenal var með einn afturliggjandi miðjumann (Arteta), þrjá sókndjarfa miðjumenn (Rosicky, Ramsey, Cazorla) og tvo framherja (Özil og Giroud). WBA var hins vegar með þrjá afturliggjandi miðjumenn (Yacob, Mulumbu, Amalfitano) og í raun þrjá framherja (Sessegnon, Anelka, Anichebe) en ekkert þar á milli.
  4) Cissokho átti bara 9 sendingar í fyrri hálfleik gegn Arsenal, eða helmingi færri á mínútu en gegn WBA
  5) Gerrard átti 78 sendingar gegn Arsenal en 63 gegn WBA, 87% nákvæmni í báðum leikjum (lék hann betur gegn Arsenal en WBA?)
  Heimild: Opta stats á liverpoolfc.com
  .
  Ég er hins vegar sammála leikskýrslunni að Wenger hafi nánast unnið leikinn með því að setja stilla upp fjölmennri og framliggjandi miðju. Á sama tíma setti BR inn grænjaxlinn Flanagan í staðinn fyrir einn besta kantmann deildarinnar. Og Cissokho átti afar slakan leik, sem hann kemst bara upp með þegar allar aðrar stöður LFC eru vel mannaðar. Að setja grænjaxl og slakan kantmann inn gegn fjölmennri miðju með góðri miðju gengur ekki.
  .
  Ég held sem sagt að LFC hafi ekki tapað vegna þess að Arsenal sé betra lið, eða að 3-5-2 gangi ekki, eða að hugarfarið hafi ekki verið rétt. Heldur skrifast þetta á BR – hvernig hann blandaði saman leikkerfi og leikmönnum: tveir veikir hlekkur spiluðu á sterkasta svæði andstæðingsins.
  .
  Ennfemur, ef leikkerfið þarf að ráðast algjörlega af mannaflanum hverju sinni, þá sýnir það að breidd LFC er hættulega lítil.

 12. Það kom í ljós í þessum leik að Agger er fyrsti maður á blað í vörninni hjá okkur. Ekki tilviljun að þetta er í fyrsta skipti sem við höldum hreinu síðan Agger datt út úr liðinu vegna meiðsla.

 13. Frábært!. Velkominn. Frábær framþróun. Kem inn daglega og fer burt með fýlusvip í hvert skipti sem ég sé að það er ekki komin ný færsla. Vonandi þýðir þetta að við fáum enn fleiri frábærar færslur 🙂

 14. arnbjörn
  Ég “lagfærði” uppsetninguna aðeins hjá þér með þessum punktum. Mánudagur hjá bölvuðu ummælakerfinu. Er væntanlega í vinnslu 🙂

 15. Mér fannst svolítið áhugavert að sjá uppstillinguna á liðinu eins og hún var eftir að Enrique kom inn á í byrjun seinni hálfleiks í síðasta leik. Þá voru inni á vellinum 8 leikmenn (Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Lucas, Henderson, Gerrard og Suarez) sem hefðu getað verið saman í liði haustið 2011, þegar Dalglish var ennþá stjóri. Þeir þrír sem ekki voru í þessum hóp voru Mignolet, Coutinho og Sturridge.

  Það er reyndar líka athyglisvert að þrátt fyrir að þessir 8 hafi allir verið í liðinu haustið 2011, þá held ég að þeir hafi aldrei spilað leik saman keppnistímabilið 2011/2012, annaðhvort komu meiðsli eða leikbönn í veg fyrir það.

 16. Varðandi TAW podcastið þá þetta rétt hjá Babu, annaðskiptið okkar Arngríms í þessum þætti. Þeir voru líka með okkur í útgáfu partý inu fyrir Liverpool Encyclopedia sem var á fimmtudagskvöldið. Helv skemmtilegir strákar!

 17. congrats eyþór…

  en eitt sem mig langar að forvitnast um… núna þegar maður fer á koppið í isímanum þá kemur ekki lengur mobile útgáfan… er einhver sérstök ástæða fyrir því eða var það ekki að gera sig????

Liverpool 4 Fulham 0

Þeir ríku verða ríkari