Opinn þráður – Nýr búningur

UppfærtOpinber heimasíða félagsins var rétt í þessu að kynna nýjan búning fyrir næsta tímabil 2013/2014.


Að vanda eru langar vikur milli leikja hjá liðum sem eru ekkert að gera þegar leikvikur eru í bikarkeppnum og evrópukeppnum. Ég sá einhvern á twitter halda því fram að Liverpool hafi núna verið orðað við 85 leikmenn sl. þrjá mánuði og því er alveg á mörkunum að það taki því að ræða leikmannaslúður, ekki frekar en vanalega á þessum árstíma svosem.

Dan Kennett af Tomkins Times virðist leiðst alveg extra mikið og smíðaði þetta skemmtilega tölfræðiskjal (http://public.tableausoftware.com/views/LFC_2012_13_Perf_Dashboard/FinalThirdPassing) sem sýnir muninn á Liverpool á þessu tímabili vs síðasta tímabil. Þarna skoðar hann hluti eins og sendingahlutfall á síðasta þriðjungi, færi o.m.fl. Áhugavert m.a. að skoða breytinguna á liðinu sem koma Sturridge og Coutinho hefur haft. (líklega endurkoma Lucas líka).

Annars er ekki mikið að frétta þannig nema kannski að Jamie Carragher hefur endanlega staðfest að hann er að hætta því Sky hefur tilkynnt að hann verður nýr liðsmaður stöðvarinnar á næsta tímabili.

Endum þetta svo á einhverju sem tengist Liverpool ekki neitt, enska boltanum þó. Frétt Mirror um auglýsingu Tindastólsmanna á nýjum búningi. Þetta er snilld.

En orðið er annars frjálst.

35 Comments

  1. Besta mál að fá Carragher í settið hjá SKY – en við hljótum að vera að tala um texta eða jafnvel talsetningu…

  2. Nýji aðalbúningurinn

    http://store.liverpoolfc.tv/LFC-Mens-Home-S-S-Shirt-13-14/pid-38074

    https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151707797837573.1073741881.67920382572&type=1

    Eitthvað metnaðarlaus greyið. Þýðir ekki bara að vitna í gömlu tímana og halda að það sé nóg. Finnst hann allavega ekki að vera gera sig. Kannski flottari þegar maður sér hann út í búð. Gæti komið lúmskt á óvart. Alltof photoshoppaðar myndir fyrir minn smekk.

  3. Markmannsbúningurinn er alveg skelfilega ljótur. Reina virðist hata það að þurfa að vera í honum á þessum ljósmyndum.

  4. Akkúrat ekkert að þessum búningum! Mér finnst þeir bara magnaðir. Mun flottari en hörmungin sem við höfum skartað í vetur!

  5. Þetta virkar á mig sem 90’s búningur – maður sér alveg Macca og félaga hlaupa um í þessum og Roy Evans á hliðarlínunni. Ekkert sérstakur en allt í lagi. Mér finnst reyndar markmannsbúningurinn dúndur flottur. Viss um að Reynir markmaður verður sáttur.

  6. Hel sattur med tennannnnnn buning WooooohoooooooooO, buinn ad panta og verd klar i slaginn YessssssssssS :c)

    Hrikalega flott auglysing fra Tindastol, er enn ad velltast um af hlatri Hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaahah

    Er… og hef VERID… og mun ALLTAF… vera LIVERPOOLARI

    AVANTI LFC – http://WWW.KOP.IS – Y N W A

  7. Rogers virðist einsof fleiri vea orðinn þerittur a öllum þessum sunnudags leikjum

  8. Mér finnst þessi nýji búningur svona 8 sinnum flottari en búningurinn sem við erum í þennan veturinn.

  9. Þessir buningar gefa mér von, flottasta sem ég hef sé frá Liverpool í mjög mjög langan tíma. Ég sem var farinn að hafa verulegar áhyggjur af Warriors. Við lyftum bikar í þessum búning. Klárt mál !!!

  10. Varðandi Jamie Carragher, þá er hrikalega sárt að horfa á eftir honum, en ég er mjög glaður fyrir hans hönd að hann hafi endað Liverpool feril sinn svona vel, fannst sorglegt hvernig stuðningsmenn Liverpool voru farnir að tala um manninn. Einnig frábært að hann hafi samið við SKY. Vona hann muni eiga langan og farsælan feril í sjónvarpinu.

  11. Lof sé Fowler hvað nyji búningurinn virkar flottur á mann en markmanns búningurinn, Fowler minn góður, þetta gæti þess vegna verið kr búningurinn.

  12. Finnst búningurinn bara helvíti flottur, amk svona á mynd. Vonandi trekkir þessi glæsilegi búningur að topp leikmenn í sumar.

  13. Þetta verður þá líklega í fyrsta sinn sem Sky þarf að texta þulina sína 🙂

  14. Hvað finnst fólki annars um þessa frétt?

    http://www.thisisanfield.com/2013/05/liverpool-turn-down-potential-europa-league-place/

    Sé ekki ástæðu til þess að hafna sæti í deildinni.
    Að hann vilji ekki auka leikjaálagið á stjörnurnar er svo sem ágætt plan, en hann á þá bara að senda varaliðið í þessa fyrstu leiki.
    Ef þeir tapa, þá bara so be it en ef þeir komast áfram, þá fáum við aftur Evrópuleiki í miðri viku sem er plús.

    Leyfa ungu strákunum að spreyta sig og öðlast mikilvæga reynslu. Auk þess hlýtur að vera einhver smá peningur í þessari keppni sem ætti að koma sér ágætlega.

  15. Athyglisvert með Europa league.

    Ég persónulega yrði svekktur ef þessu yrði hafnað þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að horfa á liv leiki og því fleirri leikir því betra.

    Hinsvegar eru svosem rök á bakvið þetta og þau eru að þetta truflar undirbúningstímabil og ef liv ætlar sér ekki að auka breiddina mikið í sumar þá er líklegt að þessi keppni gæti truflað framgöngu liðsins í deildinni sem væntanleg verður aðalmarkmiðið næsta vetur.

    Það er alveg ljóst að einhverjar hreyfingar verða á hópnum í sumar….carra hættir og ég trúi varla öðru en að sktrel verði seldur eftir djúpfrystinguna sem hann hefur lent í undanfarið. Ekki sé ég heldur að Coates verði áfram í liv búningi á næsta tímabili nema þá að hann sé í hlutastarfi sem vallarvörður eða eitthvað slíkt. Einnig er staða Downing spurningamerki þar sem hann er væntanlega á frekar háum launum og m.v. hans aldur þá er freistandi að selja hann núna meðan hann hefur þokkalegt verðgildi. Carroll verður líklega seldur líka þó svo að það væri alveg spennandi að hann sem hluta af hópnum.

    Vissulega koma einhverjir nýjir inn en það er ljóst að erfitt verður að auka breiddina mikið ef svona margir mun hverfa á braut og því gæti fjarvera klúbbsins úr evrópukeppnum hentað vel upp á að halda mönnum ferskum í deild.

    En þetta eru vissulega getgátur og kannski verða ekki svona mikil brotthvörf leikmanna. Maður býður samt spenntur eftir að glugginn opni.

  16. Aðalbúningurinn fyrir þetta ár finnst mér virkilega flottur, varabúningarnir eru aftur á móti það allra ljótasta sem ég hef séð síðan Jorge Campos hannaði sínar treyjur. Þurrbúningur og svo eitthvað sem aðstoðarmaður Batman myndi mæta í á eurovision ball með Palla.

    Nýji búningurinn virkar vel á mig, hugmyndin virðist vera CL sigurbúningurinn frá ’84
    http://assets2.lfcimages.com/uploads/1984_4fdf58d6689a0495477058.jpg

    En ef myndirnar sem maður hefur séð af varabúningnum eru ekta, þá er kominn tími til að spila bara berir að ofan þar til samningurinn rennur út. Ætli Jorge Campos sé að hanna varabúningana hjá Warriors?

  17. vitið þið c.a. hvenær nýji varabúningurinn verður kynntur til sögunnar?

  18. Glæsilegur aðalbúningur að venju. Það má þó búast við því að varabúningarnir verði skelfilegir.

  19. Þessi aðalbúningur er svona frekar “boring” finnst mér. Alls ekki spennandi, ekki flottur, ekki ljótur.

  20. ætla nú að bíða og sjá varabúningana tilkynnta.

    Mér finnst t.d heimabúningurinn miklu flottari en þegar maður var að sjá einhver “leak” af honum fyrir nokkru

  21. Mjög flottur búningur, klárlega flottari en núverandi búningur þó hann sé nokkuð flottur 🙂

  22. Þarf maður eitthvað að grenja það þó Alonso fari til Chelsea? Hann er orðinn 31 árs og því kominn á seinni stigin á ferlinum. Hann skilaði sínu fyrir Liverpool og ég óska honum persónulega velfarnaðar hvar sem hann fer. Þó það sami gildi ekki endilega um liðin sem hann spilar með.

  23. Þetta er glæsilegur búningur og svo verð ég að segja að það er ótrúlegt hvað við liverpool menn erum alltaf með fortíðarþrá með gamla leikmenn sem hafa spillað fyrir liverpool mér finnst persónulega að við eigum ekkert að vera eltast við menn eins og Allonso hann gerði mjög góða hluti fyrir okkur á sínu tíma en nú eru nýjir tímar fáum yngri og vel leikandi menn eins og Coutinho í liðið og byggjum upp bjartir tímar framundan hlakka til sumarkaupa YNWA!

  24. Vantar bara Candy auglýsinguna framan á og þá erum við komnir á 9. áratuginn – og farnir að vinna titla…

  25. Rólegir strákar. Leikurinn er á sunnudaginn. Svo eru þeir allir á leiðinni á leikinn, hugsanlega verður sagt frá stemningunni í Liverpoolborg. Það væri nú gaman að lesa um það, frekar en þessa hefbundnu upphitun.

  26. Þar sem tímabilið er að verða búið, og við mun taka sumar þar sem vonir vakna, er ekki fráleitt að horfa á 20 mínútur um Bill Shankly.

    Ekki gleyma því að eftir seinni heimsstyrjöld var Liverpool lélegt lið í annarri deild.

    http://www.youtube.com/watch?v=3Zl0BLWG7iw

Kop.is Podcast #37

Strákarnir í Liverpool borg