Kop.is Podcast #12

Hér er þáttur númer tólf af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 12.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn og Babú auk þess sem Maggi tók létt cameó í blálokin.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars Suarez-málið ógurlega, bikarleikinn gegn Oldham og leikina fram undan gegn Man City og Man Utd og gerðum upp desemberleikina. Svo ræddum við rafmagnsleysi á Snæfellsnesinu aðeins.

26 Comments

  1. Segir það ekki allt sem segja þarf að Evra kemur og segir að hann sé á þeirri skoðun að Suarez sé ekki rasisti. Er maður bara stundum rasisti og stundum ekki? Ég er á því að annaðhvort sé maður rasisti eða ekki.

  2. Varðandi Suarez málið sem þið minnist á í þessu PODCASTI nr 12

    Er að Suarez byrji fyrsta leik eftir bann heima gegn Tottenham,

    ÉG er sjálfur að fara á Liverpool vs Tottenham en ég hélt að hann mundi byrja í fyrsta leik gegn united, er þetta rangt hjá mér, hvenær kemur hann úr banni? ÚTSKÝRING, PLÍS

  3. @Fowler
    Þar sem við komumst áfram í bikarnum eftir að hafa unnið Oldham þá er fyrsti leikur í eftir bann á móti Tottenham. Hefðum við ekki komist áfram þá hefði það verið United leikurinn.

  4. Góð og frekar nauðsynleg umræða um Suarez málið hjá ykkur, ánægður með það.

    Auðvitað fengum við ManUtd í Bikarnum, það gat bara ekki annað verið 😉 en ég hef fulla trú á því að það verði sigurleikir okkar manna…algerlega.

    Með leikinn í kvöld, þá held ég að hann fari 2-2 þar sem Carroll og Downing skora aftur og seinni leikurinn fer 2-1 fyrir okkar mönnum og allir nema ManCity menn brosa hringinn.

    Það vita allir, sem horfa á þetta mál af einhverju hlutleysi, að Suarez var dæmur sekur löngu áður en niðurstaða FA kom fram. Fjölmiðlar voru búnir að taka hann af lífi og auðvitað er ekki hægt að horfa framhjá því að Ferguson tók alveg þátt í því.
    Fannst rétt hjá Dalglish og félögum að tjá sig á fullu um þetta mál, sýna stuðning og svara fjölmiðlum…þó skoðanir annarra séu þær að þetta hafi skaðað klúbbinn, en sýnir þetta ekki bara hve mikils virði leikmenn eru klúbbnum? Ég myndi halda það.
    Suarez kemur alveg dýrvitlaus til baka gegn Tottenham og mun setja þrennu í þeim leik, mark my words!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  5. Hlakka til að hlusta. Ég velti fyrir mér viðbrögðum fjölmiðla og annarra félaga við Suarez málinu. Mancini er núna að hafa skoðun á málinu. Og, jú það er kunnugleg mantra. LFC og Suarez héldu ekki vel á spilunum blablabla.

    Hvers virði er svona álit? Væri betra ef Ferguson, Mancini, FA og pressan lofaði og prísaði framgöngu LFC? Sem hefði væntanlega þýtt að félagið hefði ekki tekið til varna heldur umsvifalaust lagst á bakið og gefist upp án þess þó að nokkrar haldbærar sannanir hafi nokkurn tímann verið lagðar fram.

    Hvaða skilaboð eru það til Suarez og annarra leikmanna sem telja sig órétti beitta að félagið snúi bakinu í þá?

    Ég er smám saman að komast á þá skoðun að viðbrögð LFC hafi verið í meginatriðum rétt og er stoltur af mínu félagi fyrir að senda sínum mönnum þau skilaboð að þeir standi ekki einir.

    Hræsnin í málinu opinberast síðan í framkvæmdastjóra eins og Mancini, sem finnst rauða spjaldið á Kompany óréttlátt en fer síðan að blaðra um mistök hjá Suarez og LFC þegar brugðist er við engu minna óréttlæti!

  6. Sælir strákar, hlakka mikið til að hlusta á þáttinn í kvöld, eftir glæstan sigurleik hjá okkar mönnum. 7-9-13. En ég var að spá hvort þið gætuð farið yfir transfer-slúður og hvað er framundan hjá okkur á leikmannamarkaðinum. Síðustu gluggar hjá okkar mönum hafa nú orðið svolítið áhugaverðir.

  7. Ég held að við förum áfram úr þessum viðureignum við City. Töpum í kvöld 2 – 1 þar sem við minnkum munin undir lokin með pot marki frá Kuyt !

    Rúllum svo yfir þá á Anfield !

  8. djöfulsins snillingaaaar, alltaf gaman að hlusta á þetta hjá ykkur, sammála flest öllu hjá ykkur.

  9. akkuiru segið þið að hann verði með gegn Spurs.

    Hann fékk 1 leik fyrir fokk puttan tók hann +út gegn Newcastle

    Hann fékk 8 leiki fyrr evra dæmið byrjaði á því

    Þannig að spurningin er fékk hann 8 eða 9 leiki

    og líka við eigum leik við Wolves þann 31 jan, en leik við the scum 28 eða 29 jan verður þá wolves frestað eða bra færður hvert?

    ef hann verður færður mikið aftar þá mun hann vera í banni gegn Spurs, ekki satt?

  10. fokk puttinn = tók bannið það á móti newcastle síðan tekur hann út 8 leikja bann þannig að hann er búinn að sitja hjá í 2 leikjum í 8 leikja banninu minnir mig og á 6 eftir. leikirnir eru oldham – blackburn – man city x2 -man utd – stoke – bolton og wolves  og ja hann tók bannið vs city út líka þar sem við töpuðum þannig hann kemur aftur vs wolves í deildini ef ég reikna þetta rétt

  11. Liverpool og United rívalinn á sér 100 ára sögu sem kemur fótbolta nánast ekkert við. Þetta byrjaði allt í hafnarvinnuni fyrir löngu síðan og teygði sig síðan út í fótboltann.

  12. Fotbolti.net er alveg ad tapa sér í pislaskrifum og er nù svo komid ad èg les ekki thennan midill ritstjòrinn hardur man.utd fan og thad sèst alveg à sídunni ætla ad setja fotbolti.net í sama flokk og sun aldei ad lesa. Drasl

  13. Fotbolti.net er alveg ad tapa sér í pislaskrifum og er nù svo komid ad èg les ekki thennan midill ritstjòrinn hardur man.utd fan

    Pistillinn er aðsendur og settur í loftið með samþykki ritstjórnar (geri ég ráð fyrir) sem er að 2/3 hluta Liverpool stuðningsmenn. Þegar svona pistill fer í loftið hjá þeim er meira við pistlahöfund að sakast heldur en stjórnendur síðunnar. Nema þá kannski fyrir stefnu sem þeir vilja að síðan fari, hef enga trú á að þeir, sérstaklega ritstjórar síðunnar, vinni ekki eins hlutlaust og hægt er. Það er a.m.k. mín tilfinning.  

    Nennti nú ekki að lesa langt í þessum nýjasta anti-Liverpool pistli hjá pistlahöfundum á Fótbolta.net en tímasetningin er aðdáunarverð, að finna það út núna þegar rígurinn milli liðanna er á suðupunkti að þetta sé á undanhaldi er magnað, stuðningsmenn United syngja meira um Liverpool á hverjum einasta leik heldur en United bara svo dæmi sé tekið. En honum er frjálst að hafa sína skoðun og greinilega að útvarpa henni fyrir alþjóð á fótbolta.net. Það er ekkert sem bannar þeim sem eru ósammála að skrifa pistil á móti til að svara.

  14. Vá ég las samskonar pistil í einhverju helv bresku götublaðinu (ekki sun) í október á síðasta ári. Ætli þessi mikli penni hafi ekki lesið sama blað og ákveðið eftir LANGA umhugsun að rita svipaðan pistil. Annars að öðru ótengdu ég var að horfa á klippu úr Rugby leik í Bretlandi og þar var tekið á tuði gagnvart dómurum fyrir svolitlu síðan. Dómarar meðal annars látnir vera með hljóðnema á sér og þannig. Allavega voru tveir gaurar e-ð að æsa sig við hann, hann kallaða þá til sín las þeim pistilinn og endaði á þessum orðum “this is not soccer”, segir eiginlega allt sem segja þarf. Afsaka en og aftir ef að ég er kominn út fyrir umræðuramman..

  15. SB #9, er ekki bara einn leikur í bikarnum? (nema að hann endi í jafntefli)
     
    Annars flott podcast eins og venjulega, en vona samt að annað komi út fyrir lok gluggans, eins og um 29., þegar eitthvað slúður er komið. Og varðandi spá, þá er ég ekki sá sem ætlar að jinxa í þetta skiftið. Vonum bara það besta.

  16. Sigmar í #18 

    Í undanúrslitum er spilað úti og heima, s.s. tveir leikir..  

  17. 30.12.2011          Liverpool               3 – 1       Newcastle Putti
    03.01.2012          Manchester City    3 – 0       Liverpool   1/8
    06.01.2012          Liverpool               5 – 1       Oldham     2/8
    11.01.2012          Manchester City                    Liverpool  3/8 Carling
    14.01.2012          Liverpool                               Stoke City 4/8
    21.01.2012          Bolton                                    Liverpool  5/8
    25.01.2012          Liverpool                                Man. City  6/8 Carling
    28.01.2012          Liverpool                                m.u.          7/8 FA
    31.01.2012          Wolves                                    Liverpool  8/8

    Geri ekki ráð fyrir frestun á Wolves leiknum svo Suarez mætir kátur á móti Tottenham. 

  18. Náði því miður bara rétt í skottið á podcastinu í rafmagnsskömmtuninni en ákaflega gaman að ná að hlusta á pistilinn í gegnum daginn.
     
    Hef nú ekki verið mikið að ræða Suarez málið í svolítinn tíma, en ég verð að viðurkenna það að ég eiginlega skil ekki umræðu um PR-slys og hvað þá þegar að bolirnir góðu eru settir inn sem PR-slys.  Það eru tvær hliðar á öllum peningum, líka þessum.
    Liverpool FC ætlar sér að bakka sinn mann upp og tekur það fram yfir alla umræðu um PR.  Eins og við sáum t.d. United gera með Cantona á sínum tíma og við sjáum undantekningalítið félög gera.  Það er undantekning þegar slíkt gerist ekki.
    Fótboltalið eru fyrst og síðast samsafn fullorðinna einstaklinga og innan þeirra hópa myndast hjá öllum almennilegum hópum hlutur sem er vanmetinn.  Vinátta og samstaða.  Leikmenn LFC spiluðu leikinn gegn Evra og félögum og þegar að dómurinn gegn Suarez kom upp er auðvitað ljóst að þessi vinahópur hefur fengið sjokk.  Mikið sjokk og örugglega meira en við öll.  Þar leið einum manni verst, Luis Suarez sem var um leið útmálaður ógeðsmaður víða.
    Og félagið ákvað því að leyfa þessum vinahóp að sýna Suarez stuðninginn og þar með taka afstöðu með sínum manni á enn meira áberandi hátt.  Sem var svo notað til að menn gætu tekið sér stöðu gegn liðinu.  Chelsea fékk sömu beiðni sinna leikmanna og sagði nei.  Samkvæmt slúðrinu úti var það ekki vel séð á æfingasvæði félagsins og í raun varð að halda krísufund til að fara yfir það mál innan hópsins.  Það hefur af einhverjum ástæðum lítið farið í gang um þá umræðu.
    Ef Liverpool FC á að hafa tapað PR – stríði þá gerðist það út af því að liðið ákvað að bakka sinn leikmann og sinn leikmannahóp upp í baráttunni og þá segi ég allavega að ég vildi vera í svoleiðis liði og það sem ég held að fótboltamenn sjái sé öflugur samstæður hópur sem leggur mikið á sig saman.
     
    Ég bendi fólki t.d. á að skoða feril José Mourinho nokkurs, manns sem ég vill ekki að stjórni mínu liði en hefur vissulega náð árangri.  Hann er EINARÐUR stuðningsmaður þess að búa til andrúmsloftið “Us against the world” og hefur þannig búið til liðsanda innan ótrúlegustu liða.  Ekki bara Chelsea og yfirstéttarliðsins þar heldur líka Galatico-liða eins og Internazionale og núna Real Madrid.
    Hann hefur algerlega sýnt öllum heiminum puttann í viðtölum og ummælum, m.a. áhangendum sinna eigin liða, ef þau gagnrýna leikmennina – bjargfastur í þeirri trú að ódrepandi liðsandi innan leikmanna- og þjálfarahóps skili árangri til lengri tíma.  Og svei mér þá, hann er bara kominn framúr besta fótboltaliði heims í deildinni sinni, þó að Real hafi tapað fyrir Barcelona í sínum leik.
    Ákvörðun Dalglish og síðar félagsins er algerlega sú að bakka sinn leikmann upp þannig að hann og ALLIR leikmenn félagsins átti sig á því hvers þeir eru metnir.  Síðan auðvitað átta þeir sig á því að félagið þarf að svara fyrir sínar aðgerðir og verkamannabakgrunnur félagsins og margverðlaunað starf þess í samfélagsverkefnum talar að sjálfsögðu sínu máli. Það vita ALLIR sem eitthvað lesa um fótbolta að Liverpool Football Club stendur ekki fyrir rasisma, og kannski einmitt þess vegna finnst svo mörgum nú hægt að sparka í liggjandi mann.
    Ef þið nennið að googla sögunni af Cantona og karatesparkinu þá finnast greinar um það, en vandinn er auðvitað að internetið var ekki orðið eins öflugt.  Það var umræða um að hann væri villimaður sem nú hefði gengið of langt (ekki gleyma að hann var rekinn frá sínu liði í Frakklandi stuttu áður).  Það var umræða um að félag eins og United yrði að senda skilaboð með því að reka hann, eða hið minnsta fordæma hegðun hans (enda væri hann fyrirmynd).  Það var umræða um að hann réði ekki við að vera í Englandi og vildi fara, það var umræða um hvernig yrði með hans fyrsta leik (sem var gegn Liverpool) og að með því að bakka hann upp allan þennan tíma myndi United ekki verða trúverðugt í baráttu sem þá var í fullum gangi – gegn “hooliganisma” í áhorfendastúkunum.
    Ég ítreka enn þá von mína að Suarez bregðist eins við sínum mistökum (sem auðvitað voru mistök, eins og puttamerkið gegn Fulham) og Cantona gerði.  Ef hann gerir það mun ryk falla á alls konar umræðupunkta sem upp koma á meðan á banni hans stendur.
     
    Ég hins vegar held að þetta Suarez – Evra máli muni skila ýmsu í samskiptum erkifjendanna Liverpool og Manchester United.  Þau hafa undanfarin ár verið að vinna í því að eyða hatrinu í stúkunum en svona mál mun að sjálfsögðu þýða það að hvert einasta smáatriði varðandi leikina verður skoðað.  Ég t.d. hlakka til að sjá hvar komið verður fyrir þeim 6000 áhorfendum sem United mætir með á Anfield.  Ef þeir stækka bara venjulega svæðið (eins og gert var gegn Oldham) munu þeir allir eiga auðvelt með að komast inn á völlinn.  Ég tippa á að þeim verði úthlutað efri svölum til að stoppa það af.
    En ég vona að menn líti á það að fá þennan leik inn í miðja hatursmeðferð geri bæði félög einbeitt í að láta heiminn sjá hvernig tekið er á málum innan þeirra og þau keppi í því.  Auðvitað verður baulað á Evra á Anfield.  Auðvitað verður púað á Suarez á OT.  En það er ekki nýtt og verður ekki tengt neinu öðru en þeim ömurlega ósið sem viðgengst á Englandi – að baula á mótherjann. 
    Ég held að þessir leikir inni á vellinum verði eins og allir leikir þessara liða.  Heilagt stríð!  Eins og Ryan Giggs, reynslumesti leikmaður Manchester United, segir í skýrslunni eru þetta leikir þar sem menn eru meira pumpaðir upp en í öðrum leikjum og það er því ekki frétt.  Það þarf bara alvöru dómara inn á völlinn til að taka á því og þá eru þetta fótboltamenn sem vilja vinna.  Þjálfararnir munu allir setja einbeitinguna á að liðið sitt endi með 11 leikmenn og þeir munu velja sín lið m.a. út frá því.
    Enda hlakka ég til að sjá okkar leikmenn taka þessi tvö próf.  Þeir sem ekki ráða við þau eru í vanda og þyrftu þá að skoða hvort þeir eru á réttum stað.
     
    Shit hvað ég þarf að treysta á að rafmagnið verði á hjá mér næst, annars skrifa ég örugglega margra daga pistla!!!

  19. Var að fá þessi skilaboð á Facebook:
     
    Luis Suarez

    Hello everyone,
    As you may probably know, I’m sponsor of the social project “From the streets to the fields” since a year and a half in order to try fighting against racism in South Africa, a country that has suffered a lot since the beginning of the Apartheid.

    We filmed a documentary during the last World Cup, together with Andrés Iniesta and Carlos Kameni who are also sponsors of the project.

    Here is the link (http://bit.ly/zWJSvo) where you can download it for just 1,95€! All the collected money will go to keep building the social project!

    Sennilega ein ástæða þess hversu mikið hann og fjölskylda hans er miður sín….
     

  20. Það þýðir ekki að væla yfir því að fótbolti.net sé spillt af united stuðningsmönnum meðan við erum ekki að senda inn neina pistla þarna sjálfir

  21. Fyrst að það er búið að ræna þræðinum á annað borð og fjalla um pistilinn á fótbolta.net þá fyrir mitt leyti fannst mér ekkert að þessum pistli. Gat ekki lesið út úr honum að hann væri til höfuðs Liverpool.
    Þetta er einfaldlega pælingar höfundsins og hann er ekki að halda neinu fram, bara að koma með sínar pælingar.
    En hvort rætist svo úr þessum pælingum eða ekki er svo annað mál. En mér gæti ekki verið meira sama hvort man utd. líta á okkur sem sýna erkifjendur eða ekki. Mér finnst þeir leiðinlegir með leiðinlegann þjálfara sem hefur einstakt lag á að kaupa leikmenn sem fara gríðarlega í taugarnar á mér.

  22. Talandi um pistla á fótbolti.net að þá sá ég þennan þar og finnst hann hitta naglann á höfuðið og það beint:
    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119925
    Hef verið að hugsa lengi um hvað leikmenn fá að komast upp með þarna í Englandi, alveg fáranlegt hvað þeir fá að segja við dómarann án þess að fá svo mikið sem tiltal!!!
    Veit svo sem ekki hvernig þetta er í öðru löndum t.d. hér á landi en ég efa að þetta sé eins slæmt annarsstaðar og í Englandi og þetta er klárlega meira vandamál en meint kynþáttaníð hjá Suarez sem að mínu viti er bara stormur í vatnsglasi, hann sagði bara það sem að hann vissi að myndi ná Evra úr jafnvægi í leiknum, eins og margir aðrir gera við hvíta, gula og svarta leikmenn, menn finna veika punktinn og höggva í hann.
    Vandamálið sem að FA verður að taka á með einhverjum hætti er þetta virðingaleysi sem að leikmenn og framkvæmdarstjórar eru farnir að sýna dómumurum áður en allt fer í handaskol hjá þeiim og ég held að þeir geti vel leitað til rugbysins með lausnir.

One Ping

  1. Pingback:

Man City á miðvikudag (deildarbikar)

Byrjunarliðið komið