Opinn þráður – Eitt ár liðið

Fyrir einu ári síðan kom fréttatilkynning á opinbera heimasíðu Liverpool sem hófst svona:

Liverpool FC confirmed today that manager Roy Hodgson has left the club by mutual consent.

Þetta varð góður dagur (raunar einn besti fyrir stuðningsmenn Liverpool í ansi langan tíma) því eftirfarandi kom einnig í sömu tilkynningu:

Club legend Kenny Dalglish will assume control of team matters 

Það virkar stundum á mann eins og það sé lengra síðan þetta átti sér stað en svo er ekki.

Þetta var vondur dagur fyrir leikmenn eins og Charlton Cole, Ola Tivonen og fleiri sem fyrri stjóri vildi fá til að byggja upp nýtt og verra Stoke lið með en góður fyrir stuðningsmenn Liverpool sem fóru strax að heyra mun meira spennandi leikmenn orðaða við félagið eins og Luis Suarez og Charlie Adam (sem var funheitur í deildinni þá).

Það eru ekki alveg sömu læti núna en þó nokkuð líklegt að liðið verði eitthvað styrkt í janúar. Lítið sem ekkert lekur af viti í ITK (in the know) hetjur á twitter sem mark er takandi á og liðið vinnur sannarlega eftir gömlu gildunum, segja frá því þegar það er frá einhverju að segja. Leikmenn sem helst er orðað við okkur í dag eru Junior Hoilett og Scott Sinclair. Eins hef ég eitthvað séð um Chris Samba, Demba Ba og Jackson Martinez sóknarmann frá Kólembíu en ekkert af þessu er með nógu merkilegum heimildum að það taki því að linka á það.

Slúður um Darren Bent er ekki lengur in og virðist vera að deyja út.

Líklega er bara best að gera sér engar vonir fyrr en eftir fjögur 31.janúar en það virðist stundum vera eins og þessi gluggi sé bara opinn frá 16-17 þann dag.

En orðið er frjálst.

55 Comments

  1. Væri vel til í báða þessa gutta Junior Hoilett og Scott Sinclair.  Ef við ætlum að taka martin Oneil leiðina á þetta fylla liðið af enskum strákum þá er þetta líklega þeir skástu í boði.  En ótengt þessu úff hvað speraring er eitthvað lítlll á velli, virkar á mig eins og maur þegar hann er að spila, púff farin að sakna lúkasar

    .

  2. 2001 – Þrennan – Uefa Cup, FA Cup og League Cup
    2005 – Champions League
    2006 – FA Cup
    2006 – Endurkoma Fowler
    2011 – Endurkoma Kenny Dalglish (og brottför Hodgson)

    Þetta eru hápunktar míns ferils sem Liverpool aðdáanda. 

    Hef fulla trú á að nýir eigendur munu bæta við þennan lista. 

    Annars vona ég að við styrkjum okkur með 1-2 toppklassa leikmönnum í janúar og ég ber fullt traust til Comolli og félaga til þess að velja réttu mennina. Gefur ekki auga leið að það vanti sóknarmann (þrátt fyrir að við höfum skorað 5 mörk í seinasta leik) og svo væri ég til í sjá léttleikandi vængmann eða einhvern sem getur leikið í holunni og getur breytt leikjum fyrir okkur. Svona Bellamy/Gerrard/Suarez týpu. Einnig væri ég til í að sjá Downing spila bara á vinstri kantinum, held að það myndi henta honum miklu betur að koma með fyrirgjafir þaðan. Mér finnst hann oft vera lengi að leggja hann fyrir sig á hægri kantinum og þurfa að taka of margar snertingar áður en hann kemur boltanum fyrir. Bara pæling. 
     

  3. Ótengt þessum þræði.

    KAR: Þú lofaðir stóra dómi þínum eftir Suarez-málið. Nú er búið að dæma í málinu og gögnin komin fram. Ég ætla ekki að gefa upp hver mín skoðun á öllu þessu er en ég hefði gaman að sjá viðbrögð þín í ljósi yfirlýsingar þinnar þegar málið var að fara af stað. 

  4. Hvar er Charlton Cole núna? Svona í fullri alvöru, er hann bara horfinn? Er hann bara living the good life í West Ham?

  5. Virkilega góð spurning. Hvar er Charlton Cole?

    Talandi um þetta þá er eitt hefur haldið fyrir mér vöku ótal sinnum undanfarin ár. Hreinlega nagað sál mína að innan líkt og sænskur píranafiskur. Ég hef jafnvel stundið verið á djamminu niðrí bæ og brostið skyndilega í grát þegar ég hugsa um þetta……. HVAR Í BRENNISTEINSRJÚKANDI ILMKERTIS ANDSKOTANUM ER ANTHONY YEBOAH OG HVAÐ ER HANN AÐ GERA Í DAG?

    Ég sakna virkilega þrumufleyganna sem hann skoraði reglulega frá miðju með Leeds hér um árið. Frábær leikmaður sem lífgaði ótrúlega uppá ensku úrvalsdeildina.
    Er hann í dag að selja límonaði í kofa sínum í Rúanda? Er hann í fasteignaviðskiptum? Leiddist hann útí vændi á árunum 2003-2005? Vinnur hann í Melbourne við að þjálfa kengúrur fyrir hnefaleikakeppnir? Gekk hann í sértrúarsöfnuðinn “Dans Sólarinnar”? Fór hann að vinna í banka í 2007-góðærinu? Er hann kona í dag? Umboðsmaður Færeyinga á danska þinginu? Varð hann 16.júlí 2009= kvaðratrótin af Pí? Útkastari á nektarklúbbi? Rótari hjá Bob Dylan? Stunt-leikari fyrir Chuck Norris? Er hann dáinn? Er hann Þráinn? Er hann maðurinn með ljáinn?

    Hvar hefur hann alið manninn allan þennan tíma utan sviðsljóssins? Ég bara verð að fá að vita þetta svo ég geti sofið betur á nóttunni.

  6. Dúlli nr.3
    Persónulega finnst mér þessi tilraun þín til að reyna hanka ritstjóra vefsins á gefnum loforðum, frekar brosleg og í besta falli krúttleg …..

    Hvernig væri að kynna sér málið, KAR skrifaði heila grein um þetta þann 22. desember, um leið og dómurinn féll, þar sem hann fór ma. Beint yfir þetta sem hann sagði/skrifaði eftir umrætt atvik.. http://www.kop.is/2011/12/22/14.17.08/

    Joke is on you dúllidúll ; )

  7. Amen #6 – Dúlli var allavega samkvæmur sjálfum sér. Krúttlegur í sínum skrifum.

    Besta er samt … “ég ætla ekki að gefa upp mína skoðun á þessu máli….” Það gefur auga leið að maðurinn er einn af þúsunum Utd aðdáenda sem sjá kop.is sem home away from home. Þarft ekkert að gefa upp, það vita allir hver hún er.

    Annars er ég ekkert að stressa mig í þessum glugga, eins og pistlahöfundur kemur inná þá halda allir að sér spilunum þar til dagana / klst fyrir lokun.

  8. Sælir félagar
     
    Ég kem hér inn til að þakka KAR fyrir fránæran málflutning í Suarez málinu í útvarpsþætti Fotbolti.net.  Þar sýndi KAR þá yfirvegun og skynsemi sem LFC hefði átt að sýna í meðferð sinni á málinu. Takk fyrir það Kristján.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  9. hoilett slúðrið er orðið talsvert háværara , sem og sinclair .. en hitt virkar úr lausu lofti gripið, en núna er verið að slúðra um að real madrid,inter,psg og juve séu að fygljast með luis suarez, sem er alveg yndislegt(kaldhæðni)

  10. Eg held við ættum að skoða  framherja Basel
    Streller 30 ára eða Frei 32ára.  Kallar sem eru að skora og ekki dýrir.
    Kaupa annahvorn gæjan
    Skora alltaf í meistaradeildinni.

  11. Ja hérna. Vincent Kompany að fá rautt spjald fyrir að vinna tæklingu. Held að FA þurfi að fara að innflytja dómara ef þeir vilja viðhalda enska boltanum sem þeim besta í Evrópu. 
     

  12. Við erum amk núna lausir við Kompany í báðum Carling cup leikjunum.
    Tveggja fóta eða ekki … Rooney sannfærði dómarann.

  13. #12 sammála.

    eða bara leggja niður fótbolta í Englandi, það er allt gert til að Utd vinni nú örugglega eitthvað.

    Hann kom ekki við Nani og þetta var ekki nálægt því að vera rautt, varla gult og hvað þá brot.  Ég er orðlaus.  ég held að Giggs hefði einnig getað fengið rautt á 20 mínútu !

    Outrageous !     

  14. #14 og ég er ekkert viss um að viss séum lausir við hann – þessu verður bara hnekkt, og hann fær ekkert bann – en það er þá allavega búið að hleypa þessum rauðu áfram.

  15. Hef enga trú að þetta bann muni standa, það væri ef til vill en stærri skandall. Foy ætti að fara í bann en ekki Kompany. Myndi þó ekki kvarta ef hann væri í banni í carling cup en einhvern veginn grunar mig að Mancini ætli ekki að nota hann í þeirri keppni. 

  16. Strákar mínir verið nú aðeins rólegir.
    Þegar leikmaður fer í tveggja fóta tæklingu með báða fætur á lofti þá er það beint rautt spjald. Það kemur ekki málinu við að leikmaðurinn sem verið er að tækla nái að hoppa upp úr tæklingunni. Það er ekki tæklaranum að þakka að hann náði ekki manninum og stórslasaði hann.

    Samkvæmt reglunum er þetta beint rautt spjald á Kompany og ekkert annað.

    Við getum þó glaðst yfir að besti maður City verður í banni á móti okkur.

    kv
    Ninni 

  17. #19 Ninni, er bara engann veginn sammála, þetta er aldrei rautt spjald og þetta er bara skandall.  Efast um að mikið hafi verið kvartað þó gult spjald hafi farið upp og jafnvel þó ekkert hefði verið dæmt, þetta er bara rugl.

  18. Og ef þetta er rétt um Steward Downing…, je dúdda míja, þá er hann ekki í lagi, svona gera menn ekki og hvað þá í því starfi sem hann er í, með þau laun sem hann er með, sem fyrirmynd ungra fótboltaáhugamanna o.s.frv.

    Þetta er líka aldeilis eitthvað til bæta ímynd klúbbsins eftir það sem gengið hefur á undanfarið.     

  19. Eru bara hræsnarar sem skrifa hérna inni (taki til sín sem eiga)?
     
    Þið eruð búnir að væla í mánuð yfir að Suarez fái 8 leikja bann fyrir “eitthvað orð” og að maður sem fer í tveggja fóta tæklingu sem geti eyðilagt ferilinn hjá mönnum fái aðeins 3-4 leikja bann.
     
    En fyrst það er United þá er þetta bara eitthvað samsæri og allt gert til að United vinni, þið meira að segja náið að spila ykkur/Liverpool sem einhversskonar fórnalömb (en og aftur) í þessu samhengi þótt þetta komi Liverpool í rauninni ekkert við… nema það að City spilar líklega ekki með sinn besta mann gegn ykkur í Carling Cup:S
     
    Til að summa þetta upp, þá náið þið alltaf að gjaldfella málflutning ykkar með þessum Liverpool gleraugum og hvað þið eruð mikil fórnalömb…

  20. Frábærar fréttir af Downing eða hitt þó heldur. Ef gaurinn er sekur um drykkju og að hafa lamið gelluna, hvernig finnst ykkur að klúbburinn ætti að bregðast við? Taka Ferguson á þetta og skella Downing í frystikistuna og setja hann á sölu eða bakka manngarminn upp?
    Ég segi að nú þurfi menn að standa við það að klúbburinn og virðing fyrir honum sé æðri öllu og Downing verði frystur. Víti til varnaðar, gæti bjargað Carroll. Einnig getur þetta verið vísbending um að Downing sé ekki með hausinn í lagi og eitthvað vanti uppá sjálfstraustið sem hefur reyndar sést í leikjum í vetur.
    Kompany fær fjögurra leikja bann því hann hefur fengið rautt áður á tímabilinu. Þetta spjald verður klárlega látið standa því þó hann hafi ekki slasað manninn þá fer FA létt með að réttlæta bannið.

  21. sá ekki þessa tæklingu en tveggja fóta tækling er ekki sama og tveggja fóta tækling. það er munur á því hvort fæturnir fari í boltann eða ökklann 

    en samt skrýtið að júnætid menn eru að skoða Kop.is á meðan þeirra menn eru að spila.
    samt ekki skrýtið því þetta er ein besta síða á íslensku sem fjallar um Liverpool

    aldrei skal ég fara á júnætidspjall og því síður þegar liverpool er að spila fótbolta.
     

  22. Ég verð að segja að það fór um mig ónotahrollur þegar ég sá þetta atvik með Tom Adeyemi hjá Oldham. Það er eitt að einhver tvítugur strákpjakkur segi í heimsku sinni niðrandi orð um Adeyemi út af kynþætti hans en að mikill hluti af stuðningsmönnum Liverpool fari að syngja nafnið hans Suarez eins og hann sé eitthvað idol fyrir kynþáttahatara er auðvitað skammarlegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skammast mín fyrir að vera Liverpool aðdáandi.

    Ég skil reyndar ekki hvernig eitt orð getur móðgað svona mikið en það er ekki mitt að skilja. Suarez er auðvitað ekkert kynþáttahatari en hann notaði orðið til þess að móðga Evra og það er mjög heimskulegt. Þessi tilbúna afsökun að Suarez hafi bara verið vinalegur við Evra því að Niggari (Negrito) þýði eitthvað annað í Suður-Ameríku er í besta falli fáránleg. Stundum er eins og hann sé með þroska á við 10 ára krakka. Það myndi engin annar leikmaður Liverpool láta sér detta þetta í hug. Án þess að vera eitthvað dramatískur út af þessu þá þarf Liverpool að losa sig við hann sem fyrst.

    Það má gagnrýna Enska knattspyrnusambandið og Evra sem er náttlega versti karakter í fótboltaheiminum en það afsakar ekki hegðun Suarez og stuðningsmanna Liverpool. Þeir leikmenn Liverpool sem hafa hugsun í hausnum eiga auðvitað að stíga fram og gagnrýna þessa hegðun. Það er þeirra að vera fyrirmynd fyrir illa upplýsta stuðningsmenn, Suarez og aðra. Dalglish á líka að stíga fram og leiðrétta þann “misskilning” að hann sé að styðja þessa hegðun hjá Suarez.

  23. Það þyrfti að vera Unlike takki fyrir ummælin hjá 22.
    22 Hjálmar, ef þér líka ekki umræðurnar, þá getur þú bara sleppt því að fylgjast með þeim og farið eitthvað annað. Mér hefur nú fundist þetta spjallborð vera á heildina litið mjög málefnalegt, þó það komi stundum fúlegg inn á milli.

  24. Það er alveg óþolandi hvernig netverjum, og þá sér í lagi þeim sem styðja Manchester United, tekst að snúa öllum þráðum upp í einhverja umræðu um meint kynþáttaníð Suarez. Það er búið að dæma í málinu, og því get ég ekki skilið hvers vegna allar knatspyrnutengdar umræður þurfa að snúast upp í misgáfulegar umræður um Suarez og hans meinta kynþáttaníð.

  25. Er gallharður Púllari en ég verð að segja það að ég skil ekki málflutning sumra sem eru að skrifa hér,menn þurfa aðeins að taka niður liverpool gleraugun og skoða málin svo,hefðuð þið ekki viljað fá mann út af fyrir svona tæklingu ef það væri mótherji Liverpool?

  26. United menn að væla á Liverpool síðu á meðan liðið þeirra er að spila í FA Cup við nágranna sína.

    Obsessed.

    Og varðandi Downing þá á hann að hafa lent í rifrildi við fyrrverandi sem endaði með því að þau voru bæði handtekin og enginn þurfti á læknisaðstoð að halda.

    Þannig að við skulum anda rólega með þetta þangað til annað kemur í ljós.

  27. Reglur eru reglur. Hárréttur dómur þetta er bara árás og beint upp úr reglu bókinni. Það þarf ekki að brjóta á mönnum lappirnar til þess að þeir fái rautt. Bara tilraunin ein og sér er næg.

  28. #26, rétt er það Þorkell. Yfirleitt fær maður bara svona svör frá mönnum sem eru uppiskroppa með eitthvað málefnalegt andsvar, því miður.
     
    En jú líklega væri bara best að hætta að koma hérna inn, það er af sem áður var þar sem hægt var að lesa góðar greinar, fræðandi upphitanir um andstæðinginn og málefnalegar umræður um leiki og málefni tengt boltanum (þótt það hafi yfirleitt verið um Liverpool). Þetta segi ég því miður þótt maður sé United maður og þetta sé Livepool síða.
     
    Maður sér kannski best eftir þetta Suarez mál hvað skoðanir eru bara í eina áttina hérna inni og allt rökrænt vit hverfur ef einstaklingur er klæddur í Liverpool treyju!

  29. Þetta er alltaf rautt spjald sama hvort hann hafi komið við manninn eða ekki. Báðir fætur á undan sér og frá jörðinni = rautt spjald. City gengu bara frá þessu sjálfir í dag.

  30. Hjálmar *31

    Góði besti hættu þessu væli. Við hverju býstu af Liverpool síðu. Það sem mér finnst leiðinlegast við svona komment er að þið man utd menn halda að þið hafið alltaf rétt fyrir ykkur. Er orðinn frekar þreyttur á því að koma hérna inná þessa frábæru síðu og þið man utd menn eru með leiðinleg comment. Farðu bara inná barnaland.is og vældu þar.

  31. Fyrirgefðu Hjálmar, en það hefur nú verið frekar mikil einstefna í hina áttina frá einmitt manu mönnum og fleirum ekki-Liverpoolmönnum, þér finnst kanski ekkert athugavert við það eða hvað?

  32. Kanill 25.

    Ertu eitthvað ruglaður að losa okkur við besta leikmann okkar eins og það sé eitthvað auðvelt að finna annan eins leikmann?
    Það getur vel verið að Suarez hafi gengið aðeins yfir strikið en Evra er bara ekkert saklaus í þessu öllu saman ef hann getur blótað Suarez á spænsku eins og hann viðurkenndi þá ætti hann af öllum að skilja að negro eða negrado þýðir ekki niggari.
    Það er búið að dæma í þessu og hann búin segja að hann muni ekki nota þetta orð aftur inn á vellinum og þá eiga bara allir Liverpool menn að standa saman og komast í gegnum þetta.
    Burt séð frá því hvað áhorfendur láta svo út úr sér það eru alltaf skemmd epli þarna inn á milli. Og því verður bara að útrýma á vissan máta það á alls ekki að lýðast.
    En við vitum öll að Suarez er enginn kynþáttahatrari.

  33. dúlli (#3) spyr:

    KAR: Þú lofaðir stóra dómi þínum eftir Suarez-málið. Nú er búið að dæma í málinu og gögnin komin fram. Ég ætla ekki að gefa upp hver mín skoðun á öllu þessu er en ég hefði gaman að sjá viðbrögð þín í ljósi yfirlýsingar þinnar þegar málið var að fara af stað.

    Fyrirgefðu, Dúlli. Ég sá þetta fyrst núna. Ég og Einar Örn birtum „stóradóm“ okkar eftir að dómur FA féll og við stöndum við hvert orð í þeim pistli.

  34. Virkilega á háum standard hjá þér Jon #34! Það er enginn að væla, einfaldlega að benda á vælið hérna síðasta mánuðinn varðandi Suarez málið og þar var tekið sem dæmi að einungis væri 3-4 leikja bann væri fyrir tveggja fótatæklingar o.s.v.fr. En síðan á United í hlut þar sem mótherji er sendur út af þá er það samsæri og allt annað hljóð komið í mannskapinn!
     
    Og síðan einu svörin sem maður fær er væll, farðu inn á barnaland.is, hættu þá að koma hérna inn sem er einmitt það sem ég er að tala um. Ómálefnalegt og barnalegt… Myndi halda að stjórnendur og eigendur síðunnar myndu vilja hafa spjallið á hærra plani og eins og einhverjir svöruðu einu kommenti hérna fyrir ofan sem var ekki í takt við þeirra hugsanir “þú ert krútt”, “þú ert nú meiri dúllan”. Er þetta fótboltaspjallið sem menn vilja? Kannski, gæti verið að ég sé bara rugla og þá er kannski bara best fyrir mig að vera ekkert að spá í því.
     
    Auðvitað geri ég mér grein fyrir að þetta er Liverpool síða og menn eru yfir höfuð sammála. En fyrr má nú vera sértrúarsöfnuðurinn! En þetta gildir auðvitað yfir alla sem koma hérna inn United menn og Liverpool menn Kalling #35. En eins og í þessu tilfelli þá var verið að ræða mál sem tengjast United og í rauninni ekki sem tengist Liverpool þannig séð og benti ég einfaldlega misræmið hjá mönnum hérna inni.

  35. Ég get nú ekki orða bundist, þetta var ekki 2fóta tækling,þetta var svipað og hjá Spearing, nema þetta var alveg við jörðina, annar fóturinnkemur á hlið í boltann og hinn á eftir sem sagt ekki 2fótatækling, enda gerði dómarinn ekkert fyrr en Roney heimtaði rautt, þeir á ITV sögðu að þetta ætti ekki einu sinni gult.

  36. Hjálmar, þetta tengist engan veginn þessu óþolandi Suarez máli sem þú virðist ekki geta hætt að röfla um. Þetta var ekki gróf tækling, þetta var aldrei rautt spjald. En jú, vissulega hættulegra en að segja skapbráðum Evra að hann sé svartur. 9 leikja bann?

  37. Það er strax komið trend í þennan glugga og það er að fá gamlar kempur til að koma aftur til liðsins og spila. Ég legg til að við fáum Ian Rush aftur eða bara að Kenny sjálfur taki fram skóna að nýju!

  38. Hvaða andskotans máli skiptir þetta rauða spjald í leiknum í dag og hvort þetta var tveggja fóta tækling eða ekki?  Leikurinn er búinn og man.utd vann hann, City dottnir út.  Er það ekki bara allt í lagi?  Eruð þið allt í einu farnir að elska þetta city lið svona mikið?  Það er bara mjög gott mál að losna við þá, þið hljótið að hafa eitthvað merkilegra um að tala en einhvern bikarleik milli manchester liðanna.

  39. Djöfull er ég ósáttur við Kristján Atla, hann var alls ekki nógu vel að sér í þætti fótbolta.net.  (ekki persónulega ósáttur við Kristján Atla, heldur við viðtalið hans á .net :))  Mér fannst hann byrja vel en þegar fór að líða á viðtalið var eins og honum finndist hann hafa talað máli Suarez nóg og nú þyrfti aðeins að tala gegn honum, láta hann og Liverpool aðeins líta illa út í von um að verða aðeins trúverðugari hjá t.d. Man utd aðdáendum.

    Það er ástæða fyrir því afhverju Liverpool mun ekki áfrýja. FA, sem eru að sækja málið, mun bara tilnefna aðra nefnd og komast líklega að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Einnig getur Liverpool ekki áfrýjað dómnum sem slíkum, heldur bara lengd bannsins. FA þarf líka að samþykkja ef Liverpool ætlar með málið fyrir Íþróttadómstóla í Sviss.  

    Mér finnst þetta rosalega mikilvægt að komi fram þegar menn spyrja afhverju Liverpool áfrýjaði ekki…þegar ég áttaði mig á þessu fór ég að skilja félagið betur afhverju þeir áfrýjuðu ekki.

     

  40. welcome to hell Scums! Það verður enginn smá leikur. A.m.k. 3 rauð og allt vitlaust innan vallar sem utan.

  41. Gunnar Á. Baldvinsson (#46) segir:

    Djöfull er ég ósáttur við Kristján Atla, hann var alls ekki nógu vel að sér í þætti fótbolta.net.  (ekki persónulega ósáttur við Kristján Atla, heldur við viðtalið hans á .net :))  Mér fannst hann byrja vel en þegar fór að líða á viðtalið var eins og honum finndist hann hafa talað máli Suarez nóg og nú þyrfti aðeins að tala gegn honum, láta hann og Liverpool aðeins líta illa út í von um að verða aðeins trúverðugari hjá t.d. Man utd aðdáendum.

    Það eina sem ég sagði um Suarez var að hann talaði af sér þegar hann viðurkenndi í úrúgvæskum fjölmiðlum að hafa notað orðið negrito. Ef hann hefði ekkert sagt hefðu þeir ekki haft neitt á hann. Það var það eina sem ég sagði honum til foráttu. Annars tók ég fram, þegar Tommi og Elvar voru að ýja að því að útskýringar dómsins hefðu ekki komið vel út fyrir Suarez, að mér þætti hann ekkert koma illa út úr því.

  42. Baddi #36

    Þú ert s.s. að segja að Suarez sé stærri en klúbburinn? 

  43. Þá er það staðfest, við fáum man utd í fjórðu umferðinni í FA cup.

  44. Já, ég tók eftir þssu Kristján Atli, en ég er ekki að tala um þetta. Þegar þú varst að tala um afhverju Liverpool áfrýjaði ekki og að þér finndist skrítið að þeir ætluðu bara að una dómnum….þar fannst mér að þú hefðir átt að taka þetta fram. 

    Annað, er rétt að David Gill var í þriggja manna nefndinni? 

    Then there’s David Gill.

    “David Alan Gill (born 5 August 1957) is British footballexecutive, currently Chief Executive of Manchester United F.C.and a board member of the Football Association.”

    Is that not a conflict of interests? Again, it may be nothing, but see how a United fan would feel if it was Ian Ayre on the board instead, or how a Portsmouth fan would think if it was a Southampton suit. It doesn’t help engender a sense of total neutrality, as you’d expect in legal issues.

    http://tomkinstimes.com/2012/01/all-spanish-speakers-are-racist/  

  45. Ég hélt ég hefði svarað þér Kristján Atli, veit ekki hvort mér láðist að ýta á “post comment” eða að þið eydduð því…en það getur varla verið enda innihaldið algjörlega innan veggja þeirra reglna sem hérna gilda…það fyrra hlítur að vera málið.

    En ég sagði að þú hefiðr ekki skilið mig rétt. Ég var að tala um þegar þú sagðir það skrítið að klúbburinn hefði ákveðið að áfrýja ekki…ég hefði viljað að þú útskýrðir afhverju, að klúbburinn gæti í raun ekki áfrýjað dómnum sem slíkum, aðeins refsingunni. FA myndi bara skipa aðra nefnd og langlíklegast fá nákvæmlega sömu niðurstöðu. Sömuleiðis getur Liverpool ekki kært til Íþróttadómstólsins í Sviss nema með leyfi frá FA….mjög eðlilegt allt eða þannig.

    En annað, var David Gill í þessari þriggja manna nefnd?

    Then there’s David Gill.

    “David Alan Gill (born 5 August 1957) is British footballexecutive, currently Chief Executive of Manchester United F.C.and a board member of the Football Association.”

    Is that not a conflict of interests? Again, it may be nothing, but see how a United fan would feel if it was Ian Ayre on the board instead, or how a Portsmouth fan would think if it was a Southampton suit. It doesn’t help engender a sense of total neutrality, as you’d expect in legal issues.
    http://tomkinstimes.com/2012/01/all-spanish-speakers-are-racist/
     

  46. Gunnar, þegar ummæli inniheldur fleiri en tvo tengla fer það sjálfkrafa í “biðröð” þar til við samþykkjum það. Það var nú eina ástæðan fyrir því að þessi tvö ummæli þín voru ekki birt um leið og þú sendir þau inn. En þau hafa verið birt núna.

    En já, aðkoma David Gill að málinu er meira en lítið undarleg ef sönn er.

  47. Eyðirðu þá ekki bara seinni ummælunum sem og þessum 🙂

  48. Kanill 49

    Hvar sérð þú í mínum ummælum að ég segji að Suarez sé stærri en klúbburinn?
    Mér finnst þetta bara þetta engan veginn vera nógu stór ástæða til þess að losa sig við einn besta leikmann liverpool því svona leikmenn vaxa ekkert á trjánum.

    Og þú þarft ekkert að skammast þín að vera liverpool aðdáandi þá ertu bara að grípa allt sem þessi æsifréttamennska snýst um. Það eru alltaf svona hálvitar inn á milli í 50.000 manna hóp.

Liverpool 5 – Oldham 1

Dregið í bikar: Man Utd heima! / Kristján Atli um Suarez-málið í útvarpi