Liverpool 3 – Newcastle 1

Okkar drengir í alrauða búningnum frá Merseyside léku þriðja leik sinn í jólatörninni í kvöld, mótherjarnir komu úr Norð-austrinu, heimaborg Andy nokkurs Carroll. Já Newcastle United voru mótherjarnir fyrir framan pakkaðan Anfield í fínu formi.

Dalglish kom einhverjum á óvart, allavega mér, með því að setja Spearing inn í liðið á kostnað Maxi, en Bellamy nokkur var settur í framlínuna í stað Suarez sem við sjáum ekki um sinn, nema að LFC áfrýji banni hans. Mér skilst að þá fái hann að spila gegn City en fari svo í bannið sitt.

Semsagt, byrjunarlið kóngsins var:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Downing – Adam – Spearing – Henderson

Carroll – Bellamy

Á bekknum: Doni, Maxi, Kuyt, Gerrard, Carragher, Shelvey, Kelly.

Fínt lið, sama varnarlína hugsuð en Spearing átti að sópa og hleypa Adam framar. Downing settur á “öfugan” kant til að tékka sig inn í skot. Fyrri hálfleikurinn var ekki vel leikinn. Þessir jólaleikir verða ansi oft frekar þreyttir, lágt tempó og liðin að reyna að spila mjög taktískt. Við vorum meira með boltann en sköpuðum ansi lítið fram á við. Sendingahlutfallið aðeins 75% og enn minna á sóknarþriðjungnum. Eina lífið var þegar Bellamy og Downing náðu að spinna sig framhjá mönnum en þá vantaði yfirleitt að teigurinn væri fylltur af okkar mönnum.

Fyrsta mark leiksins kom hins vegar upp úr fyrstu sendingu gestanna inn í teiginn. Martin Skrtel lét teyma sig út úr stöðu sem þýddi að Glen Johnson sat uppi með að dekka Demba Ba þegar sending kom inn í teiginn, boltinn flaug þá yfir þá báða en hrökk af Agger sem var fastur á hælunum framhjá Reina, sem mér fannst eiga að gera betur. 0-1 eftir 25 mínútur. Og maður hugsaði; “Here we go again”!

En fjórum mínútum síðar jöfnuðum við. José Enrique átti þá djúpa sendingu sem rataði á Charlie Adam. Hann tékkaði sig framhjá varnarmönnum og dúndraði inn í markteiginn, boltinn hrökk af varnarmanni út á vítapunktinn þar sem Craig Bellamy afgreiddi hann snyrtilega af miklum krafti í fjærhorn. 1-1 og ákveðnu fargi létt af liðinu hélt ég. Stuttu seinna skallaði Skrtel boltann framhjá, Downing fór illa með Gutierrez og fiskaði á hann spjald, en svo fjaraði leikurinn út. Fram að hálfleik gerðist ákaflega lítið og staðan eftir 45 því jöfn.

Fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks gerðu svo Newcastle heiðarlega tilraun til að svæfa leikinn, og var alveg að takast það. Fóru ekki endilega í sókn en héldu boltanum innan síns liðs út í eitt. Okkar menn náðu litlum tökum á leiknum og þetta var farið að verða gamalkunnugt handrit.

En þá……

Captain Fantastic klæddi sig úr gallanum á 58.mínútu, fékk leiðbeiningar frá Dalglish og inná. Kop-stúkan trylltist! Leikkerfinu strax breytt í 4-4-1-1 þar sem Bellamy fór út á kant, Henderson inn á miðjuna með Spearing og Gerrard í frjálst hlutverk milli miðju og sóknar. Það hefði átt að bera ávöxt strax á 64.mínútu þegar #8 sendi magnaða sendingu á Carroll sem kláraði það vandræðalega illa, hefði auðvitað bara átt að plaffa í fyrsta beint á markið, en mikið var gaman að sjá fyrirliðann finna strákinn strax – það mun hjálpa honum í framhaldinu.

Liðið fór í allt annan gír og á 67.mínútu komumst við yfir. Agger átti flott hlaup sem endaði með því að hann fékk aukaspyrnu sirka 30 metra frá markinu. Rétt um það sem Bellamy tók sitt fyrsta skref í tilhlaupinu ákvað einn snillingurinn í gestaliðinu að bakka oní markmanninn sinn, Carroll fylgdi því strax og að lokum hljóp þessi ágæti varnarmaður inn í markmanninn sinn sem þýddi það að skot Walesverjans fór inn. Takk fyrir það – staðan orðin 2-1 og allt í einu breyta í handritinu.

Stuttu seinna hefðu Newcastle svo getað jafnað. Daniel Agger var í svefnpokanum þá aftur, missti Demba Ba og boltann framhjá sér, Demba chippaði boltanum yfir Reina en Skrtel kvittaði út mistökin sín í fyrri hálfleik með STÓRKOSTLEGRI björgun á línu. Strákurinn er þvílíkt vaxandi að hálfa væri hellingur, þessi björgun hans var marks virði!!!

Áfram hélt fjörið, við höldum áfram að vinna keppnina í að skjóta í markrammann, ógnvænleg sending Gerrard á Carroll fór af enni stráksins og braut næstum þverslána á mínútu 73 en á mínútu 78 var leikurinn kláraður og svei mér þá – þarna var komið nýtt handrit!

Flott hreyfing inn á sóknarþriðjungnum endaði með klókri sendingu frá Henderson í gegnum vörnina þar sem prinsinn Steven Gerrard stakk sér í gegn og klobbaði Tim Krul með vinstri. Allt trylltist á vellinum, Gerrard hljóp og gaf kóngnum high-five, staðan orðin 3-1 og allt annar andi á ferðinni.

Það sem eftir lifði vorum við nær því að bæta við því fjórða en það varð ekki. Öruggur sigur, 3-1, í þreyttum leik en frábær endir á árinu! Já, sennilega átti Cabaye að fá rautt og jafnvel átti Bellamy að fá víti, en við eigum það bara inni.

Frammistaða liðsins var sveiflukennd, mikið um sendingarfeila og við vorum ekki eins mikið með boltann og í undanförnum leikjum. Sendingahlutfallið lægra og færri skot. Í 60 mínútur var ansi mikið líkt því að gerast og við höfum séð á Anfield í vetur. Vörnin í kvöld var veikari en áður, mark Newcastle var lélegt og Agger leit vandræðalega illa út þegar Skrtel bjargaði honum. Bakverðirnir tóku rispur en sáust lítið á milli, þó var Enrique mjög sterkur síðasta kortérið, virðist þindarlaus.

Miðjan átti erfitt þangað til fyrirliðinn mætti. Downing var þar langbestur, hann fékk ekki stoðsendingar eða mark, en hann fiskaði örugglega 10 aukaspyrnur og skapaði færi með hraða sínum. Carroll gerði hroðalega í besta færi sínu, en var virkilega óheppinn enn á ný með þverslárskallanum og hann náði oftar en áður að senda boltann af sér. Eftir að Gerrard kom inná var honum bara stillt uppi á topp og þar á hann að vera.

Steven Gerrard. Megi hann lengi lifa. Einhverjir bullmiðlar hafa verið að reyna að tala um að hans ferli sem toppleikmanni sé að ljúka, hann sé “önnur týpa” af leikmanni en þeir margir sem hafa spilað langt fram á fertugsaldur. ÞVÍLÍKT UTTER NONSENSE!!!! Í kvöld sjáum við mun á því þegar lið af heimsklassagæðum spilar. Newcastle réð ekkert við hann og hann gaf öllum vellinum og liðinu nýja trú.

Ég hef haldið því fram um sinn og verð alltaf sannfærðari um það að Kenny Dalglish ætlar að teikna liðið okkar í kringum Captain Fantastic, umræða um leikkerfi hingað til kannski þá óþörf, það að Gerrard rúlli laus og fái að skapa að vild verður það sem verður sett á teikniborðið og við munum sjá þetta hægt og rólega verða til. Fá annan svona leikmann takk og við sjáum annan veruleika. Ég táraðist þegar hann skoraði og hlakka GRÍÐARLEGA til þegar hann verður kominn í form fyrir 90 mínútur.

Að því sögðu þá vel ég hann ekki mann leiksins, heldur annan snilling sem sumar mannvitsbrekkurnar töldu hafa lokið ferlinum þegar Roberto Mancini lét hann fara. Craig Bellamy er ekki 90 mínútna maður mörgum sinnum í viku lengur, en í kvöld var hann á fullri ferð í 70 mínútur, til stöðugra vandræða fyrir sínum fyrri félaga og mörkin hans í kvöld breyttu öllu. Það er því welski snillingurinn Bellamy sem fær mann leiksins, en Gerrard í öðru sæti.

Næst er alvöru próf, fyrsti þáttur þríleiksins gegn Manchester City. Það verður skemmtilegt!

Gleðilegt nýtt Liverpoolár öll – mitt glas í kvöld er meira en hálffullt, við erum á réttri leið…

76 Comments

 1. Flóðgáttirnar opnuðust pínu.  Spáði 4-1 , nálægt því.  Jafntefli hvað ??????

  YNWA

 2. Kóongurinn er mættur…..

  Ótrúlegur munur á Andy vini okkar þegar það kemur maður sem man enn hvernig á að bomba boltanum á kollinn á sóknarmönnunum, fannst hann bara standa sig vel eftir að Gerrard kom inn á en það hefði svosem hvaða striker sem er spilað vel með svona sendingar.

  Downing er bara enn eitthvað down og ég nenni ekki að tala um hann, adam var líka eitthvað með downing veikina…… ALLIR HINIR FÁ STÓRT PRIK HJÁ MÉR OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA BELLAMY SEM VAR STÓRKOSTLEGUR..

  YNWA 

 3. Sko mörk á færibandi, sagði ég ekki, frábært hjá Bellamy og Gerrard mættur OK. 

 4. Vá hvað maður hefur saknað Gerrards.  Nú vantar okkur bara einhvern sem getur gert eitthvað úr þessum sendingum frá honum.  Lána Carroll til Frakklands og kaupa Torres aftur, skák og mát.

 5. þegar allt virðist á leið niður í helvíti út af þessum Suarez málum ÞÁ KEMUR KAPTEINNINN INN ALLVEG EINS OG KÓNGURINN SAGÐI Í HÖRKUFORMI(hvar er annars skýrslan frá the fa um úrskurðinn í suarez málinu)

 6. Svo má nú líka ekki gleyma björguninni hjá Skrtel – var það ekki í stöðunni 2-1? Hlutirnir hefðu heldur betur getað farið öðruvísi ef það hefði ekki náðst. Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur upp á síðkastið.

 7. Byrjaði með grín sjálfsmarki, aftur…greit…en því var svarað að þessu sinni.
  Bellamy var frábær. Andsvar Slóvaka við Chuck Norris er orðinn ómissandi og bjargaði á línu, minnti á Alexander Petterson þegar hann tók pólverjann hvaðan kom ann.  Enda brosti bara sóknarmaður Newcastle í endursýningunni.
  Carroll var góður í kvöld, óheppinn með sláarskotið og the captain was here.
  Áhugaverðast finnst mér að bitið í sóknarleiknum var í banni og það detta allt í einu 3 mörk…gegn liði sem getur eitthvað í fótbolta.
  Svo vil ég fá Martin Kelly aftur í hægri bak. Ekki orð um það meir.

 8. Geðveikur leikur, í staðinn fyrir að segja að Downing hafi verið eithvað down eigum við að tala um hvað Obertan er vangefið lélegur… En djöfull hefði ég verið til í að sjá Carroll setja hann guð minn góður!

 9. Flottur leikur hjá nánast öllu liðinu og Newcastle heppnir að fá ekki tvö rauð spjöld. 

  Vörnin og Reina frábær að venju.  

  Adam ekki nógu beittur framá við og Carroll vantar bara meira sjálfstraust, sem kemur eflaust innan skamms.

  Frábærar sendingar frá Gerrard inná Carroll.

  Downing ógnaði lítið.

  Spearing mjög góður.

  Dalglish!

 10. Kóngurinn er kominn. Ef einhver hefur efast þá er það staðfest!!!!!!

 11. Að mínu mati var liðið að spila mun betur í kvöld án Suarez en að undanförnu. Það spilaði sem ein heild en ekki upp á einn mann.

  Og mikið ROSALEGA er gott að fá Gerrard aftur og ekki spilti fyrir að kallinn skoraði… 🙂 

  Frábær og mikilvægur sigur.. 

 12. Glæsileg hjá okkar mönnum…. og vá hvað leikurinn breyttist þegar Gerrard kom inná, það var eins og þeir settu úr 2 gír í þann 5 um leið… fáránlega flottar sendingar hjá Captain Fantastic, þetta er eitthvað sem AC ætti að nærast á. SG þarf ekki alltaf að fara upp að hornfána eins og Downing, heldur bara að smella honum fyrir þar sem hann stendur….

   

 13. Sælir félagar
   
  Fullkomlega og endanlega sáttur við lokahnykkinn á árinu.  Dásamlegt að vera búin að fá Steve G til baka. Fullkominn endir á misjöfnu ári.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 14. Munurinn í kvöld var sá að það var ekki maður frammi sem að dúndraði strax upp í áhorfendapalla þegar að hann fékk boltann (Suarez) heldur þurftu menn aðeins að treysta á sjálfa sig í þessum leik. Menn mega ekki misskilja mig ég elska Suarez en ég er að verða dálítið þreyttur á því hvað hann er mikill einspilari. Kannski opnar það augu hans að vera aðeins á bekknum. En þvílíku áhrifin sem að Gerrard hefur á þetta Liverpool lið, það var eins og að allri pressu væri létt af liðinu þegar að hann kom inná Captain Fantastic er mættur aftur. Svo má ekki gleyma Bellamy djöfull fer hann langt á hjartanu þó að líkaminn á honum sé ekki eins og hann var.
   
                                                                      YNWA

 15. Já fínt já sæll, já fínt já sæll já fínt já sæll! Couple of times
  Homies! Gullfallegir tímar framundan! Og að sjá skrtel og
  Agger! Það er eins og það sé einn heili en 2 líkamar! Æðislegt  alveg! Tsssss! Glugggluggglugg! Aahhhhhhhh! 

 16. Frábær frammistaða og flottur leikur. Hættum nú að væla þega 3-1 sigur er í höfn. Mér fannst liðsheildin góð í dag sem og undanfarið. Auðvitað kemur svo SG og fullkomnar þetta fyrir okkur, þvílík innkoma. Newcastle gætu verið í vondum málum, nokkuð öruggt að í það minnsta einn leikmaður hjá þeim fer í bann eftir að sjónvarpsupptökur verða skoðaðar. Var einmitt að velta því fyir mér hvað það er skrítið að fá 8 leikja bann fyrir eitthvað sem einhver segir að þú hafir sagt en síðan 1-3 fyrir ljótt ásetningsbrot eins og við sáum í leiknum. En frábærir endir á þessu ári og vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal.

 17. Horfði einmitt á “Return of the King” úr LOTR seríunni í fyrri nótt, var svo ekki alveg viss hvort að ég væri að horfa á myndina eða leikinn eftir að Gerrard kom inná. Djölfulsins andskotans veisla! Maður gengur glaður inní nýtt ár, til hamingju félagar! 🙂

 18. Gerrard valinn maður leiksins af Sky og Bellamy fékk að rétta honum kampavínið, með fjögur spor á vinstra augnlokinu.  Joe Cole og Jamie Redknapp voru í settinu á Sky og héldu ekki vatni yfir því hversu mikið leikurinn batnaði þegar Gerrard kom inn á.  Leikmenn fengu trú á hlutverk sitt sem og að sendingarnar / þjónustan við Carrol batnaði til muna.  Það er akkúrat þetta sem hefur vantað ! 

  Góður endir á ágætu ári, þetta lið gæti farið að virka, þegar sá stóri fær smá vott af sjálfstrausti þarna frammi.  
   
  Og koma svo 2012 !  

 19. Snilldin ein að fá Gerrard aftur. Þetta hefur verið honum erfitt ár enn að enda það með þessum hætti er frábært. Þetta hefur án efa góð sálræn áhrif á kappann sem gefur góð fyrirheit fyrir 2012. Nú kemur þetta 🙂

 20. Frá Guardian hér að neðan og svipað mætti segja um Bellamy. Hefur vantað meira svona frá Henderson, Adam og Downing á miðjunni til stuðnings Carroll og Suarez… Ástæðan fyrir fáum mörkum LFC í hnotskurn?

  Gerrard was allowed only 30 minutes after being out for a couple of months but even in that short time showed the drive and invention Liverpool have been missing, the accuracy of some of his crossing actually bringing Carroll into the game for the first time.  

 21. Ein ótrúleg staðreynd, þetta er í fyrsta skipti síðan 27. ágúst sem liðið skorar þrjú mörk í sama leiknum

 22. Góður sigur.

  Smá pælingar:

  1. Augljóslega er Adam ekki jafngóður og Gerrard. Var ég samt sá eini sem fannst þessi skipting sýna hvað Adam er bara ekki með þetta? Ekki misskilja mig, hann er með fínustu sendingar osfrv. en hann er bara engan veginn nógu sterkur til þess að vera að stjórna sókninni og keyra liðið áfram.

  2. Sér enginn hjá Liverpool það að Carroll er að eyða alltof miklu púðri í að vera fyrir utan teginn. Hann á við sama vandamál og Torres að stríða, að þurfa að sanna sig og er þá alltof mikið að vinna tilbaka. Það man enginn eftir því hvað hann vann boltann oft heldur muna menn bara eftir því hvað hann skorar mörg mörk og hann skorar þau inní teignum ekki á vallarhelmingi Liverpool. 

 23. Svekkjandi fyrir gæjann sem sagði fyrr í dag hafa gert Carroll að fyrirliða í fantasy.

 24. Þegar 60 mínútur voru liðnar af leiknum kom heimklassaleikmaður inná völlinn.  Maður sem hefur verið frá í 9 mánuði meira eða minna.  Hann hleypur ekki upp að endalínu og krossar fallhlífarboltum inná teiginn þar sem öll varnarlína andstæðinganna bíður átekta.  Hann krossar af miðjum vallarhelmingi andstæðinganna á hausinn á strækernum okkar sem aðeins þarf að glíma við einn miðvörð en ekki alla varnarlínuna.  Hann kemur á ferðinni í gegnum miðja vörn andstæðinganna, klobbar markvörðinn og skorar en skýtur ekki í stöng eða eitthvað annað drasl.

  Ástæðan fyrir markaþurrðinni er fundin.  Skortur á gæðum.  Ryðgaður Gerrard setti leik Downing, Adam, Henderson og félaga í ákveðið samhengi.  

  Við þurfum fleiri leikmenn með sama eldmóð og klassa og Gerrard og Bellamy ef við ætlum okkur fjórða sætið. 

  Djöfull var gaman að sjá liðið vinna og skora nokkur mörk. 

 25. Gríðarlega mikilvæg 3 stig í hús. Ekki gleyma því að það munaði aðeins einu stigi á liðinum fyrir þennan leik.

  Þessi sigur ætti að gefa liðinu sjálfstraust inní næsta leik gegn City. Skal alveg játa að maður sökk all rækilega í svartnættið eftir sjálfsmarkið hjá Agger og maður var farinn að sjá fyrir sér enn einn leik hinna glötuðu marktækifæra. Sem betur fer var Bellamy heitur og loksins hitti markvörður andstæðinganna ekki á besta leik ævi sinnar á Anfield. Það sem uppúr stendur að mínu mati eftir þennan leik.

  * Endurkoma Steven Gerrard er liðinu ómetanleg. Um leið og hann kom inná jókst sjáfstraust leikmanna og sóknarleikur liðsins var mun fjölbreyttari. Ekki endalaust reynt að finna Downing á kantinum og dæla fyrir markið heldur fór liðið að sækja líka í gegnum miðjuna og uppúr því kom þriðja markið.

  * Að liðið sýndi karakter í fjarveru Suarez. Því miður hafa leikmenn sett ábyrgðina of mikið á herðar Suarez. Í kvöld kom í ljós að það eru aðrir leikmenn tilbúnir að stíga fram og axla ábyrgð.

  * Spearing kom sterkur inní kvöld. Tók að sér hlutverk Lucasar á miðjunni og leysti það sem sóma. Því miður hafa Henderson og Adam ekki náð að covera það hlutverk en Spearing gerði það vel í kvöld. Það voru margar sóknir Newcastle sem stoppuðu á honum.

  * Umbreyting á Liverpool sbr. við spilamennsku liðsins fyrir einu og tveimur árum síðan. Ég man bæði undir stjórn Hodgson og Benitez þá var vandamálið að liðið gat ekki skapað sér færi. Undanfarið hefur vandamálið verið að nú hefur liðið ekki náð nýta almennilega þau fjölmörgu færi sem liðið skapar sér. Ólíkt skárra vandamál að klást við, sé ekki minnst á hversu mikilu meira skemmtanagildi liðið býður uppá.

  * Að lokum ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá Suarez og Gerrard spila saman í sínu besta formi. Það hefur ekki enn gerst og spurningin er hver verður styrkur Liverpool þá?

 26. Hamingjan sanna!

  4 mörk í einum leik, öll skoruð af Liverpool!

  Þau eru ekki búin, jólin eru enn! 

 27. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að Gerrard var klárlega maður leiksins, enda kom hann inn sem hetja, er 100% sammála Baros #29. En að mínu mati var maður LEIKSINS, alls leiksins: Spearing. Klárlega. Vinnslan, tæklingarnar, sópunin fyrir aftan miðju. Glæsilegt, hann rústaði allri Newcastle miðjunni nánast einn, enda var hann við hliðina á gríðarlega slökum Downing, Henderson og Adam.

 28. Mikið það sem ég er farinn að fíla Skrtel.. Hann er gjörsamlega búinn að þróast í topp leikmann og með þessu áframhaldi á hann alveg séns að enda sem leikmaður tímabilsins hjá LFC

 29. aðeins skemmtilegra að lesa spjallið núna 

  hvar eru þessir neikvæðu sem voru hérna um daginn??????

  er aðeins búinn að komast niður á jörðina verðum að vinna næsta leik til að ég sé sannfærður um betra gengi liðsins. 

 30. Flottur skyldusigur. Mikið sýnir þessi leikur samt hvað Charlie Adam, Henderson og Downing eiga rosalega margt ólært. Lítil peð við hliðina á Gerrard, það verður bara að segjast.

  Þetta segir okkur ekki endilega hvað þeir eru slappir heldur fyrst og fremst hvað Gerrard er mikill afburða leikmaður þegar hann er motivated og hefur eitthvað að sanna. (Bellamy er líka virkilega ákveðinn í að sanna sig, með gæði sem þarf og hættir aldrei)
  Þetta ætti líka að vera skýr skilaboð til eigenda liðsins hve gæðamunurinn er stór á heimsklassaleikmönnum og góðum mönnum sem eru í landsliðsklassa. Þið eruð búnir að kaupa uppfyllingarefnið að mestu og enska límið sem heldur húsinu saman. Nú er að kaupa skrautið sem gerir okkur að flottasta húsi götunnar. 

  Ef menn vilja koma Liverpool aftur í fremstu röð þá þarft óbrjótandi sigurvilja og liðsheild alvöru leikmanna sem hafa eitthvað að sanna og kaupa 2-3 matchwinnera í viðbót í svipuðum klassa og Gerrard. Það er nú þannig. 

  p.s. Spurning að velja Gerrard í Fantasy-leiknum ef hann ætlar að koma úthvíldur inn og spila svona út leiktíðina?

 31. Skýrslan komin.

  Sammála Inga með það að Carroll fer of oft aftarlega á völlinn.  Og líka því að Adam á erfitt með að stjórna leik.
  EN.  Þetta tvennt mun breytast með endurkomu Gerrard.  Ég er alveg handviss um það að Gerrard er ætlað að vera þarna í næstu leikjum, með Adam, Henderson og Spearing fyrir aftan sig.  Charlie Adam var settur í það hlutverk hjá Liverpool núna að stjórna leik því hann er án vafa besti kosturinn í leikmannahópnum þegar Gerrard er ekki með. 
  Nú er bara að vona að Gerrard haldist heill fram á vor og liðið geti þróað sig áfram.  Er sannfærður um að hugsunin er að endurvinna það sem sást hjá liðinu 2009, þegar Alonso og Lucas/Mascherano unnu fyrir aftan Gerrard sem flæddi um allan sóknarþriðjunginn.
  Þar held ég að Charlie Adam verði á heimavelli, og jafnvel Henderson líka.  Þegar Suarez kemur til baka verður svo búið að skóla Carroll betur til og við gætum séð leiki þar sem Gerrard fer niður á miðju og Suarez linkar upp. Það held ég allavega.
  En þessar þrjátíu mínútur eftir að Gerrard kom inná gefa manni von að maður hafi eitthvað til að hlakka til á næstunni…

 32. Frábært æðislegt og Steven fokking Gerrard!
  Snilldin ein að koma sannfærandi til baka eftir að lenda undir : )

 33. Djöfull er Steven Gerrard geðveikur knattspyrnumaður.

  Menn hafa talað um að hann sé bara búinn og geti ekki spilað ennþá en sá kom og sigraði. Hef ekki séð svona innkomu frá einum leikmanni síðan hann sjálfur kom inná gegn Napoli hérna í fyrra og setti þrjú í seinni hálfleik.

  Henderson er síðan leikmaður sem gæti gjörsamlega blómstrað við hliðina á Gerrard að mínu mati. Léttleikandi spilari sem hefur alla burði til þess að taka við af kóngnum á miðjunni. Með smá hjálp frá honum út þetta tímabil og næsta þá sé ég Henderson lykilmann í liðinu á komandi árum.

  Charlie Adam búinn að vera arfaslakur í síðustu þremur leikjum eftir frábæra leiki þarna í nóvember mánuði en eitthvað er að hrjá gamla. Vona að hann gefi smá í eftir áramót.

  Bellamy og Enrique eru síðan einhver bestu kaup Liverpool síðan Fernando Torres kom til okkar. Þvílíkt og annað eins hvað þeir fitta vel inn.

  Agger og Skrtel eru bara bestir í dag í deildinni og ekkert hægt að ræða það meir.

  Ég heimta að fá Carroll í byrjunarliðið út janúar mánuð með Gerrard á miðjunni því hann var eins og allt annar leikmaður þennan hálftíma sem Gerrard fékk. Gæti verið okkar Joey Barton þegar kemur að því að gefa á kollinn á Carroll. 

  Downing má síðan alveg fara að skora eða leggja upp eitt stykki mark. Ótrúlegt hvað hann hefur verið bara latur við að gera eitthvað gull á kantinum.

  Ef við hrúgum inn stigum í janúar held ég að við verðum ánægðir í maí næstkomandi. 

 34. Ég er búinn að renna yfir flestar athugasemdir hérna á síðunni, en langaði að koma því á framfæri ef einhver hefur ekki séð það. Kenny kom með mjög góðan punkt eftir leikinn á Sky, í þessum leik hafi Liverpool í raun fengið mun færri færi en í öðrum leikjum en skorað fleiri. Fannst þetta mjög góður punktur, svo kannski eru hlutirnir bara að fara snúast við! Vonum það!

 35. frábær skýrsla.. en svona aðeins að leiðrétta hana þá var johnson að dekka cabey  eða hvað þetta frakkadjöfull heitir og aggerinn var sem límdur á bakið á Ba en fékk hann því miður í öxlina og gaf markið… en frábært að fá stebba g aftur.. gaurinn finnur ekkert nema hausinn á samherjum sínum.. verður geggjað að sjá þá félaga Carroll og Gerrard.. hef alltaf sagt að ég hafi fulla trú á Carrollinum og hef enþá trú á honum eftir kvöldið.. Fannst hann mjög góður og sannfærandi.. 

 36. Frábær skýrsla, fræbær sigur, frábær Bellamy, frábær Fyrirliði og frábær endir á árinu!

  Ég get svo svarið það að það komu tár þegar Gerrard okkar skoraði. Var að vinna sem þjónn með fullann sal af fólki og ég öskraði eins og ég væri einn heima hjá mér.

  Gleðilegt nýtt ár og tökum þennan sigur sem vana á komandi ári! 

 37. Er alveg viss um að Gerrard fær DJ-inn til að spila phill collins í kvöld 🙂

 38. Varðandi Carrol og hans þátt: í seinna marki Bellamy stefndi boltinn beint á hann. Einhver hefði nú örugglega freistast til að koma við boltann og stýra honum eitthvað, en hann lét hann fara. Mér fannst það bera vott um kænsku, og mér finnst hann eiga mjög stóran part í þessu marki.

 39. Í kvöld sýndi Stevie G hvað hefur vantað í leik Liverpool í vetur og það eru gæði í sóknarleiknum, sendingum, ákvörðunum og færaklárun.  Hann átti 3-4 bestu sendingarnar sem Carrol hefur fengið á hausinn á sér í vetur, kláraði færið sitt með góði hlaupi af miðjunni sem maður hefur bara séð frá Maxi og sýndi farþegum eins og Henderson, Adam og Downing hvernig á að búa eitthvað til með sendingum og hlaupum. Þetta þríeyki fullyrði ég er búið að vera aðalvandmál Liverpool liðsins í vetur. Sóknartengilið og hægri vængmann í Liverpool liðið í janúar og þá er kannski séns á 4. sætinu…eða hvað?? Downing í miðasöluna og Henderson í veitingasöluna??

 40. við keyptum Adam á 8mills enn ferguson keypti vinstri fótinn af honum á 10 🙂 drengurinn getur ekki komið með sendi fyrir

 41. Sendi jákvæðnibylgju hingað inn, endum árið á hreinræktaðri gleði með góða frammistöðu liðsins okkar.

  Það eru engir farþegar í þessu liði, það eru allir þarna að leggja sig þvílíkt fram og þess vegna er ekki nokkur ástæða til að vera neitt að búa til vandamál.  Í klefanum eftir leik hefur Gerrard farið á milli allra og gefið five, Carra brosað út fyrir eyru og sjálfstraust leikmanna aukist.

  Og þá hlakkar alla til að spila með Stevie G – það er morgunljóst og á hreinu…

 42. Fyrir mér er það allveg ljóst hvað stendur uppúr eftir þennan leik. Það er inná skipting fyrir góðum leikmanni og heimsklassa leikmanni. Ég á ekki orð til að lýsa aðdáun minni á Stevie G. Hann fékk alla í LFC til að líta vel út. Einnig vill ég lýsa aðdáun minni á Skrtel og Bellamy sem voru framúrskarandi í kvöld.
  svo í lokin. Takk fyrir gott ár kop.is 

 43. Mikið var fyrrihálfleikurinn lélegur og leiðinlegur á að horfa ef undan skildar eru fyrstu 5 – 10 mínóturnar… Ég er algerlega á því að það hafi verið mistök að vera með Spering inni í stað Maxi og eiginlega skil ekki af hverju við erum ekki með Maxi inni hann skorar mörk, nokkuð sem okkur hefur vantað þar til í þessum leik… Spering vara að mér fanst ekki góður. 

  Það sem stóð upp úr í þessum leik er þrent að mínu áliti, mörkin hjá Bellamy og inkoma Gerrards, og það er eins og maður sjái strax í þessum tveimur leikjum sem hann hefur komið við sögu að hann er að koma fanta góður inn og leikgleðin skín af honum, vantra smá þrek og leikæfingu, og hann á bara eftir að binda þessa lausu enda og þá koka mörkin… Carroll er of þungur og of mikið út um allan völl… Væri óskandi að hann kæmist í topp form á nýju ári… það bír mikið í þessum strák. Þrjú stig sem voru fillilega verðskulduð… Og svo langar mig að tala um einn leikmann sem er að brillera að mér fisnst síðan hann koma og það er Enruque, drengurinn er þvílikt traustur og bara unun að sjá hvað hann vex og vex..  

  Nú er árið senn á enda og nú tökum við nýtt ár með áhlaupi, kaupum tvo til þrjá leikmenn og we ar good to go…. drauma leikmennirnir mínir eru: Lassan Diarra, Sladan Ibrahamovich og Özil…. en ætli það sé nokkur séns á því… gaman að láta sig dreima….

  Áfram LIVERPOOL…YNWA… 

 44. Er Suarez að fara strax í bann? hélt að hann hefði 14 daga kæru frest eftir að skýrslan/rökfærslan fyrir banninu er gerð opinber,  er kannski búið að opinbera hana fyrst við sjáum hann ekki nema mestalagi í næsta leik og svo bann?
  hvernig er þetta annars?

 45. Ég er reindar ekki að skilja afhverju alliur eru að “dissa” Downing eftir þennan leik. Hann var frábær í fyrri hálfleik. Daufur í seinni en að hann sé kallaður aumingi í leiknum er út í hött! Ég er ekki að setja út á Henderson en hann var sá eini sem hvarf í leiknum fyrir mér. (getur verið að ég hafi bara misst af öllu sem hann gerði!) En ég sá ekki neina sæerstaka sökudólga í dag… Enda unnum við flottan sigur og “Captainninn” er kominn aftur!  Og fyrir þá sem eru með Twitter. Hversu gaman var að fylgjast með Lucas Leiva fylgjast með og commenta á öll atryði? 

 46. “Leikmenn koma dýrvitlausir til leiks og ég ætla að skóta á að Bellamy skori þrennu, eitt úr víti og annað úr auka”
  Ef Bellamy hefði fengið vítið fyrir olnbogaskotið rétt áður en hann var tekinn út af þá hefði uppfyllt spádóminn minn fyrir leik og skorað þrennuna sína. Hann var frábær í leiknum, slúttið í fyrra markinu var frábært. Maður hefði séð flesta aðra í liðinu dúndra þessu yfir markið en ekki herra Bellamy. Í seinna markinu gerði hann það eina rétta og dúndraði á markið þegar hann sá heimskuna í Simpson þegar hann ætlaði að bakka aftur á línu.

  En mikið var áberandi hvað leikmenn Liverpool hafa verið þungir undanfarið miðað við Gerrard….svo ekki sé meira sagt. En samt lítur Liverpool liðið gríðarlega vel út með einn defensive miðjumann ásamt Henderson og Gerrard á miðjunni, tvo fljóta kantara og sterkann framherja….og ekki má gleyma bakvörðunum okkar sem eru mjög framsæknir báðir. Sóknarmöguleikarnir eru gríðarlega góðir og fjölbreyttir. Ég sé fyrir mér frábæra uppskrift af nýju (gömlu) Liverpool liðið sem mun skáka stóru liðunum fljótlega. Eins ætla ég að nefna nafnið hans SKRTEL því hann á það sannarlega skilið.

  Ég segi því eins og sannur Liverpool stuðningsmaður “NÆSTA ÁR VERÐUR ÁRIÐ OKKAR!” 

 47. Martin Skrtel er orðinn stórkostlegur hafsent. Gríðarleg framför hjá drengnum sem átti það til að brjóta af sér að óþörfu og vera hálf klaufskur en í dag er hann orðinn topp klassa leikmaður, ánægður með hann.

  Svo náttúrulega Stevie G… svona á að krossa bolta takk fyrir!

  Meira svona og 4 sætið er ekki eins fjarlægur draumur og maður hefði haldið

  Gleðilegt Nýtt Ár Púllarar nær og fjær 

 48. Hvernig geta menn talað illa um Henderson eftir þennan leik? Hann var mjög flottur þarna framarlega á miðjunni.

 49. Frábær leikur hjá fyrirliðanum , eins og venjulega.

  Er eg samt eini sem er að taka eftir stíganda í leik Henderson?

  Mér finnst hann hafa spilað vel í dag, og sömuleiðis síðustu leiki. Hann er með þrusugóðar sendingar og fyrirgjafir , hann er með góða tækni og getur líka pressað/tæklað menn eins og Lúkas.  Trúi ekki örðu en hann verði einn af bburðarstólpum miðjunnar í framtíðinni.

  Og hann er í þokkabót bara 21 árs! 

 50. 58 Dassi ekki gleyma hvernig hann kom inn í leik okkar, varð það ekki beint í vörnina einsog grikkinn.  Kóngurinn mun kenna honum að verjast enda kann Kónguri
  nn að skora

 51. Var ég einn um það að finnast meira jafnvægi í sókninni þegar Suarez var ekki með ? Það var ekkert Maxi-Suarez einspil lengur sem ekkert kom uppúr, heldur báðir vængir og allir leikmenn að spila saman. Einnig finnst mér við hafa keypt Carroll of snemma, hefðum átt að bíða og punga út fyrir Demba Ba, leikmaður sem minnir sterklega á Torres, bara sterkari og kraftmeiri týpa. Sáu þið þetta finish ?! (Sem Skrtl að vísu varði).

 52. 62: ég gat ekki séð betur en að Newcastle-maðurinn dúndraði í fótinn á Spearing. ekki mikið sem Spearing gerði þar til að fá rautt.

  Ef hann átti að fá rautt, hvað þá með Jonas, R. Taylor og Coloccini?

 53. Skrtel var með Ba í vasanum allan leikinn og frábært að fylgjast með honum taka einn heitasta framherja deildarinnar í bakaríið hvað eftir annað.

  Annars skil ég ekki þessa gagnrýni á Downing eftir þennan leik. Ég fylgdist sérstaklega með honum í leiknum og hann var á hlaupum allan leikinn, átti ég veit ekki hvað mörg hlaup upp hægri kantinn og náði að tengja vel við Johnson og náðu þeir oft að búa til flottar sóknir saman. Downing er hraður, góður með boltann og fínar sendingar, bara tímaspursmál hvenær hann setur mark eða kemur með stoðsendingu. Hann á fínar fyrirgjafir en vandamálið er finnst mér að Carroll er ekki nógu góður að staðsetja sig eða ekki nógu hreifanlegur í teignum. Er þó alls ekki að sakast við hann, fannst Andy góður í dag og er viss um að hann eigi framtíðina fyrir sér. Er viss um að með innkomu Gerrard munu menn eins og Downing, Henderson og Carroll eflast til muna og ég hlakka til að sjá næstu leiki. 

 54. Neikvæðnin hérna er ótrúleg.  Þegar liiðið vinnur leiki er samt alltaf hægt að setja út á eitthvað.  Hver af ykkur lifir í fullkomnum heimi ????? Allt liðið er að leggja sig fram, ALLT liðið vinnur leiki, alveg eins og ALLT liðið tapar leikjum.   Reynum nú að njóta sigurleiks í smástund, allavega fram að næsta leik.

   ÁFRAM LIVERPOOL ! ! ! !

  YNWA,  Gleðilegt nýtt LIVERPOOL félagar.     

 55. Verð að vera sammála Gerrard, þegar að hann segir að það þurfi að mata Carroll betur og eins með Suarez hann þarf líka að fá boltann þegar að hann er ekki umkringdur mótherjum, djö, hlakkar mig til að sjá þá saman, Suarez og Gerrard. Vona að þetta verði svona áfram, áfram LIVERPOOL. 🙂

 56. Markamúrinn loksins brotinn. Flottur leikur og gefur vísbendingu um hvert framhaldið getur orðið. Pungskessan þarf að klippa af sér taglið og spá mín er sú að þá létti þessum álögum upp við markið.
   
   
   

 57. Mikið gladdi það mig að sjá loooksins koma sendingu fyrir markið sem hentar Andy Carroll, hann er einfaldlega ekki orðinn nógu góður til að díla við svona “chippur” inn í teig eins og Downing hefur verið að senda á hann.. 

  Það má vel ræða það að hann sé mikið efni, hann sé ungur, og hann eigi eftir að blómstra, en það er svo erfitt fyrir mann að horfa upp á framherja sem lætur boltameðferðina hjá Carra gamla líta út fyrir að vera komin af brözzum..

  Hann er hvað, 21-22 ára gamall, og miðað við það sem ég hef séð er það eina sem hægt er að nota hann í eru þessar “þrumusendingar” frá fyrirliðanum okkar.. Mér finnst hann skila boltanum illa frá sér, og að sjá hann hlaupa með boltann finnst mér minna á menn í bumbubolta sem voru ekki alveg nógu “góðir” fyrir meistaraflokksbolta.. 

  En eins og ég segi, með innkomu Gerrards eiga allir þessir ungu leikmenn eftir að blómstra, vafalaust, en fyrir mitt leyti er ég ekki að sjá neitt hjá Andy Carroll sem gefur mér von um að hann eigi eftir að þróast mikið sem leikmaður..
  En ég vona innilega að hann stingi þessum orðum ofan í ginið á mér, og blómstri svo um munar..

  Að öðru leyti, þá finnst mér magnað að sjá þróunina hjá Henderson, er mjög spenntur fyrir honum.
  Adam er góður í því sem hann kann, en finnst hann oft ætla sér um of mikið, sennilega vegna fjarveru Gerrard..
  Downing, æji ég veit ekki.. Kýs hann allann daginn framyfir Kuyt á kantinn, en  skil ekki afhverju hann er ekki hafður á vinstri, uppá mögulega að geta gefið fasta “outswinging” bolta á Carroll..

  Spearing fannst mér frábær í dag, reynslulaus og þ.a.l. soldið villtur(vitlaus) í tæklingum, en það kemur með reynslu, muniði Steven nokkurn Gerrard og tæklingarnar hans?

  Ekkert hægt að segja um vörnina okkar, nema kannski Glen, en hann er sóknarbakvörður, held að Kelly komi fljótlega með að taka við af honum..

  Hef alltaf dáðst af Bellamy, hann er virkileg fyrirmynd fyrir ungu strákana, því annan eins eldmóð og keppnisskap hef ég bara ekki séð í Liverpool síðan jaaa, þegar hann var þar síðast..

  Takk fyrir mig, þessi leikur gefur samt sem áður góð fyrirheit um nýja árið..

  YNWA 

 58. @62 ég held að þú sért að tala bull ! Getur ekki gert mér greiða og útskýrt fyrir mér af hverju Spearing, sem btw átti hrikalega fínan leik í dag, átti að fá rautt spjald? Þetta svar “þeir sem vilja sjá það sáu það hinir ekki” er tómt rusl.

   

 59. Góður leikur og sæt 3 stig gaman að sjá svartsýnismennina brosa og koma með jákvæð comment 🙂

  YNWA ! 

 60. Sáttur aftur daginn eftir.
  Downing karlinn og sendingarnar hans eru eitthvað sem við getum rætt.  Hins vegar viðurkenni ég það að ég vona að með innkomu Gerrard fáum við að sjá hann oftar á vinstri kantinum.  Ég skil alveg að hann sé settur á hægri kantinn því hann er ágætur með hægri.  Það held ég að sé þó ekki framtíðarhlutverk hans stöðugt og stanslaust.  Hjá Aston Villa svissuðu hann og Ashley Young mikið milli kanta en okkur vantar ennþá slíka týpu af leikmanni og þess vegna vildi Kenny kaupa þá báða.
  Maxi er ekki slík týpa, hann er einmitt betri á “öfugum” kanti og er ekki vængmaður sem heldur breytt og sendir krossa í teiginn.
  Ég vill fá svoleiðis mann, verst að þeir eru ekki margir á lausu.  Ég myndi vilja sjá Ribery en veit að það er vonlaust.  Adam Johnson var annað nafn sem væntanlega kemur ekki.  Ég var skotinn í Hazard en mér sýnist hann ætla í hærri launadeild en við munum borga.
  Endilega hjálpið mér með hugmyndir að kantmanni sem gerir líkt og Downing, tekur bakverði á og krossar inn í teiginn á “réttum” kanti og er öflugur skotmaður á “öfugum”.
  Hoilett og Sinclair eru efnilegir og ég græt ekki að kaupa þá, en myndi vilja fá einn sem er TILBÚINN í slaginn…

 61. Leikurinn gjörbreyttist auðvitað með innkomu kafteinsins. Liðin voru að vissu leyti áþekk fyrir það þótt okkar menn hafi verið meira með boltann. Tek undir það sem sagt hefur verið hér að framan, munurinn á Adam og Gerrard er verulegur.

  Spearing kom mér annars á óvart og Bellamy var frábær. Ég held líka að Carroll sé að koma til, hann á eftir að stíga upp. 

 62. Spearing var maður leiksins að mínu mati, ekki spurning – hann var frábær og bjargaði Adam frá því að vera skelfilegur þessar 60 mín sem hann var inná vellinum.

 63. Það er ótrúlegt hvað einn maður getur verið mikilvægur eins og Gerrard, vonandi getur hann haldið áfram án meiðsla. Hann er okkur allt sem foringi á vellinum.
   
  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

Byrjunarliðið komið

Áramótauppgjör Kop.is