Opinn þráður – Tölfræði

Þetta er opinn þráður, en ég læt fylgja með nokkrar vangaveltur um stöðu liðsins í deildinni það sem af er.

Í dag er sunnudagur. Það er vika í næsta leik gegn Aston Villa (ú). Í dag unnu Stoke sigur á Tottenham, sem eru góðar fréttir fyrir okkur. Eftir helgina er staðan í deildinni því þessi:

Þetta er ekki alslæmt. Við erum 5 stigum á eftir Tottenham í 3. sætinu, 3 stigum á eftir Arsenal í 4. sætinu og 2 stigum á eftir Chelsea í 5. sætinu. Tottenham og Chelsea eiga þó leiki til góða, en Chelsea fá Man City í heimsókn á morgun.

Hér er áhugaverð tölfræði eftir leikinn í gær:

Jamie Carragher byrjaði fyrstu 9 deildarleiki liðsins í hjarta varnarinnar. Í þeim leikjum fékk liðið á sig 10 mörk og hélt aðeins 2 sinnum hreinu marki. Síðan hann meiddist og missti sæti sitt í liðinu hafa Martin Skrtel og Daniel Agger spilað 6 deildarleiki saman sem miðvarðarpar. Í þeim 6 leikjum hefur liðið fengið á sig 3 mörk, aldrei meira en 1 í leik, og haldið 3 sinnum hreinu marki.

Tottenham-tapið skekkir þetta að sjálfsögðu. Í 19 leikjum í öllum keppnum er það eini leikurinn þar sem liðið fékk á sig fleiri en 1 mark og það gerðist bara eftir að okkar menn höfðu misst tvo menn útaf með rautt. En það breytir því ekki að í 9 deildarleikjum með Carra í vörninni hélt liðið bara tvisvar hreinu, en í 6 leikjum með Skrtel/Agger hefur liðið haldið hreinu í þremur leikjum, eða helmingi leikja. Það er framför.

Á hinn bóginn hefur liðið aðeins skorað 18 mörk í 15 deildarleikjum, sem er allt of lítið eins og hefur áður verið tíundað á þessari síðu. Suarez (5), Adam (2) og Carroll (2) eru þeir einu sem hafa skorað fleiri en eitt mark, sem er skelfilega lélegt.

Markatalan í tapleikjum Liverpool (1-0 gegn Stoke og Fulham, 4-0 gegn Tottenham) er 0-6. Markatalan í hinum 12 leikjunum er 18-7. Heildarmarkatalan er 18-13. Það gera 1,2 mörk skoruð að meðaltali í leik, 0,87 mörk fengin á okkur. Frábær vörn, skelfileg sókn.

Liðið hefur unnið þrjá deildarleiki með einu marki, fjóra leiki með tveimur mörkum og aðeins einu sinni skorað fleiri en tvö mörk í leik í deildinni í vetur, gegn Bolton heima í september.

Okkar menn hafa, ásamt Man City (þeir í einum leik færra) fengið á sig fæst mörk í deildinni. Hins vegar hafa 8 lið skorað færri mörk en við, þannig að við erum í neðri hluta deildarinnar þar.

Að mínu mati er hægt að lesa augljósa niðurstöðu úr þessu: liðið sem við héldum að væri sveiflukennt er það í raun ekki. Liðið hefur unnið fjóra leiki í Deildarbikar og verið mjög sterkt og skipulagt í deildarleikjum.

Þetta lið skorar hins vegar ekki mörk. Suarez er að skora að mínu mati of lítið, og hann er samt langmarkahæstur með 5 mörk í deildinni, allir aðrir með 2 eða minna.

Vandamálið er augljóst. Að mínu mati hafa sóknarmenn liðsins núna fjóra leiki fram að áramótum til að sannfæra Kenny Dalglish um hið gagnstæða – annars trúi ég ekki öðru en að það verði leitað að a.m.k. einum sóknarmanni í janúar.

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem ykkur sýnist. Hver er lausnin á markaþurrð liðsins?

94 Comments

  1.  Hvað segir það okkur að Liverpool ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldinu hjá Spearing ? Jú að þetta var réttur dómur, þar hafið þið það, þeir sem héldu að þetta væri ekki rautt.

  2. Horfði á Stoke – Tottenham og vá hvað dómarar í þessarri blessuð deild eru á pari við dómara í 4.deild á Íslandi.
    Tottenham átti að fá 3 víti í heildina, Adebayor skorar löglegt mark en dæmt af. Kaboul fær seinna gula þegar stungusending kemur inn fyrir vörnina hjá Tottenham og Stoke leikmaðurinn kláralega rangstæður.
    Ég er púllari en þessi dómgæsla, hvort sem er hjá LFC eða öðrum liðum er til háborinnar skammar.
    kv,
    Jolli

  3. Held að lausnin á markaþurrð Liverpool gæti allt eins verið skapandi sóknarsinnaður miðjumaður, frekar en “línupotari” til að standa inni í teig og gera ekkert annað. 

    Myndi frekar vilja Van der Vaart týpu heldur en Darren Bent.

  4. Flottur og skemmtilegur pistill..

    En ég held að það sé númer 1,2 og 3 í janúar að kaupa framherja sem er þessi týpíski frammherji, semsagt meistari í að pota inn mörkum og svo framvegis.
    Því ef við erum með þannig mann með Suarez frammi þá erum við að fara að skora slatta, Suarez er náttúrlega meistari að búa til svakalega hluti úr engu og þá ef hann klárar ekki þá kemur potarinn okkar inn í málið.

    Þá kannski ýtir það líka aðeins í Carroll og vonandi að hann hrökkvi líka í gang og að við verðum með 2 valkosti sem eru að skora með Suarez frammi. 

  5. Gisli Oskars við vöðum i færum allan leikinn og skjotum i stöng og markverðrnir hja hinu liðinu eiga það til að verja a otrulegan hatt. Nei okkur vantar ekki fleiri miðjumenn, okkur vantar einhverjum sem getur potað þessu inn.

  6. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir hversu óraunverulegt þetta er, en mig langar fáránlega mikið í Edison Cavani. Það væri geðveikt að hafa þá saman frammi úrúgvæana. Eða þá að fá David Villa, veit það er ennþá óraunverulegra en Cavani, en hann er ekki lengur byrjunaliðsmaður hjá Barca, afhverju ekki að reyna við hann. Svo er það þriðji óraunverulegi kosturinn Higuin hjá Real að sama skapi og Villa er hann dottinn út úr starting hjá sínu liði

    Svo er nokkuð raunverulegurkostur, sem mér finnst vera spennandi en það er Soldado hjá Valencia, hann er búinn að vera að skora á fulla fyrir Valencia bæði í deild og í evrópu.

    Svo til þess að leisa Lucasar málið, þá held ég að besta lausnin væri að reyna að fá Diarra eða Keita að láni, vill helst ekki vera að kaupa leikmann í stöðuna sem Lucas er búinn að eigna sér.

    YNWA

     

  7. 1# 
    Það hefur bara yfirleitt verið raunin að dómarnir yfirleitt standa eða eru þyngdir. Ekki áhættunnar virði. 
     
    Varðandi markaþurrðina þá finnst mér oft á tíðum eins og leikmenn séu farnir að spila líkt og Arsenal þar sem það á að spila boltanum inn. Færin verða erfið og markmenn andstæðinga lýta oft betur út fyrir vikið og fá aukið sjálfstraust. En það er klárt að okkur vantar Fowler, Torres, Owen týpu ásamt því að sóknarmenn okkar þurfa aðeins að finna fjölina. Það er klárt mál að Carroll er ekki svona slakur eins og umfjöllunin og tölfræðin gefur til kynna.
     
    Hér má svo sjá snillingana á .net í sinni bestu mynd í fyrirsögnum
    Stoke-Tottenham
    England: Ömurleg dómgæsla þegar Stoke vann Tottenham
    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118606
     
    Fulham-Liverpool
    England: Friend og Reina með slæm mistök í tapi Liverpool
    http://fotbolti.net/fullStory.php?id=118359

  8. Ási – En hversu góð eru færin? Hversu góð eru skotin sem leikmennirnir eiga á markið? Gengur ekki að búa til lélegt færi og kvarta svo þegar boltinn fer ekki inn.

    Ef að Dalglish vill nota potara í liðinu sínu af hverju er Kuyt ekki alltaf frammi inni í teig að bíða eftir boltanum? Hann virðist eiga það til að vera réttur maður á réttum stað. En ég held að ef Suarez hefur einhvern með sér sem getur búið til færi, þá fari hann að skora meira. Hann býr til nánast öll sín marktækifæri sjálfur, en er ekki endalega í góðri stöðu til að skjóta(sjáið bara fyrir hálfleikinn á móti QPR t.d.).
     

  9. Vandamálið er held ég alls ekki það að miðjan sé ekki nógu skapandi. Við höfum verið að sjá tölfræði reglulega í haust/vetur um að liðið sé að skapa flest færi liða í deildinni eða með bestu liðum en þau eru bara ekki að nýtast. Dirk Kuyt bjó t.d. til 6 færi í leiknum í gær, þau nýttust ekki, og liðið fékk næstum því 20 hornspyrnur án þess að skila nokkru einasta skoti á markið.

    Sjá t.d. þetta Tíst frá Andrew Beasley:

    Jose Enrique created 30 chances in the whole of last season for Newcastle; he has already created 23 this year for Liverpool (via )

    Vandamálið er ekki sköpun færa. Við erum hins vegar að setja þessi færi út á bílastæði … eða í tréverkið. Okkur vantar drápseðlið. Í gær horfði ég á Barcelona fá svona 5-6 færi gegn Real Madrid og skora þrjú mörk. Munurinn á liðunum í þetta sinn var nýting færa. Þetta er að koma fyrir okkar menn aftur og aftur og aftur í vetur.

    Drápseðlið er það sem vantar.

  10. Kristján Atli – Gallin við tölfræðina er að hún sýnir ekki mun á góðum færum og slæmum færum. Veit ekki hvernig/hvað er talið í þessari tölfræði sem þú ert að vitna í þarna, en krossarnir frá Enrique í Fulham leiknum voru allir eins, fljótandi hægir og háir með Suarez inni í teig á móti Hangeland …. engin ógn þar á ferð. 

  11. Að vissu leyti er ég sammála #3 og #8 að því leyti að það vanti skapandi miðjumann/kantmann í liðið en það eru nú einu sinni tveir þannig með samning við liverpool, Gerrard og Aquilani. Annar þeirra kemur aldrei til með að spila aftur fyrir félagið og hinn virðist eiga erfitt með að haldast heill. 

    Ástæðan fyrir því að ég myndi vilja sjá svona david silva/mata/modric týpu af leikmanni er til þess að gefa suarez meira pláss og dreifa þannig ábyrgðinni í sóknarleiknum. Að mínu mati hefur bellamy og svo Adam inn á milli verið að taka einna mesta ábyrgð í sóknarleiknum með Suarez. Kuyt hefur ekki fundið sig en aftur á móti held ég að hann eigi frekar að nýtast núna sem striker/potari heldur en kantmaður. Maxi dúkkar upp og skorar reglulega þegar hann fær að spila en menn eins og henderson, downing og carroll hefur ekki komið nógu mikið út úr. 

    Ég hef það á tilfinningunni að ef við værum með Gerrard heilan eða þessa leikstjórnanda týpu framarlega á miðjunni eða kantinum sem geta tekið menn á, eru góðir í að finna réttu sendingarnar á réttum tíma og skora reglulega myndu leikmenn eins og downing, henderson, carroll og kuyt nýtast betur. Því allt eru þetta leikmenn sem eru góðir að mínu mati, duglegir og fylgnir sér en vantar sjálfstraust og hafa ýmist ekki hraðann eða nægilega góða boltameðferð í að taka menn á.

    Vonandi leysist þetta með því að Gerrard komi til baka og haldist heill og þá er hægt að setja allt púður í að finna góðan klárara sem verður samt síður en svo auðvelt í janúar. Því að helst myndi maður vilja sjá skapandi leikstjórnanda/kantmann keyptan, góðan klárara og varnarsinnaðan miðjumann í stað lucas.

    Hef þó trú á því að Daglish og hans menn viti upp á hár hvað þarf upp á, að minnsta kosti betur en ég sem sé bara leiki en engar æfingar með þessum gaurum!

    En eitt er víst, það er orðið þreytandi að sjá boltann rúlla fram hjá fjærstönginni án þess að það komi einhver og reki stórutánna í helvítið og komi honum yfir línuna! 

  12. Sammála Ása með það að ábyrgðin fyrir því að skora mörk liggur alls ekki öll á Suarez/Carroll. Miðjumennirnir og kantararnir eru ekki að standa sig í því.

  13. Svarið er einfalt, Gerrard er á leiðinni og verður vonandi í formi lífins um áramótin.

  14. Jolli mér langar bara að láta þig vita að það eru bara 3 deildir á Íslandi

  15. Fínar pælingar. Ég held að King Kenny sjái hið augljósa. Spurningin er bara hverjir eru á lausu í janúar. Við munum kaupa ef tækifæri gefst en ég hef ekki trú á 20+ milljónum núna.

    Ég hefði viljað sjá Carrol spila 5-6 leiki í kerfinu 4-2-3-1 með Maxi / Kuyt / Suarez / Downing / Bellamy fyrir aftan. Ég held að með vinnuhesta fyrir aftan sig geti hann farið að setja’ann. Mér finnst allavega ansi vont að afskrifa 35 milljón punda mann eftir ekki fleiri leiki.

  16. Nýjir þjálfarar sem koma inn í vængbrotin lið byrja oft að laga varnarleik liðsins áður en farið er í sóknarleikinn. Varnarleikurinn er orðinn virkilega góður, núna verður lagt kapp á að gera sóknarleikinn betri. Miðað við hvernig þeim hefur tekist með varnarleikinn, þá get ég ekki beðið þangað til í febrúar-mars, eftir að við höfum fjárfest í 1-2 sóknarþekjandi leikmönnum og komið þeim inní leikkerfið.

    Framfarirnar síðan Kóngurinn tók við eru svakalegar, ef svona vel gengur áfram þá verður þetta lið í alvöru toppbáráttu á næsta tímabili. 

  17. Þegar Steven Gerrard kemur til baka mætir til leiks maður sem er sífellt að búa til vesen fyrir andstæðinginn, plús það að hann skorar 10+ á hverju tímabili.
    Hvað varðar Herra Liverpool þá grunar mig að hann muni ekki koma inn í liðið aftur nema Agger meiðist, og samt er það ekki öruggt því að Coates hlítur að vera farinn að þrýsta á þá stöðu.
     
    Flott samantekt K.A.R.

  18. Opinn þráður – smá leikmannaslúður:

    Gaston Ramirez í Janúar?
    Ramirez has been watched by Liverpool scouts on a number of occasions and are hopeful that the likes of Luis Suarez and Sebastien Coates, both international team-mates of Ramirez, can convince the midfielder to choose a move to Anfield.  

    og …
    Liverpool are looking to move for Real Soceidad defender Inigo Martinez, according to The People.
    After several scouting trips to watch the 20-year-old the club are ready to splash out on the defender.
    The fee being linked with Martinez is around £20 million, however Liverpool could be forced to pay more

  19. #10 alveg sammála þér, menn virðast ekki gera greinarmun á hvernig færi er verið að skapa. jú mörg færa liðsins eru góð, en of mörg eru erfið, ef vitnað er td í barca þá eru mörg færi hjá þeim þannig að meðal leikmaður ætti erfitt með að klúðra þeim, eins og td skallamarkið hjá fabregas sem var frábærlega skapað… Færi og færi er ekki sami hluturinn, en það vantar einvern ref í boxið hjá liðinu það er klárt mál líka. 

  20. Hvernig þótti mönnum Henderson leysa djúpu stöðuna á miðjunni? Ég var ánægður með hann, mér fannst öftustu 4 mun berskjaldaðri með Spearing fyrir framan en Henderson.

  21. Sammála Royal með Henderson. Hann er vanmetinn og á helst að spila á miðjunni en ekki út á kanti.
     
    Er ég eini maðurinn sem hef áhyggjur af því að ástæðan fyrir áherslu Dalglish á að kaupa miðjumenn stafi af því að það eru litlar líkur á að Gerrard verði heill aftur?
     
    Vona að áhyggjur mínar séu úr lausu lofti gripnar.
     
    Liðið er í stórkostlegri framför en það vantar sjálfstraust fyrir framan markið. Það er sama hvað dúd er í marki andstæðingana hann á alltaf leik lífs síns gegn okkur.
    Hver er þessi QPR markmaður sem varði allt í gær? Ég heyrði að hann keyrði vanalega rútuna hjá þeim.
     
    Trúi því að í desember muni flóðgáttirnar opnast og þessir leikmenn sem geta skorað; Carroll, Bellamy, Suarez, Henderson, Kuyt, Downing, Adam, Johnson, Agger, Maxi ofl muni hleypa af byssunum í leik sem vinnst stórt.

    Næstu kaup vona ég að verði í alvöru kantmanni.
     
    Eden Hazard takk fyrir http://www.youtube.com/watch?v=lNGr9KUpPdI
     

  22. Já ég þykist sjá eitthvað stórkostlegt við Henderson væri til í að hafa hann jafnoft í byrjunarliði og Adam.Ég hef það á tilfinningunni að Carrol detti í gang í næstu leikjum.Efast um þá taktík að kaupa góðan sóknarmann að við það þá eigi Carrol eftir að tvíeflast.Það sést þegar hann spilar alla vega nýverið að hann leggur sig allan fram.Einnig að honum er uppálagt að vinna til baka sem er bara fínt en við það er hann fljótur með allt púðrið verður hálfsleðalegur í hreyfingum.Ég er ekki að afskrifa hann ég held að hann eigi eftir að finna fjölina sína en það sést á honum að hann var í afar slæmu líkamlegu formi þegar tímabilið byrjaði en virðist vera að komast í form núna.Varðandi Suares þá hefur hann verið ótrúlega góður og þessi óheppni fyrir framan markið getur ekki haldið svona áfram .ÁFRAM LIVERPOOL

  23. Henda Carroll til baka til Newcastle og fá Demba Ba í staðinn. Það þarf að kaupa varnarmiðjumann, ekki nóg að hafa bara Lucas. Þarf að hafa breidd í öllum stöðum, það er klárt. Diarra er kannski besti kosturinn, þarf ekki að vera svo dýr og hefur reynslu af enska auk þess að vera hörku góður.

    Maður er mjög ánægður með vörnina, miðað við tölfræðina en veiki hlekkurinn er Johnson. En annars fín breidd og þarf lítið að pæla að breyta einhverju þar. Ég vona að það verði keyptir 3 í janúar. Varnarmiðjumann, kantara og sóknarmann.

    Aðeins smá röfl um Carroll. Mér finnst hann brandari, miðað við getu og upphæðina sem hann var keyptur á þá er þetta bara einn stór brandari. Það er auðveldlega hægt að telja upp 8-10 sóknarmenn utan stóru liðanna í EPL sem Liverpool gæti notað frekar en 35m flopp. Eins og staðan er í dag er hann (ásamt Downing) algjört flopp. Að mínu mati gætu eftirfarandi leikmenn verið í stað Carroll; Crouch og Walters(Stoke), Demba Ba(Newc.), Bent og Agbolnahor(A.Villa), Zamora(Fulham), Yakubu(Blackburn), Fletcher(Wolves), Bendtner(Sunderland). Já, þessi Flecher meira að segja væri betri kostur en Carroll. Kenny og Comoli gjörsamlega skutu sig í fótinn með þessi kaup á Carroll.

  24. Þessi ummæli tigon dæma sig sjálf, Yakubu, Bendtner? Eru menn byrjaðir á jólaglögginu? Gefum manninum smá séns..

  25. slagur #24 carrolinn þarf bara smá tíma í viðbót hef fulla trú á honum og held að hann komi sterkur inn um leið og Suarez fer í leikbann.. annars skal ég éta úldinn hestaskít.. hann á eftir að skila sínu.. það vantar bara smá upp á sjálfstraustið.. það er örugglega ekki auðveldt að koma sem “stjarna” og vera svo bara í skugganum á Suarez.. og það sama um downing hvað eru menn að drulla yfir hann? hann er að dæla boltanum inn í teig en viiið höfum verið of óheppnir eða já bara of lélégir í að klára helvítis færinn.. nefni t.d. Carroll greyið á móti svönunum og suarez á móti qpr í gær.. fékk alveg frían skalla í byrjun leiks eftir snilldar fyrirgjöf frá downing…
     

  26. Downing er með 4.5 stoðsendingar að meðaltali í deild og 3.5 mörk frá því hann byrjaði að spila af alvöru í ensku deildinni.. eru það tölur 20 milljón punda kantmanns ?  messan tilnefndi hann sem top 10 flop leikmann það sem af er deildar , og það getur enginn mótmælt því hjá kantmanni með þennan verðmiða með 0 mörk og 0 stoðsendingar í þetta mörgum leikjum. til að réttlæta þennan verðmiða þá þarf hann að skila helmingi betri tölum í mörkum og stoðsendingum en meðaltalið hans er , líklegt ? veit ekki , efast um það. klárar lámarkskröfur á kantmann með þennan verðmiða eru amk í kringum 10-12 stoðsendingar og 8-10 mörk, vonandi nær hann því þó. 

  27. Jolli mér langar bara að láta þig vita að það eru bara 3 deildir á Íslandi

    ——
    Deildirnar eru reyndar fjórar, þó engin þeirra heiti fjórða deild

  28. Mér finnst Downing ótrulega fyrirsjáanlegur leikmaður sem hefur samt gæði, en takmaður í leik og hreyfingum. Hefur ekki getað neitt síðan hann kom, sem er skrítið.

  29. Ég vil fá Torres aftur heim í janúar. Þó að hann sé búinn að vera skelfilegur hjá chelsea vitum við allir hvað hann er hrikalega hæfileikaríkur, það þarf bara að laga aðeins til í hausnum á honum!

    Myndum bæði bjarga ferlinum hans og leysa markaskorunar vandamál okkar!

  30. Þvílík kaup í Jose Enrique. Klárlegu bestu kaup síðasta sumars að mínu mati!

  31. Hvað er boltinn búinn að fara oft í tréverkið það sem af er tímabili, er það ekki komið í einhverja fáranlega tölu, það er ekki hægt að segja að heppnin hafi sérstaklega verið með okkur, svo hafa nú markmenn andstæðingana oft á tíðum átt heimsklassamarkvörslur, t.d. Vorm og Cerny.

    En það er samt staðreynd að okkur vantar markaskorara, Kuyt hefur verið vanur að setja 12-15, hann hefur ekkert sett, maður bjóst við 5-8 mörkum frá Downing á tímabilinu a.m.k en hann er ekki kominn á blað. Gerrard hefur verið fjarri góðu gamni, en væri alla jafna kominn með allavega 5-6 deildarmörk og með Gerrard í liðinu væri Suarez örugglega búinn að skora meira. Ég væri alveg til í eitt stykki Cavani eða Pato

    Warnock er svo maður helgarinnar! 

  32. @ 2

    Ja Tottenham hefur svo sannarlega astædu til ad kvarta yfir domaranum….Algjør brandari…

  33. Ég held að mikilvægast sé að greina á milli þeirra sem hafa verið að standa sig ágætlega í sókninni og vinna útfrá þeim. Það er nefninlega ekki alveg sanngjarnt að segja að sóknarmennirnir hafi bara verið lélegir, að þeir þurfi að æfa grunnatriðin, fá sjálfstraust, horfa á spólur með Ian Rush os.frv. Sumir hafa bara verið mjög fínir hingað til. Bellamy er t.a.m. með 2 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum það sem af er, í aðeins 5 leikjum sem byrjunarliðsmaður (mark og stoðsending í 3 deildarleikjum). Maxi er síðan með 3 mörk og stoðsendingu í 6 byrjunarliðsleikjum sem er mjög gott fyrir mann í hans stöðu. Sömuleiðis Adam sem er búinn að búa til fullt af mörkum, nú síðast sigurmarkið gegn QPR.

    Aðrir leikmenn hafa hinsvegar ekki staðið undir væntingum. Kuyt er búinn að vera dálítið úr formi sóknarlega og Carroll er náttúrulega eins og hann er. Verstur er hinsvegar Stuart Downing sem mér finnst ekki fá nægjanlegt umtal. Hann er núna búinn að spila 16 leiki í öllum keppnum, þar af 13 sem byrjunarliðsmaður, og hann á ennþá eftir að eiga þátt í marki. Samt hefur hann nánast bara sóknarhlutverk, hann er varnarlega síðri en bæði Kuyt og Maxi. Enrique, sem spilar fyrir aftan hann, er kominn með tvær stoðsendingar og þrír af varnarmönnum liðsins hafa skorað. Þetta er ein versta byrjun leikmanns Liverpool sem ég man eftir og stefnir hreinlega í eitthvað El Hadji Diouf dæmi.

    Liðið þarf því fyrst og fremst að bæta vængspilið ef það ætlar að fara að setja einhver mörk.

  34. Hver er lausnin á markaþurrð liðsins?

    Sjálfstraust. Færin/skotin vantar ekki. Það vantar bara að þau fari inn. Ef menn geta skapað þessi færi sem eru að fara í slá, stöng og markverði, þá geta þeir klárað þau. Það þarf einn leik þar sem allt smellur og markvörður andstæðinganna á ekki besta leik ferilsins og þá brestur þessi stífla.

    Þá má líka athuga hvort þessi góða vörn komi að einhverju leyti á kostnað sóknarinnar (að miðjumenn séu of passífir kannski), ef maður ber þetta til dæmis saman við Tottenham, sem eru að raða inn mörkum en fá þau líka á sig.
    Þeir eru með tvo varnarsinnaða leikmenn í liðinu, hafsenta sem yfirleitt eru samt sóknarlega þenkjandi(halda boltanum niðri og spila stutt). Annars eru þeir með sóknarbakverði, djúpan miðjumann sem tekur mikinn þátt í spili, mjög sóknarsinnaða kantmenn, tvo sóknarmiðjumenn og striker.

    Þó að vanadamálin okkar mætti leysa án þess að kaupa, þá held ég að það sé mikilvægt að kaupa sóknarmann og/eða miðjumann í janúar, þó það sé ekki nema bara fyrir breidd og samkeppni um stöður.

  35. Menn geta gleymt Cavani og Lavezzi hjá Napoli. Þeir eru enn í Meistaradeildinni og í toppbaráttu Serie A, þannig að það lið mun frekar styrkja sig en selja í janúar. Ekki séns að fá leikmenn þaðan í janúar.

    Annars get ég ekki annað en tekið undir með Messunni. Enskur landsliðskantmaður sem kostar 18.5m punda og hefur á tæplega hálfu tímabili afrekað 0 mörk og 0 stoðsendingar, og misst örugga sæti sitt í byrjunarliðinu, er eitt af floppum ársins. Því miður. Downing getur og á að gera miklu betur.

  36. Æ, það er nú alltaf hægt að nota tölfræði til að sýna fram á allt. Ég veit ekki hvernig er hægt að kenna Downing um að vera ekki kominn með stoðsendingu þegar maður horfir á þetta: http://watchhighlightsonline.blogspot.com/2011/11/video-carroll-miss-vs-swansea-what-miss.html

    Svo er það með sláar- og stangarskotin eins og þetta: http://www.youtube.com/watch?v=WdhCYZS9N8k
    Sögðu þeir ekki í Messunni að hann sé búinn að eiga 3 skot í tréverkið, fleiri en nokkur annar í deildinni.

    Held það sé nú engin spurning að það er bara tímaspursmál hvenær þessi tölfræði dettur inn. Hins vegar get ég alveg tekið undir það að Downing hefur ekki alveg staðið undir væntingum en ég er ekki alveg tilbúinn til að kvitta upp á það enn þá að hann eigi eftir að vera flokkaður sem eitt af floppum ársins.
     

  37. Það er mikið í lagi að taka Downing með sem eitt af floppum tímabilsins það sem af er þó ég hafi ekkert sérstakar áhyggjur af honum. Vona allavega að hann komi til. Er samt ekki sammála þeim að vilja kannski hafa Henderson þarna líka, það er leikmaður sem hefur verið að vaxa mikið leik frá leik og er alls ekkert flopp hjá okkur núna. Það er ekki tilviljun að hann er oftar en ekki í byrjunarliðinu jafnvel þó hann fái ekki alltaf að spila sína bestu stöðu.

    Annars er #16 alveg með þetta því miður. Fyrsta verk þegar nýr stjóri kemur inn í lið eins og okkar fyrir ári síðan er að þétta vörnina og skrúfa fyrir mörk fengin á sig. Að því loknu er hægt að færa sig framan á völlinn og mér hefur fundist Liverpool liðið í mótun á þessum tímabili og sé það ekki breytast mikið á þessu tímabili. Því miður, enda hundfúlt að vera sífellt með lið í mótun, það er samt bara erfitt að sjá þetta öðruvísi eftir veru Gillett og Hicks hjá félaginu og óraunhæft að búast við að liðið fari úr 7.sæti og beint í toppbaráttuna m.v. samkeppnina í þessari deild.

    Með svipaðri uppbyggingu í janúar og næsta sumar þá sé ég þetta lið alveg geta farið að blanda sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. 

    ATH það að toppbarátta sé óraunhæf er ekki það sama og útilokað, liðið er alls ekki svo langt að baki toppliðunum og það er hreint ótrúlegt að horfa á liðið undanfarið, 16 skot í ramman á markinu, klúðruð víti og mýmargar markvörslur sem eiga bara að enda í netinu, þarna liggja fullt af stigum sem vel á að vera hægt að bæta. 

  38. Lausnin markaþurrðinni er nýr framherji, og minn draumur væri Mario Gomes. Svakaleg markamaskína þar á ferð. Hinsvegar er hæpið að hann vilji koma til okkar á þessu stigi, þar sem Bayern eru í toppbaráttu í Þýskalandi og eru í 16 úrslitum í CL. Mér skilst þó að Liverpool hafi spurst fyrir um hann sumarið 2010 þegar framtíðin var ekki beint björt, og þá hafi hann verið spenntur fyrir því að koma, en Bayern vildu ekki sleppa honum. Það gæti því vel verið að hann hefði áhuga á að breyta til og koma til Liverpool, en Bayern eru þó ekki að fara að sleppa honum í janúar. Þetta er mál sem mætti skoða í sumar. Mario Gomes í því formi sem hann hefur verið undanfarið myndi líklega lyfta okkur úr baráttunni um fjórða sætið upp í toppbaráttuna.

  39. Babú (#40) segir:

    Vona allavega að hann komi til. Er samt ekki sammála þeim að vilja kannski hafa Henderson þarna líka, það er leikmaður sem hefur verið að vaxa mikið leik frá leik og er alls ekkert flopp hjá okkur núna.,

    Ég sá ekki Messuna í gær. Voru þeir með Henderson á þessum lista líka? Það er galið. Downing skil ég og eins Carroll, en aðrir leikmenn keyptir til Liverpool árið 2011 eiga ekki að vera nálægt neinum listum yfir Flopp Ársins. Ef þeir telja Henderson gjaldgengan hafa þeir ekki horft mikið á Liverpool í haust/vetur.

  40. Henderson var ekki á listanum en hins vegar vildi gesturinn þeirra, Guðjón Baldvinsson, bæta honum á listann.

  41. Vá hvað netheimar myndu loga í gær/dag ef þetta hefði verið Suarez en ekki Modric sem fiskaði vítaspyrnuna í gær !

  42. Það eina sem þarf til þess að laga sóknarleik LFC er það að Stevie G komist á skrið. Spili leik eftir leik og meiðist ekki meira á tímabilinu. Hann er kóngurinn á Anfield í dag og hann þarf að fara að haldast heill og geri hann það er 4.sætið öruggt. Hann er að fara skora góð 10 mörk það sem eftir er ef hann helst heill og hann er maðurinn sem mun fóðra Suarez hressilega. Hann er lausnin á sóknarvandræðum okkar í dag. Adam og Henderson á miðjunni. Bellamy,Maxi og Downing að skiptast á vængjunum með Gerrard í holunni fyrir aftan Suarez. Vörnin áfram óbreytt og að sjálfsögðu Pepe í búrinu. Þá byrjar LFC vélin að malla og mun malla mjög vel þar til í maí.

  43. #44 Mikið er ég sammála. Eftir að hafa lesið um leikinn þá fannst mannni úrslitin ósanngjörn fyrir Tottenham enn þegar ég sá “vítið” þá var það bara gjöf og fyrirsagnirnar væru feitleitraðar “cheat” ef Suarez hefði fengið þetta víti.

  44. Ég held að það sé nánast öruggt að við reynum að fá striker og einn djúpan á miðjuna, ég væri til í Keita á láni til þess að byrja með og síðan veit ég ekki alveg hvaða möguleika við eigum varðandi að kaupa striker.. Auðvitað væri frábært að fá David Villa en ég held að það sé ekki að fera að gerast..

    Okkur vantar potara eins og Darren Bent..

  45. # 45 sjell hvað hann væri perfect reaplaement fyrir hann Lucas vá sko, ég meina hvað var hann með margar tæklingar í þessu video og það allar geðveikar, hann er vinnusamur snöggur og rólegur á boltan til að finna sendingar.

  46. Ég myndi segja að Warnock sé allt í einu orðinn besti vinur Liverpool.  Maðurinn dýrkar Suarez og gjörsamlega þolir ekki þessa gagnrýni á Suarez.  Ásamt að maðurinn ber mikla virðingu fyrir King Kenny.  Svo spurning í ljósi ný afstaðinnar afrýjunar hjá FA á banni Rooney hvort Liverpool ætti ekki að áfrýja á sömu rökum með Spearing.  Þetta væri Dalglish að kenna því hann átti að vera búinn að taka hann útaf?  Er ekki FA búið að setja fordæmið?

  47. Markvörður QPR í liði vikunnar.
    Í hvaða skipti ætli andstæðingur Liverpool eigi slíkan fulltrúa ? 

  48. #53 reyndar tekur þessi tafla ekki úrslit helgarinnar með í reikninginn þannig að Liverpool væri sennilega með stigi meira en núna ef þetta væri raunin.

  49. #25
    Ertu að reyna að segja mér að Carroll sé betri striker en Yakubu? Ertu kominn í jóla-sveppina eða hvað?:-)
    Þetta eru þeir leikmenn utan stóru liðanna í EPL sem ég tel vera betri kost en þennan flækjufót eins og ég kýs að kalla Carroll kallinn. Bara mín skoðun nota bene. Svo er hægt að fara í aðrar deildir víðs vegar um heiminn og finna 50-80 betri og ódýrari sóknarmenn en A.C.

  50. Iker Munain á minn disk!

    Sáuði Evrópumótið síðasta sumar? Hann var líklegast besti maður Spánar á því móti.

    Pínulítill og fljótur með spænska hugarfarið og kann fótbolta.

    og hann er fæddur 1992…

    Hann fékk hin eftirsóttu “Breakthrough Player” verðlaun í La Liga á síðasta tímabili.

    Ef þetta er ekki leikmaður sem er framtíðarstjarna þá veit ég ekki hvað… 

  51. Sælir félagar
     
    Ég er sæll og sáttur með sigurinn á laugardaginn og ekki meira um það.  Ég hefi áður sagt að ég væri að missa þolinmæðina gagnvart Carroll.  En reyndin er sú að ég hefi trú á stráknum og hefði viljað sjá hann í boxinu í þeim 20 hornspyrnum sem við fengum á laugardaginn.  Hann er ekki nema 22 ára og á eftir að koma sterkur inn. 
    Hvað kaup varðar í janúar er það að segja að erfitt er að fá góða menn á þeim tíma nema fyrir svakalegar upphæðir.  Væri þó til í þennan Reges miðað við vídóið af kauða.  Frábær tæklari og fínn á boltanum.  Ég er ekki viss um hvaða sóknarmann við þurfum en miðað við færin sem framlínan er að búa til hlýtur markaskorun að fara að detta inn í haugum.  Annað er ótrúlegt.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  52. Erum við nokkuð að fara að kaupa menn í janúar ? Það kæmi mér allavegana ekkert á óvart ef við keyptum ekki neinn. Það er varla hægt að réttlæta einhverju peningaaustur í janúarglugganum nema að okkur býðst eitthvað alveg spes, Suarez II td

    Ég held að við leysum okkar mál með núverandi mannskap, tökum svo annað skref næsta sumar, þegar alvöru reynsla er komin á hópinn.

  53. Striker í janúar er bara möst.. verðum að eiga allaveganna einn auka sem er baneitraður þá þurfa menn að berjast fyrir sætinu þarna frammi, Carroll er so far ekki að impressa nægilega mikið og það þarf bara einhvern ofur finisher. Hægri kantmaður líka, Shaqiri sem við áttum að kaupa í sumar væri fínt.

  54. Jæja…tha fer ad hefjast leikur lida med illa fengna peninga…..Hvort stydur madur satan eda djøfulinn 🙂

  55. Svei mér þá að maður vonast bara eftir City sigri. Þó þetta sé svoldið ýkt hjá þeim þá get ég ekki stutt Chelsea og við eigum ekki breik í ManC hvort sem er.

    Einhver með góðan link á leikinn ?

  56. Er einhver með tölfræði yfir hornspyrnur hjá okkur? Man ekki eftir einu einasta marki eftir hornspyrnu og þær eru örugglega á annað hundrað. Vona að menn séu að æfa hornspyrnur á Melwood því þær eru oft alveg ævintýralega illa útfærðar hjá okkur – það er af sem áður var að maður var spenntur þegar við fengum horn.

  57. 3 englendingar fyrir 70 -75 miljónir held að menn vandi sig betur næst 

  58. já held það sé rétt. En markið hjá Suarez um helginakom reyndar eftir horn ekki beint en á ská! boltinn skallaður út á Adam aftur og mark eftir fyrirgjöf nr.2 sem er oft hættulegt því dekkningin riðlast! En city orðnir færri eftir rautt hjá Clichy vonum að þeir haldi þetta út. Við viljum að Chelsea tapi stigum frekar!!

  59. Það er augljost að Liverpool vantar Zlatan Ibrahimovic. Hann hefur orðið meistari 8 tímabil í röð með fjórum liðum. Þar er sigurvegari á ferðinni 🙂

  60. Shit, Chelsea að vinna City… Þvílík vonbrigði ef við náum ekki einu sinni meistaradeildarsæti.

  61. Jú hann var svakalega flottur á bekknum. Stóð sig líka vel þegar hann hitaði upp í fyrri hálfleik, en fór svo aftur á bekkinn bara, enda stóð hann sig best þar.

  62. Persónulega finnst mér vandamál Liverpool í dag ekki liggja í mannskapnum í liðinu. Liðið hefur verið að spila frábæran bolta í flestum ef ekki öllum leikjum í vetur og það er ekki sjálfssagður hlutur að lið geti spilað jafn flæðandi bolta og Liverpool gerir núna. Vandamálið liggur frekar í ,,touchinu”, sjálfstrausti, formi sumra leikmanna (Downing) og í raun óheppni. Markmenn með tiltölulega lítið orðspor eiga skyndilega stórleik á móti Liverpool. Oft er þetta sentimetra spursmál um hvort mörk hefðu komið úr skotum eða ekki. Er það óheppni eða skortur á sjálfstrausti? Ég get í raun ekki svarað því en mér finnst að Suarez, okkar hættulegasti maður í teignum, ætti að vera búinn að skora miklu oftar en raun ber vitni. Kenny, Steve Clarke og félagar ættu frekar að einbeita sér halda mönnum í betra leikformi, styrka mórall sumra leikmanna og ná því besta sem hægt er að ná út úr leikmönnum frekar en að koma með nýja menn í margar stöður í Janúar.
    Hvað varðar Janúargluggan finnst mér mjög óskynsamlegt að eyða 15-20 milljónum í leikmenn á borð við Reges (Porto) til að leysa Lucas af í hálft ár. Og ennþá frekar er alveg út í hött að láta Carroll aftur til Newcastle fyrir Tiote, það er algjör della en sumir miðlar segja að þetta geti gerst. Fenway og Kenny ættu ekki að eyða miklu í Janúarglugganum, ef eitthvað þá ætti það að vera traustur sóknarmaður sem kann að skapa sem og að pota – ekki annan Suarez, ekki annan Carroll – heldur einhvern þar á milli. Og ef einhver fer frá LFC í Janúar ætti að kaupa einhvern í staðinn.
    Síðan er spurningin um raunhæfa kosti. Higuaín, Lavezzi, Cavani, Villa, Tevez, Anelka og fleiri góðir eru allir mjög óraunhæfir kostir og það er langt í að við verðum samkeppnishæfir á markaðnum um slíka heimsklassamenn.

  63. Sælir drengir mínir.

    Töluvert síðan maður hefur tjáð sig af viti á þessum vettvangi.

    Umræðuefnið er markaleysi Liverpool-liðsins.

    Það sem helst brennur á mér varðandi þetta mál er spurningin af hverju er Maxi ekki oftar(alltaf) í byrjunarliðinu?

    Hæfileika hefur hann mikla. Hann er frábær spilari. Hann skilar boltanum nær undantekningalaust á næsta mann. Hann staðsetur sig rétt, hann tímasetur sig rétt og allar sínar aðgerðir. Keep it simple. Pass and move. Þessar setningar smellpassa við þennan mann. En fyrir mörgum eru hæfileikar þessa manns faldir. Hann er ekki sérlega teknískur, hann er ekki fljótur, hann er ekki sterkbyggður, hann fer ekki í tæklingar, hann er ekkert duglegri en hver annar og hann skorar ekki í hverjum leik. Og þar með afgreiða margir hann sem drasl. En menn virðast hinsvegar vera farnir að átta sig.

    Enda talar tölfræðin sínu máli. Hann er búinn að spila sex leiki í vetur (og er þá ótalið tíðindalítið korterið sem hann spilaði í sigurleik gegn Bolton). Í þessum sex leikjum höfum við ekki tapað leik, ekki gert eitt einasta jafntefli og unnið sex. Í þessum sex leikjum hefur hann skorað þrjú mörk og á eina stoðsendingu. Markatalan í þessum leikjum 12-4. Sem gerir 2 mörk í leik á móti 0,75 marki. Tveir þessara leikja hafa vissulega verið á móti neðrideildarliðum og við getum prufað að taka þá úr jöfnunni. Þá eru eftir leikir gegn Stoke, Chelsea, Chelsea og QPR. 4 leikir. 4 sigrar. Tvö mörk og ein stoðsending. Markatala liðsins 7-2. Sem er töluvert betra hlutfall en meðaltal liðsins hefur verið yfir tímabilið.

    Staðreyndin er semsagt sú að með Maxi innan liðsins erum við líklegri til þess að vinna leiki og líklegri til þess að skora mörk en ella. En batnandi mönnum er best að lifa, Dalglish hafði hann í byrjunarliðinu á móti QPR og vonandi mun hann halda því áfram.

    En við þurfum samt eitthvað meira en bara Maxi. Vandamálið er stærra en svo. Persónulega er ég ekki á því að færanýting sé helsta vandamál sóknarleiks okkar. Í vetur höfum við verið algerir meistarar í því að skapa okkur hálffæri. Sénsa, marktækifæri. Þesskonar tækifæri sem sjaldnast skapast mark úr – boltar sem markmenn eiga að taka – svo framarlega sem afgreiðslan sé ekki þeim mun glæsilegri. En að mínu viti höfum við ekki verið nógu duglegir (þolinmóðir) við að skapa okkur dauðafæri, eða sittera. Þesskonar færi sem sóknarmenn þurfa ekki annað en að leggja boltann – færi sem sóknarmenn ,,eiga” að klára. Færin sem við höfum verið að fá eru frískot fyrir utan teig (sem markmenn eiga að taka), þröng færi inní teig (sem markmenn eiga að taka), eða skot þar sem sóknarmenn hafa lítinn tíma til að athafna sig og eru blokkeruð af þreimur varnarmönnum.

    Þarna finnst mér okkur vanta ákveðna þolinmæði, ákveðið hugvit. Í stað þess bíða færis utan teigs, skoða fleiri möguleika, bíða þrem, fjórum sendingunm lengur eftir úrslitasendingunni – og eygja möguleikann á að sundurspila varnir andstæðinganna – eru menn alltaf að drífa sig í að komast í hálffærið. Og horfa svo upp til himins rennandi höndunum eftir hárinu og upplifa sig svakalega óheppna – þegar vandamálið var ekki óheppni, heldur skortur á þolinmæði til að spila sig í dauðafæri.
    Að hafa breskan þjálfara, og spila direct hefur vissulega sína kosti, en í vetur hef ég í ófá skiptin horft öfundaraugum á lið eins og Man City og Chelsea. Því þegar ég horfi á sóknarleik Liverpool-liðsins gjörsamlega þrái ég sóknarskipulag meginlandsþjálfaranna.

    Og eins og oft vill verða með vandamál – þá stækka þau. Vandamál sem í upphafi var taktísks eðlis er í dag farið að snúast um meira en bara þolinmæði. Leikmenn missa sjálfstraust fyrir framan markið, sem gerir þá enn vonlausari fyrir framan markið og hálffæri nýtast enn síður – því menn eru löngu hættir að trúa því að það verði mark úr þeim.

    Við þurfum mann í janúar – einhvern mann. Ég veit ekki hvern. Hann þarf að vera góður og hann þarf að vera móral boost. Gefa okkur trú á því að við getum skorað mörk á nýjan leik. En hann má ekki bara vera móral boost, hann verður líka að geta eitthvað í fótbolta. Fyrir mig þá skiptir ekki máli hvort hann er skapandi miðjumaður/playmaker eða striker. En eins staðan er núna þá er Luiz Suarez í tvöföldu hlutverki í Liverpool liðinu. Það er hans hlutverk að skapa færin og það er hans hlutverk að vera inn í boxi að klára þau. Hann ræður ekki við bæði hlutverkin – ekki einu sinni Messi myndi ráða við slíkt. Þegar Suarez er inn í boxi þá gerist ekkert í sóknarleik okkar, og þegar Suarez dregur sig aftar á völlinn og skapar eitthvað þar er enginn inn í teig til að fylgja því eftir. Það þarf að frelsa Suarez undan þessari tvöföldu ábyrgð. Fá sóknarmann til að afgreiða það sem Úrugvæinn skapheiti matreiðir, eða þá að finna meistarakokk til að matreiða eitthvað ofan í hann.

    Við þurfum annaðhvort. Mér er sama hvort.

  64. Ég er nú ekki beint að froðufella eitthvað yfir þessum Regis frá Porto. Mjög fínar tæklingar margar hverjar en það samt fær mann til að hugsa um hve mörg prósent af öllum tæklingunum eru heppnaðar og hvað mörg ekki. Því ef hann nær ekki boltanum þá er hann ansi berskjaldaður á bossanum eða þá búinn að gefa aukaspyrnu á hættulegum stað eða ná sér í gult spjald. Þetta er rosa fancy allt en ég er ekki sannfærður!

  65. Man Utd eru t.d. að mínu mati hreint ekki með betri leikmannahóp en Liverpool í dag. Þeir eru með Rooney sem er búinn að vera næstum jafn lélegur og Andy Carroll í vetur. Ashley Young er eftir fína byrjun búinn að vera jafn litlaus og Stewart Downing. Þeir vinna stanslaust 1-0 grísasigra þar sem jafnvel Phil Jones skorar sigurmarkið.

    Það sem Liverpool vantar aðallega til að skora fleiri mörg og breyta jafnteflum í sigra er alvöru leiðtoga í liðið, meiri sigurhefð og þetta margfræga og hrokafulla drápseðli. Það voru hrein og klár mistök að búast við alheilum Steven Gerrard og láta sigurvegara eins og Meireles fara frá okkur á slikk. Hann var ómetanlegur eftir áramót í fyrra í föstum leikatriðum, setti hausinn undir sig og barði liðið áfram, tók stöðugt rétt tímasett hlaup í teiginn, opnaði svæði fyrir Suarez og aðra og skoraði mörk.  Ekki sá fljótasti eða besta forminu en færði samherjum trú á verkefninu með skipulagi og sjálfstrausti.

    Það er enginn ákveðinn aðili sem slær taktinn í leik Liverpool í dag. Charlie Adam ætti að vera leikstjórnandinn en það er eins og hann hafi ekki sjálfstraust til að stjórna svona stórliði strax. Aukaspyrnurnar eru gott dæmi um þetta. Þessi leikmaður sem smurði helling af aukaspyrnum stórglæsilega í skeytin í fyrra leyfir oft Suarez að taka þær á lokaandartökum leikja þegar staðan er jöfn. Þetta eykur enn undir egóið hjá Suarez og gerir okkur að óþörfu meira að One-Man Team. Ég held að vandamál Liverpool í sóknarleiknum hafi meira að gera með þetta og hvað Suarez er yfirspenntur í leikjum frekar en að okkur vanti einhvern Mario Gomez poacher frammi með honum. Sóknarmenn okkar eru bara ekki á sömu bylgjulengd frammávið, ekki að ná réttu spennustigi og þessvegna stressaðir og fljótir að missa yfirvegunina þegar þeir fá marktækifæri.
    Andy Carroll var vart með í fyrra en samt náðu menn mun betur saman frammi og engin vandamál að nýta færin þá. 

    Svona bara gerist þegar eigendurnir kaupa leikmenn frá minnipoka liðum útfrá góðri tölfræði sem hafa ekki sjálfstraust og sigurhefð eða nógu mikið sameiginlegt sem leikmenn til að gela strax saman sem liðsheild frammávið. Hjartað var of hratt rifið úr Liverpool enn eina ferðina og búist við að Gerrard tengdi þetta saman strax. Það gekk ekki eftir vegna meiðsla og við þurfum að vera þolinmóðir að sjá liðið spila sig til. Sjáum örugglega betri frammistöðu eftir áramót og við verðum þá öruggari að slátra litlu liðunum. Svo er bara spurning hvort sá endasprettur nægi í meistaradeildarsæti.

    Ég held að Kuyt geti alveg verið þessi poacher sem menn auglýsa frammi með Suarez og svo á Henderson að vera á miðjunni og hvergi annarstaðar. Okkur sárvantar því að mínu mati mest hraðan og kröftugan hægri kantmann í janúarglugganum. Einhver sem tekur menn á, skorar mörk og kemur með aukakraft og jafnvægi í sóknarleikinn. 

    Áfram Liverpool 

  66. AEG nr 85 ég gæti ekki verið meira ósammála þér með Charlie Adam. Mér finnst hann einmitt spila á blússandi sjálfstrausti og stýra spili Liverpool eins og herforingi, og þá sérstaklega í síðustu leikjum. Hann er alltaf algjörlega óhræddur við að reyna að gera erfiða hluti til að búa eitthvað til í sókninn, og slíkt lýsir ekki manni með of lítið sjálfstraust. Varðandi það að Suarez hafi í einhvern skipti fengið að taka aukaspyrnur en ekki Adam, þá hefur það ekkert að gera með sjálfstraust Adam. Adam sýndi það í fyrra að hann getur tekið góðar aukaspyrnur, en það gerði Suarez svo sannarlega líka á ferli sínum með Ajax, og því ekket skrýtið að hann fái að taka þær nokkrar með Liverpool.

    Kaupin á Charlie Adam eru ein sú bestu sem Liverpool hafa gert í langan tíma að mínu matí. 6,5 milljónir punda er náttúrulega bara djók fyrir mann í þessum gæðaflokki.

  67. verð að taka smá þátt í þessari adam umræðu. núna var ég alls ekki sannfærður þegar að hann kom til liverpool, og reyndar ef ég mætti ráða þá værum við með leikmenn í þeim gæðum að hann væri squad player hjá okkur, en það verður ekki tekið af honum að hann er fanta fótboltamaður. hann er takmarkaður í ýmsu td varðandi hraða, gæði tæklinga og ýmislegt fleira, en hann er að skila fínni vinnu fram á við og líklega var ósanngjarnt að dæma hann strax, enda bara annað tímabil hans í úrvalsdeildinni.

    það eru 3 leikmenn sem hafa algjörlega verið undir pari hjá liverpool í vetur og þeir eru downing, carroll og kuyt. henderson hefur sýnt hver hans staða er og að hann sé bara virkilega góður í henni. kaup ársins síðan í pl hafa verið í enrique (miðað við gæðin sem við fengum fyrir verð), sem er að mínu mati besti vinstri bakvörður í deildinni í dag (betri varnarlega en ashley cole). eina sem ég hef verið ósáttur með hjá adam seinustu vikurnar er það að hann virðist hafa skilið hornspyrnurnar sínar eftir í blackpool ! en vonandi lagast það nú 🙂 

  68. já… var það ekki rauðnefur sjálfur sem sagði á síðasta tímabili að það væri hægt að réttlæta kaup á adam upp á 10 milljónir punda bara fyrir hornspyrnunar hans???
    adam er búinn að vera drjúgur fyrir okkur og því verður ekki neitað….. liðið er að spila fantagóðan fótbolta og ég er viss um að 4 sætið verður okkar í lok tímabils….
    horfði á rosa flott viðtal við tom werner á lfc.tv um daginn og það var magnað að heyra hvernig þeir ætla sér að gera þetta félag að topp klúbbi… komandi tímabil verða byltingakennd
     

  69. Langar að tjá mig um Adam líka..
    Ég fylgdist mikið með Blackpool síðasta vetur og ég vonaði svo innilega að Adam kæmi til LFC, það gerðist og ég er mjög sáttur með þessi kaup, hann kostaði ekki mikið og að mínu mati er hann búinn að vera okkar besti maður á tímabilinu á eftir Lucas og Suarez….
    Svo skírði ég son minn Adam núna fyrir 2 mánuðum, þannig að það er auðvelt fyrir mig að merkja treyjuna stráksins, ég tek það reyndar fram hérna að ég skírði hann ekki í höfuðið á C Adam 🙂 allavega ekki láta konuna frétta það strákar 🙂

  70. Mjög svo ágætis hugleiðingar @82.

    Það sem ég hefði þó áhuga á að vita (ætla ekki neinum að matreiða það samt ofan í mig) er að vita þótt Maxi hafi verið í þessum leikjum sem taldir eru upp, hverjir aðrir voru í þeim? Hvaða uppstilling var í þeim? Gegn hverjum og allt það?  Vil alls ekki gera lítið úr þætti Maxi enda virðist hann alltaf vera mættur til að reyna að pota honum inn og eða spila sig lausann og búa þar með til möguleika. 

    Það sem ég reyni að benda á er að það er víst fjölmargt að athuga í þessu öllu og einhver er ástæðan fyrir því að ég sit hér og röfla við tölvuna 🙂 en stýri ekki liði. Sennilegast á það sama við með flesta hér.

    En eins og ég segi þá eru þetta allt gómsætar pælingar. Hef þó mest trú á því að KD, SC og KK séu alveg með þetta og að við séum að sjá grunninn lagðan að fáránlega öflugu LFC liði um komandi ár. Róm var víst ekki byggð né brend á hverjum degi eins og krakkinn sagði. 🙂

  71. Kominn aftur eftir dásamlega helgi í skemmtilegustu borginni þar sem ég sá okkar lið vinna QPR, þakka mér að sjálfsögðu fyrsta deildarsigurinn síðan 24.september!
    Ýmislegt sem mig langar að ræða eftir veruna þar og spjall við “lókalana” í kringum leikinn.  Skemmtilegar og áhugaverðar pælingar löngum á Merseyside!
     
    En það kemur síðar að mestu.  Hins vegar langar mig til að lýsa yfir fullkomnum og óskoruðum stuðningi við Charlie Adam sem var sá leikmaður sem mér fannst skemmtilegast að sjá.  Það kom mér ekki á óvart að sjá tölfræði í blöðunum eftir leik sem sagði það að hann hljóp mest allra í leiknum.  Þessi strákur er svo augljóslega sá sem leikmennirnir eru farnir að leggja upp með að fái boltann við uppbyggingu sóknanna og taktískur skilningur hans fannst mér mergjaður.  Hann er leikmaðurinn sem dettur til baka um leið og Agger fer upp völlinn.  Eftir að hann er búinn að senda langa sendingu upp kantinn, t.d. til hægri á Johnson fellur hann niður í svæðið sem myndast við hlaupið og hann er “no nonsense” týpa ef einhvern tíma var til.  “Go on Charlie lad” hljómaði um völlinn um leið og hann sást koma upp með völlinn og mikið óskaplega hlakka ég til ef að Gerrard karlinn kemur einhverntíma til baka og við sjáum samvinnu þessara frábæru fótboltaheila!
    Sendingin hans á Suarez með hægri var gull auðvitað!  Svo varðandi föstu leikatriðin þá er það auðvitað ekki bara hans hausverkur.  Mér fannst það sjást mjög greinilega í hornunum sem við fengum á laugardaginn að þar vorum við þeir lágvöxnu gegn þeim hávöxnu.  Það voru 3 varnarmenn settir á Agger og Skrtel og síðan maður á svæðið fyrir framan þá.  Því miður náðu mennirnir á nærstönginni ekki mikið að gera og Suarez, Maxi og Downing voru ekki að valda mönnum skjálfta, svo það er ekki bara hægt að benda á hann.  Kannski er kominn tími á að taka “sænskt horn”, að pakka mönnum inn í markteiginn og dúndra fast í höfuðhæð þangað inn.  En ég styð það heilshugar að hann fari að taka aukaspyrnurnar í skotfæri frekar en aðrir.
     
    Gleði – gleði – gleði!

  72. Ásmundur nr 13… ég veit að við erum allir spentir í að fá Gerrard aftur, ENN…. tegar ég var á Swansea leiknum, og á leið aftur á flugvollin, tá fórum við strákarnir að tala við leigubílstóran, hann var eithvað að tala um að tað er eitthvað að blóðinu hans Gerrard, og að tað tarf ekki meira enn smá hogg á fótin hans, tá fær hann ígerð… og nú byrja ég að halda að hann sé bara búin… enn vonandi ekki

  73. #93
    WTF!! Haha Hvaða rugl er þetta?!
     
    Annars er Daily Mail með bullshit slúður að Chelsea vilji selja Torres á 20m. Endilega splæsa í það. Getum litið á þetta sem lánsdíl í eitt ár sem kostaði 30m:-)

Liverpool 1 QPR 0

Hillsborough Justice Campaign