Man City á morgun

Eins fáránlegt og það kann að hljóma þá mætir topplið Manchester City á Anfield Road á morgun og ekki nóg með að þeir séu á toppnum þá eru margir sem hreinlega sjá það ekki fyrir sér að þeir verði stöðvaðir í ár. Liðið er eins og staðan er núna með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar en því miður tólf stiga forskot á okkur. Bæði lið hafa varist vel og einungis fengið á sig 11 mörk en á meðan við höfum skorað 16 mörk í deildinni hafa City menn skorað 42 og stefna hraðbyr á að slá markamet.

Stuðningsmenn City skemmta sér stórkostlega þessa dagana enda unnu þeir hreinlega í lottóinu og þá meina ég víkingalottóinu þegar Sheik Mansour keypti liðið og mokaði í það peningum. Fyrir okkur hin er þetta eins og að nota svindl í Football Manager eða FIFA og afskaplega finnst manni þetta fáránlega forskot sem City hefur á önnur lið í dag lítið verðskuldað.

Kenny Dalglish hitti þó naglann á höfuðið eins og vanalega þegar hann sagði að það hefur ekkert upp á sig að væla yfir styrk City liðsins og eins og bara markatalan hjá okkar mönnum segir til um þá er fátt sanngjarnt í fótboltanum. Hér á þessari síðu sem og annarsstaðar hafa komið heilu pistlarnir um þetta City lið og ég hreinlega nenni ekki að velta mér upp úr því núna. Þeir hafa einn al besta leikmann sem spilað hefur á Englandi í David Silva sem þarf að slökkva á og lið sem  getur lánað mann eins og Adebayor og finnur ekki fyrir því að Tevez sé orðinn þunglyndur golfari í Argentínu eftir að hafa verið besti  leikmaður liðsins bara í fyrra getur verið semi ósátt við að hafa „bara“ skorað 42 mörk það sem af er.

Virðum þetta City lið og hversu sterkt það er en það hefst ekkert með því að óttast þá og það vona ég svo sannarlega að okkar menn geri ekki á morgun. City liðið hefur ekki tapað leik ennþá, bara gert eitt jafntefli og skorað a.m.k. tvö mörk í hverjum leik og það mun taka enda á morgun.

Það er þó andskotanum erfiðara að ákveða það fyrir Dalglish hvernig hann eigi að stilla þessu upp, það sem virkaði vel á útivelli gegn Chelsea er alls ekkert endilega að fara virka heima gegn City. City hafa lent í vandræðum  með trukk eins og Heiðar Helguson og hinn stóra og frábæra leikmann Edinson Cavani sem segir manni að kannski komi Andy Carroll aftur inn í liðið í þessum leik. Tala nú ekki um eftir það hvernig hann fór með þá á síðustu leiktíð þar sem hann átti sinn besta leik að ég held sem leikmaður Liverpool. Það kæmi mér a.m.k. ekki á óvart og að Dalglish leggi þannig upp með 4-4-2 á ný. Geri hann það þarf alltaf einn meira varnarsinnaðan kantmann til að vega upp á móti sóknarsinnuðum og því allt eins líklegt að Henderson komi líka inn. Maxi finnst mér eiga skilið að vera áfram í liðinu og sé því alveg fyrir mér þetta lið hefja leik:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Maxi

Carroll – Suarez

En mikið djöfull vona ég nú samt að þetta verði ekki raunin. Ég bæði ber það mikla virðingu fyrir og óttast David Silva það mikið að ég vill sjá 3 menn á miðri miðjunni eða jafnvel þrjá í vörninni eins og var lagt upp með gegn þeim í fyrra. Núna höfum við Johnson og Enrique klára í kantana. Efra liðið er það sem ég held að hefji leik á morgun en hér er það lið sem ég myndi vilja sjá hefja leik:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Adam

Kuyt – Henderson – Maxi

Suarez

Þétt miðja og ágætt flæði framávið með góða kosti á bekknum í t.d. Downing, Carroll og Bellamy. Blessunarlega á Dalglish þó ansi marga kosti í stöðunni og ég treysti honum vel til að velja þann rétta. Carragher gæti t.a.m. alveg komið inn í þennan leik en ég held að það yrði frekar sem þriðji miðvörður heldur en í staðin fyrir Skrtel, sé ekki tilganginn með því allavega.  Fyrirliðinn er sá eini að ég held sem er meiddur og er það auðvitað skarð fyrir skildi.

Eins og allir leikir í deildinni er þetta must win leikur, við erum í blóðurgri baráttu við Tottenham, Chelsea, Newcastle og Robin Van Persie og viljum ekki hellast úr þeirri lest. Tap á morgun yrði enginn heimsendir enda eigum við leikjaprógramm framundan sem ætti að gefa okkur eitthvað af stigum.  En tap myndi þýða að við hefðum ekki unnið leik á Anfield í síðustu 4 leikjum og jafntefli myndi þýða fjórða jafnteflið í röð á heimavelli og það er auðvitað ekki nógu gott.

Spá:

Ekkert annað í stöðunni en að sigra þennan fjandans leik, Reina heldur búrinu hreinu og við siglum þessu í höfn, 2-0 með mörkum frá Kuyt (annað þeirra vítaspyrna).

E.s.

Ég veit að þeir unnu United 1-6 og Spurs 1-5… Kenny sagði okkur að vera ekkert að væla yfir styrk þeirra eða óttast þá og þá fer maður auðvitað eftir því eins og hægt er 🙂

64 Comments

 1. Myndi vilja sjá þrjá hafsenta (caragher kæmi inn sem ég held að sé mikilvægt í svona leik) með Johnston og Enrique sem kanta/bakverði til að stöðva markaskorun city. Á miðjunni væru síðan Lucas og Adam og fyrir framan þá væru Kayt og Henderson og Suares upp á topp. Bellamy/Downing og Carroll koma svo inn síðasta korterið. Leikurinn fer 2-1 fyrir okkar mönnum þar sem Carroll setur hann í lokin.

 2. Ég ætla að veðja á 5-3-2 kerfið á morgun!

  Carra,Agger,Skrtle , glen og jose í wingback , Lucas adam og henderson á miðjunni og kuyt, suarez frammi, jafnvel bellamy frammi með suarez. Það þarf að spila fyrst og fremst góða vörn og koma með góðar
  skyndisóknir gegn City, allt annað væri vitleysa í mínum augum 🙂

  Annars þá trúi ég á okkar menn, þetta verður dagur Liverpoolmanna!!
  2-1 og Suarez mun sýna snilli sína með 2 mörkum!!

  YNWA 

  P.S. tóka eftir því að ég skrifaði nánast nákvæmlega það sama og Nr.1 .. en ég var ekki búinn að lesa það hehe 🙂

 3. Flott upphitun fyrir spennandi leik. Ég er nokkuð sammála þér með uppstillingu byrjunarliðsins, myndi frekar vilja sjá Henderson koma inn sem þriðja miðjumann svo við getum þétt miðjusvæðið aðeins. Ef við skiljum það eftir opið kála David Silva og Yaya Toure (sem hefur líka verið frábær) okkur.

  Þetta verður aldrei auðveldur 3-0 sigur eins og í vor en ég er ekkert hræddur við þennan leik. Það búast allir við að þeir verði ósigraðir áfram þannig að því ekki að taka sigur á morgun? Við höfum allavega engu að tapa, eftir að þeir rústuðu Tottenham og United á útivelli er engin skömm að því að tapa fyrir þessu liði. Menn geta því reynt og spilað án pressu á morgun.

  2-0 fyrir Liverpool!

 4. Ef Anfield logar eins og norska jólatréð á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni, þá eigum við séns og það góðan! Við tökum þetta 1-0, því við erum með Suarez, þeir ekki!

 5. Downing er að fara að byrja þennan leik allan daginn held ég – spái því að við sjáum svipað upplegg og í fyrra með Carroll að berja á miðri vörn City.  Lucas og Adam færðir aftar og reynt að fá vængspil í staðinn.  Er ekki viss hvort Maxi, Henderson eða Kuyt verða settir þarna inn.

  Þrír hafsentar held ég að henti ekki á móti City sem er með einn senter og mikið flot fyrir aftan hann.  Þá lendir annar hafsentinn oft í því að vera “mannlaus” og fá inn á sig mann á svæði.

  En þetta getur endað á alla kanta á morgun, þó ég hafi góða tilfinningu og telji okkur ekki munum tapa gegn Moneyball City. 

  Svo bara takk Demba Ba…

 6. Er mjög bjartsýnn fyrir þennan leik .. það boðar aldrei gott! Ætli við töpum því ekki leiknum.

  En annars verður bjartsýnin til vegna þess hve vel við stöndum okkur gegn stóru liðunum (sé sleppt Tottenham leiknum).
  Ég trúi að Lucas Leiva muni taka David Silva alveg úr umferð. 
  Ég trúi því að Aguero verður Star struck að sjá The Kop.
  Ég trúi því að Balotelli er búinn að eyðileggja formið með að aflita á sér hárið
  Ég trúi því að Luis Suarez mun skeina Lescott og Kompany! 

  Shitty eiga ekki séns. Bjartsýnin segir að Suarez setji eitt mark og þetta verður leikurinn þar sem Stuart nokkur Downing setur hann!

  (Staðfest), (Skjalfest), (Þinglýst) 

 7. Bara tökum þetta og hana nú, 3 stig í hús, hef ekkert meira að sega nema að mér finnst seinni uppst, á liðinu betri, flottur pistill hjá Babu að vanda.

 8. Sett vid verdum að vinna ´dá ég spái að dad verður 3 2 fyrir liverpool og Luis suárez skorar og lika
  Maxi og Adam.

 9. Það er ánægjuleg tilfinning að vera alltaf nokkuð bjartsýnn fyrir stórleiki (og jafn ömurleg tilfinning að vera alltaf svartsýnn fyrir leiki gegn minni liðunum). Ég vona innilega að við verðum fyrstir til að vinna City í vetur á morgun og mér finnst það alls ekki útilokað, en það er alveg ljóst að þessi leikur verður talsvert erfiðari en leikurinn gegn Chelsea. Ég set 1-1 á þennan, Carroll og Balo með mörkin.

 10. Ég held að það væri algjör dauðadómur að fara í 442 í þessum leik. Þurfum þétta miðju með tvo djúpa, Lucas og Adam og þrjá fyrir framan þá, Maxi (Bellamy), Suarez og Kuyt með Carrol á toppnum. Vörnin væri þá Johnson, Carra, Agger og Enrique. Við þurfum svo að ná upp svipuðum ákafa og á móti Chelsea og núna verður ákafinn að endast í 90 min. Við verðum að setja pressu á City svo að þeir fái ekki frið til þess að byggja upp sitt spil og það eru möguleikar á að sækja á bak við bakverðina þeirra sem eru alveg óhræddir við að sækja. Ég myndi allavega mikið frekar kjósa að Daglish láti reyna á þetta í stað þess að leggjast til baka og leyfa þeim að koma á okkur.

  Er annars hæfilega bjartur og spái þessu 2-2 eða 3-2. Carrol og Kuyt setjann og ef þriðja markið kemur þá setur Agger það.

 11. Takk fyrir þessa fínu upphitun.
   
  Sama hveru bjartsýnn ég reyni að vera þá stendur eftir sú staðreynd að Man City er einhvert besta lið sem sést hefur í EPL í mörg ár.
  Þeir hvíldu lykilmenn í CL í vikunni til að eiga þá ferska fyrir leikinn á morgun.
   
  Með óbragð í munni spái ég tapi okkar manna á morgun, en mikið andsk vona ég að ég hafi rang fyrir mér.
   
   

 12. Þeir voru reyndar bara tveir miðverðir í City leiknum í fyrra. 3-4-2-1 kerfið var notað gegn Stoke, Chelsea og West Ham (með hræðilegum árangri). Sjálfur myndi ég frekar vilja sjá Lucas mjög djúpan á miðjunni en að setja inn anan miðvörð sem þyrfti hvort sem er að stíga út úr vorninni til að loka á Aguero og Silva. Reyndar held ég að best væri að breyta sem fæstu frá því í síðasta leik, nema kannski að fá Carroll inn fyrir Bellamy. Ég sé amk. ekki alveg hvað Henderson hefur gert til að eiga erindi í svo stóran leik. Reynslan sem Maxi og Kuyt hafa er að mínu viti mjög mikilvæg gegn svo sterku liði.

 13. Flott upphitun Babu og ég er ekki frá því að það blundi talsvert meiri spenna í mér fyrir þennan leik en flesta. Ég ætla allavega að taka góða 1 og hálfs tíma pásu frá próflestri á morgun og hlakka til að sjá sigur okkar manna.

  Ég er sammála þér með seinna liðið sem þú stilltir upp, ég vil sjá Hendo fá séns inn á miðsvæðinu og ég tel það geta styrkt okkur gegn ógnarsterkri miðju City að hafa þá þrjá saman inn á miðsvæðinu. Einnig tel ég að Kuyt og Downing verði á köntunum í þessum leik og Suarez upp á toppnum, ég hef það á tilfinningunni.

  ps: Þrátt fyrir vel skrifaða upphitun stóð ég þig að málfarsvillu sem er ansi tíð hjá mörgum og ég mátti til með vinsemd að leiðrétta. Það kallast víst að heltast úr lestinni en ekki að “hellast” 🙂
   

 14. #8
  Þetta með Lucas og að taka David Silva úr umferð.
  “To make a wider point, Lucas is better at scrapping and sweeping up in front of the back four as a ’spare’ player than when forced to track a specific man – and with Mata playing higher up than Frank Lampard did in the first half, he now had a problem. When he tracked Mata closely, he was dragged away from his preferred zone so Lampard and Florent Malouda could find room, and when he let Mata go, the Spaniard got passes into feet.”
  Þetta er tekið af ZonalMarking.net

 15. #16

  Enda vona ég að hann elti hann ekki út um allan völl. Ég býst hinsvegar fastlega við að Silva verði mikið í svæðinu sem Lucas á að verja og því tala ég um að Lucas taki Silva úr umferð. Samt á því að Lucas eigi ekki að elta hann um allt. 

 16.  Það ætti að vera sama byrjunarlið og í síðasta leik, no brainer hjá KK. Þetta verður hörkuleikur en stats hjá okkur er gott gegn City á Anfield þannig að tap væri óvænt:-)

 17. #18
  Já, skil og hann mun mjög líklega draga sig út á kantinn slatta. Var líka bara að benda á þetta því mér fannst þetta áhugavert 🙂

 18. 4-2-3-1

  Glen-Skrtel-Agger-Jose
        Adam – Lucas
  Kuyt     Hendo     Maxi
             Suarez

  Þetta lið mun vinna Man City. 

 19. Ég held að þetta skipti máli um að verjast á réttum stöðum. Þegar komið er á okkar þriðjung mega City menn ekki neinn tíma! Menn eins og Silva, Nasri, Aguero og þeir sem verða mest uppá þriðja helmingi mega ekki að fá að snúa. 

  Í leiknum gegn United þá fékk City mennirnir ALLTOF mikinn tíma! Ég hef trú á að Daglish viti alveg hvað hann er að gera og að hann leiði liðið til sigurs á morgunn! 

 20. Tricky en samt vel hægt.

  Til að stoppa City þarf númer eitt að stoppa Silva, númer 2 koma í veg fyrir að aðrir eigi stórleik í staðinn.
  Það er engin í þessu Liverpool liði að fara að halda í Silva á hlaupum, þýðir ekkert að ætlar sér að taka hann maður á mann.  Góðu fréttirnar eru að ef það er hægt að koma í veg fyrir að hann fái boltann þá er stór sigur unninn.  Það er samt meira en að segja það.  Held að til þess að vinna þurfi Kuyt og Lucas að eiga stórleik saman og setja pressu á alla bolta á miðjunni.  Unun að sjá þá vinna saman í  pressunni á miðjunni.  Sé eiginlega ekki neinn tilgang í að hafa einhvern annan á hægri kantinum í þessum leik en Kuyt.  Finnst líka að Downing þurfi að vera með, þó hann sé ekki búin að vera að spila vel þá gengur alltaf betur að koma boltanum fram á völlinn meða hann í liðinu.  Hefur það líka framyfir Maxi að hann er kantmaður og veit hvað stöðu hann spilar.  Það er bara því miður þannig að meðan Kenny veit ekki hvaða stöðu Maxi spilar þá verður hann á bekknum.   Grunar líka að Carrol sé nauðsymlegur í þennan leik, ekki bara af því hann stóð sig á mótui þeim í fyrra.  Heldur aðallega til þess að kaupa smá tíma til að byggja upp sóknir og ógn í föstum leikatriðum.  Þessi vörn þeirra er svakalega tekknísk, en veit ekki hvort hún sé eins góð í gamla góða enska barningsboltanum.   

                     Reina

  Johnson   Skrtel   Agger  Enrique

  Kuyt    Adam   Leiva    Downing

           Carrol   Suarez

  Set þetta svona upp.  Finnst þetta er í raun vera besta liðið sem við getum stillt upp, draumurinn væri að hafa Gerard með á kostnað carrol, eða jafnvel út á hægri fyrir Kuyt.

  Þetta verður sigur, ekki fallegur.  Föst leikatriði er eitthvað sem við verðum að nýta okkur.  Sé fyrir mér mikla pressu og að liði verði í vörn stóran hluta leiksins,  City er komið með brjálað possession lið, 65% með boltann í flestum leikjum.  Til að vinna á því þarf að sækja hratt, láta Carrol taka á sig varnarmennina og Reyna að fá Suarez i gegn til að skora. Ef ekki þá ná mörkunum úr hornspyrnum eða aukaspyrnum. 

  2-1  mark úr víti og horni,  Carrol með annað og Kuyt tekur vítið

         

        
              

 21. #26

  Eins og Tottenham er að spila núna getum við ekki útilokað þá! Þeir eru að spila góðan bolta og standa sig vel. Eins og staðan er í dag þá eiga þeir leik inni gegn Everton minnir mig, ef þeir myndu vinna hann þá eru þeir komnir með 31 stig, 1 stigi á undan United og þar með komnir upp í annað sætið aðeins 3 stigum eftir City. 

  Eins leiðinlegt og það er að segja það þá getum við ekki sleppt því að tala um Tottenham sem stór lið í dag. Mín skoðun. Þeir áttu erfitt til að byrja með. Modric dramað hefur tekið smá tíma að setla en núna eru þeir mjög stöðugt lið.  

 22. #25 Jón: Skiptir engu máli hvort það sé 2011 eða 2050, aldrei tala við eða kaupa the s*n.. Justice for the 96

  En að leiknum.. Flott upphitun að vanda! Ég verð nú að viðurkenna að ég er drullu stressaður yfir þessum leik, er meira stressaður yfir þessum heldur en að spila við manchester united á old trafford eða á móti chelsea á stanford. Vonandi að okkar menn séu samt enþá með bullandi sjálfstraust eftir úti sigur á móti chelsea og sýnum þeim hvaða heimavöllur er sterkastur.

  Ég vona að liðið verði svona: http://this11.com/boards/abBEzwMalT.jpg

  Mín spá: Þetta verður annað hvort 3-3 leikur eða við tökum þetta 2-0. Suarez skorar öll okkar mörk. 

 23. Á eftir að sjá Lucas hafa verið að tala við The Sun, en er mjög fúll ef hann hefur gert það beint og ummælin eru ekki unnin upp úr annarri frétt annars staðar.  Hann á alveg að vita af þessu blaði, ekki síst nú þegar loksins er að renna upp sannleikurinn í Hillsborough-málunum.  Svo er reyndar fótbolti.net fréttin illa þýdd því þar er látið eins og að Lucas telji okkur ekki vera með í CL-baráttu.
   
  Hann er auðvitað að tala um að LFC, Chelsea, Gunners og Spurs séu að berjast um tvö sæti.  Sem er í gangi.
   
  Svo er ég undrandi á að sjá svo marga hér kalla eftir Maxi í þennan leik á morgun, auðvitað gæti það alveg orðið en hann er alls ekki fyrstur á mitt blað gegn liði með mikinn hraða og mikinn líkamsstyrk.  Maxi er fínn spilari og átti flottar 60 mínútur um síðustu helgi en ef hann á að vera með þarf kerfið líklega að verða 4-2-3-1 og ég held að við höfum enn ekki séð það á Anfield í vetur.
   
  En auðvitað erum við að díla við það lið sem á pappírnum er það sterkasta í enskum fótbolta um langt skeið…

 24. Ég sé ekkert að því að Man City eyði svona miklum peningum. Meira að segja þá er gaman að sjá marga af bestu leikmönnum heims spila í ensku deildinni. Hún verður skemmtilegri fyrir vikið.

  Mér finnst að þeir sem tala gegn peningaeyðslu Man City, stóra liðinu í Manchesterborg, vera að tjá sig eins og þeir sem kvarta yfir því að Man utd. og Liverpool voru rík hér á árum áður þegar þessi brjálæðslega innspýting fjármuna var ekki svona algeng.

  Þau lið sem áttu stærri leikvanga fengu meiri peninga og það skekkti samkeppnisgrundvöllinn. Eini munur er að þá voru það aðdáendur sem borguðu brúsann en núna eru það billjarða mæringar. Reyndar í gegnum hátt eldsneytisverð. Það er önnur saga.

 25. Ég segji að það endar 2-1 fyrir liverpool og ég gíska að liðið verði svona Reina í marki. vörn jhonson carra agger enrique. miðjan og  kantur bellamy á kanntinum og miðjunni adam lucas og á kanntinum Downing og frammi 
  Luis suarez og carroll þá vinnum við 

 26.                           liðið verður svona held ég.

                                             REINA

                JHONSON     CARRA          AGGER       ENRIQUE
    
           MAXI              LUCAS          ADAM        DOWNING

                                          SUAREZ
   
                              CARROLL 

 27. 4-4-2
                    Reina

  jhonson      carra       agger       enrique

  bellamy     henderson  adam    downing

           carroll      suarez

   

 28. Ég ætla að vera svo djarfur að spá 4-0 sigri á morgun, Maxi, Agger, Carroll og Lucas skora mörkin eftir að Balotelli fær rauða spjaldið fyrir heimskulega framkomu á 19. mínútu

 29. Þetta skal verða nýji heimavöllur Liverpool klúbbsins á Akureyri! Kaffi Jónsson var auðvita bara hreint út sagt ömurlegur að mínu mati. Hætti að nenna mæti sem er ömurlegt því það er skemmtilegast að horfa á þetta með þessum hóp hér á Ak.

  Ég held að þessi nýji staður muni slá í gegn og loksins höfum við Akureyringar fengið Sportbar sem er að einhverju viti! Ég veit að þeir ætla sér að gera þetta mjög flott! Allir að mæta á morgunn á Sportvitann (gamli Oddvitinn) og styðja liðið til sigurs þar! 

 30. góða kvöldið liverpoolmenn.  Þetta er mjög skrýtin byrjun á upphituninni þ.e. hún byrjar eins fáránlegt og það kann að hljóma þá mætir topplið man.city á anfield road á morgun. Hvað er svona fáránlegt við það? Þeir mæta á alla velli á leiktíðinni enda spila þeir við öll lið í deildinni.  Verð þó að hrósa ykkur fyrir góða spjallsíðu hérna á kop.is, en því miður fyrir ykkur þá eruð þið ekki að fara að vinna city á morgun frekar en Norwich eða Swansea. Áfram Tottenham Hotspurs heitasta liðið í dag. 

 31. Ég held að við vinnum þetta með einu marki eða þá að City rúlli yfir okkur svipað og Tottenham tók okkur um daginn. Ég er reyndar rosa bjarsýnn fyrir þennan leik sem hefur ekki boðað neitt gott undanfarin ár.

 32. #37

  Hann babú var ekkert að tala um fáránleikann í því að city væru að fara að spila fótboltaleik á Anfield, heldur var hann að benda á fáránleikann í því að tala um city sem topplið deildarinnar. Það er frekar gefið að þeir spili á öllum völlunum á leiktíðinni…

  Endilega farðu svo með þennan hroka þinn á stuðningsmannasíðu Tottenham ef þú ætlar að líkja okkur við Norwich og Swansea. 

 33. #36 Fardu burt. Annars hef ég trú á lidinu á morgun eins og nánast allir hérna inni, Vinnum 2-1 Suarez med tvennu og svartur scooter med eitt fyrir Shitty.

 34. Guð minn almáttur hvað þessi pistill er kjánalegur. Óverðskuldað og fáranlegt að Man City er á toppnum vegna peninga. Er þá ekki líka Liverpool líka óverðskuldað búið að vera í 3-5 sæti seinustu ár meðað við hversu miklu meiri pening hefur verið dælt æi leikmannakaup meðað við t.d lið eins og Everton, Fulham ofl. 

  Geri mér grein fyrir að það hlýtur að vera svekkjandi að sjá fleiri og fleiri lið fara fram úr Liverpool ár eftir ár en svona fyrirfram afsökunar pistlar eru í bestu falli aumkunarverðir fyrir þann sem skrifar.

  Hrist hefur verið alminnilega upp í ríkustu liðunum sem haldið hafa toppsætunum útaf fyrir sig með peningum í fleiri fleiri ár. Og nú þegar einhver enn ríkari kemur þá eru þetta voðalega ósanngjarnt. Give me a break.

  Þau lið sem hafa verið að spila þennan peningaleik sem fótboltinn er seinustu ár væla hvað mest núna.

  Annars á ég fastlega von á hörkuleik á morgun.

 35. #42 það er talsverður munur á því að vera “ríkt” lið á eigin verðleikum og árangri, en að það komi einhver gaur og dæli inní liðið og færi því óverðskuldaðan árangur , eins og í tilfellum bæði chel$kí og shittí. þeir sem skilja ekki þennan mun eiga ekki að fylgjast með fótbolta 

 36. Er sammála Lúlla að sumu leyti. En ég er annars ekkert að pæla í City og nenni ekki að gráta hversu mikinn pening þeir eiga og hvað þeir gera við hann.

  Svona hefur þetta verið hjá Real Madrid í mörg ár. En eitt er víst, City er ekkert stórveldi. Munurinn á City og Liverpool í dag er að Liverpool hefur stefnu sem snýst útá það að gera klúbbinn sjálfbæran sem er að framleiða sína sína eigin leikmenn líkt og Gerrard/Carra/Flanno/Robinson.

  Að leiknum, þá vill ég sjá seinna liðið sem var gefið upp í pistlinum fyrir utan Johnson. Ég vill sjá Kelly þarna fremur en hann. Ég býst við gríðarlega erfiðum leik, en ég spái 2-0 tapi, kannski 1-1.

 37. Við tökum öll stigin. En í guðana bænum viltu segja: heltast úr lestinni en ekki hellast!!
   

 38. Bellamy hlýtur að byrja þennan leik á kostnað Kuyt, Maxi eða Henderson.  Hann linkar vel upp við Suarez, er harðduglegur, fljótur og er refur.  Í svona leiki þarf refi.  4-4-2 með Downing og Kuyt á köntunum og Caroll frammi?  Það dregur verulega úr sigurlíkum okkar manna.

 39. HöddiJ, ertu semsagt að segja að sá peningur sem Liverpool hefur eytt seinustu árin í leikmenn sé komið af eigin verðleikum og árangri ?

  Give us a break!!! 

 40. Verðum að vinna þennan leik. Sérstaklega þar sem Arsenal og Utd töpuðu bæði stigum.
  Ásamt því að Spurs geta komist í 9 stiga forskot ef við vinnum ekki á morgun og það viljum við ekki !

  YNWA!!!

 41. Góða skemmtun í dag félagar, þetta verður rosalegur leikur. Mig byrjaði að hlakka til hans um leið og við vorum búnir að vinna Chelskí en ekki út af því að ég sé viss um að við vinnum heldur út af þeirri einföldu ástæðu að það er bara rosalega gaman að horfa á liðið spila undir stjórn Kóngsins. 

  Varðandi leikinn þá er mikilvægast að setja pressu á öftustu línuna hjá þeim til að auðvelda miðjunni okkar að stoppa í götin. Spái miklum hraða og fjörugum leik. Úrslitin munu ráðast á því hvort liðið verður undan að fá rautt spjald 🙂

  YNWA 

 42. Mikil spenna framundan. Sem betur fer eru bara 11 inná í einu í hvoru liði sem gefur okkur ágæta von.  Ég held auk þess að City muni mæta varfærnislega í þennan leik enda er jafntefli fyrir þá á Anfield frábær úrslit. Ég óttast kannski mest að missa mann út af með rautt og þá eftir viðureign við listamanninn David Silva. Ef við náum hinsvegar að halda öllum inni á vellinum út leikinn munum við sigra 1-0. Okkar menn eru ótrúlega öflugir á móti sterkum liðum.

  P.s. Ekki missa spjallið yfir í karp um peninga eða smávægilegar villur á íslenskri tungu, c´mon.    

 43. Þeir eru ekki ad fara að sparka ì peningabùnt innà vellinum. Þeir eru ekki að fara ad henda 50 pundaseðlum ì augun à okkar mönnum. Þegar leikurinn byrjar er 0-0 og 11 à móti 11 og við eigum 50% m?guleika og ég hef fulla trù à mìnum mönnum að sigra ì þessum leik. Liverpool hefur sigrað betri lið en City ì gegnum árin þò að hin liðin séu “dýrari”

  Eins og einhverstaðar er sagt: “Its not the size of the dog in the fight, its the size of the fight in the dog”

 44. #48 nú ? erum að ná betri samningum, sem færa okkur hærri transfer budgets, eftir ranga markaðssetningu í 20 ár td. jafnvel þótt liðið hafi eytt pening í tíma moores þá var skuldastaðan aldrei neitt gríðarleg, sem segir að þó hafi eittvað verið rétt gert. það var ekki fyrr en í tíma fávitanna þar sem skuldastaðan fer í rugl , þar sem þeir fleyttu láninu til að kaupa liðið yfir á það sjálft.

  en ef þú sérð ekki muninn á því að lið sem hefur verið að vinna titla í 30-40 ár sé í sterkri stöðu peningalega og síðan lið sem er keypt og árangurinn er búinn til , þá áttu ekki að vera að tjá þig um þetta 

 45. Ég er drullukvíðinn yfir þessum leik. Eins og fram kemur þá hafa Citymenn skorað heilan helling af mörkum á útivelli, og það gegn toppliðunum líka. Spáið í það, skora 11 mörk gegn liðunum í 2. og 3. sæti. Ef við horfum bara á það þá ættum við ekki að eiga séns gegn þessu liði. En það er fegurðin við fótboltann. Það er alltaf séns, og fyrir lið eins og Liverpool þá eru þeir jafnokar hvaða liðs sem er á góðum degi. 

  Ég held að það sé ljóst að Dalglish verður að stilla upp 4-2-3-1. Hefðbundin varnarlína með Lucas og Adam fyrir framan sig. Eða hugsanlega Spearing. Dalglish er vanur að koma okkur og stjórum andstæðinganna á óvart. Ef við náum að stoppa fremsta kvartettinn þeirra, hvernig sem hann verður skipaður, þá er hálfur sigur unninn. Ég er ósammála því að þeir séu með einhverja rosalega varnarlínu, finnst það einmitt slakasti hluti liðsins. Suarez getur hæglega snýtt Lescott, Kompany, Richards og Clichy, þótt hann snýti þeim ekki öllum í einu. Spái því að Kompany fái rauða spjaldið í fyrri hálfleik eftir gróft brot á Suarez. Þeir munu pressa ofarlega sem hentar vel. Og þá vil ég sjá Bellamy vinstra megin til að taka Richards á. Kuyt hægra megin og Maxi með þeim, þ.e. sömu 11 og síðast, kannski með örlítið breyttum áherslum.

  Lucas og Adam þurfa að hjálpa vörninni með fremstu fjóra og svo þétta Kuyt, Bellamy og Maxi inn á miðjuna þannig að Citymenn fá lítið pláss. Suarez á síðan eftir að tæta vörnina í sig.

  Þetta endar 2-1 fyrir okkur, við verðum undir geggjaðri pressu síðasta korterið og Skrtel á eftir að eiga stórleik og bjarga hvað eftir annað! 

 46. Spurning um hvort Liverpool maðurinn Kenny hafi hár á pungnum til að halda Liverpool manninum Carragher útur liðinu. Vörnin hefur verið gríðar góð undanfarið með Skirtle og Agger í liðinu og ég vona bara að karlinn fari ekki að fokka í þessu núna. 

 47. Þær frétti voru að berast að Gary Speed þjálfari Wales sé látinn, afar sorglegt mál þar sem hann var einungis 42 ára gamall. Spurning hvort þetta hafi ekki bein áhrif á leikinn á eftir t.d. á Bellamy sem ég í raun efast um að sé að fara spila eftir að heyra þessar fréttir.
  Ekki það að hugur minn liggur frekar hjá fjölskyldu Gary Speed heldur en í þessum leik… 

 48. Á SKY er einhver sparkspekingurinn að spá því að Liverpool nái stigi af City:
  Remember, Liverpool are a big-game team and they rarely disappoint against the big boys. We’ve seen them win at Arsenal and Chelsea this year and they should have beaten Man Utd as well.
  Their fans know their football and they’re quite shrewd. If Liverpool set up with a 4-5-1 on Sunday the fans won’t get on their backs; they understand that’s the best way to play the game.
  They lacked pace against Swansea, so I was pleased to see Craig Bellamy in the team at Chelsea and I would play him again here, probably on the wing with Stewart Downing on the other.
  You have to pick Luis Suarez, but I’d ask him to come a bit deeper and connect himself to Nigel De Jong or Gareth Barry when City have the ball to prevent them from dictating play. They can’t afford to be picked off in midfield. You could then go with Andy Carroll as your targetman who could provide an option up front when things get tight in midfield.
  They need to keep things tight, but I think Liverpool are a big-game team and will get a result.
  PAUL PREDICTS: 1-1
  Ég held að við verðum að búa okkur andlega undir tap og jafntefli yrðu bara frábær úrslit í mínum huga.
  Ég yrði auðvitað rosalega hamingjusamur með sigur en ætla ekki að ganga að því vísu…

  En góða skemmtun á eftir 🙂  

 49. LFCGlobe talar um það á Twitter að Craig Bellamy hafi verið gefið frí vegna fráfalls Gary Speed. Eins leiðinlegt og það er að missa Bellamy úr liðinu þá er þetta mjög flott hjá Liverpool.

  RIP Gary Speed.  

 50. Kona Bellamy er búinn að staðfesta að hann verði ekkki með.

 51. Eins og við vitum þá getur allt gerst í boltanum og nefni dæmi, Arsenal skítlá fyrir mu og mu skítlá fyrir mc þannig að menn þurfa ekki svona mikið að gefa það í skyn að við séum að tapa á heimavelli, við tökum þetta bara,,,,,, eins og menn. 🙂

 52. Landsliðsþjálfari Wales látinn: Svipti sig lífi, samkvæmt breskum miðlum – Var á góðri siglingu með liðið. Segja blöðin.

 53. Þetta eru alveg skelfilegar fréttir af Gary Speed. Ég er ekki vitund hissa þó Bellamy sé hvergi nærri Anfield í dag. Hann er landsliðsfyrirliði og gamall liðsfélagi Speed.

 54. Bellamy glæsilegur í viðtali á LFC TV.
  Var spurður um ástæðu þess að hann er vanur að skora oft gegn sínum fyrrverandi liðum sagði hann “sennilega vegna þess að ég hef verið í svo mörgum liðum”

Varaliðssigur og opinn þráður…

Liðið gegn Manchester City